Tíminn - 24.04.1920, Blaðsíða 4

Tíminn - 24.04.1920, Blaðsíða 4
 TlMINN Ijáglð’— en.'eg vil ekki. Farið út úr húsi minu þegar i stað! Og ef þér verðið nokkru sinni aftur á vegi mfnum, þá visa eg lögreglunni á yður, sem launmorðingja!« Hræddur vegna þessa reiðikasts, opnaði Carl Minghelli dyrnar og skundaði burt. Sr. Jíagnús Ijelgason og sálarjrzðin. Mottoi »Al leve er - Krtg med trolde 1 lijertets og hjernena hvælv. At digte — det er at holde dommedag over aig selv«. Henrik Ibsen. »At Ieve er en Kamp med trolde i pandens og brgstets hvælv; at dlgte, det er at holde dommedag over sig selva. Á. H. B. I. »Uppeldismál« sr. Magnúsary Helgasonar hefir fengið almanna lof. Bókin þótt bæði spakleg og prýðilega rituð. En sólarfræðingur háskólans, Á. H. B. kemst að talsvert annari niðurstöðu i nýútkominni Iðunni. Ritstjórinn gefur fyrst í skyn, að M. H. hafi veriö lítt fær til að skrifa bókina, sökum þekkingar- leysis, enda muni hann hafa lesið mjög lélegar norskar og danskar bækur um þessi efni. En ekki ber hann höf. þó á brýn, að hafa lesið lélegar bækur um sálarfræði á ís- lensku. Ritdómaranum þykir kafl- inn um vitsmunalifið þolanlegur. En til að gera ekki M. H. of hreykinn, bætir hann við, að sá hluti sálarfræöinnar sé lika best kunnur. En af skýringum M. H. á tilfinningalífinu þykist Á. H. B. sjá, að M. H. muni vera ærið fá- fróður um rannsóknir síðustu ára. Þetta minnir á það, sem leirskáld eilt sagði um Jónas Hallgrimsson: »Hann er skáld mannskrattinn, og það er meir að segja, að ef hann hefði aðra eins lesningu og eg, þá hefði hann slagað upp eftir mér«. þá þykir ritdómara á skorta i bókinni ábijggilegar upplijsingar (paalidelige etc.) um hversu megi sveigja hvalir barna og unglinga í samfell kerfi göfugrar skap- gerðar. Eftir þessu mætti ætla, að i uppeldisfræðinni lægju á lausu ákveðnar, viðurkendar, óbrigöular reglur um það hversu breyta mætti mannlegu eðli. Pessar »leiðbein- ingar« ætti að mega nota eins og nokkurskonar vinnuvél. Inn i vél- ina væri látin hin syndum spiltu mannanna börn, en úr henni kæmi aftur fagurskapaðir, syndlausir dýr- lingar og sálarfræðingar. Margir foreldrar munu áreiðanlega verða þakklátir ritdómaranum, ef hann vildi birta forskriftir sínar um þetta efni, sem allra fyrst. Pegar Á. H. B. hefir sýnt fram á, að höf. skorti sum aðal-skilyrðin til að gera bókina (»lesningu«) og að bókin bar vott ura þessa vöntun (tilfinningalifið, skapgerðin), þá kemst hann þó að þessari niður- stöðu: »Prátt fyrir þetta er bókin góðra gjalda verð og vel notandi 1 hönd- um manns eins og sr. Magnúsar, sem er svo ljúft að taka sér fram i öllu góðu og réttu«. Dálitið finst mér vafasamt, að bókin sé góðra gjalda verð, ef hitt er satt, sem að framan er greint. Og hvernig getur bókin verið heppi- leg i höndum M. H. sjálfs? Bókin er eftir þvi sem manni skilst, stór- gölluð. En léleg kensluhók cr hvergi ver komin, en í höndum þess, er bjó hana til, því að þar er báðum aðilum jafn-áfátt. Aftur á móti fer bókin betur í höndum manns, sem er fremri hö/. hennar, því að þá bætir hann úr göllum bókarinnar. Sömuleiðis er bókin dável korain i höndum manns, sem er minna vitandi vils en höf., því að þá baetir bókin ejtthvað úr fáfræði þesa, sern nolar hana. ’ Niðurlagsályktunin, um að bókin fari allvel í höndum höf. af því, að hann sé svo fús, að taka sér fram i öllu góðu og réttu, minnir á það, sem kennari við Latínu- skólann sagði um mjög heimskan Iærisvein: y>Pó að pilturinn sé treg- gáfaður, þá getur saml þó kanske eitthvað tollað i honum, af þvi að hann er ástundunarsamur og hlýðinna. Það er mjög mikilsvert fyrir sr. M. H., að hafa fengið þessar »leið- beiningara. Með elju og kostgæfni ætti hann að geta komist fram úr almennu sálarfrœðinni eftir Á. H. B. án þess að mikið bæri á, og gert sér von um betri »karakter« þegar hann lætur næst heyra til sin um uppeldismál. Frh. x.+y. Fréttir. Tíðln befir verið Agæt þessa viku, sólskin alla daga og litil frost á nóttu. Silfurbrúðkaup áttu þau á sumardaginn fyrsta, Axel Tuliníus framkvæmdastjóri og frú hans. Kappskák Taflfélags Reykjavik- ur er nú afstaðin og keptu sjö um verölaunataflið og skákkon- ungstitilinn. Eggert Guðmundsson píanóleikari bar sigur úr býtum, vann fimm töflin og gerði jafntefli i einu. Er þetta 8. skákþingið sem háð hefir veriö og heflr Eggert unniö 4 sinnum. Sterling fór morður um land á mánudagskvöld. Unnur skáldkona Benediktsdóttir frá Húsavik var meðal farþeganna. Sigurðnr Sigurðsson forseti Búnaðarfélags íslands tók sér og far með Sterling. Fer hann heim að Hólum að afhenda búið þar. Varðskipið, Islands Falk, kom nýlega með sex botnvörpunga sem staðnir voru að veiðum i land- helgi. Úr bréfuni. N.-Múlas. 12/t: Tíð- arfarið er hið versta hér eystra. Veturinn heflr verið einn laugur haröindakafli siðan viku fyrir jóla- föstu. Tók þó ekki fyrir jörð í Fljótsdal, Fellum og Jökuldal fyr en um áramót. Síðan hafa haldist jarðbönn yfir alt Austurland. Út- litið er iskyggilegt. Haldist sama tlð fram á einmánuð, fer ekki hjá miklum gagnsmunamissi á sauðfé i suraum sveitum fjóröungsins. A.-Him. 10/3; Hér heflr verið jarölaust með öllu siðan mcð jan- uarbyrjun. Pá voru öll hross tekin á gjöf, þá er þau loks náðust. Fé hefir verið á innistöðu siðan fyrir desemberbyrjun. Hey eru því mjög að þrotum komin, gefa fáir lengur en til aprilloka. Batni ekki um miðjan apríl, má búa'st við stór- felli. Skagaf. 21/s: Ástandið með hey- birgðir betra en við var að búast. Alment gefa menn fé og hrossum á innistöðu á páska og flestir á sumarmál og allmargir mun leng- ur. Fjögur heimili oröin heylaus i sýslunni. V. Skaftaf.s: Veturinn hefir verið með þeim verstu sem menn muna. Óslitin innistaöa fénaðar síðan á jólaföstu til pálmasunnu- dags. Þá geröi blíðu sem hélst þó ekki nema til páska. Víða komu upp rindar, svo á bestu beitar- jörðum er komin hjálp af jörð. Síðan 2. páskadag bafa verið sí- felf norðanrok með miklu frosti; fénaður því á fullri gjöf víðast. Útlit er á að heybirgðir verði nógar hér í V.-Skaftaf.s. i þetta sinn. Til þess hjálpar einkum tvent: góður heyskapur í þeim sveitum sem aska var vægari og hin mikla fjárförgun í fyrra. Fénaður er víða helmingi færri en fyrir Kötlugosið og sumslaðar ckki ncma við það sem var fyrir tveim árum. Borgarfirði l0/4. Eg man glöggt eftir veðurfari í fimmtíu vclur, og Ráðningarskrifstofnna vantar fólk til alls konar verka, karla og konur. Menn eru beðnir að atliuga, að vanskil á kaupgjaldi, geta sfður átt sér stað, ef fólk ræður sig gegn um ráðningarskrifstofuna. ÍDAG hafa bankarnir fyrst um sinn hækkað vöxtu af lán- um og forvöxtu af víxlum upp í 8°/* á ári, auk venju- legs framlengingargjalds. Jafnframt hafa bankarnir hækkað sparisjóðsvöxtu upp í 47a°/o, vöxtu af þriggja mánaða innlánsskír- teinum upp í 43/*0/0 °g vöxtu af sex mánaða innláns- skírteinum upp í 5°/o á ári. Reykjavik 2i. april 1920. cJsíanésSan/ii, JSanésBanMi cJslanés. heflr enginn verið þessum líkur, að faunalögum og áfreðum og þar af leiðandi algerðu hagleysi. Víða hefir verið alhaglaust síðan um miðjan des., en fyrstu dagana 1 jan. tók fyrir þter litlu snapir, sem þá voru eftir. Eftir pálma komu nokkrir þýðu dagar. Skaut þá upp hæstu börðum 1 lágsveitum. Hest- ar gátu þá bjargað sér nokkra daga. Nú hefir aftur staðið látlaust norðanveður siðan á annan í pásk- um, svo að féuaði hefir tæplega orðið vatnað. — Engin undur þó að hey manna gangi til þuröar í sllkum vetri eftir eitt hið mesta grasleysissumar. Enn sem komið er, örlar ekkert á heyleysi hór um BorgarQörð, en nú er vorið aftir, og verði það hart reisa fáir rönd við því að bjarga fénaði með hey- gjöf. En felli reyna menn að verjast meðan auðið er. Fóðurbæt- ir er keyptur hvaö sem hann kost- ar, og munu tóðurbætiskaup sumra bænda vera farin að skifta þúsund- um króna. Stærsta áhyggjuefni okkar Borg- firðinga, næst þvi aö verjast felli og hordauða, er læknisleysið. Nú er enginn læknir i þvi stóra um- dæmi, sem Jón sál. Blöndal hafði, þvi þó Þórður læknir Pálsson sé skipaður til aö gegna þvi, er það i ílestum tilfelium ómögulegt að ná til hans. Útsrörin í Rejrkjavík. Timinn bregður nú venju og prentar hér á eftir útsvör þeirra manna i Reykjavik, sem látnir eru bera 1000 kr. og þar yflr. Tala þeirra er legió eins og menn sjá. Hefir aldrei fyr orðið slíkur kurr í bæn- um og nú. Nálega tveim miljónum króna er jafnað niður á raenn, — og hvað kemur i staðinn? Aldrei munu menn hafa þóst sjá dæmi þess eins greinilega, að verkið sé unnið af handahófl, enda ekki við öðru að búast. t*að er orðið alveg úrelt skipulag i svo stórri og þurftarfrekri borg að láta niður- jöfnunarnefnd annast verkið i stað þess að fela það sérstökum emb- ættismanni. 90000 kr.: G. Copland km. 85000: Eimskipafél. íslands. 05000; Kveldúlfur hf. 40000: Hið isl. steinolíuhlutafél. 35000: H. P. Duus, Johnson og Kaaber, Samb. ísl. samvinnufél. 30000: Alliance fiskveiðafél. 25000: Hailgr. Benediktss. km., Nathan & Olsen. 20000: Garðar Gislason km. 15000: Belgaum botnvörpungur, Haukur flskv.fél., Jónatan Þorst.ss. km., L. Loftss. km., Jes Zimsen km., H. Zoéga & Co. 12900: Elias Stefánsson frkv.stj., Siippfélagið, Sv. Einarss. bóndi, 10000: Defensor lif., Island ílskv,- fél., Sláturfél. Suðurl., Th. Thorst. km. 8000: Höepfner km. 7500: Sturla Jónss. km. 7000: Hamar hf., L. G. Lúö- vigss. skóv. 6000: Jensen-Bjerg km., Rán botnv. 5000: Ásg. Sigurðss. kons., M. Th. Blöndahl km., G. Kr. G. og Co., Gutenberg prentsm., Halldór Sigurðss. úrsm., Halldór Porst.ss. skipstj., Har. Árnas. km., E. J«- cobsen krn., Páll Stefánss. krn., Sighv. Bjarnas. bankastj., T. & F. C. Möller, Liverpool. 4500: Christensen lvfsali, Fr.‘ MagnÚ8s. & Co., Guðm. Guðm.ss. skipstj., Guðm. Jónss. skipstj., Jón Björnss. km., Þorst. Thorst.s. lyfs. 4000: Gisli Porst. skipstj,, A. Guðmundss. km„ L. Kaaber banka- stj., Sigurj. Péturss. km,, Sjóvá- tryggingarfél. ísl., Timbur og kola- versl., Kr. Zimsen, afgrm. 3600: N. B. Nielsen km. 3500: Sigf. Blöndahl & Co.. El- lingsen km., G. Kr. Guðm. stýrim., J. Havsteen km„ ísaf. prentsm., Jón Laxdal km., Obenhaupt km„ Steind. Einarss. bifr.stj., Sv. Björnss. lögm„ P. J. Thorst. km, 3000: Ásg. Gunnlaugss. & Co„ Geir björgunarskip, Elías Hólm, Jóh. Bjarnas. skipstj., Jón Bryn- jólfss. km„ Jón Ólafss. framkv.stj., Jón Porl. verkfr., Jón Jónass. skipstj., Magn. Guðm. skipasm., Magn. Magnúss. framkv.stj., Mjólk- urfél. Rvk„ Oddný Porst.d. km„ B. Petersen km„ P. Petersen bíó- forstj., P, P. J. Gunnarss. km„ Smjörlikisgerðin, St. Thorarens. lyfs„ Geir Thorst. km„ Geir Th. & Co„ Tofte bankaslj,, Trolle og Rothe, Viðskiftafél., Helga Zoéga ekkja. 2700: R. P. Levi km. 2500: Helga Andersen, Árni Bene- diktss. km,, Árni Eiríkss. dánarbú, B. H. Bjarnas. km„ Félagsprentsm., Guðm. Jóh. skipstj., Helgi Magn- ússon & Co„ Hj. Jónss. skipstj., Isfélagið, Jóel Kr. Jónss. skipstj., Jóh. Ólafss. & Co„ Jón Gunnarss. samáb.stj., Sigurg. Einarss. km„ Stef. Gunnarss. skósm., Völundur, G. G. Zoéga km„ Porst. Jónss. km. 2000: Árni Jónsson km., Nic. Bjarnas. km„ Bjarni Jónss, húsg,- sm,, Dansk-ísl, skipafél., Magnús Einars. dýral., G. Bjarnas. klæðsk., Guðrn. Guönas. skipstj., Hallgr. Kristinss. framkv.stj., Har. Böðv. & Co„ Thor Jensen km„ Ingibj. Johnson km„ Jón Halld, & Co., Jón Magnúss. fors.ráðh., Kol og Salt, Kútter Hafsteinn, Múller km„ E. Nielsen framkv.stj., Ó. G. Eyj- ólfss. km„ Olg. Friðg. & Skúlas., Fransiska Ólsen km„ Páll H. Gislas. km., Pálmi Pálss. kennari, Pípu- verköm., Sv. Hjarlars, halrari, &P* mundsen & Co„ H. Thorst. banka- stj„ Tómas Jónss. km„ Gullfoss versl., Zóph. Baldvinss. bifr.stj. 1800: E. Claessen hæstar.m.fl.m., Guðm. Magnúss. próf„ Jón Helgas. km„ Jón Herm. lögr.stj., Jón Hjart- ars. km„ Kr. Brynjólfss. skipstj., Porl. Jónss. póstm., Porst. Jónss. járnsm., Porst. Porst. skipstj. 1700: Mart. Einarss. km. 1600: Ám. Árnas. km„ Andersen & Lauth klæðav., Gunnar Gunn- ars. km. 1500: Dan. Bernh. bakari, Bjarni frá Vogi, Eyv. Árnas. trésm., Fr. Jónss. km„ Guðm. Markúss. skip- stj„ Haakanss. veit.m., Halberg km„ P. Hjaltest. úrsm„ Jón Ó. V. Jónss. skipstj., Jón Magnúss. fiskinatsm., Málfr. Lúðvigss. ekkja, Matth. Ein- arss. læknir, ól. Benjam.s. km„ H. Petersen km„ P. M. Bjarnars. km„ C. Proppé km„ Hiti og Ijós, Þórh. Sandh. veit.m., Sigr. Þorl.d. Rauðará, Magnús Skaftf. bifr.stj., Kr. Ó. Skagfj. km., Axel Tulinius forstj., J. Wetlesen km„ Kn. Zim- sen borgarstj., G. T. Zoéga rektor, Pór. Kristj.s. hafnarstj,, Pórður Bjarnas. km. 1250: Theód. Bjarnar km„ Björg- ólfur Stefánss. km„ J. Hvannberg km. 1200: Alþýðubrauðgerðin, Andr. Andiéss. klæðsk,, L. Fjeldst. lögm., Forberg simastj., Geir Palss. tré- sm„ Guðm. Sigurðss. skipstj., Halld. Eirikss. km„ Hanson km„ Helgi Helgas. smiður, Henningsen km„ Herðubreið hf„ ísbjörninn hf„ Jóh. Jóhs, bæjarfóg., Jón Bjarnas. km„ Jón Hallgr.s. km„ Jón Sigm. gull- sm., Jón Þórðars. verslun, Kl. Jónss. landritari, Kristín Björns.d. km„ Kr. Jónss. trésm., Lúðv. Láruss. | km„ Ól. Ásbj.s. km., Ól. Þorst. læknir, Pétur Halldórss. bóksali, Sápuhúsið, Vaðnes verslun, Porv. Porv. prentsm.stj. 1100: Guðm. Ásbj.s. km. 1000: Aðalst. Pálss. sjóm., Arn- bj. Gunnlaugss. stýrim., Bjarni Péturss. blikksm., Björn Gislas. km„ Björn Sig. bankastj., Björn Sveinss. km., G. Björnss. landl., Fatabúðin, Ól. Briem framkv.stj., Bræöingur h.f., A. Claessen km„ Eggert Jónss. bóndi, G. Egilss. miðlari, Einar Einarss. trésm., Einar G. Einarss. verslm., J. Fenger km„ Gísli Oddss. skipstj., Guðm. Sveinss. skipstj., Gunnar Sig. alþm„ Gunnar Pórðars. km„ Halld. Guðm. raffr., Har. Böðvarss. Iramkv.stj., Helgi Magnúss. km„ Björk timb- urv„ Sig. Hjaltest. bakari, Héðinn Vald. skrifst.stj., Hóydal & Co., Ingun. Jónsa. verkstj., Ingvar Palss. km„ Jóh. Porst. præp. hon„ Grf. Johnsen km„ Ólafur Johnson km„ Jón Árnason skip>tj„ Jón Bjarnas. km„ Jón Björnss. og Co„ Jón Jónass. skipstj., Jón Kiistóf. skip- stj., Jón Sigurðss. útgm„ Guðr. Jónass. km„ Kr. Péturss. blikksm., Kr. Sveinss. km„ Lyngdal km„ Magnús Benjam.s. úrsm., María Ólafsd. ekkja, Oddur Herm. skrif- st.stj„ Ingv. Ólafss. km., Olg. Friðg. km., Olsen km„ P. A. Ólafss. km„ ‘Poulsen járnsm,, E. Rokstad km., Sigg. Torfas. km„ Sig. Skúlas. km„ Sigurj. Ólafss. skipstj., Skúli Jónss. útg.m., E. Strand km., H. Thors,, Kj. Thors, Ó. Thors, R. Thors, D. S. Thorst. læknir, Tómas Tómass. ölg.m., H. Tulinius km„ Geysir versl., Goðafoss versl., E. Viðar km„ Þorbj. Jónsd., Porg. Pálss, útg.m., Porst. J. Sig. km. Framhald greinarinnar »Hug* sjónir langsummanna«, kemur i næsta blaði. Hafísfregnir munu sem betur fer vera mjög orðum auknar. Enn mun það ekki vera nema íshrafl sem rekið hefir að landinu. Sterling er komin norður fyrir Hom. Kennavaprófi hafa sex nemend- ur lokið nýlega. Ritstjóri: Tryg'grvl PórkallsBOi) Laufási. Simi 91. PrentTOiíOÍaB Outónb^r^. i \

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.