Tíminn - 27.11.1920, Blaðsíða 2

Tíminn - 27.11.1920, Blaðsíða 2
180 TiMINN æpi stiknað hjarta; — gefðu dag i dauða, drottinn, mínu skari; vonar'snauða viskan veldur^köldu^svari. Síra Matthías var talinn Únítar. Hann laldi sig það sjálfur. Hann hafði mest af Únítörum lært. Sum- um fanst það eitthvað voðalegt — gersamlega fráleilt, að prestur í lúterskri kirkju hefði únítariskar skoðanir. Menn gættu þess ekki, eða gátu ekki áttað sig á því, að í hópi Únítara hafa verið ekki all- fáir af hinum sannkristnustu mönnum veraldarinnar. Mér fanst alt af síra Matthías vera einn af þeim mönnura. Einu sinni sló svo í harðbakkana, að búist var við því, að síra Matthíasi yrði vikið úr embætti fyrir harðorö ummæli, sem liann gaf út á prenli um út- skúfunarkenning kirkjunnar. Fyrir stillilega og viturlega framkomu Hallgríms biskups Sveinssonar í því máli varð þó ekki úr því hneyksli. En svo ólíkir'voru tím- arnir þá — fyrir tæpum 30 árum — vorum tímum, að hjá áminning varð ekki kornist. Um Únítarisma síra Matthíasar er það að segja, að þó að það væri sannfæring hans, að skil- greining kirkjunnar á guðdóms- cðli Krists stafaði af misskilningi, enda skifti ekki miklu máii, þá var vandleitað í hópi þeirra, sem þrenningarlærdóminn aðhyllast, að mönnum, sem hafa meiri lotningu fyrir Jesú frá Nazaret, eöa meiri ást á honum. Annars er hinum víðsýnustu mönnutn kirkjunnar um allan heim farið að skiljast það, að ágreiningsatriðin milli Únítara og annara krislinna manna eru óðum að hverfa úr sögunni. Iienning frumkristninnar um að guð sé í öllum mönnum — að eins á mismunandi sligi — hefir gagntekið hugi trúmanna á vorum tímum. Og sú kenning virðist ætla að bj'ggja út deilunum um guðdóm Iirists. Jafnframt eru hinir viðsýn- ustu menn kristninnar því æ frá- hverfari að leggja á kristindóminn einstrengingslegan mæiikvarða, eins og sérstakir trúarlærdómar verða ávalt, þegar þeir eru notaðir í því skyni. Af þessu víðsýni hefir á hinum síðari árum orðið mikið hér á landi. Að sama skapi þvarr ýmu- gusturinn á trúarskoðunum sira Matlhíasar, breyttist í virðing og samúð með manninum, sem fyrst- ur allra íslenskra kennimanna ílutti öldur hinnar nýju guðfræði hingað til Iands. Og glæsilegastur voltur þess viðsýnis er endalokin á viðureign síra Matthíasar við ís- lenska guðfræðinga. Henni lauk VII. Olympiuleikarnir. IV. Fjöldi manna, sem kom til Aul- werpen vegna Olymipuleikanna, fór einnig til belgisku vígstöðvanna. Við félagarnir stóðumst heldur ekki þá freistingu. Lögðum við af stað frá Antwerpen snemrna aö rnorgni dags. Veðrið var fagurt, sólskin og bliða. Fórum við með járnbraut- inni til Oslende, en þar fengum við lafarlaust bifreið til vígstöðv- anna. Ekillinn var hermaður og hafði barist á þessum slóðum. Bif- reiðin þýtur áfram, vegurinn er breiður og góður, stórvaxin tré báðumegin og lykja sumstaðar yflr hann. Eftir nokkra stund er vikið inn á mjórri veg, og skömmu síð- ar numið staðar, stígið af vagn- inum, og haldið áfram eftir gang- stíg, uns komið er að girðingu. Inn fyrir hana verður eklci komist, nema að kaupa aðgöngumiða. Andvirði þeirra er varið til styrkt- ar limlestum hermönnum og ann- ara fátæklinga. Enn er haldið áfram tiginn. Framundan er dálítil hæð, vaxin grasi og kjarri, eins og landið í kring. Við hlaupum upp hæðina, gat þá að líta eitt af ægi- legustu skoivopnunum þýsku, stóru svo, eins og öllum er kunnugt, að guðfræðideild háskóla vors gerði hann að doctor theologiœ viku áður en hann lést. Það var ekki auð- hlaupið. að því að auka sæmd sira Matthíasar við æfilokin. En guðfræðideildin gat ekki betur gert. Og um það verður ekki deilt, að i augum frjálslyndra manna var þetta guðfræöideildinni sjálfri hinn mesti sæmdarauki. Þó að lind trúarinnar væri svo magnmikil í sál síra Matlhíasar, að .trúmaður hlaut hann allaf að verða; á hverju sem gekk í hug hans, þá veilti honum lengst af örðugt að fá samræmi milli skyn- seminnar og þekkingarinnar á aðra hönd og trúarinnar á hina. Lengi þurfti liann eftir þvi að bíða, að sál hans fengi stöðuga hvíld. Efa- semdirnar voru alt af að koma, einkum þegar hann hafði lesið eitt- hvað gáfulegt frá þeirri hliðinui, sem trúnni var andstæð. Audlegt líf hans var í raun og veru sífeld barálta milli skynseminnar og trú- arinnar. Þangað til spíritisminn kom inn í líf hans. Þá var þeirri baráltu lokið. Okkur slendur það fyrir minni, fáeinum mönnum hér i Reykjavík, þegar sira Matthías var við til- raun hjá okkur, einu sinni sem oftar. Ljóð voru stöfuð með borð- fæli, á ýmsum tungumálum, þýð- ingar á íslenskum ljóðum — þar á meðal enskar þýðingar á kvæð- um eftir liann sjálfan. Miðillinn var ungur piltur, sem nauðalilið kunni í ensku. Sira Matlhias var hugfanginn og himinlifandi glaður. Og þá varð honum þetta að orði: »Hvað verður nú úr vini min- um, Carus?« Hann tók að iesa rit spíritism- ans af hinu mesta kappi, öll þau er hann náði f, þar á meðal hið ágæta blað »Light«. Hann varð alsannfærður spirilisli. Og nú varö ekkert úr Carus, ekkerl úr fargi efasemdanna, ekkert úr röksemdum pósitívistanna og efnishyggjumannanha, ekkert úr þeirri speki, sem hann kveður þetta um: Neitar sérleik sálar, segir gjörvalt deyi, vitið tómt og verkin vitund horfið þreyi; segir gegnum geiminn geysi laga-straumur, sá er sjónlaus drotni — sálin vor sé draumur. í stað hegóma heilaspunans voru sannreyndirnar komnar til sögunn- ar. Eftir þetta var lífsskoðun hans föst og óbifanleg — ekkert ósam- fallbyssuna sem skotið var með á Dunkirque. Virkishvelfmgin hafði verið rofin, en veggirnir stóðu ó- haggaðir. Byssan er 10 metrar á lengd, hlaupið 38 cm. í þvermál að innan, og vegur hún 350,000 kilo. Dregur hún 50 kilometra, en skeytið er 750 kilo á þyngd og og fer með 800 metra hraða á sek. Talið er að hún hafi koslað 4,000,000 franka. Er þelta tilgreint hér, svo menn fái frekar hugmynd um stærð og kraft þessarar risabyssu. En nú er siarfi hennar lokið. Byssuhlaupið hvilir ,á múrnum, en undirbyggingin mikil og ferleg, er niðri í steinþró sem er hátt á aðra mannhæð að dýpt. Má ganga þangað niður á járnrimlum. í virkisveggnum er fjöldi smáklefa og liggur járnbraut um þá og út að byssunni. Á nokkrum stöðum hafa verið talsímar, en nú sést ekki annað af þeim en slitur. Tíminn er naumur, og aftur er haldið af stað. Vegurinn er heldur blaulur í fyrstu og ekki greiðfær, enda haíði rignt dálitið, og það sem eftir var ferðarinnar var regn æ öðruhvoru. En bráðum er komið á betri veg. Eftir honum lagði þýski heiinn leið sína til Dixmude. í sífellu er farið fram hjá hrund- um og brunnum bóndabýlum, landið verður því eyðilegra sem lengra er farið. Alt í einu er vagn- ræmi lengur milli þekkingar og trúar. Ekki hafði spíritisminn þau áhrif á hann að fjarlægja hann kristinni trú. Hann þokaði honum miklu fremur í áttina lil þess, er hann hafði upplxaflega trúað. Mér er kunnugt um það, að eftir að hanu hafði fundið sig hafa fengið fulla fótfestu í spíritismanum, ritaði hann vini sínum hér í Reykjavík, að nú væri hann farinn að sjá það, að í sumum efnum liefðu Únítarar farið of langt. En alt af mun hann hafa borið hlýjastan hug til þeirra af öllum kirkjudeild- um, enda höfðu þeir vafalaust átt drýgslan þátlinn i því að leysa af honum kredduböndin. Sama mátti segja um síra Malt- hias eins og Snorri sagði um Ólaf 1’ryggvason: Hann var allra manna glaðastur. Þrátl fyrir margvíslegt og mikið mótlæli, sem honum -mætti á lifsleiðinni, virlist hann alt af vera i góðu skapi. Venjuleg- ast var einstök unnn að tala við liann. Fyrir kom það að örðugt var að verða honum samferða, þegar hann komst út i heimspeki- leg efni. En orðfærið var svo ein- kennilegt, svo furðulega smellið og samlíkingarikt, að stórskemlun var að, þó að áheyranda brysti skiln- ing á efninu, sem fyrir síra Matt- híasi vakti að fræða hann um. En bærist talið að mönnum, sem hann hafði þekt, þá var unaðurinn und- antekningarlaust óblandinn. Þeir, sem lesið hafa þær mannlýsingar eftir hann, sem prentaðar hafa veriö, geta gert sér hugmynd um þá skemlun. Þær eru snildarverk — og hann lýsti mönnum munn- lega að minsta kosli eins vel og í rituðu ináli. Yfirleitt veittist hon- um afar létt að koma hugsunum sínuin í góöan búning undirbún- ingslaust. Hugsanastraumurinn var svo ör og málsnildin svo hjólliðug. Og þá var ekki lítill fögnuður að lieyra hann segja skringisögur af liinum og öðrum atvikum, sem fyrir hann höfðu borið. Ljúfmenskan var einstök. Aldrei heyrði eg hann tala illa um nokk- urn mann. Menn gálu að eins skilið það, af einni setningu eða skopyrði, sem brá fyrir eins og leiftri, ef honum var ekki um þann, sem á var minst. Hann samdi mesta sæg af ritdómum. Varla kom það fyrir, að hann mintist á bók á prenti, ef hann gat ekki hælt henni. Enginn ritdómari hefir verið ástúðlegri ungum rithöfundum en hann. Ógeðfeldast alls befir honum vist verið að valda hrygð. Mig langar til að minnast á lítið inn stöðvaður. Rétt við veginn er dálítið girt svæði. Krossmörk af viði rísa þar í þéttum röðum. »Þett er þýskur grafreitur« segir ekillinn. í Dixmude er numið staðar. Nokkur veitingarhus nýbygð standa við aðaltorgið, annars er bærinn lítið annað en rústir. Fyrir stríðið voru þar nær 4000 ibúar. Sum- staðar risa veggjarbrotin upp úr grjóllirúgunum, en víða sést ekkert sem minnir á hús, að eins múr- steinsdyngjur. Gróðurinn hefir samt fest þarna rætur, og jafnvel stein- lagðar göturnar eru að verða grasi vaxnar. Eftir nokkur ár verður alt komið undir grænan svörð. Frá Dixmude er farið til Ypres. Vegurinn er mjór og víða sein- farinn. Bóndabýlum fækkar en graf- reilum fjölgar. Má heita að farið sé um óbygð, þar sem áður voru akrar, og sjásl þeiss nú engin merki. Á stöku stað vottar fyrir grasgrón- um skotgröfum, og hingað og þangað era kolryðgaðar gaddavirs- þvælur. Beggja megin vegarins liggja á stangli fallnir og brotnir trjábolir. Sprengikúlugígir, sumir hálffullir af valni, og síki, eru á báðar hliðar, óx þar slör, sem sutn- staðar var mannhæðar há. »Hér er Houlhulst skógurinn« segir ekillinn. Svo langt sem augað eygir sést hvergi grænt tré. Mest atvik frá skólaárum mlnum, sem mér fanst einkenna rnauninn nokk- uð. Ungur skólapiltur lagði tals- verða stund á kveðskap. Síra Matthías var ltonum einkar góður og híustaði þolinmóðlega á ljóð hans. Hann hældi þeim ekki mikið. Það hefir sennilega verið öðrugt manni, sem hafði jafn-mikið vit á Ijóðagerð og síra Malthías. Ekki dró hann heldur úr piltinum. En hann hélt j’fir honum áminningar- ræðu um að vanda vel alt, sem hann setti saman, og vanda líf sitt. »Því að þú ert fæddur til þess að fækka tárunum í veröldinni«, sagði hann að lokum. Ljúfmannlegri gat leiðbeiningin tæplega verið. Bak við þessi áslúðarorð var vafalaust meðvilundin urn eina hliðina á hans níiklu lcöllun. Það var ekki litið verk, sem hann lagði í það »að fækka láiunum í veröld- inni«. Allur sá strauinur af huggun og hlultekning, sorgaléttis-viðleitni og sigurvonum, sem kemur fram í erfiljóðum lians, er ekki ómerkasti hlulinn af þeim arfi, sem hann hefir skilið eftir handa þjóð sinni. Um skáldskap síra Matthiasar er ekki lími né rúm til að fjölyrða að þessu sinni. Enda gerist þess tæplega þörf. Ekki þarf að vekja athygli íslenskrar alþýðu á honum. Fyrir löngu er hann orðinn það skáldið, sem hún hefir mestar mætur á. Og um skéldskap hans hefir verið rilað miklu oftar og rækilegar en um skáldskap annara íslendinga, svo að eigi nokkuð verulegt að vera að græða á nýrri ritgjörð um það efni, þarf að verja til hennar miklum tíma og fyrir- höfn. Þó að við heföum elckert annað frá hendi síra Matthiasar en þýð- ingarnar af öðrum eins ritum og Friðþjófssögu, Manfred, Macbetb, Othello, Romeo og Júlíu og Brandi — sem allar voru gerðar í hjá- verkum við önnur stöif — þá væri óneitanlega mikils að minnast. í hinu mikla Ijóðasafni hans, því er Davíd Östlund gaf út, eru um 650 kvæði, og voru þó ekki prentuð þar öll kvæði, sem komið höfðu út eftir höfundinn — þar á meðal ekki sálmar hans, sem senniiega verða sungnir meðan íslensk kristni er til. Síðasta biudið af því safni kom út 1906. Mikið bættisl við eftir það. Auk alls þess eru leikrit hans. Svo mikilvirkt skáld hefir ísland aldrei eignast. Og þá er það ekki síður athuga- vert, bve víðtækur andi sira Matt- híasar var. Ekkert skáld vort hefir verið með hugann jafn-mikið úli í af skóginum er jafnað við jörðu, og strjálir stofnarnir, sem eftir standa teygja úl lauílausar grein- arnar. Mörg trén eru greir.alaus og brotin, svo ekki stendur eftir ann- að en nokkuð af bolnum. Sum- slaðar sást að nýgræðingurinn var farinn að tej’gja sig upp úr grasinu. Víða við veginn höfðu áður verið smáþorp, og sagði ekillinn oft hvar helstu byggingarnar stóðu; því svo var alt niðurbrotið og jafn- að yfir, að ekki mátti sjá það á rúslunum. Á fáeinum slöðum voru menu byrjaðir að nema land og byggja. En fátækleg og smá voru þau hreysi flesí, þakin bárujárni, sem sýnilega var hirt úr rústum. Við kofana var einalt dálítill kálgarður og grasblettur ræklaður, og á hon- um ein eða tvær kýr f tjóðri. Mjög óvíða sást að farið væri að gera skurði og þurka landið. I Ypres voru rústirnar hrikalegar, þar höfðu verið stórar og veglegar byggingar, t. d. dómkirkjan. Stóðu sumir múrarnir með fullri hæð, en allir götóttir, skrámaðir og skörðóttir. Ekkert hús sást þar óskaddað, en allmörg voru þar nýbygð. Eflir nokkra avöl í Ypres var farið til Furnes. Nú liggur leiðin aftur um blóm- legar sveitir, þangað til nær dreg- ur Furuos, og yfir bænum hvílir heiminurn og hann — ekki ein- ungis heimi tímans og atbafnanna, heldur ekki síður heimi andans, hugsjónanna og eilifðiyrinnar. Eg get ekki slilt mig um að taka hér upp kafla úr bréfi frá sira Matthíasi, sem Hannes Haf- stein las í samkvæmi, sem síra Matthíasi var haldið hér í Reykja- vík 7. júlí 1912. Meðal annars er hann s5’nishorn hius einkennilega orðfæris, sem var á bréfum skálds- ins — og af bréfum hefir hann ef til vill ritað rneira en nokkur ann ar íslendingur, Þessi kafli hljóðar svo: »Annars er ómögulegt að yrkja að gagni, nema, —- já, nema hvað? nema allir genii, allir lifskraftar, allir englar og allur andskotinn gangi og geysi í manni út og inu eins og örkinni hans Nóa, já, nema skáldið sé eins og örkin gamla, byllandisk og berjandisk í brim- róli veraldarflóðsins, umfaðmandi og innigeymandi allar skepnur, illar og góðar, hreinar og óhrein- ar, hraln sem dúfu, höggorminn slæga og hundinn trygga, verm- andi og varðveitandi með sömu sympaþíu alt, gegnuin hel og hrun, til nýrrar sögu og nýrrar fram- tíðar«. Við þennan bréfkafla bælti Hannes Hafstein meðal annars þessum sönnu orðum: »Þó að hann að vísu hafi ekki fylgt þessu »recepti« nákvæmlega, þá er það þó ómólmælanlegt, að hann hefir komið víða við og hug- urinn reikað viða. — Jafnframt innilegustu og viðkvæmustu strengj- um barnslegrar trúar og vonar vakir stöðug þörf og þrá til þess að fylgjast með i rannsóknum, hugarflugi og efasemdum heim- speki núlímans. En eitt hljómar alstaðar i gegnum. Það er kærleik- ans strengur«. Það var þessi óendanlega »sym- paþía«, samúð — sú er hann minnist á í bréfkaflanum, sem ein- kendi þetta skáld svo greinilega. Því merkilegra er það, að ekkert skáld hefir verið íslenslcara en hann. Þess hafa þei' gert ágæta grein, Árni Pálsson og Sigurður Guðmundsson, í þeim ritgerðum, sem eg liefi nelnt. Hann var svo vel að sér í fornum bókmentum vorum, að því var likast, sem hann kynni öll ljóð þeirra utan- bókar. Áhrifin af þeiin skáldskap hans eru öllum Ijós. Saga þjóðar vorrar, einkuin slríð og strit stór- menna hennar að fornu og nýju, er efnið í mörgum af hans dásam- legustu Ijóðum. En framar öllu var hann skáld trúarinnar — mér liggur við að sami dauðasvipurinn og hinum þorpunum. Að vísu er nokkuð af honum óhaggað, en mikið af hon- um er jafnað við jörðu, svo ekki stendur steinn yfir steini. Frá Furnes er haldið áfram til Nieuport. Með fram veginum uxu áður raðir af stórum trjám, en nú sást hvergi svo mikið sem votlur þeirra. í Nieupoit voru fyrir slríðið 4600 íbúar, en nú er bærinn rústir einar. Svo eru og fleiri þorp þar í grendinni. Blóðugastar hafa orust- urnar verið í Yserdalrium, milli Nieuport og Dixmude. Á allri þeirri leið, beggjamegin Yser, hefir bygð- in verið lögð í auðn. Frá Nieuport lá leiðiu til Ostende, skamt frá ströndinni. Næsta þorp sem farið er um er Lombartzyde, hrepti það sömu forlög og Nieu- port. En úr þessu fer bygðin aítur að fríkka. Frá Ostende héldum við félagar rakleitt lieimleiðis og koinum til Antwerpen langt eftir miðnæíti. Eins og að líkum lælur eru Þjóðverjar ekki vel þokkaðir í Belgíu. En þrátt fyrir það voru þeir fáu Belgir, sem eg kyntist, aldrei illyrtir í þeirra garð. Sögðu stilt og rólega frá viðburðunum. Þaö var einkum einn ungur Ant- werpenbúi sem eg kyntist. Hann hafði verið í borginni allan þann tíma sein Þjóðverjar héldu henni,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.