Tíminn - 06.11.1920, Qupperneq 2
172
TlMINN
8 1 1 ■
Tilkynni
Yerðlagsnefndin hefir náð sarakomulagi ura hámark
álagningar á algengan skófatnað við neðan-
greindar skóverzlanir hér í bænum:
Lárus G. Lúðvíksson, Stefán Gunnarsson,
B. Stefánsson & Bjarnar, Hvannbergsbræður.
Verðlisti, sem nefndi'n heíir athugað og fall-
ist á, er festur upp í sölubúðunum.
Verðlagsnefndin.
August Krogh prófessor við Kaup-
mannahafnarháskóla, fyrir rann-
sóknir og uppgötvanir um starf-
semi háræðanna. Sömu verðlaun
fyrir árið 1920 hefir hlotið Jules
Bordet forstöðumaður Pasteurstofn-
unaririnar í Bryssel.
— Rússneska stjórnin hefir veitt
auðfélagi i Bandaríkjunutn einka-
rétt til að reka kola og steinolíu-
námur í Asiu'öndum Rússa og
einnig til fiskiveiða. Einkaleyfið er
veiít til 60 ára.
— Enska stjórnin hefir lýst þvi
yfir að hún falli frá þeim rétti sem
hún hafði samkvæmt friðarskil-
málunum, að gera upptækar eignir
þýskra manna á Englandi, ef
Þýskaland fullnægði ekki friðar-
skihnálunum. Eru frönsku blöðin
hamslaus yíir þessari yfirlýsingu
en þýsk blöð láta vel yfir.
— Bandaríkjamenn hafa það
við orð, að gera þau skip upptæk
sem flytja vín innanborðs, er þau
koma til landsins.
— Um miðjan síðasta mánuð var
afhjúpað í London mikil mynda-
stytta, sem er gjöf lil Englands,
frá flóttamönnunum belgísku, sem
fengu athvarf á Englandi á stríðs-
árunum.
— Franska stjórnin gerir marg-
víslegar ráðstafanir um að berjast
við dýrtíðina. Meðal annars er
takmörkuð mjög ’tala milliliðanna
í verslun og grimt eftirlit haft með
álagningu.
— Frjálslyndi flokkurinn enski
hefir tekið það á stefnuskrá sína
að járnbrautirnar og kolanámurnar
verði ríkiseign.
— Fjármálaráðherrann franski
gat þess nýlega í ræðu að i þeim
liéröðum Frakklands sem orðið
hefði fyrir eyðingu styrjaldarinnar
væri nú búið að reisa við um
77°/o af verksmiðjunum, að fullu
eða miklu leyti, og 66°/o af landi
væri komið í rækt.
Eftirmæli.
Hinn 26. júní síðastl. andaðist
ekkjan Málfríður Pétursdóttir að
heimili sinu Fagurey á Breiðafirði.
Hún var fædd í Arney í Dagverð-
arnessókn 1. maí 1841. Voru for-
eldrar hennar Pétur Pétursson
hreppstjóri og Sigríður Guðmunds-
dóttir frá Hrappsey, sæmdarhjón.
Árið 1870 gekk hún að eiga Skúla
’Skúlason i Fagurey, alkunnan
dugnaðarmann og merkisbónda.
Bjó hún með honum rausnarbúi
þar í eynni fu.ll 30 ár, eða lil árs-
ins 1901, er hann lcst, nýheirnkorn-
inn úr sjóvolki miklu utan afSandi,
þar sem hann hafði verið formaður
á vetrum fjölda ára, og jafnan þótt
hinn slyngasti stjórnari.
Pótti jafnan mikið koma- til
heimilis þeirra hjóna, enda voru
þau samtaka um alla heimilisstjórn
og sambúð þeirra hin ástrikasta.
Mun Ieitun á að kona hafi verið
ástríkari manni sínum en Málfríður
heitin var, eða heimilisræknari eða
velviljaðfi hjúum sínum, sem oft
voru mörg. Konan var yfirleitt
mannkosla kona. góðgjöm, hver
sem í hlut átti, og gestrisin, enda
reyndi oft á það, því að margan
sjóhrakinn bar þar að garði.
Pau hjónin eignuðust 8 börn,
3 þeirra létust ung, einn sonur,
Sigurður, andaðist rúmlega tvítugur
mesti efnismaður, en íjögur lifa
Jón Guðmundson bóndi og skip-
stjóri i Fagurey, giftur Ingibjörgu
Bergsveinsdóttir úr Vestureyjum.
Skúli skipstjóri í Stykkishólmi,
giftur Guðrúnu Jónsdóttur hrepp-
stjóra. Margrét Oddfríður, ekkja
Sigurðar Kristjánssonar úrsmiðs í
Stj'kkishólmi, og Guðrún Marla,
kona Júlíusar Sigurðsonar bónda
í Hrappsey.
Fimm fóslurbörn ólu þau hjónin
upp lengri eða skemri tíma. Var
Málfríður heitin þeim trygg og
nærgætin fósturmóðir. Hitt þarf
ekki að taka fram, hve heitt hún
unni eigin börnum sínum og lét
sér altaf ant um hag þeirra. Hjartað
var viðkvæmt og ástríkt, skyldu-
ræknin á heimilinu og góðgirnin
við alla mikil.
Nú er hún látin í hárri elli, 79
ára gömul, 19 ár ekkja, en minn-
ingin lifir, björt og þakklát, ekki
aðeins hjá börnunum og nánustu
ástvinum, heldur og þeim öllum,
er kyntust henui nokkuð nánar.
S.
Hámarksverð.
Verðlagsnefndin hefir ákveðið
hámarksverð fyrir Reykjavík á þess-
um vörum:
Rúgmjöl.
(Tilk. 6. okt. 1920.)
í heildsölu — til kaupmanna og
kaupfélaga — frá vörugeymslu-
húsi kr. 60.00 pr. 100 kg. ásamt
umbúðum.
í smásölu, þegar seldur er minni
þungi en heill sekkur, 66 aurar
pr. kg.
Fiskur.
(Tilk. 9. okt. 1920.)
A. Ýsa:
Óslægð ........ 50 aur. kg.
Slægð ekki afhöfðuð 56 — —
Slægð og afhöfðuð . 62 — —
B. Porskur og smáfiskur:
Óslægður............ 46 — —
Slægður, ekki afhöfð-
aður................ 52 — —
Slægðurogafhöfðaður 56 — —
C. Heilagfski:
Smálúða............. 80 — —
Lúða yfir 15 kg., í
heilu lagi.........1.10 — —
Lúða yfir 15 kg., í
smásölu............1.30 — —
Steinolía.
í heildsölu til kaupmanna og félaga:
Sólarljós. . . kr. 92.00 pr. 100 kg.
Óðinn . . . . kr. 90.00 pr. 100 kg.
auk umbúða, heimkeyrt eða frítt
um borð í Reykjavík.
(Tilk. 11. okt. 1920.)
í smásölu:
Solarljós...........86 aurar lítrinn
Óðinn...............85 aurar lítrinn
(Tilk. 15. okt. 1920.)
Sykur.
í heildsölu til kaupmanna og fé-
laga frá vörugeymsluhúsi:
Stejdtur sykur.......kr. 3.30 kg.
Högginn sykur .... — 3,50 —
I sraásölu, þegar seldur er minni
þungi en sekkur eöa kassi:
Steyltur sykur.......kr. 3.70 kg.
Högginn sykur .... — 3.90 —
(Tilk. 20. okt. 1920).
orgin öilífa
eftir
1 Kardínáiinn gat ekki að því
gert að hann lét hrífast með —
en hann lét ekki bera á geðs-
hræringu sinni.
»Mig tekur það mjög sárt«,
sagði hann, »og það mun hryggja
hinn heilaga föður, að maður, svo
innilega trúhneigður, skuli hljóta
að teljast meðal fjandmanna hans
— meðal hinna hættulegastu fjand-
manna kirkju hans«.
»Berið hinum heilaga föður lotn-
ingarfulla kveðju mína«, svaraði
Rossí í lágum og blíðum málrómi.
»Segið honum, ef yður sýnist svo,
að auðmjúkur og ókunnur sonur
líti upp til hans með innilegustu
ástúð og aðdáim. Segið honum, að
þótt hann sé svo hátt hafinn, þá
hugsi föðurlaus maður til hans
eins og föður og mundi vilja ganga
margar milur um að snerta hönd
hans. En Guð hefir gefið mér
frjálsræði viljans og þvl mun eg
ekki afsala, jafnvel ekki í hendur
hinum heilagasta og rétllátasta
manni heimsins«.
»Far í friði, sonur«, sagði kar-
dínálinn. »Eg mun oft hugsa til
yðar. Trú yðar á manneðlið er
fögur — en það er óvæltur, sem
þér eruð að vekja upp, og Guð veit
það einn, hvernig hann mun snúast
gegn yður. Gætið yðar! Gætið yðar!«
Kardínálinn fjdgdi gesti sínum
til djrra og álútur hvarf hann aftur
eftir hinum köldu göngum. Úti á
götunni var mannfjöldinn á ferð og
flugi og sólin skein bjart og hlýtt.
IX.
Samverkamaður Rossís beið eftir
honum þá er hann kom heim.
Hann fiutti slæmar fréttir. Lög-
reglan hafði gert blaðið upptækt
vegna greinarinnar urn ræðu
konungs. Eigendur blaðsins voru
óánægðir og vildu fá að tala við
ritstjórann þegar í stað.
»Segið þeim að eg verði á slcrif-
stofunni kl. 4 eins og vant er«,
svaraði Rossí og svo settist hann
til þess að skrifa bréf, Pað var til
Rómu. Og jafnskjótt var eins og
stofan væri þrungin af návist
hennar og alt annað varð að engu.
Honum fanst hann vera að tala
við hana, hún stóð við hlið hans,
hann heyrði svör hennar.
»Væri það hægt að gjöra mér
þá bjrrði þytigri, að hafa fórnað
mínum heitustu vonum vegna
skyldunnar, þá hefði mér orðið
um megn að bera síðasta bréf
yðar. Örðugleíki sá er þér mint-
ust á er ekki þungvægastur. Pað
sem mér er örðugast að sætta
mig við er það, hversu mismunur-
inn er himinhár á því sem
maðurinn lætur í té og fær. Sú
óumræðilega óeigingirni konunnar,
kasti hún sér inn í tilveru mann-
sins, hlýtur að gera honuin svo
ljósa eigingirni sina, veiti hann
svo óumræðilegri fórn viðtöku.
Sparnaður í mat
Ef við aðeins gætum gert hverja
máltíð, sem vér borðum, 5 aurum
ódýrari en hún nú er, en líkama
vorum væri hún jafnholl og nær-
ingargild og áður, þá spöruðum
við yfir 50 kr. á ári á mann eða
5,000,000 kr- á ári, og gætum við
gert máltíðina 25 aurum ódýrari
myndi ísienska þjóðin spara yfir
25 miljónir kr. á ári.
Getum við þetta?
Vér verðum altaf að fá góðan,
hollan og nægilega mikinn mat,
svo líkami vor hafi þol og heilsu
til að erfiða og berjast fram úr
örðugleikunum. En skilyrði fyrir
því, að hægt sé að spara mat, er
þekking á þörfum líkamans og
næringargildi og verðmæti fæðu-
tegundanna og meðferð þeirra,
Ef við vitum hve mildð næringar-
gildi hver fæðutegund hefir og
hvað þær kosta, getum við altaf
valið úr þeim þær, sem ódýrastar
eru eftir næringarhlutföllum, og ef
við kunnum að fara með þær,
blanda þær, svo þær verði hollar
og ljúffengar, þá er björninn uuninn.
Vér íslendingar stöndum sérstak-
lega vel að vígi að afla okkur
allrar þeirrar þekkingar í þessu
efni er við þurfum, því matreiðslu-
bók sú, er þau Jóninna Sigurðar-
dóttir og Steingr. héraðslæknir
Matthíasson sömdu, er eimmitt
miðuð við það að gefa allar upp-
lýsingar í þessa átt.
Ekkert heimili má því vera án
þeirrar bókar, en það á ekki að
loka hana niður í kistu eða inn í
skáp og laka hana aðeins fram á
stórhátíðum, til að búa þá til eitt-
bragðgæli eftir henni, heldur þarf
að taka hana til ráða daglega.
Húsmóðirin á stöðugt að ráðfæra
sig við hana hvað nægilegt en þó
ódýrast sé að skamta og hvernig
eigi að fara með það, svo það sé
holt og gott.
Til sönnunar því, að þetta sé að
á rökum bygt, má taka það fram
að einum matreiðslumanni á fiski-
skipi norðanlands er viðbrugðið
fyrir, hve gott fæði (kost) hann
veiti, þykir betra hjá honum en
nokkrutn öðrum, en þegar fæðis-
reikningurinn er uppgerður, kemur
það merkilega aitaf í Ijós, að fæðið
verður ódýrast á því skipi. Pegar
hann var spurður hvernig á þessu
gæti staðið, sagði hann: »Nú eg
fer bara daglega eftir Matreiðslu-
bókinni hennar Jóninnu«.
Bókin fæst hjá bóksölum um
land alt. P.
IF* réttir.
Bæknr. Á forlag Arinbjarnar
Sveinbjarnarsonar er knýomin út
önnur og þriðja útgáfa af 1 og 2.
hefti Stafrofskvers frú Laufeyjar
Vilhjálmsdóttur og er frágangur
allur hinn prýðilegasti, eins og
áður. Ennfremur sendir Arinbjörn
á markaðinn Reikningsbók eflir
dr. Ólaf Dan Daníelsson, er hún
að nokkru leyti endurprentun á
reikningsbók Ólafs frá 1914, en
stórum aukin. Fyrst og fremst
þriðjungi stærri, þar eð liöf. hefir
bætt framan við kafla um höfuð-
aðferðir í reikningi með brotnar
tölur. Hinir kaflarnir eru og all-
mikið breyttir.
Fyrsta sinni var gengið á fros-
inni jörð hér í bænum í fyrradags
morgun.
Eyjólfnr Jónsson málari hefir
haft málverkasýningu opna í húsi
K. F. U. M.
Embætti. Gísli ísleifsson hefir
verið skipaður skrifstofustjóri fjár-
máladeildar — Halldór Kristinsson
hefir fengið veitingu fyrir læknis-
embættinu í Bolungarvík.
Morgnnblaðið ininkar á sama
hátt og Tíminn, kemur út einfalt
2—3 í viku.
Brnni. Síðastliðinn sunnudag
hús brann, rétt upp við Skóla-
vörðu. Var ekki full gert, eu eigandi
var þó íluttur í það. Töluvert barnn
af húsbúnaði og húsið var óvátrygt.
Er giskað á að tjónið sé um 10
þús. kr.
Pjófuaður er enn uppvís orðinn
Pakkarávarp.
Öllum þeim mörgu nágrönnum
og vinum ,er sýndu okkur í svo ótal
mörgu, hjálp og góðvild, í veik-
indum og við fráfall eiginmanns
og föður okkar Einars Einarssoar
í Brandshúsum, bæði með gjöfum
og annari hjálpsemi, vottum við
hérmeð okkar innilegt hjartans
þakklæti. Nöfnin yrði of langt að
telja hér, enda óþarft, því að þessi
kærleiksverk hafa verið unninn
fyrir augliti almáttugs guðs og
biðjum við hann að endurgjalda
þau á hentugasta tíma.
Brandshúsum 19. sept. 1620.
Ekkja og börn hins látna.
I,
með tjaldi og hælum í, týndist
á veginum frá Kolviðarhól að
Tryggvaskála 11. okt. s. 1. Finnandi
er vinsaml. beðin að láta undir-
ritaðan vita, gegn ómakslaunum.
Unnarholti 30. okt. 1920.
G uðjón «5 ónsson.
Dökkgrár hestur,
5 vetra, með sneiðrifað fr. h., tví-
slýft a. v., tapaðist frá Stóra-Hofi
á Rangárvöllnrn um 20. júní þ. á.
Dökkrauð hryssa 6 eða 7 vetra,
sem var á fóðri í Akurey í Land-
eyjum síðastl. vetur, tapaðist það-
an snemma í maí þ. á. Man ekki
mark á henni, en stærðin við 50
þuml.; liðleg til reiðar á öllum
gangi. — Bæði þessi hröss voru
keypt á uppboði að Árbæ í Mos-
fellssveit í fyrra haust, (1919) og
því ókunnugt um hvaðan þau eru
upprunnin. Þá sem kynnu að verða
vara við hross þessi, bið eg að
gera mér aðvart um það.
Stóra-Hoíi 1. nóvember 1920.
Guðmundur borbjarnarson.
IPolsi með blásteini, fundinn.
Vitjist á lögregluskrifstofuna.
hér í bænum. Var það piltur á
tvítugsaldri sem uppvís varð að
því að hafa stolið á annað þúsund
krónum frá föður sinum. Smá-
jófnþaður er tíður f bænum.
Skarlatsótt gengur víða um
bæinnn, en er mjög væg.
Jörnnðnr Brynjólfsson bóndi í
á Múla hefir verið staddur í bæn-
um undanfarið við endurskoðun
landsreikninganna.
Jarðamatsnefndin er aftur tekin
til starfa. Sigurður Jónsson fyrver-
andi ráðherra kom með Sterling
upp úr miðri viku og Ágúst Helga-
son frá Birtingaholti er fjrrir nokkru
kominn til bæjarins.
Skemtun var haldinn hér bæn-
um um síðustu helgi, fyrir forgöngu
nokkurra vina Jóhanns skálds
Sigurjónssonar og fer ágóðinn til
ekkju Jóhanns.
Skip8tjón. Enskur botuvörpung-
ur kom hingað» til hafnarí vikunni
og flutti skipshöfn af öðrum ensk-
um botnvörpung sem farist hafði
50 sjómílur undan Reykjanesi.
Skipsverjar voru 16, höfðu hrakist
í bátnum i þrjá sólarhringa og
voru illa haldnir. Peir voru fluttir
á sjúkrahús.
AV! Hafið þér gerst kaupandi
að Eimreiðinni?
Ritstjóri:
Tryggrvi Þörhallsgon
Laufási. Simi 91.
Prentsmiöjan Gutenborg.