Tíminn - 23.04.1921, Blaðsíða 4

Tíminn - 23.04.1921, Blaðsíða 4
54 T 1 M I N N Tímarit ísl. samvinnufélaga Nýútkomið hefti rekur í aðaldráttum sögu samvinnustefnunnar hér á landi síðustu 40 árin. Koma þar við sögu fjölmargir þjóðkunnir menn: t. d. Tryggvi Gunnarsson, Jakob Hálídánarson, Benedikt á Auðnurn, Jón Sigurðsson á Gautlöndum og synir hans þrír, Einar í Nesi, Jón í Múla, sr. Einar Jónsson á Hofi, Skúli Thoroddsen, Ólafur Briem, Páll Briem, Torfi í Ólafsdal, Guðjón á Ljúfustöðum, Hallgrímur Krístinsson, Sigurður á Ystafelli, Ágúst í Birtingaholti, Bogi Th. Mel- steð, Sigurður Sigurðsson ráðunautur, Lárus Helgason Kirkjubæjar- klaustri, Guðmundur Þorbjarnarson á Hofi, Eggert í Laugardælum, Björn Bjarnarson í Grafarholti, o. m. fl. Ennfremur er í sama hefti rækilegt yfirlit yfir mörg hin helstu málaferli sem risið hafa út af útsvarsskyldu samvinnufélaga. Nýir kaupendur að árg. 1921 fá þetta hefti í kaupbæti, ef borgun fylgir pöntun. Afgreiðsla Tímaritsins er í Sambandshúsinu Rvík. Sími 603. taka viðskiftalán, og undirbúa bankamálið á þjóðlegum grund- velli, hefir stjórn hans farið háðu- legum oi’ðum um lántöku, ekkert aðhafst í því efni, og látið við- skiftalíf landsins, það sem bygt er á íslandsbanka, falla í kaldakol. Á hinn bóginn myndi þjóðin alls ekki geta treyst núverandi stjórn til að fara með málið, ef gera ætti bankann innlendan og hjálpa hon- um með ríkisfé, jafnvel þó að stjórnin vildi snúast í málinu, og bjóðast til að vilja'framkvæma það, sem hingað til hefir verið spyrnt á móti. Framkvæmd máls- ins er nær því eingöngu komin in undir því, að stjóm sú, sem sit- ur við völd næsta ár, beiti sér af sannfæringu fyrir því, að leysa úr viðskiftakreppunni, og að sú stjórn njóti trausts þings og þjóð- ar. þar er „Forretningsministeri- um“ langlíklegasta leiðin, eins og þrásinnis hefir verið bent á hér í blaðinu. Hver ber ábyrgðina? Erlendis líta menn svo á, að landið sé gjaldþrota. Nú í heilt ár hafa safnast fyrir óborgaðar skuldir erlendra viðskiftamanna, sem íslandsbanki hefir ekki get- að borgað. Seðlar þess banka, sem ber nafn landsins, eru sama sem einskis virði erlendis. Maður get- ur dáið úr hungri á götum er- lendra stórborga, þótt maður hafi vasana fulla af þessum seðlum. þetta skapar þá trú, að landið sé gjaldþrota. Landsstjórnin hefir séð þennan sjúkdóm ágerast dag frá degi. því er svo komið sem komið er. 1. J. M. er formaður bankaráðs- ins og þar með í raun og veru æðsti maður í stjórn bankans. þegar bankinn hætti að geta stað- ið í skilum í fyrravor, var skylda hans að kalla bankaráðið saman á aukafund. En hann lætur það ó- gert. Jafnvel hinn lögboðni aðal- fundur virðist alls ekki hafa skift sér hið minsta af málinu. 2. Nokkru fyrir slátt í fyrra hættir bankinn að innleysa sína eigin seðla erlendis. Álit landsins bíður voðatjón. Atvinnuvegirnir byrja að hnigna. En J. M. kallar bankaráðið ekki saman að heldur. 3. í stað þess lætur stjómin rannsaka fjárkreppuna og birtir úrslitin. Seldar afurðir voru mörg- um miljónum meiri en greiðslur erlendis. Gullöldin var ekki,enn bú- in. Alt átti að lagast af sjálfu sér, sagði hinn víðsýni fjármálaráð- herra. Reynslan hefir sýnt, að dæmið var rangt frá upphafi til enda. Fjárkreppan versnaði því meir sem leið á árið. 4. Á áliðnu sumri lofar bankinn að flytja miljón króna fyrir lands- sjóð til útlanda. Gefur út ávísun á banka erlendis. En bankinn neit- ar greiðslu. I hvaða landi öðru hefði landsstjórn, sem var beitt þessu bragði, ekki látið loka slík- um banka, af því hann væri gjald- þi’ota? En stjórnin hófst ekki handa. Bankaráðið ekki kallað saman. 5. íslandsbanki hafði mörgum skyldum að gegna fyrir landið, viðskiftamenn sína hér á landi, erlendis o. s. frv. þessir aðilar skiftu hundruðum. Bankinn fékk verðmæti handa milli í vor, sum- ar og haust, sennilega ekki minna en 10 miljónir. Skylda bankans var að skifta þessu verðmæti rétt- látlega milli þeiri'a, sem kröfu áttu á bankann. J. M. var æðsti maður bankans. Hann gerði ekki neitt í þessu. Og miljónirnar fóru allar, eða sama sem allar, til eins skifta- vinar, Privatbankans. En ríkis- sjóður, póststjóðui’, og mörg hundruð íslenskir atvinnurekend- ur hafa verið settir hjá. Samt var bankaráðið enn ekki kvatt saman. 6. jLoks er fjáriuálaráðherrann sendur út. Ekki til að taka við- skiftalán, þó að alt væri að fara í grænan sjó. þvert á móti taldi hann alt í góðu lagi hér, og fá- sinna að útvega gjaldmiðil. Sama kom fram í þingbyrjun í ræðu, sem stjómarblöðin Lögrétta og Morgunblaðið bixtu. En í stað þess kemur M. G. með uppkast að seðla- fi’umvarpi, sem nú liggur fyrir .þinginu, samið með leiðbeiningu Privatbankans, sem hafði hunds- að ávísunina og gert landinu þá mestu minkunn sem hægt var að gera. því miður verður því ekki neit- að ,að yfirmaður bankaráðsins, J. M., ber þungan hluta af ábyrgð- inni, bæði með því sem hann hef- ir gert, og þó einkum með því sem ógei’t var látið. ** ---o-- Sparnaðamefnd það leikur ekki á tveim tung- um, að á undanförnum ámm — gróðaárunum svonefndu — höfum við Islendingar látið glepjast af peningastraumnum og reist okk- ur hurðarás um öxl að möi’gu leyti. Á þetta ekki hvað síst við um ýmsar nýjar stofnan, sem landið hefir komið á fót, um ýmsa nýja starfsmenn sem landið hefir tek- ið í þjónustu sína o. m. fl. þjóðfélaginu hefir fai’ið líkt og ráðdeildarlitlum bónda, það hefir „yfirbygt“ jörðina, Nú koma eftirköstin eftir góðu árin. Og er það þá ærið íhugunar- efni, hvort ekki megi að ýmsu leyti spara starfræksluna á ýms- um sviðum, sumpart fella niður, fækka starfsmönnum, sameina störfin o. s. frv. það væi’i engin nýlunda þótt ís- lenska ríkið léti rannsaka þetta nákvæmlega, því að nálega allar nágrannaþjóðir okkar hafa þegar fyrir nokkru hnigið að þessu ráði. þau hafa öll orðið fyrir hinu sama og við: að hafa „yfirbygt“ á stríðsárpnum. En svo létu þau sérstakar „sparnaðarnefndir“ rannsaka alla opinbera starf- rækslu og koma fram með tillög- ur um hvað mætti di’aga úr út- gjöldunum sem voru að sliga ríkis- sjóðina. Og í öllum löndunum ber þetta mikinn árangur. Má það dæmi eitt nefna, að í Danmörku kom spam- aðarnefndin fram með tillögur um margra miljóna króna árleg- an spamað, að því er snerti rekst- ur póstmálanna einna og náðu þær fram að ganga í aðalatriðum. Er þetta okkur íslendingum mikið umhugsunarefni. Vafalaust mætti miklu snúa til ráðdeildar- samari vegar en nú er, þótt ekki væri um margar miljónir króna að ræða árlega, enda munar okk- ur um minna íslendinga. þingið hefir ekki tíma til að sinna slíku. það þyrfti að fara að dæmum nágrannanna og skipa til þess sérstaka nefnd. ----o---- Fréttir. Átti-æðisafmæli. Brynjólfur Einai’sson hrepp- stjóri á Sóleyjai’bakka í Hrana- mannahreppi varð 81 árs 4. þ. m. Nokkrir vinir hans og sveitungar skutu saman 1000 kr. og færðu honum í afmælisgjöf. Sóleyjarbakki er kirkjujörð, fremur lítil og kostarír, virt á rúm 2000 kr. að nýjasta mati. þar hefir Brynjólfur allan sinn aldur alið, eins og faðir hans á undan honum, og þar bjó afi hans allan sinn búskap. Brynjólfur er maður vel að sér ger, hraustmenni á yngx-i árum, stei’kur og frækinn, glíminn og syndur, hagur á alt sem hann tók höndum til, og af- bragðs verkamaður. Hann misti ungur föðrur sinn og tók því snemma aldurs við búsforráðum. En þegar börn hans voru öll upp- kómin, 5 synir og 1 dót^ir, og hann hafði bygt upp aftur bæinn eftir landskjálftana 1896, þá slepti hann jöi’ðinni við yngsta son sinn, og hefir dvalið þar síð- an í húsmensku, ekkjumaður síð- ustu 20 árin. Hann hefir verið hreppstjóri sveitar sinnar meir en 40 ár, og nytsemdannaður að fleiru en því, allra manna greið- viknastur, gesti’isinn og hjálp- samur, og jafnan mjög aðsóttur til allskonar smíða, Fram undan Sóleyjarbakka er þrautavað á Stóru-Laxá, sem oft er meinlegur þröskuldur á almannaleið. Brynj- ólfur þekti á hana eins og fing- ui’na á sér og var besti vatnamað- ur, æfinlega var hann boðinn og búinn til fylgdar og hjálpar yfir urn ána, hver sem í hlut átti; smíð- aði hann sér bát til hjálpar í við- lögurn, þegar áin var ekki reið, en á fylgdarkaup eða fei’jutoll hefir hann víst aldi’ei minst. þó að hann sé nú kominn á níræðisaldur, hef- ir hann enn einn hreppstjóm á hendi, og gengið hefir hann til þessa að slætti á hverju sumri, en smíðar jafnan eða les, þegar í milli er annara starfa. — Eru slík- ir garpar ekki á hverju strái. , M. Maður druknaði síðasta vetrar- dag, Jón Seyðfjörð að nafni, og átti heima á Akui’eyri. Var með bróður sínum að fara í fiskiróður, er stonnhrina hvolfdi bátnum. Helgi Sveinsson bankastjóri frá ísafirði dvaldist hér í bænum um hríð, en er nú aftur horfinn heim. Héldu templarar honum samsæti áður en hann fór. Er Helgi einn hinn allra duglegasti og áhuga- samasti af templurum landsins og hefir undanfai’ið leyst af hendi hið ágætasta starf um viðreisn Templai’areglunnar á Vestui’landi. Ostagerð. Jón Á. Guðmundsson ostagerðarmaður er á ferðalagi norður í þingeyjarsýslu um þess- ar mundir, til þess að ræða við menn um stofnun ostagerðarbús. Hefir frést að stofnað sé félag um ostagerð í stóram stýl, sem eigi að ná yfir mikinn hluta Suð- ur-þingeyjarsýslu. Mun félagið eiga að stai’fa á camvinnugrand- velli. Tvö eiga að vei’a aðalbúin, á Breiðumýri og Laxamýri, en auk þess minni á Gautlöndum í Mý- vatnssveit, Narfastöðum í Reykja- dal og Halldói’sstöðum í Kinn. Væntanlega gefst tækifæri til að geta þessa nánar síðar. Látinn er hér í bænum síðast- liðinn sunnudag H. J. Bartels fyr- verandi kaupmaður, tæpra 75 ára að aldri. Var hann alkunnur mað- ur í bænum og mjög vel metinn. Era sjö barna hans á lífi, þar á meðal kona Hannesar Thóraren- sens forstjóra Sláturfélags Suðui’- lands og Maitin bankaritari í Is- landsbanka, sem er nýkominn heim eftir langa dvöl erlendis. Kapphlaup var háð hér í bæn- um á fyrsta sumardag, eins og að undanförnu. þátttakendur voru 29, frá Iþróttafélagi Reykjavíkur, Glímufélaginu Ármanni ogsamein- uðum Ungmennafélögum Kjósar og Mosfellssveitar, sem heita Drengur og Afturelding. Fóra leik- Tófuyrðlinga kaupi eg eins og undanfarið. Umboðsmaður minn í Reykjavík er hr. Tómas Tómasson hjá Slátui’- félagi Suðui’lands. ólafur Jónsson, Elliðaey. ar á sömu leið og í fyr’ra, að flokk- ur ungmennafélaganna var hlut- skaipastur, og verður verðlauna- bikai'inn eign þeirra félaga vinni þau hann í þriðja sinn. Fyrstur að markinu var Guðmundur Júlíusson frá Reynisvatni í Mos- fellssveit. þorgils Guðmundsson frá Valdastöðum í Kjós, sem fyrst- ur var í fyri’a, tók ekki þátt í hlaupunum í þetta sinn. Jörandur Brynjólfsson fyrver- andi alþingismaður er staddur í bænum. Frumvarpið um stofnun fast- eignabanka var samþykt í neðri deild með yfirgnæfandi meiri hluta atkvæða. Efri deild vísaði málinu til peningamálanefndar. Afbragðsgóð tíð er sögð af Norðurlandi, en hér syðra era um- hleypingar og kalsaveður. Hátíðahöld vora töluverð í bæn- um á sumardaginn fyrsta að for- göngu Bandalags kvenna. Var dag- urinn bömunum helgaður. Fjármálatoppur. Nú á margur fult í fangi, framundan er slæmur bratti, það er háski og heimska, Mangi, að hlaða’ á fólkið auknum skatti. þjóðin sem er lömuð, loppin, lítur á þig með stjórnai’hattinn, heimtar hún af þér hökutoppinn, hefir ei annað til í skattinn. Sé þér ant um Tyrkja-toppinn, taktu þá ofan stjórnarhattinn áður en þú ert orðinn loppinn af því að reikna’ út tekjuskattinn. Reikningur Sparisjóðs Hafnarfjarðar árið 1920. Imt- og útborganir árið 1920. Innborganir: 1. Peningar í sjóði f. á. .. 13852,81 2. Borgað af lánum: a. faste.veðslán .. 24530,00 b. lán gegn hand- veði og annari tryggingu ..... 300,00 24830,00 3. Innleystir víxlar....... 304414,98 4. Sparisjóðsinnlög........ 156831,98 5. Vextir: a. af lánum .. .. 23542,40 b. aðrir v. (þar með taldir forv. af víxl. og vext- ir af innst. í bönkum) .. .. 7133,70 30676,10 6. Innheimt fé............. 243914,95 7. Bankar og aðrir skuldun. 36869,31 8. Lán tekin................ 30000,00 9. Ýmisl. innborganir .. .. 2070,92 Alls 843461,05 Útborganir: 1. Lán veitt: a. gegn faste.v. .. 107400,00 107400,00 2. Víxlar keyptir............ 286710,98 3. Útborgað sparisjóðsinnst.- fé............... 150335,48 150335,48 4. Kostn. við rekstur spari- sjóðsins: a. laun............ 4100,00 b. annar kostn... 213,50 4313,50 5. Greitt af skuldum sjóðsins: a. vextir.......... 2718,25 2718,25 6. Útborgað innheimtufé .. 243914,95 7. Bankar og aðrir............ 29862,52 8. Ýmiskonar útborganir .. 1701,40 9. í sjóð 31. desbr. 1920 .... 16503,97 Alls 843461,05 Ábati og halli árið 1920. T e k j u r: 1. Vextir af ýmsum lánrnn*) 19416,05 2. Forvextir af vixlum, þar með vextir af innstæðu i bönkum...................... 7447,77 3. Ýmsar aðrar tekjur .. .. 369,52 Alls 27233,34 G j öl d: 1. Reksturskostnaður: a. þókn. til starfs- manna......... 4000,00 b. þóknun til end- urskoðenda .. 100,00 c. Önnur útgjöld (húsaleiga, eldi- viður, ljós.ræst- ing, burðareyr- ir o. fl.) .. .. 213,50 4313,50 2. Vextir af skuldum spari- sjóðs..................... 1862,75 3. Vextir af innst.fé i spari- sjóði(Rentuf^tur 4—4y2%) 13915,95 4. Arður af sparisjóðsrekstr- inum á árinu.............. 7141,14 Alls 27233,34 Jafnaðarreikningur 31. desbr. 1920. A k t i v a: 1. Skuldabréf fyrir lánum: a. Fasteignarveð- skuldabréf.. .. 325450,00 b. Skuldabréf fyrir láninn gegn handveði og annari tryggingu............. 325450,00 Óinnleystir víxlar....... 61470,00 2. 'Ríkisskuldabréí, banka- vaxtabréf og önnur slík verðbréf (Hlutabréf í ís- landsbanka).......,...... 2000,00 3. Innie’ign í bönkum(Lands- bankanum)................ 16663,12 4. Aðrar eignir............... 263,00 5. (Ýmsir skuldunautar)Fyr- irfram greiddir vextir .. 855,50 6. í sjóði.................. 16503,97 Alls 423205,59 P a s s i v a: 1. Innstæðufé 893 viðskifta- manna............. 328878,52 2. Skuldir við banka(íslands- banlca............. 51552,28 3. Ýmsir skuldheimtumenn (Fyrirfram greiddir vextir) 12574,92 4. Varasjóður........ 30199,87 Alls 423205,59 Hafnaz-firði 31. desbr. 1920. Einar þorgilsson. Guðm. Helgason. Sigurgeir Gíslason. Reikninga þessa, bækur, verðbréf og önnur skjöl ásamt peningaforða sparisjóðs Hafnarfjarðar, höfum við undirritaðir yfirfarið og ekkert af>- hugavert fundið. Hafnarfirði 9. mars 1921. Böðvar Böðvarsson. Ögmundur Sigurðsson. *) Hér telst aðeins sú vaxtaupphæð, sem áfallin er í árslok af lánum. Eins er um forvexti af víxlum. Ritstjóri: Tryggvi þórhallsson Laufási._____________Sími 91. Prentsmiðjan Acta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.