Tíminn - 21.08.1920, Qupperneq 1

Tíminn - 21.08.1920, Qupperneq 1
Reyfej&YÍk, 21. ágúst 1920. Tilkynning. Með því að ég heíi verið skipaður sendiherra íslands í Daninörku, flyt ég búferlum héðan um mánaðamótin september—október þegsa árs. Málfærlsusýslu þá, er ég hefi rekið liér í bæuum undanfarin 13 ár hefi ég afhent þeim hæstaréttarmálafærslumanni Guðmundi Ólafssyni, sem hefir verið aðstoðarmaður minn um undanfarin 7 ár og hæsta- réttarmálaflulningsmanni Pétri Magnússyni, sem undanfarin ár hefir verið málafærsluraaður Landsbankans. Eru það vinsamleg tilmæli mín, að viðskiftavinir mínir láti þá félaga mína, sem nú taka við störfunum, verða aðnjótandi sama trausts, sem þeir hafa sýnt mér. Skrifstofan verður á sama stað og áður og þeir taka nú þegar við störfum mínum; þó verður mig sjálfan að hitta á skrifstofunni vænt- anlega frá septemberbyrjun fram undir lok þess mánaðar. St. í Kaupmannahöfn 15. ágúst 1920. Sveinn Björnsson. Samkvæmt ofanrituðu höfum við frá þessum degi lekið við mál- flutningsstörfum hæstaréttarmálaflutningsmanns Sveins Björnssonar og verður skrifstofa okkar í Austurstræti 7 opin alla virka daga frá kl. 10—5. Mun annar hvor okkar jafuan vera þar til viðtals á þeim tíma. Reykjavík ltí. ágúst 1920. GuÖm. Ólafsson. Pétur Magnússon. 1T. ár. Franska lýðveldið. Hinn 4. dag næsta mánaðar eru 50 ár liðin síðan lýðveldið franska — þriðja lýðveldið — var stofnað og er nú mikill viðbúnaður á Frakklandi um að fagna þeim degi. Pað var á hörmungatímum fyrir Frakkland, að lýðveldið fæddist. Fáum dögum áður hafði megin- herinn franski, ásamt með sjálfum keisaranum, Napóleóni III, orðið að gefast upp fyrir Pjóðverjum við Sedan. Stofnun lýðveldisins var afleiðingin, og upp úr því komu nýir ósigrar, umsátur Parísarborg- ar og loks Versalafriðurinn 1871, sem svifti Frakka miklu landi, lagði á þá gífurlegar fjárhagsbyrð- ar og hratt þeim úr því öndvegis- sæti, sem þeir höfðu skipað í Norðurálfunni. Pað var flestra manna mál, og þá skoðun aðhyltist Bismarck meðal annara, að þetta þriðja franska lýðveldi stæði ekki lengi, fremur en hin tvö fyrri: hið fyrra upp úr stjórnarbyltingunni miklu, sem endaöi með keisaradæmi Na- póleons mikla, hið síðara upp úr febrúar-byltingunni, sem endaði með keisaradæmi Napoleons III. — Pað töldu nálega allir víst, að Frakkland yrði aftur keisaradæmi von bráðar, eða konungsríki. Smá-atriði voru það i fyrstu, sem ollu, að ekki varö, en við hvert árið sem leið varð mönnum lýðveldið eðlilegra. Um aldamótin varð lýðveldinu aftur hætt, meðal annars þá er Dreyfusmálið var á ferðinni, en er út úr því var komið mátti telja, að það væri orðið svo rótfest, að ekki yrði haggað. öndvegissæti meginlandsþjóða Norðurálfunnar náði Frakkland þó ekki aftur fyrir stríðið. Fólk- inu gekk svo seint að fækka. Sambandið við Rússland varð Frökkmn reginstyrkur og hélt við hjá þeim hefndarvoninni og sam- einingarvoninni við mistu löndin. Og svo var það loks hræðslan við Pýskaland, sem knúði England til beins sambands við Frakka og Rússa. Á 50 ára afmælinu stendur lýð- veldið franska aftur sigri hrósandi. Pað hefir borið hila og þunga dagsins í heimsstyrjöldinni með þeiin hetjumóði, sem samboðinn er hinni glæsilegu frönsku sögu. Vonirnar sem bærst hafa í brjósti hvers einasta Frakka, þessi 50 ár, þær eru orðnar að veruleik. Á 50 ára afmælinu er lýðveldið franska aftur orðið öndvegisþjóðin á megin- landi álfunnar — öldungis óskorað. Og þó á Frakkland við meiri örðugleika að striða en nokkru sinni fyr. Hið stórríka land, sem áður var, á nú við hina alvarleg- ustu fjárhags-örðugleika að stríða. Norður-Frakkland er í rústum og óteljandi franskir sparendur tapa rentunum af miljörðunum, sem lánaðir voru til Rússlands, Tyrk- lands og annara Balkanlanda. — Pað kemur niður á óteljandi frönsk- um heimilum og er ef til vill enn örðugra að bera en sjálf dýrtíðin og dýrtiðar-skattarnir. Frakkar bíða eftir skaðabólun- um þýsku til að bæta úr slcák. Peim þykir biðin löng. Peir hala lítið fengið enn og ófyrirsjáanlegt hvað og hvenær fæst. Frakkar trúa þv.í alls ekki, að Pjóðverjar geti ekki borgað. Þeir segja að- þýska stjórnin sukki með fé og verji því til hagnaðar flokksbræðr- um sínum. Það séu því refjar einar að borga ekki. Óljós beigur við það, að Pýska- land muni rétta við og hugsa til hefnda, elur á gremjunni. Gremj- an kemur niður á bandamönnum Frakka fyrir það, að þeir styðji ekki nógu drengilega réttmætar kröfur Frakka, herði ekki nóg á Þjóðverjum um að standa við friðarskilmálana, vinni beint á móti hagsmunum Frakka. Pau orð hafa jafnvel fallið í frönskum blöðum, og það í merk- um blöðum, að nú þykist Eng- lendíngar öruggir, þar eð þýski flotinn sé gereyðilagður, og þeir láti því alt dankast. Er þetta undirrótin þess kritar, sem orðinn er all-magnaður milli Bandamanna. Senðiherra í KanpmannahSjn. I. Tvær eru þær orðnar hinar glæstu siglingar sem látið hafa úr íslenskri höfn á þessu ári. Pað eru ekki nema fáar vikur síðan héðan sté á skipsfjöl: is- lenskur sendiherra í Genáa, í hinu gjaldþrota landi við Miðjarðarhaf. Nú er önnur enn fríðari snekkjá úr höfn leyst. Pað er búið að skipa hinn nýja islenska sendiherra i Kaupmannahöfn. Er ekki valið af verri endanum. Pað er Sveinn Björnssonhæstaréttarmálaflutnings- maður, fyrsti þingmaður Reykvik- inga og formaður Eimskipafélags íslands, sem hefir oiðið fyrir val- inu. Pau mundu fara henni vel, Fjallkonunni, þessi dýru djásn, á þeim glæsilegu tímum, sem yfir standa. Mætli minna á söguna um hina ágælu rómverslcu konu, Cornelíu, sem i stað gimsteina og dýrgripa sýndi sonu sína tvo. Þeir voru gimsleinar hennar og skartgripir. — Sendiherrarnir eru gimsteinar Fjallkonunnar, þeir eru gullin hennar, sem hún leikur sér að í tómstundum sínurn. Iiún sýnir þá við hálíðleg tækifæri, Fjall- konan: »Sjá, hérna eru gimstein- arnir mínir«. Pví að það mundu vera glæsilegir tímar fyrir Fjallkonuna, og vel fallnir til að kaupa gull og skart- gripi og berast mikið á. Atvinnuvegirnir mundu standa í miklum blóma. Afuröir lands- manna í óvenjulega háu verði, en aðkeyptar vörur í lágu verði. — Árferði hið allra ákjósanlegasta, þannig, að smjör drýpur af hverju strái; kafagras á sumrum og snjó- lausir vetrar. Verslun og viðskifti hin greiðustu og fjörugustu. Pen- ingabúðirnar fullar af peningum, ganga eftir mönnum um að nota peninga til þarfra fyrirtækja. Og sérlega vel staddar út á við. Ekki að tala um að ríkissjóðurinn er eins og úttroðinn ullarballi — ekki af skuldum — heldur skíru gulli, Sannarlega mundi vera hentugur tími fyrir Fjallkonuna að kaupa skartgripi og flýta sér að sýna um- heiminum, hvað hún byggi vel Fjallkonan, að hún hefði fyrst hugsað um að vera eilthvað í raun og veru, og væri nú fyrst að sýna það. Og tvær glæstar siglingar létu úr íslenskri höfn: Sendiherra til hins gjaldþrota lands við Miðjarðarhaf og Sendiherra til Kaupmannahafnar. II. Það er ekki unt að láta gremju sína í4ljós betur með öðru en háð- inu, 3'fir þessari endQmis-ráðstöfun. Timinn telur sem sé enga ástæðu til að fara dult með það, að hon- um kom það öldungis á óvart, að þessi sendiherrastaða í Kaup- mannahöfn skyldi nokkurn tíma vera veitt. Hann taldist eiga þess vísa von, að því væri a. m. k. frestað um óákveðinn tíma, að skipa hann. Lágu til þess ærnar ástæður. Fyrst og fremst saga málsins sjálfs. Heíir vart nokkur óburður fæðst með meiri harmkvælum. Pegar málið fór fyrst í gegn um neðri deild voru alkvæði jöfn um að stofna embættið. Hefði bein at- kvæðagreiðsla farið fram um mál- ið, þá var það fallið. Með líkum hætti flaut það í gegn í efri deild. Á síðasta þingi rættust þær spár sem Tíminn hafði flutt um málið, þar eð farið var fram á meiri fjár- framlag en áður var ájtveðið, til sen'fliherrans. Pá málaleitan drap þingið vægðarlaust. Samhliða þess- um fádæma daufu undirtektum þingsins, var stjórninni það vel kunnugt, hvern hug mikill þorri almennings bar til málsins. Annað atriðið, sem mælti með frestuninni er hið alvarlega ástand landsins. Um það verður ekki fjöl- yrt. Pað mundu ekki vera farsæl- ustu borgarar þessa lands, sem finst það skarta vel að skipa þennan gjörsamlega óþarfa sendi- herra, einmitt nú. Alt kemur fyrir ekki. Það er cins og einhver norn hafi lagt það á ís- land, að sendiherrann skj’ldi verða til, hvað sem á móti blési, hvað sem skjmsemi og forsjá segði, já, hvað sem mikill þorri íslendinga sjálfra segði. Hvort það er tilviljun eða ekki skal látið ósagt, að forkætisráð- herra og fjármálaráðherra eru báð- ir fjarverandi úr bænum þegar legátasnekkjan er látin hlaupa af stokkunum, en atvinnumálaráð- herrann einn heima, sem atkvæði greiddi móti stofuun embættis- ins í öndverðu — það væri nærri því góðgirni að trúa því um þá, að þeir hefðu viljað vera á bak og burt. Svo er ljóminn nrikill yfir yfir- lætis og tildurssnekkjunni. Timinn finnur enga ástæðu til að finna að hinu, úr því að vikið var að þessu óheiliaráði, að hr. Sveinn Björnsson skuli hafa verið í það settur. En það er ómögulegt að verjast þeirra ummæla, að lílið leggist fyrir kappann og að hér sé lélt verk og löðurmannlegt fengið í hendur slikum manni. En hver ætli hún verði næsta tildurssnekkjan sem landsstjórnin íslenska býr úr höfn? Og hversu marga tugi þúsunda króna ætli hún verði látin bera út í hafsauga? Stofnun 6u9spekisjé!ags jslanls. Fimludaginn 12. ágúst 1920, kl. U/s e- U. héldu guðspekinemar fund í húsi sínu við Ingólfsstræti í Rvík. Var fundurinn haldiun til þess að stofna sérstæða íslandsdeild í al- þjóðafélagi guðspekistefnunnar. Fulltrúar frá öllum guðspeki- stúkum á landinu mællu á fund- AFGREIÐSLA blaðsins er hjá Gnð- geiri Jónssyni, Hverfis- götu 34. Sími 286. 33. bl&ð. Ritstjóri Timans er heima til viðtals alla virka daga, nema laugardaga, frá kl. 9— I 1 V2 fyrir hádegi og ekki á öðrum tímum nema sérstaklega sé um talað. inum, en auk þeirra sálu fundinn margir guðspekinemar. Frú Aðalbjörg Sigurðardóttir setti fundinn og skýrði frá tilgangi hans. Var þá kosinn fundarstjóri Jón Árnason prentari, en hann kvaddi Ingimar Jónsson cand. theol. og Pétur Zóphóníasson full- trúa fyrir ritara. Pá skírði frú Aðalbjörg Sigurð- ardóttir frá starfi nefndar, sem Reykjavíkurstúkan og stúkan Sep- tíma höfðu kosið síðastliðinn vet- ur til þess að undirbúa stofnun íslandsdeildar. Las frúin upp bréf nefndarinnar til guðspekistúkna hér á landi. Pær höfðu svarað og sam- þykt stofnun íslenskrar deildar. Pá hafði verið leitað samþykkis forseta Guðspekisfélagsins, frú Annie Besant. Hún svaraði játandi, eu kvað einnig þurfa samþykki aðal- ritara dönsku deildarinnar, sem hérleudar guðspekistúkur hafa verið í sambandi við. Var það leyfi væntanlegt. Hér næst las fundarstjóri upp frumvarp til laga fyrir deildina, og var það samþjfkt. Síra Jalcob Kristinsson var því næst kosinn forseti hinnar nýstofn- uðu íslandsdeildar með 68 sam- hljóða atkvæðum, en varaforseti Páll Einarsson, hæstaréltardómari. Bankastjóri L. Kaaber og frú Aöalbjög Sigurðardótlir voru kosin meðstjórnendur og Einar Viðar kaupm. féhirðir. Endurskoðunarmenn voru kosn- ir: Forstj. V. Knudsen og verslun- arfulltrúi Aðalsteinn Kristinsson, og til vara cand. theol. Ingimar Jónsson og fulltrúi Pétur Zóphón- íasson. Forseti Jakob Kristinsson las því næst upp erindi frá hr. Sig. Kr. Péturssyni. Lagði S. Kr. P. til að kosin yröi nefnd til þess að vinna að útgáfu guðspekibóka. * Var það samþykt og þessir menn kosnir í nefndina: Sig. Kr. Péturs- ^pn rithöfundur, Jón Árnason prent- ari og Jón Ásbjörnsson lögmaður. Pá var kosin nefnd til þess að hafa umsjón með húsi guðspeki- nema. Kosningu hlutu: Frk. H. Kjær, Bjarni Jónsson frá Galtafelli og Ólafur Hjaltested. Ákveðið var að halda næsta að- alfund í Reykjavík. Hinn ný-kosni forseli tók að lokum fundarstjórasæti. Ávarpaði hann félagsmenn nokkrum orðum og sleit síðan fundi. Kl. 8Va sama dag hélt forseti deild'úrinnar fyrirlestur um meist- arana. Föstudagskvöld kl. tal- aði bankasljóri L. Ivaaber um starf- ið; laugardagskvöld á sama tíma flulli Jón Árnason prentari erindi um stjörnuspeki og á sunnudag var haldinn fundur í félaginu »Stjarnan í austrk, en þar talaði frú Aðalbjörg Sigurðardóttir. SMM—

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.