Tíminn - 07.02.1920, Blaðsíða 1

Tíminn - 07.02.1920, Blaðsíða 1
TMINN um sextíu blöð á ári koslar liu krónur ár- gangurinn. AFGREIDSLA i Regkjavik Laugaveg 17, sími 286, út um land i Laufási, sími 91. IV. ár. Reykjavík, 7. febiúar 1920. 5. blað. Nýung í uppsldismálum. Á síðari árum hafa fræðimenn í ýmsum löndum Norðurálfunnar og Bandaríkjanna gert, með nýjum aðferðum, margar uppgötvanir í uppeldisfræði, sem nú eru farnar að hafa áhrif á skólamála-fram- kvæmdir þeirra þjóða, sem leggja nokkra verulega rækt við þá hluti. Er svo að sjá, sem samkepni sú hin mikla, sem hafin er og heldur áfram meðal iðnaðar- og kaup- sýsluþjóða heimsins, ýti mjög undir að nota þessa þekkingu, af því auðvelt er að gera hana arðgæfa á margan hátt. Nýung þessi er í því fólgin, að mæla með margskonar nákvæm- um rannsóknum, um líkamsmátt og andlega hæfileika barna, unglinga og jafnvel fullorðinna manna. Á þessum rannsóknum er siðan bygð kensla, kensluaðferðir, og í sumum kringumstæðum, atvinnuval og æíi- starf þeirra, sem rannsóknir þess- ar ná til. Einn af frægustu brautryðjend- um á þessum vegi var franskur sálarfræðingur A. Binet. Hefirnokk- uð verið ritað um hann á íslensku. Aðferðir hans við að mæla vits- muni, venjumjmdun, minni, eflir- tekt o. s. frv. hafa verið gerðar enn fullkomnari, og fara nú sigri hrósandi um allan heim. Á t’ýskalandi urðu þessar mæl- ingar fyrst vinsælar í hernum, t. d. til að finna hvaða menn væru heppilegir fluginenn og bifreiðar- stjórar. Tveir nafnkendir fræði- menn, Moede og Piorcowski beitt- ust fyrir rannsóknum þessum, og tókst svo vel, að herstjórnin við- urkendi fullkomlega gildi tiiraun- anna. Til að geta orðið góður flug- maður þarf marga samstilta eigin- leika. Fyrstu tilraunirnar leiddu í Ijós hverjir voru óhæfir, og hversu hæfileikum hvers einstaks manns var háttað. Reynsla og áfram- haldandi tilraunir gerðu unt að flokka keppendurna nokkurn veg- inn eftir gildi þeirra. Þegar herstjórnin hafði viður- kent gildi þessara rannsókna komu yfirmenn barnaskólanna í Berlín, og fleiri þýskum borgum, og not- uðu svipaðar mælingaraðferðir við flokkun barnanna, og kensluna. Ágallaruir við venjulega skóla eru í því fólgnir, að gert er ráð fyrir, að allir nemendur í sama bekk, hafi svo sviþaðar andlegar þarfir, að þeim hæfi samskonar kensla. Petta er vitanlega rangt. Ennþá fjarstæðara er að öllum mönnum á sama aldri hæfi sams konar fatasnið. Rannsóknir Binets og eftirmanna hans leitast við að gera skólunum unt að sníða hinn andlega stakk eftir vexti, meðan stendur á upp- eldinu. Og það leiðir af sjálfu sér, að þetta er að eins fyrsta stigið. Hið næsta og mesta er það, að hjálpa hinni uppvaxandi kyn- slóð til að velja sér lífsstöðu í samræmi við gáfur og Iíkams- þrótt. í Berlin hafa rannsóknir þessar m. a. leitt til þess, að stofnað er til sérstakrar kenslu fyrir afburða gáfuð börn, þar sem hæfileikar þeirra fá fyllilega að njóta sín. Fylgja því námsstyrkir og önnur hlunnindi, sem tryggja efnismönn- unum opna leið til sérmentunar og starfa, eftir því sem hæfileikar benda til. Ekki er heldur gleymt þeim, sem minstar hafa gá'furnar. Pau fá sérstaka kenslu, algerlega sniðna eftir þeirra þörfum. Binet ■tókst með þannig lagaðri kenslu, að skerpa svo eftirtekt torgáfaðra barna, að þau báru víð próf á þeim sviðum, all-mjög af fullorðn- um meðalgreindum mönnum, sem óæfðir voru um slíka hluti. í því nær öllum mentalöndum er nú verið að koma á fót rann- sóknarslofum af þessu tægi, í sam- bandi við háskóla og kennaraskóla. Framsýnir menn sjá, að samkepn- in verður afar-mikil .á komandi árum. Og þegar alt kemur til alls standa þær þjóðir best að vígi, sem eiga tiltölulega flesta hrausta og skynsama borgara, »þar sem er valinn maður í hverju rúmi«. Framkvæmdir á þessu sviði eru í raun réttri Imdnám inn á við í hverju þjóðfélagi. Margt bendir til, að fyr en varir standi »mene tekel« ritað yfir höfði þeirra þjóða, sem fara gálauslega með orku manns- ins, bæði Iíkamleg og andlega, hvort heldur sem meir má saka ófull- komið uppeldi, eða óholl og veikl- andi lífskjör. farildi Nálega í hvert einasta sinn og almennar alþingiskosningar fara fram, verður einhver kosning kærð. Hefir það oft verið næsta mikið álitamál hversu dæma beri um þær kærur. En þingið sjálft á að fella úrskurðinn, lögum samkvæmt. Munu þeir vera fáir sem telja munu að þeir úrskurðir hafi æ verið samræmilegir og réttlátir. Að þessu sinni mun óhætt að fullyrða, að um tvær kosningar, og ef til vill fleiri, verði mjög deilt hvort taka beri gildar eða ógildar. Gefur það tilefni til þess að taka það íil yfirvegunar hvort dóms- valdið um það muni vera vel kom- ið hjá þinginu. Hefir verið fróðlegt að leggja eyrun við, þá er menn hafa verið að ræða um hvort þessi eða hin vafasöm kosning yrði tekin gild. Pað hafa sem sé ólrúlega margir endað umræðurnar með þessum eða svipuðum orðum: »Pað er alt undir því komið hverjir verða í meiri hluta í þinginu«. Vitanlega meina menn þetta ekki fyllilega eins illa og í getur legið og liggur í rauninni, en það ber Jjósastan vottinn um það, hvaða hugmynd almenningur gerir sér, af reynslunni, um rétldæmi þingsins í þessum efnum. Og það eitt, að alþjóð hafi það á tilfinningunni, að ekki sé nægileg trygging fyrir því að réttlátur úrskurður sé æ gefinn, er mjög varhugavert og hefir spillandi áhrif á réltarmeð- vitund þjóðarinnar. Önnur hlið þessa máls er og mjög þungvæg. Pað mun vera al- viðurkend regla, að dómari dæmi ekki í máli sem snertir hann sjálf- an að verulega miklu leyti. Og það er öllum augljóst hversu þetta er sjálfsagt. En þar eð þingið á að dærna um. gildi kosninga, er þessi alviðurkenda regla gersam- lega brotin. Undantekningarlaust snertir það flokkshagsmuni hvers einasta þingmanns, úrskurðar mál um gildi kosningar flokksmanns hans eða andstæðings. Pað geta meir að segja hugsast þau tilfelli, að næsta mikið sé í húfi í þessu efni. Því skal hér haldið fram, að það sé beinlínis rangt af þjóðfélaginu að leiða þingmenn í þá freistni sem þessu valdi er samfara. Munu mörgum í hug koma hin frægu orð Jóns meistara Vídalíns. »Pegar dæma á milli bróður og bróður . . . . og vináttan kitlar þá hönd sem á sverðinu heldur; mun þá eigi andskolinn setja brill- ur upp á réttarins nasir, svo hann ekki fái rammað þann höggstað, sem hann ætti«. Það að gildi kosningar bíður úrskurðar þingsings hefir ennfrem- ur það í för með sér, að ef kosn- ing er gerð ógild þá verður þing- sæti autt um hríð og getur dreg- ist alllengi að úr verði bætt, Nú er sú breyting á orðin síðan síðast var úrskurðað um gildi kosninga, að æðsti dómstóll lands- ins á sæti í landinu. Virðist því ekkert vera því lengur til fyrir- stöðu, að þingið sé leyst af þess- um vanda og úr þessari freistingu og svo búið um þetla dómsmál sem önnur. Væri og líklegt að þingið héldi ekki fast í þetta vald. fóSttrtilrátin «eB vothey. Eftir Halldór Vilhjálmsson skólastj. Volhej'sverkun fer vaxandi með ári hverju og fer vonandi að verða almenn innan skamms, minsta kosti hér sunnan og vestan lands, en þá fer líka að verða nauðsjm- legt að vita,. hversu mikið megi gefa skepnunum af vothejd og hvernig þær þrifast af því. Þessu verður ekki fyllilega svar- að, nerna með endurteknum fleiri ára tilraunum á búfé okkar, og þyrfti vafalaust að haga tilraun- unum á ýmsa vegu, til þess að finná hin réttu hlutföll á milli þurheys, votheys, beitar og kraft- fóðurs. Pað skal því skýrt tekið fram, að hér verða ekki birtar neinar úrslitatölur, heldur að eins nokkr- ar bendingar, sem við þykjumst geta gefið eftir tilraunum okkar tvo undanfarna vetur. Veturinn 1918, 15. mars, völd- um við 20 ær, sem jafnastar að aldri, þyngd og holdafari og skift- um þeim í I flokka, 5 í hverjum. Áður en tilraunin bjrrjaði höfðu ærnar fengið sæmilegt fóður og var það tómt þurhey — en nú var fóðrið aukið í eina töðuein- ing og bætt og farið að gefa vot- hejr ásamt þurheyinu. Purheyið var valið grænt stararhey, en vot- heyið háartaða. Votheysúthey var því miður ekki til. Ennfremur var ákveðið að ærnar skjddu standa inni allan tilraunatímann og þær vegnar vikulega, en fóður var ná- kvæmlega vegið á hverjum degi. Fóðurmagn og fóðurlegund var sem hér segir: Meðan á tilrauninni stóð, var tvívegis rannsakað vatnsmagn í þurheyinu og votheyinu. Reyndist vatnsmagnið að vera 17.5% í þur- heyinu og 72.13% I votheyinu að meðaltali. Eftir því hafa þá 3.3 kg af háartöðu eða 924 gr. af há- Mánaðardagar 1. fl. 2. n. 3. fl. 4. fl. Mars 15 517 519 507 501 — 22 532 520 505 502 — 29 530 523 512 508 Apríl 5 535 517 511 501 — 12 532 519 509 501 — 19 551 535 516 506 — 26 546 537 524 516 Meðalflokksþ. .. 534.7 524.3 512 505 Meðalærþungi . 106.9 104.9 102.4 101.0 — í byrjun 103.4 103.8 101.4 100.2 Ærin þyngst... 3.5 1.1 1.0 0.8 arþurefni, fullkomlega jafnast á við 1.3 kg stararúthey með 1072 gr. þurefni, að næringargildi. Flokksþungi og þgngdarauki. Flokknr Flokks- fóður alls kg Ærfóðrið >‘E 1. fl. Purhey. . . . 6.6 1.3 2. fl. •/* í>. -J- •/> V. 3.3+8.3 0.66+1.66 3. fl. •/< Þ. + +V. 1.65+12.5 0.33+2.5 4. fl. Vothey.... 16.6 3.3 Eftir þessari töflu að dæma, virðast þurheysærnar bera af vot- heysánum og þyngdaraukinn verði því minni, sem ærnar fái meira af votheyinu. En þetta verður að skýra nánar. Áður en tilraunin byrjaði, fengu ærnar bæði minna og lakara fóður. Með aukinni og bættri gjöf drekka þurheysærnar mikið, 2.5—3 lítra á dag ærin, kviðast vel og þyngjast. Að vísu átu votheysærnar upp, en þær smökkuðu ekki vatn allan til- raunatímann. Alvolheysflokkurinn fær í sjálfu votheyinu nægilegt vatn eða svipað vatnsmagn og þurheysærnar. Hinar nokkruminna. En það sem hér gerir óefað að- almismuninn er eftirfarandi atvik. Sumarið 1917 var óþurkakafli mikill framan af slætti og létti ekki fyr en fulla viku af ágúst. Þá kom þurkurinn sem hélst fram á haust. En nokkrum dögum áð- ur en skifti, var nokkur hluti túnsins slegið og háin látin í vot- heystóltina. Pá kom þurkurinn, ekkert átt við hána í tóttinni fyr en nærri fjórum vikum síðar um haustið. Pá var komin þunn for- arskán ofan á hána (5 — 8 cm), en undir henni var háin græn, en súr. Hafði ekki hitnað nóg, því háin var mjög blaut og lagið of þunt, ca. 2 metra ósígið. Um mánaðarmótin mars og apríl voru vothejrsærnar farnar að þyngj- ast jafnt og vel (hinar standa í stað), en þá vikli svo til, að búið var að gefa votheysstæðuna ofan undir gólf, og kotnið ofan í súru hána, sem fyr er um getið. Fengu þá tvær ær úr 4. flokki skitu og 3 ær 3. flokki, en 2. flokkur var hraustur að sjá. En á löflunni má greinilega sjá, að þær hafa líka veikst. Pær léttast engu minua en hinar, þó ekki sæist á þeim. Engin ærin varð þó mjög veik. Pær átu allar og alveg upp, sama votlieysskamt og áður. Að eins var skift um vothey. Tekið á öðrum stað, þar sem það var óskemt. Priðja flokks ánuin batnaði öll- um eftir fáa daga. En 4. fl. ærnar voru lengur að ná sér, en voru þó allar albata eftir tæpan hálfan mán- uð og höfðu þá þyngst um 5 pd. flokkurinn. Petta þótti okkur rætast fram úr vonum, að ánum skjddi batna, þó þær fengi alla tíð sama skamt af votheyi. Síðustu vikuna var smáskift um vothey og þurhey, svo 26. apríí fá allar ærnar þurhey. Vild- um við þá fara að beita ánum, svo tilrauninni var hætt. Síðustu vikuna þyngdust votheysærnar mest þegar þurheyið kom. Meiri kviðfylla. Pyngdust þær 10 pund. Hinir minna og þurheysærnar jafn- vel léttust um 5 pd. En um reglu- legan þyngdarsamanburð er ekki hægt að ræða, þar sem bæði vant- ar undirbúningsskeið og eftirskeið. Pó má geta þess, að ærnar 5 í 3. og 4. flokki, sem ekki veiktust, þyngdust jafnmikið og þurheys- ærnar. Ókunnugir áttu mjög erfitt með að greina flokkana sundur, svo voru þeir jafnir að holdafari og útliti, en þeir, sem þektu, viríust votheysærnar hafa mýkri hold, en vera kviðminni en þurhejrs-ærnar. Pá gerðum við aðra tilraun í fyrra vetur 1919. Stóð hún yfir frá 30. jan. til 11. apríl. Tilrauna- ærnar voru 15, skift í þrjá flokka: 1. fl. þurhey, 2. fl. hálft af hvoru og 3. fl. tómt vothey. Pnrheys- flokkurinn fékk 5 kg á dag eða 1 kg ærin af ágætu, grænu starheyi, slegnu fyrir túnaslált, votheysærn- ar fengu líka starhey, 3.3 kg., en það var síðslægja, slegið síðast um haustið niður í »Kistu«. Hafði þar ekki verið slegið áður um langan tíma og var því nokkur sina í heyinu, þó ekki eins mikil og vænta mátti. Purheysærnar fengu því að heygæðum miklu betra hey. Meðan á tilrauninni stóð voru tekin 4 sýnishorn af votheyi og 2 af þurhejd og vatnsmagn rannsakað. Kom það þá í Ijós, að vatn var meira í votheyinu en búist var við eða rétt 80% að meðaltali, en í þurheyinu reyndist vatnsmagnið að vera 13%. Flokkaruir hafa því vafalaust fengið allmjög mismun- andi fóðurmagn og fóðurgæði eða 1. fl. hefir fengið 870 gr. þurefni 2. - (435+330) 765 - — 3. - 660 - — Hálfflokkurinn hefir því fengið 12% eða % minna fóður og lak- ara en þurheysflokkurinn og vot- heysflokkurinn, 24% eða % minna þurfóður og lalsvert lakara en þur- heysflokkurinn. Petta votheysfóður hetir því samsvarað hér um bil 0.75 kg af úthejd að magni til, og er það of lítið viðhaldsfóður handa fullorðni á og það með lambi. Enda léttust þær mikið, sbr. eftir- fylgjandi löflu. Flokksþungi og þungamismunur. Mánaðardagar 1. fl. 2. fl. 3. 11. Jan. 30 513 510 512 Febr. 7 502 506 507 — 14 507 507 497 — 21 513 507 495 — 28 512 510 498 Mars 7 513 515 496 — 14 513 520 492 — 21 522 520 492 - 28 520 519 491 April 4 520 515 491 — 11 522 516 494 Meðalfl.þ. allan tím. . 514.3 513.2 496.8 Meðalærþ. — — 102.9 102.6 99.4 — í bjrrjun... 102.6 102.0 102.4 Meðalþungamismun.. 0.3 0.6 -t- 3.0 Hér sýnist hálflokkurinn standa sig prýðilega móli þurheysflokkn- um, sem fær þó bæði meira og betra fóður að uppruna til. Hann er meira að segja þyngri alla vigtardagana (14. mars er hann jafnvel 10 pundum þyngri), nema 21. febr., þá er 1. fl. 3 pundum þjmgri — þangað til seinna breyti- skeiðið byrjar, 28. mars, þá létt- ast ærnar um 4 pund 4. apríl. Áttum vér frekar von á því að þær mundu þyngjast þegar þær fengu þurheyið, og sama má segja um eftirskeiðið frá 4,—11. apríl, þegar allar ærnar fá sama fóður, 1 kg af þurheyi. Pær þyngjast að eins um eitt pund. Pað er að vísu ekki von, að lambfullar ær, þyngist á þess- um tíma með að eins 1 kg af úlheyi. En að þær léttast þarna alt í einu, verður að kenna því helst, að þær hafi saknað vothegs- ius, þegar það var tekið frá þeim, þó þær fengju grænt og ilinandi þurhey í staðinn. (Frh.)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.