Tíminn - 20.08.1921, Síða 4
102
T í M I N N
Námsskeið fyrir eftirlitsmenn
Námsskeið verður haldið frá 30. okt. til 11. desember næstk. hér
í Reykjavík, i'yrir þá, er ætla sér að verða eftirlitsmenn fyrir.eftirlits-
og fóðurbirgðafélögin.
Nemendur fá 100—200 kr. ferða- og dvalarstyrk. Umsóknir send-
ist til
s-
IB-ÚLna.ða.rféleLg-s Islands.
Allur heimurinn stendur á öndinni út af
írlandsmálunum.
Bestar upplýsingar um þau fáið þér í bókinni írland, söguleg
lýsing eftir dr. G. Cli. Hill. Verð aðeins kr. 3,25. Pæst hjá öllum
bóksölum á landinu eða beint frá
r r
Bókaverslim Arsæls Arnasoiiar, Beykjavík.
Födui*- og
vigtarskýrslnr
fyrir sauðfé og iiross, eru nýútkomnar, kosta 2 kr. í bandi. Ennfremur
Fóður- og miólkurskýrslur
fyrir nautpening, kosta 2 kr. í bandi. Bækur þessar eru nauðsynlegar
hverjum bónda. Pást hjá
Búx&adarfélagl Islands.
Fréttir,
„það mál ætla eg ekki að.ræða okk-
ar í milli, barnið gott. þér eruð æstar
og vitið- elcki hvað þér segið. Eg vil
aðeins segja það, að þótt Davíð Leóne
hafi verið vinur föður yðar, þá hefir
hann komið fram við yður eins og
versti óvinur!"
„Kemur ekki málinu við! það kem-
ur mér einni við. Ef mér þóknast að
fyrirgefa honum þá kemur það eng-
um öðrum við. Og eg h e f i fyrirgef-
ið lionum. Hverjum kemur það við?
„Kæra Róma! Eg gæti vel sagt, að
það komi mér líka við, og að sú móðg-
un sem yður var veitt, hafi og verið
mér veitt. En eg ætla ekki að tala um
sjálfan mig. En það að þér skuluð svo
gjörsamlega snúa við blaðinu — þér
sem tókuð það að yður fyrir tæpum
mánuði síðan að — að svíkjast að
þessum Rossí, þér berjist nú eins og
ljón til þess að frelsa hann — það er
vægast talað mjög einkennilegt og
það er ómögulegt að skýra það, nema
því aðeins að eg geri ráð fýrir að —
að þér ....“
„Að eg elski hann — já það er sann-
leikurinn", kallaði Róma með skýrri
raustu, þótt hlóðið stigi henni til höf-
uðs og þótt hún skylfi öll.
Fullkomin þögn ríkti eftir þessa
játningu. Bæði lutu höfði og það var
eins og myndin hvíta væri að virða
þau fyrir sér. það fór eins og hrollur
um baróninn og með hásri og lágri
röddu sagði hann:
„Mér fellur þetta sárt! Mér fellur
það mjög sárt! hvi að sé svo komið,
þá neyðist eg til pess að breyta á þá
leið að svo líti út sem eg sé með öllu
tilfinningalaus. Takist það ekki að fá
heimild til að leggja hendur á Davíð
Rossí meðan þingið situr, þá verður
það -að gerast þegar i stað á eftir. þá
verður að sanna það fyrir dómstólun-
um hver liann er. Yður mun verða
stefnt, og þar eð þér neitið að bera
vitni einslega, munuð þér verða
neyddar til að tala fyrir réttinum."
„þið getið ekki neytt mig“, sagði
Róma áköf, eins og'henni hefði dott-
ið eitthvað i hug.
„Hversvegna ekki?“
„það þurfið þér ekki að vita. ])að er
leyndarmál mitt. En eg segi yður að
ekkert vald mun neyða mig til þess.“
Hann leit á hana, eins og hann
vildi lesa hugsanir hennar.
„Við sjáum til!“ sagði hann.
Nú heyrðist rödd frænkunnar úr
næsta herbergi. Með aumlogri röddu
kallaði hún á baróninn.
----O----
lEftix'xnasli-
Hinn 29. janúar s. 1. andaðist að
heimili sínu Gunnar bóndi Sveins-
son frá Mælifellsá í Skagafirði.
Hann var sonur hinna góðkunnu
merkishjóna, Sveins Gunnarsson-
ar fyrverandi bónda á Mælifellsá
og Margrétar Árnadóttur konu
hans, sem nú naút traústs og at-
hvarfs hjá þessum efnilega syni
sínum.
Gunnar sál. var fæddur 30. mars
1890 og var því aðeins 30 ára þeg-
ar hann lést. Altof margir einstakl-
ingar yfirgefa fljótt heimahagann
og eyða æskunni, þessum dýrmæta
lífstíma, í léttúð og hugsunarleysi,
hverfa síðan að lokum p hringiðu
lífsins, þar sem þeirra verður ekki
getið að neinu. Aftur á móti eru
aðrir, sem halda trygð við heima-
hagann, byrja strax á því í æsk-
unni að leggja grundvöll þann, er
þeir ætla sér að byggja lífsstarf
sitt á. þessir menn vinna oftast
hávaðalítið og í kyrþey.þeir reyn-
ast jafnan þjóðnýtir menn, fái
þeir að njóta lífsins, og máttar-
stólpar þeirrar sveitar, er þeir
byggj a. það er á störfum þessara
manna sem stóru og smáu þjóðirn-
ar byggja sínar hærri framtíðar-
vonir.
Gunnar sál. var einn af þessum
mönnum. Hann byrjaði snemma á
því að stunda heimili sitt, enda
vann hann þau störfin, sem hvíla
á herðum þeirra einstaklinga, sem
veita heimili forstöðu með dug»-
aði, alúð og skyldurækni. Frá um-
komu- og efnaleysi var hann með
ráðdeild sinni og hagsýni búinrt að
ávinna sér traust og afla þess
efnalegs sjálfstæðis, að hann mátti
teljast einn með hinum nýtustu
borgurum sinnar sveitar, sem
naut virðingar og hylli allra
þeirra, sem einhver kynni höfðu
af honum. Hann fylkti sér undir
merki vor landbúnaðarmanna og
hefði borið það merki fram til sig-
urs sínum háu og göfugu hugsjón-
um, hefði honum enst aldur til.
Við vinir hans minnumst lengi
göfuga og góðlynda drengskapar-
mannsins, sem ætíð var boðinn og
búinn til þess að gera okkur greiða,
við minnumst hinna mörgu á-
nægjustunda sem við nutum á
heimili hans, þar sem gestrisninn-
ar hlýja þel andaði svo hlýlega á
móti öllum þeim, sem heimsóttu
hann, og gerði dvölina hjá honum
þar svo hugnæma.
Blessuð sé minnings hans.
Einn af vinum hins látna.
----o----
Útaf fyrirspurn frá einhverj-
um er nefnir sig „Skólastjóri af
Norðurlandi“ vildi eg biðja yður,
herra ritstjóri, um rúm í heiðruðu
blaði yðar fyrir eftirfarandi at-
hugasemdir.
Fyrirspurnin hljóðar svo:
„Passíusálmarnir síðasta (45.)
útgáfa í einföldu bandi, aðeins
með gyltum sniðum og gyltu nafni
á framhlið, eru seldir á 10 — tíu —
krónur. Voru að sögn upphaflega
verðsettir á 12 kr.
Hvernig má það vera, að eigi sé
hægt að selja sálmana vægara
verði en þetta? Geta ekki kirkju-
og kristindómsvinir í höfuðstaðn-
um stuðlað að því að íslensk al-
þjóð eigi kost á sálmunum fyrir
sanngjarnt verð?
Hið sama má eiginlega einnig
segja um síðustu útgáfu sálmabók-
arinnar.“
Vegna þess að hér er beint far-
ið með rangt mál, verður því ekki
látið ósvarað.
Iívað verðið snertir þá eru út-
gáfurnar tvær af sálmunum, önn-
ur í shirtingsbandi, snotur, með
gyltu nafni framan á og kostar 5
krónur. Hin er í skinnbandi (en
ekki eiföldu bandi) gylt í sniðum
og með gyltu nafni framan á, og
kostar 10 krónur.
Frásögn „skólastjórans“ virðist
því vera ekki sem samviskusam-*
legust hvað þetta snertir.
Passíusálmarnir voru seldir fyr-
ir stríðið á 1 -kr. og voru þá sálm-
arnir „settir“ í þaula, en nú eru
þeir allir „settir“ í hendingum og
betur til útgáfunnar vandað en áð-
ur. Verkalaun og annar kostnaður
við prentiðn hefir, eins og allir
vita, fimmfaldast og pappírinn
hækkað fimm til sjöfalt í verði.
Sálmarnir eru prentaðir árið 1920
og kosta 5 krónur. það ætti ekki
að þurfa neitt gáfnaljós til að sjá
að hér er ekki um neina ósanngirni
að ræða.
Hin útgáfan, 10 króna, er þann-
ig tilkomin, að margir borgarar og
kirkj u- og kristindómsvinir óskuðu
þess fyrir stríðið, meðan ekki var
til nema ein útgáfa, að hægt yrði
að fá sálmana í skrautlegra bandi
til tækifærisgjafa handa börnum
og fullorðnum. þessum óskum var
reynt að fullnægja með því að gefa
út hina einkarsnotru 10 króna út-
gáfu. En eigi var gert ráð fyrir að
hún eða útgáfa hennar yrði notuð
á þann hátt sem „skólastjórinn“
lætur sér sæma.
Hið sama má að mestu segja um
vasaútgáfu sálmabókarinnar. ísa-
foldarprentsmiðja, sem hefir gefið
báðar þessar bækur * út síðasta
mannsaldurinn að minsta kosti,
gaf fyrir löngu út ódýrari og ó-
vandaðri útgáfur af báðum þess-
um bókum, en reynslan hefir sýnt
að almenningur vill þær miklu síð-
ur og að þær seldust næstum ekki
nema þegar hinar betri voru ekki
fyrir hendi (voru uppseldar).
Reykjavík 26. júlí 1921.
Herbert M. Sigmundsson
f ramkvæmdast jóri.
Tíðin. Óþurkar og hægviðri hér
um slóðir undanfarið.
Prestafélagsritið, þriðja ár, er
nýkomið á markaðinn, stærra en
áður. Fjölbreytt að efni.
pjóðvinafélagið. Talið er að 50
ár séu liðin frá stofnun félagsins
hinn 19. þ. m. Hefir dr. Páll Egg-
ert Ólason, forseti félagsins, þeirr-
ar minningar gefið út minningar-
rit um félagið, stórt rit og vand-
að að frágangi. Rekur hann þar
sögu félagsins í stuttu yfirliti,
segir frá stofnun félagsins og til-
drögum, tilgangi þess og fram-
kvæmdum. Hefir þjóðvinafélagið
verið stórmerkur liður í frelsis-
baráttunni. Hinn nýi forseti hefir
þegar sýnt hinn mesta dugnað í
þeirri stöðu. I þinglokin síðustu
var hann kosinn forseti, og nú
er minningarritið komið út, alma-
nakið um það bil að koma út og
nær því vel í haustkauptíðina um
alt land, eins og vera ber. Félagið
hefir þröngan fjárhag. Ættu menn
nú á fimtugsafmælinu að fjöl-
menna í félagið. Bókaútgáfa þess
er svo þörf og merkileg að hún
má ekki niður leggjast. Og félagið
er í góðum höndum hjá Páli E.
Ólasyni.
Söguíélagið. Bækur félagsins
þetta ár eru nýkomnar út. Dýrtíð-
in dregur eðlilega heldur úr útgáf-
unni og er það illa farið. „Blanda“
hlýtur skjótlega að ná alþýðuhylli.
Allskonar skemtilegur fróðleikur
þar á boðstólum. Má t. d. nefna
sagnir um síra Eggert í Stafholti,
son Bjarna landlæknis, eftir Finn
Jónsson á Kjörseyri, ljómandi
skemtilegar frásögur úr Reykja-
víkurlífinu á öldinni sém leið, eft-
ir Klemens Jónsson, sagnir um
síra þórð Jónsson í Reykjadal, eftir
Brynjólf frá Minnanúpi, minnis-
greinar ýmsar eftir Árna Magnús-
son um klaustrin o. fl. Kveðskap-
inn aftur á móti kann sá síður og
ekki að meta, sem þetta ritar. —
Sögufélaginu hafa alls bæst 49 fé-
lagar síðan síðasta skýrsla var
gefin út. það er oflítil viðbót. Allir
fróðleiksfúsir íslendingar eiga að
telja sér það skylt að ganga í
Sögufélagið.
Vaxtalækkunin. íslandsbanki hef-
ir ekki enn lækkað vextina. Lán-
þegar íslandsbanka verða enn að
borga 1 °/o hærri vexti en lánþegar
Landsbankans. Hvernig í ósköpun-
um getur staðið á því, að slíkt get-
ur átt sér stað áfram? Frá sjón-
armiði almennings lítur þó svo út
sem íslandsbanki hljóti að eiga að
mun hægra með að lækka vextina
en Landsbankinn, þar eð íslands-
banki hefir þau sérréttindi frá
landinu að gefa út margar miljón-
ir króna í seðlum, sem hann fær
að hafa með sérstaklega góðum
kjörum. — Er þessi framkoma
blátt áfram lifandi mynd af hinu
forna spakmæli, að: sjaldan laun-
ar kálfur ofeldi? Ætlar landsstjórn
in lengi að horfa á það aðgerða-
laus að sá bankinn sem fær þessi
miklu hlunnindi að gefa út marg-
ar miljónir króna í seðlum, út á
gjaldþol landsins, taki að mun
hærri vexti af lánum, en landsins
eigin banki sem ekki hefir þessi
sérréttindi nema í margfalt
smærra mæli?
Gamansögur. Ársæll bóksali
Árnason gefur út í einu bindi hin-
ar frægu sögur Benedikts Grön-
dals: Iieljarslóðarorustu og þórð-
ar sögu Geirmundarsonar. Hafa
báðar lengi verið ófáanlegar. Frá-
gangur bókarinnar er ágætur. Og
innihaldið er hafið yfir lof. það
skemta sér margir við þann lest-
ur á vetri komandi.
Sú spánska.
1. Maður nýkominn frá Spáni
segir þaðan þær fréttir að mikil
óánægja ríki í landinu yfir hinum
nýju tollalögum stjórnarinnar og
yfir tollinum á íslenska saltfiskn-
um sérstaklega. Koma þessi mót-
mæli fram í blöðum og undirskrift-
ir og áskoranir munu vera á leið-
inni á móti tollinum. — það er vit-
anlega ekki að vilja almennings á
Spáni sem stjórnin þar gerir
frumhlaup þetta. það eru and-
banningar sem beita henni fyrir
sig, og þykir þeim garðurinn
lægstur hjá íslendingum.
2. þó að Spánverjar hefðu bein-
línis keypt sér blað hér á landi til
þess að vinna að hagsmunum vín-
bruggaranna á Spáni og á móti
hagsmunum og frelsi íslands,
hefðu þeir ekki getað fengið sér
þægilegi-a blað en Morgunblaðið er
þeim nú. Ifið keypta blað hefði
ekki getað komið fram öðruvísi í
málinu en Morgunblaðið hefir
gert.
3. Ekkert bólar á því að lands-
stjórnin ætli sér að gera nokkurn
skapaðan hlut til þess að verjast
kúguninni spönsku. Vika líður eftir
viku, dýrmætur tími til þess að
vinna fósturjörðinni gagn, og eng-
inn íslendingur er sendur til að
tala máli Islands á Spáni. Hún ætl-
ar að lifa eftir þeirri reglu stjórn-
in, alveg fram á grafarbakkann,
aíð gera ekki neitt. það reynist af
Egíl! Þorlákss.
kennari, Húsavík, tekur . á móti
borgun fyrir „Dýraverndarann“
hjá mönnum þar á staðnum og ná-
lægum héruðum.
Jóh. Ögm. Oddsson
Laygaveg 63.
þessu að það mun vera „gat“ í
stjórnarskrána íslensku. það hefir
enginn gert ráð fyrir þessum ó-
sköpum, að stjórn sæti lengi og
gerði ekki neitt. Vantar einhver
sérstök ákvæði um slíkt framfei’ði.
Á læknamáli héti það sennilega
„meðfætt fjörleysi“.
Úr bréfi
frá svo harðsnúnum fylgis-
manni landsstjórnarinnar, sem
eftirfarandi orð bera vitni um:
„þið eruð að finna að því að for-
sætisráðherrann stofnaði þetta
nýja embætti í utanríkismálunum.
þið sjáið eftir þessum nálega 12
þús. kr. sem pilturinn fær í laun.
þið segið að embættið sé alveg ó-
þarft.
Eg lít dálítið öðru vísi á málið.
Væri það of mikið þótt varið
væri nokkrum tugum þúsunda
króna á ári beinlínis í því skyni að
tryggja það að ísland fái áfram
að njóta hinnar röggsamlegu,
sparsömu, heilbrigðu og blessunar-
ríku stjórnar Jóns Magnússonar?
Væri það ofmikið þótt synir og
aorir vandamenn stuðningsmanna
Jóns Magnússonar fengju vellaun-
aðar stöður, jafnvel að stofnuð
væru sérstök „óþörf“ embætti
handa þeim? því er það ekki ó-
metanlegt gagn sem menn þessir
vinna fósturjörðinni með því að
styðja Jón Magnússon?
Mér er sagt að stjórnin ætli að
leggja það til við næsta þing, og
stjórnarflokkurinn í þinginu sam-
þykkir það vafalaust, að gera úr
þessu embætti sjálfstætt skrif-
stofustjóraembætti utanríkismál-
anna. þá verður að reisa sérstakt
hús yfir slcrifstofuna á Arnarhóli.
Mikla og veglega höll, að sjálf-
sögðu, því að þar á að halda ríkis-
veislurnar fyrir erlenda sendi-
herra og erlenda hluthafa íslands-
banka. þá verður að bæta við
mörgum starfsmönnum í utanrík-
ismáladeildinni, bæði æðri og
lægri.
Eg spyr enn:
Væri þetta ekki kjörin stofnun,
auk annara sem fyrir eru, til þess
að geta veitt þær stöður allar, son-
um eða aðstandendum stuðnings-
manna Jóns Magnússonar?
Væri það ekki mikil trygging
fyrir því að landið fái áfram að
njóta hinnar röggsamlegu, spar-
sömu, heilbrigðu og blessunarríku
stjórnar Jóns Magnússonar að
eignast slíka „Einherja“, einvala-
lið ungra manna sem eiga upphefð
sína og há laun úr landssjóðnum
Jóni Magnússyni að þakka, og
verða því æ boðnir og búhir til að
slá um hann skjaldborg og verja
stjórn hans?
Viltu að þessu athuguðu kalla
þetta „óþarft“ embætti, og fneð
þessu óviturlega séð fyrir „hinu
sanna gagni fósturjarðarinnar“ ?
Spyr sá sem ekki veit.“ —
þessum mörgu og alvarlegu
spurningum, þessa harðsnúna
fylgismanns stjórnarinnar, skýtur
Tíminn opinberlega fyrir dómstól
þjóðarinnar.
Leiðrétting. Meinleg prentvilla
slæddist inn í grein Jóns Jónatans-
sonar um Frás-vélina í næstsíð-
asta blaði. Stendur þar að vals-
inn snúist 1200 snúninga á mín-
útu, en átti að vera 120. En sam-
kvæmt síðari rannsókn mun hrað-
inn vera alt að 150 snúningar.
Helgi Valtýsson hefir að nýju
tekist á hendur ritstjórn Skinfaxa.
Ritstjóri:
Tryggvi þórhallsson
Laufási. Sími 91.
Prentsmiðjan Acta.