Tíminn - 24.12.1920, Blaðsíða 1

Tíminn - 24.12.1920, Blaðsíða 1
TIMINN um sextlu blöð á ári kostar tiu krónar ár- gangarinn. AFGUEIÐSLA blaðsins er hjá Gnð- geiri Jónssyni, Hverfis- 'götu 34. Sími 286. IT. ár. Reykjavík, 24. deseraber 1920. 51. blað. „Okyrri krókurinn“. Suðausturhluti Norðurálfunnar hefir löngum verið kallaður hinn »ókyrri krókur«. Þaðan hófst styrj- öldin nrkla. Þaðan hafa margar styrjaldir hafist. Það stendur nú ekki steinn yfir steini um ríkjaskipun þá er var fyrir striðið í þeim hluta álfunnar. Suður-Slafaland er stórt ríki, steypt upp úr Serbiu, Svartfjallalandi, Albaniu og stórum héruðum er lutu Austurríki-Ungverjalandi. — Grikkland er orðið annað stóra ríkið. Hefir bætt við sig Þrakiu og fjölmörgum eyjum og á land nálega að borgarveggjum Mikla- garðs. Og i Austurálfu átti viðbót Grikklands að verða engu minni. Hefir enginn stjórnmálamannanna á friðarfundinum orðið jafndrjúg- ur um að skara eld að sinni köku og Venizelos. Svona var komið. En engum mun hafa dottið það í hug að Balkanskaginn hætti að vera sókyrri krókurinn«, vegna þessara ráðstaf- ana'. Þvert á móti. Og nú mun svo komið, að flestir gera ráð fyr- ir að þessari nýju ríkjaskipun verði meir og minna riftað, innan stundar. Það eru allar líkur til að þessi nýja rikjaskipun verði álika langæ og konungdómur Jörundar yfir ís- landi. Það hafa gerst tveir stórviðburð- ir suðaustur þarna, sem breytt geta öllum þessum ráðstöfunum Bandamanna og hefir atburðanna sjálfra verið ítarlega getið hér i blaðinu. En hverjar verða afieiðingarnar? Það var floti Bandamanna í Svartahafinu sem bjargaði Wran- gel og herleifum hans undan Bol- ehewickum. Munu Frakkar hafa fulla þörf annarsstaðar fyrir það málalið sitt. Með fullnaðarósigri Wrangels hafa Bandamenn, og Frakkar sér- staklega, gefist upp við það að brjóta Rússland undir sig. Franskt gull hefir gert út alla leiðangrana gegn Bolchewickum. Frakkar eiga svo miklar gamlar skuldir á Rúss- landi. En það er hægt að kaupa það of dýru verði að reyna að ná þeim. Frakkar hafa nú fórnað miljónum og miljörðum, án þess að fá neitt í staðinn. Þeir hafa gefist upp við tilraunina. Ganga þess og sennilega ekki duldir, að ekkert muni að hafa úr stærsta þrotabúinu sem tii hefir orðið í heiminum — Rússlandi núverandi. Bandamenn og Frakkar sérstak- lega, verða nú að hefja nýja stefnu gagnvart Bolchewickum þar syðra. Úr því þeir gátu ekki sigrað Bol- chewicka í þeirra eigin landi, munu þeir leggja alt kapp á að verja ná- grannalöndin gegn skoðunum og yfirgangi hinnar rússnesku stjórn- ar. Það er ekki vafi á því hvern Bandamenn hafa einkum ætlað sér til hjálpar um það í suður- hluta álfunnar: Venizelos og Stór- Grikkland. í hugsunarleysi hafa Bandamenn ekki gert það að hlaða undir Grikkland umfram öll önn- ur ríki og gefa Venizelos óbundn- ar hendur um að bæta við sig landi í Litlu-Asíu. Þeir vissu að Venizelos var þeirra tryggasti liðs- maöur. Hagsmunirnir mættust: VeniZelosar að stækka Grikkland og Bandamanna að hafa sterkt riki og tryggan stjórnanda fyrir jívl rlki, sem slæði gegn x>rúss- nesku hættunnk í Svartahafslönd- unum. Og svo bregst þessi áætlun svo gjörsamlega, sem raun er á orðin. Grikkir reka Venizelos burt og kalla Konstantín heim. Það horf- ir nokkuð öðruvisf við urn stefnu Bandamannn, er Venizelos stjórn- ar ekki lengur Stór-Giikklandi, heldur mágur Vithj Ims fyrverandi Pýskalandskeisara, — jafneindreginn um andstöðu við Bandamenn og Venizelos var um fylgið. Bandamenn stofnuðu Stór-Grikk- land til þess að tryggja sína stefnu suðaustur þarna. Nú er Stór-Grikk- land komið undir andstæðinga þeirra. Er það furða — út frá þessum forsendum — þótt Banda- menn hugsi um það aivarlega að »endurskoða« friðarskilmálana og ríkjaskipunina? Það er ekki held- ur búið að undirskrifa endanlega friðarsamningana við Tyrki enn. Málið er enn ekki endanlega út- kljáð. Bandamenn geta ekki og vilja ekki hverfa frá þeirri aðalstefnu sinni, að eiga sér öruggan hauk i horni á Balkanskaga. Búa þeir sér nú til annan í stað Grikk- lands? Enginn getur um það sagt, en víst er það, að þeirri stefnu mun Ítalía eindregið fylgja, því að hún hefir, fullkomlega nauðug, orðiö að beygja sig undir þá stækk- un Grikklands sem nú er. — Eða setja Bandamenn Grikkjum afar- kosti í einhverri mynd og fá þær tryggingar hjá þaim sem teldust viðunandi? Sparnaöarrödd úr sveitinni, Að auatan og vestan, að norðan og sunnan koma alþýðu sparnað- arraddir. Háværastar eru raddirnar ofan af tindunum og eru stjórnar- völd og samvinnuvöld mjög satn- róma um sparnaðar málin, en hinir skinsamari blaðamenn þeyta undir lúðurinn. Mundi nú margur hyggja að undan léti eyðslusemin, þegar rikið og rikin þessi tvö í rikinu höggva að henni i senn. En hér mun það sannast að »þeir lifa lengst sem með orðum eru vegnir«. Eyðslusemin er rót- gróið tískumein, og er jafnan við ramman reip að draga þar sem tísk- an er. Sauðareðlið: að elta forystu slóðina þó í ógöngur sé, lifir enn óbugað I gjörvallri mannkindinni. Fyrir nokkrum tugum ára voru íslendingar fátæk og sparneytin bændaþjóð. H%rer bjó að sinu. Alt var bygt á sparnaði og heima-feng. Allir íslendingar voru bændur, því flestir verslunarmenn voru útlendir og jafnvel æðstu embættismenn landsins bjuggu búum sfnum, sem fornislenskir bændahöfðingjar. Skorti þá ekki bestu menning sinn- ar aldar, en urðu þó að lifa bænda- lífi á ýmsan hátt, skilja alþýðu- kjör og fylgja alþýðu siðum fornum og íslenskum í mörgu. —■. Án ytra tildurs, en með andlegum menn- ingar yfirburðum urðu »heldi menn- irnir« okkar gömlu góðar alþýðu- fyrirmyndir. Þetta var nú á árunum, þegar Bjarni amtmaður bjó á Möðruvöll- um, þá fraus »vellystin« hér í hel ef hún vogaði sér frá dönsku þorp- unum. En með ísl. kaupstöðum fékk hún fasta borg, hjálpar hún þar völskutn að grafa grundvöllinn undan húsum manna, og herjar þaðan um allar sveitir. 1 kaupstaðnum hafa vaxið upp fjölmennar stéttir manna, sem eng- an eiga heimafenginn, eða eigin handaverk i húsi sinu, heldur taka allan sinn afla í krónum. Má þar fyrst nefna íslensku kaupmennina og búðarlokuliðið og allskonar mangara, sem »aukast og marg- faldast og uppfylla« — göturnar. Þá koma embættismennirnir, sem nú eru flestir í kaupstaði komnir, allskonar mentamenn og nokkrir efnamenn sem lifa á gömlum merg. Alt þetta fólk er með breyttum háttum »hafið yfir« alþýðuna. Það er orðið »heldra fólkið« í landinu — fyrirmyndir alþýðunnar. Húsin með erlendu sniði, og erlend að efni, húsbúnaður, klæðnaður, mat- arhæfi og siðir allir erlendir. Engu skeytt hvað hagfelt er hérlendis, heldur að eins hvað »íínt« er. Og þá er sjálfgefið að alt hið erlenda er »fínt« og alt íslenskt »dónalegt«. Þessi hálfdanska kaupstaðamenn- ing er alt af að magnast að völd- um og útlensku. Hingað tiEjhefur verslunarmanna múgurinn menn- ingar litli verið i svo miklum meiri- hluta að hann hefir ráðið allri »heldrimanna« tiskunni. Og sú heldrimanna tíska drotnar í Iandinu. En kaupmangara hagurinn er nú einu sinni sá, að alþjóð manna kaupi og eyði. Og kaupmangara- tískan í kaupstaðnum er gegndar- lanst óhóf Eyðsla á dýrustu er- lendum munaðarvörum og fæðu- tegundum; óhóf í skrauthýsum og dýrustu húsgögnum, óhóf i klæðn- aði og skemtunum, bílum, reið- hjólum og öllu sem erlendum nöfn- um tjáir að nefna. — En öllu • framar óhóflegt iðjuleysi og yfir- læti — samfara fyrirlitningu á lik- amlegri vinnu, fyrirlitning á al- múganum og innlendum og forn- um alþýðuháttum. í slóð þessara oflátunga fer siðan hávaði kaup- staðarbúa, og verður hver að sækja svo í slóðina sem kraftar leyfa. Má vera að sumir dansi þó nauðugir eftir pípum þessarar tísku. Höfuðstaðurinn er höfuð lands- ins og kauptúnin höfuð landshlut- anna. Eftir höfðinu dansa limirnir. Eyðslu tiskan og útlenskan hefir dreifst frá kauptúnunum um allar sveitir, út á ystu annes, og i instu | afdali. Að vfsu er reynt að spara víða í sveitunum eftir pvi sem tlskan legfir. En hún á sín vébönd, einnig þar. Og svo er nú koinið hennar veldi að enginn þorir að láta sjá sig á mannamótum eða i kaupstað, í heima unnu vaðmáli, og fer annað þar eftir. Nú hrópa hinir þjóðlyndari »heldri menn« kauptúnanna til okkar bændanna. »Sparið! Sparið! Sparið!« Og voði gjaldþrotanna vofir yfir þjóðinni að sögn. Við verðum að svara: Við get- um nurlað nokkra aura með því að slíta fötin okkar, þar til yfir- borðið er sokkið í »bætur« (hafa fata skifti þegar sést til heldri gesta). Við getum haft eitthvað minna ofan á brauðinu, þegar ekki er gestur við borðið. En það mun- ar ósköp litlu hvað fært er lengra þarna en við förum. Alstaðar grip- ur tiskan fram i sparnaðinn. Þeir sem hafa vandalaust fólk á fæði geta alls ekki sparað kaffi, sykur og hin dýrari matvæli. Fólk- ið fer, »húskinn« og »matsvíðing- urinn« situr eftir einn á stóra jarðarskroknum. Enginn vill byrja á þvi að brjóta niður gestrisnina eða veita gestum lakari beina en áður. Við getum ekki unnið okkur föt úr ullinni. Fáir fást í sveitavinnu um sláttinn, þótt boðið sé meira en Siglufjarðar-kaup, en þessar fáu hræður fljúga flestar i kauptúnin á vetrunum, svo jafnvel verða vand- ræði með menn og konur til að sinna fjárhirðing og »bæjarstört- um« — þarna kallar tískan. Ekki getum við heldur annað eu apað dálitið ykkur »heldri mennina« í klæðaburði, þegar við förum á mannamót, eða í kaupstaðinn. Við erum menn líka og viljum teljast með mönnum. Dugar þá litið snjáður vaðmálsfrakki. Góðu háttvirtu vinir! Stjórnar- völd, samvinnufrömuðir, blaða- menn, embættismenn og menta- menn höfuðstaðarins og kauptún- anna, þér getið með samtökum brotið kaupmangaratiskuna en eigi við. Tiskan er voldug drotning sem siglir skipi sinu fyrir byr aldar- andans uin allar strendur og gerir oft kotbóndanum þröngt fyrir dyr- um. Getur almúginn, dreifður og tvistraður eigi lækkað seglin á skipinu því. En þið sem í hvirf- ingu standið á stjórnpalli getið ráðið bæði byr og seglum, ef þið eruð samtaka. Vestur í Bandarílcjum ganga menn, sem ráða yfir miljónum dollara, valdsmenn stórþjóðar, há- mentaðir prófessorar, ýmist i blá- um verkamannafötum eða aflögð- um fötum sjálfra sin. Þar hafa samtök æðri stéttanna gert sparn- að fatanna að tisku og ákriíin verða þau, að öll fatnaðarvara fellur í verði um heim allan (t. d. ullin okkar), því almenningur fylgir tiskunni: að spara. Ef íslendingar eiga að spara, verður sparnaðurinn að verða tíska, hér eins og vestra. En tiska kemur aldrei úr sveitum í kaup- staði, frá »almúga« til »lieldri manna«. Þið ráðið tískunni. Þið getið gert það tisku t. d. að ganga á fötum unnum á ísl. verksmiðjum úr ísl. ull — jafnvel í fínustu samkvæmum. Þið getið gert þá eyðslu hlægilegl oflæti sem nú þykir »fínasta tíska«. Kaffihúsin, kvikmyndahúsin og aðrar slæp- ingsstöðvar kauptúnanna getið þið gert svo »ófinar« að aðsóknin minki. — En þið vitið annars best sjálfir hvernig gínandi eyðslu- hitin gleypsr þjóðarauðinn daglega í höllum, á strætum og torgum. — Ykkur vantar ekki vilja til að loka hít þeirri heldur samtök. Búmenska er ekki eingöngu I sparnaði fólgin. Skammsýnn sparn- aður fleygir krónunni stundum, þegar hann er að spara aurana. Af þessum sparnaði er rikið okk- ar ríkt. — Vér spörum okkar góða alþýðuskóla, er kenni þjóð- inni að vinna með hug og hönd- um, en missum síðar æskuna úr sveitinni þegar haustar, á menta- snapir og skemtana-slæping í kaup- staðina, og lærist þar bezt kaup- mangaratíska og iðjuleysi. Æðri skólarnir offyllast og hundrað eru um hverja stöðu sem geymir hend- urnar hvítar eins og óskrifað blað, en þúsundir vanta til framleiðslu- vinnu. Við spörum okkur að taka fé til nytsamrar atvinnu. Við gefura 50—60 ullarreifi fyrir einn klaeðn- að af því við eigum ekki stór- ar ullarverksmiðjur. Við seljum mörg árin gærurnar fyrir ullar- verðið eitt saman, en kaupum síð- an bjórana þrítugföldu gæruverð- inu í skófatnaði og sútuðu leðri — eða við göngum á rándýrum pappírssólum. — Við kunnum ekki að súta skinn. Við etum hrat og grjót og úrgangsmjöl, af því að engir þeir kvarnarsteinar hreyfast í landinu sem malað geti rúg i brauð. Og þannig eru ílestir okkar búhættir. En fossarnir syngja hvít- ir og frjálsir í frelsisroða hins nýja fullveldis. — Stjórnarvöld, samvinnufrömuðir, blaðamenn, mentamenn, embættis- menn og efnamenní Þið eruð kjarninn úr alþýðunni, eftirlætisbörnin og undrabörnin hennar, sem hún hefir hossað upp að háborðinu. Þið hafið vitið og þekkinguna, blöðin og þingið, auð- inn og völdin — alla krafta þeirra hluta sem gera skal. Þið fræðið okkur um það hvað gera þurfi. — En þið eruð margir helst til »flækt- ir í heimsspekinni« til þess að vera þeir »framkvæmdanna forkólfar« sem foringjum vaxandi fullveldis ber. Okkur bændurna vantar ekki sendi/ierra sem séu »diplomat« utan húðar og innan, heldur sendi- menn sem færi okkur þekkingu, andlega og verklega, utan úr lönd- um. Okkur vantar ekki heimspeki- legar rökræður um eignarrétt fossa og höft á innflutningi vinnu, lield- ur framkvæmdaþrótt, er láti foss- ana olckar lýsa okkur og verma, vinna okkur klæði og skæði og áburð á nöktu foldarsárin. Okkur vantar ekki rit og ræður stjórnmálamannanna og gullkisíu- mannanna heldur framkvæmdir. Við þurfum meiri menningu, meiri framleiðslu og meiri sparn- að og engan annan vörð um þjóð- ernið og fullveldið. Jón Sigurðsson, /rá Yslafelli. Vestanbók. Guttormur J. Gutlorms- son: Bóndadóllir. Winni- peg 1920. Guttormur J. Guttormsson, bóndi og skáld I Nýja-íslandi, hefir sent hingað heim dóttur sína til kynna. Hafa þeir búið hana út til farar- innar, Hjálmar Gíslason og Sig. Júl. Jóhannesson skáld og læknir, og — þarf því varla að óttast, að hún hafi neitt óheilnæmt i fari sínu, þótt pestsamt sé vestra. Þótt »dóttirin« berist ekki mjög á hið ytra, þá verða menn þess þó brátt varir, er þeir kynnast henni, að hún er ekki öll þar sem hún er sén, og þótt hún sé nokk- uö blendin í máli með köflum, þá getur hún haft til að sýna það, að hún kunni góð og glögg deili á tungutaki og orðfæri, óðsnild og orðslist feðra vorra. Og þótt hún hafi sýnilega hafl kynni og dregið dám af óíslenskum hugsunarhætti í ýmsu, þá hygg ég þó, að þeim íslenskum bændum og búaliði, er ná að kynnast henni og vel eru íslenskir i hugsun þó, muni samt auðveldlega verða »innangengt í bóndadótturina«.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.