Tíminn - 24.07.1920, Síða 1

Tíminn - 24.07.1920, Síða 1
TIMINN am sextíu blöð á ári kostar tiu krónur ár- gangurinn. AVGREWSLA blaðsins er lijá Guð- geiri Jónssyni, Hverfis- götu 34. Simi 286. IT. ár. Reytjavík, 24, júlí 1920. 29. blað. Óánzgjaa með €imsk!pajélagið. Ferðamaður, sem fer um norð- urland, tekur fljótt eftir því live almenn og alvarleg hún er orðin óánægjan með Eimskipafélag ís- lands. Það er eitt fyrsla og alvar- legasta umtalsefnið nálega á hverj- um einasta bæ. Það kernur fram bæði sorg og gremja í umræðun- um. Og þessi óánægja er sögð að vera nálega um all land, annars- staðar en í þeim héruðum, sem verslun sækja lil Reykjavíkur. JÞau vonbrigði, sem menn nú teljast hafa orðið fyrir stafa af því, að menn töldu víst og höfðu rétt til að telja víst vegna þess hvernig félagið er til orðið, að það yrði rekið fyrst og fremst með það fyrir augum, að verða íslenskum almenningi að gagni, en ekki fyrst og fremst sem gróðafélag. Höfuð-ákæra manna á hendur félaginu er þessi: Félagið hefir lagt aðal-áhersluna á að flylja vörur beint frá útlöndum til Reykjavíkur. IJað hefir vanrækt flutningana til annara hafna. Þetta gerir félagið vegna þess, að beinu Reykjavikur- ferðirnar eru þær, sem borga sig langsamlega hest. Afleiðingarnar fyrir aðra lands- hluta eru stórum verri samgöngur og slórum hækkandi verð á vörum. Reykjavík er þessa vegna með- fram orðin aðal-höfn fyrir miklu rneira af innfluttum vörum en áður var. Fjöl-margt þarf nú að kaupa í Reykjavík, sem áður var keypt beint utan. Þessi Reykjavíkur- umskipun er óheyrilega dýr, því að alt er miklu dýrara í Reykja- vík en liklega nokkursstaðar ann- arsstaðar í heiminum, — vinna, með því óheyriíega illa vinnulagi sem þar er, — húsaleiga, hafnar- gjöld o. fl. Þennan skatt til Reykja- víkur borga inenn mjög ógjarnan. Það eru heildsalarnir í Reykjavík, segja menn, sem þessu ráða, Þeir teigja Eimskipafélagsskipin lil Reykjavíkur og skattleggja okkur á eftir með þeim vörum, sem við fáum þaðan. Það er ekki vafi á því, að þess- ar almennu óánægjuraddir hafa rnikið til síns máls, þótt ýmsir þeir sem fastast kveða að oröi ætli félaginu meiri mált en það hefir og kenni því meir en rélt er, um hinar almennu afleiðingar örð- ugra samgangna. En svo mikið er víst, að þessi óánægja með stjórn Eimskipafé- lagsins er svo almenn og rik, að væri nú á ný leitað hlutafjársöfn- unar, því félagi til handa, þá færi svo, a. m. k. á mjög stórum svseð- um á landinu, að að svo miklu legti, sem menn legðu fram hlutafé, pá gerðu þeir pað af alveg gagnstœð- um hvötum við það, sem menn gerðu áður. Menn legðu féð fram eins og í hvert annað gróðavæn- legt hlutafélag, en ekki í félag, sem starfaði á þeim grundvelli, að vinna að heill almennings. Sá ljómi, sem áður var yfir fé- laginu, er á mjög stórum svæðum svo gersamlega horfinn, aö ekki er glæta eftir og menn eru margir búnir að missa þá von fyrir fult og alt, að þeim ljóma bregði nokkurntíma aftur fyrir. Um allar sveitir norðurlands a. m. k., og sennilega miklu viðar, #etja menn vonir sínar i alt aðra átt en til Eimskipafélagsins, um bót þessara vandræða: vöruverðs- hækkunarinnar vegna Reykjavíkur- umskipunarinnar. Heildsala-hring- urinn reykviski, sem Eimskipa- félaginu ráði, sé svo sterkur, að torvelt sé að brjóta hann. Skipa- kaup samvinnufélaganna séu eina úrræðið, og það má telja öldungis víst, að þá er Sambandið ræðst í það, að kaupa skip, þá muni ekki skorta á frjáls framlög almennings í því skyni. Hlutabréf Eimskipa- félagsins geymi menn i kistu- handraðanum, sem lapað fé — fyrir hugsjónina, þótt þau beri góða vexti. Einu vonina um breyting til bóta um Eimskipafélagið, sjá menn i tillögum Páls Jónssonar frá Ein- arsnesi, eða líkum. Það þurfi í- hlutun landsstjórnar og þings lil þess, að koma lagi á þá stofnun, sem einu sinni hafi verið »óska- barn íslands«, en nú sé orðin gróðafyrirtæki hluthafanna fyrst og fremst, hlúi að hagsmunum fárra heildsala og valdi griðar-miklum og alóþðrfum vörudýrleika á stór- um svæðum landsins. Alment eru ummæli manna nyrðra að mun harðari en hér eru flutt, og taldi Tíminn rélt, að þau kæmu greinilega fram, þótt haun vilji ekki gera þau alveg öll að sínum. Jveir jrslinenn látnir. Forsjón og forsjá afstýrðu í vor almennum felli húsdýra, en nú er fram á sumarið kemur liggur við að tala megi um mannfelli i hóp íslenskra menla og fræðimanna. Stendur það á eudum, að þá er þeir hafa verið til moldar bornir, Böðvar Iiristjánsson og Jón J. Aðils, að tvær nýjar dánarfrégnir berasl úr fræðimannahópnum: Jón Jónsson prófastnr á Stafatclli var langsamlega elstur íslenskra prófasta að þjónustualdri og einn af elstu þjónandi prestuin landsins. Var fæddur á Melum í Hrútafirði 12. ág. 1849, sonur Jóns bónda Jónssonar og Sigurlaugar Jónsdótlur frá Helgavatni, bróðir Jósefs bónda sem nú býr á Melum, Guðrúnar konu Guðmundar bónda á Lund- um og Finns bóksala í Winnipeg. Útskrifaður úr latínuskólanum 1869, úr prestaskólanum þjóðhá- tíðarárið og fékk veiting fyrir Bjarnanesi sama ár. Prófastur Auslur- Skaftfellinga var hann skip- aður 1876 og gengdi því slarfi til dauðadags, eða í 44 ár samtals. Fluttist að Stafafelli 1891, bjó þar síðan og eignaðist þá jörð. Þing- maður Austur-Skaftfellinga var hann 1885 og 1893—’99. Kvæntur í fyrra sinn Margréti Sigurðardótt- ur prests á Hallormsstað Gunnars- sonar, sem dó 1899, og í síðara sinn Guðlaugu Vigfúsdóttur bónda á Arnheiðarstöðum Guttormssonar, sem nú dvaldist með honum liér. Hann andaðist á Landakotsspítal- anum aðfaranótt 21. þ. m. Var að leita sér lækninga. Jón prófastur skipaði veglegan sess í flokki hinna mörgu góðu, fróðu og farsælu íslensku presta. Hann var heima fyrir elskaður og virtur sveitarhöfðingi og andlsgur leiðtogi og ágætur heimilisfaðir. Hann var jafnframt sílesandi fræði- Hérmeð tilkynnist vandamönnum og vinum, að faðir minn, yfirkennari Pálmi Pálsson, lést í Kaupmannahöfn miðvikudaginn 21. þessa mánaðar. Reykjavík 23. júlí 1920. Páll Pálmason. maður, stórfróður og ininnugur á þjóöleg fræði og sögu sérstaklega. Tók hann oft og merkilega þátt í umræðum um söguleg fræði og skrifaði jrmsar fróðlegar ritgerðir. Er Víkingasaga hans langstærsl af ritverkum hans, er Þjóðvinafélagið gaf út ekki alls fyrir löngu. Ber sú bók glöggan vott um fróðleik hans og elju, og átti hann þó erfilt um slík störf í svo afskektu héraði. Jón prófastur var sérlega skemti- legur maður i viðræðu og kynningu, nutu sín þá vel gáfur hans, fróð- leikur og minni. Sonur hans og einkabaru, af fyrra hjónabandi, Sigurður, býr á Stafa- felli. Pálmi Pálssou ylirkeimari var fæddur á Tjörnum i Eyjafirði 21. nóv. 1857. Voru foreldrar hans: Páll bóndi Sveinsson á Tjörnum og kona hans María Jónsdóttir. Páll bóndi á Tjörnum var á sinni tíð einhver merkasti bóndi í Eyja- íirði og brautryðjandi á mörgum sviðum. Eiukasystir Pálma, Rósa, var gift Jóni bónda Davíðssyni á Reykhúsum og eru þeirra börn Davíð bóndi á Kroppi, María kona Hallgríms Iíristinssonar og Páll kennari í Einarsnesi. Pálmi tók stúdenlspróf 1880 og meistarapróf í norrænu við Kaupmannahafnar- háskóla 1885. Varð þá um haustið tímakennari við latinuskólann, fast- ur kennari 1895 og yfirkennari 1913. Yfirumsjón skólans hafði hann um mörg ár, var aðstoðarbókavörður landsbókasafnsins 1888—’95, um- sjónarmaður forngripasafnsins 1892 —’95. Kvæntur var hann Sigríði dóttur Björns Hjaltesteds járnsmiðs í Reykjavík. Einkasonur þeirra er Páll cand. jur. og aðstoðarmaður í stjórnarráðinu. Voru þau hjón stödd i Kaupmannahöfn. liafði Pálmi lengi þjáðsl af hjartabilun og illkynjaðri gigt. Banameinið var hjartaslag. Pálmi Pálsson var maður prýöi- lega vel að sér i siuni fræðigreiu og mjög áhugasamur um öll forn islensk fræði. íslenskukenslan í lalínuskóianum varð aðallífsstarf hans. Hann hefði nolið sín miklu betur sem háskólakennari, þar sem nemendurnir voru færri og áhuga- samari, eða við vísiudastörf. Þeir nemendur sem áhuga og vilja liöfðu á að læra íslenska tungu, gálu haft hin allra bestu not af kenslu hans, því að þar var aldrei komið að tómum kofunum, cf leitaö var. En um marga fór eftir reglunni: »þeir sem ekki vilja vinna, eiga ekki heldur mat að fá«. Það var ekki eðli Pálma að gera þá áhugasama fyrir náminu, sem ekki áttu áhug- ann sjálíir. Páimi Pálsson var síakur hirðu og reglumaður um störf sín. Kom það besl fram í umsjón hans á skólanum. Hefir landið ekki ált marga trúrri og samviskusamari ráðsmenn eigna sinna. Hann var maður sérlega skemtinn og við- mótsþýður í þann hóp sem að honum laðaðist, en fáskiftinn við aðra. Hann var maður þéttur á velli og þétlur í lund. Það má telja hann meðal beslu og farsæl- ustu borgara, því að hann var í tölu hinna samviskusömustu, á- byggilegustu og slarfsömuslu manna og urn leið áhugasamur um al- þjóðarmál. Ritstörf liggja tiltölulega lítil eftir svo lærðan mann, safna- vinnan, kenslan og stýlarnir tóku mestan tíma hans. Jvöjllð bæjarböt. „Hotel ísland“. Það hefði þóll tíðinduin sæla, ef heil sveit væri svo sett, að ekki væri gestum boðleg, varla hægt að hýsa gest. Það hefir legið nærri að þetta mætti segja um höfuðslaðinn íslenska, undanfarin ár. Annað aðalgistihúsið í brunarúslum, hitt í verstu niðurníðslu. Húsnæðis- vandræðin og þrengslin í bænum liafa gerl mörgum einstökum heim- ilum ókleyft að bæta úr. Hafa gest- ir sem til bæjarins hafa komið margir hverjir þóst fá kaldar við- tökur. Það var mikill blettur á höfuðstað laudsins þetta nálega al- gera gistihúsleysi. Þess hefir áður verið getið hér í blaðinu, að eigendur Hotel íslands, R. P. Leví og Jensen Bjerg kaup- menn, væru að framkvæma höfuð- viðgerð á því gamla aðalgistihúsi, í þvi skyni að endurreisa það til þess starfs. Er því verki nú að fullu lokið og gistihúsið opnað. Er það eigendunum til fylsta sóma. Holel ísland stendur nú fyllilega jafnfætis gistihúsum jafn stórra bæja erlendis. Frágangurinn í alla staði snyrtilegur og í besta lagi eftir því sem unl er i gömlu húsi. Munu þar alis vera um 30 her- bergi á aðalhæðunum sem þegar eru reiðubúin til nolkunar og auk þess er verið að útbúa mörg her- bergi á efslu liæð, undir þaki, ódýrari, sem taka munu við mörg- um. Á neðslu hæð er myndarlegur borðsalur og veilingastofa við hlið- ina, þar sem áður var Nýja Bíó. Eiga þeir þökk skylda eigend- urnir að hafa hrundið því ámæli sem á bænum lá í þessu efni. Þeir hafa komið upp myndarlegu gisti- húsi, sem boðlegt er hvaða gesti sem hingað leilar. Forstjóri gislihúsins er danskur maður, Nielsen, hinn prúðmann- legasli og röskasli maður í við- kynningu. „Nýja Bíó“. Það er rúmt ár síðan byrjað var að reisa hið nýja kvikmyndahús á sunnanverðri prestaskólalóðinni gömlu. Á sunnudaginn var var húsið opnað og fyrsla myndin sýnd, sem var »Sigrún á Sunnu- hvoli«, eftir Björnstjerne Björnsson. Er Bjarni Jónsson frá Galtafelli — bróðir Einars myndhöggvara — forsíjóri þess félags og aðaleigandi, »Nýja Bíó« er langveglegasta og myndarlegasta samkomuhús bæjar- ins. Það er alt úr steini, tekur um 500 áhorfendur í sæti, enda er setið bæði á gólfi og á loftsvölum. Sælin eru hin langbestu sem hér eru til. Salurinn prýðilega raflýst- ur og skreytlur og Ioftræsla í besta lagi. { kjallara verður veitingastofa, en hún er enn ekki tilbúin, vanlar húsgögn o. 11. Hið ánægjulegasla við þetla nýja hús er það hversu alt er þar bæði snyrtilegt og vandað. Það stingur svo í stúf við flest annað sem framkvæml er á þessum »síðuslu og verstu tímum«. Að því er Bjarna Jónssyni meslur sómi, að úr því hann réðist i það á annað borð að reisa bænum myndarlegra og stærra samkömuhús, en fyrir var, að hann hugsaði meir um að fullnægja fylstu kröfum og reisa hús bæði fyrir núlið og nána fram- tíð, heldur en hitt, að komast af með það sem ódýrara var en óvandaðra og endingarminna, sem dýrtíðin vitanlega freistaði til. Það er þess að vænta að honum verði að því, að hann hefir kostað svo mjög kapps um að láta mönnum líða vel í húsi sínu á allan hált, og að hann hafi ekki reist sér hurðarás um öxl. Reykjavík er hin mesla bæjar- prýði að hinu njTja húsi. Auk myndasýninganna er salurinn sér- staklega hæfur til söngs og hljóð- færasláltar og vígði Pétur Á. Jóns- son hann til þeirrar notkunar á mánudaginn var. Og eigi Bjarni Jónsson það eftir að sýna margar myndir jafnfagrar og þá fyrstu, og á þvi mun hann hafa fullan hug, þá getur hið nýja hús hans unnið mikið og þarft verk. Er það þeg- ar komið á daginn hér, eins og um öll lönd, að kvikmyndasýning- ar eru langfjölmennustu skemtan- irnar og veltur á eigi litlu hvaða fóður er þar á borð borið fyrir fjöldann. Xonungur kenur ekki. Eius og menn rekur minni til sögðu fregnirnar lengi silt á hvað um það, fram eftir vorinu, hvorl konungur ætlaði að koma hingað í sumar eða ekki, og þeir munu ekki hafa verið fáir sem óskaðu að betra árferði hefði verið valið til þess en nú er. Lok* fréttist það, að ráðið var að konungur kæmi og liófsl þá þegar mikill undir- búuingur uudir viðlökurnar. Mun sá undirbúningur hafa verið langl kominn, enda var svo ráð fyrir gert að konungur kæmi fyrir mán- aðarmót. Eu snemma í vikunni barsl stjórninni skeyti um að konungur hefði meiðst á hné, þá er hann var að fara á bestbak, þar eð íslaðsól hafði slilnað. Bjuggust meun viö að lílið yrði úr, en síð- ari fregnir herma að Iæknir kon- ungs hafi bannað honum ferðalög um hríð. Hefir konuugur þvínæsl símað forsætisráðhcrra, að hann geti ckki komið í sumar og cr það skeyli birt hér i dagblöðunum. wIngolt“, danskl herskip, cr ný- lega hingað komið, stóð enskan botnvörpung að veiðum í landhelgi. Var afli og veiðarfæri gerl upp- tækt og sekl 1200 kr.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.