Tíminn - 10.09.1921, Blaðsíða 4
110
T 1 M I N N
Samvinnuskólinn
1921-1922
IixzxtölszuLsIkiilyrði:
Nemendur, sem hafa í hyggju að vera í Samvinnuskólanum veturinn
1921—22 verða að uppfylla eftirfarandi skilyrði við inntökupróf:
Skrifa læsilega rithönd. Geta gert nokkurn veginn skipulega ritgerð um
fengið efni. Hafa numið málfræði Halldórs Briem; síðustu útgáfuna.
Hafa lesið Kenslubók í Islandssögu, eftir Jón J. Aðils, en í mannkyns-
sögu kenslubók eftir Pál Melsteð eða eftir Þorleif H. Bjarnason.
Hafa numið Landafræði Karls Finnbogasonar.
Hafa lesið, undir handleiðslu kennara, bæði heftin af Kenslubók í dönsku,
eftir Jón Qfeigsson, og Enskunámsbók Geirs Zoéga. Hafa gert skriflegu
æfingarnar í þessum kenslubókum.
Vera leiknir í að reikna brot og tugabrot.
Hver nemandi verður að hafa fjárhaldsmann, búsettan í Reykjavík eða
þar í grend, sem stjórn skólans tekur gildan.
Aths. Það er mjög óráðlegt, að hugsa til að sækja skólann, nema
fyrir þá, sem eru vissir um að uppfylla þessi skilyrði. Reykjavík er nú
orðin of dýr staður til aö stunda þar það, sem nema má hvar sem er
annarsstaðar á landinu. Inntöku í skólann fá konur jafnt sem karlar. Þeir,
sem ekki kæra sig um að taka verslunarpróf, fá kenslu í bókmentasögu
og félagsfræði, í stað þess sem þeir fella niður í námsgreinum sem lúta
að verslun. —
Reykjavík 20. nóv. 1920.
, Jónas Jónsson.
Samb. ísl. samviimufél.
útvegar beint frá yerksmiðjuniii liið yiðurkenda
ágæta
Mc. Dougalls baðlyf.
Námsskeið fyrir eftirlitsmenn
Námsskeið verður haldið frá 30. okt. til 11. desember næstk. hér
í Reykjavík, fyrir þá, er ætla sér að verða eftirlitsmenn fyrir eftirlits-
. og fóðurbirgðafélögin.
Nemendur fá 100—200 kr. ferða- og dvalarstyrk. Umsóknir send-
ist til
s-
ZBLXTxa.öarféla.g's Islands.
Fódur- og
vigftarskýrslur
fyrir sauðfé og hross, eru nýútkomnar, kosta 2 kr. í bandi. Ennfremur
Fóður- og miólkurskýrslur
fyrir nautpening, kosta 2 kr. í bandi. Bækur þessar eru nauðsynlegar
hverjum bónda. Fást hjá
Búnaðarfélagi Islands.
Unglingaskóli Ásgríms Magnússonar
Bergstaðastræti 8, Reykjavík.
Skólinn byrjar fyrsta vetrardag og starfar í tveim deildum (I. og
II. deild). Kensla fer fram að kvöldinu, er því mjög hentugt fyrir þá
er stunda vinnu fyrri hluta dags. Inntöku í I. deild fá þeir er lokið
hafa lögskipuðum lærdómi undir fermingu.
Skrifiegar umsóknir sendist undirrituðum, sem einnig gefur allar
nánari upplýsingar um skólann.
ísleifur Jónsson.
Selur landsins bestu gúmmí-
stígvél, fyrir fullorðna og börn
— ásamt allskonar leðurskó-
fatnaði, fyrir lægst verð.
Greið og ábyggileg viðskifti.
„þvínæst verður að fá heppilegá að-
ferð til að losna við alla útlenda blaða-
mcnn út fyrir landamærin, því að þeir
senda allskonar villandi skeyti heim
til sín?“
„Og hvað svo?“
„þvinæst verður lögreglan að fá
fyllilega frjálsar hendur gagnvart
þéssum fjandmönnum stjórnar og
ríkis.“
Baróninn leit á Rómu.
„það getur orðið erfitt," sagði barón-
inn, „þegar tekið er tillit til þess að
það er um svo marga að ræða. Hversu
fjölment er lögregluliðið?
„Sjö hundruð lögreglumenn í ein-
kennisbúningi, fjögur hundruð aðrir
og fimm hundruð og fimtíu á hestum.
þar að auki höfum við þrjú þúsund
varaliðshermenn og átta þúsund reglu-
lega hermenn."
„Samtals eru það þá um 12500 vopn-
aðir menn?“
„Já, en hvað gagnar það gagnvart
100 þúsundum eða 150 þúsundum?"
„þér æskið þess þá að allur herinn
sé kvaddur til hjálpar?"
„Já. En eg óska hins þó allra helst
að fá umboð stjómarinnar til þess að
beita lögunum gagnvart leiðtogunum,
hvort sem um þingmenn er að ræða
eða ekki.“
Baróninn stóð upp og rétti honum
hendina.
„þakka yður fyrir. Stjórnin mun
þegar í stað íhuga tillögur yðar. Vilj-
ið þér gjöra svo vel og biðja hermála-
ráðherrann um að koma inn.“
þegar lögreglustjórinn var genginn
út, stóð Bóma upp og ætlaði að fara.
„þér hljótið að vita, að þetta getur
ekki orðið mér til neinnar ánægju,"
sagði hún með titrandi röddu.
„Bíðið! það skal ekki tefja yður
lengi. — Komið þér sælir, hermálaráð-
herra. — þér þekkið Donnu Rómu.
Gjörið svo vel bæði að fá ykkur sæti.
þér hafið heyrt um þetta upphlaup,
hershöfðingi?"
„Ja .
„Lögreglustjórinn segir mér að bylt-
ingamennirnir æsi fólkið. Hann vill
fá að vita það sem fyrst, hversu marga
rnenn við getum hjálpað honum um
til að hafa hemil á fólkinu."
Hermálaráðherrann taldi. Sextán
þúsund menn eru altaf vígbúnir í
Róm, og með mjög litlum fyrirvara
gæti hann kvatt hálft hundrað þús-
und manna til vopna. „Eg er, sem ráð-
hcrra og samverkamaður", bætti hann
við, „fyllilega sammála yður um það
að það ber nauðsyn til að gæta laga
og reglu, en eg verð að vona það, þar
sem eg er maður og Rómverji, að þér
biðjið mig ekki um að gera aðrar ráð-
stafanir en þær sem eru fyllilega lög-
um samkvæmar.“
„þér getið verið öldungis óhræddur
um það“, sagði baróninn, „og til þess
að við getum verið vissir um að fyr-
irskipanirnar verði framkvæmdar
hyggilega bið eg yður um að gefa út
eftirfarandi skipun: 1 fyrsta lagi, að
fyrirliðarnir — ef svo ber við að róst-
ur hefjast, annaðhvort í Colosseum
eða annarsstaðar — hefjist ekki handa
fyr en iögreglustjórinn gefur merki."
„Gott!“
„þvínæst: að hermennirnir gæti þess,
sé þeim skipað að skjóta, að fyrsta
skothríðin lendi fyrir ofan höfuð
fólksins."
„Ágætt!“
„En ef lýðurinn neitar því engu að
síður að fara, ef menn fara að kasta
grjóti, og gera hermönnunum annan
óskunda, þá verður því rniður ekki hjá
því komist að beina annari skothríð-
inni gegn þeim mönnum sem afvega-
leiða hinn fávitra og blindaða lýð.“
„Hvað segið þér?“
Hcrmálaráðherrann þagnaði og
Róma horfði á hann þakklát.
„Eruð þér mér sammála, hershöfð-
ingi?“
„Eg óttast það, að okkur sé ekki
önnur leið opin! En verði nú lýðurinn
æfur þá er hann sér blóð leiðtoga síns,
ó þá þriðja skothríðin — — —
„])að er altof liræðilegt að gera róð
fyrir slíku“, sagði baróninn.„Eg tel það
víst að vesalings blindaða fólkið muni
flýja, þegar það sér leiðtoga sinn fall-
inn. En vitanlega eru það forlögin sem
skera úr undir slíkum kringumstæð-
um. Við skulum og lóta þau skera úr
í þetta sinn. Verið þér sælir, kæri hers-
höfðingi! Viljið þér gera mér þann
greiða að biðja skrifara minn um að
biðja lögreglustjórann að koma aftur
inn.“
Hermálaráðherrann fór og Róma
stóð aftur upp.
„þér haldið þó ekki að slík sam-
ræða“, sagði hún, en baróninn tók
írammí fyrir henni:
„Farið ekki ennþá! Eg er rétt að
segja búinn. Lögreglustjórinn stendur
ekki við nema andartak. þarna kem-
ur hann. — Hafið þér verið beðinn um
leyfi til að halda fundinn í Colosseum,
herra lögreglustjóri?"
„Nei, alls ekki, yðar hógöfgi!1'
„þó verðum við að ólíta hann ölög-
legan uppreistarfund."
„Vissulega!"
„Iliýðið þá ó! þér verðið að finna
hermálaróðherrann þegar í stað.
Hann mun fó yður í hendur 50 þús.
heraienn. Gefið nánar gætur að þvi
hverjum þið felið forystuna. Hugsið
nákvæmlega um fyrirskipanirnar sem
gefnar verða. Undir eins og vart verð-
ur við mótþróa á að gefa merki.um að
skjóta — og þá ræður herinn öilu úr
því.“
„Eg heyri, yðar hógöfgil'1
„þangað til um miðnætti annað
kvöld verðið þér altaf að geta náð til
mín og eg til yðar. Má vera að við
neyðumst til að lýsa borgina í ófrið-
arástandi og þá verðum við að geta
fengið skipun frá konungi þegar í
stað. Búið samverkamenn yðar undir
það. Fáið leyfi til að mega nota fall-
byssuna á Engilsborg til þess að gefa
merki. Verði skotið úr henni er merk-
ingin sú að það ó að loka öllum hlið-
um borgarinnar, stöðva allar járn
brautarlestir og hafa strangt eftirlit
með símastöðvunum. Skiljið þér mig?“
„Já, fullkomlega, yðar hágöfgi!"
„Eftir að merkið er gefið má eng-
inn fara burt úr borginni og ekkert
símskeyti senda. í stuttu máli: Fró
því augnabliki á Róm að öllu leyti að
vera í valdi stjómarinnar!"
„Að öllu leyti á valdi stjórnarinnar,
yðar hágöfgi!"
„það er búið að gefa hernum skip-
anirnar. þegar lögreglan gefur merki
ó að skjóta fyrstu skothríðinni yfir
höfuð lýðsins, og annari skothríðinni
ó leiðtogana. En ef einn eða fleiri
komast undan---------.“
Baróninn þagnaði, en endurtók því-
næst með lágri röddu, en mikilli festu:
„Eg segi: ef einn eða fleiri þeirra
komast undan, herra Angellí -— —.“
„þeir skulu ekki komast undan, yð-
ar hágöfgi."
--—0------
Frakkar og bannið.
Jón Árnason prentari, ritstjóri
Templars, er staddur í Kaup-
mannahöfn og sendir þaðan eftir-
farandi símskeyti:
Enga kröfu gerðu Frakkar um
afnám bannsins, er samningur-
inn var gerður við Finna. Frakkar
hafa lýst opinberlega yfir að móðg-
un sé að bera þeim á brýn kúgun-
arviðleitni gagnvart bannríkjun-
um.“
þessi merkilega ýfirlýsing
Frakka er vitanlega sprottin af
þeim miklu umræðum sem orðið
hafa í heiminum um kúgunartil-
raun Spánverja við Norðmenn og
okkur. Frakkar vilja ekki verða
seldir undir hina sömu þungu
dóma og nú dynja á Spánverjum.
Ástæðan er auðsæ: Bandaríkin,
mesta peningaveldi heimsins, eru
bannland. Frakkar munu vilja
halda fullu vinfengi við þau.
„Hvor undan annari“.
ísafold má muna tímana tvenna.
Áður stóðu að henni margir rit-
færustu, framsæknustu og frum-
legustu stjórnmálamenn lands-
ins.
Nú er hún orðin copy (afrit) af
Lögréttu, sem áður var helsti and-
stæðingur hennar. En ritstjórn
Lögréttu er eingöngu í því fólgin
að benda á þær Morgunblaðsgrein-
ar, sem hæfastar þykja til að
sendast út um land.
En ritstjórn ísafoldar er þó ekki
eins margbrotin og frumleg og
Lögréttu, því þegar búið er að
prenta upplagið af Morgunblaðs-
samtíningnum í Lögréttu þarf
ekki annað en taka hausinn ofan,
þannig að fyrir Lögréttuhausinn
komi ísafoldar.
þannig verður þá Isafold til, og
lítur jafnvel út fyrir að fullmikið
sé fyrir henni haft, því næst síð-
ast þegar hún kom út, lenti Isa-
foldarhausinn á öftustu síðu Lög-
réttu, og hefði það einhverntíma
þótt tíðindum sæta.
Gamall Isafoldarvinur.
Leiði Hallgerðar.
„Köld er mold á kórbak.
Kúrir þar undir Jón flak. —
Ýtar snúa austur og vestur
allir nema Jón flak.“
Morgunblaðið mótmælir harðlega
þeirri staðreynd að „ýtar snúi austur
og vestur". það flutti þó fregn síðasL
liðinn sunnudag, að grafið hefði verið
í leiði Hallgerðar langbrókar á Lauga-
nesi. Leitarmenn „komu brátt niður á
steinhleðslu og er hún í lögun eins og
leiði, aflöng og snýr frá suðri til norð-
urs eins og venja er um grafir krist-
inna manna", segir Morgunblaðið.
Tíminn spyr eins og siðast. Hvaðan
koma vitleysurnar í Morgunblaðið?
— Ritstjóri Morgunblaðsins var einu
sinni á annari skoðun. Hann orti einu
sinni grafskrift og þar í var þetta:
„En lýðúrinn hrasar urn leiðið hans
enn,
hann liggur í suður og norður“.
Röksemdir
Morgunblaðsins eru svipaðar eins og
stundum heyrist, er menn skattyrðast:
„Jettu hann sjálfur". Morgunbl. sagð-
ist svo fró um daginn, að berkiarann-
sókn á kúm heyrði undir almenn
fjósaverk. Tínjanum þótti nokkuð
skrítið, og af því að Morgunblaðið
þekkir vel Magnús dýralæknir, þá var
auðvelt fyrir það að fá upplýsingar
um þetta. I sömu klausu Morgunblaðs-
ins var látið í ljós, að tarfarnir mundu
flytja berklana i mjólkina í kúnum.
þetta er lika mjög nýstárleg kenning.
þegar Tíminn spurði svo, hver flytti
svöna vitleysur i Morgunblaðið, þá
svarar það nokkrum dögum síðar, að
það fái þessar vitleysur úr Tímanum.
þetta má kalla rökfimi, og þó er ..sam-
búðin við sannleikann elilu hneikslan-
leg“ i þessu fremur en öðru.
Motto: þessi frásögn blaðsins er,
jafnvel þótt tekið sé tillit til hinnar
venjulegu hneykslanlegu sambúðar
þess við sannleikann, ágæt til að sýna
hversu algerlega sama því er um hvort
það hermir rétt eða rangt.
J. M.? í Mbl. 6. sept. 1921.
Reykjavik.
Pósthólf 122 Sími 228
selur kornvörur, kaí'fi, sykur o. m. fl.
— — alt með lægsta verði. — —
Fljót afgreiðslaí
Áreiðanleg' viðskifti.
Ljósgrár vagnhestur með marki:
tvístýft aftan v., hefir tapast frá
Álafossi fyrir nokkru síðan. Að
líkindum hefii' hann strokið aust-
ur yfir Hellisheiði.
Rannsóknin.
Nú er farið að lóta líta svo út eins'
og rannsaka eigi útibú íslandsbanka
áður en myllusteinninn er hengdur
um hóls landsins. það virðist að ívaf-
ið eigi ekki að vera vandaðra en
uppistaðan. Tveggja daga dvöl á ísa-
firði eða svo, er talið nægilegt. Væri
ekki eins gott að síma vestur: „Hagur
útibús íslandsbanka er víst ágætur?”
])að væri útlótaminna fyrir bankann,
en lík trygging fyrir landsstjórnina.
Nú er B. Kr. rifinn upp frá djúpum
hugsunum um „þjóðgatið" og heim-
spokilegum hugleiðingum um það,
livað það sé óheiðarlegt að græða pen-
inga á öðru en verslun. Ekki verður
það þó af unggæðishætti, sem mats-
nefnd Islandsbanka fremur ónýtt
vcrk, eftir því sem í hana hefir verið
kosið. Kárr.
-----o-----
Til Nýfundnalands á að senda
einn af botnvörpungum Kveld-
úlfsfélagsins. Mun það tilætlun fé-
lagsins að kynnast fiskimiðum þar
vestra. Er sagt að allir skipstjórar
og stýrimenn af skipum félagsins
verði með í ferðinni.
Bruni. Um síðustu helgi kvikn-
aði í skipi sem var á leið frá ön-
undarfirði til ísafjarðar. Mótorbát-
ar fengust í Bolungarvík sem
'drógu skipið til ísafjarðar og þar
tókst að slökkva eldinn með
slökkvidælu kaupstaðarins. En
skip og farmur skemdist mikið.
-----o-----
Ritstjóri:.
Tryggvi þórhallsson
Laufási. Sími 91.
Prentsmiðjan Acta.