Tíminn - 19.06.1920, Qupperneq 1
TIMINN
um sextiu blöð á ári
kostar tíu krónur ár-
gangurinn.
AFGREWSLA
blaðsins er hjá Guð-
geiri Jónssyni, Hverjis-
götu 34. Simi 286.
IT. ár.
Stjórnar.'kifti i Jforegl?
Hingað hefir borist símfregn um
að stjórn Noregs hafi beðist lausn-
ar, vegna ósamkomulags við þingið
um fjárveitingar til vegagerða.
Þetta virðist óneitantega lítilfjör-
legt mál til þess að steypa elsta
ráðuneyti Norðurlanda. Er því vel
hugsanlegt, að forsætisráðherrann
norski, Gunnar Knudsen, hafi sagt
af sér embætti einmitt til þess, að
beygja andstæðingana undir sinn
vilja. í þeirri von, að án hans,
væri ekki hægt að mynda ráðu-
neyti í Noregi.
Gunnar Knudsen hefir um langt
skeið verið hinn voldugasti maður
í norskri pólitík. Hann er gamall
að aldri (fæddur 1848), er upp-
haflega verkfræðingur, en tók
snemma við verslun föður síns,
sem var auðugur skipaútgerðar-
maður. Hann hefir rekið þessa
atvinnu af miklum dugnaði og
auk þess fengist við mörg önnur
iðnaðarfyrirtæki, sem jafnan hafa
blómgast vel í höndum hans.
Knudsen hafði snemma áhuga
á stjórnmálum og kom ungur á
þing. Þótt hann væri kaupmaður
og verksmiðjustjóri, þá varð hann
brátt sannfærður um, að landbún-
aður ætti og yrði að vera aðal-
atvinnuvegur Noregs. Hefir hann
oft beitt sér fyrir verndartollum
fyrir landbúnaðinn.
Knudsen var fjármálaráðherra i
ráðuneyti Blehrs 1901—1902 og
aftur í hinu fræga ráðuneyti Mic-
helsens 1905, en lagði niður em-
bætti, er það var ákveðið, að gera
Noreg að konungsríki, því hann
var ákveðinn lýðveldismaður.
En þó Iínudsen viki úr embætti,
þá hélt hann samt áhrifum sínum,
sem voldugasti maður Vinstri-
flokksins. Árin 1908—1910 var
hann svo forsætisráðherra, og kom
mörgum góðum og frjálslegum lög-
um í framkvæmd.
En 1910 klofnaði Vinstrimanna-
flolckurinn og gekk nokkur hluti
hans í bandalag við Hægrimenn,
og urðu því stjórnarskifti óhjá-
kvæmileg. Var þá mesta los á
norskum stjórnmálum þangað til
í ársbyrjun 1913 er Knudsen mynd-
aði aftur ráðuneyti og hefir það
setið alt til þessa.
Eins og nærri má geta eru mis-
jafnir dómar um stjórn Knudsens
á ófriðar-árunum. En allir munu
þó vera um eitt sáttir, að hann
sé hinn mesti dugnaðarmaður.
Vissulega hefir hann átt við mikla
erfiðleika að stríða. Noregur átti
við ólíkt meiri erfiðleika að stríða
en til dæmis Danmörk, á þeim tíma
sem kafbátahernaðurinn geysaði,
því Norðmenn verða að sækja
flestar lifsnauðsynjar sinar til ann-
ara landa.
Stjórn Knudsens hefir verið gætin
og hægfara Vinstrimannastjórn.
Hann kann allra manna best að
bræöa saman ólíka flokka og er
hinn mesti samningamaður. 1
landsmáls-baráttunni, sem er eitt
af helstu deiluefnum ílokkanna,
hefir hann verið hlyntur máls-
mönnum, án þess þó að ganga út í
öfgar. Hann hefir jafnan verið þjóð-
rækinn sjálfstæðismaður, en æs-
ingamaður er hann sist af öllu.
Það er þvl ekki óliklegt, þó
Gunnar Knudsen víki nú frá völd-
um, að hann sé engan veginn úr
sögunni i norskum stjórnmálum.
Rafmagnsmálið.
Herra Eiríkur Hjartarson raf-
fræðingur víkur að því á öðrum
stað hér í blaðinu hversu marg-
háttað gagn mætti verða af notkun
rafmagnsins. Þann lærdóm þyrfti
að endurtaka svo oft og svo kröft-
uglega að kröfurnar um fram-
kvæmdir f því máli yrðu svo há-
værar og þungar að enginn fengi
rönd við reist.
í næstsíðasta tölublaði Tímans
var sagt frá því hvað blasti við
um þá aflgjafana sem við notum
nú í stað rafmagnsins: kol og olíu.
Eyðslan og eftirspurnin eftir því
hvorttveggja er orðin langtum meiri
en má, því að birgðirnar sem til
eru, eru svo að kalla á þrotum.
Hátt verð er óumflýjanleg afleiðing
þessa ástands, takmörkun likleg
og fullur skortur í bili a. m. k.
mjög vel hugsanlegur. Þetta er
ógurlegur og óþolandi skattur á
kola- og olíulausu löndin, þau
verða hinum, sem eiga, beinlínis
háð.
Mætti rétt minna á það í þessu
sambandi að Skotland hefir alveg
nýlega sett fullkomið útflutnings-
bann á kol, fyrst um sinn, og ó-
vissan vofir enn yfir um England,
nema um þau kol sem fást fyrir
hestana.
Þetta er annar lærdómurinn sem
ei verður of oft brýndur fyrir öll-
um hugsandi mönnum á íslandi
og á sömuleiðis að leiða af sér
ómótstæðilega kröfu um að hefjast
handa í rafmagnsmálinu, að nota
afllindirnar sem við eigum sjálfir,
í stað þess að vera undir útlendu
oki í þessu efni.
Heilar sveitir eru nú farnar að
hefjust handa í þessu efni og stofna
til félagsskapar. Borgfirðingar hugsa
til að beisla Andaldlsárfoss og er
aðstaða þar með afbrigðum góð.
Skagfirðingar létu í fyrrasumar at-
huga aðstöðuna hjá sér mjög víða.
Miklu fleiri dæmi mætti nefna um
vaxandi áhuga almennings.
Pað er eitt af höfuðverkefnum
landsstjórnarinnar að styrkja af al-
efli alla þá viðleitni sem miðar i
þessa átt, vera boðin og búin til að
láta hverskonar aðstoð í té, um að
taka eignarnámi selda fossa, um að
greiða fyrir um að fá lánsfé, um
að útvega þá verklega aðstoð sem
nauðsynleg er.
Undanfarin ár hafa áþreifanlega
sannað það, hvað það er dýrt að
fresta þeim framkvæmdum, er
hvort sem er á að framkvæma.
Sá lærdómur á við enn. Þau héruð
sem á annað borð hafa ágæta að-
stöðu um að koma á rafleiðslu,
bíða mikið tjón við hvert ár sem
liður án þess það sé gert.
Löggjafarhliðin á málinu er enn
óafgreidd og það mun vera ótal
margt sem vinna mætti til undir-
búnings af landsstjórninni. Það er
um mál að ræða sem verður einna
allra efst á dagskrá á næstu árum.
Þess betur sem það verður undir-
búið, því betri forsjá og því meiri
dugnaður sem sýndur verður af
landsstjórnarinnar hálfu og þings,
því meiri atfylgi mun aímenningur
veita málinu og því fyr losnar
þjóðin undan þessu útlenda oki og
fær að njóta hinna margvíslegu
þæginda og hagræða sem fylgja.
-----
Reykjavík, 19. júní 1920.
^hnginn jyrir
rajmagnsmáiinn.
Svo virðist sem nokkur áhugi
sé að vakna hjá almenningi um
land alt fyrir rafmagnsmálinu, eða
nýting vatnsafls til rafmagnsfram-
leiðslu, sanna það meðal annars
fjöldi fyrirspurna, sem komið hefir
úr flestum sveitum landsins, lil
mín og annara.
Langflestar eru þessar fyrir-
spurnir viðvíkjandi stöðvum fyrir
einstök heimili og er ekkert við
því að segja, víða getur hagað svo
til, að slíkt sé það sjálfsagða, eða
það sé ódýrara þeim, sem hlut á
að máli, en að fleiri slægju sér
saman um stærri stöð, sem all-
víða muö geta komið til greina,
og væri að sjálfsögðu það æski-
legasta. Svo má vera, að þessu
ráði að nokkru leyti dugnaður og
geta einstakra manna, sem ekki
hafa skap til að biða eftir áhuga-
Ieysi og litlum mætti alls fjöldans.
Hér þarf að ýta við öllum svo
þeir vakni. Margir bæir eða heilar
sveitir eða héruð eiga að koma sér
saman um rafmagnsstöð, eftir því
sem ástæður eru með afl og aðra
staðhætti.
Allir, sem málinu vilja vel ættu
að skýra fyrir sér og öðrum, hvaða
not hver landsbúi getur haft af
rafmagni, sem unnið er úr arð-
lausum ám og lækjum þessa lands.
Ljós og hiti eru þau lífsskilyrði,
sem öllu eru nauðsynleg til vaxtar
og viðhalds. Hvorttveggja er hér
af mjög skornum skamti. Úr því
gæti rafmagnið bætt að miklum
mun. Mannsaflið er orðið afar-
dýrt og lítt fáanlegt mörgum, raf-
magnið getur viða komið í staðinn.
Ætla eg að færa til þess nokkur
dæmi.
Þegar minst er á rafmagns-
notkun er lýsingin það fyrsta sem
flestum lcemur í hug. Hver er þá
munurinn á rafljósum og steinolíu-
ljósipn? Það er fyrst og fremst
betri og meiri ljós, sem leiðir af
sér, betri og greiðari vinnu, sparn-
að við að hreinsa upp lampa
og fleira sem af olíunotkun leiðir.
Eldhætta ólikt minni, þegar hætt
er að flökta með eldspítur og log-
andi ljós um öll bæjarhús. Hægt
að kveikja og slökkva á svip-
stundu og áhaldalaust. Spöruð
steinolía eða annað útlent ljósmeti,
rafmagn, sem hér um ræðir, er
heimafengin vara, þó áhöldin séu
útlend.
Þá er eldsneytið; það væri fróð-
legt að vita hvað mörg kýrfóður
af töðu gætu vaxið upp af sauða-
taðinu og öðrum áburði, sem nú
er brent? Hvað mörg dagsverk
fara í það á meðal heimili, að
gera öllum eldivið til góða, taka
upp mó, þurka hann, ásamt öðru
eldsneyti, heimflutningur o. fl. ?
Gæti ekki mörg húsfreyjan spar-
að sér meðal vinnukonu með þvi
að losna við eldiviðinn eins og
hann nú gerist, losna við að »sækja
taðið út í kofa og kveikja undir
grautnum gióð«. Losna við öskuna
og öll þau kynstur af óhreinind-
um, sem af þessu leiðir. Svari
konurnar þessu?
Rafmagnið til sömu notkunar
framleiðir engan reyk, enga ösku
eða óhreinindi af nokkru tægi, og
fyrirhöfnin er að eins að snúa
litlum snerli eða þrýsta á hnapp.
Líkt er farið með upphitun alla,
hún mundi verða að sama skapi
auðveldari og hún þyrfti að auk-
ast úr því sem er. Húsakynnin
entust betur, væru vistlegri og
heilnæmari, ef þau væru betur
hituð. Þá er ótalið húsrúmið, sem
allur þessi nútímans eldiviður þarf,
það má alveg spara, og setja eldi-
viðarkofana á forngripasafnið.
Rafmagnið getur gert fleira en
lýst og hitað. Sé margt í fjósinu
borgar sig vel að láta það moka
flórinn og mjólka kýrnar, snúa
skilvindunni og skaka strokkinn;
við slíkt hefir reynst, að lipur
unglingur afkastaði eins miklu
með góðum útbúnaði og 2—3
karlmenn með gamla laginu. Þá
má Iáta það snúa saumavél, prjóna-
vél, spunavél eða rokkum, þvotta-
vél með tilheyrandi (lika eru til
þvottavélar fyrir leirtau, en slíkt
er tæpast notað nema á hótel-
um).
í smiðjunni getur það snúið
rennibekknum, borvélinni, hverfi-
steininum, blásið í aflið og fleira
og fleira.
Utanbæjar er rafmagn notað til
margskonar vinnu, t. d. við að
mola áburð, dæla vatn, hala hey
upp í hlöður, saga trjávið og við
ýmsa byggingarvinnu. Þó má bú-
ast við, að það verði mest notað
hér fjuir bila, sem hafðir væru
til allskonar dráttar, svo sem að
plægja og herfa, slá, flytja áburð,
hey og auðvitað lil allskonar að-
drátta og fólksflutninga, þar sem
vegir væru svo góðir og þörf
krefði.
Það, sem hér hefir verið talið,
er að eins nokkuð af samskonar
verkum og hliðstæðum, sem stað-
reyndir, sumar margra ára, hafa
sannað, að borgaði sig að vinna
með rafmagni. En svo er að sjálf-
sögðu margt, sem sá er þelta ritar
ekki veit utn eða man eftir, og
átt gseti við hér. Auk þess skapa
breyttir staðhættir breytta notkun
og nýja notkun. Ekki virðist til
dæmis ósennilegt, að hægt væri
með hagnaði, að þurka hey með
rafmagni á svipaðan hátt og þurk-
aður er íiskur. Óþurkarnir eru oft
dýrir og á meðan bændur verða
að be^'gja sig að öllu leyti undir
veðráttuna, svo kaldlynd og kvik-
lynd sem hún er, þá er ekki við
góðu að búast.
Ymsum kann að virðast, sem
þetta sé alt saman gott og bless-
að, ef það væri framkvæmanlegt,
en þar séu þau ljón á veginum,
sem enginn megni í móti að ganga,
og munu þeir helst telja fjárskort.
En slíkt eru grýlur óljósra hugs-
ana.
Eins og stendur er vitanlega
ekki til nægilegt fé né aðrar nauð-
synjar til að byggja svo stórar
rafmagnsstöðvar, með afltaugum
og öð?u tilheyrandi, sem nægði
fyrir afl-notkun allra landsbúa.
En það er til nóg fé til byrjunar,
sem af bændum ætti að vera sú:
að þeir kæmu upp vandaðri raf-
magnsstöð, helst í sambandi við
eitthvert skólahúsið, ef þess væri
kostur, sem svo kendi, sýndi og
sannaði, hvernig réttast væri að
haga sér og halda áfram í þessu
efni. Þó slík byrjun kostaði 50—
100 þúsund með öllu tilheyrandi,
þá sýnist þurfa meir en lítið af
ódugnaði og volæði, til að halda
þvi fram, að slikt væri bændum
ofurefli, ef þeir vildu. Þeir ættu
vel að muna það, sem sagt var
fyiir löngu og reynslan hefir sann-
að, að sá sem ekki veit í hvaða
24, blað.
höfn hann ætlar að halda, honum
er enginn vindur hagstæður.
E. 11.
17. júní.
Tvöföld hátíð að þessu sinni
17. júní. Fyrst og fremst hið venju-
lega hátíðarefni þessa þjóðminn-
ingardags, minning forsetans, leið-
togans og fyrirmyndarmannsins:
um heilbrigðar skoðanir, þjóð-
rækni, stefnufestu, forystueðli og
þar af leiðandi farsæld og gengi í
baráttu, en eigi síður fyrirmyndar-
mannsins um heilbrigða stjórn-
málamensku, óeigingjarna starf-
semi og fölskvalausa ættjarðarást.
Gengust íþróttamennirnir fyrir
hátíðahaldinu og verður siðar gjör
sagt frá íþróttamótinu, þá er því
er lokið, sem er á morgun.
Geta verður þó eins atburðar
sem spyrjast mun viða og víðast
mjög illa fyrir. Var Bjarna Jóns-
syni frá Vogi falið það að halda
tölu við legstað forsetans. Notaði
hann sér þá aðstöðu til þess að
fara ókvœðisorðum um samvinnu-
félögin íslensku. Taldi þau hliðstæð
okurhring*m og væru þjóðinni
háskagripur. Herra Bjarni Jónsson
frá Vogi mælti þessi orð við gröf
Jóns Sigurðssonar. íslenskir sam-
vinnumenn munu aldrei gleyma þvi
að hann hefir framið slikt, þótt þeir
muni ekki margi um tala svo hljóð-
bœrt verði.
Hitt hátíðaefnið var það að í
dagsbyrjun 17. júní tóku Danir að
fullu við Suður-Jótlandi.
Hefir Tíminn áður flutt sam-
bandsþjóðinni hamingjuóskir sín-
ar, þá er herinn danski tók við
umsjá Iandsins fyrst í þessum
mánuði og eru þær árnaðaróskir
nú endurteknar.
Guðsþjónusta var haldin í dóm-
kirkjunni upp úr hádeginu þessa
tilefnis og uin kvöldið héldu Danir
virðulegt samsæti í Iðnaðarmanna-
húsinu og buðu allmörgum ís-
lenskum gestum. Fór það mjög
prýðilega fram. Sendiherrann
danski stjórnaði samsætinu og
mælti orð fyrir minni konungs. L.
Kaaber bankastj. talaði fyrir minni
Suður-Jótlands, Sveinn Björnsson
fyrir minni Danmerkur og E. Niel-
sen framkvæmdastjóri Eimskipa-
félagsins hin hlýjustu og ástúðleg-
ustu orð fyrir minni íslands. Síð-
astur lalaði de Bang sjóliðskafteinn
fyrir eining Norðurlanda.
Stefiín Stefánsson skólameistari
á Akureyri og frú Kristin Jóns-
dóttir málari tengdadóttir hans
komu með Gullfossi. Á skólameist-
arinn nú aftur góðri heilsu að
fagna. Frú Kristín ætlar að mála
á norðurlandi i sumar, en i vetur
gerir hún ráð fyrir að ferðast til
Róms til meiri frama í listinni.
Tröllasögur. Vaxa oft fréttir í
meðförum og er skemtilegt að
lesa það sem dönsku blöðin gera
úr fréttaskeytum héðau, enda
skeytin vísast stundum nokkuð
freklega orðuð. Út af símskeytum
um jarðskjálftakippina hérna um
daginn, flytja þau langar greinar.
Tala um að sennilega hafi ekki
orðið manntjón, þar eð þess sé
ekki getið í skeytinu; glöggar frétt-
ir séu ekki komnar um annað tjónl