Tíminn - 09.10.1920, Side 2
158
TIMINN
fiö Goðaíoss í Svarfaðardal.
i.
Þokan er liorfin út í hafsauga.
Eg geng upp að Goðafossi.
Heiður er himinn og sól í suðvestri.
í huga mér Killir undir munnmæli:
— Þegar Svarfdælir sviku síca
fyrstu guði, eins og íslendingar
allir gerðu, komu þeir gulli þeirra
og gersemum í kistu og köstuðu
henni í fossinn.
Undir honum er hún geymd þann
dag i dag.
Goðafoss hlaut gullkistuna frá Hofi
í nafnfestur.
II.
Goðafoss er þríeinn gljúfrafoss.
fó er hann eigi undra-stór né
undur-snotur.
En hann er íslenskur valdhafi,
sem veit hvað hann syngur, og
virðir sín lög.
Hann er ræningi.
Hofsá grípur hann heljartökum
upp á brún, og þeytir henni
stall af stalli í þremur köstum,
hverju á eftir öðru, ofan af
berginu.
En í þvi eilífa ofbeldisverki er
fólginn núverandi veruleiki hans,
riki, máttur og dýrð.
III.
Eg horfi höggdofa á fossinn.
Um bláhvitt vatnsfallið leika logar,
og úr gráum úðanum sindrar
eldur.
Nú skrýðir hann sig gullskrúða
goðanna týndu.
Gulli drifin er öll hans hamragils-
höll.
Hver klettadrangur ber gullhlað
um enni sér, speptur blikandi
belti um bol, með gullbauga
gimsteinum setta á hverjum berg-
fingri.
IV.
Hví bregður hinum bleika málm
fyrir sjónir svo?
Eru augu min haldin af amerísku
blóðgulli?
Eða er í þau runninn gullsýring-
urinn, sem gyllir: — íslenskt
spilagull stríðsáranna?
En gullsýnirnar eru svo margs-
konar.
Við erum apakettir þeirra um-
hverfa, sem ala okkur og fjötra.
V.
Eg þekki einn, sem seldi sig fyrir
gylt kókoshnot.
Honum var sagt að það geymdi
leyndardóm lífsins.
Prófessor fi. 5- 3-
09 „sálargreaslaa“.
Menn þeir sem halda pví
fram . . . eru hvorki meira né
minna en allir lielstu sálsýkis-
fræðingar heimsins, sem nú eru
uppi (t. d. Janet, Freud, Jung,
Hart, Prince). Og síðast en ekki
síst Boris Sidis, sálsýkisfræð-
ingur sá i New-York, sem sér-
staklega er visað til í grein
minni og ritað hefir hina ágætu
bók Psychology of Suggestion
. . . með lofsamlegum formála
eftir Will.dames.
— Á. H. B., Lögrétta, 1. tbl. 1920.
í fyrra tók prófessor Ágúst H.
Bjarnason sér fyrir hendur að fræða
menn hér á þvi, af hverju »per-
sónuskiftk stöfuðu. Hann flutti
fyrirlestur um það í vísindafélagi
lslands og birti hann svo í »Ið-
unni«. Getgátuskýringar Á. H. B.
voru mjög fráleitar og var lítillega
bent á það í »Morgni«. En auð-
vitað var það ekkert annað en út-
úrsnúningar úr mér, eftir því sem
Á. H. B. sagði. Síðan hefir Á. H.
B. »framast« f framandi löndum
og sogið sig fullan af nýrri visku
og fyrsta glepsan er nú komin i
»Iðunni« VI. árg. júl.—okt, 1920.
Nú er það eins og áður, tauga-
Hann varðveitti það sem helgan
grip.
En er hann opnaði það, kom
eitraöur yrmlingur i ljós, sem
beit hann til bana.
Lífið lét hann, en leyndardóm-
inum náði hann.
Eg hefi ekki séð hann síðan.
VI.
Annan þekki eg, sem gekk móður
sína svo djúpt ofan í jörðina, að
það hefir ekki bólað á henni
siðan.
Hann gekk aftur á bak í gullsandi
og átli að eiga það sem sáldr-
aðist niður um vörpin og undir
iljina.
í fjörutíu ár ráfaði hann þannig
öfugur,
Þá voru skórnir fullir, æfin þrotin
og að eins nóg til að borga með
útförina.
VIÍ.
Þriðji var þjóðmálaskörungur.
Hann sneri sveif á erlendri spila-
dós, sem hann kvað vera inn-
lenda uppfundning.
Lög hennar, sem voru útlendir
valsar, sagði hann þjóð sinni að
væru ættjarðarsöngvarnir hennar.
Fólkið trúði; borgaði hljóðfæra-
sláttinn með gulli sínu og söng
sig í svefn.
Þegar þjóðin vaknaði, var hún
orðin umskiftingur.
1*0 var þjóðmálaskörungurinn orð-
inn umsýslumaður útlanda.
Vltl.
Fossinn hefir sungið mig í svefn.
Mig hefir dreymt.
En enginn vaknar umskiftingur,
sem sofnar hjá Goðafossi.
Nú skil eg.
Það er sólin, sem nú er svifin i
vestur, er skrýðir fossiun og
gljúfur hans geislapelli sínu og
sumarkvölds-gimsteinum.
IX.
En það er gull í Goðafossi.
Gæðagull: — gull máttarins.
í honum búa guðir afis og elds
og ljóss.
Hreyfingar hans eru hundruð þús-
unda sterkari en mínar.
Pó þekki eg ráð til að gera hann
að þjóni minum, og láta hann
framselja guði sína í mannanna
hendur.
En mér er illa við ofbeldi.
X.
Eg býð fossinum félagsbú.
Hann gefur öllum dalsbörnunum
part af þrótt sínum, en þau gefa
honum öll hluta af sál sinni.
veiklun og geðveiki, sem hann fer
að fræða menn um. En þar sem
hann fræddi menn í fyrra um or-
sökina, gerir haun sér nú lítið
fyrir og fræðir menn um læknÍDg-
arnar.
í grein, sem Á. H. B. kallar
»Trú og sannanir« og eru hug-
leiðingar um fyrirlestur Einars H.
Kvarans með sama nafni, kemst
Á. H. B. svo að orði: »En þekk-
inguna brestur hann (þ. e. Einar
H. Kvaran) á því, sem nútíma vís-
indin hafa til brunns að bera i
þessu efni, og mundi þó afi'ara-
sælla að leita til þeirra, bæði um
lækningar og skýringar á þessum
fyrirbrigðum, en til ensk-amerískra
tímarita. Vísindin básúma það ekki
út á stætum og gatnamótum, sem
þau afreka, en sjálfsagt skiftir tala
þeirra manna þúsundum í öllum
löndum — nema á íslandi, þar
sem fæstir fá þeirra meina bót —
er læknast hafa af alls konar
sálarkvillum, geðveiki og brjálsemi
fyrir hina svo nefndu »sálargrensl-
an« (psychoanalysis) og aðrar
lækninga-aðferðir, sem eru henni
samfara«.
Það er þá »sálargrenslan« (psy-
choanalysis), sem enginn læknir á
að þekkja hér og þess vegna fá
fæstir sjúklingar bót meina sinna
hér á voru landi, þar sem menn
ganga þúsundum saman læknaðir
Þá lifir hann, hrærist, lýsir og ylar
hverju heimili.
Hann verður óaðskilinn hluti
mannlífsins og hlýtur ódauðlega
sál.
Það er borgun blóðtökunnar.
Ánægjan fyrir eignamissirinn.
í lífsfarsældinni verður þá ríki
hans, mátlur og megindýrð.
XI.
Sögu minnist eg frá Suðurlöndum:
— Blómleg sveit blasir við.
Búendur allir bjargálnamenn.
Jötun-íoss býr þar í fjallshlíð einni.
Auðsafnendur annars héraðs ná á
honum dauðahaldi, og hneppa
við hann vélar í gróðabralls-
verksmiðjum stóriðnaðarins.
Fossinn þegir.
Verltsmiðjurnar arga.
Búendur eru eigi lengur bjargálua-
menn.
Þeir eru smátt og smátt að verða
að vélaþrælum — fátækum, sálar-
lausum smávélum.
Hámarki öfughyggjunnar er náð:
— lííselixír vestrænu menningar-
innar.
Fáeinir fjárglæframenn — fossa-
íélagið — á fossinn, vélarnar,
vinnupa, arðinn, sveitina, býlin;
líkama manna, kvenna og barna;
og — það, sem kann að vera
eftir af sálum þeirra.
En óánægjan i augum verkalýðs-
ins er vakandi, og hún eitrar
alt og blindar, eins og óhreins-
aður vínandi daglega drukkinn.
Svo kemur óveðrið.
Himininn opnar flóðstíflurnar og
héllir vatninu yfir landið.
Fossinn fær aukinn mátt og færist
í fornan ham.
Nú drynur hann hærra en verk-
smiðjurnar.
Hann vekur fólkið.
Það kreppir hnefann móti lionum
bölvandi:
— Vei þér, sem veldur tortíming
okkar!
Þá hlær fossinn ögrandi:
— Svikararnir, sem svikuð mig,
og svíkið æfinlega sjálfa ykkur
— blindandi!
Fossinum eykst stöðugt magn.
Hann öskrar ægilegur og hamslaus.
Hann tryllir fólkið.
Það verður óstöðvandi.
Það æðir að eigendum sínum með
asnakjálkann í hönd og drepur
og drepur og drepur.
Það mölvar vélarnar, brennir niður
verksmiðjurnar, eyðileggur alt.
Herlið landsins handsamar það og
hefnir sín á því-
Blómlega sveitin er strikuð út af
landabréfi lífs og fagnaðar.
En bráðum koina þangað nýir
kaupahéðnar lífs og lima, og
í öðrum löndum af samskonar
sjúkdóinum. Hvernig ætli islensku
læknunum lítist á vottorð Á. H. B.
um þekkingu þeirra og samvisku-
semi? Svona er þá »sálargrenslan«
(psychoanalysis) máttug og svona
viðurkend. Það mundi stoða lítið
þótt eg eða aðrir læknar hér færu
að malda í móinn frá eigin brjósli.
Á. H. B. mundi taka það sem
fjandsamlegan útúrsnúning, ef ekki
fyrir eilthvað annað verra.
í deilunni sem varð á milli
okkar Á. H. B. síðastliðinn vetur,
nefndi hann mörg nöfn lærðra
manna, er allir áttu að einhverju
leyti, að því er honum fanst, að
vera til hjálpar honum, og primus
iuter pares var Boris Sidis. Þeir
sem þekkja ekkert til Boris Sidis,
gætu alveg eins búist við að hann
væri einhver vafagemsi, af þvi að
Á. H. B. finst svo mikið til hans
koma. En svo er ekki. I þessari
grein sinni, í þessu seinasta hefli
»Iðunnar«, bendir Á. H. B. að nýju
á Boris Sidis sinu máli til stuðn-
ings. (Er það líklega upphefð fyrir
Sidis.) Eg get því ekki betur gert
en að birta hér álit Boris Sidis
sjálfs á þessum blessunarriku áhrif-
um og undra lækningakrafti »sál-
argrenslanarinnar«. Þess skal og get-
ið að Boris Sidis er fyrir allmörgum
árum orðinn forstöðumaður fyrir
sjúkrahæli, sem við hann er kent
byrja á nýjum sorgarleik —
endurtekning eymdarinnar.-------
XII.
Goðafoss má aldrei lenda í illum
höndum.
Þá verður hann hefndargjöf, eins
og fossinn á Suðurlöndum.
Framtíðin á að færa hann í allra
hendur.
En sameining allra krafta krefur
vandaðs fólks.
Það verður að vera gott, frjálst og
göfugt fólk, sem ekki einungis
veit og skilur skyldur sínar,
heldur kann og vill ráða yfir
ríki friðareiningarinnar, mætti
samvinnunnar og dýrð kærleik-
ans til alls og allra.
P. P. Porsteinsson.
Baimlðgin og kærnleysið.
II.
í fyrri kafla greinar þessarar
lofaði eg að skýra lítið eitt frá
starfi Svía að bannlögum þar í
landi. Ætlaði eg um leið að
drepa á reynslu þeirra af hinu al-
kunna — og á sínum tíma víð-
fræga — »Bratts-system«, þ. e.
reglugerð þeirri um áfengissölu, er
kend hefir verið við dr. Ivar Bratt.
Hefi eg alloft heyrt Bratt sjálfan,
meðmælendur hans og andmæl-
endur, halda fyrirlestra um það
mál, og reynslu þá, er, Svíar þar
hafa aflað sér.
Sökum fráíafa og auna um þess-
ar mundir (haustfardaga) verð eg
að fresta þessu til síðar. Enda
sakar það eigi að mun. Eg verð
hvort sem er bráðlega að fara á
kreik, og hjálpa y>Morgunblaðinu«
að leita »sannleikans«, sem hefir
glatast bjá því. Hefir blaðíð nýlega
lagt mér liðsyrði í tilefni af fyrri
hluta greinar þessarar, og kann
eg því þökk fyrir.
Hér fer á eftir lauslegt ágrip af
frumvarpi nefndar þeirrar, er skip-
uð var i Svíþjóð til að starfa að
undirbúningi bannlaga þar í landi,
og er útdráttur minn tekinn eftir
norskum blöðum. Mun síðar tæki-
færi að athuga störf og tillögur
nefndar þessarar rækilega. Enda
er það fróðlegt og lærdómsríkt
fyrir íslendinga, bannféndur jafnt
sem bannvini.
Nothæfni bannsins.
Nefndin segir í upphafi álitsins,
að eigi megi leggja reynslu ófriðar-
áranna til grundvallar, er dæma
og heitir: The Sidis psycho-thera-
peutic Institute, og er hann eins
og inörgum mun vera kunnugt,
mjög þektur og duglegur læknir
og rithöfundur. Eg vona því að Á.
H. B. geti varla brugðið mér um
rangsleitni né lítúrsnúninga, þótt
»svo kunni að fara að reynsla Sidis
leiði nokkuð annað í ljós, en
æskilegt væri fullyrðingum Á. H. B.
í bók, er Boris Sidis kallar:
Symptomatology, Psychognosis, and
Diagnosis of Psychopathie Ðisea-
ses, talar hann mjög ákveðið um
»sálargrenslanir«, (psycboanalysis).
Bók þessi kom út 1914 hjá Rich-
ard G. Badger í Boston. Eg geng
að því vísu að Á. H. B. muni telja
þessa bók til nútímavísinda, úr
því hann vitnar í grein eftir
Boris Sidis í Proceedings, er
kom út 1913. Efst á blaðsíðu
7 í bók þessari kemst Boris
Sidis svo að orði: »Sálargrenslan-
in« (psychoanalysis) er sjúklingn-
um spilling, þó að honum sé það
oftar i undir vitund hans, eða án
þess að hann viti það. Ekkert er
svo djöfullega vel fallið til þess að
blása að kynvillum og »sálargrensl-
an« (psychoanalysis). Sálargrensl-
aninni tranað fram eins og sál-
fræðilegri rannsókn er ekki ein-
ungis hœlluleg sjúklingum, heldur*
er hún samfélaginu yfirvofandi
, hætta. Og þó telja sum læknavöld
eigi um nothæfni og áhrif bann-
laganna. Sé liin sterka brennivíns-
gerðar-þrá eiústaklinga í heima-
húsum, og lagabrot á alla vegu,
sérkenni kreppu- og ófriðaráranna.
Jafnvel prófessor Tliunberg, sem
er andstæður banni, hefir komist
að þeirri niðurstöðu, eftir nákvæm-
ar rannsóknir, að bannið muni
eigi, ef samþykt er með 60%
greiddra alkvæða, verða fyrir nein-
um vandræðum af völdum brenni-
vinsgerðar í heimahúsum. Minni
hlutinn muni ef til vill reynast
andvígur banninu, en þrátt fyrir
það skuli þó bannið koina að full-
um notum.
Meðan Bratts-sj'stem réði i Sví-
þjóð, blómgaðist brennivínsgerð í
heimahúsum í skjóli áfengissölu
hins opinbera. En i bannlandi
verða lögbrot þessi auðsæ. — Auð-
vitað er eigi það fengið með banni,
að allir hætti að drekka í bann-
landinu. En aðalatriðið er að gera
lögin þannig úr garði, að drykkju-
skapur minki svo mjög sem unt
er, og lækna þannig eftir föngum
þjóðfélagsmein það, er áfengisnautn
veldur.
Nefndin telur það muni verða
hættulegt allri bindindissemi, ef
öltegundir og vín (önnur en brenni-
vín) sé undanþegið banni, og geti
það auðveldlega orðið lögbrjótum
gegn brennivínsbanninu hið besta
skálkaskjól.
Nefndin vill einnig setja bann
gegn því, að hafa áfengi um hönd
í heimahúsum — eigi að eins gegn
kaupum og sölu og innflutningi.
Sé leyfilegt að hafa áfengi um
hönd, og geyma hjá sér, telur
nefndin að erfitt muni reynast að
gera bannið nothæft. — í þessu
atriði er frumvarþ sænsku nefndar-
innar víðtækara og strangara en
t. d. bannlögin norsku.
Fjárhagshlið málsius.
Nefndin er þess vel vitaudi, að
bannið muni hafa allmikla íjár-
hagsörðugleika í för með sér.
Ríkissjóður muni t. d. missa um
25 milliónir króna tekjur. En þeir
sem rækta jarðepli til brennivins-
gerðar, fá nægan tíma til þess að
breyta til um ræktun sína. Og það
á að vera þeim nægilegt. Og öl-
gerðarhúsin eiga að komast af
með að brugga óáfengar ölteg-
undir.
Um samningana við vínlöndin
(»Traktater«) farast nefndinni
þannig orð, slult og laggott, að
þeim samningum verði að ráð-
stafa þannig, að önnur lönd hafi
enga hönd í bagga með sænskri
löggjöf.
þessa tegund sálarspillingar sem
markverða uppgötvun í afbrigði-
legri sálfræði«. Mér þykir vissara
að láta Boris Sidis eigin orð fylgja
hér með á ensku.1)
Á bls. 6 segir Sidis: »Ef þessir
praktiserandi taugalæknar gætu
skilið hvílíka bölvun lækningar með
»sálargrenslan« hafa í för með sér
fyrir taugaveiklaða, gælu þeir alveg
eins ráðlagt sjúklingunum að fremja
siðferðilegt sjálfsmorð eða fá ti 1-
sögn í taumlausu lostalifi.2)
Á. bls. 16 segir Sidis: »Þó eg
haíi megnustu óbeit á því, þá
firist mér það skylda mín, að mót-
mæla kröftuglega öfgum og hringl-
andi vitleysum »sálargrenslaninn-
1) Psychoanalysis is a conscious and
more often a subconscious or uncon-
scious debauching of the patient. No-
thing is so diabolically calculated to
suggest sexual perversion as psycho-
analysis. Psychoaflalysis paraded as
psychological investigation is not only
a danger to the patient, but it is a
menace to the community. And yet
this form ofmental debauch commends
itself to sorne medical authorities as a
great discovery in Ihe domain of ab-
norrnal psychology.
2) If those neurólogical practitioners
should understaud what a course of
treatment in psychoanalysis really
means to a nervous person, they might
as well advise him to commit moral
suicide, or lo take a course in sexual
profligacy.