Tíminn - 05.03.1921, Blaðsíða 4

Tíminn - 05.03.1921, Blaðsíða 4
28 T I M I N N Sveinatunga. Jörðin Sveinatunga í Norðurárdal, sem er eitt af höfuðbólum þessa lands, fæst til kaups eða ábúðar frá næstkomandi fardögum. Jörðin gefur af sér í meðalári ca. 150 hesta af töðu og ca. 1200 hesta af útheyi. Byggingar ágætar, þar á meðal íbúðarhús 10X14, tvær hæðir og kjallari og geymsluhús 8X14 álnir sama hæð, hvorttveggja úr steini. Peningshús í góðu lagi og hlöður járnvarðar fyrir ca. 1000 hesta. öll landareignin er afgirt fimmfaldri gaddavírsgirðingu, lengd ra. 15 km. og auk þess er alt túnið girt og tveir nátthagar. Útbeit er afburðagóð. Góðir skilmálar hvort heldur er um kaup eða leigu að ræða. Lysthafendur snúi sér til Brynjólfs Ámasonar cand. phil., sími 134, eða Guðm. Jóhannssonar fasteignamiðlara, sími 931, Reykjavík. miuttnisMui Skóuerslun hafnarstræti 15 Selur landsins bestu gúmmí- stígvél, fyrir fullorðna og börn — ásamt allskonar leðurskó- fatnaði, fyrir lægst verð. Greið og ábyggileg viðskifti. Frh. frá 1. síðu. ið vart við þrennskonar óánægju yfir Mentaskólanum: yfir tvískift- ing skólans í 3 og 3 deildir, óá- nægju eldri stúdenta yfir Menta- skóla, sem hafi litla latínu og enga grísku, og síðast en ekkí síst óá- nægja skólasveina sjálfra með skólann. Tvent hið fyrra hefir nefndin sýnt lit á að rannsaka, en óánægju skólasveina sjálfra hefir hún ekki minst fremur en slíkt hefði aldrei verið nefnt, og hefði þó verið meiri ástæða til að reyna að grafa fyrir rætur þeirrar óánægju en óánægju hinna, sem fæstir koma á nokkum hátt nálægt skólanum, yfir afnámi fornmálanna. Yngri stúdentar hafa hver af öðrum rit- að árásargreinar á skólann, ný- sloppnir frá prófborðinu. Sumar þeirra hafa verið bamalegar. En hvað um það; þó það mætti hrekja þær orð fyrir orð, þá væm þær ekki þar með hraktar, því eitthvað hlýtur að vera athugavert við skóla, sem fóstrar þann ásetning ^ijá fjölda nemenda, að skrifa skammir um skólann, áður en þeir eru lausir af honum. Hafa og ýms- ir mætir menn tekið undir með skólasveinum. Má þar nefna J>ór- hall heitinn biskup, sem var þó þektur að alt öðru en því, að vera gjam á að hefja deilur að ástæðu- lausu. Ekki verður séð af nefndar- álitinu, að nefndinni sé neitt kunn- ugt um þetta. Hún hreyfir ekki við því, að neitt sé athugavert við neitt — nema nemendur skólans. þeim er „hugsunaráreynslan óljúf og sneiða því hjá henni í lengstu lög“, einkunnimar gera vott um „andlegt eljanleysi og þrekleysi þeirra“ o. fl. Hví ritar nefndin ekki um skólann um í heild sinni af sömu einurð? það hefði mátt rita af honum sanna lýsingu af hreinskilni og einurð án þess að særa nokkurn þann, er hugsar um skólann af áhuga fyrir velferð hans. Hinum, ef einhverjir em, er ástæðulaust að hlífa. En til þessa hefði þurft meiri kunnugleik en nefndin hafði til að tíera. það sést á þessu, sem fyrirfram mátti vita, að ókunnugir menn geta ekki hlaupið í það í hjáverkum yfir sumartíma að kynna sér og gera rökstuddar tillögur um endurbæt- ur á elsta og veglegasta skóla landsins. Siðbót verður aldrei á komið í hjáverkum á nokkmm mánuðum. Nefndin virðist heldur ekki hafa kært sig um að bæta úr ins hefir i för með sér við Vest- marmaeyjar frá nýári til miðs maí- mánaðav þessa árs og frá 26. mars s. 1. til 14. maí s. á , að frádregnu því, sem sanngjarnt þykir að Vestmannaeyingar greiði“. Annað eða meira í þessu efni geta Ves'cmannaeyingar ekki gert. peir hafa með aðstoð þingsins og góðra manna víðsvegar að, komÍL' þessu í framkvæmd, en um leið lagt á sig þungar álögur, svo þung- ar, að þeir rísa ekki undir þeim hjálparlaust, sem ekki er heldur við að búast. Hér er því ekki um annað að gera en að leita aðstoðar þingsins, svo sem nú hefir gert verið. það er einasta ráðið. -------o------ Sundbók fyrir hvem mann, 1. hefti, hefir íþróttasamband Is- lands gefið út, prýðilega snoturt kver, með mörgum myndum. Er þetta þýðing á bestu sundbók Englendinga. Ungmennafélög og önnur íþróttafélög ættu að telja það skyldu sína að láta a. m. k. alla félagsmenn sína eignast þessa bók og lesa, og það er bráðnauð- synlegt að sundnámsskeið og kensla verði að mun almennari en er. Og eftir 10 ár, ekki síðar, ætti sund að vera orðin skyldunáms- grein í öllum skólum á íslandi. -------o------ ókunnugleik sínum. Hún hefir ekki komið í eina einustu kenslu- stund, hún veit ekkert um kenslu- aðferðir eða skólalíf. Hún gerir enga gangskör að því að vita hug yngri stúdenta til skólans og hinn- ar nýju reglugerðar. Hún rúinnist ekki á að hálfáttræður maður var skipaður rektor hins nýja skipu- lags. pó sá maður væri alls góðs maklegur af þjóðinni, getur eng- um dulist, hve óheppilegt er að setja háaldraðan mann vörð nýrrar reglugerðar, sem vígir hana með aðfinslum. Kennarar skólans hafa flestir verið menn hinnar gömlu reglugerðar að öllu uppeldi. Reglugerðin hefir því aldrei fengið að njóta sín. Hún hefði gjarnan mátt reyna sig bet- ur áður en gerðar voru stórbreyt- ingar á henni í afturhaldsátt. það væri þess vert að rita um ástand skólans langt mál, þó það verði ekki gert að þessu sinni. Nefndin hefir ekki gert það. Hún hefir, eins og strútfuglinn, stungið höfð- inu ofan í sandauðn einkunnanna, og haldið að enginn sannleikur væri til sem hún sæi ekki þar. En ávirðingar Mentaskólans flýja ekki fyrir þeim, sem fela sig fyrir þeim. VI. Flestir munu vera óánægðir með skiftingu Mentaskólans í gagn- fræða- og lærdóms-deild með 3 bekkjum hvora. Nefndin leggur til eftir nokkra umhugsun, að sú skifting falli niður og að skólinn verði gerður að óskiftum 6 ára skóla. Að vísu nefnir nefndin ann- an möguleika: að lengja lærdóms- deildina, svo að námstíminn yrði þar 4 ár, og segir að sér þyki lík- legt, að með því móti mætti veita stúdentum sæmilega mentun. Er svo þeim möguleika slept, og hann ekki nánar rannsakaður. Er það því óskiljanlegra, þar sem Svíar hafa eftir nákvæma rannsókn tekið þann kost, að hafa 4 ára lær- dómsdeild. Gagnfræðaskóli þeirra er í 5 bekkjum, en í hann ganga börn 10 ára gömul. Ef við hefðum tveggja ára gagnfræðaskóla, mundi 13 ára aldursskilyrði svara til inntökuskilyrðis Svía. það er tilhæfulaust, að þetta skipulag þyrfti að lengja skólann um eitt ár. Ef inntökuskilyrði eru þyngd lítið eitt frá því sem nú er, geta allir, sem nokkuð erindi eiga í skóla, lokið gagnfræðanáminu á tveim vetrum. það vita allir, sem verið hafa. í gagnfræðadeild Mentaskólans. J>að er ilt, að nefnd- in skuli ekki hafa rannsakað þenn- an möguleika nánar, því ekki er hægt að taka ákvörðun um skift- ingu skólans fyr en allir möguleik- ar eru fullrannsakaðir. Sumir virð- ast líta svo á, sem skifting skól- ans sé svo mikilvægt atriði, að það skyggi á alt annað, og að skifting- in í jafnstórar gagnfræða- og lær- dómsdeildir sé svo skaðvænleg, að ekki megi fresta því um eitt þing að gera skólann að óskiftum 6 ára skóla. þeir virðast hugsa sér skól- ann eins og sökkvandi skip, nem- endumir krönglast upp um rá og reiða og farast ef hjálpin kemur ekki á augabragðþ Við skulum vera rólegir og því síður flaustra þessu af, ef það er höfuðatriði. I 10 ár hafa menn útskrifast undir tiýju reglugerðinni. Skipið er ekki sokkið enn, og enginn hefir farist vegha tvískiftingarinnar. Eg þykist þess fullviss, að nefndin hefði valið þann mögu- leikann að lengja lærdómsdeild- ina, ef hún hefði í upphafi starfs síns gert frumdrætti að skólakerfi landsins. pá hefði hún séð, að þó að prófasambandi væri slitið skóla á milli, er ekki öllu sambandi slit- ið fyrir það. J>á hefði hún séð hvemig reisa má lærdómsdeildina í öllum unglingaskólum landsins þannig, að menn þurfi ekki nema lítinn viðbótarundirbúning til að komast upp í 3. bekk Mentaskól- ans, sem þá yrði 1. bekkur lær- dómsdeildarinnar. pá hefði hún fræðst um, að unglingaskólar eru þegar risnir upp á Eiðum, Flens- borg, Hvítárbakka, Núpi og í Hjarðarholti. Gagnfræðaskóla Ak- ureyrar mætti telja með. Ef til vill bætist unglingaskóli í þingeyj- arsýslu við í haust, og vonandi verður þá ekki langt að bíða Suð- urlandsskólans. J>á hefði nefndin séð að unglingafræðslan er nú sem stendur eitthvert vandamesta og mikilsverðasta mentamál lands- ins, og að hún hefði, í staðinn fyr- ir að slíta sambandi milli gagn- fræðaskólans á Akureyri og Mentaskólans, getað komið öllu landinu í líkt samband við Menta- skólann og Akureyringar hafa notið nú um hríð. Nú hefir nefnd- in í þess stað tekið sér fyrir hend- ur að reisa háa múra og grafa djúpa skurði í kring um Menta- skólann, svo torvelt yrði að sækja hann úr öllum áttum, nema þeirri einni,.sem að Reykjavík snýr. Ásgeir Ásgeirsson. -------o------- r A víð og dreíS. Mentamálafrumvarpið. Jón Magnússon leggur fyrir þingið einkennilegt mentamála- frumvarp um breytingar á fyrir- komulagi mentaskólans og kenn- araskólans. Áhugi hefir verið heldur lítill á uppeldismálunum, þar til frumvarp þetta kveikti í. Gegn frumvarpinu rísa menn hvaðanæva af landinu, og er margt fundið til. Tillögurnar um mentaskólann fara í þá átt, að slíta sambandið við gagnfræða- skólann nyrðra, auka latínuna og gera hana að aðalnámsgrein, láta nemendur borga skólagjald o. s. frv. Piltamir í mentaskólanum kváðu þessu næsta andvígir. Sömuleiðis allur þorri stúdenta frá síðari árum. Norðlendingar eru einráðnir í að standa móti sambandsslitunum, og er talið að mannflesti flokkur þingsins geri það að kappsmáli, að láta ekki þetta mál ná fram að ganga. Mik- ið af óánægjunni stafar af því, að menn vita, að hin aukna latína er tími og fé kastað á glæ. Skóla- gjaldið er „ódemokratiskt“, því að þótt taka eigi af ríkum piltum og veita hinum fátæku, þá era slík skifti alt of persónuleg til að vera holl. Ekki ósennilegt, að ríku pilt- unum þættu hinir fátæku sníkju- dýr, er þeir mætti fyrirlíta. Holl- ara að láta þetta fé koma skatta- leiðina. Aftur er eitthvað töluvert af mönnum, sem þykir frumvarp- ið ekki nógu afturhaldssamt. Vilja fóma enn meira á altari tildursins. Á stúdentafundi, sem ræddi málið nýlega, átti frumvarp- ið fáa formælendur, og leystist fundurinn loks upp og lenti alt í tómri óreiðu. Menn vona samt að frumvarpið komi nokkra góðu til leiðar. J>að kemur hræringu á vatnið. J>að aflar sér andstæðinga á allar hliðar. Vafasamt hvort J. M. gat gert nokkuð betra fyrir mentamálin, þó að það sé ekki beinasta leiðin að markinu sem hann hefir valið. Hvar er byrjunin? Menn furðar á, hvemig J. M. fór að vekja svona almennan mentamálaáhuga. En hann lagði grundvölinn svo, að við þessu mátti búast. Hann setur tvo menn til að undirbúa málið. Og í vega- nesti era þeim gefnar tvær kjarna- vitleysur. önnur var sú, að þeir skyldu rannsaka hvort ekki væri heppilegt, að færa mentaskólann í hið gamla horf, og þá um leið slíta sambandið við gagnfræðaskólann. Hin var það, að vera búnir með tillögur um tvo af skólum lands- ins, svó að hægt væri að leggja þær fyrir þingið í vetur. Með þessu vora hendur nefndarinnar bundnar. 1 stað þess að rannsaka málið yfirleitt, gera tillögur um það í heild sinni, leggja síðan það álit fyrir þjóðina, láta umræður fara fram um það í svo sem eitt ár. Leggja það þá fyrir þingið til endanlegrar niðurstöðu. 1 stað þess blandar stjómin sér í með- ferð málsins, ræðst á gagnfræða- skólann nyrðra, að órannsökuðu máli, gefur nefndinni ótvíræða bendingu um, að slíta mentamála- kerfið í sundur, og leggur málið loks, í brotabrotum, fyrir þingið áður en nokkrar umi'æður höfðu farið fram um málið. Úr því að stjómin tók sér þetta vald, að vilja láta færa alt sem mest í gamla horfið, þá var óheppilegt að velja í þessa nefnd einmitt þann mann, sem hafði fyrir þing og stjóm skapað núverandi skipulag. Fátt sýnir betur, hversu stofnað er til málsins, en að stjórnin skipár sama mann, sem hafði sett í kerfi það sem nú átti að eyðileggja, til að rífa niður, það sem hann hafði fyr bygt upp, þjóðinni til gagns og sjálfum sér til varanlegrar frægðar. Nefndarmennina má aðallega á- saka fyrir að láta senda sig í þessa forsendingarferð. Hvers- vegna létu þeir mentamáladeild stjómamáðsins, sem áreiðanlega veit sjálf, að henni er margt betur gefið en mentamálaáhugi og mentamálaþekking, skipa fyrir um annað eins verk og þetta ? Mun aftur vikið að þessu máli. Nægir í fyrstu að benda á upprana mis- takanna. Björn Líndal og samvinnan. Hinn mikli píslarvottur, Björn Líndal á Svalbarði, hefir skrifað ráðleggingar til samvinnumanna í Dag á Akureyri. Merkilegt að mað- urinn skyldi hafa djörfung til þess. J>eir menn, sem eitthvað þekkja til hans, vita að hann er eindreginn og ákveðinn fjandmað- ur stefnunnar. Hversvegna villa á sér heimildir? Annars sýnir grein- in vel innviði B. L. Hann vill ekki samábyrgðina. Hann þolir ekki að sjá efnalítinn og efnamikinn mann standa hlið við hlið sem jafningja, og hjálpast að við erfið viðfangsefni. Réttlætis- og mann- úðarhugsjón samvinnunnar er honum framandi. J>essvegna bend- ir hann á að gera samvinnufélög- in að hlutafélögum. Hann veit, að þar ráða peningamir, og það mun vera honum skapi næst. Björn Líndal ætti að snúa sér að því, sem hann ber eitthvað skyn á, t. d. síldarbrask, kaupmensku, hlutafélög o. fl. af því tæi. Eða ef hann talar um samvinnu, að koma fram eins og opinber and- stæðingur. Ilin leiðin er honum ó- fær. Með því að þykjast vera vin- ur samvinnunnar, gerir hann sig í annað sinn að almennu aðhláturs- efni. o Þingvísa. J>að er býsn hvað þingmenn láta þessa stjómarómynd húka; hún er eins og arfasáta, úr henni mun síðar rjúka. -----o------ Slys. Aðfaranótt sunnudags síð- astl. féll maður. út af Batteríis- garðinum og druknaði. Hét hann Guðmundur Salómonsson og var á botnvörpungnum Kára, ísfirskur að ætt. Reykjavik. Pósthólf 122 Simi 228 selur kornvörur, kaffi, sykur o. m. fl. — — alt meö lægsta verði. — — Fljót afgreiðsla! Áreidanleg’ viðskifti. Fréttir. „Heimur versnandi fer“. Guðmundur Friðjónsson hefir þykst af þeim ummælum, sem féllu um fyrirlestur hans, í síðasta tölublaði Tímans. Og hann snýst nokkuð undarlega við. Hann segir, að ritstjóri Tímans hafi lagt „spannarkvarða ofstækinnar“ á „ódauðlega snillinga tungu vorrar og sögu: Sturlu og Snon-a“. Ætl- ar Tíminn ekki að þykkjast af þessari fráleitu ályktun og telja fremur til skáldaleyfis Sandsbónd- anum. Ritstjóra Tímans dettur ekki í hug að áfellast þá Snorra og Sturlu fyrir það, þótt þeir hafi verið ölkærir og valið miðinum fögur orð. En það er alt annað mál er G. Fr. notar þau orð meðal ann- ars til þess, að hafa að fíflskapar- málum eitthvert mesta siðferðis- málið, sem þjóðin hefir á dagskrá: útrýming áfengisbölsins. J>að gerði hann, og það var vítt. Rit- stjóri Tímans trúir ekki á hina margafturgengnu kenningu „hinn- ar öldruðu sveitar“, að „heimur versnandi fer“. Hann telur það einmitt einn vottinn um að heim- ur batnandi fer, að íslenska þjóð- in leggur nú mikið á sig um að losna við áfengisbölið. — þar sem G. Fr. þykir viðeigandi að minna ritstj. Tímans á þann mann, sem hann nefnir „hófstillingarmann og vitsmunahöfðingj a“, þá getur sá, sem betur þekti til en G. Fr., fullvissað hann um, að sá maður hefði síst þolað það, að mesta sið- ferðismál þjóðarinnar væri haft að fíflskaparmálum, og það í er- indi, sem átti fyrst og fremst að snúast um ábyrgðartilfinningu. — Sá vildi gjarna tala svo, að „und- an sviði“, þegar það átti við. Og hvað sem líður hinum mörgu verð- leikum G. Fr., þá á hann að svíða undan því, að hafa hlaupið slíkt frumhlaup. Og ritstj. Tímans þol- ir G. Fr. það alls ekki, að hann bendli þennan mann við slíkt á- byrgðarleysi um göfugustu sið- ferðismál. Geri hann við aðra, ef honum gott þykir. Tíðin. Loks komin norðanátt og töluvert mikið frost, eftir öll stór- viðrin og umhleypingana. Getur ekki heitið að norðanátt hafi kom- ið síðan í september. það hefir t. d. alls ekki gefið að sækja kjötið að Vík í Mýrdal, það liggur þar ná- lega alt enn — óslitnar sunnanátt- ir síðan í sláturstíð. Rit. Listvinafélag íslands hefir nýlega seht út hið fyrsta rit sitt, og heitir það: íslenskir listamenn. Hefir Matthías J>órðarson séð um útgáfu bókarinnar og langmest í hana ritað. Æfisögur þriggja ísl. listamanna era í bókinni: Síra Hjalta J>orsteinssonar, prófasts í Vatnsfirði (dó 1754), síra Sæ- mundar Hólm, prests á Helgafelli (dó 1821), báðar ritaðar af Matt- híasi, — og síra Helga Sigurðsson- ai1 á Melum (dó 1888), eftir Jón prófast Sveinsson á Akranesi. Æfi- sögurnar eru fróðlegar og skemti- lega ritaðar. Mynd fylgir af síra Ilelga á Melum og auk þess átta teiknaðar myndir og málaðar eftir þá listamennina af: pórði biskupi porlákssyni og frú hans, Magnúsi Bergssyni, sýslumanni ísfirðinga, Árna þórarinssyni biskupi, Sveini Pálssyni lækni, Mag-núsi Ketilssyni sýslumanni, Jónasi Hallgrímssyni, Sigurði Hansen ritara og Jóni skáldi Thóroddsen. Frágangurinn á riti þessu er alveg óvenjulega vandaður og smekklegur. Er ritið hið eigulegasta fyrir allra hluta sakir. Ritstjóri: Tryggvi þórhallsson Laufási. Sími 91. Prentsmiðjan Acta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.