Tíminn - 07.02.1920, Blaðsíða 4

Tíminn - 07.02.1920, Blaðsíða 4
20 T í M I N N að tala þannig um land þitt og konung«, sagði annar dimmradd- aður í hópnum. »Eg þóttist þekkja röddina. Ert það þú, signor Paul Pry, þú sem hirðir hestana kongsins, þessi þrjú hundruð, sem vaða á kviði í smár- anum. »Nú fer vel um mig« sagði kisa, hún sat á fleski. »Pað á við Paul góður. En bíddu við og láttu heyra hvernig honum líður hon- um bróður þinum gamla í kjallar- anum; honum er eklci skamtað í eldhúsi kóngsins«. Skellihlátur í hópnum, um leið og klukkan sló á Péturskirkjunni. »Pað er og! Páfinn er stundvís eins og stjörnurnar. Sé búist við honum klukkan tíu, kemur hann aldrei seinna en klukka hálf tvö. Lítið á hvernig skín á klukkuna. Svona hefir skinið á hana í 300 ár. Hún hefir fengið margt að sjá. En hún er alveg eins, hvort sem hann heitir Bónifacíus eða Píus, sem verið er að bíða eftir, hvort sem hann er gamall syndari eða gamall dýrðlingur. Hún hangir þarna uppi og dillar rófunni, hvað sem á gengur hér niðri«. »Pú ert sá mesti prestahatari! Pað væri landhreinsun að þér og þínu hyski. Þú fengir að kenna á því ef páfinn fengi völdin í hinrii heilögu borg«. »Hver er það sem nú er að hnýta í mig? Nú! Góðan daginn, herra Pulcinello, páfarakari! 80 frankar á mánuði fyrir það að raka hinn heilaga föður á hverjum morgni, ókeypis«. »Ef páfinn væri ekki, mynduð þið fá að kenna á því, og þá myndi grasið gróa á götum Rómaborgar«. »Bara að svO væri. Því að nú vex hér ekki annað en illgresi«. »Brúnó!« Gamall maður og vanburða tróðst i gegn um hópinn með hörkubrögð- um, að vagninum. Davíð Rossí reis upp og rétti út hendina. Gamli maðurinn greip hana, en sagði ekki neitt. »Vilduð þér tala við mig?« »Eg get það ekki enn þá«, stundi gamli maðurinn og honum vökn- aði um augu. Davíð Rossi sté út úr vagninum og lét gamla manninn nauðugan setjast í sætið. »Eg er frá Carrara. En þeir trúa mér ekki, að eg hafi séð Davíð Rossí með mínum eigin augum! Hann sér fram í framtiðina, segja þeir, eins og almanak sem sjálfur Guð hefir samið«. Nú kom hreyfing á hópinn og það var hrópað með skipandi röddu: »Gefið rúm!« Það var við- hafnarmikill skrautvagn, fyrir hon- góðir glimumenn, og má vera að þeir eigi allir eftir að komast i fremstu röð glímumanna, iðki þeir enn glímuna af kappi. Hinir kostgæfnu íþróttamenn vinna bæði sjálfum sér og þjóð sinni gott verk, og hinir ekki sí.ð- ur, sem styðja íþróttamennina raeð ráðum og dáð og hvainingu. Á Reykjavík því láni að fagna að eiga marga slíka. Það er skylda einstaklinga að opna augu alþjóð- ar fyrir nauðsyn og ágæti íbrótta- iðkana og vinna að því að hlynt sé að íþróttaiðkunum æskulýðs- ins og honum látin í té hin besta aðstaða til þess. Því að koslgæfi- legar iþróttaiðkanir eru ekki ein- ungis hið besta meðal um það að þroska og stæla líkama þeirra sem iðka, auka snarræði þeirra, hug- rekki, heilbrigði og þol, og ekki einungis einn hinn besli skóli í drenglyndi og heiðarleik — heldur eru þær og einhver hin besta vörn fyrir æskulýðinn gegn þeim mörgu og hættulegu villigötum sem blasa við honum. Áhugi á hollum við- fangsefnum er einhver besta vörn- in gegn frsistingum áhuga og iðju- leysis. Samkvæmt þingsályktun frá 17. september 1919, um leiðbeiningar við fslendinga, sem flytjast heim úr öðrum löndum, auglýsist hjermeð, að íslendingar þeir, sem vilja hverfa hingað heim úr öðrum löndum, geta snúið sjer til atvinnu- og samgöngumáladeildar Stjórnarráðsins viðvíkj- andi atvinnu, jarðnæði, hlutdeild í fyrirtækjum og öðru, sem þeim er þörf til vistar hjer á landi. Atvinnu- og saingöngiiináladeiid Stjórnarráðs ísiands, S9. janntar 1920. éSigurður sSénsson. Oddur Hermannsson. H. í. S. NotlO: steinolíuna „Oðinn“ hráolíuna „Alfa“ Benzín og' Smurningsolíur frá 6iai isleazka ste'molinhintaféiam. Sími 214. um tveir fnæsandi hestar og öku- maðurinn var enskur, klæddur rauð- um gullsaumuðum búningi. Davíð Rossí var nálega orðinn undir vagninum. Það brá fyrir skugga á andliti hans, en hið milda bros varð brátt yfirsterkara og hann sneri sér að gamla manninum án þess að líta á vagninn. Það sat kona í vagninum. Hún var há vexti og gjörfuleg og af- burðafögur. Hárið var mikið og grúfði yfir enninu, svart eins og vængur hrafnsins og skein í sól- skininu. Hörundsliturinn var gull- inn og með hinum dimmbláu aug- um leit hún kæruleysislega yfir hóp- inn. Vagninn nam staðar við höll ráðherrans. Varðmaðurinn skundaði til að taka á móti henni. Hún stóð upp og þótt allra augu hvíldu á henni, þá leit hún ekki undan, en horfði með yfirlæti á mannþröngina um leið og hún sté út. Ónotaleg þögn hvíldi yfir öllum. Það var auðsæi- legt, að ef einhver léti hylli sína í Ijós, þá myndi öðru vera hrópað á móti. En það var bros á andliti hinnar fögru konu og hún óttaðist sýnilega ekki óvild lýðsins. Enginn listamaður hefði valið hana að fyrirmynd, um að sýna sakleysið, þvi að hún var ekki lík Guðsmóð- ur. En hún var yndisleg kona í blóma æskunnar, einhver prýðileg- asta mynd mannlegrar fegurðar. Svartur kjölturakki lá á silkihæg- indi inni í vagninum, með blátt band um hálsinn. Hún tók hann undir hönd sér um leið og hún sté út úr vagninum. Síðan hvarf bún inn úr hliðinu og lét á eftir sér sætan rósarilm. Þá fyrst, þegar hún var farin, talaði fólkið. »Donna Róma!« Nafnið leið yfir bópinn, í hvisli; það var kynlegt, dauft og yfirnátt- úrlegt hljóð, likast vængjaþyt leður- bökunnar í rökkrinu. l^amvimiumáL IV. Þegar fyrstu félögin voru stofnuð hér á landi voru skiftin út á við erfiðasta viðfangsefnið, bæði kaup og sala erlendis. Hættan var þá sú, að félögin Ientu, eins og sumir smákaupmenn á klafa hjá einhverj- um stórkaupmanni erlendis. Og sú varð og raunin um sum þeirra, að þau urðu að engu með þeim hætti. En á Norðuriandi, þar sem fé- lögin voru elst og flest, var stigið það spor sem leysti félögin úr þcirri hættu, þ. e. þau þeirra sem höfðu glögga gát á hvað var að fara fram. Þetta spor var slofnun Sambands- ins, eða samvinnuheildsölunnar. Hér á landi eru tvö félög sem mestan þátt bafa átt i að móta sam- vinnustefnuna. Annað er Kaupfé- lag Þingeyinga á Húsavík. Það er elst allra samvinnufélaga á land- inu. Það er bæði pöntunarfélag og söludeild, og heldur enn því tví- skifta formi. Þegar Jakob Hálfdán- arson, Jón á Gautlöndum og Ben- edikt á Auðnum stofnuðu það, höfðu þeir alls engin kynni af er- lendum samvinnufélagsskap. Þeir bygðu félagið þannig á eigin hug- kvæmd og reynslu. Hitt félagið er Kaupfélag Eyfirðinga. Það var stofnað með fullri vitund og skiln- ingi á Rockdale-skipulaginu. Þaö óx skjótt og varð brátt stærsta fé- lag á landinu. Þessi tvö félög átlu mestan þátt í því að efna til heildsölunnar. Þau höfðu mesta reynslu og mest fjár- magn. Utan um þau hópuðust svo liin minni og yngri félög. Byrjað var með því að Kaupfélagstjóri Ey- firðinga, Hallgrímur Kristinsson var löngum utan, til að selja vör- ur félaganna og kaupa inn. En þegar Rvik, með hafnargerðinni og síma til útlanda varð miðstöð ís- lenskrar verslunar, flutti samband- ið heimili sitt þangað, en hefir skrifstofur erlendis, bæði í Khöfn og New-York, sem starfa fyrir öll sambandsfélögin. Smátt og smátt heíir Sambandið fært út kvíarnar. Nú eru í því öll félög á Norðurlandi nema Hvamms- tangafélagið. En fremur félög í Strandasýslu, Dalasýslu, við Ön- undarfjörð, þrjú á Austurlandi, eitt undir Eyjafjöllum og tvö í Reykja- vík. Sambandið er nú að verða ein hin stærsta verslun á landinu, Það kaupir og selur erlendis fyrir kaup- félögin, það sem þau vilja. Hitt er aftur á móti rangt, sem sumir menn segja, að félögin megi ekki versla utan Sambandsins. En reynd- in hefir orðið sú, að þau gera lílið að því að skifta beint við stór- kaupmenn, af því að það hefir ekki reynst þeim sérlega hagkvæmt. Samvinnumaður. Fréttir. Listsýning. Dansk-íslenska fé- lagið stofnar til listsýningar i Kaupmannahöfn 10. mars næstk. fyrir íslenska listamenn. Þykir þeim listamönnum, sem hér eru staddir sluttur frestur til stefnu, en munu þó flestir taka þátt í sýningunni. Davíð Östlnnd trúboði er byrj- aður á bannleiðangri sinum í Dan- mörku og virðist andbanningum þar í landi standa stuggur afr „Samverjinn“ er enn á ný tek- inn til starfa í Templara-húsinu, og eru sömu forstöðumenn og áður. Þilskipin ætla að byrja vetrar- vertíðina í fyrra lagi í þetta sinn. Eru sum þeirra þegar farin út. Látin er norður á Akureyri María Matthíasdóltir, móðir Sol- veigar konu Bjarna Jónssonar bankastjóra á Akureyri, Mattbíasar læknis Einarssonar og þeirra bræðra. Hafnargjaldkeri við Reykjavík- urhöfn er nýlega skipaður af bæj- arstjórn Sigurður Jónsson, ættaður úr Mýrasýslu. Látin er nýlega í Iíaupmanna- höfn Ragna Tulinius, dóttir Ottós Túliníusar konsúls á Akureyri. Sterling kom í gærkvöld og flutti á þriðja hundrað farþega. Með skipinu komu 15 alþingis- menn og eru þeir þá allir komnir nema Karl Einarsson. — Var það mesta hepni að skipið fékk sæmi- legt veður með svo alt of marga farþega. Hosningin í Reykjavík. Kært hefir verið yfir alþingiskosningunni í Rejdcjavík út af þeim misfellum, sem getið hefir verið um áður í blaðinu að á henni væru. Kosningin á ísaflrði. Kæra mun komin fram yfir alþingiskosning- unni á ísafirði, vegna þess, að mútur hafi verið boðnar. — Er Magnús bæjarfógeti Torfason stadd- ur hér í bænum. Símaskráin fyrir árið 1920 er nýlega komin út. Hæsta talsíma- númer í Reykjavík sem nú er notað er 1044. Húslestrabók síra Ásmundar Guðmundssonar er nú komin á markaðinn og heitir :* Frá heimi fagnaðarei'indisins. Verður hennar sérstaklega getið síðar. Sóttvarnir. Lögreglustjóri aug- lýsir strangt bann gegu því, að menn hafi nokkur mök við skip sem koma frá útíöndum, fyr en samgöngur hafi verið leyfðar. Strandferðir verða ineiri og betri hér við land á þessu ári en verið hefir. Verða skipin Sterling og Suðurland látin annast ferðirnar. Suðurland á svæðinu frá Seyðis- firði til ísafjarðar sunnan um land, en Sterling fer hringferðir frá Reykjavik til skiftis austur og vest- ur og kemur hvergi við fyr en á Seyðisfirði og ísafirði en týnir svo upp hafnir úr þvi norðanlands. Fer Suðurland 6 ferðir frá Reykja- vík austur og aðrar 6 ferðir frá Reykjavik vestur. En Sterling fer 4 ferðir vestan um og 5 ferðir austan um, en auk þess síðustu ferðina fullkomna hringferð frá Reykjavík 1. nóv. austur um. land með viðkomu á öllum höfnum. — Viðkomustaðir Suðurlands verða alls 26, en Sterlings norðanlands 22. Með þessu móti verður t. d. komið 7 sinnum við á Hornafirði. Bæjarstjórnarkosningarnar í Reykjavík voru að mun ver sóttar en alþingiskosningarnar, eins og vænta mátti. Voru alls greidd 2393 atkvæði. Af þeim fékk listi Sjálf- stjórnar 1562 atkv. og voru fjórir kosnir af lionum: Sigurður Jóns- ICartha SahSs fagskole for Husholding, Helönevej I A. Köbenhavn V. aabner 3 Maaneders Kursus for videre komne til April med eller uden Pension. — Program sendes. son barnakennari (endurkosinn), Pétur Halldórsson bóksali, Gnnn- laugur Claessen læknir og Þórður Bjarnason kaupmaður. — Listi verkalýðs-félaganna fékk 807 atkv. og komust tveir að af honum: Ólafur Friðriksson ritstjóri og Jón- ína Jónatansdóttir, kona Flosa Sigurðssonar trésmiðs. Kappglíma verður háð hér í bænum í næsta mánuði milli flokka og keppendum skipað eftir þyngd. Mishermi er það sem sagt liefir verið frá í sumum blöðum, að »Dagur« á Akureyri væri hættur að koma út. En nú mun um ára- mótin verða ritstjóraskifti víð blaðið. Ingimar Eydal leggur niður rit- stjórn, en Jónas Þorbergsson tekur við. Stefnubreyting verður engin. Hæstiréttur byrjar starf silt næstkomandi mánudag. Sóttvarnarnefndin. Það var mis- hermi í síðasta blaði, að liéraðs- læknirinn væri kominn í sóttvarna- nefndina í stað Stefáns Jónssonar. Hafði það komið til orða, en varð ekki úr og er Stefán áfram í nefndinni. Pest. Stjórnarráðið auglýsir varnarráðstafanir og innflutnings- bann á ýmsum vörutegundum, út af því, að pest geisar víða i aust- urlöndum. Látinn er hér í bænum 3. þ. m. sira Lárus Benediktsson áður prest- ur í Selárdal, faðir Ólafs prófessors og þeirra systkina. Hann var einn af elstu prestvígðu mönnum, kandí- dat 1866 og vígður sama ár. Alþingi var sett 5. þ. m. Síra Friðrik J. Rafnar á Útskálum flutli prédikun. Þingfundum er frestað fram yfir lielgi vegna þess, að svo margir þingmenn koma ekki fyr en með Sterling. (xullfosB fór til VesturheimS 4. þ. m. Morgunblaðið. Einar Arnórsson hefir lagt niður stjórnmálaritstjóra- mensku Morgunblaðsins frá l.þ. m. Virðist svo sem Morgunblaðinu þyki það litlum tíðindum sæta, því að það þurkar iiafn bans þegj- andi burt. En ísafold hafði getið þess. Sigluflrði 28/i 1920. ... Hér eru að skýrast línurnar í sljórnmálum kaupstaðar og þjóðar. Kaupmenn með sóknarprest og lækni framar- lega í fylkingu annarsvegar, en alþýða manna öll hinsvegar. Kom þetta greiniiegast í Ijós við ný- afstaðnar bæjarsljórnakosningar. Átti að kjósa 2 fulltrúa. Kaup- maður og útgerðarmaður á kaup- mannalistanum, og átti nú ekki að fatast að koma að báðum þess- um mönnum, sem m. a. má marka af því, að búín var vegleg veisla, með skrautlega búnu jólatré á miðju salsgólfi sem standa skyldi þegar eftir talning atkvæðanna og skyldi veislan haldin þótt svo ó- líklega vildi til, að ekki yrði nema öðrum »lista«-manninum komið að. Skyldi ljósin kveikja á trénu, þegar er sigurfregnin kæmi -- en sjá þar varð aldrei ljós, því and- stæðingarnir komu að báðum sin- um mönnum. Ritstjóri: TryggTi f’órhallsBoa Laufási. Sími 91. Preatsmiðjau Gntenbsrg.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.