Tíminn - 26.06.1920, Blaðsíða 2

Tíminn - 26.06.1920, Blaðsíða 2
98 TÍMINN fyróttamitil og jslanðsgliman. Iþróttamót þetta, sem íþróttafél. Reykjavíkur gekst fyrir, að tilhlut- un íþróitasambands íslands, fór mætavel fram. íþróttavöllurinn var í ágætu standi. Hverri íþrótt var þar af- markaður bás og þess gætt með sérstakri nákvæmni, að allar vega- lengdir væru rétt mældar, og að kappraunirnar færu fram eftir ströngustu reglum. En einmitt í þessu efni hefir æði oft verið ábótavant, jafnvel hér í Reykjavík, en þó sérstaklega upp til sveita. Fyrir því hafa kapp- raunirnar stundum reynst lcák, og metin óábyggileg. Aftur á móti vantaði þann svip á mót þetta, sem var á íþrótta- móti Ungmennafélaganna 1911, er allir þátttakendur í mótinu gengu inn á völlinn i skrúðgöngu í sumar- íþrótta-búningum, þá er mótið var sett, og enn fremnr er því var slitið og verðlaunum útbýtt. Þá vantaði og tilfinnanlega á leikskrána sund og leikfimi, en um það verða forgöngumennirnir ekki sakaðir, því þátt-taka mun hafa brugðist, En þar sem íþróttalífið er svo ungt hér á landi og stendur til bóta, þá ætti að mega gera þá kröfu, að hvert íþróttamót, sem haldið er, beri af þeim, sem á undan eru gengin, i öllu. I’átt-takendur í móti þessu voru 38, frá 10 félögum. Af keppendum hlaut Tryggvi Gunnarsson flesta vinninga (13) *), en af félögunum Ármans 32, enda er Tryggvi úr því félagi og hlaut hann og félagið aukaverðlaun fyrir frækna frammi- stöðu. Árangurinn af móti þessu er ekki verri en við mátti búast, þar sem úti-iþróttir hafa að mestu legið hér niðri um nokkur ár. Þó mátli sjá þar menn, sem kunnu rétt tök á hlutunum, og unun var á að horfa, niá sérstak- lega nefna þar Ólaf Sveinsson, Ingimar Jónsson og Viðar Vík, en einnig aðra, sem vantaði bæði kunnáttu og æfingu, en eru góð efni. Hér fer á eftir skrá yfir nöfn sigurvegaranna og frammistöðu þeirra: 1) 1. verðl. = 3 vinninga. 2. — =2-------------- 100 metra hlaup. Halldór Halldórsson, 124/5 sek. Tryggvi Gunnarsson, 13 sek. Vidar Vik, 13Vb sek. Stangavstökk. Sigurliði Kristjánsson, 2,56 m. Ólafur Sveinsson, 2,56 m. Kúluvarp. Vidar Vík, lO.öOVa m. Tryggvi Gunnarsson, 10,12l/2. Guðm. Kr. Guðmundsson, 9,60. Kringlukast. Vidar Vík, 31,75 m. Guðm. Kr. Guðmundsson, 27,90 m. Ólafur Sveinsson, 27,1972 m. Langstökk. Tryggvi Gunnarsson, 5,69 m. Osvald Knudsen, 5,51 m. Ágúst Jónsson, 5,39 m. Spjótkast. Ólafur Sveinsson, 36,62 m. Sigurliði Kristjánsson, 34,55 m. Ágúst Jóhannesson, 34,36V* m. 1500 metra hiaup. Ingimar Jónsson, 4,4lVs min. Jón B. Jónsson, 4,48Vs mín. Boðhlaup. Víkingur, 51J/s sek. Fram, 522/5 sek. íþróttafélag Rvíkur, 52s/s sek. 800 metra hlaup. Tryggvi Gunnarsson, 2,162/s mín. Ingimar Jónsson, 2,20. Óskar Norðmann, 2,22Vs mín. Hástökk. Osvald Knudsen, 143 cm. Sigurliði Krisljánsson, 137 cm. 5000 metra hlaup. Ingimar Jónsson, 17 min. 47 V-r> sek. Einar Magnússon, 18 mín. 261/5 sek- Magnús Jónsson, 18 mín. 28 sek. Fimtarþraut. Guðmundur Kr. Guðmundsson. Íslandsglíman var síðasti og stærsti liðurinn á leikskránni. Keppendur voru ó- venju margir eða 15 talsins, ílestir hér áður þektir glímukappar, en þó nokkrir nýir á glímuvelli Reyk- víkinga, en afburðamenn hver í sínu héraði, og sjálfsagt komnir hingað til að sækja »Grettisbeltið«. En beltið getur að eins einn unnið og sýnir tafla þessi hvernig leikar fóru: Beltisglíman 1920 Aðalsteinn Jónsson | Sigurjón Pétursson Ásgeir Eiríksson Ágúst Jóhannesson Hermann Jónasson fl o cr V) ra p p s *o p O ’3d t-H O Ágúst Jónsson fl O OO fH CQ fl fl P O TX tto U H Guðni A. Guðnason Bjarni Bjarnason Guðjón Kr. Jónsson Hjalti Björnsson Gunnar Jónsson Vinningar alls Aðalsteinn Jónsson . . . » 0 1 1 1 0 1 0 0 0 0 0 1 5 Sigurjón Pétursson . . . 1 » 1 1 1 í 1 0 0 1 1 1 1 10 í Ásgeir Eiríksson .... 0 0 )) 1 1 í 0 0 1 1 1 0 1 7 Ágúst Jóhannesson . . . 0 0 0 » 0 0 1 0 0 0 0 1 0 2 Hermann Jónasson . . . 0 0 0 1 )) 0 0 0 1 0 1 0 1 4 Þorgils Guðmundsson . 1 0 0 1 1 )) 1 0 0 0 1 0 1 6 Ágúst Jónsson. ..... 0 0 1 0 1 0 » 0 1 0 1 1 0 5 Tryggvi Gunnarsson . . 1 1 1 1 1 1 1 )) 0 1 1 1 1 11 : Guðni A. Guðnason . . 1 1 0 1 0 1 0 1 )) 0 1 0 0 6 Bjarni Bjarnason .... 1 0 0 1 1 1 1 0 1 )) 1 0 1 8 Guðjón Kr. Jónsson . . 1 0 0 1 0 0 0 0 0 0 )) 1 1 4 Hjalti Björnsson .... 1 0 1 0 1 1 0 0 1 1 0 )) 0 6 Guunar Jónsson .... 0 0 0 1 0 0 1 0 1 0 0 1 » 4 En taflan sýnir að eins »leiks- lokin«, en ekki »vopnaviðskiftin«. En vopnaviðskiftin eru þungamiðja glímumanna, og eftir þeim fær glímumaðurinn sinn dóm hjá á- horfendunum. En áhorfendurnir eru kröfuharðir á Íslandsglímunni, og þeir hafa rétt til þess, þar eru saman komnir bestu glímumenn landsins, að keppa um sæmdar- heitið »glímukappi íslands«. En áhorfendurnir skifta þúsund- um og þeir dæma allir. Þeirra dómur er þungur og óvægari en dómneíndarinnar. Það eru til góðir glímumenn og þeir hafa gefið fólkinu rétta mynd af glímunni. Fjöldanum þykir vænt um glímuna, og eru viðkvæmir ef henni er misþyrmt, og reiði þeirra er réttmæt sé þeim sýnd skrípa- mynd af glímunni á tilkomumesta glímumóti ársins: Íslandsglímunni. Afsakanir koma ekki til greina. Glímubókin er til. Þess verður ekki krafist af nein- um, að hann leggi þennan eða hinn, þótt hann keppi. En þess verður krafist af öllum sem sækja Íslandsglímuna, að þeir glími rétt, það er glími vel. Vér viljum nú athuga glímu hvers eins og leitast við, með sem fæstum orðum, að benda þeim á aðal-gallana, e£ það mætti .verða þeim að nokkru liði. Eggert Kristjánsson og Magnús Stefánsson urðu að ganga úr glímu vegna meiðsla, en þó ekki stór- vægilegra. Eggert er enn of lotinn við glímu og Magnús stendur en of gleitt, þótt þeim hafi báðum verið bent á þetta áður hér í bl. Ágúst Jóhannesson Rvík, hefir frjálsa og röska framkomu, en glima hans er of mikið fum og tilgangslaust sprikl, sem var að eins til að gefa mótstöðumanninum færi, enda varð honum það oft að falli, hann hefir góða vörn við klofbragði, en öðru ekki. Guðjón Kr. Jónsson Rvík, hefir stirðbusalega framkomu, og er glíman að sama skapi. En hann á til að bregða laglega á hælkrók og klofbragði og er virðingarverð- ur fyrir áhuga sinn á gh'munni, því hann er einn með elstu kapp-glímumönnum hér i bæ. — Gunnar Jónsson Akureyri glímir þungt og luralega og átti búning- ur hans nokkurn þátt í því hve ósjálegur hann var á glimuvelli. Hann glímdi af of miklu kappi, en sennilega vel sterkur — nema í brögðum og vörnum, slepti of fljótt tökum — óleyfileg vörn. Hermann Jónasson úr Skagaf., er glímumannlega vaxinn. Hefir ekki ólaglega framkomu, á góða krækju og glímir sæmilega. Aðalsteinn Jónsson úr Vopnaf. Hann glímdi tvimælalaust verst. Bolast afskaplega. Stendur að eins í vinstri fót, kreppir hægra hné og stappar svo fram fætinum, eins og staflaus maður á ótryggum ís. Er þetla þeim mun ófyrirgefan- legra, þar sem maðurinn er lið- lega vaxinn, brögðóttur nokkuð og gæti verið afbragðs glímu- maður, ef hann misskildi ekki glímuna. Ágúst Jónsson, Varmadal Kjalar- nesi. Snarpur glímumaður, sem hefir mjög Ijótan vana, að setja hægri öxl fyrir brjóst mótsöðu- mannsins, glímir álútur og horfir á fæturna, Guðni A. Guðnason, Súganda- firði. Afbragðs glímumannsefni, létt- ur og mjúkur en þó snar. Hann virðist ekki kunna nema rétt og öfugt klofbragð og var óviss í vörnum. Fái hann betri kenslu, er þar von á afburðaglímumanni. Hjalti Björnsson, Rvík. Hann hefir laglega framkomu, glímir nokkuð þungt þó lítið beri á því. Hann er ágætur klofbragðsmaður og vel fylginn sér. En stendur af sér brögð, í stað þess að hlaupa upp úr þeim. Forgils Guðmundsson, Valda- stöðum í Kjós. Hann glímdi tví- mælalaust best, enda voru honum dæmd fegurðarglímuverðlaun. Hann er hvortveggja: Snarpur í sókn, brögðóttur og fylginn sér, mjúkur, léttur og viss í vörninni. Hann hefir góða framkomu og er jafn drengilegur í glímu og Sigurjón. Ásgeir Eiríksson Stokkseyri, er einnig ágætur glímumaður, hann stendur teinbeinn, er röskur og mjúkur, en tvívegis hélt hann fæti mótstöðumanns síns og vatt hann niður, er það með öllu óleyfilegt bragð, enda var það átalið, en slíkt á ekki að koma fyrir góða glímu- menn. Bjarni Bjarnason er gamall og góður glímumaður, en hann á það til að glima þungt og bolast og er það skaði mikill, því brögð kann hann ósvikin og úlhlutar oít fallegum byltum. Hann verst og vel, en gleymdi þó að gefa eftir fótinn í viðureigninni við Tryggva, en reyndi að standa af sér bragð- ið, sem ekki tókst. Sigurjón Pétursson er svo þektur glímumaður að óþarfi er að geta glímu hans. Hann er vígamannleg- asti og jafnframt glæsilegasti glímu- maðurinn. Brögðin eru stór og hrein og sá sem lendir í þeim á vísa byltu, en hann þarf ekkert annað að óttast, því Sigurjón glím- ir að jafnaði mjúkt og altaf drengi- lega. En það hefir oft lýtt glímu hans, að honum hættir við að bregða um of fram hægra hné og bolast þá ögn um leið, og þess vegna nær hann ekki fullkonmun í fegurðar- glímu. En hefði þarna átt að velja menn til Olýmpiuleika eða kon- ungsglímu, þá yrði Sigurjón tví- mælalaust fyrst valinn, veldur því öll hans framkoma. Hann er glímu- maður sem skilur hvað íslenskri glímu er samboðið. Tryggvi Gunnarsson »glímukappi Islands«. Hann misþyrmdi ekki glímunni líkt því eins og á síðustu að á sama hátt gengi með önnur lög, þvi að sama reglan gildir um gæslu bannlaganna, sem fjölda- margra annara laga. Eins og menn vita eru flest lög brotin, mennirnir eru ekki eins og þeir ættu að vera. En lögin gera gagn eigi að síður, á þeim grund- vallast skipun þjóðfélagsins. Eg býst ekki við að andstæðingarnir neiti því. Hitt er aftur á móti aug- ljóst að þeir er lögin brjóta, hvort heldur eru bannlögin eða önnur lög eru ekki góðir borgarar í þjóð- félaginu. Atkvæðagreiðslan um bannlögin befði gjarnan mátt fara fram, en væri þó óþörf, þvi eg hygg að þeim hafi aukist fylgi. Hinsvegar tel eg hamfarir and- banninga og alla háttu í þessu mikilsverða máli hreinasta þjóðar- böl og þjóðarósóma. Þeir stagast á þvi, að lögin séu brotin og vegna þess beri að af- nema þau. Aldrei nefna þeir það, að eftirlitið eða löggæslan sé slæ- lega rekin. Það er lögunum að kenna að þau eru brotin. — Jú rétt er nú það; væru lögin ekki til þá væru þau ekki brotin, en svo er það urn önnur lög engu að síður. — ()g hvaða lög eru það sem ekki eru brotin? Jafnvel sjálf þingsköp- in eru brotin eða meidd. Mundi rélt að afnema þau fyrir það? Hvernig hefir það verið með tíundarlögin, horfellislögin, tolllög- in og ótal fleiri lög? Fau hafa ver- ið brotin og þó gert mikið gagn, enda talar enginn um afnám þeirra. Bannlögin eru sett af löggjafar- valdinu svo sem önnur lög, og það hafa þau fram yfir, að þau eru selt eflir ósk meiri hluta þjóðar- innar og eykur það mikið tilveru- rétt þeirra. Það er því óskiljanlegt, að menn skuli verða til þess, að predika brot á þeim fremur en öðrum lög- um, en svona er þjóðin illa skipuð nú á tímum, það rís upp flokkur manna, er hyllir bannlagabrotin og afsakar önnur lagabrot með því, að bannlögin hafi kent mönnum virðingarleysi fyrir lögum landsins yfirleitt. Rétt eins og engin lögbrot hafi ált sér stað áður en bannlög- in komu til! Svo er því haldið fram, að hegn- ingin fyrir bannlagabrotin sé ó- mannúðleg í hlutfalli við brolin. Með því reyna þeir að komá inn hjá almenningi óvild til laganna og þeirri hugsun að bannlagabrot- in séu eiginlega réttmæt. Þeir geta þess ekki að innflutningur víns er bæði brol á tolllögum og bannlög- um, eða þess, að sá er með inn- flutningi brýtur bannlögin stelst um leið undan háu gjaldi til lands- sjóðs. Rað er lítilræði í þeirra augum. Dæmin sýna, að þeir, sem orðið hafa uppvísir að innflutningi vins hafa sloppið óeðlilega vel út úr því, bara með tiltölulega fárra króna sekt fyrir innflutning í stór- um stíl. Mér hefir einmitt oft heyrst að almenningi þættu sökudólgarnir sleppa of vel i flestum tilfellum. Og sé nú litið til hegningar fyrir önnur afbrot þá virðist mér að hegning fyrir bannlagabrotin sé yfirleitt mjög væg. Tökum t. d. mann, sem óviljandi dregur sér 25 — tuttugu og fimm — aura úr póstsjóði. Hann er dæmdur til hegningar og ærumissis fyrir mis- grip á 25 aururn, en sá sem upp- vís verður að innflutningi víns í stórum stíl fær í hæsta lagi nokkur hundruð króna sekt. Mér þótti ekki ófróðlegt að heyra álit síra S. St. um þetta; hann er einn af þeim, sem hrópað hafa há- 5töfum um hegningarákvæði bann- laganna. Og svo segir hann, eins og aðr- ir mótstöðumenn bannlaganna, að þau skerði frelsi einstaklinganna meira og freklegar en öll önnur lög. En það er alveg rangt. Allir vita að til eru lög sem á einn eða anu- an hált skerða frelsi einstakling- anna en eru þó lil heilla fyrir fjöldann. Mætti sem dæmi nefna hoifellis- Iögin. Pau svifta menn rétti til meðferðar á eigin fjármunum og hóta hörðu ef út af er brugðið. Vitanlega má með réttu halda því fram að þessi lög miði í þá, átt að bæta meðferð húsdýranna, firra þau illri meðferö og hungurmorði. En löggjöfin hefir þar líka hag manna fyrir augmn. Og er þá ekki svipað að segja um bannlögin? Þau eru selt fyrst og fremst til að lægja það böl, er ofdrykkjan bakar, ekki einungis þeim er ofmikið drekka, heldur engu síður þeirra nánustu. En um leið og þeim er ætlað að afstýra þessu böli miða þau beint í þá átt að efla fjárhagslega velmegun borgaranna. Á þetta vilja þeir ekki líta er umfram alt vilja bannlögin feig. Þeir vilja ekki skilja það að þjóð- in missir alls ekkert með útilokun vínsins, en hún vinnur ósegjan- lega mikið með þvi i öllu tilliti. Þá halda þeir því fram, að lands- sjóður missi mikils þá ér hann missir vinfangatollinn, og verði hann að vinna það upp á öðru, er til landsins flytst. Þetta telja þeir óbætanlegt og ómelanlegt tjón og er síra S. St. einn meðal þeirra — einn af þeim allra æsíustu. Það er nú sök sér og á vissan hátt afsakanlegt, þótt vanhygnir menn og ráðlitlir haldi þessu fram. En það er alveg óafsakanlegt, að einn af elstu þingmönnunum, greind- ur maður og hygginn, skuli gera sig sekan í slíkri vanhyggju. Sétt eins og það sé eina ráðið til þess að afla landssjóði tekna, að leyfa innflutning á skaðlegri vöru er ekkert gerir annað en ríra gjald- þol manna. Eg skil að minstakosti ekki slíkan hugsunarhált. Mér skilst einmitt að gjaldþol manna aukist við það að losna við áfengiskaup og áfengisnautn. Rað segir sig sjálft, að öll mót- spyrnan gegn bannlögunum hefir hlotið að hafa nokkur áhrif og vakið óhug og óvild gegn þeim, ekki síst hjá ungum mönnum og lítt hugsandi. Mætti þar einmitt finna glegstan ávöxt af starfi and- banninga, ef það er rétt sem síra S. St. heldur fram, að unglingar séu nú jafnvel sólgnari í vín en áður. Hvort þeir vilja kannast við þetta eða þykir sómi að því er óvitað. En annaðhvort verða þeir að gera, að kannast við þetta, eða þá játa að hamfarir þeirra gegn bannlög- unura hafi engin áhrif haft. Vitanlega hafa áhrifin orðið minni en til var ætlast, og það góðs viti. En hugur æskunnar vill jafnan sprengja af sér öll bönd, og því ekki ósennilegt að einmitt ung- dómurinn hafi þarna orðið fyrir mestum áhrifum. Andbanningar hafa jafnan talið

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.