Tíminn - 22.01.1921, Blaðsíða 1

Tíminn - 22.01.1921, Blaðsíða 1
V. ár. Reykjavík, 22. janúar 1921. 3. blað Sveínatunga. Jörðin Sveinatunga í Norðurárdal, sem er eitt af höfuðbólum þessa lands, fæst til kaups eða ábúðar frá næstkomandi fardögum. Jörðin gefur af sér í meðalári ca. 150 hesta af töðu og ca. 1200 hesta af útheyi. Byggingar ágætar, þar á rneðal íbúðarhús 10X14 tvær hæðir og kjallari og geymsluhús 8X14 álnir sama hæð, hvorttveggja úr steini. Peningshús í góðu lagi og hlöður járnvarðar fyrir ca. 1000 hesta. öll landareignin er afgirt finnnfaldri gaddavírsgirðingu, lengd ca. 15 km. og auk þess er alt túnið girt og tveir nátthagar. Útbeit er afburðagóð. Góðir skilmálar hvort heldur er um kaup eða leigu að ræða. Lysthafendur snúi sér til Brynjólfs Árnasonar cand. phil., sími 134 eða Guðm. Jóhannssonar fasteignamiðlara, sími 931 Reykjavík. Hirfuroar. Danskur hagfræðingur, dr. Wieth Knudsen að nafni — al- kunnur maður um Norðurlönd fyrir skrif sín um hagfræðimál og pólitísk mál — hefir ritað grein- ar í aðalblað hinna róttæku vinstrimanna, „Politiken", um fjárhagsástandið í Danmörku, á- stæðurnar til þess hvernig komið sé og leiðirnar út úr því. Greinam- ai hafa vakið mikla eftirtekt, enda er höf. frægur fyrir það, að í fyrra ritaði hann greinar um líkt efni og varaði þá kaupmennina dönsku við þeim gríðarlegu vöru- kaupum, sem þeir þá stofnuðu til, í von um að geta selt aftur með gróða til þýskalands og Eystra- saltslandanna. Sagði það vera tál- vonir einar, en stóð þá einn uppi með þá skoðun. En reynslan hefir sannað mál hans og kaupmennirn- ir tapa miljónum króna. Um margt er ástandið hér á Is- landi svipað og í Danmörku. Verð- ur hér rakinn þráður greinanna í stórum dráttum og því einkum slept úr, sem eingöngu á við um danska staðhætti: — þjóðir og einstaklingar verða að fullnægja þörfum sínum annað- hvort með því að framleiða vör- urnar sjálfir, eða kaupa þær. Ein- staklingurinn borgar aðfengnu vörurnar venjulega með pening- um, þjóðirnar með því að flytja út í staðinn sínar framleiðsluvör- ur. Hagfræðingarnir gefa gætur að því, hversu mikið af vörum þjóðin flytur inn og út, og sé alt með feldu, þá á að vera nokkurn- veginn jöfnuður um innflutt og útflutt, þegar litað er á nokkuð langt tímabil. Sé því svo varið um langa hríð, að innflutningurinn sé að mun meiri, án þess að fram- leiðsla og útflutningur vaxi um leið, þá hlýtur sú þjóð að komast í miklar skuldir, og kemst að lok- um í fjárhagslegan þrældóm, eða verður gjaldþrota. Árin frá aldamótum og til styrj aldarbyr j unarinnar f lutti Danmörk árlega töluvert meira inn en út. Var svo komið árið 1914, að skuldirnar við útlönd voru orðn- ar meir en einn miljarður króna. Sumum hagfræðinganna var þetta mikið áhyggjuefni. En það er þó mjög óvíst, að í raun og veru hafi verið að ræða um árlega raunveru- lega aukning skulda, því að sam- hliða óx framleiðslan til stórra muna. Á stríðsáranum 1914—18 snér- ist þetta við. þá borgaði Danmörk fyrst og fremst þessa skuld við útlöndin, og átti auk þess til góða í útlöndum einn miljarð króna. Aðstaðan var því orðin alveg öf- ug við það isem var við byrjun stríðsins. En þá fer blaðið aftur að snú- ast við. Síðasta styrjaldarárið, 1918, eru fluttar inn vörur fyrir 910 milj. kr., en útfluttar fyrir 710 milj. kr., og þótt gróði skipanna o. fl. bæti nokkuð úr skák, þá er hlutfallið orðið alt annað en á stríðsárunum. En árið 1919 keyrir um þvert bak, því að þá eru inn- fluttu vörurnar 2i/2 miljarðs kr. virði, en útfluttar tæplega milj- arðs. Mismunurinn er 1 y2 miljarð- ur. Bjartsýnu mennirnir sögðu að þetta væri ekki . óeðlilegt. það stafaði af því, að landið hefði ver- ið orðið snautt af hráefnum til iðnaðar og vörubirgðir kaup- manna þrotnar. Nú hefði landið birgt sig að hvorttveggja á þessu ári og þá hæfist aftur eðlilegt á- stand. En reynslan sýnir það gagn- stæða. Otkomnar skýrslur um þrjá fyrstu ársfjórðunga ársins 1920 sýna að verð innfluttu var- anna er einum miljarði króna hærra en útfluttu varanna, og sá mismunurá eftir að vaxa síðasta mismunur á eftir að vaxa síðasta um það að ræða, að fylla tóm forðabúr. Helmingur þessarar upphæðai', 500 milj. kr., er and- virði kola og járns, þessa þrjá árs- fjórðunga, vörur sem ómögulegt er án að vera. Verði ekkeit gert um að laga þetta, má ganga út frá því, að næstu árin verði mismun- urinn a. m. k. þessi upphæð. þetta verður ekki bætt nema ann- aðhvort verði: að þessar aðfluttu vörur lækki stórum í verði, eða að innlendar vörur geti komið í staðinn. En Danmörk þolir það vitanlega ekki til lengdar að safna árlega hálfs eða heils miljarðs króna skuld við útlönd. Með yfirlitsskýrslu um innflutt- ar og útfluttar vörur Danmerkur, sýnir höf. af hverju þessi mikli mismunur stafar, og sannar, að ekki er um að ræða einstakt fyr- irbrigði, heldur viðloðandi ástand. Eini atvinnuvegurinn sem fyllilega stenst, er landbúnaðurinn. Hann hefir hingað til borið uppi alt landið. Nú gerir hann ekki mikið meira en að bera sjálfan sig. Mis- munurinn stafar aðallega af inn- fluttum vörum til klæðnaðar, kola og járninnflutningi, og sá liðurinn er langhæstur, og byggingarefn- um og ljósmeti. Alls er mismunur- inn um þessar vörutegundir 1 miljarður króna. Endanleg bót við þessu fáist ekki með takmörkuðum innflutn- ingi. Hér sé að mestu um svo miklar nauðsynjavörur að ræða, og atvinna þúsunda manna þeim svo háð, að árangur innflutnings- hafta, sem vit væri í, yrði vart nema dropi í hafið. Hækkun verðs á landbúnaðarafurðum myndi og litlu muna, nema hún væri gífur- lega mikil, og um það er engin von. Og loks sé mjög lítil von um að kol og járn lækki svo í verði, að nægilegt verði til að jafna mismuninn, því að stríðslöndin gera það af ásettu ráði að halda verðinu háu, til þess að knýja hlutlausu löndin til þess að borga hlut af stríðskostnaðinum. Með því okurverði, sem England lætur Danmörku eina borga fyrir kol, borgar Danmörk rentur af 4 miljörðum króna af herskuldum Englands. þessi aðstaða er bein afleiðing af því, að allar þjóðir eru orðnar háðar þeim löndum, sem eiga kol og járn. Atvinnuvegimir eru orðn- ir háðir þessum vörum. Kolaþjóð- irnar geta heimtað það fyrir kol, sem þær vilja. Fyrir 100 árum lifðu 700 þús. manns í Danmörku af landbúnaði og aðeins 200 þús. af iðnaði og bæjarstörfum. Nú lifa 900 þús. af landbúnaði en um 2 miljónir í bæjum. Afkoma þess- ara tveggja miljóna er að mestu leyti komin undir verðinu á kol- um og járni. Höf. hverfur nú að því, að rann- saka hvort Danmörk geti bætt á- standið með innlendum orkulind- um í stað kolanna — aukinni mó- vinslu, skógarhöggi og notkun vatnsafls. Er þeim kafla slept hér, þar eð hann á einungis við Dan- mörku — en þeim mun meiri á- stæða væri fyrir okkur að hugsa alvarlega um að fara sem fyrst að nota innlenda aflið. Loks víkur höf. að verðlækkun útlendu varanna, sem svo margir vonist eftir, eigi undir alt sitt traust, og búist við að lækni hið sjúka viðskiftalíf. En þar sé um hina mestu tálvon að ræða. Verðlækkunin sem orðin sé, sé ekki nema 20—30% á einstaka vörutegundum og stafi einkum af ameríkönskum gjaldþrotum. þessi verðlækkun muni ekki hafa nein varanleg áhrif. þótt sú verðlækk- un haldist, sem orðin er, á ensk- um og ameríkönskum kolum, þá nægir hún hvergi nærri um að bæta mismuninn. Til þess að það yrði, þyrfti kolasmálestin að lækka svo, að hún kostaði ekki nema um 25 kr. og að því muni ekki reka á okkar æfi. En fari nú svo, að mikið og al- ment verðfall verði á öllum aðal- vörum í náinni framtíð, þá yrði það allra ægilegasta ógæfan sem fyrir gæti komið í viðskiftalífinu, enn verri en stríðið og dýrtíðin. það mundi sem sé reynast ókleift að koma verkalaununum niður að sama skapi, og afleiðingin yrði sú, að flestir helstu framleiðendur yrðu annaðhvort gjaldþrota, eða yrðu að minka stórkostlega eða hætta alveg framleiðslunni — og vöruskortur myndi gera neyðina margfalda við það sem hún er. það, að neytendurnir hafa víða gert verkfall, þ. e. hafa kipt að sér hendinni með að kaupa, hefir þeg- ar leitt af sér augljós merki um verkfall framleiðendanna. Áframhaldandi hátt verðlag er ennfremur einkaskilyrði um að stríðsþjóðirnar geti borgað þær þúsund miljarða ríkisskuldir, sem þær hafa komist í á stríðsárunum. Falli verðlagið um helming, þá leiðir það af því, að ríkisskuldirn- ar hvíla á með tvöföldum þunga. Stígi verðlagið um helming, verð- ur afleiðingin sú, að þunginn af því að borga rentur og afborgan- ir ríkisskuldanna verður helmingi léttari. Stórveldin með stríðsskuld- irnar neyðast því til þess að halda við þeirri stjórnmálastefnu, sem heldur við hinu háa verðlagi. þar sem því engin líkindi séu til þess, að alment verðfall sé í að- sigi, enda einkis góðs af slíku verðfalli að vænta, þá sé ekki nema eitt ráð til, sem þegar sé hægt að grípa til, til þess að bjarga landinu úr yfirstandandi ástandi. þetta ráð sé það að hækka gífurlega tollana á nálega öllum aðfluttum vörum. Færir höf. rök fyrir þessari skoðun á þessa leið: Verð hverr- ar almennrar iðnaðarvöru nútím- ans ákvarðast aðallega af eftirfar- andi liðum: 1. Jarðarverðið (rent- ur eða afgjald). 2. Orkulindin sem notuð er (kol o. fl.). 3. Hráefni (járn, baðmull o. fl.). 4. Aukaefni sem þarfnast. 5. Verkamannalaun. 6. Rentur af höfuðstól. 7. Laun forstöðumanna. 8. Geymslu og flutningskostnaður. 9. Vátrygging og skattar. 10. Ágóði. Mjög mismunandi verður kostn- aðurinn á hinum einstöku liðum, um einstakar vörutegundir. T. d. eru kol stærsti liðurinn um fram- leiðslu múrsteins, en verkalaun og flutningskostnaður um timbur. Sé nú tekið einfalt dæmi pg sagt að eitt stykki einhverrar iðnaðar- vöni kosti 100 aura, og deilist kostnaðurinn við hana jafnt á áð- urnefnda höfuðliðu. þá eru t. d. verkalaun 10 aurar og kol 10 aur- ar. Nú er kolaverðið í Danmörku, vegna þeirrar verslunarstefnu, sem England rekur, ellefu sinnum hærra en það var fyrir fáum ár- um. þótt allur annar kostnaður við að framleiða þessa vöru væri hinn sami og áður, þá gæti Dan- mörk ekki framleitt hana fyrir minna en 2 kr., því að kolakostn- aðurinn við hana er orðinn kr. 1,10 í stað 10 aura áður. En Eng- land getur — sé alt annað eins — framleitt vöruna fyrir 1 kr., því að það á kolin, og getur þar af leiðandi gjöreyðilagt danska iðn- aðinn. það er því blátt áfram sjálfsvörn af Danmerkur hálfu að lcrefjast einnar krónu gjalds af slíkri vöru, sem flutt er inn frá útlöndum.Hafi þessi vara áður ver- tolluð um 10 aura, þá verður toll- urinn í þessu tilfelli að tífaldast, til þess að vernda atvinnu at- vinnurekandans og verkamanns- ins. Tolllögin verða að endurskoð- ast með tilliti til þessarar tilraun- ar kolalandanna um að eyðileggja iðnað þeirra landa, sem ekki eiga kol, og það verður að gerast í sam- ráði við þá, sem hafa sérþekkingu á hverri grein iðnaðarins. þetta er óhjákvæmileg ráðstöfun þangað til landið hefir getað látið innlend- ar orkulindir koma í stað hinna erlendu. ------o------ ReykjaYíkur-hatrið. I kjósendafundan-æðu, sem birst hefir í einu dagblaðanna í Reykja- vík, verður einu þingmannsefni bæjarins skrafdrjúgt út af þeim „óhlýju kveðjum“, sem Reykjavík fái úr sveitunum um þessar mundir. Og til að færa rök fyrir máli sínu, lætur hann prenta upp ungæðislega ritaðan kafla úr blað- grein, er nýlega birtist. þó að ræðumaður sé þar að gera úlfalda úr mýflugu, verður honum það að sjálfsögðu fyrirgefið ;eins og stóð á fyrir honum kann það að hafa átt við. En að draga þá ályktun af þeim og því líkum ummælum eins eða tveggja manna (norður í þingeyjarsýslu), að hætta sé á „óvild og óvirðingu“ sveitamanna yfir höfuð gagnvart kaupstöðun- um, sérstaklega Reykjavík, nær engri átt. það er heldur ekki hætt við að nokkrum manni, er þing- mannsefnið þekkir (en maðurinn er þektur um land alt), geti ti hugar komið að hann hafi eigi skilning á því, að í sveitastrjál- bygðinni eru menn eigi svo auð- hrifnir eða móttækilegir fyrir á- hrifum, að gremjusvör einstakra manna í blöðum geti „æst sveit- irnar upp til að leggja taumlaust hatur á Reykjavík“. það er næst- um undravert, sérlegt skáldnæmi, að geta notað slíkt, til smjaðurs fyrir kjósendum og sjálfum sér. Sami háttvirtur ræðumaður mun og flestum fremur hafa skilning á því, hvemig stendur á þessum kaldyrðum einstakra manna (úr fjarlægum sveitum) í garð Reykjavíkur, að þau eru ör- lyndis-svör við látlausu nuddi og nagi Rvíkur-dagblaðanna (hinna eldri; Alþýðublaðið get eg eigi um borið; sé það svo sjaldan) um bændur, sveitamenn, sem við í ná- grenninu, og sveitamenn yfir höf- uð, tökum ekki eftir og látum eins og vind um eyrun þjóta að jafn- aði, vitum að það er sett í blöðin í von eða trú um, að töluverður hluti lesendanna í borginni sé ekki þroskaðri en svo, að slíkt falli þeim í geð. En þótt rígnærandi raus dag- blaða og gremjusvör einstakra sveitamanna við þeim hafi lítil eða engin áhrif á sveitirnar, er öðru máli að gegna um grunnfær- asta borgarlýðinn. þar er hættara við að eitthvað muni við loða, ef nógu oft og lengi og röggsamlega er rægt. Og þegar það er iðulega gert í dagblöðum og á málfundum í bænum, nuddast níðið og rógur- inn um síðir inn í hugsun margra, sem litla aðra fræðslu hafa. þess hafa margir sveitamenn, sem oft koma í borgina, orðið varir. Eg hefi t. d. oft orðið fyrir smánunar- aðhrópum, er eg hefi gengið um bæinn, vegna þess að dagblöðin hafa talið mig „varg í véum“, óvin bæjarins, af því að eg hefi lengi starfað fyrir félag sveitamanna, sem dagblöð bæjarins telja sér hag í að hnýta við. En ljósasta dæmið um, að dagblaðaþvaður hrífi borgarbúa allmarga, er það, að óorðvandasti ritstjórinn var þar gerður að þingmanni! það hefði því verið drengilegra og nauðsynlegra að vara Reykvíkinga við, að láta ekki sorpblöð bæjarins æsa sig upp til taumlauss haturs til # sveitanna, (sem eru fóstrar flestra þeirra), eða einstakra sveitamanna, sem ekkert hafa til saka unnið gagnvart borginni, en sem beita kröftum sínum til að stríða fyrir lífsframdrættinum heima fyrir (í sveitinni). En til þess þurfti hugrekki, sem naum- ast er heimtandi af þingmanns- efni á kjósendafundi í Reykjavík. Öllum góðum mönnum í Reykja- vík er óhætt að trúa því, að hatur til þeirra eða borgarinnar er ekki til í sveitunum, og ekki líklegt að það verði til um sinn. En vel gerðu Reykvíkingar í því, hver eftir mætti og aðstöðu, að „sópa fyrir eigin dyrum“. Grh. 13. jan. 1921. Björn Bjarnarson. -------o------ Bruni. Fyrir tæpum hálfum mánuði kom upp eldur að nætur- lagi í prestssetrinu á Stað í Grunnavík í Norður-ísafjarðar- sýslu, og var eldurinn orðinn svo magnaður þá er hans varð vart, að fólki varð með naumindum forðað, en bærinn brann til kaldra kola og allir innanstokksmunir. Fjós og hlaða var áfast við bæinn og brann þó ekki, en um 20 hæns köfnuðu og ein kýr. Síra Jónmund- ur Halldórsson er prestur á Stað. Kom hann að prestssetrinu húsa- lausu, en braust í því, með nokkr- um styrk að vísu, að húsa stað- inn og það myndarlega. þótt hús og gripir væru vátrygðir, þá var tryggingarupphæðin lág, svo síra Jónmundur hefir orðið fyrir miklu tjóni. Kappskák um síma, milli Akur- eyringa og Reykvíkinga, var háð um síðustu helgi. Lauk svo, að taflfélag Reykjavíkur vann þrjú töfl, taflfélag Akureyrar tvö töfl, eitt varð jafntefli og um eitt urðu keppendur ásáttir að láta dæma. Látinn. Stefán Stefánsson skóla- meistari á Akureyri lést á heim- ili sínu aðfaranótt fimtudags síð- }astl. Verður hans sérstaklega minst í næsta blaði. -------o------

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.