Tíminn - 05.03.1921, Blaðsíða 1

Tíminn - 05.03.1921, Blaðsíða 1
V. ár. Reykjavik, 5. marz 1921. 9. talað Maöurinn sem heldur að sér höndum og hefst ekki að,. þá er í óefni er komið, er glataður. þegai' bóndinn hættir að sinna skepnunum í vorharðindum og legst fyrir í volæði — þá er öil bjargarvon þrotin. pegar skipstjórinn yfirgefur stýrisvölinn á skipinu, í hafvillum og stórsjó — þá eru forlög skips- ins ráðin. pegar þjóð er komin í fjárhags- lega örðugleika, þá eru íorlög hennar ráðin, ef framleiðsla hennar minkar, af því að atvinnu- vegirnir lenda í þeim vandræðum að verða að draga saman seglin svo stórum munar. Fyrir okkur íslendinga, fyrir landsstjórn og þing, er það því nú stærsta málið, sem sumpart krefst úrskurðar þegar í stað, að at- vinnuvegunum sé veitt sú aðstoð, sem þeir þurfa um að halda a. m. k. í horfinu um íramleiðsluna og auka hana helst. Annars blasir við: framleiðsluleysi og atvinnuleysi, og því samfara óhjákvæmileg glötun á fjárhagslegu sjálfstæði þjóðarinnar. Fyrir báða höfuðatvinnuvegi þjóðarinnar, landbúnað og sjávar- útveg, er það alveg brennandi spurning, sem úr verður að leysa. Botnvörpungarnir leggjast nú aðgerðarlausir á höfnina jafnóð- um og þeir koma inn. Útgerðar- mennirnir hafa skiifað þinginu og fullyrða að þeir geti ekki haldið skipunum út, jafnvel ekki um sjálfa vetrarvertíðina, nema grip- ið sé til einhverra ráða um að koma á eðliegu jafnvægi um tekj- ur og gjöld útgerðarinnar. Hér blasir við að sá atvinnuveg- urinn hætti með öllu, sem drýgst- ur hefir orðið um aðdrættina til landsins og mest gjöldin hefir bor- ið til ríkisþarfa. Hér blasir það við, að þeir verkamenn verði atvinnulausir, sem átt hafa bestri afkomu að fagna. Öxin er ekki alveg eins hátt til höggs reidd um landbúnaðinn, en það er samt á vitorði allra hugs- andi manna, að þai- blasir og við stórkogtleg minkun framleiðsl- unnar, það að bændur blátt áfram taki engan aðkeyptan vinnukraft til heyöflunar, verði ekki komið á jafnvægi um verð aðkeyptrar vinnu og vöru, og verð afurða. Framleiðsluleysi og atvinnuleysi blasir við á báðum stöðum. Tíminn skal engan dóm leggja á þá áætlun, sem útgerðarmenn- irnir leggja fyrir þingið í bréfi sínu, og sumt það kemur fram í bréfinu, sem Tíminn getur ekki fallist á, en útgerðarmennirnir gera það ekki að gamni sínu að lýsa því yfir, að þeir verði að hætta útgerðinni, og um horfurn- ar fyrir bændur þarf Tíminn erig- an að spyrja, hann veit það, að svo horfir við, sem sagt hefir verið. Við þetta tvíliðaða mál má þing og stjórn ekki skiljast í reiðuleysi. Allur rígur verður að víkja fyr- ir því mikla rnáli, að sjá um að meiri hluti hinna vinnandi manna í landinu þurfi ekki að standa með hendur í vösum, á þeirri stundu, er framtíð landsins er undir því koniin, að allir vinni af kappi. pá fyrst er komið á heljarþröm vandræðanna er stöðvun verður á um framleiðsluna. Æðsta skyldan, sem hvílir á þingi og stjóm er sú, að styrkja nú atvinnuvegina svo sem frekast er unt. Eftir rannsókn á því, hverjir út- gerðarmannanna reki nú atvinn- una á heilbrigðum grundvelli, verður að styrkja alla þá, sem það gera. Hinsvegar að koma í veg fyrir það, að bændur minki framleiðsl- una að miklum mun, með því að koma á skipulagi um fólksráðning og finna grundvöll fyrir því, hvert kaup verkafólks eigi að vera á komandi sumri, með tilliti til verðs afurðanna, með tilliti til þarfa fólksins. pað getur enginn ætlast til þess af bændum, að þeir leggi á ný út í sömu ófæruna og í fyrrasumar. pað vita allir, að það ríkir vand- ræðaástand um margt, bæði í þingi og stjórn. En þeir eru þó enn til, sem vilja trúa því, að neyð- in neyði þessa valdhafa til þess að hætta að berjast innbyrðis og taka höndum saman um að leysa þetta afleiðingaríka mál. ------o—---- Sfning á búsáhöldum. Búnaðarþingið síðasta lagði mikla áherslu á það, að Búnaðar- félagið léti rannsaka hver verk- færi og vélar best gætu komið að notum hér á landi við búnaðinn. I þessum tilgangi hafa menn verið sendir til útlanda af hálfu Búnað- arfélagsins. En öllum hefir komið saman um, að greiðasti vegurinn til að rannsaka þetta mál væri að koma á búsáhaldasýningu, þar sem safnað yrði saman öllum þeim búsáhöldum, bæði útlendum og innlendum, sem líklegt þætti að nothæf yrðu hér á landi. I sam- bandi við sýninguna yrðu gjörðar tilraunir með ýms verkfæri og hæfir menn dæmdu um hver verk- færi líklegust yrðu til þess að bæta úr þörfunum. Búnaðarfélag íslands ákvað s. 1. vetur að búsáhaldasýning skyldi haldin hér í Reykjavík á næsta sumri frá 5.—12. júlí. Var þá um leið gefin út áætlun um fyrir- komulag sýningarinnar og hver búsáhöld skyldu þar sýnd. Eftir þessari áætlun, sem prentuð er í Búnaðarritinu 34. ár, 1. og 2. hefti, er ætlast til þess að sýningin verði í 11 deildum; en þær eru þessar: 1. Jarðyrkjuáhöld, 2. Garðyrkjuáhöld, 3. Heyvinnuáhöld, 4. Flutningatæki, 5. Reiðskapur, 6. Girðingaefni, 7. Mjólkuráhöld, 8. Matreiðsluáhöld, 9. Áhöld við hirðingu og með- ferð búfjár, 10. Rafmagnsáhöld, 11. Ýmisleg áhöld. Flest íslensk blöð hafa getið um sýninguna, og Búnaðarfélagið hef- ir falið búnaðarsamböndunum, hverju í sínu umdæmi, að safna munum til sýningarinnar. Auk þess hefir félagið leitað til allra þeixra manna, sem það taldi lík- legt að stutt gætu að sýningunni með því að senda góða muni. Sýningin hefir alstaðar fengið góðar undirtektir og enginn hefir látið í ljósi nokkum efa um gagn- semi hennar. Væntum vér því að menn sýni nú vilja sinn í verki og sendi muni til sýningarinnar eða gefi kost á því, að þeir verði send- ir þangað. pað er jafn þakklátlega tekið á móti eldri búsmunum, sem yngri, því sýningin á að vera speg- ili þeirra búsmuna, sem vér höfum notað fyr og síðar, sem sýnir þá breytingu, er orðið hefir á þessu sviði um langan aldur. peir, sem ætla eitthvað að sýna, þurfa að vera búnir að tilkynna það fyrir lok þessa mánaðar. Sýningin hefir verið auglýst í nágrannalöndunum. Skrifað hefir verið um hana í möi’gum útleixdum blöðum (norskum, dönskum, sænskum, þýskum, enskum og ameríkönskum). Ennfremur hafa sendimenn Búnaðarfélagsins, þeir sem utan hafa farið, fundið ýrnsar búsáhaldavei’ksmiðjur og bent þeim á hver áhöld myndu nothæf- ust hér á landi. Árangurinn af þessu hvoru- tveggja er sá, að ýmsar verslanir og verksmiðjur h'afa boðist til að senda búsáhöld til sýningai’innai’, og hefir BúnaðaiTélagið fengið málaleitanir um þetta frá Noregi, Svíþjóð, Danmörku, pýskalandi, Englandi og Ameríku. Hve mikil þessi þátttaka verður, er ekki hægt að segja enn með vissu, þar sem samningar enx ekki gerðir nema við fáar vei’ksmiðjur enn sem komið er. í sambandi við sýninguna er ætlast til, að gerðar verði tilraunir með ýms verkfæri, svo velja megi úr þau, sem nothæfust þykja. pessar tilraunir eru vandasamar, ef eitthvað má á þeim byggja, og vér höfum lítt færum mönnum á að skipa. Búnaðarfélagið hefir því afráðið að fá dariskan mann til þess að standa fyrir verkfæratil- raununum. Maður sá, er væntan- lega kemur hingað, heitir Anton Christensen og er kennari í verk- færafræði við Landbúnaðarháskól- ann í Danmörku. Hann hefir um langt skeið staðið fyrir vei’kfæra- tilraunum í Danmöi’ku; eru þær tilraunir kostaðar af í’íkisfé. Með þessum manni er svo þeim mönn- um, sem vér höfum á að skipa, ætlað að vinna, og læra hvei’nig best sé að fai’a með vélarnar og á- höldin. Á þennan hátt ætti að vera lagður góður grundvöllur að á- framhaldandi tilraunum. í sambandi við sýninguna er ætl- ast til að fyrirlestrar verði fluttir og fundir haldnir um búnaðarmál. Erlendis eru búnaðarsýningar alltíðar.. Sú starfsemi mun hafa byrjað á pýskalandi um miðja 19. öld. í Noregi var fyrsta búsáhalda- sýningin haldin 1849. Síðan hafa verið haldnar þar í landi 13 land- sýningar og í sambandi við þær búnaðarmálafundir. Alstaðar er nytsemi þessara sýninga viðui’kend og menn þakka sýningunum að miklu leyti þær stórkostlegu endurbætur, sem hafa orðið á búnaðarvei'kfærum. Á sýningunum er svo hægt um samanbui’ð og hver og einn kepp- ist við að koma með hin bestu verkfæri og búsmuni. 1 sti’jálbygð- inni og deyfðinni íslensku er eigi hægt að fá neinn samanburð. petta verkfæri er reynt, það reyn- ist vel eða illa, svo er dæmt eftir því. Eigi að undra þótt búsáhöld vor séu ófullkomin. Um saman- burð eða endurbætur á þeim hefir lítt vei’ið hugsað. En einhvern tíma verður að byi’ja á því sem öðru, og það þolir helst engan drátt. Alstaðar heyrist nú talað um erfiðar kringumstæður, og því sé tíminn ekki vel valinn til þess að halda sýningu, sem hlýtur að kosta mikla fyrii’höfn og fé. En nauðsyn brýtur öll lög. Sýningin hefir verið ákveðin og auglýst í er- lendum blöðum, og það myndi þykja lítilmannlegt að hætta við hana í miðju kafi. í öðru lagi meg- um vér ekki láta undir höfuð leggjast að rannsaka ítai’lega hver búsáhöld henta best hér á landi. Að það dragist er þjóðartjón, sem getur kostað mikið meira fé og meiri fyrirhöfn en sýningin. S. Sigurðsson, forseti Búnaðax'félags Islands. ------o------- MentamálaneMn. IL Til þess að atarf nefndai'inar bæri góðan árangur, hefði hún þurft að rannsaka ítarlega ástand skól- anna, skilgreina takmark þeixra, og finna síðan skynsamlegar að- ferðir til að ná takmarkinu betur en nú er raun á. Rannsókn hennar á ástandi Mentaskólans er allsend- is ófullnægjandi, skilgreining á takmarki hans óljós og stuttara- leg, og verða úrræðin því af handa hófi, hittist stundum á rétt, en oftar ekki. Skal þetta nú sýnt. III. Nefndin metur skólann eftir tvennu: umsögn háskólakennara og einkunnum við burffaraxpróf, en sleppir alveg því sem mest er um vert: að rannsaka daglegt starf skólans, aðferðir kennar- anna, skólalífið og umsagnir þeirra, sem útskrifast hafa síð- ustu 10 árin um hina nýju reglu- gerð og skólann yfirleitt. 7 háskólakennarar hafa í'itað nefndinni, og má mai'gt af skx’if- um þeirra læra, fleira en nefndin hefir fært sér í nyt. Vil eg einkum benda á ritgerð Guðm. próf. Hann- essonar. Vitanlega ber þeim ekki saman í öllu, en um tvent er þó álit þeii-ra einróma: stúdentar eru ekki eins þroskaðir og æskilegt væri, og íslensku kunnáttu þeirra er stórum ábótavant. pað er vafa- laust að hvorttveggja er rétt. pað er höfuðstarf hvers skóla að veita nemendunum þroska. proski og þekking stendur að vísu í nánu sambandi hvort við annað, en þó hættir mörgum kennurum til að -miðla svo þekkingunni, að lítill þroski fylgi, og hefir það orð lengi hvílt á Mentaskólanum. pað mun enginn í vafa um, að hægt væi’i að gera margt til að auka þroska mentaskólanemenda fram yfir það, sem nú er gert. En þeg- ar farið er að ræða um meðul þau, er nota skal, skiftast menn í flokka. Sumir háskólakennaranxir vilja kenna nýju reglugerðinni um þroskaleysi stúdenta, og telja að úr því megi bæta með því að hvei’fa aftur til hins forna latínu- lærdóms, og heimta jafnvel latn- eskan stíl til inntökuprófs í Menta- skólann. Virðist það harla ein- kerinilegt að nú skuli hafin barátta fyrir því, að setja latínuna aftur í drotningarsætið, og hafa þeir, sem það mál styðja, gleymt því að fyrir löngu voru menn hættir að sjá drotningai’svipinn á þeirri latínu, er ti-oðið var í skólapilta, og þóttust menn síðustu öldina, meðan latínan var við völdin, ekki sjá í hásætinu annað en örvasa, hálfblinda uglu, er gerðist úr hófi þaulsætin. Mun síðar nánar að því vikið. — Aðrir virðast ekki telja þroska stúdenta minni sem neinu nemi núna en í latneskum sið, og mun það sönnu næst. Ef nýja reglugei’ðin hefði dregið úr þroska nemenda, hefði það átt að koma ljóst fram þau 5 ár, sem báðar reglugerðirnar giltu í skólanum. En eg þori að fullyrða, að hafi nokkur munur verið, þá hefir hann verið á þann bóginn, að deildir þær, er lutu undir gömlu reglugerðina, vonx lakari en hinar. Kvartanir um þroskaleysi stú- denta voru engu mildari um alda- mótin en nú er. pað var sagt að latínan stæði skólasveinum fyrir þi’oska, og því var hún afnumin. Nú er öllu snúið öfugt, og á að taka hana upp aftur af sömu á- stæðu og hún áður féll á. proski stúdenta er minni en æskilegt er. Svo hefir jafnan verið. Segjum að hann sé nokkru minni en var um aldamót — og er það þó ósannað mál. Munurinn vei’ður þó aldrei meiri en sem nemur því, að piltar útskrifast nú yngri. Aldarháttur er og mjög breyttur frá því sem var fyrir aldamót, og getur það ráðið nokkru.pað þarf ekki að leita til latínunnar til að fá skýringu, og engrar hjálpar er frá henni að vænta. En það undrar mig, að nokkrir háskólakennarar skuli ekki sjá annað ráð til axxkins þroska, dugnaðar og framtaks- semi, en afturhvarf til þeirrar námsgreinar, sem tímans tönn liefir unxxið á. pað er einróma álit háskóla- kennara, að íslenskukunnáttu stú- denta sé stórum ábóta vant. Nefndin jánkar því, en lætur sér fátt um finnast. Hún rannsakar ekki íslenskukenslu við skólann; hún eykur ekki kensluna svo neinu nemi. Hún virðir ekki viðlits þá hugmynd, að setja íslenskuna í það drotningarsæti, sem ýmsir hafa ætlað latínunni. Eg segi það um mig og marga af mínum félog- um, að við söknum einskis meir, sem við fórum á mis við á skólaár- unum, en mikillar og góðrar ís- lenskukenslu, og ætti eg einhverja ósk þeim til handa, er eftir eiga að taka stúdentspróf, þá ^æri hún sú, að þeim hlotnaðist að njóta sem mestrar og bestrar mentunar í íslensku og íslenskum fræðum. pað hefir margri þjóðinni dott- ið í hug að gera móðurmálið að höfuðnámsgrein hinna lærðu skóla. Er þó alt öðru máli að gegna um mál þeirra flestra annara þjóða; þau hafa sum breyst svo, að tveggja alda gamlar bókmentir eni torskildar mentuðum mönn- um, og talar hvert hérað sína mál- lýsku. Eg efast ekki um, að hver þjóð, sem talaði klassiskt mál, myndi gera móðurmálið að höfuðnáms- grein í skólum sínum. Nú erum vér Islendingar eina þjóðin í álfunni, sem talar klassiska tungu, og samt sýnum vér menningu vorri það ræktarleysi, að ætla nú að sækja aðra klassiska tungu alla leið suður á Ítalíu, 1500 ár aftur í tímann, til að setja hana í öndvegi. Pað má ekki verða. Á hitt myndu margir horfa glaðir, að íslenskan sæti í hásætinu, en stærðfræði og náttúrufræði sitt til hvorrar hand- ar, þá latína og enska, og svo koll af kolli. IV. Aðallega hefir nefndin ætlað sér að dæma skólann eftir einkunnum, sem gefnar hafa verið við burt- fararpróf. Til þeirrar rannsóknar eyðir hún 16 dálkum af hinu stutta áliti sínu. Mun það þó flest- um ljóst, hve lítið er á einkunnum að græða, er rannsaka skal skóla. pað er og augljóst af hinum óá- kveðnu ályktunum, að nefndinni hefir verið það fullljóst annað veifið, enda fylgja með nefndar- álitinu tvö vottoi’ð frá háskóla- kennurunum um „að einkunnir við stúdentspróf sé ærið óábyggi- leg“ og „að kunnáttu stúdenta í móðurmálinu sé stórra ábóta vant, og miklu meiri en hægt sé að ráða af prófeinkunnum þeirra, sem virðast mjög af handa hófi“. En hví var nefndin þá að eyða dýr- mætum tíma sínum í þennan hé- góma? pað er öllum ljóst, að ein- kunn er engin föst stærð eins og hitastig eða kulda, heldur er hún ákveðið hlutfall milli þess sem prófar, og hins sem er pi’ófaður. pað er þvi ekkert af einkunnum að læra nema fyrst sé lýst kennaran- um, sem prófar og aðferðum hans. En það hefir nefndin látið undir höfuð leggjast. V. Á síðari árum hefir einkum orð- Frh. á 4. síðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.