Tíminn - 09.04.1921, Blaðsíða 4

Tíminn - 09.04.1921, Blaðsíða 4
46 T í M I N N uru, að J. M. væri til mc-ð að skifta um lið á stjómarskútunni eftir ]jví sem hentast þætti honum. þykir líklegast, að P. J. yrði þá ýtt burtu eftir þing og Jón þor- lákssor. settur í hans stað. þingið var þtnnig þriskift í van- traustsmálinu. Milliflokkurinn,sem var með báðum og hvorugum, hlaut að ráða úrslitum. Til að breiða yfir aðstöðu hans átti að koma hin „loðna“ dagskrá Jóns þorl., þar sem lýst var yfir, að ekki væri enn tímabært að kveða upp endanlegan dóm yfir stjórn- inni. það þótti vitanlegt, að dag- skráin myndi ganga fram, svo að ekki yrði úr skorið um fylgi stjómarinnar. þá afræður 1. þm. Rangæinga, Gunnar Sigurðsson, að snúa mál- inu í það horf, að J. þorl. og hans „hálfu“ menn verði að sýna lit, þ. e. inna af hendi fyrstu skyldu þingmanns, að þora að standa við sannfæringu sína. Rétt áður en gengið er til kveldverðar, fyrri daginn, sem vantraustið var rætt, lýsir G. S. því yfir, að hann ætli að bera fram dagskrá um traust stjórninni til handa, úr því að stjórnin sjálf láti það undir höfuð leggjast. Að vísu verði hann á móti trausti, en þar sem sýnilega eigi að flækja málið og láta það ó- útkljáð, þá sé ekki annars kostur. Við þessu ræðu Gunnars sló ógn og skelfingu á þann hluta þing- deildarmanna, sem annaðhvort voru með stjórninni eða hvorugu megin. þóttust þeir allmjög vélað- ir. Eftir að komið var frá kvöld- verði, héldu menn þessir lokaðan fund og ræddu um hvað gera skyldi. Er svo að sjá, sem J. þorl. hafi tekið þar forustuna. Stakk hann meðal annars upp á því að allir skyldu greiða atkvæði móti dagskrá Gunnars. Hefði hún þá verið feld með öllum atkvæðum, og stjómin samkvæmt því ekki haft eitt einasta atkvæði í aðal- deild þingsins. Einhver kom þá vitinu fyrir „heila heilanna". sem Mbl. nefnir svo, og var horfið að því ráði, að fylgismenn stjómar- innar og þeir „hálfu“ skyldu neita að greiða atkvæði. Við umræðurn- ar var látið hátt um frá hálfu þessara manna, að dagskrá Gunn- ars væri ólögmæt, óþingleg o. s. frv. Vildu þeir helst að hún væri ekki tekin til greina. þetta var þó ekki auðvelt. Tillagan var fullkom- lega lögmæt samkvæmt þingsköp- unum. Hún var fyrsta dagskrá, sem fram kom, og hlaut því að verða borin fyrst upp til atkvæða. Við nánari athugun sjatnaði þó gremjan gegn traustinu. Stjómin hafði byrjað skúmaleikinn með því að ætla að dæma sjálf í sinni sök, og með því að þora ekki að leita traustsins sjálf. Gunnar bauð ennfremur að taka aftur dagskrá sína, ef J. þ. og aðrir, sem vildu fleyga atkvæðagreiðslu með „loð- inni“ dagskrá, féllu líka frá þeim, svo að greitt yrði hreinlega atkv. um, hverjir væru með stjóminni og hverjir á móti. þetta vildu stjórnarmenn ekki gera, en iðruð- uðust þess þó sáran eftir á. En J. þorl. og hans menn vildu flest heldur en taka á sig ábyrgðina fyrir J. M., og létu skeika að sköp- uðu. Um „óþinglegheitin“ fór ekki betur. Sjálfur Benedikt Sveinsson sýslumaður hafði laust fyrir alda- mótin tekið upp frumvarp fyrir Valtý Guðmundssyni, sínum höf- uð-andstæðingi, og borið það fram til að láta drepa það, enda sjálf- ur greitt atkvæði móti því. þá hafði þetta þótt glæsilegt verk. Enda fór nú svo, að G. S. afvopn- aði andstæðinga sína í þessu máli, bæði með hinu lofsamlega for- dæmi, og með tilboði sínu, sem ekki var þegið. Áð lokum fór svo, að af 25 mönnum í deildinni, sem bærir voru að greiða atkvæði um aðstöðu til stjórnarinnar, því að vitanlega komu atkv. ráðherranna þar ekki til greina, voru 12 mót- fallnir traustinu, en enginn með. Hinir þrettán sátu hjá og neyttu Adalfundur h. f. Breiðafjarðarbáturinn verður haldinn í Samkomuhúsinu í Stykkishólmi laugardaginn 28. maí nasstkomandi og hefst á hád. Dagskrá samkvæmt félagslögunum. Hvammi 19. mars 1921. Ásg'eir Ásg-eirsson, formaður. Ódýrt kraftfóður. Gufubrætt þorskalýsi 98 krónur fatið (198 pottar), sjálfrunnið þorskalýsi 94 krónur fatið. — Lýsið er vigtað og matið af lögskipuð- um mönnum og er þessa árs framleiðsla. Ekkert kraftfóður, hvorki útlent né innlent, er jafngott. H.f. Hrogn og Lýsi, Reykjavík. Sími 422. eigi atkvæðisréttar. Atkvæða- greiðslan bar því vott um það, að helmingur deildarmanna yar al- gerlega mótfallinn stjórninni, og alls enginn með henni. Raunar leit þó ver út fyrir stjórninni heldur en var í raun og veru. Hún hefir sennilega fylgi 4—5 manna í deild- inni. Frh. J. J. ----o—— Þingld og tvöfaldi skatturinn. í því nær 40 ár hafa samvinnu- félögin á íslandi búið við margfalt verri kjör frá hálfu löggjafarinn- ar, heldur en dæmi eru til um samskonar stofnanir í næstu lönd- um.Loks er nú svo komið, að sam- vinnumenn hér á landi þola þetta eyri lengur. Aðalfundur Sambands ísl. samvinnufélaga hefir tvö undanfarin ár skorað á þing og stjórn að kippa þessu í lag. þrír þingmenn í efri deild bera fram frumvarp sem bætir fullkomlega úr þessum vanda. Frumvarp þetta lögákveður form réttnefndra samvinnufélaga. Tryggir þannig skipulagið, og verndar almenning fyrir „hum- bugs“-eftirstælingum, eins og t. d. þegar Einar Benediktsson og Ól- afur heitinn Árnason stofnuðu Ingólf á Stokkseyri. Ennfremur fastákveður þáð gjaldskylduna bæði til ríkis og sveitar. Sam- vinnufélög eiga samkvæmt frum- varpinu að borga bæði til ríkis og sveitar alla fasteignaskatta, og af verslun utanfélagsmanna eftir sömu reglum og kaupmenn. Enn- fremur eiga þau að greiða auka- skatt til sveitarinnar, þar sem þau hafa lögheimili, miðað við verð húseigna, er þau hafa. Er það borgun fyrir aðstöðu í sveit- arfélaginu, að því leyti sem hinir fyrnefndu skattar ekki hrökkva til. Samvinnufélögin fara þannig síður en svo fram á skattfrelsi. þau bjóðast til að greiða 5 tegund- undir skatta. Tillögur þessar eru bygðar á reynslu félaganna bæði hér á landi og í næstu löndum. þær eru að öllu samantöldu rétt- látari heldur en löggjöf nokkurrar af grannþjóðunum, því að engin önnur þjóð hefir steypt saman heppilegustu eiginleikum margra samvinnufélaga, eins og gert er í frumvarpi því,sem nú liggur fyrir alþingi, og væntanlega verður samþykt. Sumstaðar erlendis, t. d. á Englandi og Danmörku, hafa félögin búið við mildari skattalög- gjöf, þ. e. verið að heita mátti skattfrjáls. En í báðum þessum löndum hafa samt verið agnúar á löggjöfinni, sem sneitt er hjá í umræddu frumvarpi. Svo mjög er stilt í hóf með kröf- urnar frá hálfu ísl. samvinnu- manna, að óhugsandi er að nokkur þingmaður verði þessu frumvarpi mótfallinn, nema sá sem er hreinn og beinn fjandmaður þessarar hreyfingar. Verður fróðlegt að sjá, hverjir fylla þann flokk. Nöfn þeirra munu ekki líkleg til að fyrnast næstu árin. Verst eru samvinnufélögin sett í kaupstöðum þeim, sem hafa full- komin bæjarréttindi, einkum þó Reykjavík og Akureyri. Eyfirskir bændur Vérða allra harðast úti. þeir verða að greiða skatta bæði á Akureyri og í Reykjavík, í viðbót við útsvör sín heima í héraði. öll önnur kaupfélög, í Dölum, á Vest- fjörðum, á Ströndum, hvarvetna á Norðurlandi, Austfjörðum, Skaftafellssýslum, og Rangár- þingi, eru líka lögð undir gerræði skattanefndar í Reykjavík. þar sem Sambandið rekur sannvirðis- verslun fyrir deildir sínar, bæði með innlenda og erlenda vöru, og græðir alls ekkert handa sjálfu sér, hefir það ekki önnur ráð en að skifta útsvari sínu í Reykja- vík niður á félagsdeildirnar eftir veltu. Ilvert kaupfélag myndi síð- an jafna útsvari þessu niður á fé- lagsmenn. Kjósendur þórarins á Iljaltabakka og M. Guðmundsson- ar, í Húnaþingi og Skagafirði, og 7—8 þúsund bændur og daglauna- menn annarsstaðar á landinu, myndu þá fá útsvarsseðil árlega frá höfuðborginni. Ólíklegt er, að sú niðurjöfnun yrði vinsæl. Og ó- víst er, að þeir sömu Húnvetning- ar, sem fyrirgáfu þórarni hin nafntoguðu fóðurbætiskaup.kynnu honum þakkir fyrir, ef hann yrði nú þröskuldur í vegi samvinnu- frumvarpsins. Að líkindum tæki sambands- stjórnin þann kost, að flytja skrif- stofur sínar til Danberkur um nokkur ár, heldur en að þola að fé- lagsmenn væru féflettir með tvö- og þreföldum skatti ár eftir ár. það væri lítill heiður fyrir löggjöf hins íslenska ríkis, ef bjargráða- verslun 10,000 íslenskra borgara yrði að flýja land, og leita hjá Dönum þeirrar réttaivemdar, sem ófáanleg væri hér á landi. ---o---- Fréttir. Fjalla-Eyvindur var leikinn í 50. si'nn í fyrrakvöld, við mikla við- höfn. Sigurður Nordal flutti er- iridi um Jóhann Sigurjónsson og r æddi sérstaklega um það, hvern- ig hann samdi Fjalla-Eyvind. Kemur það erindi að sjálfsögðu út á prenti. Sigurður Skagfeldt söngmaður söng í Nýja Bíó á sunnudaginn var. Má vafalaust telja hann með- al hinna efnilegustu söngmanna okkar. Röddin er mjúk, hreim- fögur og viðkunnanleg, og fram- koma söngmannsins látlaus og að- laðandi. Kirkjuhljómleika, þrjá í þessari viku, hefir Páll ísólfsson haldið í dómkirkjunni, við meiri myndar- skap en áður hefir þekst á landi liér. Lék hann sjálfur fjögur lög á orgelið, og kvenna- og karlakór fjölmennur söng undir stjóm hans öftnur fjögur lög, valin meðal mestu snildarverka kirkjutónsmíð- anna. Ekki kann Tíminn að leggja dóm á meðferðina, en hann er öld- ungis sammála almannaróm um það, að þetta hafi verið einhver besta skemtun, sem almenningi hafi gefist kostur á að hlýða k á landi hér. Ilefir Páll ísólfsson sýnt það með þessu, að hann er til fleiri starfa hæfur í þessu efni, en að leika á hljóðfærið. Látinn er nýlega á Englandi Jó- el Jónsson skipstjóri, einn hinna duglegustu botnvörpungaskip- stjóra. • þjófnaðarmálin miklu hafa nú verið dæmd í hæstarétti. Refsing Vidars Viks var hækkuð upp í 6X5 daga fangelsi og er honum vísað úr landi, er hann hefir af- plánað refsinguna. Refsing Guð- Fóðurfoætír. Þorsklifur 27 kr. fatið. Meðalalýsisgrútur (glænýr) 11 kr. fatið. H.f. Hrog'n og Lýsi, Sími 422 eða 262 (bræðslan). jóns Guðmundssonar var hækkuð í 2X5 daga, og G. Sigurbjarnar- sonar í 8 mánaða fangelsisvist úr 9 mánuðum. Stjórnarbylting Karls Ungverja- landskeisara er að engu orðin. þingið mótmælti í einu hljóði og taldi Karl hafa fyrirgert öllum rétti, er hann flýði úr landi 1918. írsku málin virðast nú horfa betur en áður. Hefir katólskur maður írskur verið skipaður lands- stjóri og vonir taldar góðar að samkomulag náist við Sinn Feina. Einkasalan á tóbaki og áfengi hefir náð samþykki neðri deildar með eins atkvæðis mun. Fallið er frá þeirri óhæfu að gei'a áfengi til lyfja að tekjugrein fyrir ríkissjóð og bannmenn í neðri deild sam- þyktu því að eins, að vissa var l'engin um það, að efri deild tæki lyfjaáfengið burt úr frumvarpinu og setti með lyf junum. Óvissa mik- il ríkir um það, hvort frumvörpin nái fram að ganga. Launaviðbót til ráðherranna, 4000 kr. til hvers á ári, var feld í neðri deild. Lét þorleifur Guð- mundsson meðal annars þau orð falla, að þar eð ómögulegt væri að nudda þeim ráðhernmum úr sæt- unum, sem nú sætu þar, og þar eð ekki myndi skorta nýja til að skipa sætin, ef þau losnuðu, þá virtist með öllu óþarfi að fara að hækka launin. Slys það vildi til á annan páska- dag, á Giljum í Mýrdal, að ung- lingspiltur, Jón Árnason, sem var að fara fyrir kindur, hrapaði fram af hengju og beið bana af. Embætti. Umsækjendur um Suð- ur-Múlasýslu eru þessir: Magnús Gíslason, Páll Jónsson, Jón þ. Sig- tryggsson, Sigurður Sigurðsson frá Vigur og Páll Bjarnason frá Steinnesi. — Um Kálfholtspresta- kall sækir síra Tryggvi Kvaran á Mælifelli. Um Auðkúlu sækir síra Björn Stefánsson á Bergsstöðum. — Dalasýsla er auglýst laus til umsóknar. Félag atvinnurekenda hér í bæn- um hefir ákveðið verkakaup fyrir eftirvinnu og heligdagavinnu töluvert lægra en verkamannafé- lögin hafa ákveðið. Má búast yið mikilli deilu út af þessu, og óvíst hvor verður undan að láta. Gunnar E. Benediktsson, sem nú þjónar Grundarþingum í Eyja- firði, sækir einn um það presta- kall. Sparisjliii öflllfes (Stofnaður 1906). Agrip af ársreikningum 1920. A. Innborganir og útborganir. I n n: 1. I sjóði frá fyrra ári .. .. 1002,08 2. Borgað af lánum............. 21314,34 3. Innleystir víxlar........... 18228,00 4. Sparisjóðsinnlög ........... 77820,16 5. Vextir: a. af lánum .. .. 22039,52 b. aðrir vextir .. 656,93 —------------- 22696,45 6. Frá bönkum.................. 67671,10 7. Lán tekin................... 29000,00 8. Ýmislegt....................... 45,00 Samtals 237777,13 Ú t: 1. Lánað....................... 42875,20 2. Víxlar keyptir.............. 15530,00 3. Útborgað innst.fé 85813,17 Dagvextir .. .. 1328,41 ------------- 87141,58 4. Kostnaður: a. laun... 1827,78 b. annar kostn... 366,50 -------------- 2194,28 5. Greitt af skuldum sjóðsins: a. afborganir ... 23000,00 b. vextir.. 758,06 ------------- 23758,06 6. Til banka................... 63670,03 7. Ýmislegt....................... 24,31 8. í sjóði 31. des.............. 2583,67 Samtals 237777,13 B. Ágóða-reikningur. T e k j u r: 1. Vextir af lánum............ 20262,40 2. Vextir af víxlum............ 607,27 3. Ýmsar aðrar tekjur .. .. 161,69 Samtals 21031,36 Gjöl d: 1. Reksturskostnaður .. .. 2194,28 2. Vextir af skuldum sjóðsins 758,06 3. Vextir af innstæðufé lagðir við höfuðst. (5%) 13409,80 Dagvextir útb.... 1328,14 --------■— 14737,94 4. Endurgreiddir vextir .. .. 24,31 5. Árs-arður............... 3316,77 Samtals 21031,36 C. Jafnaðarreikningur 31. des. 1920. E i g n i r: 1. Skuldabréf fyrir lánum: a. gegn faste.v... 161228,61 b. gegn sj.sk.áb. 149725,64 c. gegn áb. sv.fél. 2702,79 d. gegn handveði 1661,78 ------------- 315318,82 2. Óinnleystir víxlar......... 6702,00 3. Verðbréf.................... 100,00 4. Innstæða í bönkum .. .. 8038,03 5. Aðrar eignir................ 222,00 6. í sjóði.................... 2583,67 Samtals 332964,52 Sku Idir: 1 Innstæðufé 550 viðskiftam. 303556,93 2. Skuld við banka........... 6000,00 3. Varasjóður................ 23407,59 Samtals 332964,52 % Hruna 25. febr. 1921. Ilaraldur Sigurðss. Kjartan Helgason. Skólamálin. Ekkert bólar á því enn, að mentamálanefndin skili þeim málum inn í neðri deild. Fasteignabankinn. Hinar bestu horfur eru nú taldar á, að það mál nái fram að ganga í þinginu. Skattamálin frá stjórninni eru nú mörg komin til umræðu í neði'i deild. -----o---- Ritstjóri: Tryggvi þórhallsson Laufási._____________Sjmi 91. Prentsmiðjan Acta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.