Tíminn - 09.10.1920, Qupperneq 1

Tíminn - 09.10.1920, Qupperneq 1
TIMINN um sextíu blöð á ári kostar tiu krónur ár- gangurinn. AFGREIÐSLA blaðsins er hjá Gnð- geiri Jónssyni, Hverfis- götu 34. Simi 286. ReykjsTÍk, 9. október 1920. IV. ár. Qeima og erleœðis. Morgunblaðið, vín, brensluspírí- tus, steíiiolfa, opíum, kókaín. Þegar Morgunblaðið finnur eitt- hvað í fjöru, sem það hygst að geta nolað til þess að svívirða sið- bótarviðleitni lands sins með bann- lögunum, þá verður í þeim her- búðum víðlíka mikil gleði og er í öðrum stað yfir einum ranglátum sem bætir ráð sitt. Er sá hugsun- arháttur blaðsins harla göfugur. Pað þessarar tegundar sem mest hefir glatt blaöið er það, að i baunlöndunum, og þá og hér, fari menn að drekka brensluspirítus og annan óþverra, þegar þeir fá ekki vín. »Sjá«, segir blaðið, »bann- ið er tilgangslaust. Við getum ekki og við viljum ekki vera vinlausir. Við drekkum bara brensluspíritus og steinolíu og getum orðið fullir. Blessaðir afnemið þið bannið«. Blaðið rökræðir þetta ekki frek- ar. Það gengur út frá því sem sjálfsögðu, að þetta sé beinlínis banninu að kenna. Petta og annað eins komi ekki fyrir nema í bann- iöndunum. það getur haldið þessu fram við þá af lesendum sínum sem ekkert fylgjast með um það sem við ber í umheiminum. En hver er sann- leikurinn? Til þess að sýna hver hann er skulu nefnd dæmi, alveg ný, frá fjórum nágrannalöndum okkar, sem öll eru vinlönd. Frönsk blöð hafa kvartað sáran undan því, að þar, í sjálfri París- arbor, höfuðborg þessa aðalvln- lands álfunnar, fari það stórkost- lega í vöxt, að menn drekki stein- oliu. Vili Morgunblaðið kenna bann- inu um það? Á Þýskalandi er annað uppi á leningnum og enn verra. Hafa þar sem engar takmarkanir verið fram- kvæmdar um vlnnautn. Par er kókaín nautnin að verða að svo almennu þjóðarböli að til stórvand- ræða horfir. Mundi Morgunblaðið vilja kenna banninu um það? 1 mánuðinum sem Ieið vakti hneikslismál eitt hið mesta umtal í Danmörku. Tilefnið var það að auðnuleysingi fanst dauður I rúmi sinu og hafði hlolið bana af því að félagi hans og nautnabróðir hafði gefið honum of mikið ópium. Mál þetta gróf um sig meir og meir og varð fjöldi manna við það riðinn. Iíomst lögreglan á snoðir um leyniknæpur sem seldu ópíum og smygla sem höfðu það að atvinnu að smygla ópíum frá Pýskalandi til Daumerkur. Málið fletti ofan af þeirri staðreynd að ópíumnautn er orðinj miklu almennari f Danmörku en nokk- urn hefir grunað. Danmörk en eins og kunnugt er það landið af Norðurlöndum sem styst er á veg komið I áfengislöggjöf, þar eru minstar takmarkanir um vínnautn. Mundi Morgunblaðið vilja kenna banninu um opíumhneikslismálið danska. * England rekur hér lestina, þess- ara fjögra landa, landið sem ef til vill á við mest áfengisböl að stríða, heimaland whiskýsins, land hinna drekkandi kvenna. Eru þar af- numdar allar takmarkanir um vín- nautn. í alveg nýkomnu tölublaði af »Daily Mail«, einhverju út- breiddasta dagblaði á Englandi, er talað um það mjög alvarlega, hve /cóka/n-nautnin fari vaxandi I Lund- únum og öðrum stórborgum á Eng- landi. Pað er alveg sama sagan og á Þýskalandi. Mundi Morgunblaðið vilja kenna banninu um það? — Hvað er það þá sem veldur? Hvers vegna er það svo, bœði I bannlöndum og vínlöndum að menn fara að drekka steinolíu og brensluspírilus eða verða ópíum eða kókaínistar? Pað er ekki banninu að kenna. Nei. Nei. Nei. Það er I langflestum tilfellum vlninu að kenna. Vínið er langmikilvirkasta aflin sem nú starfar í heiminum, um að spilla manneðlinu og ala upp I mönnum hverskonar óeðlilegar, ónátturlegar og viðbjóðslegar fýsnir og losta. Steinolíudrykkjan á Frakklandi, óplumnautnin I Danmörku og kókaín nautnin á Pýsklandi og Englandi •— þessum fjórum mestu vínlöndum af nágrananalöndum okkar — ait er þetta í iangflestum tilfellum beinar afleiðingar vín- nautnarinnar. Suðuspírítusdrykkjan og heimabruggið I bannlöndunum er sömuleiðis bein afleiðing vln- drykkjunnnr. En munurinn er aðeins sá, að 1 vfnlöndunum verða þessar afleiðingar æ verri og verri með ári hverju, en I bannlöndunum dregur smátt og smátt úr eftir- köstunum. Peir verða ekki margir ungu mennirnir. eða ungu stúlk- urnar, sem byrja sfna vínnautn á þvl að leggja sér suðuspíritus fil munns. Pað eru gömlu drykkju- mennirnir sem gjöra það. Ályktanir þær sem andbanningar draga af því að drukkinn er ýmis- konar óþverri i bannlöndunum, eru með öllu rangar. í vínlönd- unnm koma afleiðingar vludrykkj- unnar fram I enn alvarlegri þjóð- löstum. Ályktanir Morgunblaðsins af smyglinu íslenska og óþverra- drykkjunni eru vísvitandi rangar, ef blaðið fjdgist nokkuð með um það sem við ber I heiminum. Pað ætlast enginn hygginn ís- lendingur til þess á sú siðbót sem verið er að vinna að með bannlögunum, verði fullkominn þegar í slað. Mannkynið stígur sporin hægt, þau er áfram liggja á þroskabrautinni um bælt siðferði og betri afkomu þjóðanna. Pað má ekki horfa I það að verða fyrir nokkrum vonbrigðum og leggja á sig mikið eríiði um að ná háleitu takmarki. Skuldadagarnir, i. Fjármála-ástandið heldur áfram að versna, og það svo um munar. Nýir og illir atburðir hafa gerst, sem stórum hafa aukið vandræðin. Fyr hefir verið sýnt fram á, að stöðvun sú, sem leiöir af lömun íslandsbanka sé gamalt böl, þjóð- inni allri að kenna, en einkum þó leiðtogum hennar siðan um alda- mót, sem fólu útlendu gróðafélagi að gera fyrir Islensku þjóðina þá vinnu, sem eugir önnur þjóð trúir öðrum til aö gera fyrir sína liönd. Gróðafélag, sem hlaut að vilja þenja út starfssvið sitt, hætta á mikið og græða mikið, var látið vera þjóðbanki, seðlabanki og aðal- sparisjóður landsins. Og yfir þenn- an banka létu »mestu« menn landsins rigna velgjörðum ár eftir ár, en landsins eigin banki svo að segja alt af settur hjá eins og deilan um geymstu almennra sjóða er átakanlegt vitni um. Höfuð- meinsemdin í fjármálum landsins stafar frá aldamótunum, þegar létt- úðugir og fáfróðir stjórnmálamenn leyfðu stofnun íslandsbanka með þeim hætti, sem gert var. Hags- munir hluthafanna fóru I þver- öfuga átt við hagsmuni landsins. Fyr eða siðar hlaut skaðinn að bitna á þjóðinni. Og nú I ár liefir komið að þessum skuldadögum. En því miður er þeim ekki lokið enn. Áður hefir verið drepið á mis- tökin við stofnun bankans. Hann átti, að lilætlun erlendu forgöngu- mannanna, að eins að vera seðla- banki, en ekki vera sparisjóður um leið. En græðgi hluthafanna knúði hinn fyrsta inníenda ráð- herra til að leyfa spa'isjóðsstarf- serni, þótt notað væri annað nafn. Pýðingarmikið atriði til að skilja vald hinna erlendu hluthafa er það, að þegar á fyrstu árum bankans eignuðust margir áhrifamiklir menn á íslaudi nokkur hlutabréf hver. Var þá talið, að bankinn hefði lánað þeirn mörgum að mestu eða öllu fyrir hlutabréfin. Gróðavon þeirra lá I því, að bankinn græddi, og arður af hlutabréfunum yrði meiri en vextir af samsvarandi bankaláni. Sé þetta rélt, og því er alment trúað, hafði hlulhafaflokk- urinn aukið sér dýrmætt fylgi hér á landi. Ekki óskiljanlegt, að þessir nýju vinir ýttu opinberu sjóðun- um inn I bankann, og hlyntu að honum eftir megni. Og ættu þeir ráð á blaðakosti, eða sætu á þingi, gat vinátta fárra mauna orðið á við heila hersing af algengum kjósendum. Skipun bankaráðsins, þrír þing- menn og einn ráðherra með mikil Iaun frá bankanum fyrir enga vinnu, var vel fallið til að styrkja bank- ann, enda hýru auga litið á þessa pósta. Hér um bil eina aðfinslan á þessu fyrirkomulagi er það, sem komið hefir fram I þessu blaði, þar sem krafist var að bankaráðs- mennirnir gæfu þessi olursgjöld til opinberra þarfa, heilsuhælisins eða því um líkt. En hvorki Bjarni frá Vogi, eða Guðmundur land- læknir hafa enn sýnt lit á því, fremur en Magnús Pétursson og aðrir fyrirrennarar þeirra. Að síðustu voru bankastjórarnir ráðnir að miklu leyti »upp á hlut«, fyrir utan það, sem þeir að sjálf- sögðu urðu að uppfylla óskir hlut- hafanna sem voru langfleslir er- lendis, að frátöldum áðurnefndum maktarmönnum hér á landi, sem engu gátu ráðið með atkvæða- magni sínu, þó að þeir hefðu viljað. Ef athuguð eru undanfarin at- riði, verður skiljanlegt, hvílíkt vald íslandsbanki hefir fengið I landinu. Útlendu og innlendu liluthafarnir, bankastjórarnir, landstjórnin og nokkur hluti þingsins hafði með vissum hætti sameiginlegra hags- muna að gæta, — þ. e. að láta bankann vera stóran, djarfan, og fésælan til arðskiftingar. Að skilja er sama og fyrirgefa, segir máltækið. Og það er áreið- anlegt, að dómurinn um íslands- banka verður allur annar, ef raktir eru sundur innri J)ræðirnir I gerð hans og ábyrgðinni skift milli þeirra allra, sem hana eiga að bera, heldur en ef einhverir einn eða tveir menn, sem að eins eru hjól í stórri vél, eru látnir bera skulda- baggann fyrir alla. — Samkvæmt framanskráðu, er tæplega hægt að áfella útlendu hluthafana. Þeir komu til að græða, og leyndu því ekki. Sama má segja um banka- stjórana. Allir gátu vitað, að þeir yrðu að hlýða sínum yfirmönnum, eigendunum. Aðstaða íslendinga, þeirra, sem hafa ausið velgerðum til þessa hlutafélags, er að vísu vafasamari. En á því stigi, sem pólitiskur þroski er hér á landi, mun fremur mega virða þeim yfir- sjónirnar til fávisku og roluháttar, en ógöfugri hvata. Pað sem er áfellisvert er fyrirkomulagið. Fyrsta glappaskotið, stofnun 'er- lends hlutafélags, til að reka þjóð- bankastörf hér, hlaut að-fæða af sér öll hin vaudkvæðin, eins og siðmenningu íslendinga er háttað. Petta þurfa menn að hafa hugfast, ef kippa á I lag aftur fjármálum landsins. Pá verður að stemma á að ósi. Ekki káka við smá-atriði, heldur aðal-sjúkdóminn. II. í fyrravetur setli þingið það að skilyrði við Islandsbahka, fyrir gróða hans af auka-seðlunum, að hann annaðist peningaflutning til útlanda fyrir Landsbankann, og þá að sjálfsögðu fyrir landstjórn- ina. Bankinn notaði aukaseðlana, og viðurkendi þanuig lög þessi I verki. En úr peningaflulningnum varð sáralftið. Litlu eftir þing byrj- aði kreppan. Bankinn inun hafa bundið afar-mikið fé I fiskbraski Reykjavíkur-kaupmanna, í síld og I nýju togurunum. Vörurnar seld- ust eklri. Innieign bankans er- lendis og lánstraust var fljótt notað að mestu. Snemma I sumar hætti bankinn að innleysa seðla sína erlenda, þ. e. I Kaupmannahöfn. Pegar sú frétt barst til þeirra manna erlendis, sem skifti áttu við landið, tók að myndast gjald- þrota orðrómur íslandi viðvfkjandi. Og þó að það væri rangt, þá hafði þessi atburður ótrúlega mikil ill áhrif þegar í stað. Merkur íslend- ingur erlendis sagði við þann er þetta rilar, er hann heyrði þessa frétt: »Þetta óhapp verður ekki bætt aftur fyr en eftir mörg ár«. Landsbankinn innleysli sina seðla og gerir það enn. Þeir eru einu fslensku peningarnir, sem njóta nokkurs traust erlendis. Um sama leyti tók bankinn út úr vandræð- um til þess örþrifaráðs, að greiða ekki erlendis nema sumt af því fé, sem hann tók við hér á landi og átti að flytja til útlanda. Þeim sem þetta ritar er kunnugt um enskt firma, sem fékk þau boð frá íslandsbanka, að hann hefði tekið við ákveðinni fjárhæð af íslensk- urn viðskiftamanni, en gæti ekki greitt hana erlendis I svipinn. — Bauð í þess stað 5°/o I vexti af upphæðinni, þar til hún yrði greidd. Petla mun því miður ekki vera eins dæmi. Útlendingum er erfitt að skilja slíkar ráðstafanir öðru- vlsi en sem gjaldþrot landsins, þó að svo sé eigi. Um sama leyti munu flest öll ensk verslunarhús hafa neitað að skifta við ísland nerna gegn fyrirframgreiðslu. Láns- traustið var horfið. Menn þeir sem ráku sig á með fjárgreiðslur frá lslandi sögðu sínum vinum söguna, og fyr en varði, mun hver einasti fésýslumaður erlendis hafa haft fulla vitneskju um kröggur þess banka, sem erlendis er álitinn að vera þjóðbanki landsins. Að sama skapi þvarr lánstraust ríkissjóðs, 40. blmð. sem við var að búast, og það því fremur, sem umburðarbréf eitt héðan að heiman var í gangi er- lendis, þar sem þingi og viðskifta- nefnd var kent um öll vandræðin. Gott dæmi um það hversu fjár- kreppulýsingin barst út erlendis er höfð eftir greinagóðum íslend- ingi, sem var viðstaddur við hátíða- höldin I Danmörku vegna sam- einingu Suður-Jótlands. íslending- urinn var staddur við eitt slíkt tækifæri í einum dönskum hafnar- bæ. Mannþröngin barst út á skipin á höfninni. Landinn lenli af til- viljun við hlið skipstjórans, sem von bráðar vék að því, er hann vissi hvaðan nábúi hans var, að það væri víst heldur bágt fjármála- ástandið á íslandi, og er hinn lét lítið yfir þvi, sagöi skipstjórinn honum sögu af einum stéttarbróð- ur sínum, sein lent hefði I vand- ræðum með farminn I Islenslcri höfn, af því bankinn hefði ekki greitt upphæðina erlendis, eins og ætlast var til. Pó var eftir það áfallið, sem þyngst hefir orðið, og skal nú lauslega drepið á það, þó að það sé kunnugt hverju mannsbarni í höfuðstaðnum, án þess að þess hafi verulegá verið getið I blöðun- um. Á áliðnu sumri þurfti lands- stjórnin og pósthúsið að senda nokkur hundruð þúsund krónur til útlanda, líklega vexti og af- borganir af lánum, póstávísanir o. s. frv. fslandsbanki tók að sér að borga þessa peninga í Dan- mörku, og símar viðskiftabauka sínum, »Privatbanken«, að greiða upphæðina. En hann neitar að greiða ávísunina, og þar við situr enn, eftir því sem alment er talað. Áður en minst er á afleiðingarnar, þarf að víkja nánar að málavöxt- um. Að gefa út ávísun, sem ekki er nægileg fé fyrir, er síðasta úrræði örvinglaðra fjárþrætumanna. En það getur I einstaka tilfelli stafað af óhepni, t. d. að skuldunautur hafi heitið að greiða fé inn I við- skiftareikning manns eða stofnun- ar, en eigi getað staðið við. Ávís- unin er þá gefin út I grandaleysi. Og ef bankinn, sem ávísunin er stíluð á, ber minstu virðingu fyrir útgefanda eða traust, þá greiðir hann ávísunina I bili, lánar fyrir hana. Og ekki sfst þegar heil þjóö á I hlut. Islandsbanka var borguð upp- hæðin að fullu hér I Rvlk, líklega I eigin seðlum bankans. Hann gefur út ávísunina, vafalaust af þvl að töluvert hefir áður borgast inn i reikning hans hjá danska bankanum fyrir seldan flsk. Banka- stjórn íslandsbanka hefir vafalaust álitið að nýjar greiðslur lil sín í reikning erlendis, væru undir yfir- ráðum þeirra. En danski bankinn hefir litið gagnslætt á, að hver innborgun félli einvörðungu upp í eldri skuld við »Privatbanken«. Pess vegna er íslandsbanka sýnd þessi fádæma lítilsvirðing, og land- inu gert óbætanlegt tjón. Því að nú varð þvl ekki lengur leynt, að fyrir vanmátt íslandsbanka með greiðslu erlendis, var íslenska ríkið hætt I bili að geta staðið við lof- orð sín erlendis. Ekki af því að landið væri I raun og veru gjald- þrota. Hér flýtur alt í seðlum ís- landsbanka, og landið greiddi öll sín gjöld til bankans I tæka tíð. Hans var að flytja. En hvaða hug- myndir þeir menn erlendis fá, sein [Frh. i 3. dálkl á 4 siðu.)

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.