Tíminn - 28.08.1920, Blaðsíða 3
TÍMINN
135
— Finskur maður vann Mara-
þonklaupið á Olympíuleikjunum,
í Antverpen.
— Sterk sjálfstæðiskreyfing kefir
verið á Egyplalandi síðustu árin.
Hermir nýjasta fregn þaðau, að
Englendingar viðurkenni sjálfstæði
Egyptalands.
n afrminiiin g.
Þann 27. maí s. 1. andaðist að
heimili sínu, Akureyjum í Dala-
sýslu, bænda-öldungurinn Stur-
laugur Tómasson. Hann var fædd-
ur 10. sept. 1837 á Meðra-Vaðli á
Barðaströnd. Foreldrar hans voru
Tómas bóndi Jónsson og Jóhanna
Jóhannsdóttir. Ætt Tómasar þekki
eg ekki, en Jóhann faðir Jóhönnu var
Bergsveinssson prestur að Brjáns-
læk, Garpsdal og.víðar. Sturlaugur
var á barnsaldri, þegar faðir hans
dó, ólst hann samt upp hjá móð-
ur sinni blá-fátækri uns hann var
8 ára gamall. Þá fór hann til
Guðbrandar Sturlaugssonar, sem
þá bjó í Kaldrananesi, en síðar í
Hvítadal. Ætlaði Guðbrandur, sem
var náskyldur Sturlaugi, að ala
hann upp og gera að kjörsyni sín-
um, en sú ráðagerð varð að engu,
því Sturlaugur var þar tæpt ár,
en fór þá að Kvigindisfelli til Þór-
unnar móðursystur sinnar og manns
hennar, Jóns Jónssonar »ríka«, og
íluttist með þeim að Látrum.
13 ára gamall fór hann aftur
til móður sinnar, og réri það ár
vorvertíðina á Látrum, þótt ungur
væri, en var smali um sumarið
og næstu sumur. Ekki man eg
hvað gamall hann var, þegar hann
fór til frænda síns, Jóhanns Ey-
jólfssonar í Flaley. þar undi hann
vel hag sínum, en var þar þó ekki
nema 2 ár. Að þeim liðnum fór
hann að Sviðnuni til Ólafs Teits-
sonar og Bjargar Eyjólfsdóttur,
frænku sinnar og var hjá þeim i
5 ár. Öll þau árin réri hann undir
Jökli á vetrum, en í Bjarneyjum
haust og vor.
Frá Sviðnum fór Sturlaugur í
Akureyjar til sira Friðriks Eggerz,
og var hjá honum 3 ár. Sagði
Sturlaugur, að sira Friðrlk hefði
verið sá besti húsbóndi, sem hann
hefði átt. Hefði hann ávalt reynst
sér ráðhollur og góður vinur með-
an hans naut við. Úr Akureyjum
fór Sturlaugur að Ytri-Fagradal,
til Jóns Eggertssonar stúd., bróður
sira Friðriks, og var þar fyrir-
vinna þangað til hann giftist fyrri
konu sinni, Júlíönu Jóhönnu Helga-
dóttur, Jónssonar frá Skarfsstöðum
öll bönd séu að losna, Hinir gömlu
siðir að líða undir lok. En enginn
veit, hvað við muni taka.
Saga Bandaríkjanna þessar þrjár
aldir hefir verið stórfenglegt æfin-
týri. Þau hafa náð meiri vexti og
auði en dæmi eru til, og þeim hefir
tekist að bræða allar heimsins
þjóðir, er þangað hafa komið,
saman í eitt — Englendinga. —
Pað er því ekki að undra, þótt
Bandaríkjamenn séu stoltir af af-
reksverkum sinum. Enda ætla þeir
að hafa hátíðahöld mikil í haust
til minningar um þriggja alda af-
mælið. f*au eiga að byrja í Eng-
landi, en síðan siglir nýtt »May-
flower« með heiðursgestina til Ame-
ríku, þar sem aðal-hátíðahöldin
verða. Mun þá vafalaust verða
mikið um dýrðir.
En á meðan er sundurlyndið og
upplausnin að magnast innanlands.
Bandaríkin hafa vikið út af sín-
um gamla vegi, og fyrir það hefir
þeim hefnst. — Vissulega myndi
Pílagríma-feðrunum þykja undar-
legt um að lítast, ef þeir mættu
skygnast upp úr gröfum sinum á
þriggja alda afmælinu. Andi þeirra
hefir lengi svifið yfir landinu, og
það hefir blómgast og vaxið, en
nú hefir þjóðin svikið sínar fyrri
hugsjónir. Þjóðin, sem boðaði öll-
um heiminum frelsi, hefir kúgað
undir sig önnur lönd. I stað spar-
rneam sam
na.
Fyrsta og annað hefti þessa árs eru komin út og eru
þar í þessar greinar.
Heima og erlendis. — Verðlagningardeilan (J. G. P.)
— Samvinna í Ameríku. — Um framþróun samvinnu-
stefnunnar á Finnlandi (Ó. K.). — Ullarþvottahús (Jóh.
Fr.). — Samvinnuskólinn 1919—20. — Um samvinnu á
Rússlandi (Ó. K.).
Afgreiðslu annast Jón Finnbogason verslunarmaður hjá
Kaupfélagi Reykjavíkur, í Gamla bankanum.
í Hvammssveit. Mun Sturlaugur þá
hafa verið um þrítugt. Fór hann
þá að búa, fyrst á hálfri jörðinni
Ytri-Fagradalur, og síðar á henni
allri, en Jón sál. var hjá honum í
húsmensku upp frá því til dauða-
dags.
Með fyrri konu sinni eignaðist
Sturlaugur 8 börn. Lifa af þeim
3 dætur. Fjögur börnin dóu í æsku,
en ein dóttirin andaðist uppkomin.
Árið 1881 misti Sturlaugur fyrri
konu sína, en giftist 2 árum síðar
hálf-systur hennar, Herdísi Krist-
ínu Jónsdóttur, ættaðri úr Dölum.
Lifir hún mann sinn ásamt 10
börnum þeirra (af 14 alls, sem
þau eignuðust), eru þau öll nú
uppkomin og orðnir nýtir meðlimir
þjóðfélagsins, 6 stúlkur og 4 piltar.
Elst þeirra er Ólafur nú bóndi í
Akureyjum. Auk hans er 1 bróð-
irinn giftur og 2 systranna.
Sturlaugur sál. bjó 30 ár á Ytri-
Fagradal. Bætti hann jörðina mjög
verulega bæði að húsum og hey-
afla. T. d. bygði hann þar nægar
hlöður, sem þar voru engar áður
og sléltaði og ræktaði túnið meir
en flestir samtíðarmenn hans. —
Þó Ytri-Fagridalur sé nú kominn
í niðurniðslu, þá ber þó túnið enn
hans menjar og mun lengur bera
hverju sem fram fer, enda höfðu
margir ferðamenn orð á því, sem
að Ytri-Fagradal komu, meðan
Sturlaugur bjó þar, að betur rækt-
að tún en þar, hefðu þeir hvergi
séð.
Pó Sturlaugur gæti aldrei ríkur
talist meðan hann bjó í Fagradal
var hann með »betri bændum«
sveitarinnar og ávalt fremur veit-
andi en þyggjandi.
Árið 1898 flutti Sturlaugur til
Akureyjar og bjó þar síðán til
dauðadags. Gísli Oddsson hafði
áður búið í Akureyjum 2 ár, en
þegar hann fór, vildi hann heldur fá
Sturlaug þangað en aðra, sem
eftir sóttu. Tók Sturlaugur því boði,
því hann var þá farinn að eldast
og þreytast, en átti 8 börn i ómegð
(og þá 2 óborin). Sá hann fram á,
að búskapurinn mundi ekki verða
sér eins erfiður þar, sem í Fagradal.
Gísli reyndist honum líka góður
landsdrottinn, enda Sturlaugur á-
reiðanlegur í öllum skiftum.
Konur Sturlaugs báðar reyndust
honum samhentar í bústjórninni
og ágætar húsmæður. Hafa þær því
átt mikinn og góðan þátt í því,
hve vel Sturlaugur komst af, þó
hann byrjaði búskapinn eignalaus
að kalla. Auk þess bættu þau vel
við bú hans Jón Eggertsson og
Krislín Skúladóttir, því þau gáfu
honum eftir sinn dag 21 hndr. í
Yiri-Fagradal. Pau áttu ekkert
seminnar og bræðralagsins, sem
ríkti meðal frumbyggjanna í »Nýja-
Englandi« hefir komið fjárgræðgi
og fjáreyðsla meiri en dæmi eru til.
Petta eru orsakir hinnar miklu
upplausnar, sem nú er fariu að
gera vart við sig. Virðist hér, eins
og svo oft áður, ætla að sannast
hið fornkveðna, að engin þjóð
svíkur svo sínar fornu hugsjónir
og stefnur, að henni ekki hefnist
fyrir það. Enn þá er upplausnin
að vísu á fyrsta stigi, [en stefnan
virðist vera ljós og ákveðin.
H. H.
Lagarfoss er nú loks lagður af
stað frá Kaupmannahöfn áleiðis
til Austur- og Norðurlands, upp
úr þeirri höfuðviðgerð, sem hann
hefir hlotið.
Látinn er hér í bænum Gísli
Tómasson verslunarmaður, sem
var í mörg ár bjá Geir Zoéga
kaupmanni, aldraður merlúsmaður
og blindur orðinn.
Skip strandaði um síðustu helgi
skamt frá Vík í Mýrdal. Var það
dönsk skonnorta. Björguðust 3 af 7,
en vonlaust er talið, að bjarga
skipinu.
barn eftir *ig á lífi, en höfðu alt
af reynst Sturlaugi eins og góðir
foreldrar.
Tií marks um dugnað Sturlaugs
má geta þess, að meðan hann bjó
i Fagradal, réri hann haust og vor
í Bjarneyjum, sem þó eru í nál.
5 mílna fjarlægð. í Bjarneyjum hélt
hann alt af til hjá Bjarna sál.
Jóhannessyni, sem Sturlaugur taldi
sinn tryggasta og besta vin.
Slurlaugur sál. gengdi um mörg
ár ýmsum opinberum störfum
sveitarinnar, og rækti þau með
sama áliuga og trúmensku, sem
hvað annað, sem hann hafði með
höndum.
Blindur var Sturlaugur 16. síð-
ustu ár æfi sinnar. Bar hann þann
kross með hinni mestu þolinmæði,
enda hafði hann aldrei verið neinn
æðru maður. Að öðru leyti hafði
hann góða heilsu fram undir það
síðasta, og notaði heilsuna og kraft-
ana vel meðan entist, þvi aldrei
eyrði hann því, að hafa ekki eitt-
hvað handa á milli.
Sturlaugur var alla æfi trúmað-
ur, og tók með auðmýkt því sem
drottinn Iét honum að höndum
bera, hvort sem það var blítt eða
strítt, og sýndi hann það best,
þann langa tima, sem hann var
sviftur þess, að njóta dagsbirtunnar,
eins og áður er um getið, en nú
eru þau umskifti orðin, sem hann
hafði tilunnið á reynslutímanum.
— útsýnið orðið bjart og breitt,
svo engin fjöll eða skuggi dylja
nú lengur fyrir honum alheims-
byggingu.
Sturlaugur sál. var sómi sinnar
stéttar, góður húsfaðir, eiginmaður
og faðir.
Blessuð sé minning hans.
Vinuv hins látna.
^oxrgin eilxfla
eftir
H||all ^ains.
Rómu lá við að missa valdið
yfir sér, en hún gætti sín.
»Og svona sögur liggja ekki í
láginni — vertu viss um! Pað var
ekki um annað talað við miðdegis-
borðið hjá ráðherranum í gær.
Kerlingarnornin slepti hundinum
út viljandi í gær af hún vissi að
hann myndi hlaupa beint heim til
þessa manns. Og þegar hún frétti,
að hann hefði komið heim með
þér, fór hún nærri um, hvar þú
hefðir verið. — Mér liggur við yfir-
liði, þá er eg hugsa um það.
Róma svaraði rólega:
»Hvað gerir það til? Mér er
alveg sama, hvað þetta fólk segir«.
»Einmitt þaðl Eg skil ekki hvað
þú ert einföld. Pú ferð nærri um,
að mér er sama um hvað Bellíní
furstafrú segir, en ekki um hitt,
hvað Bonelli hugsar. Hann verður
að gæta virðingar sinnar. Pegar
hann verður laus og fer að hugsa
til kvonfangs, mun hann ekki vilja
kvænast stúlku, sem bendluð hefir
verið við annan mann. Sérðu ekki
hvað furstafrúin ætlast fyrir. Hún
hefir alt af hugsað í þá átt og þú
heimskinginn ert að hjálpa henni
til að sigra. Pú spillir framlíð
þinni með þessu Rossí, og svertir
sjálfa þig i augum barónsins«.
Róma svaraði hnakkakert:
»Eg skeyti þvi engu. Eg er ekki
hin sama og eg var og álít, að
það sé til, sem er of dýrmætt til
að ganga kaupum og sölum«.
Gamla konan hné út af í kodd-
ana:
»Pú gengur af mér dauðri.
Hvaðan kemur þér þetta? Ham-
ingjan veit, að eg hefi þó gert það
sem eg hefi getað til þess, að inn-
ræta þér skyldur þínar gagnvart
baróninum og mannfélaginu. Pað
er ógæfan að hafa opnað dyr fyrir
þessum byltingamanni. — Og þér
er þetta ekki sjálfrátt . . . Pú hefir
erft þetta . . . faðir þinn . . . «
Róma stökk út úr herberginu
hríðskjálfandi. — Felice og Natalía
stóðu bæði á hleri við dyrnar.
En jafnvel öll þessi óþægindi
gátu ekki gert að engu þá Iyfting
sem hún var í. Og þá er hún hafði
matast og var komin inn á vinnu-
stofuna fanst henni hún vera hátt
hafin yfir alt og hún þyríti ekki
að hafa áhyggjur af neinu. Hún
sagði við sjálfa sig: »Faðir minn
leið miklu meira mín vegnaa.
Henni var alveg sama um vélar
furstafrúarinnar. Hún var eins og
nýr maður; hún var eins og um-
lokin gullnu skýi og það var bara
einn annar með henni í skýinu.
Hún Ieit á myndaruppkastið.
Henni fanst það nú svo fátæklegt.
Pað var ekki líkt honum. Hún
byrjaði á nýjan leik og leirinn
breyttist við handtök hennar. Ekki
lengur Pétur, ekki postulinn, klett-
ur kirkjunnar — heldur annar.
Pað var dirfskulegt og myndi ef
til vill hneiksla, en svo hlaut það
að vera. Hún var ekki hrædd.
Hún fann ekki hvernig tíminn
leið. Hún vann með leiftrandi
hraða og með meiri krafti en hún
hafði fundið til nokkru sinni áður.
Og myndunum brá fyrir í sál
hennar um leið og hún vann.
Hún rifjaði upp fyrir sér hvern
einasta atburð og orð. Pað var alt
svo dásamlegt. —
Hún tók alt í einu eftir bjartri
rák á gólfinu. Ljósið kom í gegn
um rifu á gluggahlerunum. Hún
opnaði gluggana og morgungolan
lék um hana. Klausturklukkurnar
hringdu, en annars var fullkomin
kyrð. Hún gekk aftur að vinnu
sinni og leit á hana. Hjarta henn-
ar skalf af gleði. Henni fanst hún
stikla stjörnu af sljörnu. Hún var
hamingjusöm, hamingjusöm, ham-
ingjusöm!
Borgin var að vakna. Hún fór
að heyra skröltið í vögnunum. Nú
kom einhver syngjandi upp stig-
ann. Pað var Brúnó. Hann var
hissa þá er hann sá að það Jogaði
enn á lömpunum.
»Hefir Donna Róma unnið í alla
nótt?«
»Já, ég held það næsíum, en nú
ætla ég að fara að hátta«.
Hana langaði til að sýna honum
verk sitt og segja:
»Sjá, þetta hefi ég gert, því að
ég er mikill listamaður®.
Ekki! Enn ekki! Og hún breiddi
yfir myndina og fór inn í herbergi
sín. — Henni voru færð bréf. Pau
voru frá hinum og þessum sem
þökkuðu henni aðstoð sina. Hún
roðnaði við að lesa þau. Pau
mintu hana á óhrein áhrif og
voru eins og andgustur frá illu
lífi. Eitt var frá ráðherranum. Hún
hafði þekt það, en óttinn aftraði
henni að opna. Ætli hún að láta
það ólesið? Æ, hún varð að lesa það:
»Kæra barnið mitt!
Nú getið þér ekki látíð máli’ð
falla niður. Pað væri litilmannlegt,
heimskulegt og er ómögulegt! Allir
vita hvað yður er í hug. Pað væri
þokkalegt að Iáta alla Rómaborg
hlæja að sér! Donna Róma gengin
sj^lf í gildruna sem hún bjó öðr-
um! Pað yrði surnum skemt. —
En ég hefi frá nýju að segja.
Minghellí er á réttri leið. Verið
viðbúnar að fá merkilega frétt:
Davíð Rossí er ekki Davíð Rossí,
heldur sakfeldur maður sem ekki
hefir rétt til að dveljast á Ítalíu.
Verið viðbúnar að fá enn merkari
frétt: hann hefir ekki rétt til að
lifa neinsstaðar!
Pér eruð því búnar að fá hefnd!
Pessi maður smánaði yður og
auðmýkti. Hann smánaði mig og
gerði sitt til að neyða mig til
að segja af mér. Pér fóruð afstað
til þess að gera orð hans að engu
og hefna móðgunarinnar. Pér eruð
búnar að því! Pér hafið hefnt okk-
ar beggja! Alt er það yðar verk!
Pér eruð dásamleg! Nú drögum
við netið um hann. Nú höldum
við honum í heljargreipum ....
höldum áfram eins og við byrj-
uðum . . . .«
Henni sortnaði fyrir augum. Hún
gat ekki lesið lengur. Bréfið datt
ur skjalfandi höndunum. Hún sat
lengi og starði á borgina I sólar-
baðinu, en allir hlutir urðu kaldir
og dimmir f kring um hana. Loks
stóð hún upp:
»Nei, ég held ekki áfram«, hugs-
aði hún. »Ég svík hann ekki! Ég
ætla að frelsa hann! Hann hefir
móðgað mig og auðmýkt, hann
var óvinur minn, . . . en . . . ég
elska hann — ég elska hann!«
IV.
DAVÍÐ ROSSÍ.
I.
Davíð Rossí sat í svefnstofu sinni
og var að rita grein í blaðið. Pað
var að kvöldi dags og kyrð ríkti
yfir öllu. Pað átti að setja þingið
eftir tvo daga^ Flokkforingjarnir
höfðu í trúnaði fengið í héndur
afrit af þingsetningarræðu konungs.
Rossí var að rita grein út af henni.
Brúnó læddist inn um dyrnar.
Hann hélt á stóru bréfi í hendinni.
Pað var frá Rómu.
»Kæri Davíð Rossí!
Að óstæðulausu hefi eg vænst
yðar í allan dag, þar eð eg þarf
að segja yður mjög áríðandi efni.
Mætti eg búast við yður snemma
í fyrramálið. Eg þori ekki að biðja
yður um að koma, þar eð eg veit
að þér eigið svo annríkt — en
málið er mjög áríðandi og þolir
ekki bið. Eg get ekki skrifað um
það og veit ekki hvernig eg muni
geta komist að því, að tala um
það. En þér verðið að hjálpa mér.
Komið þess vegna svo fljótt sem
unt er. — Parna er eg þá búin
að biðja yður að koma. Pér sjáið
af því hvað eg bíð yðar með mik-
illi óþreyju.
í flýti
Róma V.«
»P. S. Hann var yndislegur dag-
urinn úti í Kampaníu. Eg loka oft
augunum og hugsa um hann eins
og horfinn draum og get vart trú-
að að það hafi verið veruleiki.
Enn hvað það var dásamlegt. Við
höfum aftur hist, þér og eg, eins
og tvær elfur, sem hafa lengi runnið
neðanjarðar, en koma svo alt í
einu fram í sólskinið. Er það ekki
dásamlegt. Hve einmanaleg hefi eg
verið í mínu háværa umhverfi.
Hve eg hefi haft mikla þörf fyrir
að eignast stóran bróðurl Leyfið
mér að vera systir yðar. Pá verð
eg hamingjusöm«.
»P. S. II. Eg opna bréfið aftur
til þess að segja yður, að eg er
svo hrædd um, að þér fyrirgefið
mér aldrei þær móðganir sem þér
hafið orðið fyrir mfn vegna. Mér
er það nálega um megn að hugsa
til þess, að eg hefi lagt þaðáyður
og það einungis til þess, að breiða
yfir móðgun sem var einskis virði,