Tíminn - 23.07.1921, Síða 4
90
T I M I N N
HvniílsMni
Skóuerslun Hafnarstræti 15
Selur landsins bestu gúmmí-
stígvél, fyrir fullorðna og börn
— ásamt allskonar leðurskó-
fatnaði, fyrir lægst verð.
G-reið og ábyggileg viðskifti.
um liljóðum: „Hann varð eftir í gær-
kvöld, eftir að hinir voru farnir, og —“
pað heyrðist skrjáfa í kjól utan við
dyrnar og baróninn tók fram í og
sagði hátt:
„Viljið þér segja greifafrúnni að eg
muni lita inn til hennar áður en eg
fer.“
Róma kom inn. Brosið var ekki á
vörum hennar eins og venjulega. það
var einhver mótþrói í andlitinu. En
baróninn sá það þegar, að á bak við
lá ótti, sem hún var að reyna að fela.
Ilann hneigði sig fvrir henni, rólega,
eins og venja var, hann kysti á hönd
hennar, rétti henni blómið úr hnappa-
gatinu, leiddi hana til sætis og settist
sjálfur andspænis.
Ekki með einu orði vikið að því sem
gerðist daginn áður; enginn ásökun-
arvottur i augnatillitinu. Nokkur
Spaugsyrði, áður en hann komst að
efninu.
„pað er orðið langt síðan við höfum
setið liér i ró og næði. Og margt hefir
breyst. þér sjáið að eg hefi hlýtt boði
yðar. Eg hefi verið álengdar i iieilan
mánuð. það var hart, grimmilega
hart, og eg hefi oft sagt við sjálfan
mig að það væri óviturlegt. En eg
varð að beygja mig fyrir viija yðar.
Og nú —hvað getið þér nú sagt mér?“
„Ekkert!" svaraði hún og horfði
beint framundan.
„Alls ekkert?"
„Alls ekkert!“
Hún sat kyr og hann virti hana fyr-
ir sér þögull. Síðan stóð hann upp og
fór að ganga fram og aftur um stof-
una.
------o-----
Á víð og dreíf.
Danska lántakan.
Nú er það svo að segja á allra
vitorði, að ef Jón Magnússon fær
nokkurt viðskiftalán í Danmörku,
þá verður það með þeim skilyrð-
um, að borgaðar verði af því skuld-
ir allra danskra kaupsýslumanna
við menn á Islandi. þetta myndi
á engan hátt bæta úr kreppunni.
Munurinn aðeins sá, að með þessu
móti tekur landið á sig að standa
skil á skuldum allra íslenskra
Dani. það var í þá tíð viðfangsefni
fyrir þá sem djarfir vildu teljast
og frjálslyndir. En með aldrinum
hafa margir af þessum mönnum
breyst, jafnvel orðið konung-
kjörnir og krossaðir fyrir náð
Dana. Varasömu mennimir þurfa
þessvegna tæplega að óttast að
nemendur háskólans efni til sam-
eignarríkis áð rússneskum sið.
Vorhugur er annað en hausthugur.
X.
-----o----
Látinn er á heimili sínu á Hlíð
í Skaftártungu Sigurður prestur
Sigurðsson. Var hann á ferð hér í
bænum um síðustu mánaðamót
og smitaðist af inflúensunni. Hélt
þó af stað heimleiðis, og komst
heim, en fékk þá lungnabólgu.
Síra Sigurður var fæddur í Flat-
ey á Mýrum 21. sept. 1883. Hann
kom roskinn í skóla og að loknu
námi sigldi hann til Parísar til
framhaldsnáms. Hann var maður
prýðilega látinn af öllum sem kynt-
ust honum, drengur góður og
sæmdarmaður í hvívetna. Hann
var ókvæntur.
-----o----
braskara við danska menn. það er
samábyrgð allra íslendinga fyrir
braskskuldum 100—200 kaup-
manna. Ofan á þetta bætist að
landið taki að sér að ábyrgjast
skuldirnar með nafnverði. En
mjög mikið af þeim myndu dansk-
ir lánardrotnar nú fúsir að selja
fyrir 80%. Lán sem varið yrði
með þessum hætti, væri þjóðinni
til einskis gagns á nokkurn hátt,
en stórhættulegt að öðru leyti,
bein útlát fyrir landið og þjóðfé-
lagið sett í vanda fyrir menn sem
ekki eiga kröfu til slíkra hlunn-
inda.
Samvinnan í höfuðstaðnum.
Tvö kaupfélög hafa starfað hér
í höfuðstaðnum. Annað, hið eldra,
er í Sambandinu, því að félags-
menn höfðu ekki neitt á móti sam-
ábyrgðarskilyrðinu. I yngra félag-
inu voru skoðanir skiftar um þetta
atriði. Minni hlutinn vildi hafa
samábyrgð, en meiri hlutinn ekki.
En nú eru samvinnulögin gengin í
gildi, og þau lög bjóða samábyrgð
í öllum innkaupsfélögum, sem vilja
starfa á samvinnugrundvelli. þetta
hlýtur að verða til þesjj að félög-
in renni saman í eina heild, og er
það mál nú á góðum vegi. Ein-
hverjir ganga að sjálfsögðu úr
yngra félaginu þe'gar samábyrgð-
arskyldan kemur, en í stað þeirra
koma nýir menn, því að af miklu
er að taka í höfuðstaðnum. Sam-
vinnulögin heimila félagi að hafa
margar búðir í sama bæ. Félög
þessi gera ráð fyrir að byrja með
að hafa þrjá útsölustaði og fjölga
þeim eftir þörfum. það er gömul
reynsla bæði erlendis og hér á
landi, að kaupfélögin dafna best
þegar hart er í ári. þá finna menn
þörf til að spara þótt í litlu sé. því
miður er bersýnilegt að harðæri
er fram undan og ástæða til að
óttast að höfuðstaðurinn verði
ekki vel úti. Er þá vel ef kaupfé-
lagsskapurinn getur orðið bænum
hjálparhella engu síður en sveitun-
um. Má og ráða nokkuð af reynsl-
unni, því að þessi tvö litlu félög
hafa, eftir því sem kunnugir menn
fullyrða, sparað bænum beint og
óbeint um 60 þús. kr. á einni vöru-
tegund síðastliðið ár. Hefir þó
veltufjárskortur verið þeim til
mikils baga.
Vansmíði hjá útflutningsnefnd.
Eitt af því sem hjálpað hefir
mest fisksölunni hér á landi er
strangleiki þorsteins heitins fiski-
matsmanns. Erlendar þjóðir hafa
fundið að þær máttu treysta fisk-
matinu (en ekki síldarmatinu
enn). En í sumar sem leið kom
fyrir leiðinlegt atvik, sem di’egur í
efa að óhætt sé að treysta skilyrð-
islaust á alla matsmenn, þótt til-
nefndir séu af stjórnarvöldunum.
Er sú saga þess máls að útflutn-
ingsnefnd seldi á uppboði í haust
í Viðey nokkuð af Labrador-fiski.
í uppboðsbókunum er hann nefnd-
ur fyrsta flokks fiskur, og kaup-
endurnir tóku það trúahlegt. Upp-
boðsfiskur þessi skifti síðan nokkr-
um sinnum um eigendur á fáum
vikum og var að síðustu keyptur
fyrir firma í Englandi gegn mats-
vottorðum manna sem sýslumað-
urinn í Hafnarfirði hafði tilnefnt
til að meta fiskinn. En er til kom
reyndist fiskurinn skemdur og
firma það í Englandi, sem átti
fiskinn, tapaði þar allmiklu fé. Að
ósk þeirra hefir málið verið rann-
sakað. Kom þá í ljós að sá maður
sem útvegað hafði Englendingum
vöruna, hafði vitanlega bygt á
vottorðum hinna dómkvöddu
manna. Og ef einhverjir voru brot-
legir, þá var það útflutningsnefnd
eða hinir dómkvöddu menn. Við
rannsóknina er talið að komið hafi
í Ijós, að fiskurinn hafi árið áður
ekki fengist metinn sem fyrsta
flokks vara. Hafi útflutningsnefnd
vitað það, en samt látið bókfæra
vöruna sem nr. 1. ári síðar, þá er
lítill vafi á, að ef málið kemur í
dóm, yrði landið að bæta hinu er-
lenda firma skaðann. En þetta er
því miður ekki aðalatriðið, heldur
hitt: Hvað veldur því, að matið er
svo hverfult, að vara'sem ekki er
nr. 1 í fyrra, hækkar í tign við að
geymast eitt ár ? þetta ákvæði þarf
rannsóknar til hins ítrasta. Hafi
hinir dómkvöddu menn metið
rangt í haust, eða hafa þeir met-
ið rétt? Ef noklcur grunur fellur
á mat dómkvaddra manna, þá er
það sama og að eyðileggja gersam-
lega fiskmarkað íslendinga. þess-
vegna er það skylda hins opinbera
að láta rannsókn fara fram í þessu
máli, jafnvel þó að það kunni að
leiða til þess að landið fyrir að-
gerðir útflutningsnefndar verði
fyrir einhverju tapi. það hlýtur
ætíð að verða smávægilegt í sam-
ánburði við það, ef hætt verður að
treysta á matsvottorð íslendinga.
Skólamál Seyðfirðinga.
Fyr er frá sagt að kaupmanna-
klíkan á Seyðisfirði vildi af póli-
tiskum og verslunarlegum ástæð-
um flæma Karl Finnbogason frá
skólanum, og höfðu meiri hluta í
skólanefnd í fyrra af því að þá
voru í nefndinni tómir kaupmanna-
sinnar. En þegar almenningur á
Seyðisfirði vissi um atferli skóla-
nefndar, sendi mikill meiri hluti
af aðstandendum barna áskorun til
landsstjórnarinnar að veita Karli.
það dugði ekki og mátti furðulegt
heita. Borið við að skólanefnd yrði
að ráða. í vetur feldu bæjarbúar úr
nefndinni alla andstæðinga Karls,
nema einn pilt að nafni Guðmund,
sem hröklast hafði úr neðstu
bekkjum mentaskólans þangað
austur. Einn úr gömlu nefndinni,
búðarloka að nafni Jón, skrifaði í
ónefnt blað eystra kærupunkta
sína um skólastjórn Karls nú í
vetur. Lagði hann þar fram öll
sín gögn. En þá stefndi skólastjór-
inn honum og sá Jón sitt óvænna
þegar í stað, er málið var komið til
sýslumanns. Vildi hann ekki bíða
aóms, en kaus heldur að borga
sjúkrasamlagi Seyðisfjarðar 500
kr. fyrir 12. maí, og það hefir
hann gert. Með þessu höfðu nillli-
liðir Seyðisfjarðar beðið endanleg-
an ósigur í málinu, því að með því
að borga slíka sekt, án dóms, hefir
Jón viðurkent ranglæti sitt og þá
um leið allra jábræðra sinna. þar
sem nú að skólanefndarformaður-
inn og aðalforsprakkinn í herferð-
inni móti Karli hefir nú lotið
svona lág-t, hefir landsstjórnin nú
ástæðu til að taka gerðir sínar frá
í fyrra til endurskoðunar og bæta
ráð sitt. Er það því auðveldara
sem hin nýja skólanefnd Seyðis-
fjarðar mun hafa fullan hug á að
bæta fyrir syndir fyrirrennaranna.
Kaupgjaldsmálið.
Bændur austanfjalls og Dagur á
Akureyri hafa í vetur rætt kaup-
gjaldsmálið og reynt að þoka því
í það horf, að kaupgjaldið yrði í
hlutfalli við sölu afurðanna. Með
lítilsháttar breytingum má úr því,
sem þessir aðilar hafa bygt, gera
sjálfstætt kerfi um alt kaupgjald
í landinu, bygt á samvinnuhug-
sjóninni. Öllum starfandi mönnum
á sjó og landi í þjónustu einstakra
manna eða landsins væri af at-
vinnumálaráði landsins (ekki
stjórnarráði) ákveðin lágmarks-
laun í byrjun starfstímans. Öll
sala íslenskra afurða færi fram-
undir opinberu eftirliti. Og þegar
henni væri lokið, fengju allir
verkamenn og embættismenn upp-
bót lágmarkslaunanna, eftir því
hvernig þjóðarbúskapurinn hefði
borið sig það ár. Vitaskuld yrði
töluvert erfitt að fullgera slíkt
kerfi. Og fráleitt yrði það vinsælt
í fyrstu. En á hinn bóginn sýnist
einsætt að atvinnuvegunum hnign-
ar, landssjóður er þurausinn, at-
vinnuleysi vex, hungursneyð getur
staðið fyrir dyrum, landflótti er ó-
mögulegur. Og hvað er þá fyrir-
hendi fyrir þá sem landið byggja
annað en reyna að bjargast sam-
eiginlega eftir því sem best má
verða ?
----o-----
Fréttir.
„Framtíðin“, verslunin sem L.
Zöllner hefir lengi átt á Seyðis-
firði er nú seld Sameinuðu versl-
ununum.
Minnisvarði yfir Jón Sigurðsson
forseta var afhjúpaður í Winni-
peg hinn 17. f. m. Minnisvarðinn
stendur á hinum veglegasta stað,
á fletinum við hið nýja þinghús
Manitobafylkis. Thomas H. John-
son ráðherra stýi'ði athöfninni og
talaði fyrstur. þvínæst talaði síra
Runólfur Marteinsson á íslensku
og B. J. Brandson læknir á ensku.
þá afhjúpaði frú Stefanía Guð-
mundsdóttir minnisvarðann og
var hún klædd í hinn íslenska há-
tíðabúning. Fylkisstjóri Manitoba-
fylkis talaði síðastur og þakkaði
fyrir hinn veglega minnisvarða.
Atvinnuleysi. Alvarlegt er það
ástand að mikið atvinnuleysi skuli
vera hér í bænum, nú um hábjarg-
ræðistímann. Ræður að líkindum
hvað muni á eftir fara á vetri sem
í hönd fer. Bæjarstjórnin hefir
skipað nefnd til þess að athuga
málið. En ekkert heyrist frá lands-
stjórninni. Skaut hún skolleyrum
við þeim tillögum sem fram komu
fyrir mörgum mánuðum hér í
blaðinu, og miðuðu að því að
koma í veg fyrir slíkt vandræða-
ástand. Vantar nú ekki annað en
að stjórnin taki miljónalán í Dan-
mörku, í því skyni einu að borga
skuldir danskra spekúlanta.
Handritasöfn Landsbókasafns-
ins. Nýlega er komið út annað
hefði hins fyrsta bindis af Skrá
um handiitasöfn Landsbókasafns-
ins. Páll Eggert Ólason prófessor
hefir samið og er hinn sami góði
frágangur og á fyrsta heftinu. En
seint gengur það að korna út svo
merkri bók. Fyrsta heftið kom út
í árslok 1918. Ekki mun standa á
Páli, þeim mikla vinnuhesti. í
þessu hefti er lokið skrásetningu
handritanna sem eru í „folio“broti.
þá nær það yfir hátt á sjötta
hundrað íjórblöðunga.
„Morgunn“. Síðara hefti þessa
árgangs er komið út. Efni fjöl-
breytt og skemtilegt að vanda.
„Goðafoss“ hið nýja skip Eim-
skipafélagsins er nú um það bil
fullbúið. Hefir því verið siglt
stutta leið til tilraunar og tekist
vel.
Síldveiði er að byrja á Norður-
landi. Hefir mikil síld sést. Nálega
engir innlendir menn stunda veið-
ina.
Spánarsamningurinn. Pétur Zóp-
hóníasson ritari á Hagstofunni rit-
ar grein í Morgunblaðið og leið-
réttir ummæli blaðsins um það hve
miklu hinn hækkaði Spánartollur
á íslenskum saltfiski mundi nema.
Hann kemst að nákvæmlega sömu
niðurstöðu og Tíminn. — Annars
eru síðustu fregnir þær af Spánar-
samningunum að þeir hafa verið
framlengdir tii 20. sept. og upp-
segjanlegir úr því með mánaðar-
fyrirvara. Til 20. október a. m. k.
búum við þá við lægri tollinn. En
væntanlega gefst tækifæri til þess
síðar að athuga framkomu Morg-
unblaðsins í þessu stórmáli.
„Aldrei að spara“ virðist vera
orðtak landsstjórnarinnar. Síðan
Sveinn Björnsson varð sendiherra
hefir verið laus forstjórastaðan
fyrir Brunabótafélagi íslands. Sig-
urður Eggerz fyrverandi ráðherra
gerði landsstjórninni kost á því að
sleppa eftirlaunum sínum og tak-
ast þessa forstjórastöðu á hendur.
En landsstjórnin vildi ekki spara
þessi um 8 þús. kr. eftirlaun. Ilún
sækir einn velunnara sinn, Gunnar
Egilsen, sunnan úr sinni legáta-
stöðu í Genúa og veitir honum
stöðuna og sendir svo vitanlega
einhvern nýjan ómaga sinn suður
Reykjavík.
Pósthólf 122 Sími 228
selur kornvörur, kaffi, sykur o. m. fl.
— f— alt með lægsta verði. — —
Fljót a%reiðsla!
r
Areiðanleg viðskifti.
Martha Sahls Fagskole
for HushoMning',
Ilelenevej 1 A„ Kbh. V.
Husboldningskursus — med eller
uden Pension — beg. Sept., Jan.
og April. — Progfam sendes.
Frekari* vitneskju um skólann
veitir Guðlaug Sigurðardóttir frá
Kaldaðarnesi.
eftir
Stefán Pétursson stud. jur.
Greinileg og skemtileg frásögn
um byltinguna í Rússlandi, tildrög
hennar og ástand það, sem hún
hefir skapað. í bókinni eru 14 á-
gætar myndir af helstu forvígis-
mönnum byltingarinnar og núver-
andi stjórnendum landsins. Bókin
hefir hlotið einróma lof allra
þeirra er hana hafa lesið. Öefað
merkilegasta bókin á árinu. Frá-
gangur allur hinn vandaðasti.
Verð einar 5 krónur.
Menn úti um land geta snúið sér
til Guðgeirs Jónssonar bókbindara,
Hverfisg. 34, Rvík, og fengið hana
senda gegn póstkröfu.
í ókeypis sumarfrí í Genúa. það
vantar ekki fé í landssjóðinn ís-
lenska!
Mannalát. Fyrir nokkru er dá-
in merkiskonan þuríður Ólafsdótt-
ir í Ögri í Norður-ísafjarðarsýslu,
ekkja Jakobs heitins Rósinkars-
sonar, er dáinn er fyrir mörgum
árum. Bjó þuríður með dætrum
sínum mesta myndarbúskap, og
hélst jafnan í Ögri sama rausn
og höfðingsskapur sem í tíð Jakobs
heitins. Síðustu árin átti þuríður
við heilsuleysi að stríða og lá oft
rúmföst tímunum saman. — Ný-
lega er og dáin kona Kolbeins
Jakobssonar hreppstjóra í Unaðs-
dal á Snæfjallaströnd, mesta merk-
iskona.
í vor er leið, um sumarmálin,
andaðist húsfreyja Bjarnheiður
Magnúsdóttir í Arabæ í Flóa, kona
Guðjóns þorsteinssonar smiðs frá
Berustöðum í Iioltum. Ilún var að-
eins 30 ára er hún lést, mesta
myndarkona og ágætis manneskja
í alla staði.
Enn má nefna, að nýdáin eru
hjónin á Hurðarbaki í Flóa, Berg-
ur Jónsson, sonur Jóns Bergsson-
ar er eitt sinn bjó í Stafholti, og
kona hans Ingigerður Hjartar-
dóttir, ættuð frá Eystri-Kirkjubæ
á Rangárvöllum. Fluttust þau
hjónin í vor frá Ilelgastöðum á
Skeiðum að Hurðarbaki. Voru þau
hjón á besta aldri og mannvænleg.
þau dóu bæði úr lungnabólgu.
Fyrirspurn.
Passíusálmarnir síðasta (45.) út-
gáfa í einföldu bandi, aðeins með
gyltum sniðum og gyltu nafni á
framhlið, eru seldir á 10 — tíu —
krónur. Voru að sögn upphaflega
verðsettir á 12 kr.
Hvernig má það vera, að eigi sé
hægt að selja, sálmana vægara
verði en þetta? Geta ekki kirkju-
og kristindómsvinir í höfuðstaðn-
um stuðlað að því að íslensk al-
þjóð eigi kost á sálmunum fyrir
sanngjarnt verð?
Hið sama má eiginlega einnig
segj a um síðustu útgáfu sálmabók-
arinnar.
Skólastjóri af Norðurlandi.
•
Ritstjóri:
Tryggvi pórhallsson
Laufási. Sími 91.
Prentsmiðjan Acta.