Tíminn - 22.05.1920, Síða 4
80
tíjmin;n
Bókbandsvinnustofá
okkar er flutt
á Hverfisg'ötu 34. Sími 286.
&uég@ir clonsscn. Styþ&r Siuéjónsson.
wÞað myndi gleðja mig!«
Þau gengu ofan stigann hvort
við hliðina á ððru. Stiginn var svo
þröngur að þau hlulu að snerta
hvort annað.
»Eg gleymdi að segja yður hvar
eg á heima. Það er á Trinita de
Monti nr. 18«.
Þau voru komin ofan á neðri
hæð.
»Eg er að rifja upp fyrir mér«,
sagði hún, »og nrér finst nú að eg
hafi séð yður áður«.
»Ef til vill i draumi«.
»Já, ef til vill í draumnum sem
eg talaði um áðan«.
Þau voru komin niður á gölnna
og þar beið leiguvagn eftir Rómu.
þau tókust i hendur og þá er hún
fann hönd hans leit hún í augu
honum.
»þá sjáumst við á morgun?«
»Snemma á morgun«, svaraði
liann.
»Snemma á morgun«, eudurtók
hún og um leið töluðu augu henn-
ar: »Komið snemma við eigum svo
margt ósagt hvort við annað«.
»Verið þér sælar!«
»Verið þér sælir!«
Hann stóð einn eftir á gangstétt-
inni og honum fanst eins og sólin
hefði horfið af himninum. Hann
gekk upp aftur og út á veggsval-
irnar. Hann álti að skrifa grein I
blaðið og þurfti að hugsa sig um.
En hann gat ekki fest hugann við
annað en augnaráð Rómu og hið
töfrandi bros hennar. Hann gekk
aflur inn í stofuna og þá angaði
á móti honum ilmurinn sem minti
á hana. það lá eitthvað hvitt á
gólfinu. Það var kniplinga-vasa-
klútur. Hann þreif hann fagnandi
og þrýsi honum að vörum sér. Þá
kom yfir hann ný hugsun og hann
sagði við sjálfan sig:
»Hún er ekki annað en systir
mín! Hún var dáin, en er nú lif-
andi; glötuð og fundin aftur!«
I*að var barið að dyrum. Það
var drengurinn úr prentsmiðjunni.
»Eg hefi elcki annað en þetla«,
sagði Davið Rossí og lét inn í um-
slag handritið af trúarjátning sinni
og stjórnarskrá.
Mostu menn íslands. Ritstjóri
»íslendings« fer að erlendu dæmi
og biður ýmsa menn hérlenda, að
telja 25 merkustu íslendinga á öll-
um öldum. Ætlar síðan að birta
nöfn þeirra sem flest fá atkvæði.
Ráll Zóphóníasson kennari á
Hvanneyrt hefir fengið veitingu
fyrir skólastjórastöðunni á Hólum.
Tekur hann við Hólabúinu í far-
dögum.
framleiðslutæki væru ríkiseign, en
er hægt að segja, að skattar væru
afnumdir, i rauninni, ef opinberu
gjöldin ætti að greiðast af »atvinnu-
tekjum« rikisins? Mundi það ekki
valda frádrælti á vinnuarði ein-
staklinganna eins og nú á sér stað,
svo hér yrði að eins um form-
breytinu og nafnbreytingu að ræða?
Eg fyrir mitt leyti fæ ekki séð,
hvernig slíkt skipulag gæti skapað
nokkra raunverulega skattfrelsis-
paradís. Samvinnumaður vil eg
geta talist, en þó er langt frá, að
þessi hugmynd laði mig að sér,
og þvi siður ef til hennar ætti að
taka sem neyðarúrræðis, út úr þeim
tekjuskattsvandræðum sem ýmsar
þjóðir eru komnir í, en eins og hr.
H. V. virðist þó að geti komið til
mála. En allar samvinnufram-
kvæmdir þurfa að vaxa upp að
neðan, en ekki ofan frá, ef vel á
að fara, og því uggir mig að því-
lík tiltæki gæti aldrei staðið svo
föstum fótum hjá múgnum, að far-
sæld gæti skapað. Væri þó
fróðlegt, að höf. gæfi nánari skýr-
ingar á þessari hugmynd við tæki-
færi, ef hann telur hana nokkurs
verða. (Fru.)
Afsláttur af hugsjóninni. [Frh. af 1. síðu.]
Það er þrautreynt, að þeir ætla
hvorki að hafa nægilega djörfung
né trúmensku við hið mikla mál,
til að leiða það til farsæls enda,
nema þeir fái stórum meira að-
hald frá þeim aðilanum, sem krafð-
ist góðrar framkvæmdar hugsjón-
arinnar — þjóðinni sjálfri.
Svo mikilvægt framfaraspor sem
afnám vínnaulnar verður ekki stigið
með þvi einu, að þjóðin lýsi eitt
sinn vilja sínum við atkvæða-
greiðslu. Slíkt siðbótarstarf verður
ekki rækt nerna með starfi heillar
kynslóðar.
Látum oss því ekki missa sjón-
ar á hinu mikla hagsjónarmarki.
Þótt margur afslátturinn sé gefinn,
sem mjög spillir málinu, þá svör-
um því með því, að halda mark-
inu hátt og krefjast bóta. Því að
málefnið er svo heilagt og alvar-
legt, að það er þess vert, að við
helgum því krafta okkar alla æfi.
Við búum þar í haginn fyrir kom-
andi kynslóðir á íslandi, sem munu
blessa sfarf okkar.
Sagan dæmir á sínum tima þá
menn, sem staðið hafa öndverðir
gegn þessu siðbótarstarfi. Hún
dæmir okkur hina líka: hvort við
höfum látið hugfallast og yfirbugast
af vonbrigðum, eða látið orku vaxa
í hverri raun, og svarað í hvert
sinn með nýrri kröfu, er þeir menn
brugðust, er sísl skyldi.
Núverandi kynslóð verður fyrst
og fremst dæmd eftir því, hvernig
henni fórsl í því mikla siðferðismáli,
sem hún fyrst allra íslenskra kyn-
slóða og fyrst allra þjóða leitaðist
við að færa fram til sigurs.
Fréttir.
Tíðin. Stillur hafa verið alla
vikuna, en oftar andað á norðan
og kalt í lofti. Vottur fyrir græn-
um lit í túni. Verið að byrja að
stinga upp garða, en engir munu
vera klakalaúsir, og vantar tölu-
vert á. Undir Eyjafjöllum eru tún
sögð algræn.
Helgi Valtýsson kennari er vænt-
anlegur hingað til lands mjög bráð-
lega, alkominn með fjölskyldu sína.
í Borgarnesi hafa þeir bræður
Vigfús og Björn Guðmundssynir
frá Eyri í Flókadal, keypt gisti-
húsið gamla, bætt það mjög að
öllum búnaði og reka. Má vænta
þess, að þeir geri það með mesta
sóma og er þess og mikil þörf,
því að á fáurn stöðum á landinu
mun meiri umferð ferðamanna,
sem þurfa oft að bíða dögum sam-
an eftir skipsferð.
Valtýr Stefánsson áveituverk-
fræðingur kom með Sterling og
tekst nú á hendur ráðunautsstarfs
í áveitu-málum lijá Búnaðarfélagi
íslands. Varð hann, eins og um
30 landar aðrir, að fara frá Kaup-
mannahöfn til Björgynjar til þess
að fá far heim til íslands.
Aldurafmteli Gríms Thomsens
skálds var á laugardaginn var.
Hélt Sigurður Nordal fyrirlestur
um hann.
Hásabyggingai*. Stórkostlegur
afturkippur er kominn i húsa-
byggingar hér í bænum í sumar.
Peningakreppa veldur því að sjálf-
sögðu fyrst og fremst, þar eð bank-
arnir hafa kipt að sér hendinni
um lán, en i annan stað veldur
og hitt, að mikil vandræði virðast
munu verða um að fá sement frá
útlöndum til bygginganna.
Síhlarútgerð. Búist er við, að
síldarútgerð verði að mun minni
í sumar en undanfarin sumur.
íþróttaverðlaun. Vestur-íslensk-
ur íshockey-flokkur hefir í vetur
farið hverja sigurförina af annari.
Urðu íslendingarnir fyrst sigur-
yegarar í Manitobafylki og báru
því næst hæstan hlut á almennum
kappleik fyrir Canada. Var þá á-
kveðið að senda þá til leikjanna í
Antwerpen, og nú hafa þeir þar
lilotið fyrstu verðlaun. Bandaríkja-
menn fengu önnur verðlaun, en
Svíar þriðju verðlaun. Formaður
flokksins heitir Frank Frederilcs-
son, en Guðmundur Sigurjónsson
glímumaður hefir leiðbeint við æf-
ingar. Frank er kominn liingað
til bæjarius og verður hér við flug
í sumar hjá flugfélaginu.
Prír kálfar. »Verkamaðurinn«
á Akureyri segir frá því, að kýr
ein þar i bænum átti þrjá kálfa.
Vógu tveir þeirra 18Vs kg. hvor og
einn 20 kg.
Rit8tjóra8kifti verða við Vest-
mannaeyjablaðið Skeggja. Lætur
Páll Bjarnason af ritstjórn og er
óvíst hver tekur við.
Tveir vólbátar sukku á Ólafs-
firði á þriðja I páskum. Urðu eig-
endur fyrir miklu tjóni.
Porsteinn P. Porsteinsson skáld
er ný-kominn hingað til bæjarins
vestan um haf.
Tftugaveiki geysar á Vífilsstaða-
hælinu. Liggur margt fólk, bæði
af starfsfólki hælisins og sjúkling-
um, en er ekki mjög þungt haldið.
Pý8knr konsxill hér í bænum
hefir Sigfús Blöndahl stórkaup-
maður nýlega verið skipaður.
Pórólfnr Signrðsson bóndi i
Baldursheimi er ný-kominn heim
úr Engíandsför.
Yertíð er nú á enda hjá þil-
skipum og bálum og hefir yfirleitt
gengið vel. — Botnvörpungar hafa
haft uppgripa-afla undanfarið.
6500 afmælismerki seldi Hjálp-
ræðisherinn hér í bænum á 25 ára
afmæli sínu. Varð ágóði af söl-
unni rúmlega hálft þriðja þús-
und krónur.
Pappír hækkar cnn í verði ytra
um 25°/o.
Kvæði það eftir Guðmund á Sandi
sem birlist á öðrum stað hér í
blaðinu, er um ný-látna nábúa-
konu hans og frænku, Elínu Jón-
asdóttur á Sílalæk, ágæta konu.
Jarðirnar Sandur og Sílalækur liggja
saman fyrir botni Skjálfandaflóa,
og er þar heldur harðviðrasamt,
eins og vikið er að í sumum kvæð-
nm Guðmundar. Sama ættin hefir
búið á Silalæk í nokkfa manns-
aldra, setið í þjóðbraut, og sýnt
ótal ferðamönnum rausn og dreng-
lyndi. Elin var miðaldra kona, er
hún lést. Hún misti mann sinn,
eftir stutta sambúð, frá þrem ung-
um börnum, en bjó þó búi sínu,
var hvers manns bjargvættur, er
að garði bar, og kom börnum
sinum vel til manns. Síðustu árin
þjáðist hún af torkennilegum, kvala-
fullum sjúkdómi, ef til vill tauga-
gigt, og leiddi sá sjúkdómur hana
til bana nú i vetur. Elín varð
harmdauði, ekki einungis frænd-
um sínum og vinum, heldur og
öllum þeim, sem þektu hana.
Halldór Vilhjálmsson skólastjóri
á Hvanneyri er staddur I bænum.
Verður farið að byrja á bygging
íbúðarhússins þar, töluvert af se-
menti komið og verkamenn ráðnir.
Úr bréfnrn. Rauðasandi i/a. Rétt
fyrir jólin var allur fénaður tekin
á hey að fullu. Fram að þeim
tíma mátti heita hagstæð tíð, en
þá brá til algerðrar hagleysu, er
hélst iil paska. Þá hlánaði lítis-
háttar, svo jarðsnap kom víðast
hvar. 17. 18. og 19. f. m. mátli
norðanbilur á hverjum degi.
Nokkra daga hefir verið sólbráð,
en frost og kuldar á nóttu hverri,
og öðru hvoru kafaldskælur.
Fénaður í hreppnum er yfirleilt
í góðu standi. Suinstaðar ágætur.
Heybyrgðir vonum framar. Engri
skepnu fargað af fóðurskorti, fyrir
dugnað og fyrirhyggju oddvita, er
tókst að ná í fóðurbætir, einkum
síld og fóðurmjöl.
Von um góða afkomu eftir
þenna harða haglegsu vetur.
Skagafirði '‘/s. Á annan dag páska
hófst 5 daga stórhríð. Var þá öll-
um skepnum gefið inni, og enn er
hríðarveður og haglaust að mestu
í útsveilum og viðar, snapir all-
góðar fyrir hross í útfirðinum, en
fjörðurinu framantil og- dalirnir
snjólausir að mestu. Um snmar-
mál og viku af sumri gáfu all-
inargir síðuslu úth^ysstráin, eink-
um i útbeitar sveilum og í dag er
fjöldi bænda á síðustu stráum fyr-
ir hross og fé. Er þá ekki um
annað að ræða en beitina og fóð-
urbæli, ef hann er ekki upp- j
etinn. Margir bændur í úthérað-
inu ráðgera að reka hross og fé
fram í Skagafjarðardali og nokkr-
ir eru farnir. Gætir þar minna
norðaustanstormanna sem ætla að
frysla blóðið í mönnum og skepn-
um. Horfurnar hygg eg vera þannig
að ef bati kæmi næstu daga,
mundu skepnuhöld .verða í tæpu
meðallagi og sumstaðar nokkuð
fyrir neðan, en með hverjum degi
sem liður hallast metaskálarnar.
Þetta snertir aðallega sauðfé, en
hrossahöld hygg eg verði i meðal-
lagi ef ekki spillist enn meir. Að
eins á einum stað lrér í Skagafirði,
á Silfrastöðum, gengu skepnur af
í vetur. Það voru 30 gamlir sauð-
ir og nokkur hross. Sauðirnir
komu mjög sjaldan ofan fyrir
Qallabrún og eru sagðir í góðu
lagi.
Austur-Húnavatnssýslu 6/s. Gras-
vöxtur var í surnar er leið nokkuð
lakari en í meðallagi, sumstaðar
mjög rír. Tíðarfar um sláttinn, var
óstöðugt og vætusamt, þó voru
engin veruleg vandræði með hey-
þurk. Heyafli i rirara lagi, en al-
ment töluverðar heyfyrningar frá
f. á. Októbermánuður mátti heita
góður, þó var snjógangur 21.—25.
og gerði þá töluverðan snjó. Fyrstu
10 dagana af nóvember var kyrt
og milt veður. 11,—14. mjög frost-
hart, alt að 20 stig. 16.—25 setti
niður mjög mikinn snjó, 26.—29.
frostlaust, bleytti þá svo í snjón-
um, að víða tók alveg fyrir haga.
Fyrstu 3 dagana af desember var
kyrt veður og mjög frost hart, en
en svo gekk í umhleypinga. Snjó-
gangur og hlákublotar á milli, og
26. þess m. var algerlega haglaust
um alla sýsluna, að undanteknum
3 eða 4 bæjum. Janúar, febrúar og
mestallan mars var langoftast suð-
vestan átt með óhemju snjógangi,
og smá blotar á milli, sem þó al-
drei varð svo mikið úr að snjóinn
herli svo að sæmileg færð kæmi,
og snjódýpi þá orðið með allra
mesta móti. Allra síðustu dagana
í mars og fyrstu dagana í apríl
var stilt og milt veður, svo að
snjórinn seig mikið og á stöku
stöðum komu upp lítilfjörlegar
snapir, einkum í Vatnsdal og Þingi.
Á páskadaginn var og þíða, gekk
í norður um kvöldið og frysti.
5.—10. apríl norðan stórhríð, og
gerði injög mikinn snjó. 11.—14.
Afgreiðs/a
Tímans er flutt á Hverfis-
götu nr. 34, bœði Reykja-
vikur afgreiðslan og af-
greiðslan út um land. Eflir-
leiðis annast hr. bókbindari
Guðgeir Jónsson alla af-
greiðsluna.
Ritstjóri Tímans
er heima til viðtals alla virka
daga, nema laugardaga, frá
kl. 9—12 fyrir hádegi
og ekki á öðrum tímum nema
sérstaklega sé um talað.
kyrt veður, frost. 15.—18. hriðar-
veður. 19.—25. hægt og milt veður
klökknaði töluvert á daginn þar
sem jarðar kendi. 26. apríl heljar
veður með töluverðum snjógangi og
hefir það haldist þar til í dag, en
nú er norðan þoka og hægð en
mikill snjógangur, lítið frost. Er
óhætt að fullyrða, að elstu menn
hér muna ekki jafn langvarandi
hagleysi.
Nú þegar eru þó nokkrir orðnir
alveg heylausir fyrir sauðfé og
hross, og þeir til sem ekkert strá eiga
fyrir kýr heldur, og eru i sumum
sveitum svo ástæðurnar að enginn
getur miðlað heyi til annara. Ef
tíðin batnar ekki mjög bráðlega,
er ekki annað sjáanlegt, en fjöldi
bænda verði fyrir stórtjóni á
skepnum sinum. Eina hjápin er að
skepnur munu yfirleitt í fremur
góðu lagi.
Hornafirði 23/4. Veturinn óvana-
lega harður, hvað jarðbönn snert-
ir. Þó bjargast alt þolanlega ef
vorið verður ekki þvi harðara. Því
miður er ekkert sumarlegt enn.
Allaf öðruhvoru norðanstormar
með frosti; enginn gróðrarvottur.
Ógæftir frámunalega miklar til
sjávarins. Hér hafa verið um 30
mótorbátar í vetur, en aflað frem-
ur lítið vegna ógæftanna, en fisk-
ur verið mikill fyrir á vertiðinni.
Rötgengoislastofnun er nú sett
á laggirnar við spítalann á Akur-
eyri. Keypti Steingrimur læknir
Matthíasson áhöldin í utanför
sinni, en Jónas Rafnar læknir veit-
ir stofnuninni forstöðu.
Húsnm'iðraskólammi norðlenska,
væntanlega, liafa sýslufundir Ey-
firðinga og Skagfirðinga veilt 10
þús. kr., hvor um sig.
Tjón. Hf. Kveldúlfur átti þrjá
stóra og nýja ko!a-»pramma« í
Englandi, og átti enskur botnvörp-
ungur að draga þá hingað. Voru
þeir hlaðnir 5—600 kolasmálest-
um. Sukku bálarnir allir á leið-
inni, en menn björguðust sem í
þeim voru.
Látin er nýlega á heimili sínu,
frú Ingibjörg Brynjólfsdóttir prests
í Vestmannaeyjum Jónssonar, kona
Magnúsar prófasts Bjarnarsonar á
Prestsbakka. Hafði legið lengi rúm-
föst. Mesta merkis og gæðakona.
Heiðursgjöf afhentu nemendur
lagadeildar háskólans Lárusi H.
Bjarnasyni prófessor, í tilefni af
því að hann hverfur nú frá því
starfi. Var það útskorinn kassi
gerður af Stefáni oddhaga.
Hcstur varö undir flutningabif-
reið hér í bænum á mánudaginn
var og meiddist svo mikið að
hann var þegar drepinn.
Ritstjóri:
Tryggvi Þórhallssoa
Laufási. Sími 91,
Prentsmiðjan Bultaberg.