Tíminn - 21.08.1920, Blaðsíða 2

Tíminn - 21.08.1920, Blaðsíða 2
130 TIMINN Lifebuoy- hveitið er ein hin allra besta amerískra hveititegunda. Biðjið ávalt um þá tegund ef þér viljið fá verulega gott hveiti. Hveitið Tmmpeter er einnig góð tegund þótt það jafnist ekki að fullu við Lifebuoy. Pað er mjög ódýrt eftir gæðum. Par sem ait hveiti hefir nú hækkað í verði er enn brýnni þörf en ella að ná í notadrýgstu tegundirnar. Bændaförin. Sunnlenskir bændur og bsénda- synir, sem fóru kynnisför til Norð- urlands í vor, komu aftur suður yfir Sprengisand að Galtalæk í Rangárvallasýslu 18 júli. Lessir menn fóru förina: Úr Skaftafellssýslu Páll Ólafsson bóndi og sýslunefndarmaður á Litlu-Heiði í Mýrdal, Kjartan Guð- mundsson, ljósmyndari úr Vík, Jón Guðmundsson Stóra-Hofi, Rangárvallasýslu, Böðvar Magnús- son hreppstj. Laugavatni, Árnes- sýslu, Kristinn Ögmundsson bóndi Hjálmholti, Árnessýslu. Þessir hitt- ust allir við Ölvesárbrú 22. Júní og fóru þaðan til Reykjavikur. Var þar von á fleiri Árnesingum, sem þó ekki gátu komið. Frá Reykjavík lögðu þeir af stað 24. júni, norður sveitir. Á Hvann- eyri bættist við, Eggert V. Briem ráðanautur Búnaðarfélags íslands, og í Hvammi í Norðurárdal, Hall- grimur Níelsson, hreppstj. frá Grím- stöðum, í Mýrarsýslu og Tómas Jónsson frá Sólheimatungu og úr Borgarfjarðarsýslu, þeir Bjarni Bjarnason bóndi á Skáney og Ari Guðmundsson frá Skálpastöðum. Til móts við þá var kominn, að Melum í Hrútafirði, Jónatan Jósa- fatsson búfr. og bóndi á Holta- stöðum, og fylgdi hann þeim um Húnavatnssýslu. Á Sauðárkróki var kominn nýr fylgdarmaður, Björn hreppstjóri og dannebr.m. frá Veðramóli, sem fylgdi þeim til Hóla í Hjaltadal. Þaðan fór skóla- stjóri Páll Zóphoníasson með þeim norður yfir Heljardalsheiði, norður í Svarfaðardal. Þá tók við leið- sögu Vilhjálmur á Bakka, og fór með þeiin út í Dalvík. Þangað kom til móts við þá, Einar Reinis og fylgdi þeim yfir Eyjafjarðarsýslu. Yfir Þingeyarsýslu, var með þeim Stefán Jónssou bóndi á Öndólfs- stöðum í Reykjadal, og loks frá Mýri i Bárðardal og suður yfir Sprengisand, Þórður gamli frá Svart- árkoti í Bárðardal, og voru þeir 49 kl. á milli bygða. Veður fengu þeir ágætt nærri altaf. Haga og færð yfirleitt góða. Láta þeir hið besta yfir öllu ferða- laginu. Segja að alt og alstaðar hafi alt verið gert til þess, að förin mœtti vera sem ánœgjulegust, og gagnlegust. Að eins þeir hefðu mátt dvelja ofurlítið lengur sumstaðar. Væntanlega verður síðar skýrt nánara frá för þessari. Þær eru hollar þessar heimsóknir, milli Norðlendinga og Sunnlendinga. Þær eru fyrsla meðalið til að kynn- ast og þekkjast rétt. Fóðurbirgðamat. Samkvæmt forðagæslulögunum hefir um skeið verið framkvæmt heyja-ásetningseftirlit í sveitum. Allir, er hlut eiga að máli, eru þess vitandi, að það hefir orðið að byggjast á handahófs-áætlun, að meira eða minna leyti, því að hagkvæmar matsreglur hefir vant- að. Ýmsir hafa bent á ráð til að bæta úr þessu, en oftast hafa þau þótt ófullnægjandi eða of marg- brotin, og því ekki náð útbreiðslu. Handahófið í ásetningnum hefir leitt margt ilt af sér. Og einhver versta afleiðingin er vantraust bænda gagnvart ásetningnum, sem stafar af því hvað hann hefir reynst óábyggilegur oft og tíðum. Aðal-gallarnir við ásetninginn eru: 1. Ekki tekið nægilegt tillit til heygæða og heyfestu, þar af leiðandi ósamræmi. 2. Samvinna forðagæslumanna og forðaeigenda ekki eins góð og vera ber. Hér fara á eftir reglur uin mat á fóðurbirgðum, og skal þess getið, að þær eru hugsaðar í sambandi við íóðurbirgðafélög eða fóður- kaupafélög.. Þeim er og ætlað, að bæta úr ofantöldum göllum. Heybirgðir allar séu nelnar i flokka eftir gæðum og festu. — Flokkarnir verða 6, og nefnast: 1. flokkur, II. fl., III. íl. o. s. frv. í I. ílokki sé: 1. Ræktartaða, meðalföst og meðalgóð og betri. 2. Há vel verkuð og föst. í II. ílokki: 1. Laus taða, mið- ur verkuð. 2. Útskæfutaða, vel verkuð og föst. 3. Há, Iaus eða hrakin. í III. flokki: 1. Áveituhey, vall- lendishey og smágert fjallhey, sinu- laust, fast, vel verkað. 2. Útskæfu- taða miður verkuð, laus. í IV. flokki: 1. Áveituhey (gul- stör), valllendishey og fjallhey, sinumikið eða hrakið. 2. Alskonar meðalheg að gœðum, festu og verkun. í V. flokki: kl. Meðalgott hey, laust. 2. Sinumikið hey; fast og vel verkað. í VI. flokki: 1. Alskonar létt- ingshey, svo sem stórgert og sinu- mikið flóahey, hvítfinnungur o. fl. fremur laust. 2. Síðslægjuhey, trén- að og miður verkað. 3. Alskonar nýðhrakið og skemt hey. Um leið og heyið er flokkað eftir þessari fyrirsögn, er fundið út rúmmál hvers flokks, talið í ten. álnum. Siðan eru ten. álnirnar í hverjum flokki lagðar í forða- einingar samkvæmt eftirfarandi reglum. í I. flokki er 1 ten. alin = 1 forðaeining. í II. flokki er 1,3 ten. alin — 1 forðaeining. í III. flokki er 1,5 ten. alin = 1 forðaeining. í IV. ílokki eru 2 ten. áln. = 1 forðaeining. í V. flokki eru 2,5 ten. áln. === 1 forðaeining. í VI. flokki eru 3 ten. áln. = 1 forðaeining. Mat heyjanna framkvæma hinir kjörnu forðagæslumenn ásamt fóð- urbirgðaeiganda. Skal hann eink- um gefa upplýsingar um verkun og gæði heyjanna, hversu mikið sé af hverri heytegund i einni og sömu heystæðu, hvort hitnað hafi í heyjunum að sumrinu o. s. frv., svo nákvæmlega sem honum er unt. Ella svfkur hann sjálfan sig. Um festu heyjanna verður eink- um að dæma eftir stærð heystæð- anna, hita í heyjum að sumrum, og hvort heldur er um hlöður eða garðhey að ræða. Geta að eins hlöður með 4 álna veggja hæð og 5—6 álna breiðar lagst móti venju- legum garðheyjum að festu. í mjórri og lægri hlöðum er vana- lega lausara og verður því að fær- ast undir flokk aftar í röðinni, en heygæðin benda til. Með mati og flokkun heyja, eins og lýst er hér að framan, er reynt að fá sem mest samræmi í nota- gildi hinna ýmsu heytegunda, eins og það hefir reynst bændum, er gefa hvað með öðru: fyrirferðar- lítið, næringarríkt fóður og fyrir- ferðarmikið, sem heldur við kvið- rými skepnanna. Með tilliti til notagildisins má á líkan hált leggja kraflfóðurbirgðir i forðaeiningar. Gengið er út frá: að 1 forða- eining í I. fl. vegi 33 kg., að 1 kg. síldarmjöl jafngildi 4 kg. af meðal töðu, 1 kg. maismjöl = 4 kg. meðal töðu, 1 kg. síld (söltuð) = 2 kg, m. t., 1 kg. lýsi = 5,5 kg. af meðal töðu o. s. frv. Af góðu síldarmjöli verða því 8,25 kg. = 1 forðaeining. Af maismjöli verða 8,25 kg. = 1 forðaeining. Af síld verða 16,5 kg. = 1 f.e. Af lifur (grút), söltuðum hrogn- um, fiskbeinum eða beinmjöli mun þurfa um 16 kg. til að jafngilda 1 forðaeiningu. Um leið og tölur þessar eru valdar sem næst því er reynslan og vísindin benda til um notagildi kraftfóðurtegunda með heyi eða beit, þá eru þær og settar hér til þess, að mönnum verði ljóst, að forða- einingin, eins og lýst er hér að framan, er handhœgur og um leið nákvœmur mœlikvarði við ásetning á hinar gmislegu fóðurtegundir. Verður það að álítast mjög mikill kostur. Hverri búpeningstegund skal svo ætla vissa forðaeiningatölu eftir því, sem reynsla og staðhættir benda til í hverju bygðarlagi. Ættu sveit- irnar að gera samþykt um það, hvert hámark og lágmark skuli vera í hverri sveit, handa hinum ýmsu búpeningstegundum, og fela forðagæslumönnum að ákveða þar í milli fyrir hvern bæ í sveitinni. í samþykt ætti að skylda alla að hlýða úrskurði forðagæslumanna, að viðlögðum sektum, ef út af brygði. p. t. Reykjavik 5. marz 1920. Sig. G. Sigurðsson. Frá úílöndum. Úrslit kosninganna til lands- þingsins danska urðu þau,að flokka- skiftingin verður þannig: Vinstri- menn hafa 31 sæti, hafa unnið 5. Jafnaðarmenn 19 sæti, hafa unnið 4. Hægrimenn 14 sæti, hafa tapað 4. Róttækir vinstrimenn 8 sæti, hafa tapað 5. Á þinginu eiga sæti 8 konur. — Danir auka mjög verslun sína við Bandaríkin.' Hefir áður verið sagt hér í blaðinu frá kjöt- og smjörflutning Dana þangað. Nú er búist við, að Danir flytji þangað mikið af kartöflum, enda mun Díinmörk nú vera hartnær eina landið í Norðurálfu, sem getur flutt út kartöflur. Þýskaland og írland hafa áður flutt út rnikið af kartöflum, en ástandið heima fyrir í þeim löndum veldur hnignun- inni. Þá ráðgera Danir og að hafa skifti á múrsteini og kolum frá Bandaríkjunum. í sambandi við þessa auknu verslun Dana við Bandaríkin gera þeir sér vonir um, að Kaupmannahöfn geti orðið verslunarmiðstöð fyrir vörur sem flytjast eiga frá Bandaríkjunum til Eystrasaltslandanna. — Ósamlyndi all-mikið er milli Frakka og Englendinga um af- stöðuna til Bolehewicka. Vill Lloyd George fyrir hvern mun fá frið við Rússa, en Frakkar eru að mun kröfuharðari. Við Belga hafa Frakkar gert fullkomið hernaðar- samband. — Banatilræði var nýlega veitt Venizelos forsætisráðherra Grikkja. Særðist hann að eins lítið eitt. — Breska leynilögreglan hefir komið upp samsæri gegn Lloyd George. — Afar-harða hríð hafa Pól- verjar og Rússar háð um Warsjá. Er borgin enn í höndum Pólverja, en sendisveitir erlendra ríkja eru flestar sagðar flúnar. — Orðrómur er um það, að Frakkar dragi lið saman við Rín og í Elsass og Lothringen, og í sambandi við það er sagt, að franskir jafnaðarmenn hóti að hefja allsherjar verkfall gegn nýrri styrj- öld. — Rússar og Þjóðverjar stofna til samninga um fjárhagsskifti inn- byrðis. Eru rússneskir fjármála- menn og járnbrautafræðingar vænt- anlegir til Þýskalands til þeirra samninga. — Jafnframt því sem tala hinna þýsku hermanna hefir verið stór- kostlega minkuð og herskyldan afnumin, er og verið að vinna að því, að ná þeim vopnum, sem hafa verið í höndum almennra borgara utan hersins, og er það vitanlega harla nauðsynlegt um að friða landið til fulls. Gat hermálaráð- lierrann þýski þess í ræðu, sem hann flutti nýlega í þinginu, að áætlað væri, að í höndum almenn- ings væru um tvær miljónir af Srúmálaðeilan norska. Grein með þessari yfirskrift barst mér nýlega. Hún -stóð í »Tíman- um« 22. f. m. Og langar mig að svara henni nokkrum orðum. Eg hefi dvalið í Noregi nú um mörg ár og þekki því betur en greinarhöfundurinn, tildrög trú- máladeilu þessarar og h\ernig hún hefir verið flutt af hendi þeirra er greinin ræðst á, Rúm og aðrar ástæður leyfa mér ekki að rekja deilu þessa að rót- um, svo sem æskilegt væri til þess að fræða almenning um víðtæki málefnisins er hún snýst um. Greinarhöfundurinn telur hana snúast um »smáatriði« — er »láta ósnertan grundvöllin sem öllum er sameiginlegur«. — Enn fremur seg- ir hann »að leiðtogar hennar séu þrælbundnir bókstafslrúarmenn« — »ofsafuIlir þröngsýnismenn« —- »falsspámenn« — wafvegaleiði og æsi fáfróða«. — Að hér sé að ræða um: »Sorglegustu yfirsjónir drýgðar í nafni kristindómsins« — »AlIra varhugaverðustu misbeitingu á nafni Krists«. Eg vil þá fyrst minnast á það er höfundur tekur síðast fram, nefnilega að hér sé um smáatriði að ræða — því vitanlega er efni deilunnar aðalatriðið, og með því standa og falla að mestu leyti dómsorð höfundar um þá er hana reka. Þar sem eg nú er stödd, hefi eg því miður ekki með höndum heim- ildir er þyrftu til þess að gela til- fært orð neistefnu-manna um eftir- fylgjandi atriði er bera á milli. — »Smáatriðin« er höfundi virðast, — en sem í raun réltri eru grund- völlur kristindómsins og insta eðli hans, atriði, sem greina hann frá öllum öðrum trúarbrögðum og sem hann stendur og fellur með: Að Kristur sé Guðs eingetinn son- ur, að dauði hans hafi verið fórn- ardauði sem friðþægði fyrir syndir vorar, að Guð hafi samið frið fyrir blóð kross hans, að hann sé upp- risinn oss til réttlætis o. s. frv. Neistefnu-mönnum virðast þetta smáatriði, þeim virðist auk heldur ómögulegt að skilja í því að öðr- um geti þetta verið dýrmæt aðal- atriði, er þeir samvisku sinnar vegna hljóti að verja. Og jástefnu-mönnum eru þetta dýrmæt aðalatriði, á þeim hafa þeir bygt lífsvon sína um tíma og eilífð. Rilningarinnar Jesús Kristur er líf þeirra. Þeir hafa reynt, að enginn nema þessi Jesús Kristur gat veitt samvisku þeirra frið og frelsi. Því verða þeir sjálfs sín vegna, | barna sinna og þjóðar, að berjast fyrir þeirri trú, sem eitt sinn er fal- in hinum »heilögu«. í sumar, þegar boðað var til kirkjulegrar samvinnu milli nei- stefnu- og jástefnu-manna, kvað prófessor Hallsby slíka samvinnu ógjörlega. Hann færði sönnur á mál sitt, ritaði ásamt fleirum um stefnumuninn. Leitaðist við að sýna fram á, að hann væri svo mikill að samvinna væri óeðlileg, ómöguleg og órétt. Andstæðinga sina ávarpaði hann með allri kurteysi, undi þeim alls sannmælis og svo gerðu flestir úr þeim flokki. Aftur á móti báru hinir honum á brýn hræsni og aðrar sakir, hinar sömu og greinarhöfundurinn í Tímanum, Hvar eru ofsóknirnar? Ef flokkur er stendur gegn bann- lögunum býður mér, sem bann- lagavin, að starfa með sér að bind- islöggjöf, og eg segi: »Nei, það get og ekki, því sannfæring mín um bindindislöggjöfina er alt önnur en ykkar«. — Er það nokkur ofsókn af minni hálfu? — Eða: Eg hefi tekið að mér umboð fyrir versl- unarfélag, en virðist síðan að það ekki selji góða vöru. Samt held eg áfram að standa í þjónustu þess, tek út kaup mitt, en segi þar sem eg kem að eg geti ekki mælt með félaginu, það sé ekki áreiðanlegt og vörurnar ekki góðar. Félagið fær vitneskju um þetta og mælist til að eg segi starfanum af mér. Er það ofsókn gegn mér? Væri það nokkur ofsókn þó mér væri blátt áfram sagt upp atvinnu þessari? Að sjálfsögðu eru jástefnu-menn- irnir háðir ófullkomleik, eins og allir menn, svo eilthvað má með sanni finna að sókn þeirra og vörn í þessu máli, en árnæli, er greinarhöfundur ber á þá, eiga þeir ekki skilið. Þeir hafa margsýnt, að þeir eru fúsir til samvinnu við alla þá er í raun og veru byggja á sarneigin- lega grundvellinum, Jesú Kristi. Innra-trúboðið norska hefir um mörg ár gengist fyrir »vinastefn- um« og boðið til þeirra Frikirkj- unni, Methodistum og Baptistum. Fengið þá til að flytja þar erindi um sameiginleg trúmál. Hér hafa mætt á annað þúsund manna úr öllum áttum landsins og frá ýms- um trúarflokkum og hafa notið samverkunnar »í einingu andans og bandi friðarins«. Síðastliðið haust, skýrði einn af formælendum einingarviðleitninnar vestra svo frá, að samvinnugrund- völlurinn væri hin sameiginlegu trúaratriði allra kristinna kirkju- deilda: Trúin á heilaga þrenningu, á Krist Guðs eingetinn son og friðþægingu hans fyrir syndir vorar. Aftur komi ekki til mála mismun- andi skilningur kirkjudeildanna á óverulegri atriðum. í gær sá eg í blöðunum, að Skaglund ritstjóri frá Chicago, hafi skýrt Morgunblaðinu frá »einingarhreyfingunni« á þá leið að stefnurnar væru tvær. Fyrir annari standi John R. Mott, John D. Rockefeller og Dr. Robert Speer. Sú stefna gangi fremur í þjóðkirkju- áttina, næði yfir 30 félög og ynni af alefli. Ætlaði sér á komandi fimm ái’um að safna 1300 miljónum dala til innra- og ytra-trúboðs. Leiðtogar hinnar væru þeir Dr. Totrey* Dr. Dixon o. fl. Hún væri fríkirkjuleg og snerist að því, að safna þeim einum er verja vilja boðskap bygðan á biblíunni og standa ákveðið í gegn »skynsemis- stefnunni«. Enginn hefir mér vitanlega orðið til þess, að bregða Þorvaldi presti Iílaveness um þröngsýni í trúar- málum, en áður en hann dó skrif- aði hann um »Nýju-guðfræðina« á þessa leið: »Þegar hún með tím- anum kemur öll í ljós, sýnir það sig, að hér er að ræða um ný- truarbrigði, nýja trú, nýjan Guð«. Og séra Kristoffer Bruun »frjáls- ræðishetjan« alkunna skrifaði svo í vetur. Hið eina svar er sæmir er þrumandi hernaðar-yfirlýsingin hans prófessor Hallsby. Klaveness og Bruun duldist of lengi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.