Tíminn - 23.07.1921, Blaðsíða 1
V. ár.
Reykjavík, 23. júlí 1921
30. blað
1921-1922
IxxixtöIknJLslizilyz-ði:
Nemendur, sem hafa í hygg'ju að vera í Samvinnuskólanum veturinn
1921—'22 verða að uppfylla eftirfarandi skilyrði við inntökupróf:
1. Skrifa læsilega rithönd. Geta gert nokkurn veginn skipulega ritgerð um
fengið efni. Hafa numið málfræði Halldórs Briern; síðustu útgáfuna.
2. Hafa lesið Kenslubók í Islandssögu, eftir Jón J. Aðils, en í mannkyns-
Sögu kenslubók eftir Pál Melsteð eða eftir Þorleif H. Bjarnason.
3. Hafa numið Landafræði Karls Finnbogasonar.
4. Hafa lesið, undir handleiðslu kennara, bæði heftin af Kenslubók í dönsku,
eftir Jón Ófeigsson, og Enskunámsbók Geirs Zoéga. Hafa gert skriflegu
æfingarnar í þessum kenslubókum.
5. Vera leiknir í að reikna brot og tugabrot.
6- Hver nemandi verður að hafa fjárhaldsmann, búsettan í Reykjavík eða
þar í grend, sem stjórn skólans tekur gildan.
Aths. Það er mjög óráðlegt, að hugsa til að sækja skólann, nema
fyrir þá, sem eru vissir um að uppfylla þessi skilyrði. Reykjavík er nú
orðin of dýr staður til að stunda þar það, sem nema má hvar sem er
annarsstáðar á landinu. Inntöku í skólann fá konur jafnt sem karlar. Þeir,
sem ekki kæra sig um að taka verslunarpróf, fá kenslu í bókmentasögu
og félagsfræði, í stað þess sem þeir fella niður í námsgreinum sem lúta
að verslun. —
Reykjavík 20. nóv. 1920.
Jónas Jónsson.
Lántakan.
Magrætt mál er hún orðin milj-
ónalántakan handa íslandi, sem
nú rnun standa fyrir dyrum. Virð-
ist niðurstaðan endanlega orðin
sú hjá landsstjórninni að taka lán-
ið hjá Dönum og ómögulega ann-
arsstaðar, enda þótt danska krón-
an sé altaf að falla á heimsmarkað-
inum og það verði þar aí leiðandi
óhagstæðara með hverjum degi
sem líður að taka danskt lán.
önnur hlið er þó enn alvarlegri
á þessu máli og hefir verið að
henni vikið áður hér í blaðinu.
Dönsku blöðin kröfðust þess að
lánið yrði fyrst og fremst notað til
þess að borga skuldir við Dan-
mörku. Hafa danskir kaupmenn
notað sér þao að íslenskir kaup-
sýslumenn hafa átt erfitt um að
útvega útlendan gjaideyri, og
flutt hingað til lands alskonar og
að miklu leyti óþarfan varning.
JJeli1 eiga nú andvirðið hjá íslend-
ingum, sumpart í bönkum, sum-
part hjá einstökum mönnum. það
er meðal annars krafa stórdönsku
blaðanna að þessar skuldir verði
f-yrst og fremst borgaðar.
það vita fáir fyrir víst, hvernig
landsstjórnin hefir tekið undir
þessar kröfur. Iíún reynir það yf-
irleitt landsstjórnin að láta sem
mesta leynd livíla yfir athöfnum
sínum. En orðrómurinn segir að
stjórnin muni samþykkja þessar
kröfur að miklu leyti.
pá færi. nú skörin alvarlega að
færast upp í bekkinn,
það er ekkert vit í því að taka
miljónalán með slíkum ókjörum.
Slík miljónalántaka er tvíeggj-
að sverð. Sé láninu varið til þess
að rétta við atvinnuvegi líjndsins,
til þess að afla landinu hagkvæm-
ari viðskifta, til arðberandi fram-
kvæmda fyrir landið, þá er lántak-
an sjálfsögð. Með það fyrir augum
hefir Tíminn talið hagfelda lán-
töku sjálfsag'ða, undir núverandi
kring'umstæðum.
Yrði lánsfénu aftur á móti að
miklu leyti varið til þess að borga
skuldir við þessa dönsku kaup-
menn, yrði það fyrst og fremst til
þess að auka á eyðsluna í landinu
og í annan stað til þess að gefa
dönsku kaupmönnunum enn betri
aðstöðu en áður í samkepninni
við íslendinga.
það er alveg sjálfsagt að taka
alls ekki lánið ef slík nauðungar-
kjör eiga að fylgja. Svarið við
þessum „spekúlatíónum" dönsku
kaupmannanna ætti að vera það
að opinbert gengi kæmi á íslenska
krónu og dönsku kaupmennirnir
mistu það af gróða sínum sem
næmi gengismuninum.
það má yfirleitt alls ekki stofna
til miljónalántöku í því skyni að
halda áfram gangandi þeim ó-
heilla lifnaði og „spekúlatíónum“
sem enn lifa. það sem óheilbrigt
er í verslun og viðskiftum það á nú
að fara á höfuðið. það er ekkert
vit í því að taka miljonalán út á
iánstraust íslensku þjóðarinnar til
þess að halda lífinu í bili í fáein-
um kaupsýslumönnum.
EP ekki fæst hentug lántaka
sem orðið getur til almennings-
heilla, þá verður að taka afleiðing-
unum áf því, láta skeika að sköp-
uðu.
Jlað er ef til vill ekki það óholl-
asta að láta alvarlega erfiðleika
dynja yfir og neyða menn til að
venja sig' aftur af því að lifa um
efni fram. það hafa bæði fjölmarg-
ir einstakiingar gert á undanförn-
um árum. Og það hefir íslenska
ríkið gert sjálft og því miður í
allra óhóflegasta mæli á því ári
sem nú er aðHíða.
----o---
Fáeín orð
tíl Alþýðublaðsíns.
í Alþýðublaðinu frá 1. júlí s. 1.,
147. tbl., er grein um „Verkamenn
á Iiúsavík“. Sökum þess að grein
þessi er nokkuð lituð í einstökum
atriðum, hlýt eg að gera við hana
dálitla athugasemd.
Kunnugum mönnum á Húsavík
mun virðast það ósanngjarnlega
mælt að vverkamenn hafi átt í
ströngu að stríða við Kaupfélag
þingeyinga“, að „framkoma Kaup-
fél. verði tæpast talin því til
sóma“, og niðurlagsorð greinarinn-
ar, að „þá sé skörin farin að færast
upp í bekkinn — ef samvinnufélög-
in gangi á undan í því að þröngva
kosti verkalýðsins“.
Eg vænti að gildi þessara lituðu
orða rýrni allmikið við nánari
skýi'ingar, því það er ekki rétt
, með farið í greininni, að verka-
menn hafi yfirleitt ekki verið at-
vinnulausir — þegar kaupfélagið
gerði kost á umræddri vinnu.
Sannleikurinn er þessi: Kaupfé-
lagið hafði ákveðið að láta gera
nokkuð við steinbryggju þá, sem
félag’ið notar við uppskipun vara,
og var ekki búist við að hefja það
verk fyr en einhverntíma í maí
eða júní, sakir þess að verkið
mátti ekki vinna á öðrum tíma en
þeim, að líklegt þætti að ekki staf-
aði hætta af næturfrostum né stór-
brimum. En af því að tíðarfar
norður þar féll nú þannig síðastl.
vor, að líkur voru fyrir því, að all-
snemma mætti byrja á verkinu úti
við, en hinsvegar litlar atvinnu-
horfur fyrir verkamenn, þá fann
framkvæmdarstjóri félagsins upp
á því, að undirbúa uppfyllingu í
fjörunni í sambandi við áður-
nefnda bryggju, og átti að vera
áhættulítið að byrja á því verki
nokkru fyr en á bryggjuaðgerðinni
sjálfri. Ætlaði hann að ráðast í
þetta verk upp á væntanlegt sam-
þykki K. þ. þóttist hann með
þessu vinna það tvent: annars-
vegar að gefa verkamönnum kost
á vinnu á þeim tíma, sem annars
væri lítið eða ekkert að gera, og
hinsvegar að láta vinna fyrir lágt
kaup verk fyrir félagið, sem gæti
komið að góðum notum í framtíð-
inni. þegar verkamenn vissu um
undirbúning verksins gáfu ýmsir
sig þegar fram til vinnunnar, en
létu þó strax í ljósi að þeim þætti
kaupið (75 aurar um klt.) nokkuð
lág't. En þegar þeir höfðu áttað sig
á hvernig þetta umrædda verk var
tilkomið, virtust þeir mundu sætta
sig við að byrja vinnuna, með því
líka að engin tilraun var gerð af
hálfu framkvæmdarstjóra til þess
að binda menn til lengri tíma, og
verkamönnum var það ljóst að
hvenær sem önnur vinna bauðst,
sem borguð væri hærra verði,
gátu þeir gert annað tveggja: far-
ið frá verkinu eða fengið kaupið
hækkað um það sem hin önnur
vinna var hærra borguð. Á þess-
um grundvelli gerði framkvæmd-
arstjóri ráð fyrir að vinnan mundi
byrja á föstudag fyrstan í sumri.
En þá kom það í ljós, að til voru
verkamenn í Húsavík, sem litu eitt-
hvað líkt á og Alþýðublaðið, því
kvöldið áður var haldinn fundur
sá sem Alþýðublaðið ræðir um, og
kaupsamþykt gerð, sem fram-
kvæmdarstjóri gat ekki gfengið að.
Væntanlega sjá nú allir sann-
gjarnir menn, sem hafa kynt sér
sögu málsins, að hér var ekki um
neina kúgunartilraun að ræða og
síst af öllu af hálfu kaupfélagsins,
því framkvæmdarstjóri félagsins
hafði búið málið undir án meðráða
félagsstjórnarinnar. Sökin hefði
því verið hans en ekki félagsins.
Enda veit allur þorri verkamanna
í Húsavík, að K. þ. og framkvæmd-
arstjóri þess muni þeim alt eins
hollráð og vinveitt eins og Alþbl.
og þeir menn, sem fyrir umræddu
fundarhaldi gengust. Sést það
meðal annars af því, að verkamenn
í Ilúsavík hafa ekki sjálfir fund-
ið ástæðu til að gera umræddan
kaupgjaldsárekstur að blaðamáli,
þó að Alþýðublaðið liti svo á, að
það þyrfti nú að bera hönd fyrir
höfuð þeirra. Blaðið hefir áreiðan-
lega unnið hér óþarfara verk en
það ætlaðist til. það hefir varpað
fram dálitlum ásökunum í garð K.
þ. fyrir hönd verkamanna í Húsa-
vík, sem verkamenn þar hafa ekki
fundið ástæðu til að gera sjálfir,
enda hefir samvinna þessara aðila
þar (verkamahna og K. þ.) ætíð
verið svo góð, að ekki hefir á milli
-boi’ið, og vænti eg að svo verði
framvegis. þar að auki kemur sú
rödd úr hörðustu átt, frá Alþýðu-
blaðinu, sem egnir til stríðs verka-
menn og samvinnumenn, því hóf-
legir verkamenn, eins og Húsvík-
ingar yfirleltt eru, eiga samleið
með samvinnumönnum í þingeyj-
arsýslu. það er einnig óheppilegt,
að Alþbl. skyldi verða til þess að
kasta kaldyrðum til sveitamanna
fyrir afskifti þeirra af máli sem
blaðið vissi alt of lítið um. Góðu
blaði, sem berst fyrir mannbæt-
andi málefnum, væri miklu sæmra
að bera friðarorð milli manna
þeirra, sem sveitir landsins byggja
og þeirra sem í sjávarþorpum búa.
Ef blaðið vill tala frekar um
þetta mál, leyfi eg mér að mælast
til þess, að það þá beini ásökunum
sínum, ef um þær er að ræða, til
undirritaðs, sem er framkvæmdar-
stjóri K. þ„ en ekki til samvinnu-
félagsins Kaupfélags þingeyinga.
Eg hefi orðið fjölorðari um
þetta mál heldur en máske hefði
verið ástæða til, en eg lít svo á að
rétt væri að segja sögu málsins
sanna og afdráttarlaust af því að
umrædd grein í Alþbl. væri fram
komin af misskilningi en ekki af
neinum lakari hvötum sprottin,
enda var greinin kurteislega skrif-
uð.
pt. um borð í e.s. Sterling 8/7. ’21.
Sigurður S. Bjarklind.
----0---
Bændablað.
])að er altaf hálfóviðkunnanlegt
þegar menn l'ara opinberlega að
skrifa lof eða last af frændrækni.
Frændrækni á að vera óviðkom-
andi hinu opinbera pólitiska lífi.
f þessari viku hefir Morgunblaðið
birt tvær aðkastagreinar í garð
Tímans, sem báðar eru af þessum
hvötum skrifaðar. það tekur því
ekki að svara slíkum greinum
nema í örstuttu máji.
Jósef bóndi Bjömsson á Svarf-
hóli tekur upp þykkjuna fyrir
bróður sinn, sýslumá’nninn í Borg-
arnesi. Tíminn hafði fundið að því
að landssjóður lánaði sýslumann-
inum 60 þús. kr. til þess að reisa
„prívat“-hús, enda hafði Borgar-
fjarðarsýtda neitað um ábyrgð.
Dómur hinna kunnugustu var
fólginn í þeirri neitun. En aðal-
atriði hjá höfundi er ekki þetta,
hann reynir ekki að verja það.
Ilann fer að fjölyrða um íbúðar-
húsið á Hvanneyri. Hann álítur að
það sé sýr blettur fyrir ritstj.
Tímans, því að þar á hann frænd-
fólk. En hr. J. B. skjátlast hrapar-
lega ef hann heldur að það sé
Tímanum eða skólastj óranum á
Hvanneyri að kenna að íbúðarhús-
ið þar hefir orðið dýrt. Hefðu þeir
aðilar fengið að ráða hefði húsið
orðið tvisvar, eða öllu fremur þris-
var sinnum ódýrara, jafngott hús.
það er hinni seinheppilegu íslensku
landsstjórn að kenna hve húsið
varð dýrt; henni tókst að draga
smíðið von úr viti, þangað til ein-
mitt var að þeim tíma komið þeg-
ar allra dýrast var að reisa hús.
Og hr. J. B. mun vera það vel
kunnugt að skólastjórinn fékk
harla lítil afskifti að hafa af smíð-
inu. En Tíminn mun aldrei skamm-
ast sín fyrir að hafa þegar í stað
eftir brunann á Hvanneyri borið
fram kröfu um það að húsið yrði
endurreist, til þess að aðalmenta-
stofnun íslenskra bænda fengi að
njóta sín ekki síður en áður, stofn-
un sem hafði fengið alþjóðar orð
á sig. — Loks vill Tíminn gefa hr.
J. B. ’það heillaráð að bera sem
minst saman kririgumstæðurnar
við brunann á Hvanneyri og hjá
bróður hans í Borgarnesi. En að
fyrra bragði mun Tíminn ekki
ræða það frekar. — *
Hina greinina ritaði Skúli Thór-
arensen á Móeiðarhvoli. Hann er
tengdasonur síra Eggerts á
Breiðabólsstað og féllu þeir báðir
við síðustu kosningar í Rangár-
vallasýslu, og Skúli a. m. k. við
mjög lítinn orðstýr. Hafði Skúli
áður mjög eindregið leitað fylgis
hjá „Tímans-mönnum“ í sýslunni
og fengið hryggbrot. Hann er nú
að bysa við að afborga eitthvað
af skuldinni, bæði fyrir tengdaföð-
ur sinn 0g sjálfan sig. Greinin var
langloka mikil. Morgunblaðið kubb-
aði hana sundur í mörg blöð og
var því mjög örðugt að fylgja
þræðinum. Aðaltilgangui’ greinar-
innar virðist hafa verið sá að mót-
mæla því að Tíminn væri blað
bænda. Rök þeirrar staðhæfingar
voru sumpart ósannindi og útúr-
snúningur, sumpart sú dæmalausa
fáviska að tekur út yfir allan
þjófabálk. Tíminn er t. d. ekki
bændablað, segir Sk. Th„ af því
að hann hefir stutt að því að styrk-
urinn til Búnaðarfélags Islands
var aukinn og félagið þessvegna
getað unnið mjög mikið starf í
þarfir landbúnaðarins. Minnir slík
fásinna á annan hugsanaskarpleik,
sem einu sinni kom fram í Morg-
ublaðinu og var sá, að ritstj. Tím-
ans gæti ekki verið ritstjóri bænda-
blaðs af því að hann væri sjálfur
bóndi og seldi mjólk — væri
m j ólkurkaupmaður.
Sk. Th. þarf ekki að koma fram
með mótmæli gegn því að Tíminn
sé blað þeirra bænda sem hugsa
líkt og þeir Skúli og Jósef. Tím-
inn mótmælir því sjálfur að vera
blað þeirrar tegundar bænda sem
ekki vilja efla aðalmentastofnun
bænda, IJvanneyrarskólann og
Búnaðarfélag íslands. Og það legg-
ur Tíminn hiklaust undir dóm
hinnar íslensku bændastéttar,
hvor aðilinn muni vinna landbún-
aðinum meira gagn: þeir sem
hugsa líkt og Skúli og Jósef — eða
hinir sem trúa, að bættar menta-
stofnanir fyrir bændur, Bænda-
skólarnir, og aukið líf í Búnaðar-
félagi íslands verði búnaðinum
drjúgt til framfara og hagsbóta.
-----0----
Minjagripir. Norsku fimleika-
mennimir sem hingað komu á dög-
unum gáfu íslenskum íþrótta-
mönnum stóran og vandaðan silf-
urbikar sem á að vera verðlauna-
gripur fyrir-fimleika. fþróttasam-
band íslands gaf Norðmönnum aft-
ur á móti silfurbúið drykkjarhorn
mikið og vandað.