Tíminn - 28.08.1920, Blaðsíða 2

Tíminn - 28.08.1920, Blaðsíða 2
130 TIMINN Smágreinar úr bréfum frá Jóni Jónssyni frá Sleöbrjót. VII. Iimflytjendurmr. (Pýtt úr Norðmannablaöinu Nörröna 1. apr. 1920). sÞeir sem dragnast með þá tauga- veikluðu ættlandsást, sem finst inn- flytjendurnir vera óvinir Canada, þeir ættu sem fyrst að hreinsa sín eigin hús, og fleygja út þeirri skoð- un, að innflytjendurnir séu sníkju- dýr, sem ekki hugsi um annað en drekka úr lífslindum Canada, til að fita sjálfa sig, og reyna að koma af stað mannfélags-byltingu (Revolution). Ef það er nokkur hlutur, sem hindrar innflytjandann frá þvi, að unna fósturlandi sínu, nærri eins og föðurlandi, þá eru það þessar sífeldu nálastungur og olnbogaskot til útlendinganna, sem þeir verða fyrir af mörgum hinna ensk-kynj- uðu Canadamanna. FJestallir innflytjendur koma hingað í þeim tilgangi, að taka sér aðsetur hér, byggja sér fram- tíðarheimili, og verða þegnar þessa lands. Rað þarf dálitinn tíma til þess að þeir átti sig á öllu hér, verði liandgengnir háttum þjóðarinnar og læri vel að þekkja þjóðhaginn. En fyrir heppilega aðstoð blaða þeirra er hér hafa verið gefin út á móðurmáli innílytjenda flestra þjóða, þá hefir þekking á þjóðar- högunum furðu fljótt fest rætur hjá þeim. Mestur hluti innflytjendanna hefir flækst frá föðurlandi sínu, af því þeim hefir ekki á einhvern hátt fundist nógu rúmt um sig þar, og þeir ekki getað ýmsra hluta vegna þroskað þar hæfileika sína og beitl kröftum sínum eins og þeir hefðu óskað. Slíkir menn eru eliki lak- asti hluti þjóðanna. Þvert á móti, það eru oft bestu mannsefnin sem þjóðin á, þótt hún ef til vill kafi eigi komið auga á það. Þetta framantalda, ásamt ævin- týralönguninni, hefir verið aðal- orsök útflutninga hjá þjóðunum. Og s\o lögðu þessir útflytjendur af stað, til að leita sér að nýjum bústað, þar sem meira væri svig- rúm til að beita kröftunum, og komast í óháðari stöðu en heima- landið gat veitt. Og það er öllum auðsætt, að menn með slíkum hugsunarhætti eru ekki lökustu menn þjóðanna. Þegar þessir menn og konur komu hér, gæddir slerkum lífs- þrólti, miklum hæíileikum, ein- beitni og starfshug, þá reyndu þeir að beila öllum kröftum sínum til ganbrikin 300 íra. Á þessu ári halda Bandaríki Ameríku hátíðlegt þriggja alda af- mæli sitt. Ekki er nú aldurinn hár. í samanburði við ísland, sem senn er hálfnað með elleftu öldina, mega þau teljast sem hálfgert barn. En á þessum þremur öldum hafa Bandaríkin náð meiri vexti og þroska en dæmi eru til í ver- aldarsögunni. Fyrir 300 árum var þvínær öll Norður-Ameríka óbygð- ir einar. Fáir flokkar af Indíánum flæktust fram og aftur, annars var landið endalaus skógflæmi, óbygð- ar grassléttur og sandauðnir. En nú búa þar 100 miljónir manna og hvergi er verkleg menning á hærra stigi. Það eru ekki landkostir einir eða loftslagið — þó hvorutveggja sé gott — sem valdið hafa þessum framförum, heldur jafnframt hitt, að það var þroskaðasta þjóð heims- ins í öllum þjóðfélagsmálum, sem landið bygði og að þegar á fyrsta ári komst þar á stofn lögskipað þjóðfélag. þessi grundvöllur undir stjórnar- fari Bandarikjanna er harla ein- kennilegur og frábrugðinn því, sem oftast hefir tíðkast annarsstaðar þegar ný lönd hafa verið numin amerísku eru heimskunnir sem bestu og fullkomnustu grammófónar er hugvitsmennirnir hafa getað búið til. Pantið einn slíkan grammófón hjá kaupfélagi yðar eða kaupmanni með nokkrum plötum og þér munuð undrast hve mikill ánægjuauki það verður fyrir heimili yðar, þeg- ar þetta snildaráhald lætur þar til sín heyra. Samband ísl. samvinnufélaga útvegar beint frá verksmiðjunni hið viður- kenda ágæta Mc. Dou^alls baðlyf. að komast i óháða lífsstöðu, og tókst það flestum, og þá liggur það í hlutarins eðli, að þeir bund- ust ótal sýnilegum og ósýnilegum böndum við hið nýja fósturland. Peir vöndust brátt hinum nýju háttum og lífskjörum, og það sem þeim fanst fyrst horfa undarlega við, finst þeim nú eins eðlilegt eins og þeir hefðu vanist því frá æsku, þeir verða smám saman eins og hluti úr þjóðinni. Og séu þeir ekki hindraðir með óeðlileg- um og óheppilegum áhrifum utan að, þá líður sjaldan langur tími þar til innflytjendurnir eru orðnir eins samrunnir þjóðinni eins og þeir væru fæddir hér. En sé óheppi- lega gripið í strenginn, til að flýta fyrir þessum eðlilega samruna þeirra við þjóðina, af því að ein- hverjum þykir ganga of seint að bræða þá saman við þjóðarheild- ina, þá fer vanalega illa, eins og ætíð fer, þegar hindrað er það, sem eðlilegast er. Ef innflytjandinn finnur það, þegar er hann stígur á land, að hann er velkominn gestur, og allir sem fyrir eru unna honum þess að hann geti bætt hag sinn, og notið ávaxtanna af erfiði sínu, og taka honum sem jafningja sínum, þá knýtast þjóðarböndin miklu fyrr milli hans og þeirra, sem fyrir eru. En þar sem mnflytjandinn mætir tortrygni, er ekki sýnt traust og velvild, og litið niður á hann og fyrirlitningin starir móti honum úr hverju auga, þar fer illa. — Hann einangrar sig þá, verður sí- felt var um sig fyrir öllu innlendu, verður tortrygginn við alt og alla. Og þegar hann svo er sífelt stung- inn með því, að orðið »útlending- ur« er notað sem fyrirlitningarorð, þá vekur það bitrar hugsanir bjá honum til þjóðarinnar. Hann kom hingað til að vinna sjálfum sér gagn og lijálpa til að byggja upp landið. Hann er sér þess meðvit- andi, að hafa unnið trúlega, og getur því eigi tekið þvi með þökk- um, að mæta vanþakklæti og lítils- virðing. En þrátt fyrir alt þetta hafa innflytjendur hér gengið rólega að starfi sínu, og hjálpar það mikið til þess, að þeir hafa fundið það, að þeir voru jafnokar að hæfi- leikum og þjóðhollustu, þeim er nálstungunum beittu. Þeir hafa því haldið stefnu sinni, og litið með aumkunaraugum á þá, er ekki kunnu betur að taka á móti góð- um gestum, en raun er áorðin. Innflytjendur vita það afar vel, hve mikinn þátt þeir hafa átt í, að byggja upp landið. Engin fyrir- litning á störfum innflytjenda hér getur svift þá þeirri góðu sjálfs- mcðvitund, að þeir hafa unnið trúlega, sem góðir borgarar, og þeir halda áfram, að vinna að því starfi jafn trúlega, þó það sé ekki eins vel þakkað af ýmsum eins og vera ætti. Innflytjendur óska eigi eftir, að það sé klappað á herðar þeirra, og þeim hælt fyrir hvert vik. Þeir krefjast þess að eins, að þeim sé sýnd sama viðurkenning og tiltrú fyrir starf sitt eins og öðrum lands- ins börnum, er trúlega vinna. Þeir vilja vera lausir við þá áreitni, sem þeim er sýnd af ýmsum, af þvi þeir eru ekki af bresku bergi brotnir, og þeir vilja þeim sé sýnt það í orði og verki, að þeir séu velkomnir hér, til að byggja upp landið og njóta ávaxtanna af erfiði sínú, fyrir sig og sína. Með þessari taugaveikluðu föð- urlandsást, sem amast við útlend- ingum og tortryggir þá, er heftur eðlilegasti vegurinn til að sameina þá þjóðinni, og það vekur sundr- ung og úlfúð. En sé hinn eðlilegi samruni þeirra ekki heftur, þá fellur alt í ljúfa löð, og friður og samræmi verður rikjandi milli inn- flytjenda og þeirra er fyrir eru«, * * * • Norska blaðið Nörröna sem grein þessi var þýdd úr er gefið út í Winnipeg (325 Logan Avenue) og er eitt með allra frjálslyndustu blöðum hér. Ritstjóri þess er Ing- var Olsen lögfræðingur að lærdómi, en ekki að atvinnu. Hann er fjöl- hæfur maður, víðsýnn, frjáls í skoðunum og einarður. Eg hefi þýtt þessa grein til að sanna það er eg sagði í greininni síðustu, að eg stend eigi einn uppi með þá skoðun hér að útlendingafyrirlitn- ingin hefði komið mörgu illu af stað hér. Auk þess eru í greininni eftir minni tilfinning, svo hollar og viturlegar skoðanir um það hvern- ig breyta beri við innflytjendur, að mér fanst það mundi holt vera fyrir íslendinga, að íhuga þær, þegar ísland er uú í þann veginn að verða irinflutningsland annara þjóða, ef alt fer þar eins og ætl- að er. Það var orð á þvi á Austurlandi, á æskuárum mínum, að samkomu- lagið væri ekki sem best milli þeirra feðganna Gísla læknis Hjálm- arssonar og sr. Hjálmars á Hall- ormsstað. Vinur þeirra beggja átti tal um þetta við Gísla, og taldi sr. Hjálmar mikinn mann, sem margt mætti gott læra af. — »Ekki neita eg því«, sagði Gisli, »að eg hefi margt gott lært af föður mín- um, með því að gera alt öfugt við það, sem hann vildi eg gerði«. Canadaþjóðin er þróttmikil þjóð, og margt gott og göfugt í fari hennar, og má margt nytsamt af henni læra. En eg held best sé að læra af þeim Canadamönnum, sem ala í brjósti sér útlendinga- lítilsvirðinguna, á sama hátt og Gísli Hjálmarssan sagöist hafa lært af föður sínum. En sanngjarnt er að geta þess í þessu sambandi, að Canadamenn hafa oft nú á síðari timum lýst yfir því, að þeir teldu íslendinga með bestu innfiytjend- um. En ekki var þeim íslending- um samt sparað útlendingsnafnið, sem voru á móti herskyldulögun- um. og nýlendur stofnaðar. Sú venja hefir oftast verið að annaðhvort hafa nýlendurnar verið algerlega háðar stjórninni heima í móður- landinu, eða að þær hafa verið stjórnlausar framan af. Það hefir þurft að líða nokkur tími, áður en þær hafa verið færar um að mynda lögbundið þjóðfélag. í byrjun 17. aldar fóru Englend- ingar að flytja vestur yfir Atlants- haf. Upphaflega voru það einkum æfintýramenn, sem dvöldu þar skamma stund og héldu svo heim aftur, en árið 1620 tóku nokkrir þeirra sér fastan bústað í Virginíu og fluttu þangað fjölskyldur sínar. Það fyrsta, sem þeir gerðu var að kalla saman þing og samþykkja lög og reglur um það hversu land- námi skyldi hagað og hvernig þeirra litla þjóðfélagi skyldi vera stjórnað. Eftir stuttan tíma var líka þjóðfélagið komið í fastar skorður. Landið varð stórbænda- ríki. Fáeinir menn eignuðust stór landflæmi og höfðu fjölda fólks til vinnu. Seinna kom svo þræla- haldið til sögunnar. Sama árið (1620) var stofnuð önnur nýlenda norðar á austur- ströndinni og hún hefir haft miklu meiri þýðingu fyrir vöxt og þjóð- félagsskipun Bandaríkjanna. Hér voru það trúarbrögðin sem réðu landnáminu. »Púrítanar« voru ofsóttir fyrir trú sína i Englandi, og loks kom þar að, að nokkrir þeirra réðu af að flytja vestur um haf til þess að geta fengið að vera í friði með trú sína. Haustið 1620 fóru rúmlega 100 af þeim með skipinu »Mayflo\ver« til Ameríku og námu land skamt þaðan, sem borgin Boston stendur nú. Þessir menn hafa síðan hlotið nafnið »Pílagrímafeðurnir« og skoða Am- erikumenn og Bretar þá eins og nokkurskonar dýrðlinga. Áður en þeir stigu í land, héldu þeir fund með sér 11. Nóvember 1620 og sömdu lög og reglur, sem síðan hafa vakið undrun og að- dáun um víða veröld. Pessi dagur hefir síðan verið talinn fæðingar- dagur Bandaríkjanna. Nú streymdi fjöldi »Púrítana« vestur um hafið og settist að í nágrenni við Pílagrima-feðurna. Milli þessara frumbyggja var náin samvinna. Þeir skoðuðu sig sem einskonar bræðrafélag og skiftu landinu jafnt á milli sín; engin höfðingjastétt myndaðist. Land- búnaður varð ekki til Iengdar helsti atvinnuvegurinn, eins og í syðri nýlendunni, heldur fóru menn brátt að leggja stund á iðnað, verslun og siglingar. Þannig voru í öndverðu mark- aðar þær tvær línur, sem gengið hafa í gegnum alt þjóðfélagslíf Bandaríkjanna alt til vorra daga. Annarsvegar var stórbændaflokkur- inn úr suðurhluta ríkjanna. Aðal- atriðið á stefnuskrá hans hefir jafnan verið að halda fram sjálf- stæði hinna einstöku fylkja gagn- vart miðstjórn rikisins. Hann barð- ist fyrir þrælahaldinu og nú á síð- asta mannsaldri hefir baráttan fyrir verndartollum verið eitt af áhuga- málum þessa flokks, sem vér nú köllum Demokrata (Sérveldismenn). Hinsvegar voru norðlægari fylk- in. Stjórnmálaskoðanir íbúanna þar voru að meira eða minna leyti mótaðar af anda »Púrítananna« gömlu. Hér kom fram jafnréttis og mannréttindakenningin og þessi fylki börðust fyrir afnámi þræla- haldsins. En timarnir hafa breyst. Þar sem »Pílagrima-feðurnir« námu land eru nú íisnar upp auðugar stórborgir og stóriðnaður hefir fyr- ir löngu lagt landið undir sig. Með iðnaðinum komu svo eins og vant er kröfurnar um verndatrolla og landaukningar. Samveldisílokk- urinn (Repúblikanar) flokkur Lin- colns og Roosevelts hefir yfirgefið hinar gömlu kenningar um að Am- eríka ætti aldrei að leggja önnur lönd undir sig og ríkisaukningar- stefnan (Imperialismus) hefir fengið byr undir báða vængi á síðasta mannsaldri. Milli þessar tveggja áðurnefndu Frá útlöndum. Merkustu útlendu fréttirnar sem borist hafa í þessari viku eru um straumhvörf þau sem orðin eru, í bili a. m. k., um viðureign Rússa og Pólverja. Var svo að sjá áður sem Pólverjar væru komnir á heljar- þrömina. Allir herir þeirra höfðu beðið ósigur og voru á hraða und- anhaldi. Sagt var að rússneski herinn ætli að eins örstutta leið eftir til höfuðborgar Póllands, Warsjáar, enda sendiherrasveitir flestra erlendra ríkja þaðan flúnar. Jafnframt var mikið af því látið að her Rússa væri vel búinn að öllu leyti, en að Pólverja vantaði skotfæri. Endalaust þóf var um friðarsamningana, jafnvel giskað á að Rússar drægju þá á langinn vísvitandi til þess, að geta gjör- sigrað Pólverja og komið á Bolche- viskastjórn í landinu. Nú er öllu snúið við. Er svo að sjá, sem Pólverjar hafi hafið nýja sókn á allri herlínunni, og ekki að eins bjargað höfuðborg sinni, heldur og náð ýmsum borgum af Rússum. Rússar eru sagðir á undanhaldi á allri herlinunni, og ahnar her- armur þeirra í hættu staddur. Pólverjar hafi tekið 70 þúsund herfanga og 200 fallbyssur. Eru þessar fréttir torskyldar vegna þess, sem á undan er gengið, en senni- legast, að það valdi mestu að Bandamenn, og þá aðallega Frakk- ar, hafi komið til þeirra skotfær- um, enda segir ein fregn, að nú hafi Þjóðverjar slöðvað skotfæra- flutning frá Frakklandi til Póllands um Danzig. í annan stað hafa Pólverjar gert sitt ítrasta um að auka herinn, er þeir voru orðnir svo nauðulega staddir. Engu verð- ur um það spáð, hvort hér sé um endanleg straumhvörf að ræða, en þessa vikuna hefir ekkert frekar heyrst um friðarráðstefnu milli Pólverja og Rússa, annað en það, að ítalir og Englendingar hafi lýst sig ósamþykka skilmálum Bolche- wicka. — Enn eru óeyrðir miklar á Þýskalandi. Hafa Bolchewickar náð þar yfirtökum í tveim.borg- um og auglýst þar ráðstjórn. — Kolaverkfall er talið vofa yfir á Englandi, og hættir þá kola- útflutningur þaðan, í bili a. m. k. Eru sumar Norðurálfuþjóðir farnar að hugsa til Kína, um að fá kol þaðan. Danir eru t. d. nú að semja við Kínverja um kolakaup. Kola- námurnar í Kína eru taldar ein- hverjar hinar mestu í heimi, en í þeim hefir til þess að gera lítið verið unnið. flokka hefir barátta staðið í nær- felt þrjár aldir. Enskir siðir hafa verið fyrirmynd alstaðar i sljórn- málalífi Bandaríkjanna fram undir vora tíma. Hinn mikli straumur vestur yfir hafið af Norðurálfu- mönnum, sem ekki voru af ensku bergi brotnir, hefir auðvitað orðið þess valdandi, að allur bær á lííi Bandaríkjanna hefir breyst allmik- ið. Þau eru ekki eins ensk nú og þau voru fyrir hálfri öld síðan. Sáma upplausnar og sundrunga- ' tilhneigingin, sem gripið hefir flest ríki Evrópu síðasta mannsaldur, er nú einnig farin að gera vart við sig í Bandaríkjunum. Gömlu flokkarnir eru að klofna og ný mál koma fram og valda deilum. Alt leikúr á reiðiskjálfi og þjóðfélagið virðist vera valtara en nokkru sinni fyr. Verkamenn eru nú að hefja bar» áttu gegn auövaldinu. Má búast þar við hörðum leik. Auðurinn er mest í fárra manna höndum og »borgarastéttin« miklu veikari, en í flestum hinum gömlu ríkjum Noi'ðurálfunnar. En hinsvegar eru verkamenn mjög tvístraðir, einkum vegna þess, að þeir eru af svo mörgum og ólíkum þjóðernum. Helmingur landsmannaeru bænd- ur, og nú eru þeir einnig að koma fram sem sjálfstæður aðili í stjórn- málunum. Yfirleitt má segja, að

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.