Tíminn - 19.06.1920, Page 2

Tíminn - 19.06.1920, Page 2
94 TIMINN Búnaðarhorfur. ii. í nyrstu landbúnaðarhéruðum Svíþjóðar getum við lært mikið, er búnaði okkar getur komið að gagni. — Þó aðstaðan sé að mörgu leyti ólík, þá eru náttúruskilyrði eða veðurlagið.í áttina til þess sem hér er. Járnbraut, um svo til endi- langt landið, í beinu sambandi við aðalbrautir og skipaleiðir álfunnar, gerir samgöngurnar ólíkar og hér í landi. En svo stutt er síðan að járn- brautir komust þar á að gleggra er hægt að gera sér grein fyrir gagni þeirra fyrir búnaðinn, en víða annarstaðar. Fyrir fáum árum voru héruð þessi talin óbj'ggileg sem landbúnaðarhéruð, fyrir þá er sunnar bjuggu, og eimir eftir af þeirri trú enn í dag í Svíþjóð sunnanverðri. Eftir aldamótin síð- ustu var ekki komið lengra þar en svo, að almennur horfellir skall á í hörðu vori, svo stórtjón varð að. Var efnt til samskota þar inn- anlands — sunnar — til þess að létta af mestu hörmungunum. Hörmungavorið eitt þar varð þeim sú ráðning, að slíkt kemur ekki fyrir aftur — samgöngurnar voru þá komnar svo nálægt því að komast í lag, að slíkt er talið ómögulegt nú. Þeir bændurnir þar norður frá ráku af sér á næstu árum það sliðruorð er á þá koAist á harð- indaárunum eftir aldamótin — þeir vildu ekki í annað sinn ger- ast ómagar samlanda sinna. Breytingin sem á hefir orðið er meðal annars þessi; þeir sinna ekki útengjaheyskap eins og fyr, því þeim hefir verið leitt fyrir sjónir og þeim hefir verið hjálpað til þess, að geta hagnýtt sér mik- inn hluta sumarsins til jarðrœktar, jarðabóta. Hjálpað — ekki með fjárstyrk, en með rannsóknum og leiðbeiningum og bættum sam- göngum. Nánari lýsing á búnaðarháttum þar verður að biða seinni tíma. — En þangað ættu fleiri landar að fara en verið hefir. — Pótt það sé aðallega starfsvið Búnaðarfélagsins er hér kemur til greina, get eg ekki látið hjá líða að víkja að samgöngunum, og fyrst að þeim, þegar um verulegar bætur á búnaðinum er að ræða. Fyr eða siðar sjá allir að lífæð landbúnaðarinis eru og verða sam- göngurnar. fó er það næsta eðli- legt, að þeir sem hafa ekki séð fyrir hvernig búnaður er rekinn, Ordasöfnun. Eftir Pórberg Þórðarson. ---- (Nl.). Mér hefir skiiist, að breytingar þær, sem orðaforði tungu vorrar er nú og verður í framtíðinni sér- staklega undirorpinn, megi greina í sex stig þannig: 1. Útlend nöfn á erlendum hug- myndum eða hlutum, sem eru nýir fyrir oss, setjast að í inálinu. þessu atriði má aftur skifta í tvö undirstig: a) Úllend nöfn á erlendum hug- inyndum eða hlutum, sem oss vantar gersamlega islensk orð yfir: lyrik, lyriskur, lyriker, spiritismi, spiritiskur, spiritisli, stemning, klyver, Jokka. b) Útlend nöfn á erlendum hug- myndum eða hlutum, sem vér notum, en vantar þó ekki islenzk orð jyfir: socialisme (ísl.: samverska, betra en jafnaðarmenska), socialisti (ísl.: samverji, betra en jafnaðar- maður), tolli, tolla (isl.: þollur, tiðkast enn sem slíkt í A.-Skaft.), plógur (ísl.: arður), handklœði (ísl.: þurka). 2. Útlend nöfn á hugmyndum eða hlutum, sem eru sameiginlegir frá upphafi íslendingum og erlend- um þjóðum og vér höfum orð yfir fyrir, leitast við að útrýma íslenzku | ra“- amerísku eru heimskunnir sem bestu og fullkomnustu grammófónar er liugvitsmennirnir hafa getað búið til. Pantið einn slíkan grammófón hjá kaupfélagi yðar eða kaupmanni með nokkrum plötum og þér munið undrast hve mikill ánægjuauki það verður fyrir heimili yðar, þeg- ar þetta snildar áhald lætur þar til sín heyra. hvernig ér hægt að reka hann í járnbrautarlöndunum, að þeir eigi erfiðara með að gera sér í hugar- lund hvílíkum breytingum slíkar samgöngubætur geta komið á hér. Hvað yrði þá um ásetnings og fóðurbirgðamál, og hvaða breyting yrði það í lífi Norðlendinga ef ís- maran sem á þeim hvilir öll vor, ef henni væri létt af þeim að miklu leyli? Hvílíkur hnekkir er það öllu lífi manna, að lifa alla útmánuði æfi sinnar í ótta fyrir hafísum, - ótta eins og ofsótti óbótamenn, fyrir að verða inniluktir — í sveit sinni? — Eg get ekki fjölyrt um þetta hér, enda verða menn að hugsa uin annað bráðar. Leiðirnar til samgöngubóta hér innanlands eru næsta sundurleilar, en eigi útlit fyrir að næstu árin verði vænleg til stórvirkja. Og væri vel ef mál það yrði grandskoðað áður en byrjað er fyrir alvöru, og það svo að menn taki tillit til þeirra sérfræðinga er um það fjalla frekar en hitt, að skapa sér hin og þessi trúaratriði, eins og oft vill bóla á. Vankvæðin á aukinni nýyrkju má í stuttu máli lelja þessi: 1. Áburðarskortur. 2. Vöntun á heppilegu fræi. 3. Dráttarafl og hentug verkfæri víða af skornum skamti. 4. Vinnufólksekla. 5. Og loks má telja hinn stutta tíma er sumrin leyfa til jarða- bóta starfa. Geri eg ráð fyrir að hægt sé að færa þau vandkvæði sem nú eru á, undir þessa fimm liði. Ef mér sést yfir eitthvað enn, væri eg þakklátir þeim er benti mér á það. Á meðan öll þessi vandkvæði eru á nýyrkjunni er eðlilegt að menn snúi áhuga sínum að áveit- unum. Víða eru þær fijótunnar, þar þarf hvorki áburð né fræ, eins og kunnugt er, né umrótun jarð- vegsins. Svo við tökum enn dæmi frá Norðurbotnum, þá voru áveitur mjög stundaðar þar fvrir skömmu, áveitur eins og hér tíðkast, þ. e. aðallega uppistöður, sem miða að því að auka gróðurinn, aðallega stargróðurinn, er skiljTÖin skapa þar. Áveituvatn þar mun þó vera mun lélegra en hér. Margar helstu áveiturnar þar eru þannig til komnar að þurkuð hafa verið upp stöðuvötn með aur- og eðjubotni, en með þeim hætti að hægt hefir verið að hækka vatnsborðið eftir vild, og gera vatnið sem áður var, að vetraráveituengi. Slörið hefir breiðst von bráðar um allan vatns- botninn sem var, hafði hún vaxið orðunum: að þvi er snertir (ísl.: um, f), stáz (ísl.: skraut), þak- skegg (ísl.: ups). 3. íslenzk orð leggjast niður og gleymast, af því að fyrirbrigðin, sem þau voru tengd við, eru úr sögunni: Skáli, róla (aíla hvanna- róta), rommkópur. 4. íslenzk orð úlrýma íslenzk- um orðum, án þess, að fyrirbrigðin, sem þau eru tengd við, breytist: skodda, hverfur, snertur, víkja fyrir: þoka, rangskreiður, bráðadauði. 5. íslenzk orð deyja út og gleym- ast, án þess að ný orð komi í stað þeirra, af því að fólkið hættir að leggja alúð við greiningu þeirra fyrirbrigða, sem orðin voru tengd við: bergsigaþoka, berfgjsigaveður, hójþorn. 6. Ný orð myndast. Allar þessar breytingar á tungu vorri hafa að vísu alt af átt sér stað; en á síðustu árum hafa þær þó ágerst flestar hverjar að mikl- um mun og þær fara áreiðanlega hröðum skrefum næstu áratugi. Hver sá, sem fengist hefir við að safna orðum úr islenzku alþýðu- máli nú upp á siðkastið, veit vel, að þetta er hvorki hugarburður né vísvitandi nppspuni.. Á orða- forða tungunnar eru að verða mikilvægar breytingar. Þetta ligg- ur líka í augum uppi, þegar gætt er þeirrar miklu hreyfingar og þar í tjarnarvikum og nærlendis áður. — Af algengum störum þar, eru tvær teg. algengar hér, mýrar- stör og tjósastör eða tjarnastör. Fóðurgildi stararhejrsins er að minsta kosti í eins miklu áliti þar og hér. Eins og kunnugt er, er svo mikil reynsla lcomin á áveitum hér á landi, að óhætt má telja þær lang- eðlilegustu leiðina til auknar fram- leiðslu á næstunni, þar sem hægt er að koma þeim við. Pær eru sjálfkjörnar búbætur á meðan of- anskráð vandkvæði á annari ný- yrkju eru jafn tilfinnanleg og verið hefir. í>ótt þær áveitur sem hingað- til hafa verið gerðar hafi verið mjög mismunandi, eins og eðlilegt er, þar sem staðhættir allir eru svo breytilegir er koma til greina, þó má óhætt fullyrða að þær hafa átt sammerkt í einu — að þær hafa borgað sig, margborgað sig, hey- afla aukinu hefir gert meira en jafna tilkostnaðinn. Vitaskuld vant- ar tilfinnanlega enn nákvæma greinargerð hjá áveitubændum um tilkostnað við og hagnað af áveit- unum, og er það leitt. Er mér næst að halda að margir bændur gætu gert áætlanir fyrir sumar áveitur sem gerðar hafa verið, og þætti mér það mjög fróðlegt ef þeir vildu láta Búnaðarfélaginu uppi slíka greinargerð. Ög hafi nokkur sú áveita verið gerð hér á landi er menn álíta að hafi gefið of lítið í aðra hönd, væri nærri þvf mest um vert, að fá nána vitneskju um hana til þess hægt væri að gera bæði sér og öðruin í hugarlund hvernig á slíkum mistökum stæði, svo eigi drægi það úr framkvæmda- löngun annara. Starf það er miðar að þvi, að stuðla að frekari framkvæmdum í áveitumálum skiftist aðalega i tvent: þ. e. mælingar á áveitu- svæðunum og rannsókn á gróðri og öðrum skilyrðum er að ræk/tun landsins lýtur: athuganir er geta gefið skýrar bendingar urn hvernig áveitunni skuli haga. sinnaskifta, sem hvarvetna ryðja sér til rúms í þjóðlífi voru. Fað er mjög tíðsögð sorgarsaga, að þelta og þetta orð eða orðaasam- band lifi að eins á vörum gamla fólksins, en tíðkist nú ekki lengur í mæltu máli yngri manna. Og sumt gamalt fólk, sem komið er nú af fótum fram, man jafnvel fjölda orða, sem yngra fólkið hefir ýmist óljósa eða enga hugmynd um. Hvað lægi fyrir slíkum orð- um, ef ekki væri hafist handa? Að deyja út og gleymast með gainalmennunum, eins og mörgum öðrurn fróðleik, sem vér höfum mist af og eigum eftir að sjá á bak fyrir hirðuleysi mentunar- skortsins og þröngsýninnar. Eg geri nú auðvitað ráð fyrir, að þeir, sein kosta kapps um að gera hagrænni starfsemi, verkleg- um framkvæmdum, hærra undir höfði en þeirri tegund frainkvæmda, sem eg leyfi mér að lelja til æðri menningar, muni spyrja sem svo: Hvert gagn er að því að vernda þessi úreltu orð frá glötun? Er þjóðin nokkuru ver sett, þó að öll þau orð hverfi og gleymist, $em ekki standast samkepni við auðlegð nýja tímans? Má oss í raun og veru ekki á sama standa,. hvernig veltur um alla málræna starfsemi? Þessir framfaramenn hafa i raun Um landmælingar get eg verið fáorður hér, hægt að ganga hik- laust að þeim eins og hverju öðru verki. Far sem nokkur áhugi er fyrir framkvæmd slíkra verka ætti það að vera í lófa lagið fyrir bændur að standast þann litla kostnað er af þeim leiðir, þar eð .Búnaðarfélagið leggur til mesta •vinnuna ókeypis. Verður reynt að hraða þeim mælingum eftir því sem föng eru á, nú næstu árin og verða kostnaðaráætlanir gerðar jafnóðum. Hvað snertir tilhögun áveitanna þá hefir ráðanautur Sig. Sigurðs- son safnað allmörgum umsögnum bænda víðsvegar af landinu um reynslu þeirra í áveitum, og er það ágætt að svo langt er komið, að fengist hefir meginmálið íír reynslu manna úr flestum héruðum. Grein Sig. Sig. í I. hefti Búnaðarritsins í ár, um þetta efni, er öllum þeim sem hafa áhuga á þessu máli svo kunn, að óþarfi er að fjölyrða um hana. — Vafalaust heldur Búnaðar- félagið því áfram að safna saman reýnslu bænda — í þessu sem öðru. En til þess vel væri þyrfti að tengja þvílíkar athuganir við nán- ari rannsóknir. Og kem eg þar að einu af verksviðum Búnaðarfélags- ins. Það eru efnarannsóknirnar. Undanfarin ár hafa eigi verið tök á að fá miklar eða margbrotnar efnagreiningar gerðar fjrrir land- búnaðinn hérlendis, menn þeir er hafa veitt efnarannsóknastofunni forstöðu hafa vitanlega á allan hátt verið starfi sínu vaxnir; en fljólt verður einn maður svo of- hlaðinn störfum við bráðnauðsyn- legar efnarannsóknir, að eigi er tök á að sinna öðru er að al- mennri fræðslu lýtur. Eitt af því sem er Búnaðarfélaginu bráðnauð- synlegt er að fá vel færan mann í sína þjónustu er getur sint öllum þeim efnagreiningum er að berast, og að almennri búnaðarfræðslu lýtur. — Von er um að svo geti oröið bráðlega. — Við þurfum að fá glögga hug- réttri spurt: Hvert gagn er að æðri menningu? Það er ekki ætlun nn'n að leysa úr slíkri spurningu í þessari ritgerð. Málfræðin stefnir eins og hver önnur vísindagrein að beildar- skoðun, en áreiðanleg h'eildarskoð- un fæst að eins með nákvæmri rannsókn á hverju einslöku atriði greinarinnar. Rækileg þekking á íslenzkri tungu, er því að eins hugsanleg, að vér þekkjum til hlítar mál alþýðunnar, og þekking á því næst að eins með gaumgæfilegri orðasöfnun. Eg hefi og drepið á það, að heilsteypt vísindaleg orðabók verður aldrei samin án slíkrar þekkingar. Án vísindalegrar orðabókar getum vér ekki verið lil lengdar. Skortur slikrar bókar er orðinn mörgum fræðimanni illur Úrándur í Götu fyrir fræði- legri starfsemi. Alþýðumál vort hefir miklu meira lil brunns að bera en það eitt að vera orð, sem hafa einhverja blá- kalda merkingu, og hægt er að skipa í einhvern ákveðinn orða- og beygingarflokk. Vér getum með sanni sagt, að það láti oss í té mikilvæga fræðslu á þessum þrem sviðum: 1) Það hefir málfræðilega þýð- ingu, að því leyti sem það bjálpar oss til að skilja hina málfræðilegu írland, söguleg lýsing eftir dr. G. Cb. Hill, i ísl. þýðingu eftir Gbr. Jónsson. Verð kr. 3.25. Til þess að vita hvað írska deilan er í raun og veru verðið þér að eignast þessa bók. Farið slrax til næsla bóksala eða skrifið til Bókaversl. Ársæls Árnassonar, Reykjavik. mynd um efnainnihald jarðvegsins á áveitusvæðunum, svo og hvaða efni fara burt með heyfengnum. Og ekki sist er nauðsynlegt að vita hvaða frjóefni vatnið flytur, svo samanburður í því efni geti orðið glöggur. Þær efnagreiningar, sem þegar hafa verið gerðar á vatni, jarðveg og heyi eru svo skjótar og fáar, að vart verður á þeim bygt. En ábyggilegur grundvöllur efnarann- sóknanna er nauðsjmlegur til þess, að geta gert sér i hugarlund hve varanlegar og haldgóðar áveiturnar geta reynst á hverjum stað. Það er ekki laust við, að það beri stundum á skilnings- eða öllu heldur hugsunarskorti hjá mönn- um i þessu efni. Og þó vita allir, að án nauðsynlegs torða næring- arefna í jarðvegi getur jurtagróði ekki þrifist. Að gagn áveitanna, hvað áburð snertir, er sumpart innifalið í því, að stundarefni berast jarðvegin- um með valninu, og sumpart af þvi, að vatnsaginn og hlýjan er áveit- an veitir, leysir þau efni sem fyrir eru i jarðveginum örar en áður, svo gróðurinn verður þroskameiri. — Pó áveituvatnið flytji ekki jarð- veginum þann næringarefna-forða er burt flyst með heyinu, en ár- lega sé tekið af og dragi úr þeim fyrri forða jarðvegsins, getur á- veitan verið fyllilega réttmæt, því það getur marg-borgað sig að eyða forðanum sem fyrir er á þennan hátt, meðan manni er að vaxa svo íiskur um hrygg, að eigi þurfi búnaðurinn að framfleytast á efna- ráni. En afstaða áveitunnar er önnur, þegar gengið er á forðann, sem fjrrir er, eða þegar vatnið fyllir í skarðið, og er nauðsynlegt að kunna nokkur skil á þessu. — Stundum virðist mér menn tala um áveitu eins og eitthvert töfra- magn, að vatnið eilt geti framleitt gras, þó allir viti hvilík fjarstæða það er. En svo eg víkji aftur að áveitu- breytiþróun einstakra orða og tung- unnar sem heildar. 2) Úað hefir menningarsögulega þýðingu, að því Ieyti, sem það skýrir oss frá hugmyndum, við- fangsefnum, störfum og starfs- tækjum, sem þjóðin hefir haft til meðferðar á hinum ýmsu tímum og landshlulum. 3) í’að hefir sálræna þýðingu, að því leyti, sem það sýnir oss inn í sálarlíf þjóðarinnar, afslöðu hennar til hinná ýmsu hugmynda og fyrirbrigða, á hinum ýmsu tím- um og landshlutum. Alþýðumálið lætur oss með öðr- um orðum í té yfirgripsmikla og djúptæka fræðslu um hið verklega og andlega lif þjóðarinnar, fræðslu, sem vér eigum oft engan kost á að verða á annan hátt aðnjótandi. — En hingað til hefir málræn starfsemi beinst nálega einvörðungu að því, að vinna úr þeirri grein tungunnar, sem eg hefi heimfært undir staflið 1. Þess vegna hefir hún haft minna alment gildi en ella mundi. Oss hefir líka munað töluvert áfram á þessu sviði, jafn- vel þólt mörg mikilvæg atriði séu þar óleyst enn sem komið er. — Vér ættum því að geta vænst þess, að framvegis verði að minsta kosti jafnframt fengisl við hina menn- ingarsögulegu og sálarfræðilegu þáttu tungunnar.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.