Tíminn - 21.02.1920, Blaðsíða 3
T i M I N N
27
Jörð til sölu.
Hamrar í Mýrarsýslu, fásl til kaups og ábúðar í
fardöguni 1920. Ágætis landkostajörð. Lágt verð. Semjið
við undritaðan fyrir 20. mars næstkomandi.
Porv. Htelgi Jóns8ou,
Grettisgötu 51. Reykjavik.
Önnur frumvörp. Frumvarpa-
bálka um hjúskaparlöggjöf m. m.
lagði sljóruin fyrir þingið. Síra
Sig. Stefánsson'flytur frumvarp um
biskupskosningu. Sagt er að á
leiðinni sé frumvarp um nýjan
klutafélagsbanka í Reykjavík, sein
sæki um svipuð sérréltindi og ís-
landsbanki. Er sennilegast, að ekk-
ert þessara frumvarpa verði af-
greitt.
Þá er stjórnarfrumvarp um þing-
mannafjölgun í Reykjavik upp i 6
og verði hlutfallskosning. Mun ó-
vist um forlög þess. Loks eru
bráðabirgðalögin um óinnleysan-
leikann á seðlum íslandsbanka og
bann á útflutningi gulls. Þau lög
verður þingið að afgreiða, en eru
ekki komin úr nefnd, svo engu
verður enn spáð um það með
hverjum hætti verður frá þeim
gengið.
^Qoxgxn Qilífia
eftir
all ||ainc.
Raddirnar að fortjaldsbaki heyrð-
ust nú greiniiegar og Rómverjinn
flutti stólinn nær sendiherranum.
»Donna Róma, yðar hágöfgi, var
einkabarn Volonna fursta. Það er
réltara að tala um hann í lágum
hljóðum, því að enginn nefnir hann
nú á tlmum. Volonnaætlin var
gömul pátaælt og var nákomin
páfanum. En það fór að verða
vart við frjálslyndi hjá hinum
unga fursta. Æskuár hans báru
upp á byltiugaár. Eins og byltinga-
inaður var hann útlægur ger úr
Róm, vegna samsæris gegn páfa-
stjórninni. Kóngur kom í páfa stað,
en hinn ungi maður hélt áfram að
vera lýðveldissinni og var þar af
leiðandi hinni nýju stjórn jafn
mikill þyrnir í auga og binni gömlu.
Hann flakkaði um Norðurálfuna,
frá Genf til Berlínar, frá Berlín til
Parísar. Hann leitaði toks hælis í
Lundúnum og þar féll hann í
gleymsku. Sumir sögðu að hann
hefði sest þar að sem læknir, bæri
annað nafn, lifði eins og fátækur
maður í ílala-hverfinu í Sóhó, og
hvetti hina útlægu landa sína til
uppreistar. En eilt er víst: undir
lok æfi sinnar kom hann aftur
heim til Ítalíu og var þá aðal-
maðurinn i samsæri. Vinir hans
sögðu, að hann hefði látið veiðast
í gildru. Hann var tekinn hönd-
um, ákærður um banatilræði við
konunginn og rekinn i útlegð til
Elbu, án þess að málið kæmi i
dóm og til rannsóknar. Tíu eða
tólf árum eftir það að furstinn var
horfinn, kom ung og fögur stúlka
tii Róms og var sögð dótlir hans«.
»Douna Róma?«
»Já! Hún var ung og nógu fög-
ur til þess að vekja eftirtekt í þess-
ari fegurðarelsku borg, og hún var
svo heppin að komast í kynni við
voldugasla mann ríkisins«.
»Bórielli barón?«
»Forsætisráðherra Ítalíu! Það
kom á daginn að hann var dá-
lítið skyldur hinni ungu stúlku.
A ferð til Lundúna hafði hann
komist að því að Volonna fursti
hafði kvænst enskri konu og látið
eftir sig munaðarlausa dótlur.
Hann gat loks fundið bamið —
hamingjan má vita á hvern hált!
Sagan segir að margt og undarleg
hafi komið fyrir á æfi liennar«.
»Madonna mia«, tautaði fursta-
frúin og kinkaði kolli.
»Hann tók það að sér, að vera
fjárhaldsmaður hinnar ungu stúlku,
vegna hinnar göfugu ætlar hennar,
sendi hana í skóla á Frakklandi
og lét hana loks koma til Róms.
Nú býr hún í Triniti de’ Monti
með gamalli frænku sinni. Er sú
nú orðin eins og fölnuð rós, sem
búin er að fella blóm, en á yngri
árum hafði húii verið töluvert
daðurgjörn«.
»Og hvað svo?«
»Hvað svo?«, Rómverjinn lék
aftur á hina ósýnilegu harmóniku.
»Hver veit það, hvað þá tók við,
yðar hágöfgi? Maður sér ekki í
gegn um holt og hæðir. En nú
ber Donna Róma af öllurn kon-
um í Róm, klædd purpura og í
silkikjólum frá dýrustu klæðsker-
um í París«.
»Og það kemur sér að frænkan
er veik og í rúminu«, bætti fursta-
frúin við, »því að þá gelur Donna
Róma farið ein um alt, eins og
enskar konur gera. Og þar eð allir
vita það, að allar eignir föður
hennar hafa verið gerðar upplæk-
ar, þá hefir hún látið búa til handa
sér höggmynda-vinnustofu, og þar
úir og grúir af vatnadísum og
ástagyðjum og steyptum myndum.
— Það.á að gera eyðslu hennar
skiljanlega«.
»Og þar«, sagði Rómverjinn,
»veitir hún slórmennunum áheyrn
og snýr þeim um fingur sér«.
»Hún fær panlanir um listaverk,
án þess að i henni búi snefill af
listfengi, en mestu listamenn Ítalíu
myndu vilja alt til vinna, að fá
þær«.
»Hvernig getur slaðið á þessu?«
spurði Englendingurinn.
»Þanuig«, Rómverjinn lék enn
á harmónikuna, »að sú fagra lista-
kona er vinkona Bónellís baróns«.
»Hvað merkir það?«
»AIt og ekkert«, sagði fursta-
frúin og hló hált.
»Það er svo í Róm, yðar há-
göfgi, að sú kona sem ekki verð-
ur fyrir illu umtali, getur leyft
sér alt«,
»En eg skil það ekki«, sagði
Englendingurinn, »hvers vegna
baróninn kvænist ekki þessari
fögru kouu«.
»Það er af því, að hann á hana
fyrir«.
»Konu á lífi?«
»Það er sorgleg saga, Sir Ever-
lyn. Baróninn gekk að eiga liana
unga. Hún var fráhverf ráðahagn-
um og grét á brúðkaupsdeginum.
Hún leilaði síðar huggunar bjá
ungum herforingja, sem þótli gain-
an að því að dansa, eins og henni
sjálfri. Hún var eina nótl á grimu-
dansleik og dansaði við herfor-
ingjann sinn fram yfir miðnætti,
en þá kom maður hennar með
yfirhöfnina og fylgdi henni þögull
út i vagninn. Það var langur akstur.
»Hvert erum við að fara«, spurði
hún. »Eg sé fyrir því«, var svarað.
Loks stígur hún skjálfandi út úr
vagninum. Þau voru kotnin í eina
af höllum barónsins i fjalllendinu,
gamla og lirörlega höll, Iangar
leiðir frá mannabúslöðum. »Þú
mundir vilja gera svo vel cg dvelj-
ast hér þann tíma sem þú átt
ólifaðan«. Áður en ár var liðið
var hin unga barónessa orðin vit-
skert, en maður hennar hvarf aflur
lil samkvæmalífsins í Róm«.
»Það er hryllilegl!«
»Eu hvernig deltur líka slíkum
smáinennum í hug, að rísa gegn
slíkuin manni«, sagði furstafrúin.
»Mér ltemur það svo fyrir sjónir,
eftir því sem þér liafið sagt mér«,
sagði Englendingurinn, »að meir
hafi kveðið að sorgum Róinu en
syndum. Mér virðisl svo sem bar-
óninn líli á konuna, líkt og Aust-
urlandamenn gera. Þér segið mér,
að hún sé fædd í Englandi. Hún
er ef til vill breskur þegn. Þá má
vera að eg hafi rétt til að bjóða
henni vernd mína, og geli eg
nokkru sinni drðið henni að liði
. . . .!«
Furstafrúin veitti þessu auðsýni-
lega nána alhygli: »Það er svo
að sjá, sem Donna Róma geti beitt
enn einum nýjum dáanda fyrir
sigurvagn sinn. Það verður hver
og einn að velja vini sína sjálfur!«
V.
Fortjaldið var dregið til hliðar
og þrír meun komu inn. Sá er
fyrstur gekk var hár maður og
gratinur og á að giska fimtugur.
Andlitsdrættirnir voru eins og
höggnir í stein og báru vott um
feslu og leiftur brunnu í augunum.
Hann hafði efrivararskegg, sem
var snúið upp á við, hátt enni og
járngrált snoðklipt hár. Öll fram-
koma hans bar vott um, að liann
var bæði mikill maður og vold-
ugur.
Hann gerði föruuaula sína kunna
geslunum. Það voru hermálaráð-
herrann, Angelli, og lögreglustjór-
inn?
»Eg vonast lil þið fyrirgefið mér.
Sá sem er innanríkisráðherra get-
ur orðið bundinn á hvaða augna-
bliki sem vera skal, og verður að
haga sér eftir því. Og þið verðið
að fyrirgefa, að hermálaráðherr-
ann á svo brýnni skyldu að gegna,
að hann verður þegar í stað, að
yfirgefa þennan áníégjulega hóp«.
Baróninn talaði svo umsvifa-
laust og með þeim þunga, sem
einkennir þá menn, sem vanir eru
að skipa fyrir. Hermálaráðherrann
kvaddi og gekk yfir salargólfið
með baróninum.
»Þér lálið þegar í slað leggja
liendur á þá, sem óeyrðum valda,
verði vart við hina minstu ókyrð.
Hin allra minsta óregla má ekki
eiga sér stað. Og það má ekki
vægja neinum, þótt liann sé i
hempu eða einkennisbúningk.
»Órói og ókyrð! Madama mia!«
hrópaði furstafrúin skelkuð.
»Það er alveg óþaríi fyrir frúrn-
ar að verða órólegar. Það er ekk-
ert um að vera. En stjórnin liefir
komist á snoðir um, að það á að
nota skrúðgöngu páfans sem til-
efni til þess, að koma á uppþoti,
en það verður að gæta fullrar
reglu, þó trúin eigi í hlul eða
frelsið«.
»Það liafa þá verið þessi störf
sem hafa tafið baróninn?« spurði
furstafrúin.
»Og varnað mér að rækja skyld-
urnar við gesti mína — já«, svar-
aði baróninn, og svo bætti hann
við:
»Þið vitið öll að páfinn er hinn
æruverðasti maður, en haim lætur
ekkert tækifæri ónotað um að lála
það í Ijós að hann samþykkir ekki
og skilur ekki það sem ltaliu er
dýrmælast. Þess vegna verður
stjómin að gæta þess að óvinir
konungsins noti ekki þetta síðasla
hrokamerki hans sér í hag«.
»Getur það verið að ástæða sé
að óltast nýjan stjórnleysingjasam-
blástur?« spurði Englendingurinn.
»Ekki hér í borginni. Róm sefur og
hún liggur í leti. Öreigalýðurinn er
nenningarlaus. Aðalsmennirnir eru
flestir letingjar.. Miðstéttin er sú
eina sem ástæða væri að óttast,
en þar eð liún lifir á verslun og á
embæltum, þá verður hún að halda
lögunum uppi. En páfinn stendur
utan við alt og á ekkert föðurland:
hann hefir bannað hinum trúuðu
að vera föðurlandsvinir og að taka
þátt í stjórnmálum. Það getur vel
verið að þessir svokölluðu alþýðu-
leiðlogar, þarna á torginu, lialdi
það, að þeir geti notað þessa alda-
mólahátið til þess að kveða upp
úr með einliverskonar alþjóðlega,
kristilega jafDaðarmensku, og að
hinn heilagi faðir láti tilleiðast að
slást i llokkinn með lýðnum, á
móti konunginum og stjórninni«.
»Þetta er öldungis óhugsandi!«
»Já það er það. Slíkan alþýðu-
páfa er ekki hægl að hugsa sér.
Það væri órökrétt og heimskulegl
að páfinn færi að sýna öðrum
trúarskoðunum og annarlegu valdi
umburðarlyndi. Prestapólitíkin í
Vatikaninu verður ávalt rekin á
bak við tjöldin og verður aldrei
frjálslynd. Og það er öldungis víst
að páfinn sem nú er heldur rígfast
við kröfuna um óskorað vald í
eius manns höndum«.
»Prestar hans halda því þó fram
að hann sé frjálslyndur«, sagði Sir
Everlyn.
»En mínir preslar þekkja það
betur. Þeir vila það að lifsreynsla
hans sjálfs ber Ijósastan volt um
það hversu það er heimskulegt að
hugsa um lýðpáfann. — Faðir
hans var rómverskur víxlari og bjó
hér í þessu liúsi. Hinn ungi mað-
ur gekk á Jesúílaskóla og fór því-
sinuna vanlar, en líkamann þarfn-
ast. Er þetta eitt af mörgum við-
fangsefnum væntanlegs fóðurtil-
raunamanns.
En við erum búnir að gleyma
Freyju. Sú borgar laglega síldina,
þegar hún fær hana aftur. Grœðir
sig um rúmati litra fgrir eina sild,
en úr því bœtir hún tillölulega litlu
við af mjólk, þó miktu sé bœtt við
hana af sitd.
Hún borgar þvi auðsjáanlega
best fgrstu sildina sem hún fær,
og átti eg einmitt von á því. Þess
vegna spuröi eg lika Freyju sér-
staklega um hana.
Galdurinn er þessi:
Skepnan þarf ákveðin næringar-
efni í fóðrinu, þau sömu og eru í
likamanum, sér til vaxtar, við-
halds og afurða. Sum þeirra þurfa
þar að auki að vera i ákveðuum
lágmarks hlutföllum, svo skepnan
geti notið sin. Þannig er einmitt
um þau elni, sem okkur vantar
sennilega oftast í fóðrið: eggjahvílu
og steinefni. Skepnan getur ekki
myndað þessi efni í líkama sinum
nema úr svipuðum efnum i fóðr-
inu. Vanli þau i fóðrið, gelur
skepnan um litla stund sogið lik-
ama sinn, eu líkaminn sýkist brált,
skepnan veslast upp og deyr, sé
ekki úr bætt i tíma.
Maturinn, fæðan er eilthvert
stærsla viðfangsefni veraldarinnar.
Það snertir alla menn og skepn-
ur, og þó vita flestir svo afskap-
lega lítið urn þetta mikilvæga mál-
efni, og erum við íslendingar þar
i fararbroddi. Já, sumum þykir
auðvirðilegt, að vera að tala eða
hugsa urn slíkt, hvernig gera eigi
fæðuna holla, ljúflenga og ódýra
— meðan nokkuð er til að láta í
gogginn.
Ef við nú' reiknum út hvers
virði síldin er á móts við töðu,
þá finnum við, að síldin, 1.7 kg.,
sem við fyrst tökum frá Freyju
samsvarar 3.34 kg. töðu eða 1 ;
1.96. Sfðasta síldin 0.3 kg. sam-
svarar aftur 1.42 kg. töðu eða 1 :
4.7. Þetta segir Freyja að séu
hlutföllin meðan hún er að geld-
ast, en henni gengur ekki eins vel
að ná þvi, þegar hún fer aftur að
græða sig, og er það alþekt reynsla,
að hægra er að gelda en græða.
Hér skal þess geljð lil skýringar,
að báðar kýrnar gengu uin mán-
aðarmótin febr. og mars. Geldust
þær báðar svo, að sennilega hefði
meðaltalið 25/2—3/3 annars orðið
0.5 litra liærra, en í raun og veru
breylir það engu, af því þær voru
svo góðar að fylgjasl að.
Þegar Freyja fær aftur þessa
einu sild 0.3 kg. og græðir sig um
1.1 litra, jafngildir sildin 1.07 kg.
töðu eða sem sé 1 : 3.6, en lang-
ininstu munaí síðast á sild og töðu
eða sem 1 : 1.6, og er þá Freyja
komin nærri þeirri tölu, sem t. d.
Norðmeun áætla sildina 1 : 1.4 af
töðu, þegar hún er ætluð beiut
sem fóður, en ekki til þess, að fglla
upp vönlun nauðsgnlegra nœringar-
efna, sem aflur orsaka orkutausn
atmara nœringarefna, sem gnóll er
af i fóðrinu, t. d. fitu og kolveln-
um jurtanna.
Á töflunni eru tvær aðrar kýr:
Jóna og Búkolla. Þær voru teknar
með til samanburðar. Höfðu ná-
kvæmlega sömu gjöf og meðferð,
en fengu enga misu. Jóna, saman-
burðarkgrin, er nokkru eldri en
Búkolla, tilraunakgrin; báðum kún-
um þó fullfarið fram og báru báð-
ar á sama tíma.
Búkolla er fremur lágmjólka,
enda virðist hún hafa nóg af öllu
þó skift sé um síld og töðu ofan
í 0.3 kg. síld. Hún græðir sig jafn-
vel á breylingarskeiðinu, þó að
eins minna en Jóna. Það er fyrst,
þegar sildin er alveg tekin, að hún
geldist til muna og græðir sig aft-
ur eins og Freyja um 1 lítra, þegar
hún fær fyrstu síldina. Það er
naumast tilviljun, að báðar til-
raunakýrnar geldast niður í 11 lílra
(Freyja 11.5). Þar lílur út fyrir
að sé jafnvægi á milli fóðurs og
afurða. Meira geti þær ekki mjólk-
að af þessu fóðri síldarlausu. Nú
virðist fóðrir vera yfirgnæfandi
mikið af vöxlum til, en þá hlýlur
lika að vanta í það einhver efni,
sem nauðsynleg eru til mjólkur-
mgndunar, því filnað gátu þær,
það var sýnilegt. Því miður var
þá ekki til slórgripavog, svo ekki
er hægt að vita um þyngdaraukann.
8. mars beiddi Búkolla. Undan-
farna daga liafði hún alt af verið
í sömu nyt 12 eða 12.1 lílra. Nú
geldist hún mikið og náði sér ekki
aftur í fleiri daga. Er henni því
alveg slept á eftirskeiðinu.
Ef við hefðum nú gert svipaða
tilraun með lágmjólka kú (8—10
lítra á dag) og gefið henni tóma
töðu t. d. 24 merkur í mál, þykir
mér mjög sennilegl, að sáralítill
árangur hefði orðið sýnilegur, þó
við liefðum bætt við kúna síld,
eða haft skifti á síld og töðu. í
töðufóðrinu fær kýrin öll þau nær-
ingarefni, sem hún þarf með, sé
taðan góð og kýrin mjólki ekki
meir en 13—14 merkur í inál. —
Mjólki kýtin meir eu þetta þurf-
um við að gefa skepnunni óvenju
mikið af töðunni, aanars mjólkar
hún af eigin holdum, leggur af;
það gera beslu kýrnar okkar iðu-
lega fyrst eftir burð, en engin til
lengdar án þess að geldasl, eða í
þriðja lagi við þurfum að bæía
töðufóðrið með öðrum auðmeltari,
efnaríkum, en fyrirferðarlillum
fóðurtegundum — kraftfóðri, og
það eigum við einmitt að gera.
Fyrstu leiðina, sem þó oftast er
farin, tel eg óheppilega vegna þess:
að mikil líkamsorka fer til þess
að tyggja og bleyta upp þelta mikla
þurfóður, að það oílyllir melting-
arfærin og eykur þyngsli og ó-
þægindi, að svo mikið fóður
eykur beinlínis þarmahreyfingarnar
og fóðrið þrýstist óðara en vera
skyldi í gegn um meltingarfærin
og meltist þannig lakar, að mikill
hluti fóðursins hleypur í gerð,
myndar óhollar lofttegundir, að
þetta alt ofreynir ineltingafærin til
lengdar, svo skepnan að eins fleytir
rjómann ofan af fóðrinu, meltir
það auðmeltasta, en lætur mikið
af því tormeltara fara í flórinn.
Ilorfurnar eru ekki glæsilegar.
Peningar okkar falla með degi
hverjum og jafnframt fjölgar öfugu
hlutföllunum: Hærra kaup. Færra
fólk, að þvi er virðist. Dýrara hey.
Minna hey. í öllu þessu öfug-
streymi má þó íinna rétl hlutföll.
Minna fóður. Færri skcpnur. Þcssi
ábyggilegi sannleikur ber okkur
aftur út í iðuna. Meiri gjöld. Minni
lekjur. Ur þvi fer uú leiðin að
vcrða hæg og halia undan fætí.
En ef við eigum að veita viðnám,
þá er ekki um annað að ræða en
reyna að halda bústofninum seip