Tíminn - 21.08.1920, Blaðsíða 3

Tíminn - 21.08.1920, Blaðsíða 3
TÍMINN 131 M íÉíshr Yörnr! Notíð islensku sápuna frá verksmiðiunni „SBROS“, Rvík. Hún fæst í yflr 20 versl- unum í Reykj avík — og flest- um kaupfélög'um á landinu— Þór eigið að biðja fyrst um „SEROS“ sápuna. Hún er áreiðanlega best — fer best með þvottinn og er drýgst og svo er hún ÍSLENSK. hermannabyssum, yíir átta þúsund hríðskotabyssur og mikið af vél- um til þess að kasta sprengjum og af öðrum hergögnum. Ræður að líkindum hver háski er búinn að slíkum birgðum í höndum al- mennings. En mikil vandræði ætla að verða að þvi, að ná þessum vopnum. Tortrygnin milli stéltanna er svo rík. Borgarastéltin og verka- menn tortryggja hvorir aðra um, að halda vopnum eftir. — Páfinn hefir nýlega í bréfi haft stór orð um þá hættu, sem heiminum stæði af jafnaðarmönn- um. Telur hann foringja jafnaðar- manna hina skæðustu óvini kristn- innar. — í Berlin stofnuðu friðarvinir til skrúðgöngu og fundarhalda, mánaðardaginn sem heimsstyrj- öldin hófst. Margir tugir þúsunda tóku þátt í þessu. Vakti það mesta athygli erstórhópurlimlestra manna kom fram á sjónarsviðið, sumpart haltrandi á hækjum og stöfum, sumpart var þeim ekið í sjúkra- vögnum. — Jafnaðarmenn hafa nýlega háð alþjóðafund í Genf í Sviss. Voru þar saman lcomnir fulltrúar frá nálega öllum löndum Norður- álfunnar. Var þar meðal annars til umræðu hverjar ráðstafanir væru mögulegar um »ð hindra styrjaldir í framtíðinni. Var að því vikið að undir slíkum kringum- stæðum ættu allir námamenn að gera verkfall, því að án kola væri stríð ómögulegt. — Látinn er nýlega Fisher lá- varður, sem eitt sinn var yfirmað- ur enska ílotans og er talinn mesti flotaforingi Englands næst á eftir Nelson. Var hann aðalhvatamaður hinnar mildu ílotaaukningar Eng- lendinga og ótal umbóta í flotan- um. Hann var kallaður »faðir »dreadnought«-anna«, sem eru stærstu herskipin, en fækkaði mjög smærri skipunum. — Danskir vinnuveitendur ráð- gera að koma upp »þjóðhjálpar«- ílokki í hverri sveit á landinu. Á sá ílokkur að vera viðbúinn að taka til starfa ef almenningsheill telst að vera í veði vegna verkfalla. Er búið að stofna slíka flokka í ýmsum bæjum utan Kaupmanna- hafnar. Kom mál þetta og til um- ræðu á fulltrúafundi vinnuveitenda- félaga fyrir Norðurlönd, sem hald- inn var nýlega í Iíaupmannahöfn. fyrirUstur um Kina. Iíínverskur mentamaður sem hér er staddur um þessar mundir, herra hvað »nýja-guðfræðin« bar í skauti sér, en þegar þeir sáu það snér- ust þeir í gegn henni, sem þeirra var von. — Eg er viss um, að fjöldi ný- guðfræðinganná hafa ekki gert sér ljóst, hvert stefnir. Sæju þeir það, mundu þeir snúa við. •— Það getur farið svo, að »kross- festingar og brennur« sem höfund- ur minnist á verði beiskur raun- veruleiki áður varir, og að »nýja- guðfræðin« sé sér óafvitandi að ryðja þeim skelfingum rúm. Á Pjóðverjalandi, þar sem hún hefir unnið vel og lengi er nú reistur páfalegur »nuntiatus« í höf- uðborg landsins, og búist við að íleiri fylgi á eftir. — Sönn trúar- brögð eru oss mönnunum á móti skapi, en trúarbragðalaust getum vér þó ekki lifað til lengdar. — Pegar prédikararnir hafa engan ákveðinn boðskap að flytja oss, missum vér smám saman traust á þeim og hættum að hlusta á þá. Og er vér erum örþreyttir orðnir á engu að trúa, standa eyru oss og björtu opin þeim, sem ílytja ákveðna kenningu, þó villukenn- ing sé. — Mein þessara tíma eru mörg og þung, sárin virðast ógræðandi. — Hvar er meinabót? — Hvar er græðslu að finna? K. T. Sen, kvæntur íslenzkri konu, Oddnýju Erlendsdóttur frá Breiða- bólsstöðum á Álftanesi, hefir eftir beiðni nokkurra manna lofað að halda hér fyrirlestur um þjóð sína og ættjörðu. Fyrirlesturinn verður, að því er ákveðið er, flutiur i Iðn- aðarmannahúsiuu föstudagskvöldið 27. þ. m. og verður á ensku. Gefst mönnum hér slíkt tækifæri, sem varla er líklegt að þeim bjóðist öðru sinni, að heyra stórgáfað- an og að sama skapi mentaðan Kínverja tala um elstu og að ýmsu leyti hina allramerkilegustu menn- ingarþjóð heimsins, og þjóð sem margt virðist nú benda á að skapa muni einn meginþáttinn í sögu næstkomandi alda. Má gera ráð fyrir að þetta tækifæri til fróðleiks verði notað eftir því sem húsrúm leyfir, þvl hér er sægur af fólki, sem svo er vel að sér í ensku að það geti fylgst með í vel fluttum fyrirlestri. Hr. Sen hefir i átta ár stundað háskólanám á Englandi og Skotlandi, og vegna þeirra sem unna enskri má geta þess, að hann talar það mál svo vel að jafnvel á Bretlandi sjálfu er það ekki al- gengt að heyra ensku svo vel talaða. Samkvæmt tilmælum fyrirlesar- ans verður fyrirkomulag alt við fyrirlesturinn sniðið eftir þvf sem tíðkast með Bretum, en það er nokkuð frábrugðið því sem hér er títt. Einnig verður búsinu lokað stundvíslega á þeirri mínútu er fyrirlesturinn byrjar, eins og tíðk- ast erlendis, enda skaðlítið þótt islenska óstundvísin sé ekki við þelta tækifæri auglýst fyrir erlend- um manni. Þess skal getið að hr. Sen hefir lagt svo fyrir að ailur ágóði af fyrirlestrinum verðí látinn renna til Landsbókasafnsins. ^orgin ©ilífa eflir all ®ain<s. X. Róma þaut yfir sléttuna eins og fugl flygi. Golan lék um hana og það tók undir af hófadyninum. Hún heyrði það að annar kom á eftir, en sló í hestinn, þvi að henni þótti gaman að eltingaleiknum. — Hún vissi það, þó hún liti ekki við, hver var á eftir og hjartað barðist í brjósti henni. Pau voru komin langan veg, þegar hann loks náði henni. Pað var lítið veitingahús þarna »Við lians sár höfum vér hlotið lækningu«. Stödd í Lervig 18. júni 1920. Ólafía Jóhannsdótlir. Aths. Ég geri það með ánægju að birta þessa grein hinnar ágætu og mikilhæfu konu, frk. Ólafíu Jóhannesdóttur, þótt hún leggist svo algerlega á móti orðum mín- um og ég sé þeirri skoðun sem hún heldur fram svo gersamlega mótfallinn. En ég get ekki látið hjá líða að láta nokkur orð fylgja henni, Kem ég þá fyrst að því sem af sérstökum ástæðum liggur nærri. Við vorum sem sé bæði við guðsþjónustu í Reykjavíkur- dómkirkju á sunnudaginn var. Guðspjall dagsins var dæmisagan um Faríseann og tollheimtumann- inn. Ég ætla að lejda mér að minna frk. Ólafíu á niðurlagsorð- in um tollheimtumanninn: »Pessi maður fór réttlættur heim til sín«. Ég veit að frk. Ólafía trúir þess- um orðum, en ég spyr: Dettur henni í hug að tollheimtumaður- inn hafi staðið á þessum »sam- vinnugrundvelli ailra kristinna kirkjudeilda«, að hann hafi trúað á: heilaga þrenningu, á Krist Guðs eingetinn son og friðþæging hans fyrir syndir vorar — alt þetta út- skýrt guðfræðilega á þann hátt sem rétt hjá. Hann hafði þekt það, þá er hann var barn. Þau voru bæði svöng og úkváðu að fá sér þar bita. Feiminn drenghnokki tók við hestum þeirra. Gamall maður og illilegur bauð þeim inn í húsið og gömul og mannfælin kona sagði hvað þau gætu fengið að borða. Þau gengu úti meðan þau biðu eftir matnum og komu í lítinn dal sem vaxinn var viltum blómum. »Énn hvað heimurinn er fagur«, sagði hún og lét sem hún virti náttúruna fyrir sér. »Já heimurinn er fagur.—Þegar eg var barn, þá voru menn vanir, að heyja hér einvígi«. »Hér á þessum yndislega stað! Það hefði getað verið hér, sem dóttir Faraós fann Móse«. »Eða Adam fann Evu«. »Enn hvað honum hefir orðið kynlega við. Hvað ætli hann hafi haldið er hann sá hana?« »Hann hefir líklega haldið, að hún væri engill, sem vilst hefði ofan úr himnum í tunglskininu og gíeymt að fljúga heim«. »Yíst ekki! Hann hefir hlotið að sjá að hún var kona«. »En þér verðið að minnast þess, að hún var eina konan«. »Og hann var líka eini maður- inn«. Maturinn var slæmur, illa til- búinn og illa framborinn, en það Innra trúboðið gerir. Frk. Ólafía verður að virða mér það til vork- unnar að ég er sannfærður um að tollheimtumaðurinn hafi yfirleitt verið algerlega »vantrúaður« um þessi atriði, hann hafi alls ekki staðið á samvinnugrundvellinum hennar. Er þarna einmitt komið að því sem okkur skilur. Frk. Ólafía segir það 'og. Pað er það, hvað séu smáatriðin og hvað séu höfuð- atriðin. Höfuðatriðið fyrir mér er þetta einmitt sem Jesús fann í fari toll- heimtumannsins og bygði á dóm sinn: »hann fór réttlættur heim til sín«. Höfuðatriðið fyrir frk. Ólafiu get ég ekki fundið annað en sé: að trúa vissum trúarsetningum. llöfuðatriðið fyrir mér er það hugarfar sem lýsir sér í bæn toll- heimtumannsins. Á þeim grund- velli eiga kristnir menn að stofna til samvinnu samkvæmt orðum Krist sjálfs, samkvæmt dómi hans um slíka menn. Ef við setjum önnur skilyrði þá er það okkar verk en ekki hans verk, þá vinn- um við ekki í anda Krists. Hann hefir sagt þann mann réttlættan sem með auðmjúku hjarta biður guð að vera sér líknsaman — án tillits til þess hvort hann trúir þrenningar eða friðþægingarlær- dóminum. Hann varar við hinum gerði ekkert til. Máltíðin. var þeim fullkomin ánægja. Ung stúlka sat úti í garðinum og söng við vinnu sína. Pað var vísa um móður og son hennar. Hann var farinn burt af heimilinu, en ætlaði einhverntíma að koma aftur. Nýja húsið hans var stórt og fagurt, en hann mundi laðast heim að gamla arninum. Fagrar konur elskuðu hann, en hann þráði kossa gráhærðrar móður sinnar. — Pau hlýddu á sönginn. Brosið hvarf af vörum þeirra og þeim vöknaði um augu. Gamli maðurinn kom til þeirra með reikninginn. »Hafið þér átt lengi hérna heima?« spurði Rossí. »Mjög lengi herra«. »Pér eruð frá Cíociaría«. »Já«, svaraði maðurinn og horfði hissa á Rossí. »Eg var fátækur þá«. »Já, en þér kunnuð að rækta vínviðinn, og þá er húsbóndi yðar dó, kvæntust þér dótturinni og erfðuð víngarðinn«. »Angelica! Hér er maður, sem veit alt um okkur«, sagði sá gamli og brosti út undir eyru. »Pér eruð ef til vill ungi mað- urinn, sem vanur var að koma til greifans á fjallinu fyrir 20—30 árum síðan?« Rossí leit inn í augu honum og spurði: sem fyrst og fremst þakka fyrir það að þeir eru »ekki eins og aðrir menn«. Ég álít að þau áminning- arorð eigi nú á tímum ekki síst erindi til þeirra, sem telja sig eina hólpna og þá, sem játa einhverjar trúfræðilegar útlistanir og eru að því leyti »ekki eins og aðrir menn«. Svo vikið sé beint að trúmála- deilunni norsku, get eg getið þess, að mér var málið bæði viðkvæm- ara, en um leið kunnara, vegna þess, að ýmsir þeirra manna, sem Innratrúboðs-mennirnir vilja gera ræka úr kristnum söfnuði, voru mér persónulega kunnir, og eg hefi lesið mörg af skrifum þeirra. Pekki eg ekki betri, einlægari og áhugasamari kristna menn en suma þeirra. Sorg mín yfir því, að slíkir menn eru ofsóltir eins og hættu- legir glæpamenn, og það af þeim mönnum, sem teljast vilja kristnir menn — olii því, að eg tók fast til orða. En eg sé ekki ástæðu til, að taka eitt einasta af þeim orð- um aftur. Pað er mín einlægasta sannfæring, að fáar athafnir eigi skilið harðari dóm en slíkar trúar- ofsóknir. Við höfum annan mælikvarða frá sjálfum höfundi kristninnar, til að fara eftir í þessu efni, orðin: »af ávöxtunum skuluð þér þekkja þá«, en það stendur ekki: »aftrúar- greinunum skuluð þér þekkja þá«. Alþýðublaðið er dagblað, sem íslenski alþýðu- ílokkurinn gefur út. Pað flytur daglega greinar um innlend þjóð- félagsmál og önnur mál er varða hag íslenskrar alþjóðar. Pað flytur bestar og áreiðan- legastar ^rlendar fréttir, m. a. erlend fréttaskeyti daglega frá Kaupmannahöfn frá fréttaritara dagblaðanna. Pað er i höfuðstaðnum viður- kent besta dagblaðið, enda hefir það á því hálfa ári er það hefir komið út fengið jafn-mikla út- breiðslu þar og hin dagblöðin. Það er í hvívetna málsvari hinna fátækustu, en ber um leið hag allra fyrir brjósti. Alþýðumenn um alt land! Ger- ist kaupendur þess. Gerist útsölu- menn í ykkar sveit. Blaðið kostar að eins 1 kr. á mánuði sent hvert á land sem er. Utanáskrift: Alþýðublaðið Reykjauík. »Munúð þér eftir fátæka drengn- um sem þá bjó hjá ykkur?« Brosið hvarf snögglega. »Yið höfðum engan dreng, herra«. »Hann kom til ykkar frá Sanlo Spirito. Pið fenguð 100 franka með honum . . . « »Ef herrann kemur frá munað- arleysingjahælinu — þá getið þér sagt þeim það sama sem eg sagði prestinum, þá er hann var að spyrjast fyrir um drenginn, að við höfum aldrei tekið barn þaðan og að við höfum enga peninga fengið frá því fólki, sem sendi hann til London«. »Pér munið þá ekki eftir hon- um?« »Nei alls ekki?« »Og þér ekki heldur?« sagði Rossí við gömlu konuna. Hún hugsaði sig um augnablik. »Nei, herra«. Rossí var þungt um andardrátt- inn og svo borgaði hann. Drenghnokkinn færði þeim hest- ana. »Ertu búinn að vera hérna lengi?« spurði Róma. »Tíu ár«. Hann var tólf ára gamall og áður en Rossí gæti komið í veg fyrir það, hatði Róma gefið hon- um það, sem í buddunni var. Pau riðu lengi hægt og þegjandi. Sólin gekk til viðar og hinn bjarti dagur var á enda. »Var það þarna, sem þér voruð í fóstri?« »Já!« Eg ber stórmikla virðingu fyrir starfsemi frk. Ólafíu Jóhannesdótt- ur og efast ekki um það eitt augna- blik að líferni hennar er beinn ávöxtur af trú hennar. Eg efast ekki um það að þessir lærdómar sem hún nefnir séu henni dýr- mætir og að hún sæki fyrir guðs- samband sitt og trú sína óumræði- lega blessun og krafta lil starfs síns. Eg hefi hina allra fylstu sam- úð með því að hún segi öðrum frá reynslu sinni og hvetji þá til að reyna að verða hinnar sömu blessunar aðnjótandi. En þegar Innratrúboðsmenn setja sig sem dómara yflr aðra menn og vilja í nafni Krists fordæma og reka burt úr kristnum söfnuði þá menn sem jafneinlæglega vilja reka erindi Krists, af því að þeir hafa fuudið Guð sinn og frelsara eftir öðrum leiðum — þá segi ég að þeim skjátlist hörmulega. Þá stofna þeir til bróðurvíga. Þá eru þeir á hinum sömu villigötum og kirkjan hefir svo oft lent á og sem for- dæmt er í hverri einustu veraldar- sögu. Þá setja þeir takmörk kær- leika Guðs, er þeir álykta af sinni reynslu, og telja allar aðrar leiðir ófærar, já blátt áfram að þær leiði til djöfulsins en ekki til Guðs — aðrar en þessa einu sem þeir hafa farið. Þá víkja þeir Kristi úr há- sætinu og setja sjálfa sig í staðinn og fremja athafnir í nafni hans sem algerlega eru andstæðar anda hans. Tr. P.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.