Tíminn - 19.02.1921, Blaðsíða 4

Tíminn - 19.02.1921, Blaðsíða 4
22 T 1 M I N N UvanÉigsMni Skouerslun Hafnarstræti 15 ' Selur landsins bestu gúmmí- stígvél, fyrir fullorðna og börn — ásamt allskonar leðurskó- fatnaði, fyrir lægst verð. Greið og ábyggileg viðskifti. unum hefir stórum vaxið fiskur um hrygg á Spáni á stríðsárunum og síðan. Verkföll og óeyrðir eru tíð og tilræði með sprengjum. Loks bætist nú við mesti glundroði á pólitísku flokkunum, þannig að vart er unt að koma á stjórn í landinu. — Verslunarfloti heimsins er nú talinn að bera 12 miljónum smá- lesta meira, en árið 1914. Er fróð- legt að bera saman hversu mikinn hundraðshluta alls verslunarflota heimsins nokkrar helstu verslun- arþjóðir- heimsins áttu nokkrum árum fyrir stríðsbyrjun, í stríðs- byrjun og nú. Lítur sú skrá út sem hér segir: 1909 1914 1920 % % % England 47,9 43,8 35,1 þýskaland 10,7 11,9 0,8 Bandaríkin 4,5 4,8 24,1 Noregur 3,7 4,5 3,8 Frakkland 4,2 4,5 5,7 ítalía 2,8 3,3 4,3 Holland 2,6 3,4 3,4 Japan 3,1 4,0 5,8 0 Á víð og dreif. Heildsalarnir og samvinnan. Morgunblaðið birtir nú svo að segja daglega hinar viturlegu skoðanir heildsalanna um sam- vinnufélögin og landsverslunina. Bera þeir mjög fyrir brjósti hag almennings og rennur til rifja skammsýni og fáviska þeirra manna, sem ekki vilja að almenn- ingur leggi höfuð sitt í skaut heildsalanna og biðji þá að gerast fjárhaldsmenn þjóðarinnar. Sann- leikurinn á ekki meir upp á pall- borðið hjá þessum föðurlandsvin- um en svo, að þeir yrðu nokkuð oft berir að atvinnurógi, ef farið væri út í þá sálma. Verða hugsanir þeirra væntanlega brotnar til mergjar víðar en á einum stað. Gefst þá almenningi á að lítast um umhyggjuna fyrir velferð lands- ins. þjóðfrelsisflokkurinn og langsum. Gísli Sveinsson hafði síðastliðið sumar skrifað rúmlega 20 þing- mönnum, og bauð þeim í flokk með manna, því takmark þeirra er að allir njóti kostnaðarverðsins. Afi því sem sagti hefir verið, verður ljóst, að kaupfélögin eru stofnuð og rekin eingöngu með hag félagsmanna fyrir augum. Reynslan hefir líka sýnt, að efna- hagur þeirra héraða hefir batnað, þar sem kaupfélögin hafa notið sín best. Að sarna skapi hefir og gjaldþol félagsmanna vaxið að ó- gleymdri þeirri menningu, sem ávalt fylgir þroskuðum félagsanda og bættum efnahag. V. pegar litið er til þeirrar sann- girni, sem á að ríkja og ráða 1 skattamálum, get eg ekki annað séð, en að það sé beinlínis rangt að skatta þær lífsnauðsynjar, sem sameiginlega er aflað með aðstoð samvinnufélags og eingöngu eru ætlaðar til neyslu innan vébanda hins sama félags. Sama er að segja um framleiðsluna, sem kaupfélög- in selja fyrir eigin meðlimi. Nái slíkt fram að ganga, verða kaupfélagsmenn, auk þess sem þeir greiða hinn lögskipaða per- sónuskatt, eftir „efnum og ástæð- um“, svo og alla óbeina skatta (þ. e. tolla af inn- og útfluttum vör- um), að greiða sérstaklega tvö- faldan neyslu og framleiðslu- skatt, sem engir rnenn í landinu aðiir þurfa að greiða. 1 raun og veru verður því skatt- urinn þrefaldur. þegar þess er gætt, að fyrst eru allar lífsnauð- synjar þessara manna og fram- leiðsla skattaðar með sérstökum sér. Átti þannig að endurfæða langsumflokkinn, með nafnspjaldi yfir dyrunum. Löng stefnuskrá var lögð innan í, þar sem hin bungvæga reynsla langsara var sett í „kerfi“. Bamunginn átti að íeita „þjóðfrelsisflokkur". Gísli lefir sjálfsagt vonast eftir að svo margir gleyptu agnið, að hann gæti tekið við stjórntaumunum og átið þjóðfrelsið flæða yfir landið. En helst er svo að sjá, sem þing- menn hafi hundsað þetta álitlega Doð. Langsum er enn sami almenn- ingurinn, þar sem allir skipbrots- menn stjórnmálanna hafna, þar sem sem ekkert bindur menn sam- an nema sameiginleg valdavon- irigði og afbrýði við menn og mál- efni, sem betur vegnar. Éin við- DÓtin, sem langsum fær, er Jón þorláksson, sem tvímennir nú með sínum gamla vini B. Kr. Jakob Möller verður önnur hönd beggja. Æðsti prestur á kærleiksheimilinu er Sigurður í Vigur, sem sameinar alla þessa villuráfandi sauði með bandi kærleikans. * ------o----- Fréttír. Tíðin. Óvenjuleg ætlar tíðin að verða á þessum vetri. Auð jörð er nú um alt land og klakalaus víða hér um slóðir, um Ámes og Rang- árvallasýslur og vafalaust víðar. Grænt enn víða í túnum, þar eð haustgróður hefir ekki dáið. Nefndarálit tveggja milliþinga- nefnda komu á markaðinn í þing- byrjun. Annað frá skólanefndinni og fjallar eingöngu um Menta- skólann, stutt nefndarálit og fylg- ir frumvarp um „lærðan skóla“ og reglugjörð. Hitt frá berklaveikis- nefndinni, rækilegt álit með mörg- um lögum. Verður hvorttveggja nánar getið síðar. Páll E. Ólason doktor og pró- fessor hefir nýlega skrifað ritgerð í „Nordisk Tidskrift för Bok och Biblioteksvasen** 1 um prentsmiðj u Jóns biskups Arasonar og bókaút- gáfu. Er það efni að mestu áður kunnugt Islendingum af bók Páls um Jón. Páll er nú um það leyti að byrja fyrirlestra við háskólann og ætlar að lesa fyrir íslénska réttarfarssögu á tímabilinu frá 1264—1550. „Genúalegátinn“. Út af grein um það efni í síðasta blaði Tím- ans gerir danski sendiherrann þá athugasemd, að það sé ekki rétt sem þar er sagt, að „Danir munu ekki hafa viljað unna íslandi að skatti á Samband ísl. samvinnufé- laga. Síðan eru þær hinar sömu vörur skattaðar aftur í öllum kaupfélögum landsins. í þriðja sinn er þetta sama verðmæti skattað með persónuskatti á hvern félagsmann. Er nú hægt að hugsa sér öllu meira óréttlæti og misþyrmingu á því jafnrétti, sem er þýðingarmest í öllum skattamálum, og á að gæta þess, að sanngjarn og sjálfsagður réttur einstaklingsins í þeim sömu málum sé hvergi fyrir borð bor- inn? Kaupfélögin eru stofnuð ti þess að koma í veg fyrir að „milli- liðirnir taki spón úr hverjum aski“, eins og Guðbrandur Magn- ússson orðaði það í skrifum sínum um verslunarmálin. En þegar takmarkinu virðist vera náð, ætlast andstæðingar kaupfé- laganna til þess að ríkið taki í taumana og framkvæmi það, sem „milliliðirnir“ fengu ekki að gjört. Með öðrum orðum: Ríkið á að ræna spæni úr aski hvers einasta samvinnumanns. VI. þá skal eg minnast á enn eitt óréttlæti, sem slíkur samvinnu- skattur hefir í för með sér. Flest kaupfélög landsins ná yfir fleiri sveitir eða hreppa, sem í réttum hlutföllum, eftir viðskifta- magni, eiga sama hluta í kaup- mannsgróðanum, sem félögin spara. Samvinnuskatturinn, sem lagður verður á félögin, er tekinn af þessari sameign allra hrepp- íafa sinn sendimann" (í Genúa). hví sé þvert á móti þannig varið, að þá er sendiherrasæti Dana losn- aði þar í borginni, þá hafi danska stjómin spurt íslensku stjórnina ívort hún æskti þess ekki að Is- lendingur skipaði sætið. Húsbruni og manntjón. Að morgni dags hinn 14. þ. m. kvikn- aði eldur í húsinu á Spítalastíg 9 og magnaðist með svo skjótri svipan, að húsið brann til grunns á rúmum klukkutíma. Fjöldi fólks ajó í húsinu, þar eð það var mjög stórt og tvílyft með háu risi. Eig- andi hússins, Karl Lárusson kaup- maður, bjó á 1. hæð, en Jens B. Waage bankaritari á 2. hæð. Margt af fólkinu var ekki komið á fæt- ur, og þar eð eldurinn margnaðist svo skjótt, varð það með mestu hörmungum að fólkið bjargaðist. Urðu sumir að kasta sér ofan af efri hæðunum og hlutu af mjög mikil meiðsli, og einn unglingur, Eggert Waage, næstelsti sonur Jens B. Waage, mesti efnispiltur, brann inn. Nálega engu var bjarg- að úr húsinu af húsbúnaði. Eitt af næstu húsum skemdist töluvert af eldi, en tókst þó að slökkva hann. Hefir þetta sorglega slys vakið samúð manna um allan bæinn, einkanlega með þeim Waagehjón- unum, sem eiga um sárast að binda. Annálsritari almanaksins, Bene- dikt G. Benediktsson prentari, bið- ur þess getið, út af athugagrein í Tímanum 5. þ. m. um dánardag Auðuns Vigfússonar hreppstjóra, að hann hafi skilið prentvilluna svo, að Auðunn hafi dáið 25. maí 19 19, og því talið hann í dánar- tölunni fyrir það ár. Ætti þetta þá alt að geta lagast í næsta alma- naki. En greinin sjálf bar það með sér, að um prentvillu var að ræða, þar eð bæði var getið fæðingarárs og aldurs Auðuns. Próf. Embættisprófi í guðfræði hafa þeir lokið við háskólann: Hálfdán J. Helgason I. eink. 135 st., Sigurjón Árnason I. eink. IO22/3 st., og Eyjólfur Melan II. eink. 64 st. — Embættisprófi í læknisfræði hafa lokið: Katrín Thoroddsen I. eink. 1832 3/3 st., Jón Benediktsson I. eink. 183 st. og Jón Árnason II. eink. 134V3 st. Látinn er hér í bænum Pétur M. Bjarnason skipstjóri á botnvörp- ungnum Ingólfi. Líftryggingarfélagið „Andvaka“. „Tíminn“ hefir áður minst á líf- tryggingarfélag þetta, sem Helgi Valtýsson veitir forstöðu hér á landi. — Á þessu missiri, sem lið- ið er síðan „Andvaka“ tók hér til anna, sem á félagssvæðinu eru, en verður í framkvæmdinni eign dval- arsveitar félagsins, án alls tillits til þess, hvort nokkur félagsmað- ur er þar búsettur. þetta atriði er ekki þýðingar- minst í þessu sambandi, enda oft verið svikalaust notað, fyrir þá aðstöðu, sem ósanngjöm skatta- löggjöf hefir skapað andstæðing- um kaupfélaganna til þess að „klemma“ þau í skjóli laganna. VII. Að síðustu er vert að athuga framkomu skattalöggj af arinnar, ganvart hinum ýmsu samvinnu- fyrirtækjum, til þess að sýna „glundroðann og ringulreiðina“, sem ríkir og ræður í íslenskum skattamálum. Munurinn á pöntunarfélögum og kaupfélögum, sem hafa opna sölu- deild, er enginn anriar en sá, að hin fyrnefndu starfa fyrir luktum dyr- um, og þurfa því ekki að innleysa borgarabréf. Pöntunarfélögin ,eru samt sem áður sjálfstæðar persón- ur að lögum, engu síður en kaup- félögin. Tilgangur beggja og allar framkvæmdir miða á sama markið — aðeins hagnaðurinn af verslun utanfélagsmanna skilur á milli. Nú eru pöntunarfélögin algjör- lega skattfrjáls, og mætti því ætla að kaupfélögunum væri sýnd samskonar „miskunnsemi“, og því aðeins lagður skattur á hagnaðinn af verslun utanfélagsmanna, því hann einn getur skift máli, þar sem full viðurkenning á skatt- frelsi hreinna neyslufélaga, er starfa, hefir félagið náð allmikilli útbreiðslu, og hefir það nú um- boðsmenn í mörgum sveitum, sér- staklega hér sunnanlands. Eru það flest ungir menn og áhugasamir, og hafa sumir þeirra þegar sýnt góðan árangur af starfi sínu. Með póstum berast félaginu einnig tryggingarumsóknir úr öðrum landsfj órðungum. Til þess að greiða fyrir þess- háttar umsóknum, biður forstjóri „Andvöku“ að láta þess getið, að þeir er panti tryggingar ski’iflega, verði að geta aldurs síns og hve mikla tryggingarupphæð þeir hafi í hyggju að kaupa. Mun hann þá með næstu ferð senda þeim nauð- synleg skjöl og skilríki og leiðbein- ingar um ýmsar tegundir líftrygg- inga og iðgjöld þeirra. En þareð póstgöngur vorar eru seinfærar mjög og útlandaferðir strjálar, ættu þeir sem um tryggingar hugsa, að snúa sér til forstjóra „Andvöku“ sem allra fyrst. Bátstjón. Vélbátur fórst 9. þ. m. og var frá Flekkuvik á Vatnsleysu- strönd. Fimm menn voru á bátn- um. Formaðurinn hét Einar Ein- arsson og var frá Flekkuvík. Ski'ifstofustjóri alþingis er nú Jón Sigurðsson cand. phil. frá Kallaðamesi í veikinum Einars þorkelssonar. þrír þingmenn voru ókomnir í þingbyrjun: Jón Sigurðsson frá Reynistað, er var kominn á leið suður en sneri aftur er honum barst andlátsfregn föður síns, þór- arinn Jónsson vegna veikinda á heimili hans og Gísli Sveinsson vegna veikinda. Jón er væntanleg- ur á morgun með Skildi úr Borg- arnesi og þórarinn sennilega líka. Gísli Sveinsson er sagður væntan- legur um mánaðamót. Fastar nefndir á alþingi skipa þessir menn: Fjárhagsnefnd: Ed. B. Kr., G. Ól„ Guðjón, S. Egg. og Sigurjón, — Nd.: Hákon, Sv. ól., þoi’l. Guðm., M. Kr„ J. Möller, J. A. J. og þórarinn. Fjárveitingane fnd: Ed. Jóh. Jóh., H. Sn„ Einar Árnason, H. St. og Sig. Kvaran. — Nd. Bj. Jónss., þorl. Jónsson, G. Sig„ St. St„ M. Pét„ Ól. Pr. og Magnús Jónsson. Landbúnaðarnefnd: Ed. Sig. Jónsson, G. Ól. og Hj. Sn. — Nd. Hákon, Jón. Sig„ B. Halls., Sig. Stef. og þórarinn. Sjávarútvegsnefnd: Ed. B. Kr„ Einar Árna. og Karl. Ein. — Nd. P. Ott„ M. Kr„ þorl. Guðm., Jón Bald. og Einar þorg. Samgöngumájaneftnd: Ed. Guðjón, Hj. Sn„ H. St„ Guðm. fenginn með skattfrelsi pöntunar- félaganna. Hinn augljósi misréttur, sem í þessu er fólginn, sýnir skýrt og ótvírætt það ranglæti, sem kaup- félögin eru beitt í skattamálum. Ennþá augljósari er þó óréttur- inn, sem Sambandið verður fyrir. Sambandið er eingöngu sameig- inlegt pöntunarfélag allra kaupfé- laga, sem að því standa. það starf- ar fyrir luktum dyrum og án þess að hafa leyst borgarabréf. Um gróða af utanfélagsviðskiftum er ekki að ræða, og því ekki hægt að heimfæra viðskifti Sambandsins undir verslun frekar en pöntunar- félaganna. Sambandið er því hrein neyslufélag, sem ætti að vera skattfrjálst eins 0g pöntun- arfélögin, ef um nokkra sanngimi væri að ræða í þessu mefnum. En hinsvegar er viðurkenningin á skattfrelsi pöntunarfélaganna mjög mikils virði. 1. Hún sannar að verslun utanfé- lagsmanna eru hin einu viðskifti samvinnufélaganna, sem hægt er að skattleggja. 2. Hún viðurkennir það rang- læti, sem Sambandið er beitt í skattamálum, og 3. Hún fordæmir framleiðslu- og neysluskattinn, sem eingöngu er lagður á samvinnumenn landsins. En um leið sýnir hún þó ofur- litla viðleikii skattalöggjafarinnar í þá átt, að gæta þeirrar sann- girni, sem á að tryggja fullkom- ið jafnrétti í skattamálum. p. P. Stephensen. ------0------- Reykjavik. Pósthólf 122 Sími 228 selur kornvörur, kaffi, sykur o. m. fl. -----alt með lægsta verði. — — Fljót afgreiösla! Áreiðanleg viðskifti. Tíl ábúðar, og kaups ef um semur, fæst í næstu fardögum jörðin Framnes í Ásahreppi i Rangárvallasýslu. Nær- tækar engjar. Góð beit. — Semjið við Guðjón Jónsson, Ási, Rang- árvöllum. Jörðin Björnskot í Eyjafjallahreppi fæst til kaups og ábúðar í næstu fardögum. Semja ber við eiganda jarðarinn- ar Eyjólf Eiríksson, Hafnarstræti 16. Rvík. Guðf. og Sig. Kvaran. — Nd. P. þórðar., þorst. M. J„ G. Sig„ Jón Sig„ G. Sv„ J. A. J. og J. þorl. Mentamálanefnd: Ed. Sig. Jónsson, Guðm. Guðf. og Karl Ein. — Nd. B. Jónss., þorst. M. Jónss., Eir. Ein„ M. Jónss. og Jón þorl. Allsherjarnefnd: Ed. Jóh. Jóh„ Sig. Egg. og Sigurjón. — Nd. P. Ott„ Stef. Stef., B. Hallss., Sig. Stef. og E. þorg. Forsetar alþingis eru hinir sömu og í fyrra: Jóhannes bæjarfógeti í sameinuðu þingi og Sveinn Öl- afsson varaforseti, Benedikt Sveinsson í neðri deild og Guðm. Bjeinson : efri deild. Látinn er 4. þ. m. á heimili sínu á Reynistað, Sigurður bóndi Jóns- son, faðir Jóns alþingismanns. Verður hans nánar minst hér í blaðinu. Deila varð töluverð á fyrsta þingfundinum um kosninguna í Eeykjavík,og er það á allra vitorði að kosningin er að mörgu leyti ó- lögleg. Urslitin voru samt svo skýr, að ekkert vit var í að ónýta kosninguna eftir þeirri reglu, sem þingið hefir fylgt í þessu efni. Sigurður Sigurðsson forseti Búnaðarfélags íslands er nýkom- inn úr ferðalagi urn Norðurland. Björn Sigfússon umboðsmaður á Koi-nsá og Einar J. Reynis ráðu- nautur Ræktunarfélags Norður- lands eru staddir í bænum. Guðmundur Friðjónsson skáld frá Sandi dvelst nú um hríð í bæn- um og gefst bæjarbúum væntan- lega tækifæri til að hlýða á hann. Umræðufundur um nefndarálit mentamálanefndarinnar umMenta skólann var háður í gærkvöldi í Stúdentafélaginu. Urðu umræður svo langar, að þeim varð að fresta, en yfirleitt snerust þær all- mjög gegn nefndinni. íbúðarhúsið nýja á Hvanneyri er nú fullbúið og skólastjóri í það fluttur. Er húsið hið prýðilegasta, og mjög vel hlýtt og vandað. Samverjinn er enn einu sinni tekinn til starfa, og er nú til húsa þar sem áður var kaffihúsið Skjaldbreið. Böðvar J. Bjarkan lögmaður frá Akureyri er kominn til bæjarins. Hefir hann sent stjórn og þingi álit sitt og tillögur um stofnun fasteignabanka og mun það mál verða borið fram á þinginu. Konungskoman mun nú ráðin í sumar. Fer konungur fyrst til Grænlands og kemur svo hingað. Drotning hans verður með í för- jnni. Ritstjóri: Tryggvi þórhallsson Laufási. Sími 91. Prentsmiðjan Acta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.