Tíminn - 27.11.1920, Blaðsíða 1

Tíminn - 27.11.1920, Blaðsíða 1
TIMINN um sextíu blöð á ári kostar tia krónar ár- gangurinn. AFGtíEIÐSLA blaðsins er hjá Gnð- geiri Jónssgni, Hverfis- göta 34, Simi 286. IV. ár. Reyfejavík, 27. nóveraber 1920. 47. blað. Matthías Jochumsson 1 1. nóv. 1835 — 18. nóv. 1920. Þann 18. þ. mán. kl. um 4 síð- degis lést sá maðurinn, sem víst kefir ástsælastur verið hér á landi á síðustu áratugum, skáldið Matt- hías Jochumsson. Hann átti því láni að fagna að njóta í lííinu hér eindreginnar við- urkenningar, aðdáunar og þakk- lætis allrar þjóðarinnar. Það er áreiðanlega sjaldgæft, að nokkurt skáld hafi, með nokkurri þjóð, borið í hinu jarðneska lífi slíkan ægishjálm yfir öllum starfsbræðr- um sínum, sem síra Matthías í meðvitund þjóðarinnar. Slíkurmað- ur er ekki til á Norðurlöndum nú, að minsta kosti. Það rýmkaðist líka til utan um hann. Um eitt skeið voru þeir venjulega nefndir í sömu andránni Benedikt Grön- dal, Steingr. Thorsteinsson og Matt- hías Jochumsson. Gröndal hætti að yrkja. Steingrími fór aftur, þótt ekki yrði sagt, að það yrði fyrir aldur fram. Eu síra Matthías hélt sínu andlega fjöri allar götur til æfiloka. Og hann var svo fyrir- ferðarmikill í andlegu lífi þessa lands, að rneira var rætt um hann og ritað en nokkurt annað íslenskt skáld. David Östlund, útgefandi ljóða hans, gaf út heila bók um hann sjötugan, sem þá var eins dæmi hér á landi, fékk þrjá menta- menn til að semja hana, skáldið Þorstein Gíslason, nú ritstjóra Lög- réttu, og Guðm. Hannesson og dr. Guðm. Finnbogason, sem nú eru báðir prófessorar við háskóla vorn. Sú bók er ágæt; bæði er bún fróð- leg og samin af samúð, skilningi og andríki. Auk þess er prentaður um hann aragrúi af ræðum og rit- gerðum, sem fram hafa komið við ýms tækifæri — þar á meðal hinar reginsnjöllu ræður, sem þeir Hann- es Hafstein og Árni Pálsson bóka- vörður fluttu fyrir minni hans i samsætum hér í Rvík og prent- aðar eru, önnur í ísafold 1912, hin í 1. árg. Iðunnar hinnar nýju, og snildarfalleg ritgerð eflir mag. Sigurð Guðmundsson í Skírni 1916. Svo að það verður að sjálfsögðu frernur mitt hlutskifti að rifja upp eitlhvað ofurlítið af því, sem um síra Matthias hefir verið sagt, en að segja mikið nýtt um hann i þeim linum, sem hér fara á eftir. Síra Matthias keypti Þjóðólf 1874 og var eigandi hans og ábyrgðar- maður til 1881, er hann gerðist prestur að Odda á Rangárvöllum. Á Akureyri gaf hann tvö ár út blað, sem hét Lýður. Og afarmik- inn fjölda af blaðagreinum hefir hann samið. Pegar hann hafði lesið eitthvað, sem náði föstum tökuin á hug hans, fékk hann á- valt mjög rika tilhneiging til þess að fræða menn um það. Og þá var að sjálfsögðu helst lil blaðanna að leita. Að óreyndu mundi mörgurn hafa komið til hugar, að hann væri sérstaklega vel fallinn til þess að verða aíburða-blaðamaður. Ment- unin var svo óvenjulega víðtæk. Samúðin með mönnunum svo hjartanleg. Práin eftir öllu fögru og góðu svo fölskvalaus. Andleg atgerfi svo frábær, Margt var líka vel um blaða- mensku hans. Húu sýndi stöðugt hina einlægu, frjálsbornu, göfugu sál sjálfs hans. Áhugamálum sin- um hélt hann ávalt fram með mestu stillingu og prúðmensku — eins þó að á hann væri ráðist, Blaðamenska hér á landi hefir sérstaklega orðið þeim mönnum, er við hana hafa fengist, ásteyt- ingarsteinn að tvennu leyti: Blaða- mönnurn hefir hætt við að verða geðvondir í rithætti og brögðóttir í rökfærslu. Þær freistingar virtust aldrei koma nærri sira Matlhiasi. Áhugamál hans voru í stuttu máli þau, að þjóðin yrði efnaðri, vitrari og betri. Stefnuskrá hans kemur skýrt fram í »Nýjársósk Fjallkon- unnar«, niðurlaginu í leiknum »Hinn sanni þjóðvilji«, sem var ádeilurit gegn sjálfstæðishreyfing- unum í landinu. Þar stendur með- al annars: Ó, snert þú ei, bóndi, pá xblóðrauðu húfu«, pú, sem býr æ við útigang, sléttar ei pú fu! Mín ástkæra pjóð, pú ert enn í peysu, pú ert enn að byrja pá löngu reisu úr amlóðans baðstofu gegnum göng grafin af moldvörpum lág og pröng; og pví ertu rám og pví ertu lotin og prumir og stendur oft ráðaprotin með hendur i vösum. Og höfðingjar pínir, pessir háeðla, dygðprýddu synirnir mínir, peir látast ei tíðum sjá lifandi ráð nema lífa og deyja upp á kóngsins náð. Burt, burtu með pennan Pór úr stafni, en pjóðmerkið upp i Drottins nafni, með eining og hreinskilni, djörfung og dáð, með drengskap og frjálsborin snildar- ráð, með tryggari hjörtu, með helgari sál, með hraustari vilja, með göfugra mál! En þó miklir kostir væru á blaðamensku síra Malthíasar, verð- ur naumast sagt, að hann nyti sín verulega vel sem ritstjóri, eða að ritstjóragreinir hans hafi haft mikil áhrif á lesendurna alment. Til þess bar hitt og annað. Eg skal benda á þrjú atriði. Svo mikill sem áhugi hans var á ýmsum efnum, voru honum ekki að sama skapi ljósar leiðirnar að því takmarki, sem fyrir honum vakti. Frá því sjónarmiði, eins og mörgum öðrum, var hugnæmt að vera jafn-mikið samvistum og eg var árin 1902—1904 við tvo þjóð- kunnustu mennina, sem þá voru á Akureyri. Eg á við síra Matt- hías og Pál Briem. í sérhverju máli var það fyrsta íhugunarefni P. Br., hvort það væri framkvæm- anlegt, hvernig það væri framkvæm- anlegt, og hvernig það mundi lán- ast í framkvæmdinni. Hann stóð svo föstum fótum i veruleikanum, að hann lagði tæplega annan mæli- kvarða á málefnin. Fyndist hon- um ekki, að þau stæðust þann mælikvarða, var honum ógeðfelt að vera nokkuð um þau að hugsa. Hann sagði við mig, að hann liti á það sem skammaryrði, ef ein- hver segði um sig Iátinn, að hann hefði verið á undan sínum tíma; að þeim mönnuin hefði aldrei orðið neitt gagn. Vitanlega voru það öfgar, sem hann hefði ekki staðið við, ef á hefði hert. Hann var sjálfur á undan sínum tíma að ýmsu leyti. En það sýnir hugarstefnuna. Síra Malthías var þessu svo gagn- ólíkur, að mér fanst hann aldrei verulega hugsa um neinar leiðir. Hans mælikvarði var það, hvað væri rétt og gott í sjálfu sér. Fyrir því urðu ritgerðir hans um þjóðmál nokkuð óhlutkendar, »uppi í skýj- unum«, fanst mörgum. Annað er það, að sira Matthias var svo fjarri því að vera flokks- maður, sem nokkur maður getur verið. Hann gerði aldrei neina til- raun til þess að mynda flokk utan um sig, studdist við engan flokk og undi engum flokksböndum. Einu sinni sagði hann um sjálfan sig í gamni, að hann væri allra vinur og engum trúr. Eg minnist þess, að þelta var hent á lofti, af einu blaðinu í stjórnmála-æsingum og notað síra Matthíasi til á- mælis og óvirðingar. Vitanlega var þessi sjálfslýsing síra Matthíasar svo villandi sem hún gat verið. Hann var æfinlega trúr sannleik- anum og réttlætinu, hvar sera hann taldi sig koma auga á það. Guðm. Hannesson prófessor, sem var manna kunnugaslur síra Matt- híasi á Akureyri, fræðir menn um það í ritiiiu um síra M. J., sem eg hefi áður nefnt, að aldrei hafi hann vitað verulegt hik á honum við neina kosningu. En samt er óhætt að segja, að hann var eins og fæddur flokksleysingi. Henrik Ibsen segir, í niðurlaginu á »Þjóð- niðingnum«, að sá maður sé sterk- astur, sem stendur aleinn með öllu, og vitanlega má það til. sanns vegar færa. En það á ekki við þjóðmálin, nema einstaklingurinn sé því meiri bardagamaður. Sá, sem hefir ekki þar neinn flokk við að styðjast, fær venjulega litlu til vegar komið. Og þegar aldrei verður neitt úr því, sem um er verið að rita, finst æði mörgum jafnvel hinn fegursti málstaður ekki annað en marklítið hjal. Það þriðja var stíll síra Matt- híasar í óbundnu máli. Mér var hann mjög hugnæmur. Eg hefi aldrei þekt neinn mann, sem rit- aði jafn-líkt þvi sem hann talaði. Eg gat aldrei lesið svo grein eftir hann, að mér fyndist ekki eg sjá hann fyrir framan mig og vera að hlusta á hann. En orðfæri hans hafði víst ekki mikil sannfæring- ar-áhrif á alþýðu manna. Það var fjörugt og gáfulegt, fult af sam- likingum og eldmóði. En rök- færslan var á nokkuð mikilli dreif- ingu. Alt af fanst mönnum skáldið fremur vera að tala en rökfimur raungerðarmaður. Eg heyrði síra Matthías prédika fyrsta sinni veturinn 1875—6, hér i Reykjavík. Ekki var það í dóm- kirkjunni, heldur í Sjómanna- klúbbnum í Glasgow. Þorlákur Ó. Johnson, vinur hans og mágur, var þá nýkominn frá Englandi, fullur af áhuga á ýmsum efnum, þar á með&l á andlegum málum, og hann var lífið og sálin í þess- um Sjómannaklúbb. Honum mun hafa fundist andlega lífið hér nokkuð lognmollulegt, og undir hans stjórn á klúbbnum tók síra Matthías að prédika þar. Mér þóttu það merkilegar stand- ir, sem eg hlustaði á hann. Mér fanst mælskan og andagiftin frá- bær. Hitt þótti mér þó meiri tið- induin sæta, að þá heyrði eg fyrsta skiftið í guðsþjónustu vé- fengdan algildan áreiðanleik heil- agrar ritningar. Sérstaklega man eg efiir því, að sira Mattþías tjáði sig ósammála Páli postula í sum- um efnum. Óhætt mun að segja, að þessar prédikanir hafi örlítil áhrif haft í Reykjavík, önnur en þau að hneyksla suma menn. Að svo miklu leyti, sem hér var nokk- ur trú, grúfði »réltlrúnaðurinn« yfir bænum. Yfirleitt tel eg óhætt aö fullyiða, að ekki hafi sérstaklega þótt mikið til síra Matthíasar koma á þeim árunum hér í Reykjavík, og var hann þó úti um alt land viður- kendur sem eitt af bestu skáldum þjóðarinnar að fornu og nýju. Þá þótti margfalt merkilegra og virðu- legra hér í bæ að vera einhver embættismaður en andans maður og stórskáld. Mér er það fyrir minni, að einu sinni var á þess- um árum tilrætt um ættingja síra Matthíasar, í húsi þar sem eg var staddur. Mér varð það að orði, að einstaklega hefði Jochum gamli í Skógum átt myndarlega syni. Þá sagði einn af þeim, sem viðstaddir voru, að ekki yrði nú sagt, að sira Matthías væri myndarlegur maður. Eg hefi sjaldan orðið meira forviða á æfi minni. Reyndar hafði eg aldrei hugsað um hann sem »myndarlegan mann«. í mínum huga stóð hann ofar en það. En eg hafði ekki haft ímyndunarafl til þess að hugsa mér, að nokk- urum fyndist hann vera fyrir neðan það, að slíkt yrði um hann sagt. Guðm. Hannesson prófessor skýr- ir frá því, í ritinu um síra M. J., með orðum sira M. J. sjálfs, að það hafi verið í Kaupmanna- höfn, veturinn 1871 -2, að heims- hugmyndir hans breyttust og trú- arskoðanir. »Um þessar mundir tóku mínir kirkjulegu trúarviðir mjög svo að bila, og greru aldrei um heilt aftur«, segir hann. Hann kyntist þá ritum Parkers, Grundt- vigs og Brandesar, og þó að þeir höfundar séu vitanlega mjög sund- urleitir, höfðu þeir allir áhrif á hann. Enginn þó jafn-mikil og hinn mikli spekingur Úuitarismans W. E. Channing. Síðar las hann mikið rit hins þýska Chicago-heimspek- ings Carusar og varð nokkuð vel að sér i fræðum biblíurannsókn- anna, og kenningar pósitívistanna settu nokkur merki í hug hans, þó að ætla hefði mátt, að óreyndu, að hugarstefna þeirra væri honum mjög fjarlæg. Hann var gæddur þeirri náðargáfu að geta lesið skoð- anir allra manna með samúð og skilningi. Hann drakk í sig, eins og njarðarvöttur, allan fróðleik, sem hann náði í, þann er var að einhverju leyti heimspekilegs eða trúarlegs eðlis. Og honum fór eins og flestum slíkum mönnum: gamlar trúar- hugmyndir hans riðluðust. Hann gat sagt um kreddukerfi kirkjunn- ar eins og frú Alving segir í Gen- gangere Ibsens um siðferðiskenn- ingar Manders prests: það raknaði upp alt saman og hún skildi það, að það var vélasaumur. Heilabrotin voru mögnuð. Stund- urn virtist þessi síleitandi, sann- leiksþyrsta sál geta aðhylst skoð- anir, sem voru andstæðar allri trú. Samt var hann alt af í sínu insta eðli trúaður maður — flestum mönnum fremur. Eg hefi átt því láni að fagna að tala mikið við hann. Eg hefi setið hjá honum, þegar hann var í »lærdómshorn- inu« og helti yfir mig rökum pósi- tivismans og efnishyggjunnar, eins og þau væru hin æðsta speki. En ógleymanlegastar eru mér stund- irnar með honum, þegar trúartil- íinningin vall fram eins og tær lind, og alt hilt fór í kaf. Þá var ó- þarft að villast á því, að hann var í sannleika það elskulega, trú- aða guðs barn, sem kemur fram i sálmum hans. Það er átakanleg og merkileg saga, sem Guðm. Hannesson pró- fessor segir í ritinu um síra Matt- hías. Þeir höfðu verið að tala um Búddatrú eitt kvöldið, því að síra Matthías hafði þá verið að lesa ýmsar bækur um það efni. G. H. skildi svo við hann, að hann hélt hálfvegis, að nú væri hann í svip- inn sannfærður Búddatrúarmaður. En síra Matthías orti þá um kvöld- ið, þegar hinn var farinn, eitt af sínum allra-tilkomumestu trúar- ljóðum, þar sem þetta ógleyman- lega, elskulega erindi, er upphafið: Guð minn, guð, ég hrópa gegnum myrkrið svarta, — Ukt sem út úr ofni

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.