Tíminn - 21.02.1920, Blaðsíða 1

Tíminn - 21.02.1920, Blaðsíða 1
TIMINN um sextíu blöð á ári kostar tiu krónur ár- gangurinn. AFGREIÐSLA i Reykjavík Laugaveg 17, simi 286, út um land i Laufási, simi 91. IV. ár. RoylgaTÍk, 21. febrúar 1920. Stefnubreyting. Lloyd George er nú einn uppi standandi, með fullu fjöri og völd- um, þeirra »fjögra iyoldugucí, sem sagðir voru öllu ráða þá er sest var á friðarráðsstefnuna. Orlando ítalski valt fyrstur úr sessi, enda átti vart þannJ sóma skilið, að teljast með. Wilson ] var kveðinn niður í París, vopnin slegin úr hendi hansheima fyrir og loksbilaði heilsan. Síðastur féll Clemenceau, öllum á óvart, og dró sigaffrjáls- um vilja til baka frá forsetavalinu til þess að falla ekki beinlínis, og lagði því næst alveg niður völd. Lloyd George er einn eftir. Wilson og Clemenceau , voru hinar fullkomnu andstæður. Þeirra tveggja verður æ minst í sögu heimsins, sem, aðal-fulltrúa þeirra tveggja gjöróliku stefna, sem uppi voru í heiminum upp úr heims- styrjöldinni. Llojrd George hné að Clemenceau .og Wilson laut alger- lega í lægra haldi. En nú er það að koma á dag- inn, að samkomulagið hefir held- ur ekki verið fullkomið milli Lloyd George og Clemenceaus. Og nú er það Clemenceau, sem undir. verð- ur. Lloyd ; George hefir I staðið í milli höfuð-andstæðanna. Þar sem hann, fulltrúi breska heims- veldisins, hallast á, þar er sigur- inn. IJað er ekki tilviljunin ein, að Lloyd George stendur einn uppi óbrotinn af þeim »fjórum vold- ugu«. Það er um afstöðuna til Bolche- vicka á Rússlandi, sem þeim hefir greinilegast borið á milli, Lloyd George og Clemenceau, og um af- stöðuna til þeirra virðist nú hafin algerlega'ný stefna, af hálfu Banda- manna, upp úr falli Clemenceaus. Og það er_,vafalausj, að það stend- ur í nánu sambandi hvað við aunað. Hefir þess áður verið getið hér í blaðinu hvaða orð Clemenceau lét falla um rússnesku stjórnina. Hún væri svívirðilegasta stjórn, sem nokkru sinni hefði verið til í heiminum. Það æiti að loka Rússlandi, girða gaddavírsgirðingu í kringum landið og ekki hugsa til þess, að eiga friðsamleg skifti við það. Og fram á síðustu tíma hafa Bandamenn bæði beinlínis og ó- beinlínis verið í ófriði við Rússa. Lloyd George hefir farið sér hægar. Hann hefir látið orð falla í ræðum sínum, sem hefir mátt skilja sitt á hvað. En hann hefir sýnilega hnigið æ meir frá því, að halda uppi ófriði við Bolche- vicka. Skýrast hefir það komið fram í þeim ummælum, að hver þjóð ætti rétt á að ráða því sjálf, hvernig hún stjórnaði sér. Alveg samtímis þvi, að Cle- menceau varð undir í forsetakosn- ingunni og það var sjáanlegt, að hann myndi hverfa af hinu póli- tiska sjónarsviði, kom út opinber tilkynning í París, sem sýndi það svart á hvítu, að fullkomin stefnu- breyting var á komin um afstöð- una til Bolchevicka. Er í þeirri tilkynningu farið orðum um það, hversu hörmuleg- ar ástæður ríki hjá hinni rúss- nesku alþýðu, samkvæmt fengnum skýrslum, vegna einangrunarinnar frá umheiminum, vöntunar á verk- smiðjuvörum o. s. frv. Þess vegna hafi æðsta ráð Bandamanna á- kveðið að leyfa það, að vöruskifta- verslun eigi sér stað milli Rúss- lands og landa Bandamanna og hlutlausra landa. Þetta éigi þó að fara fram hjá stjórninni rússnesku, því að afstaða Bandamanna til hennar sé óbreytt. Þessi verslun eigi að fara fram um hendur sam- vinnufélaganna á Rússlandi, enda nái þau til bændastéttarinnar um endilangt Rússland. Það eigi að gefa þeim leyfi til verslunar við útlönd, enda geti þau annast um úthlutunina á hinum aðkeyptu vörutn. Skuli þau fá keyptan klæðnað, lyf, landbúnaðarvélar og aðrar nauðsynjar, sem Rússa van- hagar um, en láta korn í staðinn, sem til sé á Rússlandi í ríkuleg- um mæli. Þarf eltki um það orðum að fara hversu hér er farið gersam- lega í öfuga átt við tillögur Cle- menceaus. Á öðru sviði má greinilega sjá stefnubreyting Englands sjálfs, gagnvart Rússlandi. Rétt um sama leyti og þessi merkilega tilkynning kom út frá hinu æðsta ráði Bandamanna í París, varð það heyrinkunnugt, að Miðjarðarhafsfloti Breta, hafði verið látinn fara til Svartahafs. Bjuggust menn við, að þar yrði settur her á land, til þess að verja Kákasuslöndin, Persíu og Indland gegn Bolchevickum. Eiga Englend- ingar þar svo mikilla hagsmuna að gæta, að þeim er það nauðsyn að eiga þar sterkan her, haldi ó- friður áfram við Bolchevicka og eins og nú standa sakir, þá er Bolchevickar hafa hrundið öllum óvinum sínum af höndum sér, væri það enn nauðsynlegra. Þessi sending flotans virtist standa í beinni mótsetningu við tilkynninguna frá París. Jafnframt var það lcunnugt, að helstu yfirmenn flotans höfðu skundað til Parísar á fund Lloyd George. En það kom fljótt annað hljóð í strokkinn. Fáum dögum síðar kemur út tilkynning frá sjálfum Lloyd George um, að orðróm- urinn um það, að senda eigi ensk- an her til Kákasuslandanna, eða yfirleitt gegn Rússum, sé algerlega rangur. Munu svo hafa staðið sakir, að samkomulagið í ensku stjórninni var svipað og milli Lloyd George og Clemenceaus, og tilgangur flota- stjórnarinnar hafi verið sá, að sýna Rússum í tvo heimana, en Lloyd George hafi einnig orðið henni yfirsterkari. Síðan hefir það komið fram, að enska stjórnin krefst þess eins af Bolchevickum, að þeir fari ekki með ófriði á hendur löndum Eng- lendinga í Asíu; enda sjái England þá enga ástæðu til þess héðan af að áreita Bolchevicka að fyrra bragði. Það sé nú hið eina náuð- synlega, að koma á fullkomnum friði. Það er öldungis víst, að þessi nýja stefna Bandamanna verður endanleg, að Bandamenn sækja Bolchevicka ekki með vopnum og að aftur hefjast smátt og smátt friðsamleg viðskifti og verslun við Rússland. Það er t. d. eftirtekta- vert, að frönsku blöðin leggja hina mestu áherslu á það, að þess sé nú gætt, að Englendingar sitji ekki einir að viðskiftunum við Rússa og fleyti rjómann ofan af. Liggja að vísu til þess mörg rök, að þessi stefnubreyting er orðin. Bolchevicka-stjórnin hefir reynst miklu fastari i sessi en gert var ráð fyrir. Herir hennar hafa hrundið öllum óvinum af hendi sér. Bandamenn á hinn bóginn svo settir, að það kostaði of fjár og ógurlegt blóðbað, að sigra Rúss- land, og að líkindum væri það ómögulegt. En aðrar tvær höfuð-ástæður munu liggja til þess, að hafin eru friðsamleg skifti við Rússa. Er það hin fyrri, að Norður- álfan er svo aðfram komin af korn- vöiuskorti og viðskiftin við Ame- riku svo óhagstæð, að það er orðið lífsnauðsyn fyrir álfuna, að eiga aðgang að kornforðabúri Rússlands. Þótt hungrið sverfi þar víða að borgarbúum, vegna þess, að sam- göngurnar eru svo erfiðar, þá'eru til í Rússlandi geysimiklar korn- vörubirgðar, sem væru Norður- álfunni ærið kærkomnar. Hin ástæðan er sú, sem fyrst og fremst hefir valdið því hvernig Lloyd George hefir snúist í málinu. En hún er sú, að verkamanna- flokkurinn enski krefst friðarins einum rómi. Hefir þeim flokki vaxið svo geysilega fiskur um hrygg upp á síðkastið, að forsætisráð- herrann enski sér sér ekki annað fært en að láta að vilja hans. Svo kemur það á daginn hvort Bolchevickar geta haldið völdun- um i friði, eins og þeir hafa getað haldið þeim í ófriði. Drepsóttin. Á þriðjudaginn var barst sú frélt til bæjarins að telja mætti víst að menn væru að veikjast af drep- sóttinni í Vestmannaeyjum. Ber ekki sögum saman um það með hverjum hætti veikin liafi bor- ist til Eyjanna. Voru flestir þeirrar skoðunar, að hún hefði komið með sjúkum manni sem fluttur var þangað á sjúkrahúsið úr þýskum botnvörpungi. Læknirinn mun hafa neitað að svo gæti verið og talið að veikin hefði komið með Gull- fossi í síðustu ferð, en aðrir hafa talið það mögulegt að einhverjir Vestmannaeyingar hafi haft við- skifti við útlend skip án þess að uppvíst hafi orðið. Var þegar brugðið við, þá er þetta var kunnugUog sömu regl- ur settar um viðsldfti milli Iands og Eyja og gilda um útlönd. Síðan hefir veikin farið herför um Vestmannaeyjar og skifta þeir nú mörgum hundruðum sem þar hafa tekið veikina. Er hún talin væg að vísu, en fáir munu láta blekkjast af því, því að sama var sagt þá er veikin var að hefjast hér í bænum í fyrra. Reynist það fyrst í næstu viku, hvort telja megi veikina væga. Eiga Vestmanneyingar að því leyti sérstaklega þröngan kost, að eldiviðarleysi er sagt svo mikið í Eyjunum að margir hafi ekki ann- að til að brenna, en tómar olíu- tunnur og spýtnarusl. Er það hörmuleg tilhugsun að þurfa að hita upp herbergi eða baka brauð »uið sótthita«, eins og einn Vest- mannaeyingur sagði í síma við ritstjóra þessa blaðs, þar sem það er öllum vitanlegt að það er ein- hver mesta nauðsynin, að hafa heitt og hreint loft í sjúkraher- bergjunum. Er það tvímœlalaus skglda lands- stjórnarinnar, ef þess er nokkur kostur, að bœta úr þessu hörmunga- ástandi og senda eldivið til Eyjanna. Jafnframt því sem þessar fréttir bárust um veikina í Vestmanna- eyjum, féll grunur á að veikin gæti verið komin hingað til bæjarins. Skömmu eftir að þessi þýski botnvörpungur kom til Eyjanna, hafði skip farið þaðan og hingað og flutt sex farþega. Var því sá möguleiki til, að þeir hefðu getað veikst og bæru hingað veikina. Voru þegar gerðar hinar fylstu ráðstafanir til þess að fyrirbyggja þessa hættu, sem sé, að gera bein- línis ráð fyrir að veikin væri hing- að komin og hegða sér eftir þvi. Vestmannaeyingarnir voru þegar einangraðir inni í sóttvarnahús- inu og öll þau hús, sem þeir dvöldustí, voru sett í sóttlcví. Jafn- framt var öllum skólum lokað, allar samkomur bannaðar, fundir, opinberar skemtisamkomur, mess- ur og líkfylgdir. Alþingi héit og sérstakan fund um málið og skoraði á stjórnina að spara hvorki fé né fyrirhöfn til þess að verjast veikinni. Gengu miklar tröllasögur um bæinn, að veikin væri komin, á hin og þessi heimili. Síðan hafa menn staðið á öndinni og beðið frétta. Og nú er svo komið að telja má nálega víst að veikin sé ekki komin til bæjarins. Enginn Vest- mannaeyjinganna hefir veikst og þeir hafa verið látnir lausir úr sóttvarnahúsinu. Ráðstafanirnar hér í bænum hafa því sennilega verið alveg óþarfar að þessu sinni. En nálega undan- tekningarlaust gleðjast menn yfir því að þær voru gerðar svo sköru- lega og svo ákveðnar. Er í því fólgin góð von um það, að ef það bæri að höndum að meiri alvara væri á ferðum, þá yrði alt gert sem auðið væri að gera. Það liggur í augum uppi að hér eftir verður að hafa augun enn betur opin en hingað til. Dæmið frá Vestmannaeyjum sýnir það ljóslega að hætlan liggur við dyrn- ar. Samgöngubanninu við Vest- mánnaeyjar verður að framfylgja afdráttarlaust. Hefir að líkindum aldrei staðið jafn eindreginn þjóð- arvilji að baki neinum ráðstöfun- um og vörnum gegn drepsóttinni. Öll linkind, í hvaða efni sem er, getur haft í för með sér þján- ingar, margskonar böl, og dauða fyrir þúsundir manna. En fréttirnar frá Kaupmanna- höfn herma það að veikin sé í rénun þar. ítitfr'egii. Davíð Slefánsson: Svnrt- ar fjaðrxr..!;Bókaverslun Ársæls Árnasonar 1919. (nl). Það er undarlegt, og ef til vill ekki tilviljun að Ólafur Davíðsson er sá íslendingur, sem mestu hefir bjargað frá glötun af þjóðvísum og þjóðsögnum síðan Jón Árnason leið. En Davið Stefánsson er syst- ursonur Ólafs. Ef til vill hefir hann fengið í arf frá móðurfrændum sínum aðdáun fyrir þjóðvísnabók- mentum, sem síðan hefir haft á- hrif á hans eigin ljóðagerð. Að minsta kosti hefir ekkert íslenskt skáld, fyr eða síðar, stuðst jafn- mikið við hin þjóðlegu fræði eins og Davíð Stefánsson, og haft gott eitt af. Fáein dæmi nægja til að I 7. blað. gefa hugmynd um þessa hlið á skáldskap hans: »Sat hún við rokkinn og söng og spann. Rokkhljóðið saman við söng liennar rann. Lopann hún teygði og ljómaði öll, augun sem himinn, hálsinn sem mjöll. Vonanna lífsþráð úr lopanum spann. Rokkhljóðið saman við söng hennar rann«. Um glæsimennið hverflynda er þetta kveðið: »Hann kysti fleiri en eina; hann kysti fleiri en tvær; hann kysti pær allar, — svo kvaddi hann þær«. Þetla er í ltvæðinu »Brúðarskórn- ir«: »Alein sat hún við öskustóna. — Hugurinn var frammi á Melum. Hún var að biydda sér brúðarskóna. — Sumir gera a!t i felum«. Um svaninn sem var skotinn til að fá vængina í sóp á kofagólfið eru þetta byrjunarerindi: »Flaug eg mót sól og sumri. Söng eg fyrir dalabörnin. Söng minn björgin bergmáluðu. Brosti við mér seíið, tjörnin. — Vængir mínir vox-u hvítir. Sveif eg út að sænum djúpa, söng þar ljóð. sem enginn skildi. Björgin voru hljóð og horflu. Hlusta á mig enginn vildi. En eg heyrði ýmsa hrópa: Hvitir vængir! Hvítir vængir! Kofagólfið þarf að sópa. Ljúflingsmey í steini slær hörp- una og seiðir til sín ungan svein. Hann nálgast: »en þá varð hörpuhljómurinn að heitu og sáru kveini: »— Opna steininn ei eg má; aldrei fær þú mig að sjá, en hug minn áttu og hjartans þrá, heillavinurinn eini. Margt er þeim að meini, sem búa í steini«. Þessar fáu ljóðlínur, sem valdar eru því nær af handahófi, gefa hugmynd um hinn létta, hugþekka blæ, sem er yfir flestum Ijóðum Davíðs. Fyrir utan hin þjóðlegu íslensku fræði, sem hafa mótað skáldskap hans, hefir hann einnig beint og óbeint orðið fyrir áhrifum af ný-roínantik erlendra samfíðar- bókmenta. Það er ekki ómerkilegl að ein hin frægasta franska skáld- saga sem rituð hefir verið síðustu missirin (L’Atlautis), er andlega skyld skyld sumum ljóðum Davíðs Stefánssonar. Vítanlega er þó ekk- ert, jem tengir þá tvo höf. saman, nema andlegt andrúmsloft samtíð- arinnar. Kvæði eins og »Litla Gunna«, »Batseba« eða »Sagan af Tótu« hefðu vel gelað verið efni í góða skáldsögu. Ljóðaformið kref- ur minni umbúða. Davíð notar einfalda þjóðsögu, eða nýgervinga af sama stofni fyrir umgerð utan um hagalega gerða mynd af úr- slitaatburðum mannsæfinnar. Þeim sem alt af endurtakast, en eru þó jafnan nýjir hverjum sem reynir. Davið konungur hefir orðið hug- fanginn af konu Úrías. Hann segir: »Af hamingju grætur hörpunnar sál. I [Framhald á 4. síóu.]

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.