Tíminn - 16.10.1920, Blaðsíða 3

Tíminn - 16.10.1920, Blaðsíða 3
T l M I N N 163 inu um mismunandi kenningar og orsakarskýringar að ræða, sem sál- sýkisfræðingarnir þykjast hver um sig hafa fundið og rífast um sfn á milli, en á hinu leitinu um að- ferð, sem er hér um bil sú sama hjá þeim öllum. Þetta hefir geð- veikralækninum Þ. Sv. ekki skilist, og má þá virða öðrum lil vork- unnar, þótt þeir láti þetta villa sig. I Lögréttugrein þeirri, sem Þ. Sv. vitnar til, sýndi eg fram á það, að allir helstu sálsýkisfraeðingar heimsins, sem nú væru uppi, væru sammála um það, að telja persónu- skiftin svonefndu og önnur skyld fyrirbrigði afleiðingar af meiri eða minni klofnun f sálarlífl nranna. Nefndi eg þá Janet, Freud, Jung, Hart, Morton Prince og Boris Sidis, og mætti nefna marga íleiri, sem eru sömu skoðunar að þessu leyti, en algerlega andvígir andatrúar- tilgátu Þ. Sv. Allir halda þeir því sama fram, að persóuuskíft- in leiði af einhverskonar klofnun í sálarlífinu, eða eins og eg nú beldnr vildi nefna það: hugrofum. En er þessir sömu nrenn hafa farið að grafast fyrir hinar eðlilegu orsakir þessara hugrofa, þá skift- ust leiðir og þá voru þeir ekki lengur sammáia. Janet taldi þau stafa af meðfæddri veiklun í sál- arlífl og taugakerfi mannsins; Freud af bældunr hvötum, einkum bældri ástahvöt; Jungaf sjálfsbjarg- arlivötum mannsins þá er þær kæmust í berhögg við lífið og veruleikann; Hart lelur hugrofin aftur á rnóti stafa af þvi, að ein- hverjar af frumhvötum mannsins og þá tíðast félagshvötin hafi verið bæld, en þeir Prince og Sidis telja þau stafa af einhvers konar Iíkam- legu eða andlegu áfalli, samfara lanrandi tilfinningum. Þannig halda þeir hver sínu sjónarmiði, hver sínu broti af sannleikanum fram, þvl að hugrofin geta að líkindum orsakast af öllu þessu. En eins og gengur, þykir hverjum sinn fugl fagur, og því hafa nú menn þess- ir oft rifist grimmilega út úr or- sakaskýringum sínum, samanber skammagrein Sidis á hendurFreud, sem Þ. Sv. hefir þólt svo mikill matur í. Eg tók það nú fram um Freud í þessari sömu Lögréttugrein, að bann hefði »lent í öfgum«, enda hefi eg aldrei getað felt mig við orsalcarskýringar hans. Samt lælur Þ. Sv. sem eg sé að halda honum og hans kenningum fram, eins og engin önnur sálargrenslan sé til. Þetta hefði nú kannske getað til sanns vegar færst fyrir 20 árum; en nú er sálargrenslan rekin um allan hinn mentaða heim, án þess landi og mikill gróði á stríðsárun- um. En þótt þelta sé rétt, þarf það ekki af því að leiða að kröfur Egypta séu óréttmætar. Þeir krefj- ast sjálfstæðis, eins og aðrar þjóðir og geta sannað það að mentun þjóðarinnar og þroski sé fyllilega á borð ýmsar þær þjóðir sem nú hafa sjálfstæði. Og þeir geta vitnað í fræga setninu, sem einu sinni hraut af vörum ensks forsætisráð- herra: að »sjálfstjórn er betri en góð stjórn«. Með rökum má telja það vafasamt hvort enska »verndin« hafi ekki verið óþörf árið 1882, hvað þá nú, eftir svo margra ára »uppeldi«. Englendingar vitna í það að fyrir lægri stóttirnar, bóndann egypska, hafi stjórn þeirra verið betri en sjálfstjérn hefði orðið. Það hefir aðallega verið hin auð- uga yfirstétt sem haldið hefir fram sjálfstæðiskröfunum — yfirstéttin sem lifir í vellsytingum at sveita leiguliðanna. Það er talið sennilegt að kjör smælingjanna á Egyptalanbi hefðu orðið enn verri hefði sjálfstjórn verið, en á hinn bóginn hafa lcjör þeirra ekkert batnað undir stjórn Englendinga. Það er enn, eins og áður.að langsamlega flestir bænd- anna eru leiguliðar. Jarðeigend- urnir búa sumir í borgunum, en Skfrsla w kappslátt á Sandhdlaferjuefigjum. Sláttumaður Sláttur Einkunnir Nafn Heimili C £ 8 -W o in C rQ C/3 • £ H o 5* 1 rC *-< QJ <£5 “ -C3 3* Teigstími mín. O Cð U X3 3 •4-* -cc E75 Sláttugæði CJ 2 -C3 55 Aðaleink. Nr. eftir aðaleikunn Ólafur Ólafsson . . . Lindabæ . . . 215 36,3 lST/«0 27aH/c0 7,73 7 8 7,25 1 Ingvar Ilalldórsson. Sandhólafcrju 230 35,4 l»3/í0 29“/so 7,22 6 7 6,64 2 Símon Bjarnason . . Hófshól .... 250 28, s l'/í. 32'»/.o 6,G9 8 5 6,54 3 Haraldur Halldórss. S.-Rauðalæk . 235 36 l*»/ío 28“/«o 7,45 6,5 4 5,G9 4 Hannes Friðriksson Arnkötlust. . . 215 34,4 l5a/í0 26ls/«o 8 3 7 5,«o 5 Júníus Ingvarsson . Herru 220 28 l3/*0 37‘/«o 5,45 4,. 4 4,*o 6 Iíappsláttnrinn var haldinn 22. ágúst i sunnar á Sandhólaferjuengj- um. Gekst U. M. F. Ásahrepps fyrir því, enda voru sláttumennirnir allir ineðlimir þess. Dómnefndarmenn voru þrír: Ingim. Jónsson, Sig- urður Jósefsson og Ásgeir Ólafsson og fór dómnefndin í öllu eftir leið- beiningum Guðm. Finnbogasonar prófessors í Frey, júní 1917. Landið, sem slegið var, var slétt áveituengi, mjúkt og gott afsláttar með sæmi- legri slægju. Teigstærð var 800 fermetrar. Mennirnir voru allir hraustir og duglegir menn, enda fullþroskaðir og stóðu því líkt að vígi í því efni. Við skýrsluna, sem hér fylgir, er þess að geta, að við athuganir á ljáfarstíma, ljáfarsbreidd og skárabreidd voru 50 ljáför lögð til grund- vallar, og skárabreiddin er hálfskæra. að nokkuð tillit sé tekið til öfg- anna hjá Freud, og því sannar Þ. Sv. ekki annað með þessu en það, hvað hann er sjálfur langt á eflir tímanum. Sálargrenslanin er orðin að sérstakri, sjálfstæðri aðferð, sem allflestir eru nú sammála um að megi nota í fjölda mörgum tegund- um starfrænnar sturlunar. Það er reynslan, sem kendi'mönn- um þetta. Af hendingu fann læknir einn í Vín, að nafni Breuer (laust eflir 1880) og Janet það (laust fyrir 1888), að ef unt væri að vekja aftur minningar sjúklingsins um það, hvenær og hvernig hann hefði sýkst, ef unt væri. að lála hann lifa upp aftur í endurminn- ingunni atvikin, sem hefðu haft hin sýkjandi áhrif á hann, og hann bældi ekki niður í sér til- finningar sínar og tilhneigingar, heldur Iéti þær fá eðlilega útrás, þá — hyrfu sjúkdómseinkennin á samri stund og maðurinn væri aftur orðinn heill og lieilvita. En venjulegast höfðu sjúklingarnir sleingleymt þessu; því var einsc og stolið úr minni þeirra. Af þessu leiddi aðferðina, að reyna að grenslast eftir því með öllu mögu- legu móti hjá sjúklingnum sjálf- um, annaðhvort með því að dá- leiða hann, en þó belst í vöku, hvað valdið hefði hugrofunum bjá honum. Það er þessi aðferð, en ekki nein einkakenning einstakra manna, sem nú nefnist sálargrensl- an. Allir beita þeir lienni og Boris Sidis líka. En af því að honum er svo illa við Freud, nefnir hann hana ofurlítið öðru nafni, nefnir hana sálarkynning fpsgchognosisj, en uppnefnir aftur á móti aðferð og kenningar Freuds og kallar hana falsgrenslan fpseudo-analýsisj. Ekki þarf nema að glugga lítillega í bók þá, sem Þ. Sv. vitnar til eftir Sidis, lil þess að sjá, að einn- ig hann er að reyna að kafa und- irvitund sjúklingsins, til þess að fá hann til að muna og ná aftur í persónuslitrin, er horfið hafa niður í undirvitundina. Þetta sést þó enn betur á annari bók Sidis (Multiple PersonalityJ, þar sem hann lýsir því, hvernig hann fór að lækna Mr. Hanna. Aðferðin er því í raun réttri sú sama, en af því að eg vissi, hvaða óbeit menn þessir höfðu á einkaskoðunum hvers annars, sagði eg í Iðunnar- greininni: »fyrir svonefnda sálar- grenslan og aðrar þær lækninga- aðferðir, sem henni eru samfara«. Sálargrenslan þessari er nú beitt um öil lönd meira og minna nema liér. Þó hefi eg nú komist að raun um, að einn af helstu læknum vorum hefir beitt henni stöku aðrir einhversiaðar í Norðurálfunni. Þessir fjarlægu landsdrolnar hafa einkanlega fengið orð fyrir hörku, eins og venja er til um fjarlæga landsdrotna. Það hélst alveg í hendur, að þá er áveiturnar voru bættar, eða þegar baðmullar verðið hækkaði, þá var jarðarleigan hækk- uð sem því svaraði. Landinu fór fram, og frjófscmi akranna varð meiri. En arðurinn lenti allur hjá auðkífingunum í Alexandríu, Kaíró, eða einhverslaðar í Norðurálfunni. Bóndinn egyptski var jafn fátækur og áður. Fram að stríðinu létu bændurn- ir kyrt liggja, létu sér sljórn Eng- lendinga góða líka og glöddust yfir framförum landsins þótt þeir nytu einskis af. En á stríðsárunum snerust þeir á sveif með yfirstélt- inni um sjálfstæðiskröfurnar. Það var fyrst og fremst her- kvöðunum að kenna. Það er á fárra vitorði að Egyptaland varð að leggja til um miljón manns, Englandi til hjálpar í stríðinu. Að vísu voru ekki allir gerðir beinl að hermönnum, heldur notaðir til ýmissa starfa. En hernaðurinn á Sýrlandi og Gyðingalandi var að miklu leyti rekinn með her frá Egyptalandi. í fyrstu fengust her- menn af frálsum vilja. En það rak að því að fá þurfti um 25 þúsund á mánuði og þá var mönnum sinnum með ágætum árangri. En langmest hefir henni verið beitt í stríðslöndunum við allan þann aragrúa heimkominna hermanna, sem þótt þeir hafi eltki særst lík- amlega, hafa komið heim haltir og vanaðir, blindir og heyrnarlausir og þjáðst af hinum og þessum starfrænum kvillum. Þeir hafa venjulegast verið búnir að stein- gleyma öllu, sem í fyrstu olli kvíllum þessum, en svo hefir það verið slætt upp úr hugarfylgsnum þeirra með sálargrenslaninni. Og undir eins og þeir mundu öll at- vikin og komust í sömu geðshrær- inguna, hafa þeir orðið heilir. Þetta er nú engin smáræðis uppgötvun, því að nú má segja, að biblíu- orðið sé farið að rætast: blindir fá sýn, haltir ganga, daufir heyra, en — ekki eru dauðir samt farnir að upprísa, nema ef vera skyldi í andatrúarherbúðunum! Þetta minnir mig á það, að sál- argrenslanin getur orðið hættuleg andatrúnni, og ef til vill er Þ. Sv. þess vegna svo illu við hana. Með sálargrenslaninni má nefnilega oft rekja það til róta, hvaðan maður hafi sýnir sínar og ofheyrnir og efnið í hina ósjálfráðu skrift. Þess vegna sagði líka ritari Breska sál- arrannsóknarfélagsins við mig, þegar talið barst að þessu, að nú yrðu menn að bíða átekta ineð sálarrannsóknirnar, þangað til bú- ið væri að kanna það til nokk- urrar hlítar með sálargrenslaninni, þröngvað i herinn. Það var bænd- um mjög þvert um geð, enda talið að oft væri mjög liarðlega og órétt- víslega að verið. Ofan á bætlust margyíslegar kvaðir í þarfir hersins: hey, korn o. s. frv. Bændurnir vóru þeirrar skoðunai- að embættismennirnir ensku drægu sér nokkuð af kaup- verðinu. — Afleiðing þessa varð sú að þjóð- in reis nú gegn Englendingum ná- lega sem einn maður. Þjóðernistil- finningin náði sömu tökum á Egyptum ogá Norðurálfuþjóðunum. Englendingar sáu það lolcs að grípa varð til alvarlegra ráða. Nefnd var skipuð til þess að kynna sér ástandið og var sjálfur landsstjórinn formaður. Egyptar neituðu samningum á öðrum grund- velli en þeim að landið væri viður- lcent fullvalda ríki. Þegar nefndin kom aftur heim til Englands breytti enska stjórnin svo gersamlega um stefnu að hún bauð sjálfum Zaghlul pasha til Lundúna til ráðagerða. Árangur þeirra er bráðabirgðasamningur, sem að vísu verður endanlegur og brestur ekki annað á en formlegt samþykki parlamentsins enska og Egyptalands. Englendingar hafa enn einu sinni sýnt, að þeir hafa fullan skilning á þvi, að eigi virkilega aö breyta hvað og hversu mikið gæti stafað frá undirvitund manns og dul- minni. En sumir halda, að lílið kunni þá að verða eftir óskýrt af hinum dularfullu fyrirbrigðum sál- arlífsins. Það sem mér finst einna mest um vert við sálargrenslanina, ef það þá reynist svo áfram, er hið mikla skilningsljós, sem hún virð- ist ætla að varpa yfir mörg fyrir- brigði heilbrigðs og sjúks sálarlífs, sem áður hafa verið lílt skilin. Sálargrenslanin virðist vera að af- sanna það, sem Boris Sidis hefir haldið fram, að sjúkdómseinkenni brjálseminnar væru »meiningar- laus«. Það er þvert á móti, þau eru oft eins og tákn eða ímynd þess, sem horfið er úr vitundinni og undir býr í hugarfylgsnum manna. En það yrði ofiangt mál að skýra frá þessu hér og því leyfi eg mér að vísa til kvers þess, sem nú ér nýkomið út og nefnist: Geð- veikin eftir dr. Bernard Iiart. Þetta er nú það, sem segja má um sálargrenslanina, er geðveikra- læknir vor hefir gert ®svo mikið gabb að, að hann telur engum al- mennilegum manni sæmandi að fást viö hana. En þá er eftir að vita, hvað hann liefir sjálfur fylgst vel með í fræðigrein sinni og hvernig farið hefir um hin gömlu álrúnaðargoð hans. Kleppslæknirinn kendi — sællar minningar! — svonefnda geðveikis- fræði hér við liáskólann frá þvi um til bóta, þá dugi ekki hálfverk. Samningurinn kveður svo á að hinni ensku »vernd« sé lokið og England viðurkenni fullkomið sjálf- stæði og fullveldi Egyptalands. Landið fær sina eigin stjórn utan- ríkismála, þótt búist sé við, að í fyrstu muni ensku ræðismennirnir sumstaðar starfa fyrir hönd Egypta- lands. Enski herinn hverfur að öllu leyti burt úr landinu, nema við Súesskurðinn, sem England á að gæta. England tekur og á sig þá ábyrgð að Egyptaland fái að lifa í friði. Vitanlega er það margt sem enn hefir ekki verið samið um í sam- bandi við þessa iniklu breytingu; t. d. um framtíð liinna ensltu em- bættismanna, um rétt annara þjóða í landinu, um ríkisskuldirnar o. fl. En stærsta málið er um afstöðuna til nágrannalandsins, Súdans, sem liggur næst fyrir sunnan. Gordon fór þangað sína frægu herferð af Englendinga hálfu, en eftir dauða hans féllu afskifti Englendinga af landinu niður um hrið. Skömmu fyrir aldamótin lagði Kitchener lá- varður landið undir England og síðan hefir það verið undir ensk- egypskri þ. e. enskri stjórn. Súdan er alt annað land en Egyptaland, enda býr þar óskyld þjóð Egyptum. En um aldaraðir hefir Súdan alt af við og við lotið er hann var stofnaður og fram til ársins 1919, að eg held. Aldrei hefi eg heyrt stúdenta dásama kenslu hans eða kennarahæfileika og ekki veit eg, af hverju hann hætti að kenna. En nokkuð er það, að hann kendi bók eftir ensk- an sálsýkisfræðing Stoddart: Mind and its disorders. I 1. útg. bókar þessarar var liöf. rélttrúaður á góða og gamla vísu og fór að mestu eftir Kraeplin. í 2. útg. gaf hann sálargrenslaninni þó nokk- urn gaum og skaut inn í bókina tveim köflum um hana, sem Þ. Sv. hefir þá líklegast kent. En hvað skeður svo Þórði vorum til hrellingar? Formálinn fyrir 3. útg., er kemur út sama árið og Þ. Sv. hættir, hefst á þessum orðum: »Síðan síðasta útgáfa kom út, hefi eg algerlega breytt afstöðu minni til sálarsýkinnar, þar sem eg per- sónulega hefi rannsakað mjög marga sjúklinga með sálargrensl- unar-aðferðinui og er þannig orð- inn sannfærður um sannindi Freuds- kenninganna. Sálarsjúkdóma er ein- ungis unt að skilja með því að rannsaka undirvitund sjúklinganna sálfræðilega; og hin líkamlegu sjúk- dómseinkenni starfrænnar tauga- veiklunar verða að teljast afleið- ingar, en ekki orsakir sjúkdóms- ins, eins og eg hélt fram í fyrstu útgáfu«. Finst mönnum þetta nú ekki nokkuð hastarlegt? Er það ekki raunalegt fyrir Þ. Sv., eins og hann nú hefir liamast og úthúðað sálargrenslaninni, að sjá hið gamla átrúnaðargoð sitt umturna bók þeirri, sem hann sjálfur, herra yfirlæknirinn, hefir kent, í anda sálargrenslunarinnar, og það sem meira er, fleygja sér i fangið á Freud með húð og hári? Þ. Sv. gelur auðvitað sagt, að hann sé allur í »himnavísundum«, í anda- trúnni og hún sé ekkert »liumbug«. En ætli sumum finnist þó ekki sem maðurinn ætti að fara heim og læra betur og — skammast sín, ef hann kynni það. Á. H. B. Hörmulegt slys. Fregn sú barst úr Dölum vestur að fernt afheim- ilisfólki á Staðarfelli hafi druknað þar á Hvammsfirði örskamt undan landi, hafði verið að heyþurkun í eyju. Voru það þrír karlmenn og ein stúlka. Var einn þeirra Gestur, einkasonur Magnúsar bónda Frið- rikssonar á Staðarfelli, hinn mesti efnismaður, um þrítugsaldur. Magnús Guðfinnsson og Þorleifur Guðmundsson hétu hinir karl- mennirnir. Egyptalandi, og Egyplar hafa fengið þaðan skatta, þræla og her- menn. Vitaulega er ekki fremur réttlæti i þvi að Súdan lúti Egypta- landi en að Egyplaland lúti Etig- landi. En Egyptaland getur ekki verið án Nílarvatnsins. Súdan gæti í þvi efni gert þvi mikinn óleik. UmN það þarf fastbundna samn- inga. Og Englendingar eiga mik- illa hagsmuna að gæta í Súdan. Þeir hafa lagt fram mikið fé til áveiluframkvæmda og vænta það- an stórkostlegrar baðmullarfram- leiðslu. Um þetta eru með öllu óútkljáðir samningar milli Eng- lendinga og sjálfstæðismanna Egyptalands. En þetta eru smámunir hjá því slóra skrefi sem Englendingar hafa stigið með því að viðurkenna sjálfstæði Egyptalands. Sjálfstæðis- mennirnir á Egyptalandi mega hrósa sigri. En stjórnmálamenn- irnir ensku mega og hrósa sigri, því að þeir hafa enn einu sinni séð borgið hinu góða áliti Englands um nýlendumálastjórn Og ruargar þeirra þjóða sem enn lúta enskri stjórn fá bjT undir báða vængi vona sinna um meiri sjálfstjórn. Settur læknir í Reykhólahéraði er Jón Ólafsson frá Hjarðarholti.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.