Tíminn - 27.11.1920, Blaðsíða 4
182
TIMINN
ópum. Eu þegar Davið Rossi kom
var þögn um allan salinn. Forseti
kom þvínæst og settist i stól sinn.
Hann setti fund og var það fyrsta
mál að veita andsvör ræðu kon-
ungs. Forseti nefndi nafn manns
þess er til þess var kjörinn og
ungur maðnr steig i ræðustólinn
og las skrifaða ræðu.
Þingi hans hátignar væri það
hin mesta gleði að stjórnin ætlaði
ein að styrkja herinn og það væri
og gott til þess að vita að ráðstaf-
anir væru gerðar um að tryggja
lög og reglu. Einkanlega léti þingið
gleði sína í ljós um þann kafla í
ræðu konungs sem vikið hefði að
félagsskap, sem væri að sá sæði
uppreistar og færi með stjórnleysis-
lærdóma, og styddi eindregið laga-
breytingarnar um prent og funda-
frelsi.
Pk var upplestrinum lokið, en
ræðumaður hélt áfram að tala frá
eigin brjósti.
Hann ætlaði ekki að fjölyrða
um fyrsta atriðið í ræðu konungs.
Þjóðin elskaði ættjörðina og væri
reiðubúin að fórna síðasta blóð-
dropa fyrir hana. Peir sem ekki
styddu kröfu konungs um að auka
herinn, væru gengnir í lið með
óvinum landsins.
»þetta«, sagði ræðumaður, »leið-
ir oss að öðrum liðnum í ræðu
hans hátignar. Við vitura að í fé-
lögum þeim hefir verið stofnað til
hins óeðlilegasta sambands, milli
lýðveldissinna, jafnaðarmanna, van-
trúar og stjóruleysingja annarsveg-
ar og kirkjunnar og páfadómsins
hinsvegar. Þessir erfðaféndur hafa
tekið höndum saman um að steypa
konunginum og leiða ógæfu yfir
þjóðina. Kirkjan styður alt sem
miðar að því að grafa undan ríkis-
valdinu. t*að er meir að segja svo
komið, að þeir menn sem hafa
svarið konunginum eið, eru í nán-
ustu samvinnu við útsendara páf-
ans«.
Á víð og dreif.
Blöð og bæknr minka.
Bókmentaféiagið feliir nú niður
að kaila má aðaltímarit landsins,
Skírni. Veldur mestu útgáfukostn-
aðurinn. Segir formaðurinn, að
með núverandi útgáfukostnaði hafi
Skírnir fengið mestan hiut af tekj-
um félagsins. Ekki er ólíklegt að
hinum tímaritunum, sem gefin eru
út af einstökum mönnum, verði
þungt fyrir fæti. Kemur líklega að
því fyr en varir að tæplega verður
gefið út hér á landi nema útlent
rómanarusl í léiegum þýðingum,
leirburður frá 16. og 17. öld í
Sögufélaginu, og eitt eða tvö
blöð sem hjara á auglýsingum
milliliðanna, með því« skilyrði að
hafa enga samfæringu. Svona langt
er samkepni og verðhækkunarstefn-
an búin að leiða þjóðina.- Einn
hinn helsti bóksali á Norðurlandi
hefir látið í ljósi þá skoðun, að ef
bókagerð og andlegt líf ætti að
halda hér áfram, yrði að koma
upp prentsmiðju á samvinngrund-
velli. Leita til samvinnunar þegar
í nauðirnar rekur, eins og á fleiri
sviðum.
íslandsbankavamlræðin.
Ekki sýnist batna mikið ástandið
þar. Bankinn reitir inn í skuld
sína við Prívalbankan, en flytur
víst lítið eða ekki neitt enn. Kaup-
menn út um land, sem hafa álitið
þetta sinn banka, eru orðnir súrir
á svipinn yfir ráðstöfunum hlut-
hafanna. Allir verða nú nauðugir
viljugir að koma til olnbogabarnsins
Landsbankans, sem þing og stjórn
hafa sett lijá, meðan hlutabankan-
um gelfk vel. Sá banki ílytur alt
af eitthvað, þar sem þörfin er mest,
og innleysir seðla sína erlendis.
Þeir seðlar eru í raun og veru
einu íslensku peningarnir, sem
nokkuð gildi hafa erlendis. Ávísun-
in sæla liggur í þagnargildi, kanske
alveg gleymd. Um álit landsins út
á við þarf ekki að spyrja, meðan
svo stendur. Flugufréttir ganga um
að danskir fésýslumenn ælli að
segja íslenska þinginu í vetur, hvað
skuli vera lög á íslandi. Hjálpa
hluthöfum íslandsbanka i söðulinn
aftur. Út um land hafa greinar
Tímans um bankamálið vakið
afarmikla eftirtekt og það því
fremur sem máigögn hluthafanna
hafa ekki treyst sér til að hnekkja
á minsta hátt ályktunum blaðsins.
Almenningsálitið styður eindregið
þá tilögu, að hlutabankinn sé gerð-
ur að þjóðareign, á þinginu i vetur.
það verður vitaskuld ekki sárauka-
laust fyrir þjóðina. En hve mikið
er gjaldandi fyrir að lækna mein-
semdina: Forystu útlendra braskara
í fjármálum landsins?
Sala afurðanna
Alstaðar erlendis vaxa verslunar-
samtökin. Hringur fæðir af sér
hring. Aliir halda saman nema
íslendingar. En sundrungin er dýr.
Sildarútvegurinn liggur í rústum,
fyrir sundrung útvegsmanna. Nú
biðja þeir landið, eins og guð sér
til hjálpar, að gera einhverskonar
landsverslun með sild. »Vísir« bið-
ur með þeim. Sýnist hallast að
tillögum Héðins Valdimarssonar
um síldarverslunina.
En hvað gera bændurnir? Þeir
eru sundraðir líka. Þeir bæta sjálfir
einu óláninu við ofan á dýrtíð og
harðindi. Sambandið selur afurðir
flestra bænda fyrir norðan og aust-
an, og nokkuð frá vesturlandi. En
mörg samvinnufélög bauka sér, fela
útlendum og innlendum spekulönt-
um söluna. Afleiðingin er auðsæ.
Framboð á mörgum höndum hér
heima, mætir erlendum kaupendum
sameinuðum. Annarsvegar sundr-
ung. Hinsvegar sameinaðir kraftar.
Árangurinn auðsær. íslenska varan
helst í lágu verði. Fellur þegar
útlenda varan hækkar. Skyldi
þetta vera tilvinnandi til lengdar?
Tímaritið er nú flutt í Sambandshúsið. Menn sem kynnu að
óska að verða áskrifendur, eru beðnir að snúa sér skriflega til af-
greiðslunnar þar. Töluverðar birgðir eru til af eldri árgöngum, og
verða þeir auglýstir til kaups síðar, með góðum kjörum. — Áhuga-
samir samvinnumenn ættu að muna eftir því tækifæri. — Utsölu-
menn, sem kynnu að hafa nokkur eintök af eldri árgöngum óseld
enn, eru beðnir að gera afgreiðslunni aðvart sem fyrst.
Utanáskriftin er:
Afgreiðsla Tímarits íslenskra Samvinnufólaga, Sambandshósið.
Reykjavik. Simi 603.
Stærsta líísábyrgöarfélag á Norðurlöndum
Nýtryggingar á árinu 1919
rúmar 78,000,000 króna.
Vátryggingarupphæð við
árslok 1919 rúml. 477,000,000
króna.
Tryggingarfé rúmlega
120,000,000 króna.
Bónus vátryggjenda 1919
1,553,192 krónur.
Arður hluthafa má eigi
fara fram úr 30,000 krónum.
Ulborgaður bónus til vá-
tryggjenda nemur samtals
rúmlega 201/* miljón króna.
©
Iðgjöld af íslenskum tryggingum ávöxtuð hér á landi.
::: Umboðsmenn óráðnir enn í mörgum héruðum :::
Allar nánari upplýsingar gefur:
) Aðalumboðsm. „THULE“ á íslandi
A. V. TULINIUS, Reykjavík.
Skrifstofa í Skólastr. 4. Talsimi 254.
Mótmæli.
Ritstj. Vísis hefir í blaði sínu
18. þ. m. látið þau ummæli falla
um Tímann að hann hafi: »oft og
einatt farið þannig orðum um
sjávarútveginn, eins og hann væri
hið versta átumein þjóðfélagsins«.
Bessum ummælum hlýl eg að
mótmæla harðlega og lýsa þau
fullkomin ósannindi. Tíminn hefir
aldrei látið slík ummæli falla og
mun e kki láta slík ummæli falla,
því að þau eru með öllu gagnstæð
stefnu blaðsins.
Rótt Tíminn telji sem stendur
meiri þörf á því að landbúnaður-
inn sé styrktur, til þess að hann
geti, eins og sjávarútvegurinn hefir
þegar gert, komist í það horf sem
kröfur tímanna heimta — og þótt
Tíminn telji landbúnaðinn fremur
grundvallaratvinnuveg þjóðarinnar,
vegna hinnar miklu þýðingar sem
hann hefir um að varðveita menn-
ing þjóðarinnar og andlega og
líkamlega hreisli og beilbrigði, —
þá mun sjávarútvegurinn og þeir
menn sem best og heilbrigðast
vinna að framförum hans, aldrei
öðru rnæta af Tímans hálfu en
fullri viðurkenningu, samúð og
fylgi. Vilji ritstj. Vísis ómaka sig
til að líta í þá ályktun sem Þing-
vallafundurinn í fyrra samþykti í
sjávarútvegsmálunum getur hann
um leið séð afstöðu Tímans.
Tryggvi Pórhallsson.
x*.
Tíðin hefir verið afbragsgóð það
sem af er haustinu. Úrkoma mikil
enn að vísu, en hlýindin spara
rnikið hey og eldivið. Víða algrænt
í túnum enn. Lítur svo út sum-
staðar sem kalblettirnir séu að
græðast og eru nú hvað grænastir,
hversu lífseigur sem sá gróður
reynist að vera,
Yerðlagsnefadin. Frétt gengur
um það að von bráðar muni vald
verðlagsnefndar ná til alls lands-
ins. Mun þeirri ráðstöfun hvarvetna
verða vel tekið.
Póstgðngnrnar. Enn berast Tím-
anum kvartanir, víða að, um af-
leit skil af hálfu póstsins á þeim
sendingum sem honum er trúað
fyrir, einkanlega biaðasendingum.
Það liggur við að manni finnist
það saina og að berja höfði við
steininn að kvarta fyrir póststjórn-
inni. Fyrir almenning og blöðin
hlýtur boðleiðin að verða um hend-
ur þingmanna og alþingis, sjáist
það ekki að það sé a. m. k. reynt
að bæta úr misfellunum. Það er
kvartað úr öllum landshornum.
Eflirlitsleysi á slíkri opinberri starf-
rækslu er óþolandi. Ákjósanlegast
væri að ekki þyrfti að biöja þingið
að skerast í rnálið, en enn er ekk-
ert útlit til að hjá því verði komist.
Dýraverndnnaríélagið. Afbragðs-
mikið og gott verk hafa þeir leyst
af hendi forystumenn og konur í
Dýraverndunarfélags íslands. Og enn
á ný hafa þeir bætt stórum um
húsakynnin í Tungu, þar sem fé-
lagið veitir hýsing og fóður skepn-
um ferðamanna. Nú getur félagið
hýst 50 hesta í einu, í ágætum húsa-
kynnum og auk þess nokkuð af
nautgripum og fé. Árið sem leið
hýsti féiagið um 1100 hesta og
900 fjár og verður miklu meira
á þessh ári. Búskap verður félagið
að reka töluverðan — hefir um
500 hesta hlöðu. Túnið í Tungu
um 18 dagsláttur, stórkalið í þetta
sinn eins og öll tún í Reykjavík.
Heyskapur rekinn að auki utan-
bæjar. Reksturinn bar sig ekki árið
sem leið, ef reiknuð er með fyrn-
ing o. fl. Og þessi nýja húsabót
koslar um eða yfir 10 þús. kr., í
skuld. Til þess að grynna á skuld-
unum brjótast forgöngumennirnir í
því að stofna til skemtunar og
hlutaveltu og fá væntanlega góðan
stuðning almennings til þess. En
er það ekki ósæmilegt að svo þjóð-
nýtur félagsskapur skuli ekki fá
opinberan styrk? Reykjavík ann-
arsvegar og þau héröð sem land-
leiðis skifta við Reykjavík hinsveg-
ar, eru siðferðilega skyldug til að
láta ekki þessa byrði hvíla að öllu
leyti á þessum áhuga og mannúð-
armönnum og konum, enda mundi
þá enn betur að því unnið að
hlúa sem best að þessum okkar
»minstu bræðrum« sem heimsækja
höfuðstaðinn. Um leið og Tlminn
vill færa Dýraverndunarfélaginu
einlæga þökk fyrir sitt ágæta starf,
vill hann minna alla ferðamenn,
sem til Reykjavíkur koma með
skepnur sinar, á það, að í Tungu
er tekið á móli þeim með opnum
örmum.
Dýrtíðaruppbót embættismanna,
samkvæmt nýstaðfestri verðlags-
skrá, verður 1371/s°/o næsta ár, en
er nú 120%.
Verðlækknn. Nú fyrst bólar al-
varlega á verðlækkun hér heima.
Verslunin Björn Kristjánsson ríður
á vaðið með mikla verðlækkun á
vefnaðarvörum. Það er og með
öllu víst, að ýmsar nauðsynja-
vörur fara að falla í verði, t. d.
sykur að- slórum mun. Fullvíst er
það og, að margar vörutegundir,
sem nú fást ekki, eða aðeins lítil-
lega innfluttar, eru stórfallnar i
verði erlendis, jafnvel alt að helm-
ingi. Augljóst er af því hve inn-
flutningshöftin veröa beint til tjóns,
þar sem þeim er svo einhliða beitt.
/ stað þess að verða til þess fyrst
og fremst að venja a'menning á
sparnað, verða þau til þess að halda
við dgrtíðinni og lijálpa kaupmönn-
um til þess að halda ýmsum vör-
um i miklu hœrra verði, en vœri,
nœðust þessar vörur frá úllöndum.
Tíminn vill ekki þurfa að trúa
því, að landsstjórnin láti enn al-
menning lengi vera varnarlausan í
þessu efni. — Má geta þess í þessu
Til ábúðar
í næstu fardögum fæst jörðin Litli-
Háls í Grafningshreppi. Slægjur eru
hægar og góðar og jörðin yfirleitt
notadrjúg. Semja ber við eiganda
Guðm. Jóhannsson
Litia-Hálsi.
Auglýesing-. Brúnn akhestur
tapaðist úr girðingu á Blönduósi,
með marki: Blaðstýft framan
hægra, gagnfjarðað vinstra.
Hver sem skyldi verða var við
þennan hest, gjöri svo vel að
láta mig vita, gegn fundarlaunum.
Brúsastöðum í Vatnsdal 20. nóv. 1920.
Kristján Sigurðsson.
Þjóðiörðin Yeturhús
í Geithellrahreppi er laus til ábúð-
ar frá fardögum 1921. Til húsa-
bóta og túns hefir verið varið
opinberu fé. Semja má við
Svein Ólafsson
í Firði.
sambandi að altalað er, að mikið
kveði að því að þeim vörum sé
smyglað inn, sem innflutningur ér
bannaður á. Pað er víðar enn um
bannlögin, sem lagabrot eiga sér
stað.
Kosningar. í janúar næstkom-
andi á Reykjavík að kjósa þrjá
nýja þingmenn. Pótt tími sé .all-
langur enn til stefnu, mun undir-
búningur þegar byrjaður undir
kosninguna, af háitu allra flokka,
um það a. m. k. að ræða um
þingmannaefnin. Af hálfu »Sjálf-
stjórnar« heyrast einkum þrír
nefndir: Jón Porláksson verkfræð-
ingur, Ólafur Ólafsson fríkirkju-
prestur og Jón Ólafsson skipstjóri.
Af hálfu »Borgaraflokksins«, sem
kallaður er, og talið er að sé að
myndast, milliflokkur milli »Sjálf-
stjórnar« og Jafnaðarmanna, heyr-
ast einkum nefndir Gunnlaugur
Claessen ljóslæknir, Póröur Sveins-
son læknir á Kleppi og Rórður
Sveinsson kaupmaður. Af hálfu
Jafnaðarmanna er mest talað um
Jón Bajdvinsson framkvæmda-
stjóra Alþýðubrauðgerðarinnar og
Ingimar Jónsson guðfræðing. —
Rótt Tíminn hafi heyrt þessar
sögur ganga um bæinn, vill hann
engu um það spá, hvað verða
muni, er á hólminn kemur.
Slys. Maður varð undir bifreið,
á Laugaveginum, 22. þ. m., og
meiddist allmikið, heitir Eiríkur
Eiríksson, frá Núpsdal í Húna-
vatnssýslu, og er verkamaður hér
í bænum.
Færeysk málverk eru til sýnis
þessa dagana í húsi K. F. U. M.
Fullkomið aðflntningsbann á
áfengi hefir verið samþykt í Mani-
toba með 12 þús. atkvæða meiri
hluta, í Saskafchewan með 10 þús.
atkvæða meiri hluta, í Alberta með
sama meiri hluta og í Nowa-Scotia
með 40 þús. atkvæða meiri hluta.
Bannið gengur sennilega í gildi
þegar í stað.
Gunnlaugnr Einarsson læknir á
Eyrarbakka er á förum til útlanda,
til vetrardvalar a. m. k. á erlend-
um sjúkrahúsum.
Eiríkur Einarsson alþm. er
söinuleiðis á leið til úllanda til
stuttrar dvalar.
AVI Hafið þér gerst kaupandi
að Eimreiðinni?
Ritstjóri:
Trygrgri Þórliallsaon
Laufási, Simi 91,
Prentsmiðjan Gutenberg,