Tíminn - 26.06.1920, Blaðsíða 4
100
TÍMINN
Lifebuoy-hveÍtÍð
er ein hin allra besta amerískra hveititegunda. Biðjið
ávalt um þá tegund ef þér viljið fá verulega gott hveiti.
Hveitið Trumpeter er einnig góð tegund þótt
það jafnist ekki að fullu við Lifebuoy. Pað er mjög ódýrt
eftir gæðum.
Par sem alt hveiti hefir nú hækkað i verði er enn brýnni þörf
en ella að ná í notadrýgstu tegundirnar.
Skrifstofa
Sambands ísl. samvinnufél.
er íliitt í hið nýja hús þess á Arnarhólstúni.
Útborganir eru kl. 10—12 árdegis, hvern virkan dag.
fyrir rótgróna óbeit á Bolsevism-
anum.
Skýringin á þessu dularfulla
fyrirbrigði er sú, að milli Breta
og Bandarikjanna er að byrja hin
mesta viðskifta-styrjöld. Bretar,
sem fyr voru öndvegis-þjóðin í
verslun, siglingum, iðnaði og pen-
ingamálum, hafa nú þokað úr
þeim sessi fyrir frændum sínum í
Ameríku. Og þeir kunna því illa,
sem við er að búast, og það því
síður, sem Ameríkumenn eru ærið
umsvifamiklir, og láta sér ekki
alt fyrir brjósti brenna, þegar um
gróða og gull er að ræða. Það
sem Bretum liggur lífið á, er að
ná tangarhaldi á Evrópuverslun-
inni, til að halda með því jafn-
væginu við Vestmenn. hetta hefir
skapað straumhvörfin i stefnu
enskra fjármálamanna gagnvart
Bolsevíkum. Og eins og vant er
að vera eru aðgerðir landstjórn-
anna að eins spegilmynd af vilja
fjárafla-stéttanna.
— Bretum gengur erfiðlega að
koma steinkola-framleiðslunni i
sama horf og var. Framleiðslan
nægir alls ekki, og verða hlutlausu
þjóðirnar þar harðast úti, sem
við er að búast, Fyrst koma inn-
lendu atvinnuvegirnir, þá banda-
menn Breta, Frakkar og ítalir, og
fyrst þar á eftir hinir hlutlausu
nábúar. Norðurlanda-þjóðirnar vita
að þær fá ekki nú í ár nema
þriðjung þeirra kola, sem þær voru
vanar að fá frá Englandi fyrir
striðið árlega. Að vísu er hugsan-
legt að fá kol frá Bandaríkjunum,
því að þær kolanámur eru þar
miklar og góðar. Kolin sjálf eru
stórum ódýrarí í Vesturheimi en
í Englandi, en flutningur þaðan
dýr og erfiður. far að auki er
mikil ókyrð í Bandaríkjunum,
verkföll og verkbönn daglegir at-
burðir, og truflar það stórum fram-
leiðsluna. Svíar ætla að bjarga sér
með stórkostlegri mótekju. Hafa
þeir reiknað út, að þeir eigi elds-
neytisforða til heillar aldar í mó-
mýrum sínum. En þá yrði að gera
brúnkol úr mónuin, og gera Svíar
nú þegar all-mikið að því. —
Danir kvíða eldiviðarleysinu, og
hafa helst sitt traust, þar sem eru
beykiskógarnir, þó að eigi sé þeim
sársaukalaust, að fella þá niður.
En meiri munu vandræðin verða
á íslandi, ef ekki tekst að draga
að landinu erlent eldsneyti í sumar.
— Finnar og Svíar deila út af
Álandseyjum. Þær eru um 300 að
tölu en margar óbygðar. Eyjar-
skeggjar eru um 20 þúsund, allir
sænskir að þjóðerni og vilja óvægir
sameinast Svíþjóð. En eyjarnar
hafa að fornu fari fylgt Finnlandi
og vilja Finnar óvægir halda þeim.
Hefir finska stjórnin látið taka
höndum helstu frelsisforkólfa eyjar-
skeggja og flytja til Helsingfors
og kasta þar í dýflissu. Svíar una
hið versta við, en fara þó að öllu
gætilega, því að þeir eru menn
prúðir og kurteisir. Þykir og senni-
legt, að Finnum verði erfitt að
halda Álandseyingum með nauð-
ungarvaldi. A.
jslesiingar og
ðlympiu!eikarnir.
Eftir íþróttamótið, ákvað stjórn
íþróttasambands íslands, að engir
íslenskir íþróttamenn skyldu sendir
til Olympiuleikanna í sumar. Mun
þessi ákvörðun koma flatt upp á
suma, en til þessa eru góðar og
gildar ástæður. í flestum greinum
íþrótta eru íþróttamenn vorir
ekki enn þá búnir að fá nægi-
lega æfingu til þess að rétt sé að
þeir komi fram á þessu frægasta
íþróttamóti heimsins. Betra að bíða
nokkur ár og standa sig svo betur.
Auðvitað var hægt að senda
góða menn til þess að sýna íslenska
glímu. En hér er hvorttveggja að
vér þyrftum að taka þátt í fleiri
íþróttum og svo mun stjórn íþrótta-
sambandsins hafa þótt óviðeigandi,
að allir bestu glímumennirnir
skyldu vera fjarverandi er konung-
ur vor kemur hingað í sumar. Því
sjálfsagt er að sýna þá eins vel og
föng eru til hina einu þjóðlegu
íþrótt íslensku þjóðarinnar.
í sambandi við ritgerð þá um
Beltisglímuna, er birtist hér í blað-
inu, mætti geta þess, að flesta, en
samt ekki alla, glímumenn vora
skortir um of frjálsmannlega fram-
komu. íþróttamenn verða að bera
sig vel, bera höfuðið hátt og vera
»glaðir og reifir«. Falleg og frjáls-
leg framkoma skapar meiri samúð
hjá áhorfendum, en fáeinir vinn-
ingar.
Ennfremur má benda mörgum
glímumönnum, einkum þeim er
utan Reykjavíkur búa á, að þeir
verða að vanda betur til glímu-
búnings síns er þeir glíma opin-
berlega. Þeir eiga ekki að vera
svartklæddir eins og syrgjandi
konur. Búningurinn ætti jafnan að
vera Ijós og smekklegur.
Glímukonungurinn okkar sálugi,
Sigurjón Pétursson, gæli verið fyrir-
mynd glímumanna i fallegri fram-
komu og laglegum búningi. S.
Fréttir.
Tíðiu. Veðrátta hefir kólnað
nokkuð síðustu dagana og rignt
með köflura. Horfur um grassprettu
eru víðast sæmilegar.
Steingrími Jónssyni sýslumanni
í Þingeyjarsýslu hefir verið veitt
Eyjafjarðarsýsla.
Landspítalasjóðs-dagnrinn 19.
júní var haldinn hátíðlegur eins
og undanfarin ár. Var vel til
hátíðarinnar vandað, en veðrið
ekki sem ákjósanlegast, og spilti
það nokkuð fyrir hinu góða mál-
efni.
Etasráð J. Y. Havsteen á Ak-
ureyri andaðist þann 18. þ. mán.
Hann var um langt skeið einn af
faemstu kaupmönnum á Norður-
landi.
Itnattspyrnumót íslands er háð
þessa daga í Reykjavík. Að eins
þrjú félög keppa. Pað eru »Fram«,
»Knattspyrnufélag Reykjavíkur« og
»Víkingur«, öll héðan úr bænum.
Er leitt til þess að vita, að engin
félög utan af landi skuli koma
hingað til þess að keppa um sig-
urinn í þessari fögru og ágætu
iþrótt.
„Gmllfoss” fór vestur og norður
um land 23. þ. m. Fer síðan til
Leith og þaðan aftur til Reykjav.
Fjöldi farþega var með skipinu.
Hallgrímur Kristinsson fram-
kvæmdarstjóri kaupfélaganna og
Tryggvi Pórhallsson ritstjóri lögðu
af stað til Akureyrar 23. þ. m.
og fara landveg. Ætla þeir að vera
þar á Sambandsþingi kaupfélag-
anna, sem hefst 2. júlí.
Embættisprófi í lögfræði hafa
nýlega lokið við Háskóla íslands:
Þorkell Blandon með II. einkunn
862/3 stigs, og Lárus Jóhannesson
með I. einkunn 1402/3 stigs. Er það
hin hæsta einkunn er tekin hefir
verið.
Embættisprófi í læknisfræði
hafa lokið: Páll Kolka með I. eink.,
Kjartan Ólafsson I. eink., Helgi
Guðmundsson II. eink. og Kristm.
Guðjónsson II. einkunn.
„Botnía“ kom frá Kaupm.höfn
til Reykjavíkur í gær.
„Lagarfoss“ er alt af í Kaupm.-
höfn; er verið að breyta skipinu,
og á að stækka farþegjarúm þess
að miklum mun.
Búist er við að hinn nýi »Goða-
foss«, sem Eimskipafélagið er að
láta smíða í Kaupmannahöfn verði
tilbúinn um næstu áramót.
Elugið. Flugmaðurinn nýi Frank
Fredrickson brá sér nýlega til
Englands og keypti ýmislegt, sem
vantaði til flugvélarinnar. Hann
kom einnig með enskan vélfræð-
ing til þess að gera við vélina.
Svo nú er alt í góðu gengi og
flugið að byrja.
hann né sumir aðrir læknar fengju
þar nægju sína.
En þessar kröfur læknanna urðu
til þess, að nú gefa þeir ávísan-
irnar á lyfjabúðirnar á þvi nær
allskonar vín og selja það sjálfir
líka, þeir er langt búa frá lyfja-
búðum. Spritt láta þeir nú í stór-
skömtum »til lækninga« auðvitað.
Þegar nú lalað er um, að inn-
flutningur áfengis aukist, þá er
það vitanlegt, að það er eingöngu
Jæknanna skuld. Það eru þeir en
ekki alþýða manna, sem brjóta
bannlögin, ef áfengi er nolað frá
lyfjabúðum eða umsjónarmanni
áfengiskaupa fram yfir það, sem
beinlínis gengur til lyfjablöndunar
og lækninga í einstökum tilfellum.
Eg veit það, að læknum er
nokkur vorkun í þessu efni, þeir
eiga sjálfsagt oft erfitt með að
neita góðum kunningja um vín-
lögg, og gefa þvi að öllum líkind-
um oft út vínseðla, meira af greiða-
semi en af því, að þeir vilji brjóta
lögin. En það má ekki taka tillit
til þessa. Læknarnir verða að fylgja
lögunum, það er réltmæt og sjálf-
sögð krafa.
Sumk halda þvi fram, að mikið
af spritti gangi til iðnaðarmanna.
Þingmaður Strandamanna sagði á
síðasla þingi, að lionum væri
kunnugt um, að »iðnaðarmenn
þefðu stundura fengið fulia lunnu
af áfengi út á áfengisbækur«. Ef
þetta er rétt, sem eg vil ekki efa,
þá er engum öðrum um það að
kenna en lögreglustjórunum, þeir
hafa gefið út hinar svonefndu á-
fengisbækur.
Kemur það hér þá enn fram,
sem áður er drepið á, að lögreglu-
stjórarnir virða einskis bannlögin,
sumir hverjir, að minsta kosti.
Eftir bréfi stjórnarráðsins 14.jan.
1918 til lögreglustjóranna að dæma,
er það harla lítið, er iðnaðarmenn
þurfa af hreinum vinanda. Flestir
þeirra hafa hans engin not til
iðnreksturs, þeir fáu, er vínanda
þarfnast, nota ekki meira en 1 til
2 lítra á ári, þótt þeir hafi 3—4
menn á vinnustofu.
Það er því ljóst, að iðnaðar-
menn hafa fengið mikið af vín-
anda, þrí að hver sá, er einhverja
iðn rak, mun hafa íengið nokkuð
af honum um tíma, þótt lítilræði
hafi það verið móts við það, sem
læknar hafa ausið úti.
En það, að iðnaðarmenn hafi
fengið of mikð, er ekki lögunum
að kenna, heldur þeim, sem með
lögin fara, stjórnarráðið og lög-
reglustjórarnir.
Landlæknir fylgir að vísu bann-
lögunum, en hann vefst og flækist
í allskonar nefndum og embættum.
óviðkomandi störfum, og hefir á-
hrifum hans þvl gætt miður en
skyldi í þeseu máli. Mér virðist
að hann hefði þegar í byrjun get-
að komið fram með og fengið
staðfesta reglugerð, svipaða þeirri,
sem nú er fram komin, og hefði
þá minni vínaustur ált sér stað
en tíðkast hefir.
En betra er seint en aldrei.
Eftir margnefndum ræðum séra
S. St. að dæma, ætlast hann ekki
til neins af þeim, sem laganna
eiga að gæla. Þeir standa og eiga
að standa »magnþrota og ráð-
þrota« í þessu máli og því ber að
afnema lögin.
En slíkri kenningu verður að
mótmæla. Ef embættismenn þjóð-
arinnar láta það ógert, sem þeim
er beint ætlað að gera og sem
þeir eru skyldir að gera, þá á
þjóðin að taka til sinna ráða,
fara svipað að og húsbóndi við
hjú, er ekki gegna skyldustörfum
sínum, heimta trúlega unnið eða
víkja þeim úr vistinni að öðrum
kosti. Þjóðin eða þingið verður
að fá lögreglustjórum nægilega að-
stoð til þess, að halda lögum
landsins i heiðri, hvort heldur það
eru bannlögin eða önnur lög, og
um leið á hún að heimta, að þeir
ræki vel starf sitt, annars fer alt
á ringulreið.
Þetta vita víst allir og sjá. En
það er eins og menn veigri ser
við að kveða upp úr með það.
Þingið setur allskonar lög, en
þingmenn tíma ekki að kosta til
lögreglunnar, sem vera ber. Þeir
eru oft greiðari á smá-bitlinga og
allskonar fjárstyrki, er vel mættu
hverfa sumir hverjir. Þannig hefir
það verið með bannlögin. Þingið
hefir enn ekki tímt að kosta neinu
verulegu til gæslu þeirra, og þar
með óbeinlínis lijálpað til að ala
upp smyglarana.
Séra S. St. segir, að »áfengis-
smyglararnir risti blóðörn á bak
þjóðarinnar«, það er vitanlega rétt.
En hann hreyfir því ekki, að auka
þurfi löggæsluna til þess, að koma
í veg fyrir þetta. Það er og ekki
smyglunin sjálf — ekki innflutn-
ingur vínsins, sem angrar hann,
heldur það hve dýrt smyglararnir
selja vínið, það er blóðörnin, sem
þeir rista, eftir ræðu hans að
dæma.
Þess vegna vill hann láta hið
opinbera taka vínsöluna í sínar
hendur, og selja með sanngjörnu
verði. Vitanlega mætti það svo vera,
ef bannlögin yrðu afnumin — og
— þó ekki. — Landinu væri það
til vansæmdar, að selja eða taka
upp einkasölu á þeim varningi,
er áður var með öllu bannaður í
landinu, til annars en lyfja.
Það yrði líka ekki til annars,
en að auka gengi smyglaranna,
þeir mundu þrifast afar vel i skjóli
Simí 646. 8ími 646.
Aktýgi, reiðtýgi, kliftöskur, hnakk-
töskur, keyrsluteppi, vagnayfir-
breiðslur, fiskyfirbreiðslur og tjöld
af ýmsum stærðum. — Ennfremur
allar mögulegar ólar til reiðskapar,
einnig allir varahlutir í aktýgi. —
Beislin ódýrustu og bestu, sem
hægt er að fá. Beislisstengur, stórt
úrval. — Sérstaklega skal bent á
spaðahnakka með lausum dýnum,
bæði enska og íslenska, sem eru
alment viðurkendir bestu reiðtýgin.
Gömul reiðtýgi keypt, seld og leigð.
A ð g e r ð i r fljótt og
vel af hendi leystar.
Sími 646. Siml 646.
Söðlasmiðabúðin, Laugaveg 18 B.
E. Kidstjánsson.
Ksíiara raitar
við farskóla MosvalJahrepps
í V.-ísafjarðarsýslu. Umsókn
sé komin til fræðslunefndar-
innar fyrir ágústm.lok. n. k.
1. júní 1920.
Frœðslunefnd Mosvallahr.
Bækur og ritíöng
kaupa menn í
Bókaverslun
Sigfúsar Eymundssonar
Kenari ósiast
í fræðsluhérað Mýrahrepps.
Umsóknarfrestur til 15. júlí.
Núpi 7. júní 1920.
Frœðslunefndin.
ATl Haflð þér gerat kaupandi
að Eimreiðinni?
Ritstjóri:
TryggYÍ ÞórhallBBon
Laufási. Sími 91.
Prentsmiðjan Gutenberg.
vínverslunar landsins — líklega
betur en nú.
Ef til víll má þrálta um það
hve rétt það hefir verið að lög-
leiða vínbannið í fyrstu. Sumir
halda því fram, að það hefði mátt
dragast nokkur ár til en nú betri
undirbúnings. En úr því að lögin
urðu til og eftir fenginni reynslu
af þeim er alveg ástæðulaust, að
heimta þau afnumin — meira en
ástæðulaust, það væri þjóðar-
smán.
Eg sé því ekki betur, en að þeir,
sem sifelt hrópa afnám laganna,
ráðist beint á sæmd þjóðarinnar.
Þeir líta ekki á það, hve mikil
vanvirða felst í því fyrir hið nýja
sjálfstæða ríki, að upphefja lög
vegna þess, að það treysti sér ekki
að halda þeim í heiðri.
Slík uppgjöf má ekki eiga sér
stað. Þingið og þjóðin verður að
bera þann metnað í brjósti, að
láta þvílíkt aldrei koma fyrir.
Það verður að efla löggæsluna
eftir því sem þörfin krefur, og
heimta lögunum framfylgt sóma-
samlega í öllu tilliti, Alt annað i
þessu efni er og verður skömm
og skaði fyrir þjóðfélagið.
Gunnar Qlajsson.