Tíminn - 16.10.1920, Blaðsíða 1

Tíminn - 16.10.1920, Blaðsíða 1
J TIMINN um sextiu blöð á ári kostar tíu krónur ár- gangurinn. AFGMEÐSLA blaðsins er hjá Gnð- geiri Jónssgni, Hverfis- götu 34. Simi 286. 1Y. ár. ReyijaYÍk, 16. október 1920 41. blað. Kenslubók 1 íslandssðgu eftir Jónas Jónsson Kemur á markaðinn í haust. Fyrra heftið fullprentað. Arsæll Árnason gefur út. — Fæst hjá öllum bóksölum. Deilan um ensku kolanámurnar. Eins og kunnugt er hefir nú um stund legið við borð að vinna yrði stöðvuð í öllum enskum kola- námum, en um stundarsakir heflr þó komist á einskonar vopnahlé og reynd samningaleiðin svo langt sem hægt er. Ef lögð yrði niður vinna í nám- unum mundi sú deila verða löng og hörð. Hún myudi draga úr allri framleiðslu Breta um langa stund og lama atvinnuvegi allra þeirra þjóða, sem kol fá frá Eng- landi. Siglingar myndu minka og farmgjöld að öllum líkindum hækka, og dýrtíðin vaxa enn meir en fyr. Kolanámurnar ensku eru sá afl- gjafi sem atvinna og líf manna í miklum hluta Norðurálfunnar byggist á. Hver breyting sem snert- ir þennan aflgjafa hefir áhrif á hag fjölmargra miljóna utan Bret- landseyja. Á þelta ekki síst við um okkur íslendinga, þar sem hið háa kolaverð í Englandi setur sjávarútveginn íslenska í mikla hættu eins og nú er, hvað þá ef alveg tæki fyrir kolaflutning hing- að til lands svo mánuðum skifti. Kolamál Breta- er þannig í eiuu innanlandsinál þar í landi, og al- heimsmál, sem snertir margar aðr- ar þjóðir. Það er því ekki úr vegi fyrir íslendinga að skilja málið, eins og það horfir við heima í Bretlandi. Deiluaðilar í Bretlandi eru ann- ars vegar verkamenn í kolanám- unum. Forkólfar fyrir alsherjar- sambandi þeirra eru tveir og heita: Robert Smillie — stundum nefndur kolakonungur Englands — og að- stoðarmaður hans Frank Hodges. Feir virðast báðir njóla ótakmark- aðs trausts í herbúðum sínum. Á móti kemur stjórn Breta með hinn ráðslinga og samningakæna Lloyd George í broddi fylkingar. En að baki honum stendur tvöföld fylk- ing. Annarsvegar meiri hluti breska þingsins, sem er mjög hlyntur auð- valdinu í landinu, og námueigend- ur sjálfir, sem vita að verkamenn stefna að því í fullri alvöru að gera námurnar að ríkiseign. Nú- verandi deila er að eins lítill þátt- ur í baráttunni um yfirtökin á auði og valdi Englands. Fyrir nokkrum missirum skip- aði stjórn Breta nefnd í kolamálið. Meiri hluti hennar lagði til að ríkið keypti námurnar. En íhalds- flokkurinn beilli öllum áhrifum sínum móti þeirri ráðagerð. Bjugg- ust við að fleira fylgdi eftir, aðrar námur, járnbrautir, símar o. s. frv. Og þar sem Lloyd George styöst aðallega við íhaldsmenn var stjórn hans eigi fser sú leið, sem nefnd- in lagði til. Af þessu óx ótrú og óbeit námu- manna á stjórninni og eigendum námanna. Hafa kolanemarnir afar sterkt slcipulag, og af því að kolin eru undirstaða menningarlifsins í öllum löndum geta þeir stöðvað ótal aðra atvinnuvegi, ef þeim þykir nauðsyn til reka. Og þar er málunum nú komið. Bretar leggja háan toll — um 100 kr. — á hverja smálest sem flutt er úr landi af kolum. Fó nær sá tollur ekki til þeirra skipa, sem koma til Englands í verslunar- erindum og fá kol til eigin þarfa. Fessi tollur er gifurlega hár, og íþyngir iðnaði og framleiðslu allra þjóða sem kol fá frá Englandi. Gerir enska stjórnin ráð fyrir að láta aðrar þjóðir borga ríflegan hlut af hernaðarkostnaðinum frá stríðinu mikla. En þessu mótmæla kolanem- arnir. Þeir vilja sjálfir fá í kaup, og enskum almenningi til handa alt það, sem námureksturinn gefur af sér. Krafa þeirra er sú, að kaup hvers kolanema hækki um 2 shillings á viku, og að öll kol, sem notuð eru innanlancts í Bret- landi, verði lækkuð um 14 shillings smáleslin. Fyrir kaupkröfunni sér til handa telja náinumenn sig geta fært góð rök og gild, sökum auk- innar dýrlíðar, siðan síðast var samið um kaupið. En kröfuna um verðlækkun á kolum til al- mennings rökstyðja þeir með þvi, að með þeirri aðferð einni, að lækka verð á nauðsynjavörum, geti tekist að vinna bug á dýrtíð- inni. En í raún og veru má segja, að það sem enn er komið fram í kolamáli Breta séu ekki nema út- varðaskærur. Aðalbaráttan er um yfirráð auðsuppsprettunnar í land- inu. Nú sem stendur er megnið af auð Bretaveldis í höndum liltölu- lega fárra manna, aðalsmanna, kaupmanna og verksmiðjueigenda. Alþýðan hefir alt frarn að þessp. sætt sjg við hlutskifli sitt, að fara alls á mis. En styrjöldin með öll- um sínum víðtæku afleiðingum hefir breytt þessu. Kröfur al- mennings hafa vaxið. »Hetj- urnar« úr skotgröfunum, sem sagt var, að þeir hættu lífinu fyrir frelsi og framtiðarheill allra þjóða, una ekki sínum fyrri lífskjörum. Miklar brej'tingar eru óhjákvæmi- legar í Bretlandi á næstu árum, og barátlan um kolanámurnar er ekki nema dálílill þáttur í þessari óút- kljáðu glímu. jslensk eia ððnsk penlngabáð. I. Einn af kuunustu mentamönn- um þessa bæjar ræddi um það við ritstjóra,, þessa blaðs, hvert væri stærsta málið sem næsta al- þingi ætti úrskurð á að Ieggja. Hann kom orðum að því, hvað það væri, á þessa leið: »Á aðalpeningabúð landsins eftirleiðis að rera íslensk eða dönsk?« Er þetta hið sama, að eins með öðrum orðum sagt, og það sem vikið hefir verið að hér áður í blaðinu: hvort landið eigi nú að nema þ^inn lærdóm af orðinni reynslu að gera íslandsbanka að íslenskri stofnun, með þvi að kaupa hann. Það hefir svo farið mörgum á Iandi* hér, að þeim hefir fundist sjálfstæðisbaráttu okkar lokið með þeim endanlega sigri, sem við höf- um unnið á póliliska sviðinu. Þeir munu hafa í bili gleymt því, að í reyndinni er fjárhagslega sjálf- stæðið enn þýðingarmeira, því að án þess getur hið pólitiska sjálf- slæði orðið liarla lítils virði. Hafi mönnum ekki verið það ljóst áður, þá hlýtur öllum að vera það ljóst nú, að við höfum ekki náð fjárhagslegu sjálfslæði. Fað brestur stórum á og það á hinu þýðingarmesta sviði, þar sem er sjálf aðalpeningabúð landsins. Fað eru ekki íslendingar sem ráða því, hvernig íslandsbanka er stjórn- að. Bað eru hluthafarnir, sem lang- flestir eru erlendir, sem ráða því, og hljóta að ráða því, eins og í garðinn er búið. Það mun vera danskur banki, Privatbankinn, sem fyrir hönd liinna erlendu hluthafa ræður meslu um stjórn bankans. Hin síðustu tíðindi sem gerst hafa á fjármálasviðinu, hafa ekki ein- ungis gert öllurn bert þetta, að ís- land er vegna skipulags þessarar aðalpeningabúðar fjárhagslega háð þessum erlendu peningamönnum, þau hafa og gert annað. Þau liafa gefið íslandi sérstaka aðstöðu um að losna úr þessu undirlægju- ástandi, þau hafa skapað íslandi aðstöðu um að ná eignarhaldi á þessari stofnun, komi hinir íslensku valdhafar nú fram með fullri festu ög drengskap. Þess vegna er úrlausn þessa máls svo stórkostlega tímabær nú, einmitt á næsta þingi. Þess vegna er það mesta vanda- mál næsta þings, að kveða á um hvort þessi aðalpeningabúð lands- ins á eftirleiðis að vera íslensk eða dönsk. Poi að það er alveg óvist að Is- landi gefist aftur slíkt tœkifœri til að ná fjárhagslegn sjálfstœði á þessu sviði. II. Það mun mega gera ráð fyrir því — enda þótt menn alment hafi komið auga á það hve afslaða ís- lands er nú góð í þessu máli — og enda þótt inenn liafi allljósan skilning á því hve það er varhuga- vert hverri þjóð, að lála erleuda peningamenn stjórna aðalpeninga- búð landsins og seðlabanka — að ýmsum gætnum og góðum mönn- um hvjósi hugur við því að ís- land færi nú að kaupa íslands- banka, og það á þeim tímum sem standa yfir. Það voru lílca margir »gætnir og góðir menn«, sem voru mjög hræddir um íslands liag fyrir 66 áruin, þá er verslun íslands var að fullu gefin frjáls við allar þjóðir. Þær raddir gerðu ekki siður vart við sig í hóp íslendinga sjálfra. Svo var því t. d. varið um hinn mikilhæfa vitmann Grím Thomsen skáld.1) Nú vita allir hversu verslunar- Trelsið liefir orðið til mikillar bless- unar, að óhætt er að segja að verslunin sé sem öll orðin innlend og við höfum náð fullkomnu sjálf- stæði á þvi sviði, þólt mikið sé enn óunnið um að bæta skipulag verslunarinnar. Það voru líka ýmsir »góðir og gætnir menn«, sem hristu höfuðið og voru vantrúaðir þá er Eim- skipafélag íslands var stofnað. Þeim þötti í helst til mikið ráðist. Þeir höíðu að vísu ekki hátt um 1) Segir sagan, að út aí þessum um- ræðum hafi Repp sagt: »Það er dönsk skítalykt af þér, Grímur!« það. En árangurinn af slofnun Einskipafélagsins er sá, að fyrir- sjáanlegt er, beri ekki eitthvað sérstakt við, að við munum áður en langt um líður ná fullkomnu sjálfslæði unLskipagöngur lil lands- ins, getum annast þær allar sjálfir. Pað er hin sama hugsun, sem nú þarfnast, hið sama traust á landinu og framtíð þess sein þarfn- ast, um að menn þori að leggja út í það að láta íslendinga sjálfa eignast aðalpeningabúð sína, nú er þeirn gefst sérstakt færi til þess. Það er spor í hina sömu átt, kaupi landið nú íslandsbanka, og þá er íslendingar knúðu Dani til að gefa verslunina frjálsa, og réðust í það að eiga sjálfir skip. Það er nákvæmlega hið sama sem rekur á eftir: íslendingar gátu ekki unað því, að erlend þjóð eiii- okaði verslun þeirra. íslendingar gátu ekki unað því, að erlend skipafélög okruðu á þeim um skipaleigu. íslendingar geta eklci unað því, að láta erlenda hluta- fjáreigendur stjórna aðalpeningabúð landsins. Undir eins og færi gefst hljóta þeir að stíga sporið um sjálf- stæði í bankamálunum, ekki síður en í verslunarmálunum og sam- göngumálunum. Ef íslendingar stíga ekki það spor nú, á eða upp úr næstkom- andi alþingi, þá er ekki nema tvennu til að dreifa: annaðhvort hefir málinu verið spilt svo af hálfu íslenskra vald- hafa, að tækifærið er ónýtt eða, það er farið að renna ann- að blóð í æðum íslendinga en áður. Tíminn gerir ráð fyrir hvorugu. Hann vili ekki ætia Iandsstjórn- inni það, að hún standi ekki fylli- lega á verði um svo þýðingarmikið mál, og undirbúi það ekki svo rækilega sem unt er. Hann vill ekki gera ráð fyrir því, að hinir hugdeigu hafi hærra um sig nú, en þá er'Eimskipa- félag íslands var stofnað. faráttíl psitnða á Iri. Við áramótiu síðustu stóð inni í íslandsbanka, samkvæmt reikn- ingi bankans sjálfs, svo mikið af innlánsfé sem hér segir: Innstæðufé á hlaupareikningi kr. 10351547,71. Innlánsfé kr. 12815898,80. Innlánsfé með sparisjóðskjörum kr. 2391928,84. Eru þetta samtals rúmlega 25l/2 miljón króna. Þessar 25V3 miljón ávaxtar ís- landsbanki fyrir íslendinga á þann hátt, að hann lánar þetta fé aft- ur út. íslandsbanki tekur við þessum 2572 miljón kr. til varðveislu af sumum íslendingum og lánar þær aftur öðrum íslendingum. Vextirnir sem hann greiðir ís- lendingum að þessum 25'/o milj. kr. verða í hæsta lagi reiknaðir 4V2°/o. Vextirnir sem hann tekur sjálfur, verða með öllu ekki lægra reiknaðir en 8V2. Vaxtamismunur- inn er því a. m. k. 4%. Væri nú gengið út frá því, að bankinn gæti lánað út allar þessar 25l/2 rniljón króna, sem íslend- ingar hafa trúað honum fyrir, þá er þessi vaxlamismunur, sem bank- inn tekur fyrir ómakið, rúmlega: ein miljón króna, og það árlega, sé gengið út frá því að það séu að meðaltali um 25 miljónir króna, sem landsmenn lána bankanum. En það er of hátt áætlað. Um fyrsta liðinn sem talinn er: Inn- stæðufé á hlaupareikningi, gildir það, að bankinn má æ búast við að þurfa að borga út háar fjár- hæðir með engum fyrirvara, og getur því ekki bundið nema lílið af þvi fé í föstum lánum. En vext- irnir sem bankinn borgar af því fé, eru og langt undir 4V2%» og það er ekki vafamál, að bankinn græðir mikið fé á þessum rúmlega 10 miljónum, sem hann fær að láni á þennan hátt. Hiuir liðirnir tveir eru rúmlega 15 miljónir króna. Það fé mun bankinn að miklu leyti getað bundið í lánum. Bankinn hefir rétt til, hve- nær sem er, að takmarka hve mikið af því fé menn megi taka út á dag. Vaxlamismunurinn 4% af*15 miljónum lcróna er: 600,000 krónnr, og það árlega, séu 15 milj. kr. meðal-sparisjóðsinneignin. Vitanlega er hérNíkki um hrein- an ágóða að ræða. Bankíhn hefir töluverðan kostnað, um inannahald og annað, af því að annast þessa ávöxtun sparisjóðsfjárins, og þarf á stundum að liggja með fjár- hæðir avðlausar. Nákvsemlega verð- ur það því ekki sagt hversu há sú upphæð er, sem bankinn græðir árlega af landsmönnum, með því að geyma þannig fyrir þá spari- sjóðsféð, en það virðist ekki of- sagt, að sá. gróði muni árlega reiknast í hundrnðum þúsunda króna. Hvert rennur þessi gróði? Hann fer nálega allur út úr landinu. Hann fer nálega allur til hinna erlendu hluthafa, sem eiga íslands- banka. Hvert rynni þessi gróði aftur á móti, ef íslendingar noluðu sér nú hina góðu aðstöðu til þess að kaupa íslandsbanka? Þá yrði þessi ágóði kgr i land- inu, bann rynni í vasa íslendinga sjálfra? Hvort er eðlilegra, að þessi hundruð þúsunda króna gróði af því að ávaxla sparisjóðsfé íslend- inga lendi hjá útlendum peninga- mönnum, eða lendi hjá íslending- um sjálfum? Sennilega verður öllum almenn- ingi hægt um vik að svara þeirri spurningu. Fóðursíld. Allmikið mun nú vera til í landinu af fóðursild, sumpart úrgangssíld, sumpart út- flutningssíld síðan í fyrra, mun sú sild sérstaklega vera besta fóður Líverpoolsverslunin hér í bænum hefir t. d. um 5000 tunnur á boð- stólum af þessari síld og mun fáanleg með lágu verði, enda ekki urn úlflutning að ræða héðan af.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.