Tíminn - 20.08.1921, Síða 1

Tíminn - 20.08.1921, Síða 1
Reykjavík, 20. ágúst 1921 • ■■■■ 7.;■'V. . 99 Fras^-vélin að vinnu í Fossvogi. Moldarstrokan stendur aftur undan vélinni. Einn hnausinn virðist stefna á Sigurð Búnaðarfélagsforseta; sést hann í horni myndarinnar til vinstri. 34. blað V. ár. Búskapurinn á Vífllsstöðum. Að spá illu. Akab hét sá konungur ísi’aels- manna sem var einna verst kynt- ur. Honum var illa við spámann- inn Míka Jimlason. Ilann sagði meðal annars þessi frægu orð um Míka: „Mér er lítið urn hann gefið, því að hann spáir mér aldrei góðu en ávalt illu.“ Sá er þetta skrifar hefir senni- lega eitthvað svipað álit og Míka Jimlason, hjá þeim sem nú fara með Akabsvöldin hér heima á ís- landi. það er ákaflega nauðsynlegt starf að vera á verði gagnvart ó- hæfri landsstjórn) og ,,spá illu“, þ. e. að sýna þjóðinni það svart á hvítu hversu það er háskalegt að láta óhæfa landsstjórn sitja árum saman. Og fáir munu þeir vera sem lá Tímanum það, undir núver- andi kringumstæðum, þótt hann spái illu, þegar talið berst að nú- verandi landsstjórn. þaö er yfir- leitt ekki hægt annað en spá illu. En það er dálítið einhæft, bæði fyrir lesendur og ritstjóra, að gera ekkert annað en að spá illu, að halda sér altaf við þetta leiða efni, þótt það sé harla nauðsynlegt að ræða það. þessvegna var það að ritstjór- inn gerði sér beinlínis ferð suður að Vífilsstöðum til þess að líta þar á búskapinn. Og meðan hann var þar gleymdi hann öllu vandræða- fálmi og aðgerðaleysi landsstjórn- arinnar, við það að sjá þar handa- verk mikils framfara og atorku- manns. þær fregnir vill hann nú færa lesendunum. Ráðsmaðurinn ' og bústjórinn á Vífilsstöðum heit- ir þorleifur Guðmundsson. Hann er ættaður norðan úr Skagafirði, sonur Guðmundar bónda þorleifs- sonar á Ilrafnhóli. Var Guðmund- ur talinn með afbrigðum fjár- glöggur maður og áreiðanlegur. þorleifur er ellefti maður í beinan karllegg frá Jóni biskupi Arasyni. þorleifur kom fyrst sjúklingur að Vífilsstöðum en náði þar fullri heilsu. Fyrstu ár Hælisins var enginn búskapur rekinn þar fyrir reikn- ing þess. Jörðin var seld á leigu. Öll mjólk og alt það sem bú getur í té látið var keypt að. Á alþingi 1915 var loks veitt fé til fjós-, hlöðu- og safnhúsbyggingar á Víf- ilsstöðum og þá ráðið um leið að fara að reka þar bú fyrir reikning landsins. Um vorið 1916 tekur svo Ilælið við jörðinni og kaupir fyrstu kýrnar. þá hafði þorleifur skömmu áður verið ráðinn ráðs- maður Ilælisins. Hann er fyrsti ráðsmaðurinn sem um leið er bú- stjóri. Ræktaða landið. Nú eru um 40 dagsláttur komn- ar í rækt á Vífilsstöðum. þar af eru 25—30 algerlega nýrækt þessi arin síðan þorleifur tók við. Og gamla túnið, sem var 10—15 dag- sláttur, var alt þýft, en er nú alt slétt og véltækt. Rófur eru í c. 2Va dagsláttu, og er það mikið og gott fóður bæði fyrir menn og skepnur. Rófurn- ar stóðu prýðilega vel. í ár eru 16 dagsláttur teknar í nýrækt. Og það minnir átakan- lega á það mikla slys að setja Hæl- ið á einn af hinum mörgu ófrjó- sömu blettum við höfuðstaðinn. Maðui' má vart hugsa til þess hve það hefði verið stórum betra, hefði þorleifur fengið að bylta sér í frjóu og góðu landi. Og þær jarð- ir eru til lítið lengra í burtu. þetta land sem þorleifur verður að g'líma við er eitt af tvennu: meir og minna stórgrýtt holt og melar ,eða yprstu mýrar. Nýræktin í ár er langmest í mel. Afarmikil vinna vitanlega að ryðja og lokræsa. En það er gert með framúrskarandi hagsýni. Og á- rangurinn fram úr öllum vonum. þorleifur hefir bestu trú á áfram- haldandi rækt í melnum. Iiann er hræddari við mýrina. Norðan við IJælið liggur mýra- fláki mikill, um 70 dagsláttur og heitir Vetrarmýri. Mýrin er mar- flöt og sennilega hefir þar áður verið gamall stöðupollur. Vetrar- mýrin hefir verið gjörsamlega ó- nýtt land, bæði vetur og sumar. Lítill gróður og svo ólystugur að vart hafa skepnur fengist til að líta við. þurkun mýrarinnar er byrjuð fyrir nokkru, en nú í vor og sumar er skurðgröfturinn hafinn í stór- um stýl. það er afarmikið verk. þarf bæði mjög djúpa, langa og þétta skurði. í haust á stóra ,,Frásvélin“ Búnaðarfélagsins að þramma þangað suður eftir og tæta sundur Vetrarmýrina. Girðingar eru orðnar gríðar- miklar. þetta árið reist um 4000 faðma gaddavírsgirðing sexþætt. Áveitur eru litlar og verða. Á dálitlu svæði með læknum, og neð- an við Vatnið, er veitt á. En á- veituvatnið er mjög lélegt. Áburðurinn. Ræður að líkindum að þar sem um svo mikla nýrækt er að ræða er áburðurinn eitt stærsta atriðið. Allur húsdýraáburðurinn, und- an hinum mörgu gripum er notað- ur til nýræktarinnai', alt að 45—50 hlöss í dagsláttu. Á gömlu túnin, þá bletti sem oi’ðnir eru graslendi, er ekkert annað notað en tilbúinn áburður. Ilvergi á íslandi hefir tilbúinn á- burður verið eins mikið notaður og á Vífilsstöðum og með svo góð- um árangri. Mjög merkar áburðartilraunir hefir þorleifur gert. Verður hér ekki nema lítið af þeim sagt. Venjulega áburðarblöndunin á túnið er þessi: 100 pund kalí, 200 pund superfosfat og 200 pund chilisaltpétur á, dagsláttuna. í vor voru afmarkaðir margir tilrauna- blettir og voru allir 9 ferfaðmar að stærð. Á einn var borin þessi venjulega áburðarbreiðsla. Á ann- an enginn áburður. Við fyrri slátt- inn í sumar var grasið vegið af báðum blettunum um leið og bú- ið var að slá þá. Af fyrra blettin- um fengust 170 pund, af hinum síðari 92 pund. þorleifur lýkur afarmiklu lofsorði á tilbúna á- burðinn. Afurðir og bústofn. Fyrsta árið (1916) sem þorleif- ur rak búið, fengust 65 hestar af töðu af Vífilsstaðatúni. Um miðja þessa viku voru 220 hestar komnir í hlöðu og óhætt mun að áætla að taða og hafrar verði a. m. k. 400 hestar í ár. Mikið af heyskapnum verður enn að sækja upp í Kjós. í fyrra um 500 hestar. það er voðalega dýr heyskapur, og þess vegna sæk- ir þorleifur nýyrkjuna svo fast, að hann vill sem fyrst losna við Kjósarheyskapinn. Rófnauppskeran verður afar- mikil í ár. ^auðkind er engin á Vífilsstaða- búinu. Stórgripir voru 30 í fjósi síðastliðinn vetui', 26 kýr og 4 hestar. Fullorðin hæns eru nú 60 og 74 kjúklingar. Eggin öll unguð með vél og tekist afbragðs vel. Besti á- rangur hefir verið sá að 83% af eggjunum hafa gefið fullþroska unga. Takmarkið sem að er kept er þetta: Nógur heyskapur heima. Nóg mjólk. Nóg egg fyrir hið stóra heimili'. Og svo einhversstaðar fram undan: nógu stórt fjárbú til að leggja Hælinu til nóg kjöt. Fjós er til yfir 28 kýr. Fjósið er ágætt og þannig frá gengið að hægt er að stækka. Safnhús er undir fjósinu. Illaðan tekur þúsund hesta og votheystóftin 200 hesta. það besta er enn ótalið. um búskapinn á Vífilsstöðum og það er þetta: þrátt fyrir allan þennan mikla kostnað sem lagst hefir á búið á Vífilsstöðum, þessa miklu nýrækt á þessu afarerfiða landi, allan skurðgröftinn og gii'ðingarnar, allan aðkeypta fóðurbætirinn og á- burðinn og hinn erfiða heyskap langar leiðir upp í Kjós — þá hef- ir þorleifi tekist það með framúr- skarandi mikilli hagsýni og dugn- aði að láta búið bera sig ágætlega vel. það hefir borgað upp skuldina við byggingarnar og annað, allan hinn margvíslega reksturskostn- að — og framyfir þetta alt saman. Að spá góðu. það er eins og að koma í annan heim að koma úr stjórnmálamold- viðrinu og stjórnarvandræðunum í Reykjavík og heimsækja þorleif á Vífilsstöðum. þar verður ekki öðru spáð en góðu. það er beinlínis skóli í bjartsýni um framtíð landbúnaðarins á ís- landi að heimsækja þorleif á Víf- ilsstöðum. • Og mikið lán er það þá er svo vill til að svo dugandi og hagsýnir menn fá í hendur forstöðu fyrir stofnunum landssjóðs. Væru þeir margir slíkii- embætt- ismenn hins íslenska þjóðfélags mundi það vera ánægjulegt að spá góðu um framtíð landsins. Væri það hinn sami andi sem ríkti um stjórn þjóðarbúsins ís- lenska sem ríkir á Vífilsstöðum myndi ekki um hann þurfa að spá „aldrei góðu en ávalt illu.“ það ætti að ríkja þar hinn sami andi og ríkir á Vífilsstöðum. o- í íslenskri jarörækt. Eftir Jón Jónatansson. Nl. Eins og tekið er fram áður er ennþá örðugt að áætla fjölda vinnudaga á ári handa slíkri vél. En yfir 100 verða þeir varla ef miðað er við jarðvinslu aðeins. Dráttarvélina má nú að vísu nota til annars, þegar ekki verður unn- ið að jarðvinslu. Mætti láta hana draga vagna, hreyfa vinnuvélar, t. d. grj ótmulningsvél o. s. frv. Væri þesskonar verkefni nóg fyrir hendi mundi það fjölga vinnudögunum og hafa mikil áhrif á kostnaðinn við vinnu vélarinnar við jarðvinsl- una. En um það verður ekkert full- yrt hvort slíkt verkefni verður fá- anlegt, svo að um muni. Verkefn- ið þarf ekki aðeins að vera til, heldur einnig að vera þannig vax- ið, að hagkvæmara þyki að nota stóra og aflmikla vél sem þessa fremur en minni dráttarvél og ó- dýrari. Um endingu vélarinnar er það að segja fyrst og fremst, að sjálf- sagt er að reikna þar varlega, en það ætti að mega teljast varlegt að ætla henni að endast með tals- verðu viðhaldi þó, í 5 ár; lengri tíma má ekki reikna, því enda þó vélin sennilega endist lengur, er hæpið hvoi't viðhaldið borgar sig úr því. Ber þar ekki aðeins að líta á það, að vai'ahlutar eru í sjálfu sér dýrir, heldur öllu fremur hitt, að vinnutafir þær, sem tíðar bilan- ir og endurnýjanir valda, ei’u enn hættulegi’i. Er það því alveg sjálf- sögð regla um slíkar stórar og dýr- ar vélar að reikna þeim ekki meiri endingu en telja má fullvíst að þær hafi, með tiltölulega litlu við- haldi. Vél þessi virðist vera traust og vel smíðuð, þó hefir nú þegar smávægileg bilun átt sér stað, or- sökin líklega smíðagalli eða veila í efninu, og það hefir í’eynslan þegar sýnt, að seiga mýi’ai’þýfið okkar þarf verulega traust tæki og hér verður ef til vill að gera enn hai’ðari kröfur um traustleik- ann heldur en alment er gert er- lendis. Mjög alment getur slík vél sem þessi ekki komið hér að noturn. Verkefnið verður að vera talsvert rnikið á hverjum stað. 1 sambandi við áveitur getur verkefnið víða orðið mikið. En til þess að land veroi brotið með vélinni til tún- ræktar, þarf að vera kostur á á- burði, og önnur þau skilyi’ði að vera fyrir hendi sem gera þá rækt- un arövænlega, en svo er einmitt hér í Reykjavík og grend. En þrátt fyrir það þó takmörkin fyr- ir því ao slíkar vélar geti orðið hér að liði, virðist í fljótu bi’agði nokkuö þröng, verður þó hiklaust að telja komu vélarinnar merkis- viðburð í sögu íslenskrar jai’ði’ækt- ar, sem, ef rétt er að farið, mætti verða hér til mikilla framfara. Nægilegt vei’kefni handa vélinni það sem eftir er sumai’s, mun nú þegar vera fengið hér í grendinni, og með þeirri vinnu vei’ður fengin talsvei;ð reynsla sem leggja má til grundvallar fyrir notkun hennar á næsta ári. Sjálfsagt væri það æskilegt að reynt yrði að finna sem hagkvæm- ast fyi’ii’komulag á vinnu vélai’- innar, er til þess kemur að vinna með henni t. d. austur í sveitum, einkum ef reynt yi’ði að vinna með tiltölulega litlu vei’kefni á hverjum stað og tíðum flutningi milli vinnustaða, þyrfti þá senni- lega að setja. eigi aðeins fastan vinnutaxta, heldur einnig, ef ætl- ast væri til að láta vélina koma hinum smærri bændum að liði, að finna leið til þess að vinnukostnað- ur þyrfti ekki að greiðast allur í einu, en mætti skiftast niður á lengri tíma. Eru til þess ýmsar leiðir og vei'ður sjálfsagt Búnaðai’- félaginu og landsstjói’n í samein- ingu ekki vandræði úr að finna einhvei’ja sem fær er. -----o---- Berklaiannsóknir á kúm. Út af gi’ein þoi’steins á Grund í næstsíð- asta blaði um berklarannsóknir á kúm, er rétt að geta þess, áð á Suð- urlandi a.m.k vii’ðist engin ástæða til að leggja mikla áherslu á slíka rannsókn. Magnús Einarsson dýra- læknir hefir nú í 25 ár starfað hér í bænum og á því tímabili haft tæki fæi’i til að rannsaka um 10 þús- und nautgripi. í engum þessara gripa hafa fundist berklar með fullri vissu. Af þessari miklu reynslu dýralæknisins má hiklaust draga þá ályktun að á þessu svæði er berklaveiki í nautgripum annað- hvort ákaflega sjaldgæf, eða, og það er sennilegra, að hún sé alls ekki til. Ótti sá sem einstaka menn hafa haft í þessu efni, er því alveg ástæðulaus. Dýralæknii’inn heldur vitanlega áfram að rann- saka meðal annars alla nautgripi sem slátrað er í Reykjavík, og meðan hann verður ekki var við sjúkdónxstilfelli við þá rannsókn, er með öllu ástæðulaust að hefja sérstaka og kostnaðai'sama rann- sókn um þetta efni. Látinn. Hinn 5. þ. m. dó hér í bænunx þorsteinn Tómasson járn- smiður, 69 ára gamall. þorsteinn heitinn var einn í tölu hinna bestu og gi’andvörustu borgara bæjai’- ins, dugnaðarmaður mikill og hag- sýnn. Kvæntur var hann Valgerði dóttur Ólafs sáluga í Lækjarkoti. Lifa þrjú börn þeirra: Ólafur læknir hér í bænum og tvær dæt- ur. Banamein þoi’steins var bi'jóst- veiki.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.