Tíminn - 24.04.1920, Blaðsíða 1

Tíminn - 24.04.1920, Blaðsíða 1
l'IMI SN um sextiu blöð á ári kostar tiu krónur ár- gangurinn. AFGREIDSLA í Regkjavik Laugaoeg 17, sími 286, út um land i Laufási, sími 91. IV. ár. Reyfcjavík, 24. apríl 1920. D'stingsstjórnM enska. Á striðstímunum varð það mik- ill siður i velflestum Norðurálfu- löndum að sambræðslustjórnir flestra eða allra þinRflokka fóru með völdin. Það reyndist viða vel. það var þá þetta eina, sem altók allra hugi: að vinna stríðið fyrir styijaldarþjóðirnar, að komast klaklaust af fyrir hlutlausu þjóð- irnar. Vegna þessa mikla sameig- inlega markmiðs gátu andstæðir stjórnmálaflokkar lagt deilumálin á hylluna í bili og unnið saman. En jafnskjótt og styrjöldinni er Jokið kemur það í ljós að þetta á ekki lengur við. Sambi æðslustjórn- irnar reynast með öllu óstarfhæfar, úrræða og framkvæmdalausar. ÞörG in fyrir hreinar línur á ný i póli- tikinni gerir vart við sig. Almenn- ingsálitið ríður samsle'ypustjórnun- um aö fullu eins og stóri steinn- inn sem molaði hið margsamáetta likneski Nebúkadnesars. Hvergi verður þetta ljósara en i sjálfu heimalandi þingræðisins Englandi. Asquilh myndaði fyrst sam- steypuráðuneytið og Lloyd George tók við af honum. Við allsherjar- kosningarnar, sem fóru fram rétt i striðslokin, meðan sigurvíman var i mönnum, vann þessi sam- bræðsluflokkur fullkominu sigur, mesta kosningasigur sem unninn hefir verið á Englandi. En siðan hefir sambræðslustjórn- in ekki átt sjö dagana sæla á Englandi. Nálega undantekningarlaust allar aukakosningar hafa falliö stjórn- inni i óhag. Kjósendurnir hafa svo gersamlega snúið við henni bak- inu, að þess eru engin dæmi. Allra greinilegast kom þetta i ljós þá er Asquith náði aftur kosningu og var borinn inn í þingsalinn eftir hinn glæsilega sigur og full- komna ósigur stjórnarinnar. Hafa þeir cndurfundir verið með svip- uðum hætti fyrir Lloyd George og þá er Macbelh sá vofu Banquos. Fylgisleysi og traustsleysi sam- steypustjórnarinnar ensku er nú að orðtaki haft um alt England. Sjálfur Lloyd George sýnir það nú i verkinu að hann viðurkennir þessa staðreynd og hefir að fyrra bragði gert tilraun til að hreinsa til og stofna nýjan flokk á rústum hinna gömlu, en fengið mjög dauf- ar undirtektir hjá sínum gömlu sainherjum i frjálslynda flokknum. En vafalaust liður ekki á löngu áður en hreinar linur skapast á ný i Englandi. Er okkur holt íslendingum að stinga hendi i eigin bai m, sem bú- um við samskonar bræðing og allur almenningur á Englandi for dæmir nú svo greinilega og sýnir svo eindregið vantraust. Settnr. Forsælisráðherra er utan farinn og er fjármálaráðherra settur for- sætisráöherra í fjarveru hans. Munu það alment þykja mikil tíð- indi og ill. Þá er brennumenn leituðu vigis i Almannagjá hafði Snorri, goði þar fylkt fyrir liði sinu svo þykt, að þeim gekk ekki þar að fara. Var hann þá spurður, hvort hann ylli því, að eigi yrði vfginu náð, r>Eigi veld ek þvia, segir Snorri, men hitt er satt, at ek veit, hverir valda — ok mun ek segja þér, ef ,bú vilt, at þeir valda þvi Porvaldr Kroppinskeggr ok Kolr«. Þeir höfðu verið hin mestu illmenni i liði Flosa. það er fulltrúi langsummanna, sem nú heflr æðst vald innlendra manna. það er fulllrúi þess flokks, sem grimmastan dóm hefir af þjóð- inni hlotið allra stjórninálaflokka. það er fulltrúi »Úrtiningsins« á þingi. það er hinn beini eítirmað- ur Einars Arnórssonar, sem harð- ast hefir hrundið verið úr ráð- herrastóli allra íslendinga. það er ráðherrann, sem þeir standa að: B. Kr., G. So., M. Pét., Einar Arn- órsson o. s. frv. það er ekki það, að ástæða sé til að óttast, að hinn setti forsætis- ráðherra geri einhverjar regin- skissur, meðan hann er settur. En það er stórkoslleg móðgun við þjóðina, að setja fulltrúa langsum- manna i æðsta sess, þótt ekki sé nema um stundarsakir. Hvers vegna er Pétur Jónsson ekki settur forsœtisráðherra? Maður með lengsta þingsögu að bald allra þingmanna og hina prýðilegustu. Maður með óskorað traust mik- ils hluta þjóðarinnar. Maður, sem farið hefir með hin ábyrgðarmestu störf innan þings og utan. Maður, sem þar að auki hefir leyst af hendi hið ágætasta starf, síðan hann varð ráðherra, um að bjarga bændastéttinni i harðind- unum. Því er hér með opinberlega mót- mælt, að svo hefir skipað verið sem cr. Það er hér með fullyrt, að það sé gert i nafni mikils hluta þjóð- arinnar, og að sá hluti telji sig hafa orðið fyrir mikilli móðgun vegna þessarar ráðabreytni. >> Óþarfi“. I. Á sumardaginn fyrsta kom út ritstjórnargrein i einu dagblaðinu með sömu yfirskrift og þessi, sem mun hafa gert mörgum graml í geði og spilt gleði þeirra á þeim fagra sumardegi. Voru tvær megin- hugsanir í greininni. Byrjað á að fjargviðrast enn einu sinni yfir innflutningshöftun- um á óþörfum varningi. Það er óþolandi kúgun, að hindra konuna að »kaupa sér klúta«. Það er óþolandi að taka »sígaretturn- ar« út úr munninum á fölum og þreytulegum nýfermdum stúlkum og piltum. Það er óþolandi að gera neitt það sem miðar að því að skamta sælkerunum. Þó að það liggi við borð, að ekki fáist rúm i skipum fyrir brýn- ustu nauðsynjar — þá er það ó- þolandi, að setja reglur um, að flytja þær fremur en óþarfann. Þó að æ sverfi meir að um það, að geta borgað þær vörur ytra, sem ekki verður án verið, þá er óþolandi, að taka þær fram yfir óþarfann. Engu orði málsins hefir verið eins misþyrmt og orðinu frelsi, í frelsisins nafni, hins heilaga frelsis, er það skilyrðislaust fordæmt, að hefta inQÖutnÍDg óþarfavara. Þeð Aðalfundur Nambands M. ^amyimiufélaga verður haldinn á Akureyri dagana 2. og 3. júlí næst- komandi. S amb andsstj órnin. má ekki skerða frelsi lýðsins. Það má ekki skerða frelsi viðskifta- lífsins. Niður með innflutnings- höftin. Þetta var önnnr meginhugsun greinarinnar. Að þessu leyti með fram hét greinin »Óþarfi«. Hún var vörn fyrir óþarfanum — í nafni frelsisins. »Undir þvi væri þá, at ek hefða málefni góð« — sagði Gunnar á Hlíðarenda. II. Hin meginhugsun greinarinnar vlkur að öðrum »óþarfa«, á blaðs- ins máli, sem eru óþarfar bygg- ingar. Þær séu »óþarfar« a. m. k. fyrst um sinn. Það -eru húsabygg- ingarnar á Hvanneyri og Eiðum, byggingar, sem miða að þvi, að geta rekið þá skóla nokkurnvegin sómasamlega. — Hvanneyrarskól- ann, sem búinn er að sýna sig, sem einhver farsælasti skóli lauds- ins og Eiðaskólann, sem fylsta á- stæða er til, að vænta um hins besla. Þetta stendur hvort við hliðina á öðru í sömu ristjórnargreininni, Bardaginn er háður með óþörfum vörum og móti »óþörfum« bygg- ingum. Það er næsta mikið furðuefni, að ritstjórinn skuli þora að bjóða lesendum sinum og kjósendum slíkar tillögur. En hitt er þó enn meira sorgarefni, að mjög er hætt við, að þetta falli í góðan jarðveg hér í bænum. Og hvers annars er að vænta? Reykjavík unir því, og allar kvartanir eru kæfðar, að rækja sina barnafræðslu sennileg^ ver en nokkurt annað fræðsluhérað á landinu. Reykvíkingar þola það, að börnunum þeirra er kasað saraan í langsamlega alt of lítinn skóla, þar sem flestar heilbrigðis- kröfur eru að vettugi virtar. — Reykvíkingar þola það, að hafa skóla, sem drepur alla námsfýsn líklega a. m. k. hjá helmingnum af þeim börnum, sem á skólann ganga — vegna þess, að aðbúnað- urinn er neðan við alt, sem sæmi- legt er. Það kemur niður á kynslóðinni annað eins og þetta. Þess vegna eru það nálega eingöngu sveita- menn, sem rækja glímur í Reykja- vík. Þess vegna er ómögulegt leng- ur, að halda uppi ungmennafélags- skap í Reykjavík. Þess vegna er það óhætt fyrir ritstjóra blaðsins og þingmann kjördæmisins, að stritast á móti því, að á neyðar- tímum séu höft lögð á innflutning á óþarfa vörum og að teljá það »óþarfar« byggingar a. m. k. í bili á Hvanneyri og Eiðum. Er það ekki einkennilegl þetta, að það skuli vera til fólk á íslandi, sem vill hafa góða skóla? Við komumst af með slíkt hér! Þeir geta lika komist af með það, þeir góðu herrar, sveitamenn! Það er »óþarfi« að vera nú að byggja slíkar hyggingar. Það má biða, »Undir því væri þá, at ek hefða málefni góð« — sagði Gunnar á Hlíðarenda. Ðrengilega hlaupið mtðir bagga. Eins og kunnugt er spúði Katla úr sér miklum fyrnum af sandi og ösku, einkum yfir nærliggjandi sveitir, stráx eftir að hún gaus 12. okt. f. á. — að gersamlega tók af alla bagabeit mjög víða í Skafta- fellssýslu. Þessu var erfitt að mæla, eins og þá stóð á; þar sem hey- skapur eftir sumarið var víða alt að hálfu minni en í meðalári; enda kom í ljós, þegar fram á veturinn kom, að — þrátl fyrir hina gífurlegu förgun búfénaðarins um hauslið og fram eftir vetri — voru ýmsir með of margan fénað á heyjunum, einkum þeir, sem vanir voru að • treysta á beit, að meira og minna leyti. Úr þessu var erfitt að bæta, þar sem ekki var um neina verulega hjálp að ræða hér í sýslu — hver átti nóg með sinn fénað á sandauðninui. Seint í janúar (f. á.) var eg á ferð til Víkur í Mýrdal. Þar spurð- ist eg fyrir um ástand í nærliggj- andi sveitum, eiukum þó um Eyja- fjöll og Landeyjar. Eg náði þá tali (í síma) af hinum góðkunna bænda- öldung Andrési í Hemlu, og tjáði honum, að eg sæi fram á, að veturinn yrði of langur ýmsuro hér á gossvæðinu. Hann sagði mér þá, að þar í Landeyjum hafði heyjast illa um sumarið (1918), en þar væri en lítið farið að gefa hrossum og sagði, að undir tíðar- fari væri það koinið, hvort bænd- ur þar yrðu hjálplegir. Eg mælt- ist til við hann, að hann leitaðist eftir, livort unt væri að koma í fóður nokkrum hrossuin þar í kring um hann, og láta mig vita með pósti um erindislok. Nokkrum dögum eftir að eg kom heim, kom pósturinn ineð skeyli frá Hemlu, að eg mætti senda 40 hross í Vestur-Landeyjar, og þarf eg ekki að lýsa þvi hér, hve fegnir þeir urðu, — sem voru farnir að sjá fram á alger þrot — er þeir fengu að vita um þessa óvænlu hjálp. Með öll þessi hross var svo sent í tveimur hópum, í vondri tíð og vondum vegum; mörg af þeim voru orðin mögur er þau fóru héðan, og hafa auðvitað lagt af á leiðinni. Á móti öllum þessum hrossum tók Hemiu-heimilið, og var þeim gefið eins mikið hey og þau gátu á móti tekið, í einn lil tvo sólarhringa, — eða jafnvel Iengur — meðan verið var að dreifa þeim um sveitina, sem þeir Hemlu-feðgar önnuðusl. Fyrir alt þetta hey og fyrirhöfn var ekkert endurgjald tekið. Þegar jörð fór hér að gróa, var srent eftir flestum hmsuaum; þau 16. blað. komu prýðilega útlitandi; mörg þeirra höfðu fitnað á gjöfinni. Að sjálfsögðu bjuggust eigendur hrossanna við, að fóðrið yrði dýrt — þótt menn vissu, að hjálp þessi var ekki í gróðaskyni gerð — en niðurstaðan varð sú, að Vestur- Landeyingar gerðu samtök með sér, að gefa með öllu þessa miklu og dýrmætu hjálp. Að eins 4 af þessum 40 hrossum hafði verið komið fyrir utan Vestur-Landej'ja- hrepps, og fyrir þau var einhver þóknun þegin. Eigi verður því með fáum orð- um lýst hve vel þessi rausnarlega hjálp kom sér, en það eitt má fullyrða, að hún forðaði fjölda fénaðar frá hor- og hungurdauða. Fyrir hönd rnína, sem milligöngu- manns, og fyrir hönd allra þeirra, sem hjálparinnar nutu, — sem voru þeir er mesta höfðu þörfina, og vit höfðu á að þiggja boðna hjálp — sendi eg hér með innilegasla þakk- læti og hugheilar árnaðaróskir til framangrcindra velgerðamanna. Eg hafði fyrir löngu ásett mér, að senda þessar línur frá mér, en á því hefir orðið helst til mikill dráttur. Eg lield mér við máls- háttinn gamla: »Betra er seinl en aldrei«. Iíirkjubæjarklaustri 9. aprii 1920. Lárus Iielgason. 3isnj!utmngshöftin. Viðskiftanefndin heldur áfram starfi sínu, hvað sem hver segir, sker við nögl, eða bannar alveg innflulning á óþöfuin varningi, hefir gætur á innílutningi vara yfirleitt og hefir þar mikinn meiri hluta þjóðarinnar á bak við sig, svo að elcki verður því þarfa íitarfi hætl í bili. En það virðist vera að koma á daginn, að nokkru þurfi við að bæta um verksvið hennar, eigi ekki af því að leiða nokkur órétt- ur. Liggja til þess mjög eðlileg rök. Um leið og það verður nú kunn- ugt, að innflutningur einstakra vörutegunda verður sumpart tak- markaður, sumpart bannaður, um leið er það að koma í Ijós, að það sem til er i landinu af þeim vörntegundum er látið stiga i verði. Með öðrum orðum: Þeir menn sumir sem nú liggja með þessar vörutegundir, sjá fyrir hörgul á þeim, og ætla sér að nota sér af því og hækka verðið á vörunni alveg ranglega. Liggur í augum uppi að það er ekki tilgangurinn með þesum ráð- stöfunum að gefa einstökum mönn- um þannig lækifæri lil þess að græða fé og að þessvegna verður þegar að fmna ráð til þess að sjá við þessum lika. Virðist það liggja beinast við að viðskiftanefndin legði þau ráð á með samþykki landsstjórnar og setti hámarksverð á slíkar vörur, bygt á heilbrigðum grundvelli. Og það verður að gera fyr en seinna. Kvikuiyniliu sem lekin var hcr á iatidi i sumar scm leið, úr sögu Borgarætlarinnar, eftir Gunnar Gunnarsson, er nú fullgerð og hefir verið sýnd í Kaupmannahöfn. Er farið lofsorðum um hana að mörgu leyfi,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.