Tíminn - 23.07.1921, Blaðsíða 3
T 1 M I N N
89
fé einstakra manna á vöxtu. Sé
fregn þessi sönn er hér um að
ræða fullkomna stefnubreytingu.
— Irsku samningamönnunum
var tekið ágætlega á Englandi og
eru sagðar bestu horfur á að fult
samlcomulag fáist.
— Kragh rektor, sem sæti átti í
lögjafnaðarnefndinni af Dana
hálfu, er orðinn innanríkisráð-
herra í Danmörku, eftir lát Sigurð-
ar Berg.
— Á alþjóðaþingi Bolchewicka
sem nýlega hefir verið háð í Ríga
féllu þau ummæli meðal annars að
nú yrðu þeir félagar að hætta öllu
málskrafi, en taka til kröftugri
ráða til þess að koma heimsbylt-
ingunni í framkvæmd.
----o---
»Óðinn«.
það er eins og íslensku skáldun-
um og hagyrðingunum þyki það
„óviðjafnanlega hugðnæmt“ að
kveða lof um kónginn og konu
hans. pó tekur út yfir þegar reynt
er að lemja saman um þau latn-
eskum ljóðum. Að vísu er latínan
fagurt mál. En enginn maður mun
þó hugsa á latínu, svo að tilgerð er
óblandin í ræð'um og ljóðum, sem
gerð eru nú á því máli. Unglingar
geta skemt sér við slíkt, en naum-
ast fullorðnir menn. Orsökin til
þessarar ljóðagerðar skyld því sem
gamall latínuþulur skýrir frá:
omnes in bubile vaccæ venit cum
tubulcus surgunt.
Óðinn 17. árg. 1.—12. tölublað,
er nýkominn út. Fremst „auðvit-
að“ mynd af konungshjónunum.
það kemur víst ekki oft fyrir,
að konungar beri af sér oflof, þó
gerði Kristján konungur þetta að
minsta kosti tvisvar nú í þessari
dvöl hér á landi. Guðm. Finnboga-
son vildi endilega troða upp á kon-
ung þakklæti miklu og fjálglegu
fyrir sambandslögin, en konungur
kvað það ofmælt, það væri, eins og
líka allir vita, aðrir málsaðilar er
mestu réðu þar um. — Jón Magn-
ússon þakkaði sama konungi fyrir
sólskinið í skáldlegri ræðu. Kon-
ungur sagði að „það væri einn sér
„hærri“ er réði yfir því og „hon-
um yrðu þeir báðir að lúta“. Jón
mótmælti því ekki.
þetta innskot kom hér af því að
sambandsins við Danmörku er get-
ið í nokkrum línum fremst í
Óðni.
þá koma minningarorð um lif-
andi menn og dauða. Margt af því
líkt lélegum líkræðum.
Sagt er þar frá tveim mætum
mönnum, Hannesi Guðmundssyni,
föður' Guðmundar prófessors, sem
Reykjavíkur. En bæði eru heima-
vistir á Akureyri og eins er fæði
þar mun ódýrara, m. a. mjólk,
kjöt og fiskur. Ferðir fram og aft-
ur, vor og haust, eru og mun ó-
dýrari. Eg get fullvissað háttvirta
deild um það, að Norðlendingar og
Austfirðingar munu aldrei sætta
sig við það að sambandi Gagn-
fræðaskólans á Akureyri og
Mentaskólans verði fyllilega slit-
ið, eins og nú er gerð tilraun til.
Mundi, ef svo færi, krafan um sér-
stakan mentaskóla á Akureyri fá
byr undir báða vængi.
Ef Mentaskólinn er gerður að ó-
skiftum lærðum skóla hlýtur það
og að hafa í för með sér stofnun
nýs gagnfræðaskóla hér í Reykja-
vík. — Vitanlega krefjast Reyk-
víkingar að gagnfræðaskóli, sem
stofnaður verði hér, verði kostað-
ur af ríkissjóði, og get eg ekki bet-
ur séð en að sú krafa sé svo sann-
gjörn, að Alþingi verði að verða
við henni, ef gagnfræðadeild
Mentaskólans er nú afnumin.
þessa hlið málsins hefir milli-
þinganefnd eftki rannsakað og ætti
þetta eina atriði að nægja til þess
að Alþingi sæi sér ekki fært að af-
greiða málið nú þegar.“
-----o----
var myndarbóndi og smíðaði mörg
hundruð svipur um dagana, en þó
enga úr gulli eins og nú tíðkast
hjá valdhöfunum hér á landi.
Best af þeim greinum eru minn-
ingarorð um Guðmund Gunnlaugs-
son kennara og bónda á Hafurstöð-
um, sem druknaði í fyrravor í
Jökulsá nyrðra. Maðurinn hefir
verið afbragð og greinin er ágæt-
lega skrifuð. Hún er eftir Magnús
Helgason skólastjóra. Kvæði eru
mörg í heftinu, sumt klár leirburð-
ur, kveðinn „í fylliríi um fulla
menn“, sumt sorgarljóð og sakn-
aðar og flest lélegt.
Alexander ritar um Bjama
Jónsson og heldur því fram að
hann sé nokkuð svipað skáld og
Goethe. Hann dáist mjög að hug-
rekki Bjarna að þora að þýða
Faust. En það hefir víst örfað
Bjama að halda áfram við Faust,
að Alexander er hér. Og víst er
um það, að bragðminni yrði Faust
hjá þeim Bjama og Goethe, ef
enginn væri Alexander til að skrifa
formálann. þá fylgir með mjög
stór mynd af Bjarna. Horfir hann
mjög ógnandi, líklega framan í
höfund forrfiálans til að herða á
honum við fagurfræðisróðurinn.
Annars er íslenski Faust leiðinleg-
ur. þann þýska þekki eg ekki né
skil. Samt get eg hugsað mér að
gagn sé að þýðingunni til saman-
burðar fyrir byrjendur sem eru að
staula sig fram úr þýsku útgáf-
unni. En skáldgleði hafa ekki
margir af þessu verki eftir því sem
mér finst. Amicus.
VJcrgm ctfífa
ejti*
IbaCL' (Saine
„þú ætlar aldrei að hugsa ilt um
mig“, sagði hún stamandi.
„Ilugsa ilt um þig? Vegna þess að
þú elskar mig?“
„Vegna þess að eg sagði það, og
þrýsti mér inn í líf þitt.“
„Nei, ástin mín! Aldrei! — En ertu
alveg viss um að þú skiljir hvað fyr-
ir þér liggur?"
„Eg skil aðeins eitt. og veit aðeins
eitt, að eg elska þig.“
Enn á ný vafði hann hana í sina
sterku arma og kysti hana, en höfuð
hennar hvíldi við bann hans.
„Hugsaðu um það að óvinirnir geta
verið miskunnarlausir. þeir geta setið
um þig, þröngvað kosti þínum, og auð-
mýkt þig, mín vegna."
„Eg læt mér það í léttu rúmi liggja.
Eg óttast ekkert," svaraði hún og aft-
ur vafði hann hana að sér og aftui
kysti hann á hár hennar og hendur.
það leið á löngu áður en þau mæltu
orð. þau þurftu ekkert að segja hvort
Ritfregn.
Stefán Pétursson: Byltingin í
Rússlandi. 1921.
* Niðurl.
pá kemur höf. að byltingunni í
Rússlandi á útmánuðum 1917.
pjóðin var orðin dauðþreytt á
stríðinu, hafði aldrei óskað þess,
alþýðan tengdi engar vonir jafn-
vel við sigur að lokum. þar við
bættist stjórnarástandið, vonbrigði
frá undanförnum árum og áþreif-
anleg rotnun í stjórnarfarinu,
bæði að því er snerti stjórn her-
niálanna og alls landsins.
Bæði „þriðja“ og „fjórða“ stett.
bæði borgarar og vei’kamenn
fylgdust að málum í fyrstu, voru
samhuga um að hnekkja einveldi
keisarans og yfirdrotnun aðalsins.
En lengra náði ekki samkomulag-
ið; keisarinn sagði af sér. Bráða-
birgðastjói-n tók við völdunum,
fulltrúar fyrir þriðju stétt, borg-
arana. Út á við var engin breyt-
ing. Rússar héldu áfi’am stríðinu
eins og ekkert hefði ískoi’ist. En
það var þvei*t á móti vilja vex'ka-
mannanna. þeir vildu frið þegar í
stað, kærðu sig ekki um nokkra
landvinninga. þannig leið rúmlega
við annað. Hann var sigraður og þó
hafði hann sigrað; hún var hamingju-
söm, hún hafði fengið frið. Baráttan
var úti og alt var gott. Hann leiddi
hnna að stól og þau settust og horfð-
ust í augu. það var eins og draumur.
það var varla að hún tryði því. Sá
maður, sem hún hafði litið upp tll,
eins og til Guðs, hann vafði hana örm-
um. Hún var barnslega glöð, feimin,
en þó svo hamingjusöm.
Ilann lét hendina leika um hár
hennar og kysti hana á ennið. Hún
beygði höfuðið aftur á bak til þess að
geta kyst á enni hans og þá kysti
hann á hvítan hálsinn. Til marks urn
eilifa trygð skiftust þau á hringum.
þegar hún gaf honum demantshring-
inn sinn, þá varð hann alvarlegur, ná-
lega raunalegur. En þegar litli silfur-
hringurinn hans kom á fingur hennar,
þá lyfti hún hendinni hreykin og ham-
ingjusöm og kysti hringinn mörgum
sinnum.
þau fóru að tala saman í hálfum
hljóðum, eins og þau væru hrædd um
að einhver heyrði til þeirra. það var
hvíslmál hjartnanna, því að engill
hinnar hamingjusömu ástar getur ekki
talað hátt. Hún spurði hann aftur
hvort hann elskaði hana, en þegar
hann ætlaði að svara, lokaði hún
munni hans með kossi.
þau töluðu um ást sína. Hún var
viss um að hún hefði elskað hann fyr.
En þegar hann sagði að hann hefði
ávalt elskað hana, sagði hún að þá
eiskaði hún hann alls ekki.
Kirkjuklukkurnar tóku að hringja
til tíða og með lokuðum augum hlust-
uðu þau á hinar djúpu málmraddir.
þau ætluðu æfinlega að minnast þessa
fæðingaraugnabliks ástar þeirra.
þessvegna tókust þau í hendur og það
kom yfir þau draumkend kyrð. En
klukkurnar hljómuðu gegnum kyrð-
ina. Ein var eins og rödd barns sem
leikur sér í morgunsólinni. Önnur eins
og skær rödd piltsins, sem blandast
lævirkjasöngnum, og stígur upp til
himnaríkis. Ilin þriðja var eins og
rödd ungrai' stúlku sem kallar rösk-
lega úti á ilmandi, blómstrandi grund-
inni. Fjórða eins og sjómannssöngur
við ströndina, þegar sólin gyllir haf-
ið og hinir djúpu tónar klukkunnar
frá Péturskirkjunni liðu áfram eins og
bylgjurnar, sem geta sagt sögurnar
um hina mörgu ástmögu, sem týnst
hafa á hinu grimma hafi. En allar
klukkurnar sungu fyrir þau.
Loksins stóðu þau upp, til þess að
láta fyrir gluggana. þau stóðu augna-
blik og litu út, hlið við hlið, hann
liélt hendinni utan um hana og höfuð
hennar hvíldi á öxl hans. Borgin eilífa
lá fyrir framan þau, björt, hvít og vin-
gjarnleg; gullnir og purpurarauðir
geislar sólarlagsins, hvíldu yfir hæð-
unum, en hjálmshvolf Péturskirkjunn-
ar var á að líta eins og loftfar, sem
var í þann veginn að hefjast upp í
skýjabólstra kvöldroðans.
missiri. En í byrjun nóvember
1917 kom annað stig byltingarinn-
ar. Kerenski veltist úr völdum, en
í stað hans komu höfuðforkólfar
fjórðu stéttarinnar, Lenin og
Trotski, sem síðan hafa verið
æðstu stjóxmendur landsins.
Upptök og byrjun rússnesku
byltingarinnar eru í engu frá-
brugðin samskonar atburðum í
Frakklandi, þegar Loðvík XIV.
var feldur af stóli, eða 1918 þegar
Vilhjálmur keisari II. fór sömu
för. I bæði skiftin tók miðstéttin,
kaupmenn, verksmiðjueigendur og
embættismerux við forustu í þjóð-
málunum af aðalsstéttunum. Byrj-
unin var nákvæmlega með sama
hætti í Rússlandi. En leikslokin
hafa oi’ðið önnur af því að fjórða
stéttin í Rússlandi hefir nú treyst
svo á mátt sinn og megin, að hún
hyggur sig geta ráðið fyrir landi
og lýð engu síður en þriðju stétt.
pá kemur höf. að því að lýsa
-stjórnarskipulagi Rússa eins og
það er nú talið vera. það er ekki
þingstjórn í vestrænum skilningi.
Allir vinnandi menn, karlar og
konur, 18 ára eða eldi’i, hafa at-
kvæðisrétt. En þeir sem lifa af
eignum sínum og vinna ekki, eru
atkvæðislausir. þingmenn og aðrir
„þaÖ er óveður í aðsigi," sagði hann
þegar hann leit á hina hverfandi sól.
„Óveðrið er liðið hjá,“ hvíslaði hún
og hann þrýsti henni fastar að sér.
þau voru hálfan tíma að kveðjast.
Eftir síðasta kossinn réttu þau út arm-
ana, án þess að sleppa hvort öðru og
svo féllust þau aftur í faðma.
XXI.
þegar Rossí loks var farinn hljóp
Róma inn í svefnherbergi sitt, til þess
að sjá sig í speglinum. Daufur roði
skein í gegnum hinn gylta hörunds-
lit á kinnunum og tár glitruðu í
augnakrókunum. Hún gekk aftur inn
í vinnustofuna. Davíð Rossí var far-
inn, en stofan var eins og full af hon-
um. Hún settist aftur í stólinn, hún
stóð upp og gekk að glugganum, þar
sem þau höfðu staðið saman. Loks
settist hún aftur og fór að skrifa.
„Ástkæri vinur!
það er ekki nema hálf klukkustund
síðan þú fórst og eg sendi þegar bréf
á eftir þér. Eg þyrfti að segja þér ým-
islegt, en eg get ekki fest hugann við
það. Eg er svo hamingjusöm yfir því
að vita nú vissu mína. Vitanlega vissi
eg það altaf, en eg hafði ekki frið fyr
en eg' heyrði þig segja það sjálfan, og
nú er eg nálega hrædd, þegar eg hugsa
um alla hamingju mina. Hve það er
dásamlegt. Og hve það kom snögglega
— eins og alt sem maður er búinn að
vonast lengi eftir. þegar eg hugsa um
það, að fyrir mánuði síðan, einungis
mánuði, vorum við bæði í Róm, svo
nálægt hvort öði'u að við di’ógum að
okkur sama loftið, sami himininn
hvelfdist yfir okkur, og sama sólin
kysti okkur — og við vissum það ekki.
— Leyfðu mér nú að segja þér það,
alveg rólega, að eg vil að þú skiljir,
að eg meinti alt sem eg sagði Eg vil
að þú haldir áfram starfi þínu og látir
aldrei ótta um mína hagsæld hindra
þig. Eg er sú kona sem veit að það er
skylda eiginkonunnar að hjálpa mann-
inum að ná markinu, að svo miklu
leyti sem í hennar valdi stendur. þú
skalt því öruggur halda áfram á
braut þinni. Fallir þú í baráttunni,
skal eg sjá um mig. Eg er ástmey
þin, en um leið þegn þinn, reiðubú-
inn að hlýða og fara, hvenær og hvei’t
sem boðið er. — það var annað. þú
fórst án þess að segja mér að þú hefð-
ii’ fyrirgefið mér, að eg tældi þig til
að koma. Eg veit að það var mjög
ljótt; en eg get ekki fundið til iðrunar.
Eg ætti sennilega að blygðast min, en
eg geri það ekki — eg er* einungis svo
óumræðilega hamingjusöm. — þú
skalt ekki halda að eg geri lítið úr
þeim hættum sem standa í gegn sam-
eining okkar. Eg hefi altaf vitað um
alvöi’una sem lijónabandi fylgir, þótt
eg hafi eklci hingað til vitað það til
fulls. En eg vissi að hættan var enn
meiri værum við aðskilin og þess-
vegna fékk eg hug til að brjóta allar
reglur. En það minnir mig á aðalat-
slíkir fulltrúar fara ekkilengurmeð
umboð fyrir kjósendur, heldur en
meirihluta þeirra þykir gott vera.
Umboðið er bundið við það eitt,
að kjósendum, þ. e. þeim sem
vinna í landinu, líki við fulltrúann.
Borgaraflokkarnir eru, sem stend-
ur að minsta kosti, sviftir öllum
beinum áhrifum á stjónx landsins,
á svipaðan hátt og vinnumenn og
lágir gjaldendur hafa verið til
skamms tíma áhrifalausir um
stjórnmál Vesturlanda.
Síðasti þáttur bókarinnar er um
ríkisi’ekstur í iðnaði og fleiri grein-
um, svo og um stax’fsemi bylting-
armanna til að efla nxentun al-
mennings með skólum, bókasöfn-
um og m. fl.
þegar litið er yfir bókina, vei’ð-
ur varla annað sagt en að hún sé
höfundinum og félögum hans, sem
gefa hana út, til mikils sóma. Geta
þeir eins viðurkent það sem and-
vígir eru stefnu sameignarmanna,
en það á við um allan þorra manna
hér á landi. Bókin ber vott um á-
huga og réttlætistilfinningu höf.
Ilann finnur að þýðingarmikill
sögulegur atbui'ður hefir gerst út
í löndum og að íslenska þjóðin hef-
ir ekki að kalla má nema einhliða
og villandi frásagnir um þennan
riðið. þú sagðir að óvinir þinír væru
miskunnarlausir og mundu ef til viU
rcyna að þröngva mér. Sú hætta vof-
ir yfir. Eg hefi vitað meira en eg hefi
þorað að segja, en eg hélt að þú mynd-
ir sarnt skilja nxig. Eg hefi ástæðu til
að halda að Minghellí hafi konxist að
nafninu sem þú barst í Englandi og að
hann nxuni vilja nota mig til að bera
vitni i því máli. þetta er hræðilegt. En
eg held að vörn sé til við því og það
er í þínu valdi. Eg held að það sé í
lögum allra siðaðra landa að ekki sé
unt að kúga konu til að bera vitni
gegn manni sínum. þessvegna hefi eg
hug til að bera fram bæn senx er ó-
kvemxleg: Láttu það ekki dragast
lengi, ástkæi’i vinur. Eg vildi gefa alt
til þess að það gæti orðið undireins.
Eg mun lifa í ugg og ótta uns það er
orðið. Eg fer fyrst að lifa þegar eg er
öi’ðin eiginkona þín. Róma."
Hún borðaði kvöldmatinn ein, til
þess að geta hugsað í næði um Rossí.
Hún fór snemma að hátta. Hún lá
vakandi marga tíma, til þess að hugsa
um alt sem komið hafði fyrir; og þeg-
ar hún ætlaði að sofna, til þess að fá
að dreyma um það líka, var hún alt of
hugfaiigiix af hamingju sinni. En þeg-
ar svefninn loks gerði hugsanir henn-
ar óljósar, hvíslaði hún „góða nótt“ og
svaf fram á dag.
Sólin skein inn um gluggann þegar
. lxún vaknaði. Ilún var altekin af hinni
blessuðu tilfiixning hanxingju og unað-
ar. Alt var gott og hún var svo óum-
ræðilega glöð. þegar hún hugsaði um
dagiixn i gær, fanst henni húix hafa
verið of fífldjörf og hún keixdi í brjósti
um baróninn.
En sú hugsun hvarf aftur þegar, fyr-
ir gleðinni sem gagntók sálu hennar
og líkama.
þegar húix var komin á fætur kom
Natalía til hemxar með bréf. það var
frá baróniixum og ski’ifað i gær:
„MingheRí er konxinn frá London og
eg verð að fá að tala við yður á morg-
um kl. 11. Bið yður gjöra svo vel og
vera heima og sjá um að við getunx
talað saman a. m. k. í hálfan tíma,
án þess að verða fyrir ónæði.“
Á einu vetfangi var sólin horfin af
himninum. það varð hrollkalt í lofti
og myrkur gi’úfði yfir jörðu.
----o----
V.
Forsætisráðlierrann.
I.
það var sunnudagur. Baróninn kom
stundvíslega kl. 11. Ró og stilling var
að sjá í hinu kalda andliti hans.
„Eg átti að vísa yðar hágöfgi hing-
að inn,“ sagði Felice um leið og hann
vísaði ráðheri’anum inn í litlu vinnu-
stofuna.
„Ilafið þér nokkuð að segja rnér,
Felice?"
„Nei, yðar hágöfgi!" Hann benti á
gipsmyndina í horninu og sagði i lág-
atburð (sbr. greinar Sig. Ibsen í
Lögréttu í vetur). það að ungir
námsmenn vilja eyða tíma og fé
til að vinna á móti því, sem þeir
álíta rangt, er ætíð lofsvei't, ekki
síst þegar svo stendur á eins og
hér, að óhagurinn er allur við að
standa með óvinsælli nýbreytni.
Bók Stefáns Péturssonar er góð
eins og hún er. En hún hefði get-
að verið beti’i. Hún er innlegg mál-
færslumanns eða öllu heldur trú-
boða. Hún er einskonar allsherjar
svar móti árásum á sameignar-
stefnuna rússnesku, sem birst
hefir í blöðum og tímaritum hér
á landi. En bókin myndi hafa náð
enn betur tilgangi sínum, ef höf.
hefði stuðst við frásagnir manna
eins og Berti'and Russel og H. G.
Wells, sem gist hafa Rússland og
sagt bæði kost og löst á þessari
nýju stjórnarfarstilraun.
Sumum mönnum hér á landi er
það áhyggjuefni að ekki alllítill
hluti af nemendum mentaskólans
og háskólans telja sig fylgjandi
stefixu sameignarmanna. þetta
ætti þó varla að vei’a svo mikið
kvíðaefni hinuixi reyndu og gætnu
mönnum. Æska er altaf æska. Fyr
á árum voru stúdentarnir glóandi
af frelsisást og baráttuhug við