Tíminn - 08.01.1921, Page 1
V. ár.
Reykjavík, 8. janúar 1921
1. blað
Skömtimin.
Utan Reykjavíkur munu þeir
hafa verið fáir, sem hafa getað
látið sér það detta í hug, að út úr
hveiti og sykurskömtun atvinnu-
málastjórnarinnar mundi rísa
hinn mesti ófriður: fjölmennur
eða íjölmennir borgarafundir með
æsingaræðum, blaðaskammir, blað
eftir blað og í mörgum blööum, og
loks verkfall. — Alt í Reykjavík,
þar sem hin „hærri upplýsing“
einkanlega mun talin eiga heima.
En þessi tíðindi hafa nú öll við
borið.
Ástæða er því ærin til þess að
ræða mál þetta ítarlegar en gert
var ráð íyrir í fyrstu að nauðsyn
myndi til bera.
I.
Reglugjörðin um skömtunina
var gefin út seint i október síð-
astl.
Verð á sykri var þá kr. 3,30 kg.
í heildsölu. Á síðustu fimm árun-
um hefir sykurinnflutningurinn
til landsins að jafnaði verið 2800
smálestir. Með sama innfíutningi
og þessu verði, hefðu því sykur-
kaupin á árinu 1921 kostað Island
nálega 9 % miljónir króna.
Með skömtuninni, eins og hún
er orðin nú, er innflutningurinn
færður niður í 1800 smálestir á
ái'i. Með verðinu sem var í októ-
ber, kostar sá innflutningur tæp-
ar sex miljónir króna.
Vegna sykurskömtunarinnar
sparast því á ári þrjár miljónir og
þrjú hundruð þúsund krónur, ef
verðið hefði haldist eins og það
var, af því fé, sem annars hefði
verið varið til sykurkaupa.
Vitanlega hefði þetta fé ekki
sparast að öllu leyti. 1 mörgum til-
fellum er sykur að vísu bein óhófs-
vara. En aðrar fæðutegundir
hefðu að miklu leyti orðið að koma
i staðinn, en vafalaust að mun
ódýrari íæðutegundir, og sjálf-
sagt að töluverðu leyti innlendar
fæðutegundir, þannig að sparnað-
urinn um viðskifti við útlönd verð-
ur tvímælalaust mjög mikill.
Verð á hveiti var í október um
1200 kr. smálestin. Hefði hveiti-
innflutningurinn verið ótakmark-
aður, mátti gera ráð fyrir að
fluttar yrðu inn 4000 smálestir
árið 1921. Verðið þá alls 4 milj.
og 800 þús. kr.
Með skömtuninni eins og hún er
nú, er innflutningurinn færður
niður í 2400 smálestir — 1600
smálestum minni en gera mátti
ráð fyrir, væru engar takmarkan-
ir. þessar 1600 smálestir af hveiti
kosta nálega 2 milj. króna, með
sama verði.
Vitanlega er hér ekki um vöru
ið ræða sem sé óhófsvara, nema
ið fremur litlu leyti. Annað hefði
orðið að koma í staðinn. Og það
iggur beint við að jafn margar
málestir af rúgmjöli korni í stað-
. m.
Rúgmjöl kostaði í október 600
•. smálestin. það var helmingi
lýrara en hveiti.
Ilveitiskömtunin leiðir því það
sér, að landsmenn borða 1600
lálestir af rúgmjöli í stað jafn-
irgra af hveiti, og það er — eins
; verðið var í október — einnar
ijónar króna beinn sparnaður.
þannig horfði þá málið við, þeg-
atvinnumálaráðherrann gaf út
lugerðina um skömtunina.
í flinn er ekki í neinum vafa um
i ■), að hann talar fyrir munn
dls meiri hluta íslenskra kjós-
a, er hann segir:
Að var öldungis sjálfsagt og
• rnætt að fyrirskipa skömtun-
út frá þessum forsendum og
i tilliti til þess vandræða f jár-
1. sástands, sem landið býr við
og sem óþarfi er að tala nánar um
í þessu sambandi.
II.
En tímarnir eru breyttir síðan
í október, segja sumir, og þótt
rétt kunni að hafa verið þá, að
skamta, þá á ekki að gera það nú.
þetta er rétt, en ekki nema að
sumu leyti.
Sykur hefir mikið lækkað í
verði síðan. Sem stendur þarf
ekki að gera ráð fyrir hærra syk-
urverði en 2 kr. kg.
En þótt svo sé, kosta 2800 smá-
lestir af sykri 5 milj. og 600 þús.
kr., en 1800 smálestir ekki nema
3 milj. og 600 þús. kr. Sparnaður-
, inn á sykurkaupunum er samt
2 milj. kr., og það stendur óhagg-
að, aö sumpart er um óhófsvöru
að ræða, sumpart koma innlendar
fæðutegundir í staðinn og sum-
part ódýrari fæðutegundir út-
lendar.
Hveitið hefir líka fallið í verði.
Sem stendur mun mega gera ráð
fyrir að smálestin kosti 1000 kr.
Rúgmjöl hel'ir aftur á móti held-
ur hækkað, mun nú kosta um 770
kr. smálestin. En munurinn er
engu að síður 230 kr. á smálest.
Sparnaðurinn við það, að borða
1600 smálestir rúgmjöls í stað
jafnmargra af hveiti, er því á ári
368 þús. kr., auk þess sem hik-
laust má gera ráð fyrir töluvert
meiri sparnaði, að svo miklu leyti
sem hveiti er notað í ýmislegt
óhól', kökur o. fl.
En annað er það, sem ekkí hefir
breyst til batnaðar, og það er
ijárhagsástand landsins. Eina
breytijjgin sem orðið hefir í því
efni er sú, að nú er mönnum orð-
ið það enn ljósara en þá, að fjár-
hagsvandræðin muni standa nfun
lengur yfir en haldið var, og að
við þuríum að leggja mun meira
á okkur um að komast fram úr
þeiin, en haldið var.
þótt beini og óbeini sparnaður-
inn við skömtunina verði því ekki
eins mikill og útlit var til þá er
reglugjörðin var gefin út, þá er
hann samt erm svo mikill, og fjár-
hagsástandið svo alvai’legt, að það
er alveg tvímælalaus skylda at-
vinnumálastjórnarinnar að halda
fast við skömtunina. Á svo alvar-
legum tímum sem nú standa yfir,
bæri það vott um hið mesta kæru-
leysi um hag og afkomu landsins,
að láta ónotað slíkt tækifæri um
að flýta fyrir að losa fjárhags-
vandræðin.
|
III.
' En út af þessu hefir orðið sá
endemis-ófriður í höfuðstaðnum.
Ölí dagblöðin hafa látið skamm-
irnar dynja á atvinnumálastjórn-
inni fyrir skömtunina — Vísir og
Alþýðublaðið allra freklegast.
Af því að kosningar standa fyr-
ir dyrum, og dagblöðin eru búin
að æsa fólkið, hafa þeir flýtt sér,
hver af öðrum, frambjóðendurnir,
að lýsa því yfir, að þeir vildu þeg-
ar í stað láta afnema skömtunina.
Á annan nýársdag stofnuðu svo
jafnaðarmannaleiðtogarnir til al-
menns borgarafundar um málið,
og samþyktu áskorun um afnám
skömtunarinnar.
Og loks gerðu brauðgerðarhús-
in verkfall 3. þ. m. — en ekki
nema 3. þ. m. því að þegar næsta
dag sáu þau sig um hönd og baka
síðan, eins og ekkert hefði í skor-
ist.
Munu þetta þykja mikil tíðindi
um alt ísland, og harla ótrúleg og
vitanlegu hefðu þau aldrei borið
við, ef ekki stæðu fyfir dyrum
kosningar í bænum, og allir flokk-
ar og frambjóðendur virðast orðn-
ir sammála um að velja þetta mál
til þess að sýna á dugnað sinn og
einlægan áhuga um velferö hátt-
virtra kjósenda.
Hvílíkt dæmalaust dekur við þá
kjósendur, sem hafa látið rangar
blaöasögur villa sér sýn!
Allra mest hafa jafnaöarmanna-
foringjarnir hlaupið á sig. Að
stofna til borgaraíundar, halda
æsingaræður og vilja kúga lands-
stjórniná út af siíku máli, er bein-
líms hlægiiegt, ault þess sem það
er óheyrt, að leiðtogar flokks skuli
hafa svo litla ábyrgðartiifinningu,
að líta ekkert á hag landsins, held-
ur eita kjósendur út í þá ófæru,
sem rangar blaðafregnir hafa kaf-
fæit þá í.
Er verið að svifta menn brauð-
inu ?
Nei, alls ekki. það er verið að
stuðla að því, að menn borði
minna af einni tegund, en hin teg-
undin er jafngóð og jafn næring-
armikil — en á erfiðum tímum
sparar þjóðleiagið á þessu hundr-
uö þúsunda króna á ári.
Er verið að svifta menn sykrin-
um?
Nei. pað er fuilkomlega nægi-
legur skamtur af sykri sem veitt-
ur er. Méiri skamtur en margir
liófsamir menn nota. Enginn rnað-
ur þarf meiri sykur. Og þjóðfélag-
iö r lieiiu sinni sparar á því hundr-
uð þúsunda króna á ári, að menn
borði aðrar jafnhollar en rnun ó-
dýrari fæðutegundir.
Er verið að fótum troða einhver
lieilög marmréttindi ?
Nei. En végna hags heildarinn-
ar og einkurn undir sérstökurn
kringumstæöum verður þjóðfé-
iagið á þessu sviði, eins og á svo
mörgum öðrum, að hafa hönd í
bagga rneð um lrferni einstakling-
anna, og það eru ótal dæmi þessu
hliöstæð.
Kosninga-„flesk“,eins og Dansk-
Lirirrn segir — ekkert annað.
Einn ræðurnanna á borgara-
fundinurn gat þess, að einungis
fyrsta seðlaúthlutunin mundi
kosta landið 100 þúsund krónur.
þetta eru.tíföld ósannindi. þótt
laun starfsmarrnanna séu reiknuð
fyrir sig fr-am til 1. rnars, þá kost-
ar fyrsta seðlaúthlutunin aldrei
rneira en 10 þús. kr. Árskostnað-
urinn fer aldrei til muna fram úr
30 þús. kr.
Aiþýðublaðið hefir rnargfullyrt
að reglugjörðin væri ólögleg. það
er svo rnikil fjarstæða, að hún er
ekki svaraverð, enda tekur enginn
undir — og hversvegna fer blaðið
þá ekki í mál við atvinnumálaráð-
herrann ?
Á fundinum komu jafnvel fram
hótanir — urn að kúga stjómina
tii hlýðni. Kosningarnar valda, en
skynsamir menn mega ekki láta
kosningahita hlaupa með sig í
slíkar gönur.
Að stofna til verkíalls og borg-
aral'undar, að ætla sér að kúga
landsstjórnina, í slíku máli —
rnáli sem eingöngu stefnir að því
að rétta við fjárhag landsins —
rnáli sem ekki gerir meiri kröfur
til borgaranna en þær, sem hverj-
um einum á að vera bæði ljúft og
skylt að láta landi sínu í té — er
hiægilegt, blátt áfram hlægilegt,
og óskiijanlegt nema rétt undir
kosrrirrgar í Reykjavík.
En úr því borgarafundurinn
var á annað borð saman kallaður,
þá þurfti hann ekki að verða er-
indislaus. Hann hefði átt að gjöra
hið gagnstæða við það sem hann
gerði. Ilann hefði átt að víta
stjórnina fyrir þær tilslakanir,
sem hún hefir gert um skömtun-
ina. Hann hefði átt að skora á
stjórnina að herða á eftirlitinu
með því, að ráðstöfunum við-
skiftanefndar sé hlýtt. Og að því
nráli verður von bráðar vikið nán-
ar hér í blaðinu.
-------o-------
ta spiuor.
I.
það bar við fyrir all-löngu, að
verslunarfélag eitt, sem telur sig
búsett á íslandi, græddi stórfé í
Danmörku á sölu íslenskrar ullar.
Mun þetta vera kunnugt öllum
þorra manns á íslandi.
Skattastjórnin danska fékk nán-
ar skýrslur um hinn mikla gróða
íélagsins, hún ætlaði því að leggja
tilsvarandi tekjuskatt á það,en fé-
lagið færði það fram á móti, að
það væri búsett á íslandi. Skatta-
stjórnin danska brá því við og
sendi hingað heim skýrslu um
gróða félagsins af ullarsölunni.
Á þeim grundvelli var félaginu
gert að greiða tekjuskattinn hér.
Eftir þeim fregnum, sem Tíminn
hefir fengið, mun skatturinh vera
um
190 þúsund krónur.
það er enginn vafi á því, að
þessi tekjuskattur er rétt á lagð-
ur lögum samkvæmt. Hvað er og
sjálfsagðara en það, að það félag,
sem græðir hundruð þúsunda
króna á því að gerast milliliður
um sölu ísienskra afurða, sé látið
greiða háan tekjuskatt? Minna
má það ekki vera.
En — þessi tekjuskattur mun
aíls ekki vera greiddur enn í lands-
sjóð.
Hvað veldur?
Tvímælalaust virðist það með
öllú, að ef gengið hefði verið að
því þegar í stað að innheimta
skattinn, þá hefði hann goldist.
Félagið hefði ekki átt annars úr-
kosta en að gjalda hann, og þá
hlaut það að hafa nóg fé til að
gjalda. Og sannarlega voru mál-
efnin þau, að Islendingar þurftu
enga linkind að sýna um skatt-
heimtuna.
En þessar 190 þús. kr. eru ekki
enn komnar í landsjóðinn ís-
lenska, og nú eru þeir til, sem ef-
ast um, að þær muni nokkurntíma
koma þangað. Nú sé orðið ofseint
að krefja.
Tíminn vill ekkert um þetta
íullyrða. En hann leyfir sér að
spyrja fjármálastjórnina opinber-
lega og mjög alvarlega:
Er það virkilega satt, að þessar
190 þús. kr. séu ógoldnar? Ef svo
er, hvernig stendur á því, að þær
hafa ekki verið innheimtar í tæka
tíð?
Og hvaða afsakanir eru til, ef
fé þetta er að einhverju eða miklu
leyti tapað?
Tíminn væntir þess fastlega, að
fjármálastjórnin gefi svör við
þessu, annaðhvort í blaði því, sem
æ flytur fregnir frá fjármálaráð-
herranum, eða annarsstaðar.
II.
Getið hefir þess verið hér í
blaðinu, að Morgunblaðið flutti
skrá um þau stjórnarfrumvörp,
sem fjármálaráðherra bar upp
fyrir konung í utanför sinni og
leggjast eiga fyrir næsta þing.
Meðal þeirra er eitt um einka-
sölu á tóbaki og áfengi.
Frumvarp þetta er komið frá
l’jármálastjórninni. þessi einka-
sala er vitanlega í þeim tilgangi
gerð að landið græði, þessar tvær
vörutegundir setur fjármála-
stjórnin, eina við annarar hlið,
sem óhófsvörur, sem séu sérstak-
lega hentugir tekjustofnar fyrir
landið.
Annað frumvarp er á leiðinni,
frá landlækni og heilbrigðis-
stjórninni, um einkasölu á lyfjum.
Tilgangurinn með þeirri einkasölu
er allur annar. Hún er fyrst og
fremst gerð til frekara eftirlits,
og í öðru lagi aðallega til þess að
koma í veg fyrir, að lyf séu seld
við ofháu verði, því að vitanlega
kemur engum til hugar að leggja
sérstök gjöld á lyf. Engu ríki mun
enn hafa komið það til hugar að
leggja skatt á sjúkdóma.
pað er þess vert að bera þau
saman þessi frumvörp. pví að:
Hverskonar áfengi er það, sem
til landsins flyst nú lögum sam-
kvæmt ?
það er nálega eingöngu áfengi
íil lyfja.
Ilvernig stendur þá á því, að
fjármálaráðherrann setur áfengið
á bekk með tóbakinu — telur það
óhófsvöru, sem landið eigi að
græða á? Og það um sama leyti
sem önnur deild stjórnarinnar
flytur frumvarp um einkasölu á
lyfjum.
það virðist alveg bersýnilegt, að
þótt vart sé annað flutt til
landsins af áfengi, en til lyfja —
þá vilji fjármálaráðherra ekki við-
urkenna það, heldur blátt áfram
halda því fram, já lögfesta það, að
það áfengi, sem flutt sé inn, sé að
mestu leyti óhófsvara, sem landið
eigi að græða á.
Ef til vill er eitthvað það í frum-
varpi fjármálaráðherrans, sem
sýni það ljóslega, að þetta sé ekki
tilgangurinn. Tíminn getur ekki
um það fullyrt. því að þótt Morg-
unblaðið hafi flutt skrána um
stjórnarfrumvörpin, og þótt Tím-
inn viti til þess, að búið sé að
senda þau út um land, þá hefir
hann ekki fengið að sjá þau, og
svo virðist sem ekkert blaðanna
hafi fengið að sjá þau nema
Morgunblaðið. Og auk þess er
Tímanum kunnugt um, að ráð-
iierrann hefir bannað að birta
frumvörpin og ræða fyrir þing.
Skal þessi framkoma látin
liggja á milli hluta að sinni, en um
hitt spúrt:
Hvort fjármálaráðherrann ætli
að fara að iögfesta lækna og lyfja-
búða misnotkunina á áfengi ?
Ilvort hann ætli meira að segja
að gera hana að velþóknanlegri
tekjugrein fyrir landið?
Ef svo er, skal hann fá að vita
það að með þessu drýgir hann
einhverja hina mestu synd, sem
unt er að drýgja gegn bannhug-
sjóninni, og móðgar alla íslenska
bannmenn eins freklega og unt er.
því að úr ráðherrasessi fer hann
fram á það við alþingi bannlands-
ins, að það lögfesti og lýsi blessun
sinni yfir hinni mestu misnotkun,
sem átt hefir sér stað í bannland-
inu.
Tíminn er að vísu stuttur til
þings, en umræðubannið hvílir
yfir frumvörpunum. þessvegna
krefst Tíminn svars um þetta mál
þegar 1 stað — annaðhvort í blaði
fjármálaráðherrans eða annars-
staðar.
-------o------
Árbók Fornleifafélagsins fyrir
árið 1920 er nýkomin út og vill
Tíminn enn einu sinni minna
menn á það félag og hvetja menn
að ganga í það og styrkja. Sögu-
hneigðir menn, sem ekki fá Ár-
bókina, missa við það árlegar á-
nægjustundir. Matthías þórðar-
son fornmenjavörður er nú for-
maður félagsins. Sex nýjr æfifé-
lagar og 43 ársfélagar höfðu
gengið í félagið milli síðustu að-
alfunda og með aukinni fjölgun
félagsmanna vex félaginu fiskur
um hrygg. Eins og vant er, er Ár-
bókin fjölbreytt að efni, fróðleg
og skemtileg.
Nýjasti listinn til þingkosning-
anna kom frá Kjósendafélaginu,
sá fjórði og síðasti, enda er nú
framboðsfrestur liðinn. Á listan-
um eru þessir menn: þórður
Sveinsson læknir á Kleppi, þórð-
ur læknir Thoroddsen og þórður
Sveinsson kaupmaður.
\