Tíminn - 21.02.1920, Blaðsíða 2

Tíminn - 21.02.1920, Blaðsíða 2
26 TíMINN ■ .. ■ ■ ■■ - LJtaix úr txeinxi. Eússland. VII. Á dögum Alexanders II. voru uppi í Rússlandi þrír skáldsagna- höfundar, sem jafnan munu verða taldir í ílokki alhurðasnillinga í bókmentum. t*að eru Turgeniev, Dostoievsky og Tolstoy. Ivan Turgeniev (1818—83) ól mestan aldur sinn í Frakklandi, og varð fyrir djúptækum áhrifum af menningu Frakka. Snild hans er einkum fólgin i þvi, að geta með einföldum, fábreyttum lýsing- um brugðið fyrir augu lesarans myndum af fjölbreyttu, margsam- settu þjóðlífi. Honum tekst með hálfkveðnum orðum að gefa í skyn langtum fleira en hann segir. — Retla sést glögglega í »Dagbók veiðimannsins«. Það eru smásögur um líf rússnesku bændanna, áður en lénsþrælkunin var afnumin. I stað þess að segja með berum orðum, hvílíkt böl ánauðin var, Ieiðir hann hina kúguðu stétt fram á sjónarsviðið og sýnir daglegt iíf fólksins þess. Alburðirnir tala sjálfir og þurfa engra skýringa við. En þessar myndir úr sveitalífinu voru svo glöggar og sannar, að bókin hafði geisimikil áhrif, og flýtti fyrir því, að keisarinn leysti bænda- ánauðina. Önnur snildar-bók Tur- genievs heitir »Feður og synir«. Lýsir hann þar baráttunni milli ungu og gömlu kynslóðarinnar. Söguhetjan, Bakarov er fluggáfaður, trúaður nihilisti, sem ræðst af öllu alli á mannfélagsstofnanir samtíð- arinnar, en gerir sér enga grein fyrir því skipulagi, sem á að koma í stað hins gamla og fallna. Feodor Dostoievsky (1821—81) álli alla æíi að stríða við fátækt og vanheilsu. Þegar hann var tæp- lega þrítugur, var hann dæmdur til dauða fyrir þált-töku i uppreist. En þegar hann var svo að segja búinn að stíga upp á aftökupall- inn, var dauðadómnum breylt í fjögra ára Siberiuvist. DostoieV1 sky er einn brautryðjandi meðal þeirra skáldsagnahöíunda, sem kryfja söguhetjurnar 'andlega eins og skurðlæknirinn sundrar líki fiamliðins manns, til að rannsaka og skilja dýpstu leyndardóma líf- eðlisins. Söguhetjur Dostoievsky eru nokkuð einkennilegar. Honum eru mest að skapi »sjúklingar« þjóðfélagsins, dýrlingar og glæpa- menn, úlskúfaðir vesalingar og geðveiklað fólk. Langfrægasta saga Dostoievsky lreitir »Raskolnikov«, eftir söguhetjunni, ungum fátæk- um stúdent, sem með ráðnum hug myrðir gamla 'konu, af því liann þykist þess fullviss, að hann geti nolað peninga hennar betur en hún sjálf. Skáldið lýsir með frábærri ná- kvæmni og skarpskygni hvernig Raskolnikov undirbýr og fram- kvæmir glæpinn og reynir að forð- ast að sekt hans komist upp. — Hann kennir ekki iðrunar, en þykir fyrir um afbrot sitt. Hann þykist fremur verðskulda samkend og meðaumkvun heldur en hegningu. í því nær öllum bókum Dostoiev- sky kemur fram trú hans á það, að sorgir og þjáningar göfgi mann- tífið. Leo Tolstoy (1828—1910) var hið þriðja höfuðskáld Rússa á síðari hlula 19. aldar, og þeirra mestur og frægastur. Bar þar bæði til skáldgáfa hans og djúpsæi, en þó engu siður frumlegar lifsskoðanir og spámannsgáfa. Fyrri hluta æf- innar lifði Tolstoy glaðværu auð- manna-lífi. Hann var af aðalsælt, vel mentur, hafði lesið mikið, ferðast, kjmst margbreytilegum lífs- kjörum og jafnan setið sólarmegin í lífinu. Hann hafði í rikum mæli lífsþægindi, auð og frægð. Þannig var háttað högum Tolstoys meðan hann ritaði flestar hinar frægustu skáldsögur sínar, »StyrjöId og frið«, »Anna Karénin« og margar fleiri. En þegar leið á æfi Tolstoys breytti liann mjög um lífsstefnu. Hið mikla skáld varð skyndilega spámaður og prédikari. Hann komst að þeirri niðurstöðu, að hin glæsi- lega menning væri full af rotnun og spillingu. Að kirííjan hefði spilt trúnni, lögin þjóðfélaginu, skól- arnir fræðslunni og hjónabandið samlífi karla og kvenna. Það varð nú höfuð-áhugamál Tolstoys að kenna mannkyninu að lifa ein- földu og óbrotnu lífi. En ráð hans var ekki eins og Rousseaus, að hverfa aftur til náttúrunnar, held- ur til kristindómsins, eins og Krist- ur hafði boðað hann. Eftir þetta leitaði Tolstoy farsældarinnar í fátækt, auðmýkt og friðsemd. Hann vildi launa áreitni með fyrirgefningu. Ekki úlhella blóði manna né dýra. Hann fordæmdi algerlega slyrjaldir, dauðahegnÍDgu og að slátra skepnum til mann- eldis. Að hans dómi lifðu hinir fátæku og niðurbældu rússnesku bændur réltlátu og giftusömu lífi. Þeir urðu honum fyrirmj'nd. Ilann fékk konu sinni í hendur allar eigur sínar, og lifði það sem eftir var ætinnar óbrotnu bændalífi, klæddistfátæklegum fötum, slarfaði að akuryrkju og smíðum og neytti sömu fæðu og fólkið, sem hann vann með. Heimili hans, Iasnaya Polj'ana, er haft í miklum heiðri meðal Rússa. Sækir þangað árlega mikill Qöldi pílagríma til að heiðra minningu hins mesta manns rúss- nesku þjóðarinnar. Fi'á txtlöiiílmix. Danir munu vera í þann veg- inn að ganga i þjóðbandalagið. — Æsingar miklar hafa verið á Suður-Jótlandi útaf atkvæðagreiðsl- unni, einkanlega í Flensborg. Höfðu þýzkir æsingamenn þar í borginni stolið fána alþjóðarnefnd- arinnar, sem þar situr meðan at- kvæðagreiðslan stendur yfir. Hafa Þjóðverjar síðan orðið að beiðast opinberlega fyrirgefningar á þessu. — Frakkar leitast nú við á allar lundir að rétta fjárhagslega við, sem fyrst. Helstu lcaupsýslumenn þeirra vilja nú stofna til alheims- markaðsstefnu í París, sem eigi að vera sistarfandi. — Breska þingið hefir felt það, með miklum meiri hlula atkvæða, að allar kolanámur landsins yrðu gerðar að ríkiseign. Er óvíst hvern- ig verkamenn taka þeim úrslitum. — Sagt er að Bandamenn geri enn strangar kröfur lil Þjóðverja um að þeir verði að láta af hendi allan kaupskipaflotann sem þeir eiga enn eflir og Frakliar telja að þeir hafi ekki uppfylt skilmálana um kolaframlög til Frakklands. — Koltschak, sá er stýrði Sí- beríuhernum á móti Bolchevick- um, er nú sagður dauður. Hafi uppreistarmenn skotið hann. — Englendingar hafa gert samn- inga við Bolchevicka um skifti á herföngum og annast Englendingar þá flutninga. — Ekkert er enn útkljáð um kröfu Bandamanna til Þjóðverja, um framsalið, en það virðist sjá- anlegt að þýska stjórnin getur ekki orðið við kröfunni. Ein fregn herm- ir það, og mun þó ekki með vissu áreiðanleg, að Englendingar muni vera tilleiðanlegir til dess að fela ríkisrjettinum í Leipzig að dæma málin. Viðvíkjandi framsali keis- arans, er msdt að sú krafa sé kominn fram að Hollendingar flytji hanu til nýlenda sinna í Austur- Asiu og lála gæta hans þar. — Wilson Bandarikjaforseti læt- ur nú aftur til sín heyra. Heíir hann lýst þvi yfir að hann hælti öllum afskiftum af friðarráðstefn- unni, nái lillögur Frakka og Eng- lendinga um Adriahafið fram að ganga. Er og orðið fult ósam- komulag milli Wilsons og Lans- ings utanríkisráðherra og hefir houum sama sem verið vikið úr embætti. — Miklar sögur ganga um það, að Vilhjálmur Þýskalandskeisari sje orðinn brjálaður og áreiðanleg blöð taka það fremur trúanlegt. Frönsku blöðin, aflur á móti segja, að það sje bragð af vinum keis- arans, sð segja hann brjálaðan, til þess að Bandamenn falli frá íramsalskröfunni. Um annað ber öllum mönnum saman, að keisar- inn sé gersamlega brotinn maður og að það sé með öllu óhugsandi að hann skifti sér framar af nein- um opinberum málum. fántaka rikissjóls. Það er í fyrsta sinni nú að gef- in verða út ríkisskuldabréf á ís- landi og að leitað er til almenn- ings um það að lána ríkinu fé. — Það er talandi vottur um það hversu fjármagnið hefir aukist í landinu, að sljórn og þing ákveða að fara þessa leið hér, sem farin hefir verið áður líklega í öllum löndum Norðurálfunnar — og ekki gert einu sinni ráð fyrir því að ekki komi nóg fé. Eftir því sem nú horfir við um' peningamarkað verða þau kjör að teljast góð, sem landsstjórnin hefir fengið hjá bönkuuum og það er sömuleiðis golt að bankarnir hafa tekið að sér að sjá um svo mikinn hluta lánsins, þurfi þess. En fyrir þá menn sem hafa fé á vöxtum eru það sömuleiðis á- gæt kjör sem ríkið býður. Saman- borið við þá, alt of lágu, vexti sem bankarnir greiða nú af sparisjóðs- fé eru kjörin ágæt. Auk þess fá menn 100 kr. fyrir hverjar 96 kr., þá er þeir kaupa bréfin. Þarf ekki þess að geta, að þau ern fullkomlega tiygg, en hins fremur, að með því að kaupa slík bréf hafa menn alls ekki fest pen- inga sína, því að bréfin eru að sjálf- sögðu mjög auðseljanleg vara, hve nær sem er. Það má því lelja víst, að ein- ungis vegna hagnaðarins muni margir laka þessum kostum sem ríkissjóðurinn býður, um að ávaxta fyrir þá fé. En það er til önnur ástæða, sem ælti einnig að verða til þess að herða á mönnum um almenna þáltöku í skuldabréfa- kaupum, Það lielir löluvert mikið að segja um álit landsins út á við og um lánstraust þess, hversu lands- menn bregðast við um að lána sínu eigin landi fé. Liggur það í augurn uppi hversu það spyrðist vel fyrir t. d. að landsstjórnin ís- lenska hefði viðstöðulaust og á stuttum tíma fengið loforð fyrir öllu því fé sem hún baðst eflir innanlands. Innanlandslán ríkjanua hafa al- drei fyr orðið eins há og mörg eins og nú á stríðsárunum. Þá var lífið undir því lcomið að menn væru fúsir að lána fósturjörðinni fé sitt og margvíslegra ráða var leitað um að fá menn til að gera það, enda var það svo i flestöll- um ófriðarlöndunum, að Iangoftast buðu menn að lána enn meira fé og stundum margfalt meira fé, en með þurfti. Hér er ekki um neina slíka neyð að ræða. En það er engu að síður skylda allra þeirra sem það gela, að styðja að því þá er ríkissjóð- urinn leitar láns innanlands í fyrsta sinn, og býður hina bestu kosti, að þá fái hann viðstöðulaut það sem hann biður um. Frá Alþingi. Siutt þing. Það mun nú afráð- ið að þingið verði mjög stutt; því verður væntanlega slitið í næstu viku og fara þá fleslir þingmanna með íslandi. Verður þá fátt annað gjörl á þinginu en að samþykkja stjórnarskrána og — væntanlega — að mynda stjórn yfir landið, enda var ekki brýn þörf á að ljúka öðru af. Fossamálið. Stjórnin lagði tvö frumvörp fyrir þingið, í fossamál- inu: vatnalög og sérleyfislög. Voru þau frumvörp sem næst alveg sam- hljóða frumvörpum Sveins Ólafs- sonar. Er það hinn mesti sigur fyrir Svein að stjórnin öll skyldi hníga svo algerlega að tillögum hans. Málið kom til umræðu í neðri deild og var ekki að því að spyrja, að ineiri hluta mennirnir brugðust þunglega við, þareð stjórn- in hafði svo algerlega hnigið að Sveini. Frá öðrum þingmönnum komu frain raddir í þá átt, sein að er vikið að framan, að þingið ætti að vera stutt og þess vegna myndi ekki vinnast tími til að af- greiða málið. Kom fram tillaga um að vísa málinu aftur til stjórnar- innar, en hún var aldrei borin upp þar eð íorseli tók málið út af dagskrá. Kemur málið að líkind- um ekki á dagskrá aftur á þessu þingi. Útdrátlnr úr lilraunuin /rá 9. jan. til 1S. mars 1919. Mánd. 1 ; j öagaíjöldi Tilraunaskeið Sild kfí. Tilraunagripir Mismunur Gelding Búbót kg. Freyja kg. Jóna kg. Búkolb kg. i. n. 2. n. 18 Undirbúningsskeiö 2.0 14.8 14.4 13.1 12.1 ,7/i- */* 9 Breytingaskeið.... 2 -0.3 15.2 13.7 14.0 12.8 1.1 0.2 •/*- 'k 3 Stóð á 0.3 15,1 13.6 14.1 12.2 1.4 0.9 "/*-*•/? 3 Breytingaskeið.... 0.3-0 15.3 13.5 14.2 12.6 1.4 1.2 ll/2__20/2 10 Engin síld 0.0 15.2 11.9 14.0 11.7 2.9 1.3 21/,_=4/2 4 Breytingaskeið.... 0.0-0.3 15.0 11.5 13.8 11.0 3.1 1.8 2r,/a— 2/g 6 Stóð á 0.3 14.5 12.1 13.8 12.05 2.0 0.75 sk—uk 9 Breytingaskeið.... 0.3—2.0 14.7 12.4 13.8 12.05 1.9 0.75 12/3—'8/3 7 Eftirskeið 2.0 14.6 12.5 13.4 1.7 fiiurtilraun mei sili hania kútn. Eftir Halldór Vilhjálmsson skólastj. Síðau farið var að nota síld til fóðurs liér á landi, helir það kom- ið greinilega í Ijós manna á meðal, að síldin heíir reynst mjög mis- jafnlega. Stundum hefir mönnum virst hún alls ekkert fóðurgildi hafa og hafa jafnvel kent henni um allskonar vanþrif, sem þó mun naumast á rökum bygt. Aðrir hafa lofað síldina mjög sem fóður og hefir hún reynst þeim jafnvel miklu betur en vænta mátti eftir beinu næringargildi bennar og erlendum og innlendum efnarannsóknum. Eg þykist viss um að mér sé óhælt að fullyrða, að báðir hafi nokkuð til sins máls, sérslaklcga þó þeir siðarnefndu. Til þcss að skýra þeLta belur vil eg styðja mig við dálitla fóður- tilraun, sem við gerðum hér á Ilvanneyri í fyrravelur, þó hún sé eins og allar eins.taklingstilraunir lítilsvirði og varasamar að treysla of mikið á. Við tókum 2 kýr jafngamlar og mjög líkar að stærð og útliti, enda báðar undan sama nauli. Búból bar 21. nóv. og Freyja 17. nóv. þær komust bráll i góða og svip- aða nyl og héldu vel á sér. 9. jan. 1919 var byrjað að vega fóður þeirra og nyt daglega. Fengu þær hvor um sig: 10 kg. töðuvothey, 6 kg. úthey, 3.5 kg. töðu, 2 kg. síld (6—8 síldir) og 15 lítra af mysu. Gjöíin er svo mikil og góð, að þær hefðu ált að gcta mjólkað 17—18 lítra á dag, en þær mjólk- uðu aldrei meira en 15—16 lítra. Saint þótti ekki ráðlegt að minka þelta fóður og var því haldið óbreyttu að magni og gæðum allan tilraunatiinann, eflir þvi sein liægl var. Á töflunni sjáum við 4 kýr, en fyrsl skulum við að eins aðgæla aðal kýruar; Búból og Freyju. Ofangreind nythæð er meðallal á liverju tilraunaskeiði og hefir Bú- bót mjólkað 0,4 lítra meira að jafn- aði á dag undirbúningsskeiðið. Þessum 0.4 lílra er allaf bætt við Frej'ju þegar reiknuð er út geld- ing hennar á tilraunaskeiðunum. Fóðrun kúnna og meðferð var þannig hagað að þær slóðu saman i iniðju fjósi, þar sem kuldi og súgur gat sem minst leikið á þær. Búból, aðal samanburðarkýrin, fékk sömu gjöf og meðferð allan lil- raunatímami, en Freyja, aðal til- raunakijrin, fékk að eins sama fóð- ur — magn og tegund — undir- búningsskeiðið 9/i—Þá var breylt um. Að vísu hélt Freyja aðal fóðrinu, heyi öllu og mysu, nákvæmlega óbreyttu allan tilrauna- tímann eins og Búbót, en síldin var smátt og smált alveg tekin frá henni og aftur aukin í fullan skamt, 2. kg., eins og taflan ber með sér. En í hvert skifti sem t. d. 100 gr. af síld voru tekin frá Freyju, fékk hún í þeirra stað 150 gr. af töðu og eins þegar síldin var aukin aftur síðar, þá var taðan tekin frá henni í söpiu lilutföllum. Því miður verða heyskifti um mánaðarmótin jan. og febr. Reynd- ist nýja heyið beira, svo allar kýrnar í fjósinu græddu sig, nema Freyja ein. Hún geldist strax á breytingarskeiðinu, þegar farið er að minka síldina, utn 1.1 lítra miðað við samanburðar syslur sína Búbót. Ef við alhugum nánar fóður kúnna á undirbúningsskeiðinu, mundi eg hafa sagt, að Freyja hefði meira en nóga eggjahvítu til þess að mynda þessa 14.4 litra á dag. Tilraunin sýnist þó benda á það, að Freyja hafi ekki eggja- hvílu allögu. Hún fer strax að geldast þegar síldiu er minkuð, rneðan hún fær eina síld á dag eða 0.8 kg., en slórgeldist svo þeg- ar hún er tekin og hún fær enga síld, bara hey og mysu. En hér getur líka verið að ræða um annað en eggjahvítu sem vanti í fóðrið. Það eru steinefni. Iðulega kemur það fyrir hér á Hvanneyri og víðar hér minsta kosti á flæðiengjunum, að kýr sleikja alt sem þær ná i. Einnig eru þær undarlega úfnar og bjór- fastar, þó nóg virðist þær fá af heyi, en sem venjulega er mikill hluti útheg. Eg tel víst, að oft vanti að vísu eggjahvítu — en mundi ekki alt eins oft vanta fosforsúrt kalk, klór (matarsalt) og önnur steinefni. Við munum enn um heyhrakn- inginn mikla 1914 og afleiðing- arnar. Skepnur manna drógust upp og drápust, í holdum þó að sögn. Eg hefi alt af álitið, að þá hafi fyrst og fremst vantað steinefni í fóðrið, slðan eggjahvítu til þess að sinu-hrakningurinn gæti orðið skepnunum að gagni. Ótrúlega lifðu skepnur á sinu- heyinu 1918—’19. Að vísu voru grænu stráin óvenju góð, en það sem bjargaði fjölda bændum frá því versta, sem þá getur henl — var áreiðanlega síldin. Hún bætti upp það sein sinuna vantaði (áð- urnefnd efni) og gerði alt að sæmi- legu — hallærisfóðri. Sennilega grunar okkur harla lítið hvílíkl feykna verðmæti er í sinunni á jörðunni, í heyjunum, ef við kynnum að fara með hana réltilega, mala og blanda hana nauðsynlegum næringarefnúm, sem

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.