Tíminn - 01.05.1920, Qupperneq 1

Tíminn - 01.05.1920, Qupperneq 1
TIMINN am sextíu blöð á ári kostar tiu krónur ár- gangurinn. AFGREWSLA i Ragkjavík Laugavtg 17, sími 286, út um land i Laufási, simi 91. IT. ár. Fjármálakreppan. i. Hinir ófróðari menn hafa óttast væntanlega fjármálakreppu eins og vorhret. Fjármálamennirnir hafa lengi vitað það að hún htgti rö koma, jafn óumflýjanlega og vetur úr hausti. Nú er hún yfir dunin og það enn ægilegri og alvarlegri en nokkur gerði ráð fyrir. Hún er bein afleiðing styrjaldar- innar. 1 fjögur ár full eyddu stór- þjóðir heimsins allri orku sinni i það eitt að heyja strið. Alt var við það miðað af báðum aðilum að vinna sigur. Miljónir manna voru teknar frá friðsamlegri framleiðslu og unnu það eitt að eyða og spilla og ganga á þann forða sem kyn- slóðirnar höfðu safnað. Aðrar miljónir stóðu að baki herunum, bjuggu morðvopnin i hendur þeim sem börðust og unnu að því að út- búa herina i hvívetna. öllu var sviít úr eðlilegum skorðum. Bein- línis og óbeinlinis voru öll lönd veraldar í vigbúnaði. Fjármála- mennirnir fengu það starf að sjá fyrir miljörðunum, afli þeirra hluta sem gera skal. Fenja og Menja voru leiddar að kvernunum og »mólst þat á kverninni, sem sá mælti fyrir, er mók. Mól sá Grólti gull, en ekki »frið ok sælu«. Milj- arðalánin hlóðust á ríkin og fyrir mörgum þeirra hefir þegar farið, eins og fyrir Mýsingi, að »niðr sukku skipin«. Upp úr stríðinu kemur að hinu, að koma heiminum í samt lag aftur, að breyla framleiðsunni i eðlilega átt, að reisa úr rústum það sem brunnið er og sundurskotið, að byggja í stað þess sem sokkið er, að koma fótum undir ný fyrir- tæki, og að finna leiðar um að borga vexti og afborganir af hin- urn botnlausu skuldum. Eftirspurn eítir peningum verður geysilega mikil og á óteljandi sviðum. Pen- ingarnir verða hin torfengnasta vara, í stað hins gagnstæða sem var á striðstímunum. Upp úr stríðslokunum komu svo innanlands óeyrðirnar og deilurnar milli vinnuveitenda og verkamanna og auka glundroðann um allan helming. Verkföll og verkbönn eru uin lönd öll. Skipin komast ekki um höfin, jarnbrautinar ekki um löndin. Endurreisnarstarfinu seink- ar. Kolabúrum Englands er lokað. Kornbúr Rússlands hefir lengi verið lokað. í þessari ringulreið er eins og heilar sléltir varpi frá sér öll- um hyggindum sem í hag koraa, kæri sig ekki lengur um að vinna, láti hverjum degi nægja sina þján- ing, eyði og lifl í glaumi án hugs- unar um framtíðina. Kaupgjaldið hækkar en framleiðslan minkar. Eigi ekki að halda áfram út í op- . inn dauðann verður að taka al- varlega í taumana. Ríki og ein- slaklingar lifa ekki á eintomum lánum. Að vinna og spara eru einu úrræðin. Vegna þess hve ó- umræðilega miklu hefir verið eytt, vegna þess hve hver einstaklingur þjóðfélagsins er orðinn upp á ann- an kominn, verða ríkin að hafa miklu meira eftirlit með því en nokkru sinni áður, hvað gert ar, hvernig fé er varið og endurreisn- arstaríið af hendi leyst. Það munu vera fá lönd sem eru jafn háð erlendum peningamarkaði og okkar land. Við erum fyrst og fremst svo smáir að áhrifa okkar geetir þar að engu, en munum samt jurfa að hafa hlutfallslega meiri viðskifti erlendis en flestar þjóðir aðrar. Útfluttar og innfluttar vör- ur eru svo hlutfallslega miklar hjá okkur. Fjármálakreppan ytra temur þvf sérstaklega við um er- end viðskifti okkar, og í þetta sinn hefir fjölmargt orðið til þess að gera hana alveg séritaklega al- varlega. Það er ekki þyngst á metunum, að landið hefir orðið að nota láns- traust sitt ytra meir en áður, að landið skuldar nú fleiri miljónir en nokkru sinni. Pau lán eru yfir- leitt góð og bundin föstum og nokkurnvegin hagkvæmum skil- málum og landið hefir varið þeim til að kaupa góðar eignir. Hitt er það alvarlegasta hversu hörmulega heflr til tekist um söl- una á íslenskum afurðum. Af hinni miklu síldarframleiðslu síðastliðið sumar, hefir hlutfalls- lega lítið verið h»gt að selja með viðunandi verði. Tapið 6 þeim lið skiftir miljónum. Sláturfélag Suðurlands liggur með meginið af kjöti sínu óselt og má telja víst að mest af þvi verði alls ekki selt. Þar er aftur um miljóna tap að ræða. Loks liggur mikið af saltfiski ó- selt, aðallega vegna þess að ekki hefir verið unt að fá nægileg skip til þess að koma honum á mark- aðinn. Stafar það suinpart af kola- skortinum og verkföllunum, en sumpart af óvenjutíðum slysum með skip, vegna hinnar vondu tfðar. Á hinn bóginn verðum við að kaupa alt með ránverði sem inn er flutt. Gengi krónunnar hefir verið afar óhagstætt í flestum lönd- um. Menn hafa þó sótt það af kappi að flytja vörur inn. Notaö lánstraust sitt og bankanna til hins ýtrasta og ekki kunnað sér hóf. Eyðslan hefir verið stórkost- leg, t. d. er það fullyrt að enginn svo fámennur bær í víðri veröld muni eiga svo marga bíla og Rvík. Jafnfram hafa menn stofnað lil fjölmargra nýrra fyrirtækja sem þurfa of fjár til reksturs. Nýju botnvörpungafélögin munu t. d. skifta tugum. Alskonar »spekulat- iónir« hafa blómgast, hefir verið leyft að blómgast, all er í óeðlilegu verði og peningarnir festast meir og meir. Lánstraust landsins er háð öld- ungis sama lögmáli og lánstraust einstaklinganna. Par sem nú er svo komið að tekið hefir verið út utanlands svo gej'silega mikið og við svo háu verði, en vörur okkar eru að svona miklu leyti sumpart óseljanlegar, sumpart komast ekki á markaðinn, þá er ekkert eðli- legra en að svo fari, að útlöndin láti staðar numið í bili unriað láta okkur fá vörur, án þess að fá tilsvarandi í staðinn. Að þvi er nú komið. Pað kom fram við stærri bank- ann, íslands banka. Hann varð að gefa út þá yfirlýsing að hann gæti ekki lengur selt ávísanir á útlöud. Það er hvorki meira né minua en það, að þeir útlendir bankar sem þessi aðalbanki íslands hefir skift við, hafa í bili kipt að sér hend- inni um viðskiftin. Afstöðu Islands lil útlanda, eins og stendur, má greinilegast lýsa með því að líkja henni við af- stöðu bónda til kaupmanns. Bónd- inn stendur illa í reikningnum. Kaupmaðurinn á líka erfiða að- stöðu. Bóndinn kemnr og biöur Reykjayíb, 1. maí 1920. um útlekt að vorlagi, áður en hann getur lagt nokkuð inn. Kaup- maðurinn neitar honum um út- tektina. Nálega samtfmis hækka banka- vextir um heim allan, að forgöngu Englandsbanka. Bankarnir hér hafa hækkað þá upp í 8 og 8Vt°/«> Jafnframt hafa þeir kipt stórkost- lega að sér hindinni um lánveit- ingar. II. Af hálfu þingi og stjórnar hefir ekki verið viðbúnaðarlaust um að verjast þessum vandræðum. Þingið siðasta samþykti lögin um heimild til að takmarka og banna innflufn- ing á óþörfum varningi — í víð- ustu merkingu, og til þess aö beila þeim lögum var viðskiftanefndin skipuð. Gerði hún framan af ráð- stafanir til þess að takmarka og draga úr innflutningi, en eftir þvf sem kreppan hefir aukist, hefir þörfin orðið ríkari um að taka fastari tökum. Reglugerð sem út kom nú i vikunni gefur nefndinni enn meira vald en áður, sem er að hafa yfirumsjón með öllum pen- ingaviðskiftum við útlönd og íhlut- unarrétt um þau. Er bönkunum gert það skylt að leggja undir úr- skurð hennar allar greiðslur til út- landa og láta henni í té allar upp- lýsingar um þær sem hún kann að óska. Einstökum mönnum og l'élögum sem vörur selja til útlanda, er skylt að láta henni í té skýrsl- ur um það hvernig andvirðinu er ráðstafað. Þeim sem senda ætla peninga til útlanda í póstávísun- um, bréfum eða bögglum er sömu- leiðis skylt að láta upplýsingar í té um þær sendingar og nefndin getur stöðvað þær eða frestað. Loks er skipverjum og farþegum sem til útlanda fara bannað að hafa meðferðis meiri peniuga en nauðsynlegt er til ferðakosnaöar, nema samþykki nefndarinnar komi til. Pað gefur beslu myndina af því hve ástandið er alvarlegt, að þeim mætu mönnum sem viðskifanefnd- ina skipa, skuli hafa þótt nauð- synlegt að gripa til þess að Ieggja svo alvarlegar hömlur á viðskifta- lífið sem þessar eru, ofan á þær sein áður voru. Það er svo komið i bili, að það eru ekki nema takmarkaðar upp- hæðir sem við getum gert ráð fyr- ir að íslenska þjóðin í heild sinui ráði yfir á erlendum markaði til þess aö kaupa fyrir nauðsynjar sínar. Rað skiftir því þjóðina geysi- miklu hvað keypt er fyrir þetta takmarkaða fé. Rað er ekki lengur einungis um það aö ræða, að kaupa ekki beinan óþarfa. það get- ur rekið að hinu, að hnitmiða þuríi niður hvað af megi komast með minst af brýnustu nauðsynj- um. Þessvegna er viðskiftanefnd- inni veitt þetta vald að geta bein- linis ráðid því hversu þeim pen- ingum öllum er varið sem fást á erlendum markaöi. Eru þetta harðvigar stjórnarráð- stafanir, en það virðist ekki hjá því komist að viðurkenna að þær séu fullkomlega réltmætar og sjálf- sagðar, eins og komið er. Viðskiftanefndin fer nú meö meira og vlðtœkara vald og hefir á hendi vandasaraara staf, en nokkru sinni var einni stofnun á hendur falið á strlðsárunum, Það er vel, að vandað hefir verið manna- valið í nefndina, þar sem i henni sitja; fulltrúi stjórnanáðsins, sinn bankastjórinn úr hvorum banka og fulltrúi af hálfu hvorra um sig kaupfélaga og kaupmanna. Nefnd- in ætti því að mega eiga von á fullum styrk og fylgi allra aðila sem hér eiga einkum hlut að máli og trausti almennings. Það sem nú ríður mest á er ekki það, að halda þvi á lofti að hve miklu leyti einstaklingum og stofnunum má um það kenna, að einhverju leyti, að svo er komið sem komið er heldur hitt, að allir; þeir sem mestan eiga hlut að raáli og allur almenningur taki höndum saman um það, að slyðja þá menn sem nú fara með fjármál þjóöar- innar og eign að sjá henni farborða á miklu erfiðustu timunum sem enn hafa yfir dunið. Mönnum verður að skiljast það, að sérstakir tímar krefjast sérslakra ráðstafana og að þeir verða að beygja sig skilmálalaust undir þær ráðstafanir sem þeir menn telja nauðsynlegar, sem nú fá alla þræði fjármálanna í hendur sínar og að þeir menn eiga nú tilkall til sér- stakrar tiltrúar allra Islendinga. Menn verða að sætta sig við það að svo kunni að fara, að vegna heillar heiidarinuar verði þeir að breyta sínum eigin fyrirætlunum, draga inn seglin og láta það biða til næsta árs sem þeir ætluðu sér að gera í ár. Menn verða að taka því vel, að þeir verði ef til vill að fara á mis við margvísleg þægindi, verði að spara og neita sér um margt og missa í mörgu »frelsi« sitt, í því trausti að það er gert að ráði trúnaðarmanna þjóðarinnar á erfið- ustu tímum. Framtíðin sker úr því hversu mjög og hversu lengi viðskifta- nefndin muni þurfa að beita þessu valdi og hversu mjög ráðstafanir hennar muni koma heim að bæj- ardyrum hvers eiustaks borgara. En það er prófsteinn á þroska okkar íslendinga, á fleiri en einn' veg, hversu við bregðumst nú við. XossiBgariar ððaska. Hinn 26. aprfl fóru kosningar fram til Fólksþingsins dauska. ís- lendingar hafa veitt þessum kosn- ingum meiri eftirtekt en dæmi eru til fyr. Mun það stafa af þvi, að margir hafa litið svo á, að hér væri háð barátta milli konungs- valdsins og hins þingkjörna ráðu- neytis. Úrslit kosninganna urðu þessi: Vinstrimenn fengu 350,407 at- kvæði og 48 þingmenn. Jafnaðarmenn 299,892 atkv. og 42 þingmenn. Hægrimcnn 201,031 atkv. og 28 þingsæti. »Radíkalir« Vinstrimenn (flokk- ur Zahles og gömlu stjórnarinnar) 122,144 atkv. og 17 þingsæti. Atvinnurekendaflokkurinn (Er- hvervspartiet) 29,279 atkv. og 4 þingmenn. Miðflokkur (Brol úr Hægrimönn- um með Birck háskólakennara sem foringja) 9,055 atkvæði, Óháðir Jafnaðarmenn 7,255 atkv, Syndikalistar(Bolschvickar)3,807 atkvæði. Þrír hinir siðasltöklu flokkar fengu engin þingsæti. Ófrétt er um kosningaúrslitin í Færeyjum. Vinstrimenn höfðu þing- sælið þar, en þeir »Radikðlu« voru 17. Mað. nálega jafn sterkir og úrslitin því alveg óviss. Af þessari kosningu má margt læra. Fyrst og fremst er auðséð, að mikill meiri hluti dönsku þjóð- arinnar, hefir aðhylst framkomu konungs, er hann vék Zahle-ráöu- neytinu frá völdum. Konungur hefir verið þess vís, að Zahle sat við völd i trássi við þjóðarviljann og er hann gat ekki fengið stjórnina til að efna til nýrra kosninga, sem hún þó hafði áður lofað vék hann henni frá völdum. Hitt mun kon- ingi aldrei hafa komið til hugar, að ætla að stjórna landinu gcgn vilja meiri hluta þingsins, enda lýsti hin nýja stjórn, er konungur útnefndi þvi yfir, að hún ætlaði sér ekki að sitja við völd, lengur en til kdsninga og myndi ekki ráða neinum mikilvægum málum til lykta. Konungur gerði því ekki annað en að láta þjóðina sjálfa skera úr því hvort hún vildi láta Zahle stjórna landinu áfram, eða fá ein- hverja aöra stjórn. Á styrkleika stjórnmálaflokkanna hefir orðið mikil breyting. Vinstri- menn fengu við kosningarnar 1918 færri atkvæði en jafnaðarmenn, cn 44 þingsæti að Færeyjum frátöld- um, nú hafa þeir hlotið 50,000 at- kvæðum meira en jafnaðarmenn og unnið 4 þingsæti. Jafnaðarmenn hafa unnið 3 sæti, en í raun og veru er um óbeina afturför að ræða hjá þeim. því við síðuslu kosningar voru kosninga- lögin næsla óréttlát og Vinstri- menn fengu miklu fleiri þingsæti, en þeim bar eftir alkvæðamegni, en hinir flokkarnir, einkum Jafn- aðarmenn, miklu færri. Nú hefir kosningalögunum verið brcytt þannig, að allir flokkar fá þing- sæti í réltu hlutfalli við atkvæða- fjölda þeirra. Hægrimönnum hefir aukist stór- kostlega fylgi. Veldur Fiensborgar- málið hér vafalaust nokkru. HægrK menn hafa jafnan verið kröfuharð- astir og æstaslir í öllu því er snertir Suður-Jótland og hafa án efa notað það óspart I kosninga- baráttunni. En þó munu menn al- ment gera alt of mikið úr áhrif- um Suður-jóskra málsins á úrslit kosninganna. Aðalorsakirnar eru aðrar eins og eg mun siðar benda á. Hinar miklu hrakfarir Zahles og flokks hans, er hið merkilegasta við kosningarnar. Hann hefir mist 16 þingsæti af 33. En ef vel er at- hugað, er það auðsætl að svona hlaut að fara. »Radikali« flokkurinn er sam- settur af hinuin undarlegustu og fjarskyldustu efniviöum. Beina- grindin i flokknum voru menta- menn í Kaupmannahöfn — eink- um lærisveinar Brandesar gamla — og svo fjöldi af auðmönnum, einkum af Gyðingaættum. t*essir tveir flokkar, háskóla og kauphallarmenn, hafa borið radi- kalaflokkinn uppi og stjórnað hon- um þau 15 ár, er hann hefir lifað, en utan um þá hafa svo safnast, fjöldi af húsmönnum og smábænd- um, og margt af hinum óæðri starfsmönnum rikisins og svo strjál- ingur úr öllum stéttum víðsvegar um landið. Til fróðleiks set eg hér skýrslu yGr það í hverjum lands- hlutum þessi einkennilegi flokkur hafði einkuni fylgi við kosningarn- ar 1918. í Kaupmannahöfn hafði radíkali- flokkurinn 5 þingsæti, á Sjálandi [Framhald á 4. síðu.j

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.