Tíminn - 08.05.1920, Síða 1

Tíminn - 08.05.1920, Síða 1
TIMINN um sextíu blöð á ári kostar tíu krónur ár- gangurinn. AFGREIÐSLA i Reykjavlk Laugaveg 17, sími 286, út um land i Laufási, simi 91. ÍY. ár. RoyJtjavífe, 8. maí 1920. 18. blað. Peir, sem ætla sér að byrja nám við hann, skóla-árið 1920—1921, sendi honum skriflegar eiginhandar-umsóknir fyrir 15. júlí. Inntökuskilyrði eru þessi: 1. Að umsækjandi sé fullra 17 ára að aldri. Pó getur skólastjóri veitt undanþágu frá því, ef honum þykir ástæða til, og umsækjandi er ekki yngri en 16 ára. 2. Að hann sé ekki haldinn af neinum nærnum sjúkdómi eða öðrum likamskvilla, sem geti orðið hinum nem- endunum skaðvænn. 3. Að siðferði hans sé óspilt. 4. Að hann hafi hlotið mentun þá, sem heimtist til fulln- aðarprófs, í lögum 22. nóv. 1907, um fræðslu barna. Vottorð um þessi atriði, frá presti um aldur og siðferði og lækni um heilbrigði, fylgi umsókninni, enn fremur yíirlýsing frá manni, er skólastjóri tekur gildan, um það, að hann gangi í ábyrgð fyrir öllum skuldbindingum um- sækjanda við skólann. Rétt er að geta þess, hafi um- sækjandi notið framhalds-mentunar. Nemendur fá ókeypis: kenslu, húsnæði, Ijós og hita. Að öðru leyti verða þeir að kosta sig sjálfir. Matarfélag verður. Kenslugreinar eru: íslenska, saga, stærðfræði, náttúru- fræði, Iandafræði, félagsfræði, bókhald, teiknun, handa- vinna, leikfimi og söngur. Enn fremur eiga nemendur kost á að fá tilsögn í ensku og dönsku. Umsækjendur frá því í fyrra, er ekki var unt að veita við- töku sökum húsnæðisskorts, verða nú látnir ganga fyrir að öðru jöfnu, ef þeir sækja aftur í tæka tíð. Eiðum 10. mars 1920. • Ásmundur Guðmundsson. Suður-J ótlan d. Mönnum hefir orðið mest á það starsýnt, hversu margar vonir hafa brugðist í stríðinu, hversu veru- leikinn í friðarsamningunum varð ólíkur hugsjónunum, sem margir ólu í brjósti um stríðslokin. — Fyrir mörgum hefir svo farið, að þeir hafa ekki séð annað en ein- tóman sorta, vegna vonbrigðanna. Það dæmið sem okkur er næst og sem sýnir hið gagnstæða er hlutskifti Suður-Jótlands. Það er bein afleiðing af striðinu og af sigri Bandamanna, að það loforð var loks uppfylt, að atkvæða- greiðsla færi fram á Suður-Jót- lándi og skæri úr hvoru landinu íbúarnir vildu lúta, Danmörku eða Þýskalandi. Og samkvæmt úrslcurði atkvæðagreiðslunnar liafa Danir nú fengið að sameina riki sínu 1. atkvæðaumdæmi Suður-Jótlands, sem lýsti svo eindregnum vilja f þá átt. Réltlætið hefir því sigrað hér og þar sem nú má telja víst, að Danir gangi ekki lengra um að bæta við sig löndum þar, en at- kvæðagreiðslan lagði úrskurð um, þá má og telja mjög líldegt, að þessum úrskurði verði ekki aftur raskað. Það eru franskir og enskir byssu- stingir, sem hafa uppfylt þessa réttlætiskröfu Dana, að því leyti, að það voru Bandamenn sem knúðu Þjóðverja til að viðurkenna réttinn. En í rauninni eru það þó Danir sjálfir, sem hafa unnið þennan sigur, og þá fyrst og fremst þolgœði þeirra, staðfesta og menning. Það er atkvæðagreiðslan, sem sker úr. Það eru Suður-Jótarnir sjálfir, sem úrskurðinn gefa. Rað er þjóð, sem í meir en hálfa öld hefir sætt smásmuglegri og harð- vítugri kúgun, vegna trygðar við þjóðerni sitt. Pað er þjóð, sem 1 tvo mannsaldra hefir hafnað öll- um tylliboðum kúgaranna um hverskonar hlunnindi, vildi hún bregðast þjóðerni sínu. Það er þolgæði þjóðarinnar, staðfesta og menning, sem gefið hefir henni þrek til að standast allar þær raunir og freistingar. Danska þjóðin hefir nýlega komið fram við okkur íslendinga með fulfum drengskap, og viðurkent í verki heilagan rélt okkar til full- komins sjálfstæðis. Hún á það sannarlega af okkur skiiið, að við samfögnum henni af alhug, þá er hún nýtur nú sama réttar gagn- vart voldugri nábúa og fær að fagna heimkomnum bræðrum úr útlegð. bá samfagnaðarósk mun ís- lendingar einhuga senda suður um sjá. Og það er allra ánægju- legast að senda slika kveðju í full- um skilningi á því, að þennan sigur hefir danska þjóðin fyrst og fremst unnið vegna þess þróttar sem í henni býr, vegna þess þol- gæðis og þeirrar menningar, sem hún er búin. Þeir borgarar, sem henni bætast nú, eru þeir, sem: »Stormen gjorde slærka, eins og kveðið er að orði 1 einhverju þrótt- mesta og innilegasta kvæðinu, sem ort hefir verið um haráttu Suður- Jóta. Það er þjóðinni mestur sómij að sigurinn er fyrst og fremst svo til.kominn, fyrir samstarf þeirra, sem hjuggu beggja megin hinna ranglátu landamæra. Grestkoma. Hingað mun vera margra gesta von á komanda sumri og þar á meðal konungs og drotningar þessa lands, með töluverðu föruneyti. Er það fornt mál, að »alt kann sá er hófið kann« og væri þá vel, ef þeirri reglu væri fylgt um allan viðbúnað og framkvæmdir. Mun það alþjóðarvilji að viðlökurnar verði í alla staði til sóma, þeim konungi til handa sem þá bar konungsnafn, er þetta land fékk fult sjálfstæði viðurkent, en þær eru því að eins til sóma að hófs verði gætt og verði hvorki of né van. Viðtökurnar árið 1907 voru því miður ekki að öllu leyti til sóma. Fjárausturinn var langt úr hófi fram, vínausturinn var með öllu gengdarlaus. Fundu það eigi síður gestir en innlendir menn og höfðu orð á. Slíkt yfirlæti er til ósóina og til margvíslegs tjóns. Það myndi skarta enn ver nú en þá, ofan á dýrtíð undanfar- andi ára og harðæri yfirstandandi og fjárinálakreppu, að sýna svo heimskulega eyðslu. Við eigum að koma til dyranna eins og við er- um klæddir. Það er ekkert við það unnið að neinu leyli að vera að varpa fölskum forgyllingarljóma um sjálfa okkur og land okkar. Við höfum enga ástæðu til að slá ryki í augu annara eða sjálfra okkar. Landsbúar standa nú í harðri lifs- baráttu; yfir það verður engin fjöður dregin. Er sérstaklega rétt að minnast eins, sem nú er öðruvisi en var árið 1907 og sem hlýtur að setja alt anuan svip á viðtökurnar. ís- land hefir síðan gert Bakkus land- rækan, er og vill vera vínlaust land. Höfum við hin frægustu dæmi um það, hversu fram er komið opinberlega af hálfu slíkra landa. Framkoma Wilsons forseta vakti eftirtekt um alla Norðurálf- una, þar sem hann sýndi það í verki, sem fulltrúi lands síns, að það vill vera bannland. Um Hákon Noregskonung er það og almælt, að enginn borgari þar i landi hafi með fúsara geði og eins skiiyrðis- laust, lotið öllum þeim margvís- legu takmörkunum sem þar voru settar á stríðstímunum. Þessum dæmum þykir okkur gott og sjálfsagt að fylgja, íslend- ingum, og gefst aldrei betra tæki- færi en nú, að framfyigja vel í verkinu. Póstsamgöngur. Póstarnir eru eflaust sú stétt mannféíagsins, sem nýtur hvað mestra almennra vinsælda, og er það af eðlilegum ástæðum. Peir flytja oss bréf og fréttir frá fjar- lægum vinum, og færa oss blöð, tímarit og nýjar bækur. En óviða munu þeir vera svo miklir aufúsu gestir, sem hér í milli sandanna, því um lengri tima að vetrinum eru þeir einu mennirnir, sem færa oss fréttir frá umheiminum. Úr simanum er ekki hlaupið að þvl að fá fréttir. Því fer svo fjarri, að oss þyki póstferðirnar of þéttar, að oss finst full ástæða til að fjölga þeim úr þvi sem nú er, og hér í hafnleysis- og símalausu sveitunum er sú krafa svo sjálfsögð og sann- gjörn, aö þing og atjórn getur ekki lengi látið hjá líða, að veita oss auknar póstgöngur, meðan ekki er bætt úr símaleysinu hingað. Þögn vor um póstsamgöngurnar hingað til hefir stafað af því, að oss hefir verið gefin von um, að fá síma lagðan hingað austur. Sú von var gefin fyrir nokkrum árum, leiðin þá mæld, og talin vel fær. En úr þvi svo er, þá er sjálfsagður hlutur að hún á að leggjast og það sem fyrst. Hafn- leysið liér og öll einangrun eru svo ljós rök fyrir þvi, að þar þarf engu við að bæta. Af þessu má sjá, að hér er ekki golt ástand hvað þetta snertir, en »enn þá getur vont versuað«, það höfum vér fundið tilfinnanlega nú á næstunni. — Seinustu ferðirnar fluttu póstarnir hingað litið annað en vonbrigði. Eskifjarðarpósturinn fékk ekki að mæta póstinum héð- an, og ekki heldur Reykjavíkur- pósturinn, báðir settir fastir, og bréfin héðan strönduðu á miðri leið. Eg vona, að vér hér séum gæddir islensku rólyndi á við aðra landsbúa, en þessu er erfitt að taka þegjandi. Hvað veldur? spyrj- um vér; oss er sagt, að þelta sé sóttvarnarráðstöfun. Jú, við viljum gjarnan vera lausir við farsóltir þær sem hægt er að komast hjá, en vér þekkjum lika sóttvarnar- ráðstafanir frá í fyrra. Sóttin komst þá ekki í þessa sýslu. Pað var mjög einfalt ráð, sem þá var notað. Sá sem sólti póstintí héðan fór aldrei lengra en að Jökulsá, þangað flutti hann maður úr sýklu héruðunum, þessir tveir menn höfðu engin önnur mök saman, enda varð ekki tjón að. Hagar veikin sér þá öðru vísi en í fyrra, ef ekki er hægt að nota þau ráð, sem þá dugðu? Það mun ekki vera, og því síöur, að nú sé rneira í húfi. Hér er því ekki hægt öðru um að kenna en hirðuleysi þeirra, sem stjórna þessu, eða skammsýnni sýnku á rikisfé, sem hægt er að sanna, að ekki verður lil hagnaðar fyrir ríkið. í fyrsta lagi missum viö af þeirri skemlun og ánægju, sem pósturinn færir oss hér í fásinninu. Sumir menn kalla það munaðarvöru, sem ríkið geli ekki keypt handa okkur. En þá er hitl ótalið, að hér verða verslunarmál og önnur viðskifti að mestu að ganga póstleiðina, eins og skiljanlegt er af símaleys- inu, og öll töf á þeim málefnum hefir í för meö sér meira og minna fjárhagslegt lap, — og þó að það tjón lendi aðallega á þessum sýsl- um, þá er það óbeinlinis skaði fyrir ríkisheildina, og því vafasamt hvert slikt verður vinningur fyrir ríkið, þó nokkrar krónur kynnu að sparast við það í svipinn. Það er ekkert Kötlugos eða Skeiðarárhlaup sem hindrar, og ef sú póststjórn eða ríkisstjórn, sem þessu ráöa, halda að náttúru- öílin hafi gert oss sérstaklega þolin- móða, þá nær það eingöngu til þess, sem ekki verður umflúið. Einmitt vegna þess tjóns, sem Kötlugosin vinna oss, þurfum vér að vera á verði fremur öðrum, og forðast þann skaða, sem getur leitt af hirðuleysi og öðrum sjálfskapar- vitum. Auk þess er það nauðsyn, að afnema þá örðugleika, sem hægt er, til þess að þessar sveitir séu byggilegar, og standi ekki langt á baki annara; að því hefir verið unnið hér eftir föngum á síðast- liðnum árum með góðum árangri. Kirkjubæjarklaustri 8. april 1920. Lárus Helgason. Um baðlyf. Baölyf er sú vara, sem flytja verður inn í landið og sem bænd- ur einir nota. Ef gert er ráð fyrir að baðlyf kosti 20 aura í kind- ina — með því að blanda minna en gert er ráð fyrir í notkunar- reglum baðlyfjanna, sem oftast þarf — verður það með einni böð- un á ári ca: 600,000 X 20 = 12000000 eða sem næst 120 þúsund króna. Nú má gera ráð fyrir að sauðfénaður sé fleiri en hér er tal- in og að sumir bændur baði tvis- var á ári, og að þeim fjölgi sem það gera, og einnig að sauðfé fjölgi og loks að baölyfin hækki enn í verði. Getur því verðupphæð baðlyfjanna liækkað, að miklum ,mun frá því sem hér er áætlað. Að sjálfsögðu ætlu bændaversl- anir •— samvinnufélögin — að hafa alla forsjá með verslun þessarar vöru, en hingað til hafa kaupmenn haft umboðsverslun með hana og haft margir hverjir dágóðan arð af, þvi að baðlyfja- verksmiðjur eða firmu gefa tals- vert miklar prósentur af verði vör- unnar. Nú ætlar Sainband Islenskra Samvinnufélaga að taka rögg á sig og fara að versla með baðlyf, sem nefnist Lawes baðljd og er búið til í Bretlandi, er verslað með það bæði í London og Glasgow. Þelta baðlyf hefir náð mikilli útbreiðslu á síðari árum, vegna þess hvað það reynist vel, og vegna þess að firma er svo öflugt. Annars má telja öll hin helslu baðlyf sem verslað er með i Bretlandi svipuð að gæðum og verði. En vegna samvinnunnar ættu bændur að nota þetta Lawes baðlyf, sem sam- bandið hefir nú á boðstólum. Það eru allar tegundir bæði lögur og kökur eða fast bað og duft af sömu gerð og cooper duftið, sem best eyöir öllum óþrifum og er þá best að hlanda ögn af þvi saman við hin lyfin. Jón Porbergsson. Samvinnuskólanum var sagt upp 1. þ. m. að afloknum prófum. Yegna aðgæsluleysis ritstjóra var mjög ofmælt í fyrslu greininni i síðasta blaði: Fjármálakreppan, þar sem vikið er að kjötsölu Slátur- félags Suðurlands. Það er ekki nema einn fjórði hluti kjötsins, sem nú cr eftir óseldur. Tjónið er því sem betur fer ekki nærri eins mikið og getið var í greininni. »Söngbók Föroya fólbs«. Önn- ur útgáfa er nýlega komin út af söngbók Færeyinga. Er það vönd- uð bók og all-stór, yfir 300 hlað- síður i stóru sálmabókarbroti, með 255 kvæðurn. I*rjú bjarndýr hafa að sögn gengið á land á Vestljörðum og hafði eill vorið skotið. \

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.