Tíminn - 24.07.1920, Blaðsíða 4
116
TlMINN
VII.
»Kæri fjárhaldsmaður!
Nei, nei — og aftur nei! Eg er
ekkert forvitin að heyra hvað
Minghellí hefst að í London og
trúi ekki einu einasta orði. Eg er
nú viss um að hr. Rossí þekkir
mig ekki. Hann sagði mér rétt
áðan aö dóttir föður míns hefði
druknað i Themsá og hann hefði
sjálfur séð gröf hennar. Hvaða
þrjótur mun vera valdur að því?
Yðar R. V.«.
ltóma ritaði þetla bréf þegar i
slað og bað Brúnó að láta það i
póstkassann.
»Einmitt eins og eg hélt« taut-
aði Brúnó, er hann las utaná-
skriftina.
Húnvandaði klæðaburðinn næsta
morgun, en Rossi kom ekki og hún
sagði að það væri bara betra, þvi
að hún hefði þá tíma til að átla sig.
Hún vann að myndinni allan
daginn. í*að var henni ný gleði að
mynda eftir minni og minnasl svip-
brigðanna, hún mundi svo mörg,
en leirinn gat ekki sýnt nema ein.
Hún bjóst aftur við honum dag-
inn eftir, en hann kom ekki. Það
gerði þá ekkert til, hún hafði þá
tíma til að rifja alt það upp sem
hann hafði sagt henni. Pað voru svo
margar sögur um foreldra hennar
og hana sjálfa. Hversu oft var hún
komin á ílugstig með að koma
öllu upp! — Þekti haun hana? Já
hann hlaut að þekkja hana —
hann hefði annars aldrei gefið sig
henni á vald. Traust hans á henni
var dásamlegt; það hitaði hinni
um hjartarætur!
Og þó! Var það vísl að hann
vissi það? Hann hélt að Róma
Rossellí væri dáin! En hvi trúði
hann henni þá fyrir leyndarmáli
sínu? Hún vissi það, hún hélt sig
vita það! Það var af því, að þegar
frá því er þau hittust fyrst þá . . .
En um það þorði hún ekki að
hugsa. Það var alt of dásamlegt
— alt of yndislegt. . . .
Davíð Rossí kom heldur ekki
næsta dag og hún fór að fyllast
kvíða. Var honum sama um hana?
Voru allir draumar hennar hégóm-
inn einn? Henni var það mjög um
geð, en hún varð að tala um það
við Brúnó.
Brúnó leit varla upp frá vinn-
unni, er hann svaraði:
»Þingið fer að hefjast. Foringj-
arnir hafa nóg að starfa«.
»Bið hann koma á morgun. Seg
að eg biðji hann að silja fyrir að
eins einu siuni enn«.
Eg skal segja honum þaö«,
nafni okkar allra, óska þess, að
ísland og íslenska þjóðin megi
blessasl og blómgast á komandi
árum og öldum, að íslenska þjóðin
sern nú er fullvalda í orði megi
líka verða það í verki, og hverl
árið og hver öldin, sem yfir hana
líður geri hana að heilbrigðari
þjóð, starfsamari, göfugri og þrosk-
aðri þjóð.
Eg sagði það einu sinni á þess-
um ræðupalli, að eg hefði aldrei
verið eins stoltur af því að vera
íslendingur siðan eg kom hér vest-
ur, eins og þegar eg las það í
tímariti, að einn af merkari mönn-
um Bandaríkjanna, hefði sagt það,
þegar Magnús lögmaður Brynjólfs-
son féll frá, að það væri ekki að
eins héraðsbrestur, heldur þjóðar-
sorg, að missa hann svona í blóma
lifsins, af því, að heimurinn hefði
orðið belri /ijrir það. að Magnús
Brynjól/sson lifði i honum. —
Eg vildi óska islensku þjóðinni
þess, að hún gæti áunnið sér þann
orðstýr, sem þessi göfugi sonur
hennar ávann sér, að það yrði
alþjóðarmál allra bestu manna, að
heimurinn hefði orðið betri fyrir
það, að islenska þjóðin lifði í
honum.
Sr. Kjarlan sagði okkur í erjndi
sinu mörg dæmi þess hvað út-
lendingum þætti vænt um fsland,
sérstaklega hvað þeir dáist að hók-
svaraði Brúnó og stundi, án þess
að lita upp,
En Rossí kom ekki næsta dag
og Brúnó gat enga skýringu gefið.
— Hún reyndi að finna Rossí alt
til afsökunar. Hann var hlaðinn
störfum og þetta voru ekki annað
en smámunir. »Hann hefir hugann
á öðru en mér«, sagði hún við
sjálfa sig. En sorg hennar varð ör-
vænting er þrír dagar liðu enn, án
þess hann kæmi. Hún þóttist viss
um að hann reyndi að forðast
hana. »Hann kemur aldrei oftar«,
hugsaði hún og alt varð dimt og
kalt umhverfis hana.
Hún svaf illa og gekk út í tungl-
skininu um nóttina, til þess að
þreyta sig. Veður var hlýtt og lygnt.
Hún stóð í skugga trjánna og
heyrði fótatak.
Það var Davíð Rossí! Hann gekk
fram hjá henni, alveg hjá henni,
en varð hennar ekki var. Hún
ællaði að kalla, en nafnið komst
ekki fram af vörum henni. Hún
fylgdi honum með augunum og
gekk á eftir honum.
Pað var satt. Hann nam staðar
og leit upp i gluggana hennar. það
var ljós í einum og hann horfði
fast þangað. Hann gekk hægt
áfram, en nam staðar við og við
og leit upp. Hún reyndi aftur að
kalla á hann. En það var eins og
rödd hennar dæi á tungunni. Svo
hvarf hann og kirkjuklukkan sló
tólf högg.
Þegar hún kom upp á svefnher-
bergið og leit í spegilinn, sá hún
að kinnarnar voru dreyrrauðar
og augun Ijómuðu. Hana langaði
ekkert til að hátta. Hjartslátturinn
var henni söngur og tungl og
stjörnur sungu með.
»Væri hún viss — öldungis viss«,
hugsaði hún, og næsla morgun
talaði hún við Brúnó.
Hún var ekkert hrædd viðjiann
lengur og • þó beygði hann úfinn
hausinn eins og naut sem ræður
að girðingu.
»Ef þér viljið fá að heyra allan
sannleikann, Donna Rómá«, sagði
hann, »þá er hr. Rossi einn þeirra
manna sem álíta, að sá maður
sem færist það í fang að vinna
fyrir mannkynið, megi ekki drag-
ast með fjölskyldu«.
»Einmitt það! En eg skil ekki
. . . ekki getur hann komist hjá
þvl að eiga foreldra?«
»Hann getur komisl hjá því að
eignast konu«, svaraði Brúnó,
»og hr. Rossí álítur að menn sem
fásl við opinber mál eigi að vera
eins og prestar, sem hvorki þekkja
ást né heimili . . . til þess að geta
fórnað hinum öllu«.
»Það er þá þess vegnaa . . .
mentum íslands. Eg ætla að segja
ykkur eina smásögu um það hvað
útlendingum getur þótt vænt um
ísland, þó þeir hafi að eins komið
þar sem gestir. Sagan er af dönsk-
um skipstjór* á fyrri hluta ný-
liðinnar aldar. Hann hafði siglt
upp til íslands um mörg ár og
fest ást á landi og lýð. Þegar hann
lagði frá Iandi í síðasta sinn, var
síðasta ósk hans þelta: »Guð blessi
gamla ísland!« Hann fórst nóttina
eftir með allri skipshöfninni undir
Svörtuloftum. Öll eigum við eftir
einhverntíma, að brjóta bátinn
okkar, sem fleytir okkur gegnum
hérvistar-öldurnar, og eg vildi óska
íslandi þess, að það gæti áunnið
sér svo mikla ást, og svo mikla
virðing allra barna sinna, að orð
hvers íslendings, þegar hann stefnir
lífsíleyginu sínu frá landi í síðasta
sinn, yrðu þau sömu og þessa
göfuga skipstjóra; »Guð blessi ís-
land« og alt sem islenskt er!
Þelta ætla eg að láta verða síð-
uslu orðin mín til ykkar í kvöld.
Einar Jónssou myndhöggvari,
frá Galtafclli er nýlega kominn til
bæjarins. Hefir hann lokið við
styttu sína vestra af Þorfinni Karls-
efni og dvaldist síðan um hrið í
Kaupmannahöfn til þess að sjá um
heimflutning listaverka sinna.
»Það er þess vegna, að hann
forðast freistinguna«.
»Þér álítið að það sé þess vegna
. . . ?«
»Það er þess vegna sem hann
forðast konur . . .«
»Ef til vill er honum ekkert
um þær?«
»Ekkert um þær! Jú! Hr. Rossí,
er einn þeirra manna, sem elskar
konurnar, og af hann ræki upp á
eyðiey, vildi hann heldur hafa hjá
sér eina konu, en hundrað þúsund
menn«.
Blessaður, gamli heimskinginn.
Undir eins gekk hann i gildruna
sem hún lagði og sagði henni alt
sem hún vildi vita. Það brá fyrir
gletninni í augum henni og hún
sagði með kæruleysi í rómnum.
»Má vera að hann hafi ekki enn
fundið þessa »einu konu?«
»Má vera — má vera ekki«,
sagði Brúnó og hamarinn féll svo
þungt á meitilinn að hvít brotin
þyrluðust um hann.
»Þér munduð að vísu hafa kom-
ist að þvi, Brúnó?«
»Má vera — má vera ekki«,
sagði Brúnó og hristi höfuðið, »en
í ástarstríðinu hefir sá sigur sem
flýr!«
»Segir hann það, Brúnó?«
»Já. — Iíonan mín reyndi einu
sinni að drepa á þetta. »Hjarta
sem bæri með sorg og gleði«,
talaði hún um«.
»Og hvað sagði hr, Itossí?«
»Konuást er hið dýrmætasta sem
jörðin á«, sagði hann, »en ef eg
fyndi að eg elskaði konu of heitt,
myndi eg þegar flýja«.
»Var það áreiðanlegt að hr.
Rossí sagði þetta?«
»Já, sannarlega sagði hann það«.
»Þér eigið þá við að nú . . . ?«
»Eg á við að væri eg kona, þá
myndi eg ekki hugsa um hann, en
láta hann sigla sinn sjó«.
»Það er fallega gert af yður,
Brúnó, að vera svo hreinskilinn«.
»Má vera að það sé ekki rétt
gert, en mér fanst eg eiga að gera
það, og nú er það búið?«
Það var auðséð á svip hans að
honum fanst hann hafa unnið
mikinn sigur og Rómu langaði
helst til að hlaupa upp um hálsinn
á honum og kyssa heimska og
úfna andlitið.
Hún sat við skrifborðið langt
fram eftir nóttinni. Lampinn kast-
aði skugga hennar á gluggatjaldið.
Hún leit á gluggann við og við
og brosti við þá hugsun, hve mynd
hennar myndi greinilega sjást að
utan. Hún roðnaði vegna þessarar
heimskulegu hugsunar og hélt á-
fram að skrifa, en bréfið var líka
heimskulegt og þá er það var búið,
var þar hvorki yfir né undirskrift,
svo það gat engan vegin komiit til
skila, enda lét liún það í póst-
kassa óútgenginna ástarbréfa —
undir koddann sinn. Þegar liún var
að festa blundinn heyrði hún
skrjáfa í pappírnum og hún hugs-
aði: Þegar eg vakna í nótt heyri
eg aftur þetta hljóð og þá . . .
Bellíní furstafrú kom daginn
eftir og með henni Don Gamilló.
Furstafrúiu sagði, að það ættu
að verða refaveiðar daginn eftir í
Kampaníu, hvort hún mætti sækja
Donnu Rómu og ef til vill hr. Rossí.
Róma vissi það ekki.
Don Camilló hafði heyrt að^hr.
Rossí væri kominn í ósátl við flokk
sinn og vwri nú að fást við að
sýna hvað »trúarjátningin og
stjórnarskráin« ætti ekki að þýða.
En hann hefði samt sem áður gott
af því að koma á hestbak . . .
Þau fóru svo að heilsa gömlu
konunni.
Róma var tilbúin að fara úl á
fáum mínútum. Dyravörðurinn fékk
henni bréf um leið og hún gekk
út. Það var frá baróninum. Hún
nam ekki staðar til þess að opna
það, en kallaði á vagn og bað að
aka sér til Piazza Navona.
Fursíafrúin og Don Camilló
komu út frá gömlu konunni. Róma
var farin og hundurinn hennar
krafsaði í dyrnar.
»Hvert mun hún hafa farið svona
fljótt. Og hundinn langar til að elta?«
»Er það hundurinn sá sem van-
ur er að venja komur sinar heim
til hr. Rossís?«
»Já, það er hann«, og fursta-
frúin opnaði dyrnar og hundurinn
fór út í loftköstum. »Komi hann
heim aftur í kvöld með Donnu
Rómu, þá er hægt að giska á hvert
hún muni hafa farið«. —
Róma las bréfið í vagninum.
»Kæra barn!
Hefi verið fjarverandi og þvi
ekki fyr svarað yðar elskulega
bréfi. Þér skuluð endilega gleyma
þessari gömlu sögu. R. R. er dáin
og grafin — og svipur hennar
skal aldrei verða á vegi yðar. En
hafi Rossellí læknir ekki þekt
Davíð Rossí, hvernig stendur þá á
því að D. R. veit svo margt um
Rossellí.
Eg hefi enn ekki frélt neitt frá
London, en eg er viss um að vera
á réttri leið.
Sorglegt er það að sólina skuli
vanta f hús mitt — sólnanna sól —
hina yndislegu Donnu Rómu!
í guðs friði. Bonellí«.
Vagninn var kominn inn á
Piazza Navona, og Róma reif bréfið
í smátt og kastaði þvf út um glugg-
ann.
Préttir.
,.Budbringer“, Dansk-íslenska
félagið gefur út blað með þessu
nafni. Heíir ritstj. Tímans rekist
á eilt þeirra blaða, og eru í því
meðal annars fregnir um íslenskan
landbúnað. Er þess þar getið, að
í vor hafi íslenskir bændur þurft
að skera af búpeningi sínum vegua
fóðurskorts og er þessi fregn svo
orðuð, að ekki veröur annað af
ráðið, en að þetta eigi við alment
um íslenska bændur, Er það á
allra vitorði hve þetta er fjarri
sanni, að þrátt fyrir óininnilega
harðan vetur, eru það örfáar und-
antekningar, að 'bændur hafi orðið
að skera, eða felt. Það er mjög
leitt, að blað Dansk-islenska fé-
lagsins skuli verða til þess að
henda á lofti svo ranga fregn og
skaðlega fyrir hina íslensku bænda-
stétt, sem vitanlega mun sproltin
af ókunnugleik einum, en slíkur
»Budbringer« verður ekki til þess,
að auka samúð milli landanna,
eins og tilgangur félagsins er. —
Þessi radga fregn er vitanlega tekin
eftir slúðursögum dagblaðanna í
Reykjavík og væri betur, að ekki
væri oftar farið í það geitarhúsið
til þess að flytja fregnir um ís-
lenska bændur.
Flogið er nú á hverjum degi er
gefur og er aðsókn inikil að fá
aö fljúga og kostar þó 80 krónur
í fimm mínútur.
Kauphækkun. Vinuuveitenda- og
verkamannafélögin hafa komið sér
saman um nýja kauphækkun upp
í kr. 1,48 á klukkuitnd.
Laust embætti. Sýslumanus-
embættið á Húsavík er auglýst
laust.
Síldariuatsreglngerð nýja, ræki-
lega mjög, hefir atvinnumálaráð-
herra gefið úl nýlega í samráði við
síldarmatsmenn.
Botnía fór til Kaupmannahafnar
á mánudaginn var. Farþegar held-
ur fáir.
Skýrsla um slörf landsímans
árið 1919 er nýlega komin út. —
H*fa tekjur alls af rekstri símans
orðið nálega 850 þús. kr., hiun
raunverulegi tekjuafgangur nálega
233 þús. kr. »og er þessi npphæð
hér um bil 9,6°/o af því fé, sem
rlkissjóður hefir varið til síma-
lagninga til ársloka 1919, og um
8,1% af þeirri upphæð, sem varið
hefir verið til simalagninga til
sama tíma, að meðtöldum fram-
lögum hreppafélaga og annara«.
i Stöðvar voru um áramót alls 152,
Sanmiugar eru nú að fullu gerð-
ir milli Borgfirðinga og Sláturfé-
lags Suðurlands, út af skilnaðinum.
Dvöldust þeir hér i bænum fyrri
hlula vikunnar af Borgfirðinga
hálfu, Jón bóndi Hannesson í
Deildartungu, Davíð bóndi Þor-
steinsson frá Arnbjargarlæk og
Pétur alþm. Þórðarson í Hjörsey,
og sömdu við stjórn Sláturfélags-
ins. Fóru þeir samningar ágætlega
fram af beggja hálfu, með fullu
samkomulagi svo að allir hlutað-
eigendur munu vel við una. Eru
þeir í stjórn hins nýja borgfirska
slátursfélags: Jón, Davíð og Páll
Jónsson í Einarsnesi, en viðskifti
þess út á við mun Kaupfélag Borg-
firðinga hafa á hendi og sennileg-
ast er talið og eðlilegast að slátur-
félagið sameinist Kaupfélaginu.
Jarðarför prófessors Jóns J.
Aðils fór fram með meiri viðhöfn
og prýði en hér hefir tíðkast. Sáu
félagsbræður hans, frímúrarar um
útförina. Gengu þeir í skrúðgöngu
á undan líkfylgdinni alla leið. í
húsi guðspekisfélagsins töluðu: frú
Aðalbjörg Stefánsdóttir formaður
guðspekisfélagsins og Steinþór Guð-
mundsson skólasljóri á Akureyri.
Síra Ól. Ólafsson talaði í kirkjunni
og kastaði rekum. Blómsltrúð var
mikið og gröfin var tekin svo stór
og breið að frímúrarar gátu gengið
ofan í hana með kistuna. Var gröf-
in blómum skrýdd svo að ekki sá
i mold. Söngur var ágætur, léku
þeír á fiðlu og orgel bræðurnir
Þórarinn og Eggert Guðmundssynir
í Guðspekishúsinu. í kirkjunni lék
Bernburg á fiðlu með orgelinu og
Pétur Á. Jónsson söng einsöng.
Maður druknar. Það slys vildi
til síðastliðinn sunnudag, að mað-
ur nokkur, Benedikt Gislason frá
Skriðuklaustri, er var á heimleið
af íþróttamóti Borgfirðinga á Ferju-
koti, druknaði í engjaslokk, skamt
frá Hvítárósi. Hann var kaupa-
maður á Hesti.
Lögjafnaðarnefndin danska er
sögð væntanleg hingað með »ís-
landi« næst. Eru þeir í henni
Borgbjerg ritstjóri, Arup prófessor
og Iíragh rektor. Kom hinn síðast-
nefndi í nefndina í stað J. C.
Christensens, þá er hann varð
ráðherra.
Fossavirkjuu á Vesturlandi.
Kristján Torfason útgerðarmaður
á Flateyri við Önundarfjörð, lælur
í sumar og lét í fyrrasumar út-
lenda verkfræðinga starfa þar vestra
að fossamælingum í Arnarfirði og
rannsókn járnnámuí Önundarfirði.
Mun hann vera í sambandi við félag,
sDansk-Islandsk Anlægsselskap«,
sem talið er að ráða yfir miklu
fjármagni, Talið er að mikið járn
sé í Eyrarfjalli við Flateyri, og
víðar þar í íjöllum. Hefir járulag
úr Eyrarfjalli verið rannsakað og
reyndust i því 60—70% af járni
og töluvert er þar af járnleir, sem
gert er ráð fyrir að í sé Um 30°/o
af járni. Var það norskur verk-
fræðingur, sem rannsakaði járn-
námuna í fyrra og sendi utan sýnis-
horn. Bæði sumurin hafa tveir
norskir verkfræðingar verið við
fossamælingar í Borgarfirði, sem
gengur inn úr Arnarfirði. Hefir
annar þeirra, aðal-maðurinn, staðið
fyrir slórri fossavirkjun í Noregi.
Hafa þeir gert mælingar um að
beisla þar tvær ár, Dynjandafoss
og Mjólkárfossa, með einni aflstöð
við Dynjanda. Er talið, að þeir
muni ætla að leiða aflið til Flat«
eyrar og nota með fram til að
vinna járnnámuna. Enn fremur er
talið, að þeir muni hafa i ráði að
vinna salt úr sjó við rafurmagn
og jafnvel surtarbrandsnámu í Súg-
andafirði. — Er talið, að til þess
að koma þessu í framkvæmd muni
þurfa um 1000 verkamenn í þrjú ár.
— Nánari fréttir hefir Tíminn ekki
fengið af þessum fyrirætlunum.
Ritstjóri:
Trygrgvi Þóriialiaaea
Laufási. Sími 91,
Freutsmiðjaa Guteuberg. ~