Tíminn - 26.06.1920, Blaðsíða 1

Tíminn - 26.06.1920, Blaðsíða 1
TIMINN um sextíu blöð á ári kostar tíu krónur ár- gangurinn. AFGREIÐSLA blaðsins er hjá Guð- geiri Jónssgni, Hverfis- götu 34. Sími 286. IY. ár. Reykjamk, 26. júní 1920. 25, blað. c7 Jjarwcru minns) vamtanlcga þangað lil, í miðj- um nœsta mánuði, annast Hallgr. Hallgrímsson sagn- frœðingur ritstjórn blaðsins. Auglýsingum sé komið í prcntsm. Gutcnberg. Tr. Þörhallsson. Yirðing Alþingis i. Alþingi ætti að vera helgidómur íslensku þjóðarinnar. t*að er tákn og handhafi þjóðarviljans og hinn æðsti valdhafi í öllum vorum mál- um. Konungsvaldið eða áhrif sam- bandsþjóðar vorrar þarf enginn að óttast. Ekkert vald stendur yfir Alþingi og ekkert hliðstætt því. Ef vér athugum hve djúpar ræt- ur Alþingi á í hugum íslensku þjóðarinnar, þá munum vér fljótt verða varir við þann sorglega sannleika, að virðing Alþingis er i rénun hjá þjóðinni. Það er ekki að eins manna á milli, að þung orð heyrast um starfsemi þingsins, heldur hafa sum blöðin einnig gert sitt til, að rýra álit þingsins mcð skopi og óþörfum árásum. Þetta má ekki svo til ganga. Ef oss mislíkar við slarfsemi þess, þá er eina ráðið, að skifta um þingœenn við næstu kosningar, en þingið sem stofnun verður á- valt að vera oss heilagt. Ef virð- ing þess og traust þrýtur, þá er þjóðfélag vort berskjaldað fyrir öllum öflum upplausnarinnar. Ef vér lítum í blöðin frá því um miðbik síðustu aldar, sjáum vér glögt, að hið ráðgefandi Al- þingi á þeim tímum átti ólikt meiri vinsældum að fagna hjá þjóðinni, en löggjafarþing hins fullvalda konungsríkis 1920. Hvernig stend- ur á þeirri hnignun á áliti Alþingis? Orsakirnar til þess munu vera margar. Fyrst og fremst útlend áhrif. Á öðrum eins byltinga- og vandræðatímum, og nú eru í heirn- inum, safnast gremjan um vald- hafana, og þá auðvitað fyrst og fremst um þingin, og er ekki nema eölilegt, að þau áhrif nái einnig hingað til lands. En varla mun þetta útlenda sóttnæmi verða oss til skaða. Hættan liggur í oss sjálfum. Þingménn eru sjálfir farnir, að misbjóða virðingu þingsins. Slikt má aldrei heyrast, að þingmenn hafi ekki tíma til þess, að ræða rnálin, af því að þeir þurfi að flýta sér heim til búa sinna. Flaustrið og fumið á síðasta þingi var öllum til minkunar. Hver sá maður, sem vill komast í þingsæti, verður að gera sér það ljóst, að það er skylda hans, að fórna tíma sínum og hagsmunum fyrir heill almennings. t’ingmaöur má aldreilata á serskilja, að hann þurfi að flýta sér heim, og hafi því ekki tíma til þingstarfa. Sumir segja, að Alþingi sé ver mönnum skipað nú, en það var fyrir einum eða tveimur manns- öldrum. Um þetta má lengi þrátta, en er tilgangslítið. Þvi það er vist, að þó sérstaklega illa tækist til meö þingmannaval einu sinni eða tvisvar, þá mun það varla bregð- ast, að þegar til lengdar lætur, verður Alþingi jafnan sönn spegilmynd jif stjórnmálaþroska þjóðarinnar. En þingið er í ýmsum atriðum komið úl á villigötur. Þó þing- ræðið sé ungt hér á landi, þá hefir það þó þegar þroskast í talsvert aðra átt, en i nágranna- löndunum. Sérstaklega er Alþingi í mörgu vikið langt burt frá fyrir- mynd allra þinga, Parlamentinu breska. Sumt af þvi, sem er sérkenni- legast fyrir Alþingi vort og starf- semi þess, er jafnframt stórbættu- legt fyrir virðingn þess og álit hjá þjóðinni. Skulu hér sýnd nokkur atriði, sem nauðsynlegt er að breyta, ef alt vort stjórnmálalíf á ekki að fara á ringulreið. Fátt hefir verið skaðlegra fyrir virðing Alþingis, en hinn sorglegi skrípaleikur, er leikinn var á síð- asta þingi, stjórnarmyndunin. Það tók því nær mánaðartíma, að mynda stjórn, og þó var meiri hluti þings þegar í upphafi sam- mála um forsætisráðherrann. Það voru bara óæðri embættin, sem slagurinn stóð um. þó var skoðanamönur flokkanna ekki meiri en svo, að samvinna gat átt sér stað milli þriggja þeirra að minsta kosti. það var alls ekki neinn virkilegur munur á stjórn- málastefnum, sem kom til greina við ráðherravalið, heldur persónu- leg sundurþykkja einstakra þing- manna. Til þess að finna hliðstseð dæmi, verðum vér að leita til Mexícó, Veneaúela eða annara lýðvelda í Ameríku, sem hafa þingræðisstjórn, en eru að miklu leiti bygð af þjóðflokkum af Svertingja eða Indíána-kyni. Vér skulum athuga þá tilhögun, sem nágranna-þjóðirnar hafa á þessu máli. Þar er algild regla, að hver þingflokkur kýs sér for- ingja, sem allir viðurkenna, sem leiðtoga flokksins. Þegar stjórn víkur úr völdum, þá snýr konungur sér til foringja stærsta flokksins og biður hann að mynda nýja stjórn. Flokks- foringinn þarf sjaldan langan tíma til þess að vita hvort honum muni takast það eða elskí. Slík mál eru vanalega afgreidd á einum degi eða tveimur. Það er því ætíð svo, að jafn- skjótt og kosningar eru um garð geugnar, þá veit öll þjóðin hver muni verða forsælisráðherra, ef skift er um stjórn. Hins vegar hefir forsætisráð- herrann frjálsar hendur til þess, að velja samverkamennina. Þó einhverir af flokksbræðrum hans þykist vera settir hjá, eða séu á einhvern hátt óánægðir með suma af ráðherrunum, þá er það jafnan siður, að gefa hinni nýju stjórn tækifæri til þess að reyna sig, og sýna til hvers hún dugir. Það sem Englendingar kalla »fair triak. Hitt er með öllu ófært, að þing- menn séu með atkvæðagreiðslu á flokksfundum, að úrskurða hverir eigi að hljóta hnossin. Og þetta verður sérstaklega háskalegt, ef að álitlegur hluti af þingmönnum hefir heita löngun til þess, að komast í ráðherrasætin. Vér þurfum því nauðsynlega, að taka upp sömu aðferð meö stjórn- armyndun, sem vel hefir gefist hjá Englendingum og öðrum nágranna- þjóðum, þar sem þingræðið er eldra og þroskaðra en hér. — Skrípaleikurinn frá síðasta þingi má um fram alt ekki verða end- urtekinn. Oft er það að þjóðirnar vilja varla heyra né sjá góðskáld sín meðan þau eru á lífi, en helja þau upp til skýjanna þegar þau eru dauð. Þá sjá alt í einu einhverjir hvers virði þau voru, lesa löndum sínum Jónsbókarlestur fyrir heimsku þeirra og skammsýni og hálfþröngva þeim til að viðurkenna þessa látnu menn. Þeir lifa siðan margan sam- tímismann sinn, sem þá var hamp- að hátt, en gleymist fljótt eftir dauðann. Rit þeirra »hrópa til vor með rödd þrumunnar og orð þeirra standa skrifuð með eldingum í næturmyrkrið«, eins og eitt af þess- um góðu skáldum sagði, og Shake- speare hefði vel getað verið þektur fyrir að segja. Þetta skáld var þagað og svelt í hel. Nú er hann hafinn til skýjanna, og hann á lofið skilið. Þessi skáld eru á undan sínum tíma og af því verða forlög þeirra oft svo sorgleg, sem raun ber vitni um. Þeir eiga sammerkt við for- vígismenn annara hugsjóna, verk- legra eða andlegra, hugvitsmenn marga og visindamenn, sem aldrei ná viðurkenningu meðan þeir lifa. Þeir eiga líka í þessu sammerkt við marga forvígismenn fyrir frelsi þjóðanna. Sagan kennir oss, að nýr sannleikur ryður sér ekki til rúms nema með píslarvætti, en þá verður heldur ekki hægt að stemma stigu fyrir honum þegar til lengdar lætur. Svo er um kristnina, svo er um náttúruvísindin og fleira. Svo er og um mörg skáldin. En það er hægt að halda mönnum og hugsjónum þeirra í þrældómi um tíma án þess að taka þá höndum og lífláta þá, eins og siður var fyr á öldum. Með afskiftaleysi og kæru- leysi eða skopi má spilla fyrir þeim, enda hafa þessi ráð óspart verið notuð og gefist vel. Forlög skáldanna eru í höndum ritdómaranna og lesendanna. Rit- dómararnir bregðast oft köllun sinni eða skilja hana ekki, og þá er sá illa farinn, sem lendir í höndum þeirra. Lesendur fara svo eftir því, sem hann segir og jeta hver eftir öðrum. Niðurstaðan verð- ur sú að höfundurinn er látinn eiga sig, enginn kaupir bækur hans og svo vill útgefandinn ekki gefa meira út eftir hann. Þeir fáu lesendur, sem sjálfstæða dómgreind hafa, komast ekki að tyrir orgi og óhljóðum mótstöðumannanna. Þeir verða því að sætta sig við að biða betri tíma og sjá, hvort menn þreytist ekki og sansist á dóma, sem byggjast á skynsamlegu viti. Það er um skáldin, sem eg ætlaði að tala, sérstaklega íslensku skáldin. Þau eru menningarfrömuðir ekki síður en aðrir andans menn. Það eru einkanlega þau, sem menn hafa þagað í hel, svelt til bana. Því lengra sem skáld er á undan sín- um tíma, þvi síður verður hann skilinn. Hann kemur flalt upp á menn, truflar þá í ró þeirra og friði og gerir þá grama. Hann fær marga fjandmenn, fáa vini, og fjöldi manna stendur hjá og vill sjá, hverju fram vindur, áður en þeir fara að skifta sér nokkuð af þessari óþæilegu nýjung. Fyrir kæruleysi þeirra er hann stundum dæmdur óalandi og óferjandi. Dæmin eru deginum ljósari og er tilgangslaust að fara að telja þau upp hér. Vér fslendingar höfum verið út úr í þessu efni, sem öðru. Veldur bæði það því að minna ber hjá oss á þessum sögulega sannleika, og svo fámennið. En sökum þess, að hugsunarháttur þessi er nákvæm- lega samþætlur mannlegu eðli, gerir hann einnig greinilega vart við sig liér, en í nokkuð grófari og per- sónulegri mynd á stundum, held- ur en annarsstaðar, þar eð menn þekkjast of vel og rugla saman manni og málefni. Þó má segja, að vér íslendingar förum ekki ver með skáldin en aðrar þjóðir eftir efnum og ástæðum, kannske betúr. Þegar verið er að kveina undan því, hve illa oss farist við þau, er það ekki annað en barlómur og sultarsöngur, sem lætur öllum þeim illa í eyrum, er eitthvað hafa um málið hugsað. Því að það er þannig um þetta mál, að ekki ætti að styrkja nær þvi eins mörg skáld á íslandi og gert er, en styrkja færri og gera það betur. Og í ann- an stað er sumt af þeim skáldskap, sem hér kemur út þannig vaxið, að það ætti að Ieggja skatt á höf- undinn fyrir að hafa skrifað það, í stað þess nð styrkja hann af ríkisfé. Menn eru orðnir svo framir og óskammfeilnir, einkum hinir yngri menn sumir, að þeir gefa út á prent hverja vitleysu, sem þeim dettur í hug og ætlast til að menn lesi og dáist að lokleysu þeirra eins og þeir hefði himin höndum tekið. Á eg hér við bækur eins og t. d. »skáldskap« Halldórs frá Lax- nesi og leirbull Steindórs nokkurs, er kom hér út stuðlað fyrir nokkru með »Pomp og Pragt«. Var þar bæði forminu misþyrmt og inni- haldið vitlej'sa. Verður ekki betur séð en þessir menn og þvi um likir (t. d. Málmqvist). hafi vilja ganga úr skugga um það, hvort lands- fólkið væri orðið geggjað, eða þá um það, hve mikið mætti bjóða þvi, áður en það hristi af sé ó- sómann. En ekki skal fariðl engra út í þetta að sinni. (Frh.) Síra Sigurður Stefánsson og banDlögin. Eg hefi nýlega lesið ræður manna á síðasta þingi er spunnust út af tillögu síra Siguðar Stefánssonar og þeirra félaga, til þingsályktunar um atkvæðagreiðslu um afnám bannlaganna. Er síra S. St. þar aðal flutningsinaður enda gætir þess miklu mest er hann segir. Eru ræður hans sköruglega fluttar svo sem vænta mátti og af miklum eldmóði, enda hafa þ«r reynst óvinum bannlaganna holl og góð næring. Andstæðingar bannlaganna hafa tekið þessum ræðum með kostum og kynjum svo að lof hans hefir gengið fjöllunum hærra, alstaðar þar sem Bakkus á heima. Og ísland hefir hér reynst of lítið, ræðurnar eða kaflar úr þeim þýddar á annarlegar, hreldum sál- um og þurrum til hughreystingar viðsvegar um heim. Hefir þetta »bakað« höfundinum frægð meöal víndrykkju vina, jafnvel meiri en hann hefir áður átt að venjast þótt margt hafi honum stundum sagst vel á þingi. Hér stendur því sérstaklega á og t Hans Devik. Hann var einn af norsku síma- mönnunum sem landsímann lögðu sumarið 1906. Dvaldist hér því- næst alllengi eftir við símaeftirlit. Hann var einn af aðalverkstjórun- um og hafði eftirlitið með síman- um fyrsta veturinn, frá Holtavörðu- heiði og að Hvalfirði. Dvaldist hann þann tíma á Grund í Skorra- dal og gekk þá að eiga Pálínu Pétursdóttur frá Grund, systur Bjarna bónda á Grund og þeirra mörgu og merku systkina. Eign- uðust þau hjónin einn son, Ólaf Devik, sem upp er alinn á Grund. Það var hugsun Hans heitins Deviks þá er hann fór af landi burt, að ráðstafa eignum sinum í Noregi og koma hingað aftur og reisa bú hér á landi. Það frestað- ist um skör fram og varð dauðinn skjótari þeirri framkvæmd hans. Hann veiktist í vor snögglega, af heilabólgu og lést úr henni eftir þriggja daga legu 6. apríl. Hans heitinn Devik hefir mjög verið hafður fyrir rangri sök í um- tali manna á meðal. Það voru kringumstæðurnar, en engir mein- bugir, sem því ollu, að hann hvarf ekki hingað aftur til konu sinnar og sonar. Hann var elsti son óð- alsbónda og þar með réttborinn til þess að taka við erfðajörðunni. Þann rétt á nú sonur hans ungi á Grund. En sá réttur mun hafa dvalið för hans, þvi að foreldrar hans eru enn á lífi. Hans Devik varð ekki nema 47 ára að aldri. Hann gat sér hið ágætasta orð allra meðan hann dvaldist hér á landi, fyrir dugnað, lipurð og hreisti. Það er þungbært eiginkonunni og syninum á Grund, er þær vonir brugðust, að hann kæmi áformi sínu í verk, að hverfa hingað aftur. tel eg því rétt, að gera nokkrar athugasemdir við ræðurnar og urn bannmálið yfirleitt. . Ekki svo að skilja að eg hræð- ist áhrif þingmannsins svo mjög i þessu efni, frekar en svo margt annað sem fram hefir komið gegn bannlögunum. En andstæðingarnir eru státnir af þessum nýja liðs- manni, stálnir af hverri sál er veið- ist. Þarna þykjast þeir hafa enn fengið nýja viðurkenningu fyrir því er þeir hafa sí og æ lclifað á, að bannlögin verði að afnemast. Ef kenningar síra S. St. og ann- ara andstæðinga væru réttar, þá ætti það að vera algild regla, að setja ekki önnur lög en þau, sem allir væru sammála um. Og ef svo illa tækist til að lög yrður sett, er mættu mótspyrnu einhvers hlula þjóðarinnar, þá ætti að af- nema þau, til þess að hinir óá- nægðu brjdu þau ekki. Framkvæmda- og lögreglu-vald- ið í landinu getur ekki, eftir kenn- ingu víndrykkjuvina, skift sér af bannlagabrotum, ekki aftrað þeim og ekki hegnt fyrir þau. Löggæsla er ómöguleg; það predika þeir hver í kapp við annan, svo sem eins og til að afsaka hirðuleysi þeirra, er laganna eiga að gæta. Væri þessu þannig varið með bannlögin, að ómögulegt væri að gæta þeirra, þá er það sennilegt, #

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.