Tíminn - 03.04.1920, Blaðsíða 1

Tíminn - 03.04.1920, Blaðsíða 1
TIMINN um sexlíu blöð á ári koslar tíu krónur ár- gangurinn. AFGHEIÐSLA i Reykjavik Laugaueg 17, simi 286, i'it um land i Laufási, simi 91. 1Y. ár. Reykjavík, 3. apríl 1920. 13. blað. Stjérnarbyltlng i tamöíku. Síðastliðinn þriðjudag gerðust þau tíðindi í Danmörku, að kon- ungur vék Zahle forsætisráðherra frá völdum og þarmeð allri dönsku stjórninni. Er það bert að fult ó- samkomulag heíir verið milli kon- ungs og ráðaneytisins, því að ráða- neytið neitaði honum um að gegna störfum til bráðabirgða, þ. e. þang- að til ný stjórn væri mynduð, og er það gagnstætt allri venju og hefð, þá er um eðlileg stjórnar- skifti er að ræða. Konungur fól þvínæst Liebe hæsta- réttarmálaflutningsmanni að mynda nýja stjórn, sem hann og gerði. Eru fæstir hinna nýju ráðherra kunnir stjórnmálamenn, en allir munu þeir úr flokki Stór-Dana. Zahle stjórnin hefir setið að völd- um siðan fyrir stríðið og stuðst við hina frjálslyndari vinstrimenn og sócíalista. Hún hefir æ haft minni hluta í landsþinginu, en ineiri hluta í fólksþinginu, þótt lítill væri. Hefir hún setið við þungan and- róður bæði út af innanlandsstjórn- inni, dýrtíðarráðstöfunum og tak- mörkununum út af stríðinu og eigi síður út af utanríkispólitíkinni: hinni frjálslyndu framkomu henn- ar gagnvart okkur íslendingum og Færeyingum og loks framkomu hennar gagnvart sameining Suður-' Jótlands. Er stefna hennar í hinu síðasttalda máli í fylsta samræmi við stetnu frjálslyndra manna um heiin allan: að viðurkenna sjálfs- ákvörðunarrétl þjóðanna, og veita þar af leiðandi ekki viðtöku öðr- um landshlutum af Suður-Jótlandi en þeim sem vildu vera danskir. Slór-Danir hafa aftur á móti vilj- að taka sem mest land af Þjóð- verjum, þótt þýsk væru orðin og hafa hafið reginæsingar um land alt út af hessu. Má telja víst að í þessu efni standi sterk öfl að baki þeim á friðarráðstefnunni, menn sem vilja láta sem mest þrengjast að Þjóðverjum. Leikur það vart á tveim tungum að þetta mál er það fyrst og fremst sem veldur stjórn- arskiftunum. Pað er Ijóst af þeim skeytum sem komið hafa, að frjálslyndu ftokk- arnir i Danmörlcu líta svo á að þessi stjórnarskifti hafi farið fram á þann hátt sem ósamrýmanlegt er þingrœðinu, hér sé því um stjórn- arbylting að ræða. Aðalblað hinn- ar fráfarandi stjórnar, »Politiken«, kemst svo að orði, að hér sé um að ræða »tilræði sem sé einstakt í stjórnarfarssögunni« (enestaaende Kup i Forfatningshistorien) og só- cíalistar hafa lýst því yfir að alls- herjarvekfall verði hafið og full- komlega komið í kring næstkom- andi þriðjudag, til mótmæla og til þess að knýja konung til þess að fela Zahle að skipa aftur ráðaneyti, Pað virðist öldungis ljóst að hér hefir það farið fram sem gagnstætt er réttum þingræðisreglum. Frum- kvæðið til að skipa stjórn og af- setja er ekki hjá konungi, heldur hjá kjörnum fulltrúum þjóðarinnar. Konungurinn er ábyrgðarlaus. Á sína ábyrgð má hann ekki taka sér slíkt frumkvæði. Fulltrúar þjóð- arinnar dönsku hafa ekki átt frum- kvæðið að þessum stjórnarskiftum. Af síðari skeytum má ráða það að hægrj mennirnir dönsku og hin- ir hægfara vinstrimenn hallist aö konungi og hinni nýju stjórn. Virð- ist svo sem þeir leiti konungi af- bötunar með því að vitna í það að meiri hluti landsþingsins hafi verið andvígur stjórninni og að ein- hver atkvæðagreiðsla í fólksþing- inu hafi sömuleiðis fallið henni á móti. Virðast þetta alls ekki véra rélt rök, því að aðalatriðið vantar, sem er frumkvæði fólksþingsins um stjórnarskifli. Er því hér um hið alvarlegasta mál að ræða sem hlýtur að leiða af sér næsta miklar afleiðingar og er um leið hið mesta iliugunarefni fyrir okkur íslendinga. Pað er ekki sí.ður alvarlegt og sorglegt að hinni frjálslyndu dönsku stjórn skuli þannig vera vikið frá völdum vegna þess, eingöngu vegna þess, að því er frekast verður séð, að hún heldur fast við það í verkinu að vilja við- urkenna hin helgustu mannrétt- indi, að þjóðernisrétturinn sé við- urkendur að þau héröð Suður-Jól- lands, sem eru þýsk, fái að vera þýsk, að hún er svo framsýn að sjá það að ef Danir nú ræntu þýsku landi, þá sköpuðu þeir sjálfum sér vísa glötun, styrjöld í náinni framtíð við hinn volduga nábúa í suðri. Það er sérstaklega hart fyrir oklc- ur íslendinga að horfa upp á það að sú stjórn sem til fulls viður- kendi okkar rétt í verki, skuli vera afsett vegna þess að hún vill halda áfram að sýna réttlæti. Og að það skuli ekki vera hinir kjörnu full- trúar dönsku þjóðarinnar sem af- setja hana. Má geta þess í þessu sambandi að öll dagblöðin hér í bænum, sem annars eru vart sammála um neitt, hafa einum munni kveðið upp á- fellisdóm í þessu efni. Morgunblað- ið líkir þessu atferli við gjörræði Estrups sem er alkunnugt og hafi konungur tekið völdin af þinginu. Vísir er svo berorður að segja að konungur hafi beinlínis traðkað þingræðinu, hann hafi tekið völd- in af hinu þjóðkjörna þingi og eigi það á hættu að þjóðin taki völdin af honum. Hitt ræður að líkind- um að Alþýðublaðið snýst á sömu sveif og skoðanabræður þess í Dan- mörku. Munu íslendingar nálega einhuga standa fast með hinum frjálslyndu stjórnmálaflokkum í Danmörku í þessari sögulegu deilu. Pað er ótrúlegt, eins og nú standa sakir í heiminum, að það tilræði takist í Danmörku sem hefði get að samrýmst stjórnarskipunarlagi og rétlarmeðvitund manna fyrir 100 árum, en fer algerlega í bága við núgildandi skipulag. Það skulu engar getur að því leiddar hvernig danska þjóðin læt- ur úrskurð falla, enda verður þess vart langt að bíða að hann falli. Bkki enn! I. í næstsíðasta tölubl. Tímans var getið fyrirlesturs Sæmundar pró- fessors Bjarnhéðinssonar um mis notkunina á áfengi til lyfja, sem birtur var í febrúarblaði Lækna- blaðsins. í nýútkomnu marsblaði er grein eftir Guðmund prófessor Hannesson sem leggur til ný rök i málinu, sem ekki eru miður þungvæg. Víkur prófessorinn að hinum nýjustu rannsóknum á áfengi og getur þess, að nálega allir vísinda- menn beri áfenginu y>ótrúlega vond- an vitnisburð«. Ivemur hann því næst með hvert dæmið af öðru um það íversu alt það reynist hörmuleg- asta tál, sem talið hefir verið á- fenginu til ágætis. Skulu nokkur dæmin hér tilfærð í • sem stystu máli: »Sú andans örfun, sem vér þykj- umst finna við áhrif áfengis, er alls ekki sprottin af því, að heil- inn slarfi betur. Þvert á móli hrak- ar öllu skynsemisslarfi glögt og hraðfara, jafnvel við smáa áfengis- skamla.........Alt af tekst þeim miður, sem neyta áfengis, þrátt fyrir það, þó ætíð finnist þeim sjálfum, að sér gangi betur með áfengi en án þess«. »Flestum finst að líkamlegt slarf pg áreynsluvinna veiti léttar, ef neytt er áfengis, en svo er ekki. Áfengið svæfir að vísu þreytutil- finninguna í bili og getur stutla stund aukið vöðva-aflið, eti alls ekki til lengdar. íþróttamönuum er þetla fjuir löngu ljóst og þeir forðast því alt áfengi«. »Hin seðjandi áhrif áfengis stafa að mestu af hinum svæfandi á- hrifum á heilann...........Það er því í raun og veru fásinna, að lelja áfengi fæðu«. )>Hitatitfinningin eftir áfengi staf- ar af lömun hörundsæða og hún eykur einmitt kælingu líkamans«. )>Mótstöðnafl gegn sjúkdómum er minna hjá þeim sem neyta áfengis en bindindismönnum, sérstaklega í farsóttum, lungnabólgu og berkla- veiki«. »Að áfengi spilli kyninu má að nokkru ráða af því, að fábjánar og slagaveikir eru tillölulega mjög oft börn drykkjumannanna. Að börnum, sem getin eru í ölæði, þó af heilbrigðuin foreldrum sé, hættir til hins sama. Á það benda rannsóknir Bezzola á 8000 geð- veikum börnum í Sviss. Furðan- lega mörg af börnum þessum virt- ust vera getin á tyllidögum, sem siður er að drekka ntjög mikið á«. »Áhrif áfengisnautuar á aldur manna sést best af útreikningum lifsábyrgðarfélaga, sem geta bygt á nægilega háum tölum«. Enskt tryggingafélag »vátrygði á árunum 1866 — 1917 16400 bind- indismenn og 18800 utanbindindis- menn. Af bindindisinönnum dóu 65 á móti hverjum 90 utan bind- indis«. í skosku trj'ggingafélagi »reynd- ist manndauði á árunum 1883— 1917 þannig, að á móti hverjum 52 bindindismönnum dóu 70 utan bindindis«. »í 43 lífsábyrgðarfélögum í Ame- ríku samanlögðum, reyndist mann- dauði á árunum 1885—1905 þannig, að væri meðal manndauði talinn 100, dóu 118 af þeim, sem sögð- ust neyta daglega áfengis, sem svaraði 2 bjórum, 150 af þeim, sem sögðust hafa verið drykkfeldir um tíma, en hafa hætt síðan, og 186 af þeim, sem meira drukku daglega en 2 bjóra«. Á aðalfundi sinum árið 1918 lýsti ameriska læknafélagið þessu yfir; „Söknm þess að vér álítnra áfengi skaðlegt fyrir flieilbrigði raanna og sökniu þess að það lxefir ekkert vísindalegt gildi til lækninga, livorki sera stiraulans nó fæða, þá sé því lýst yfir, að Félag araerískra lækna er luótf’allið á- fengi til drykkjar, og enn fremnr skal þvi lýst yflr, að vinna ber á raóti áfengi til lækninga raeir en verið hefir1)*. Niðurlagsorðin í grein prófess- orsins eru þessi: »Pað er1) i fullu samrœmi við þessa yfirlýsingn ameríska lœkna- félagsins, að læknnm er nú bann- að í Araeríkn að skrifa áfengi á lyfseðla. Peir verða að fá sérstakt stjórnarleyfi til þess og fá það ekki aðrir en þeir, sem starfa að lœkn- ingum. Tœp 500 grömm eru hœsti skamlur af víni og lyfseðill gildir að eins eitt sinn og ekki lengur en 10 daga. Pá skal og hver lœknir, sem hefir áfengisleyfi, halda sérstaka nákvœma bók yfir vinseðla, hverj- um þeir vora gefnir og við hvaða kvilla. Pá slcal og senda endurrit af seðlunum til umsjónarmanns. Fyrir brot er hegnt í fyrsta sinni með leyfismissi og sektum eða fang- elsi. Sé þrisvar brotið er hegningin minst 3 mánaða og mest 2 ára fangelsie. II. Pað er sagt í Knyllingasögu um Harald hein Danakonung, að það »stóð litil stjórn a/ honum, fór nœr slíku hverr fram i landinu sem vildi«. Pað er svo, þvi miður, að þau ummæli eiga helst til vel við um framgöngu íslenskrar landssljórnar um bannmálið og sérstaklega aí- skifti hennar — nei, afskiftaleysi hennar af »lyfja«-áfengis-misnotk- uninni. Og þó standa á henni öll vopn^ um að gera eitthvað sem gagn er að í þessu efni, og auk alls ann- ars rísa nú upp mætustu læknar landsins, hver af öðrum, og krefj- ast aðgerða, með beinum orðum og óbeinum. Yfirlýsing ameríska læknafélags- ins er afar-þungvæg röksemd í málinu. Áfengið hefir ekkert vls- indalegt gildi til lækninga, það ber að vinna á móti notkun á- fengis til lækninga. Pað verður lítið úr honum, höfundi lækna- brennivínsins, Magnúsi Péturssyni, við hliðina á þessu — manninum sem talaði fjálglega um nauðsyn áfengisins, að þessi heimild yrði ekki misnotuð, enda bæri að refsa hinum brotlega, sem þóttist vera að bæta bannlögin með þessu — manninum, sem nú hvorki hefir né getur staðið við eitt einasta af þessum orðum. Ameríkumenn refsa þegar með leyfismissi, sektum eða fangelsi, en íslenska stjórnin gerir ekkert, vikum og mánuðum saman. Pað vantar það eitt til þess að setja kórónuna á verkið, að stjórn- in útnefndi liöfund Iæknabrenni- vínsins landlækni yfir íslandi. Pað væri fróðlegt að vita hversu mörg ný rök þarf til að sljórnin taki rösklega í taumana. Prentmyndir. Langt er síðan að myndir urðu mikilsverður þáttur í bókagerð og blaða, og því má það heita óskiij- anlegt hve lengi hefir dregist að komið yrði á fól prenlmyndagerð hér á landi. Hefir þetta háð bóka- gerðinni. Myndir oft betri en orð. Unihendis að sækja þær til annara landa. Auk þess langoftast fyrnt yfir viðburði þá sem- blöð og timarit hefðu fegin vilja flytja rnynd af, með því að þurfa að leita hennar út yfir poliinn. En nú er úr þessu bætt. íslend- ingur að nafni Ólafur J. Hvann- dal hefir numið þá list að gera myndamót til prentunar. Hefir hann viðað að sér nauðsynlegum áhöldum, og er þegar tekinn til starfa. Hefir bækistöð sína í hús- um Gutenberg prentsmiðju. Gerir hann mótin eftir hverskonar teikn- uðum myndum og ljósmyndum. Er handlægni Ólafs svo mikil, að honum ferst þetta vel úr hendi — og það áður en öll hentug áhöld eru fengin. Með prentmyndagerðinni er síð- asta aðalsporið stígið um að koma bókagerð og blaðútgáfu í áþekt horf og gerist í öðrum löndum. Þjóðvinafélagið. Pjóðvinafélagið fékk nýjan for- seta eftir andlál Trj'ggva Gunnars- sonar. — Ýmsir gerðu sér miklar vonir um alorku og árvekni þessa nýja forseta, en þær virðast, sumar að minsta kosti, hafa. brugðist. Gamli Tryggvi kom venjulega al- makinu út svo tímanlega, að það var komið á markaðinn að haust- inu fyrir eflirfarandi ár, og þá var Audvari oftasi samferða því eða litlu seinni. Nú tvö árin síðuslu kom al- manakið ekki fyrri en eftir áramót, og Andvari ókominn enn (í mars). Pelta er nokkuð mikið seinlæti, og ekki búhyggnislegt frá sjónar- miði Pjóðvinafélagsins, þvi með þessari aðferð missir almanakið fjölda kaupenda. Menn vilja sem sé eiga það til þegar árið byrjar og kaupa sér því Hafnarháskóla- almanakið á haustín. Svona seinfær bókaútgáfa hlýtur að verða að engu innan fárra ára. Viðvíkjandi almanakinu mætti minna á annað atriði, sem miður fer nú síðustu árin, og það er að hætt hefir verið við þá góðunýbreytni sem dr. Jón Þorkelsson tók upp á forsetaárum sínum, að prenta almanakið með ártíðaskrám ís- lenskra manna, og hélst sá siður fram að sljórnartíð núverandi forseta og saknaði enginn danska siðarins. Nú er farið að nota aftur al- manakHafnarháskóla með dýrlinga- upptalningunni en ártíðaskránni slept. Bar ekki Benedikt Sveinsson það mál fram á þingi hér eitt sinn, að afnema forgangsrétt Hafnarhá- skóla að sölu á almanaki sinu á íslandi? Ef svo er, væri það mjög óvið- eigandi af sama manni, að innleiða háskóla-almanakið aftur. — Kostn- aður við útgáfu islensks almanaks mun hér hafður að ástæðu fyrir breytingunni til hins fyrra siðar, en mundi hann vera nokkur á- slæða, ef bækurnar væru prentaðar svo tímanlega, að salan gæti farið fram á haustin? Pótt segja megi, að hér sé um smá-atriði að ræða, virðist rétt- mætt að vekja máls á því, sem aflaga fer, og létt virðist að kippa í rétt horf. Gerði forseti og aðrir stjórnendur félagsins vel i, að at- huga þessi atriði fyrir framlíðina. Jón. 1) Leturbr. gerð hér. Ritstj.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.