Tíminn - 09.04.1921, Page 1

Tíminn - 09.04.1921, Page 1
V. ár. Fyrir nokkrum dögum flutti síminn hingað þá í'rétt, að byrjað væri allsherjar kolanámuverkfall í Englandi. Iiér á landi var ekki kunnugt um, að slík barátta stæði fyrir dyrum. Ástæðan er samt auðskilin. Námueigendur vilja lækka kaup þeiira, sem vinna í námunum. Samningaleiðin er reynd. Stjórn- in blandar sér í málið og reynir að koma á sættum. En það tekst ekki, og verkamenn leggja niður vinn- una fyrirvaralaust. Af einu atriði, sem hermt er í skeytunum, má sjá, að mikil al- vara er á ferðum. Enginn sinnir dælum við námurnar og þær fyll- ast af vatni. það tekur mjög lang- an tíma að tæma námurnar aftur, og spillir vélum og öðrum dýrum mannvirkjum. Myndu verkamenn tæplega skilja svo við, ef þeir þættust ekki eiga sín að hefna. Til að skilja betur aðstöðuna, verður að minnast þess, að kola- nemarnir hafa undanfarin missiri haldið fast fram, að gera skyldi námurnar að þjóðareign. Enska stjórnin lét fyrir 2—3 missirum rannsaka málið. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu, að best væri að þjóðnýta námurnar. það þótti verkamönnum stuðningur sínum kröfum, sem von vár. Stjórnin myndi hafa látið undan, nema fyr- i)- það, að stuðningsflokkui' henn- ar, sem í eru námueigendur og flestir auðmenn landsins, hefðu þá yfirgefið hana. Kolanemarnii’ hafa þess vegna tvent fyrir augum í baráttu sinni. Um fyrra atriðið er lítið talað, en því meira hugsað. þeir vilja haga baráttu sinni svo, að námurnar verði sem allra fyrst gerðar að þjóðareign. Eitt af ráðunum til þess er að halda kaupinu svo háu, að námueigendur tapi lönguninni til að eiga þessi fyrirtæki. þetta er hin langvarandi ástæða, sem altaf liggur til grundvallar í öllum kaupdeilum enskra kola- nema. En nú bætist við önnur á- stæða, augnabliks-ástæða, ef svo mætti segja, og hún hrindir verk- fallinu af stað einmitt nú. Dýrtíðin er að minka í Eng- landi, eins og annarsstaðar. Marg- ar vörur falla í verði, og því þykir námueigendum sanngjarnt, að vinna verkamannanna falli eins og önnur vara. þeir heimta kaup- lækkun. En verkamenn vilja ekki láta undan síga. þeir segja að auðmennirnir hafi grætt meðan alt var að hækka, og verkamönn- um líði nógu illa, æfi þeirra sé slæm samt, þó að kaupi þeirra sé ekki altaf haldið niðri á hungur- talanai’kinu. þannig er mikið sem skilur málsaðila og varla von frið- samlegra úrslita. Námumenn eru í svokölluðu þrí- velda-bandalagi við tvær aðrar greinar enskra verkamanna. Ann- að eru járnbrautarþjónar, hitt verkamenn, sem vinna að flutn- ingum, bæði við* járnbrautir, upp- skipun o. s. frv. Ef þessar þrjár fylkingar verkamanna halda að sér höndum; legst öll framleiðsla og líf í dá í Englandi. Aðflutning- ar hætta, og hungursneyðin byrj- ar. Nú stendur til að járnbrauta- og flutningamenn geri verkfall líka, til að hjálpa stallbræðrum sínum. þeir vita líka fullvel, að^éft- ir að kaupið lækkar í námunum, kemur röðin að þeim. En stjórnin hefir líka ýms bjarg- ráð að grípa til. Hún hefir látið gefa sér alræðisvald á fjölmörg- um sviðum,einkum um alt er lýtur að framleiðslu og flutningum. Hún hefir vald til að kalla þegnana í herinn. Og hermönnum getur hún skipað að gera ýmislegt annað en að vega menn. Hún getur sett suma í námurnar, aðra á járn- brautirnar, og suma í uppskipun. Hverjum er fengið það hlutverk, sem hann kann. Og hermanni dug- ar ekki að óhlýðnast. þá er dauð- inn vís. En þegar svo er komið, er bágt að vita hvað koma kynni. það gæti leitt til borgarastyrjaldar og bylt- ingar. —o---- Bankavandræðin. íslendingar þurfa meira veltufé að tiltölu, en nokkur önnur nálæg þjóð. Fyrri hluta ársins lifir þjóð- in að miklu leyti á lánum, sem tek-‘ in eru erlendis, og þurfa að vera endurgreidd um áramót. Bankarnir eru tveir. Lands- bankinn hefir haft hér um bil þriðjung viðskiftanna. Islands- banki hefir annast hinn hluta við- skiftanna, þangað til fyrir ári síð- an. þá fór hann að eiga bágt með greiðslur erlendis. Privatbankinn í Khöfn, sem var viðskiftasamband hans erlendis, neitaði að lána meira, og heimtaði greiðslur. Sá hluti þjóðarinnar, sem bygði skifti sín við útlönd á íslandsbanka, hef- ir alt síðastliðið ár verið í stökustu vandræðum með greiðsl- ur erlendis. Menn vonuðu, að batna myndi um áramótin. En svo virðist ekki vera. Landsbankinn stendur að vísu í sömu sporum. Hann mun, með ítrustu varfærni, geta annast greiðslur fyrir skiftavina sína þetta ár. En því miður virðist lít- il von um, að íslandsbanki geti komist yfir það verk, út á við, sem á honum hefir hvílt. Inn á við stendur Islandsbanki föstum fótum. Iiann á mikinn varasjóð, og hlutafé á fimtu mil- jón. Landið fær honum í hendur alt upp að 12 milj. seðla. Spari- sjóður hans eða svokölluð innláns- deild, er líka mjög stór. En hann vantar peninga erlend- is. Stór og nauðsynleg atvinnufyr- irtæki, eins og t. d. Smjörlíkis- gerðin, sem skift hafa við þann banka, eru í þann veginn að stöðv- ast í bili, af því þau geta ekki greitt skuldir erlendis, þó að þau hafi fulla skápa af óinnleysanleg- um íslandsbankaseðlum. Menn vita, að bankinn skuldar Privat- bankanum töluvei’t enn, frá fyrra ári. Ennfremur að í íslandsbanka safnast saman póstávísanafé alt að þi’jár miljónir. Sömuleiðis að erlend verslunarhús eiga hér inni stórfé, greiðslur sem kaupmenn hafa fengið að borga inn i bank- ann, og sem bíður þar þangað til bankinn getur greitt það erlendis. Innheimtuskuldir þessar hljóta nú þegar að skifta nokkrum miljón- um. Menn sjá þá að hverju fer. Tveir af hverjum þrem íslending- um styðjast atvinnulega við Is- landsbanka. Hann þyrfti nú í minsta lagi að hafa á að giska 10 milj. ki'óna lánstraust erlendis, til Reykjavík, 9. april 1921 að geta hjálpað viðskiftamönnum sínum. En svo mun ekki vera enn. I stað þess skuldar hann margar miljónir erlendis, sem þarf að borga sem fyrst. Afleiðingin er auðsæ. Islands- banki þarf ekki að lenda í fjár- vandræðum sjálfur. Hann getur meir að segja grætt stórfé á inn- lendu viðskiftunum, á seðlunum og sparisjóðnum. En ef hann get- ur ekki annast greiðslur erlendis, og þær í stórum stýl nú næstu vikur, verður ekki nema um tvo kosti að velja: Að stöðva atvinnu- vegina og láta koma alment hrun og hungursneyð, eða að landið taki viðskiftalán erlendis, helst til nokkurra ára, sem komi þjóðinni í stað þess veltufjár, sem íslands- banki hefir fyrrum útvegað er- lendis. Fyrir viðskiftalíf þjóðanna eru bankarnir það sama og heilinn fyrir mannslíkamann. þegar mað- ur fær slag, kemur sjúkdómurinn oft þannig fram, að annar helm- ingur heilans verður óstarfhæfur, og um leið lamast hálfur líkaminn, önnur hliðin. Hálfur maðurinn er heilbrigður, en samt er sá maður, sem máttlaus er öðru megin, hreint og beint aumingi, ófær til allra starfa. Sjúki helmingurinn lamar þann heilbrigða. Svo mun íslandi og farnast í fjármálunum. það viðskiftalíf, sem bygt er á Landsbankanum, er heilbrigt og örugt. En jafnvel sá hluti þjóðar- innar, sem nýtur þess, lamast fyr en varir. Takist ekki að bjarga er- lendu greiðslum þeirra, sem skifta við íslandsbanka, er þjóðin orðin lík þeim sjúklingi, sem fengið hef- ir hastarlegt slag og er máttlaus öðru megin. ** ---o---- Stjómin situr — enn. pá er hæst var komið’ undrum þeim, er forðum daga gerðust á Fróðá, var það til bragðs tekið, að leita ráða hjá Snorra goða á Helgafelli. Gaf hann þau ráð til, að sækja þá menn alla í dyradómi, sem aftur gengu, og var þeim draugafélögunum um það stefnt áð þeir gengi um híbýli ólofað og firði menn. bæði lífi og heilsu. Gáfust vel þessi ráð Snorra sem önnur. þórir viðleggur sagði um leið og hann gekk út: „Setið er nú meðan sætt er“, og ýms önnur um- mæli höfðu þeir félagar, en allir hlíttu þeir dyradóminum og varð ekki mein að afturgöngu þeirra upp frá því. Alþingi hefir stefnt núverandi landsstjórn fyrir dyradóm. En stjórnin hlítir ekki þeim dómi og er í því efni óvitrari en þórir við- leggur og félagar hans. Hún situr nú lengur en sætt er. Hún gengur nú um híbýli ólofað. Viturlegar breytti hún, segði hún, eins og sauðamaðurinn á Fróðá: „Fara skal nú, og hygg eg, að þó væri fyr sæmra“; Frá fyrsta þingdeginum hefir stjómin vitað það, að hún á alls ekki að fagna trausti þingsins. — Stjórnin situr samt. I aðaldeild þingsins hafa tólf þingmenn greitt stjórninni beina vantraustsyfirlýsingu, en hinir þrettán, auk ráðherranna, hafa ekki treyst sér til að Ijá henni já- 0 legt traust. — Stjórnin situr samt. Síðan vantraustsyfirlýsingin var á ferðinni, hefir það bæst ofan á, að meiri hluti þeirra manha úr Framsóknarflokknum, sem ekki gáfu stjórninni beint vantraust, hefir alvarlega ráðlagt henni að leggja niður völd. Hefir sá flokkur með því endanlega tekið aftur það loforð, sem hann gaf í fyrra um að láta stjórnina í friði. Og með þessu er stjórnin opinberlega kom- in í minni hluta. — Stjórnin situr samt. Úr hóp þeirra þingmanna ann- ara, sem ekki greiddu stjóminni vantraust, hefir stjórnin heyrt margar óánægjuraddir yfir þess- ari þrásetu. — Stjórnin situr samt. Mál þau, sem stjórnin flytur fyrir þingið, era strádrepin fyrir henni, og hún verður að ganga undir ok þingviljans nálega á hverjum degi. — Stjórnin situr samt. Innan vébanda stjórnarinnar sjálfrar ríkir óánægjan yfir því, að setið er lengur en sætt er. Fjár- málaráðherranum til óblandins hróss, segir Tíminn það opinber- lega, sem alkunnugt er, að hann vill ekki sitja áfram í stjórninni undir slíkum kringumstæðum, þótt hann skirrist enn við að brjóta sig út úr. þeir sem þekkja atvinnumálaráðherrann best, þora að fullyrða, að skaplyndi hans er hið sama. þeir vilja hvorugir ganga um híbýli ólofað. það er Jón Magnússon forsætis- ráðherra, sem ekki beygir sig fyr- ir þessum margþætta, örlaga- þrungna dyradómi, sem þingvilj- inn hefir kveðið að stjórninni. það er Jón Magnússon forsætis- ráðherra, sem nú „stritast við að • sitja“ — eins og farandi konur sögðu forðum á Hlíðarenda. Vora þau orð sögð um mikinn speking og vitmann. En öll ráð þess vitra manns snérust til ógæfu einnar, bæði fyrir vini hans alla, fyrir frændlið hans alt og sjálfan hann. Forsætisráðherranum er ekki alment frýjað vits og ráðkænsku, en þetta síðasta ráð hans, að strit- ast þánnig við að sitja, að ganga þannig ólofað um híbýli, að hlíta ekki svo þungum örlagadyradómi — það ráð mun snúast til því meiri ógæfu, sem um meira er að ræða nú, sem hann stendur langt að baki hinum mikla speking á Bergþórshvoli. þetta ráð forsætisráðherrans kemur fyrst og fremst í koll land- inu, því að meðan núverandi lands- stjórn situr, má þingið heita ná- lega óstai’fhæft um að ráða fram úr þeim þýðingarmiklu vandamál- um, sem fyrir því liggja. því að fyrsta skilyrðið til þess, að þingið taki ákvörðun, er það: að það treysti landsstjórninni til þess að framkvæma. þetta ráð forsætisráðherrans kemur honum sjálfum í koll, því að með þessu framferði brýtur hann til fulls af sér það traust, sem þeir hafa til hans borið, sem lengst hafa viljað veita honum fylgi sitt. „Feigur er hann nú“, í pólitiskum skilningi, er hann gríp- ur til slíks örþrifaráðs. þetta er síðasta ráð hans og mun eins gef- ast og síðasta ráð hins marg- nefnda spekings. Stærsta mál þingsins, banka- málið, stendur nálega á þröskuld- inum. I næstu viku verður það sennilega, sem peningamálanefnd- 14. blað in skilar áliti sínu, að einhverju, eða öllu, leyti. Til þess að framkvæma vilja þingsins í því máli, verður þing- ið að skipa nýja stjórn. Og hafa þá allar góðar vættir flúið land þetta, ef ekki tekst að velja ör- ugga og samstæða menn til þess að framkvæma þær bjargráðaráð- stafanir, sem nauðsynlegar verða að dómi þingsins. ---o-- Sýningin. Tímanum er það mikið gleði- efni, að geta skýrt frá því, að hin- ar bestu horfur eru á að sýning Búnaðarfélags íslands, á búsáhöld- um og landbúnaðaráhöldum, fari myndarlega fram, og þannig, að gagn verði að. Má bæta ýmsu við um fregnir þær, sem Sigurður forseti flutti fyrir skemstu hér í blaðinu um sýninguna. Hvaðanæfa af landinu berast Búnaðarfélaginu fregnir um á- huga^ bænda um það að sækja sýninguna, og ráðgast menn víða um það, að a. m. k. einn fari úr hverjum hreppi. þá berast og góðar fregnir af því, að mikið muni berast að af munum á sýninguna. Af því tæi má nefna það, að Vatnsdælingar ætla að senda ýmiskonar búsá- höld á sýninguna og smiðir á Ak- ureyri senda margskonar gripi, jarðyrkju- og búsáhöld, enda hafa Akureyrarsmiðirnir löngum haft forgöngu um smíðar innlendra verkfæra. Loks ætla kaupmenn í Reykjavík að útvega frá útlönd- um margskonar gripi. Er búist við einna mestu af slíku tæi frá Noregi, minnu frá Danmörku, og svo ýmsu frá Svíþjóð, Englandi, Ameríku og ef til vill frá þýska- landi. | Slík sýning sem þessi hefir tvenskonar þýðingu. Hún á að opna augu bænda og húsmæðra fyrir því að fá bætt áhöld og verk- færi. Hún er ennfremur tækifæri fyrir þá, sem smíða, að vekja eft- irtekt á vörunni og afla sér mark- aðs fyrir hana. þessa ættu allir þeir innlendir menn að minnast, sem fást við hverskonar smíðar. þeir geta ekki á annan hátt betur kynt vöru sína og aflað henni álits og um leið unnið gagn öðr- um. þess ætti því ekki að þurfa með, að hvetja slíka menn til að senda muni á sýninguna. I sambandi við sýninguna gengst Búnaðarfélagið fyrir al- mennumfundi um búnaðarmálefni. Eru þegar ákveðnir níu fyrirlestr- ar um búnaðai-mál og verða um- ræður á eftir þeim. Breiðafjarðarbáturinn „Svanur“ hefir gert þau góðu boð, að flytja alla muni til sýningarinnar ókeyp- is fram og aftur og sömuleiðis að flytja einn mann á sýninguna, ó- keypis fram og aftur, úr hverjum hreppi á svæði því, sem báturinn nær til. Er þetta dæmi gott til eft- irbreytni og er þess að vænta, að landsstjórnin veiti aðstoð um að af fleiri aðilja hálfu komi hin sömu boð. Og loks er þess að vænta, að þingið veiti þann fjárstyrk, sem nauðsynlegur er til þess að sýn- > ingin fari myndarlega úr hendi. ' ----o-----

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.