Tíminn - 10.09.1921, Blaðsíða 1

Tíminn - 10.09.1921, Blaðsíða 1
V. ár. Hlutakaupin í r Islandsbanka. i. Hann hlóð upp hvern torfgarð, þótt tyldi’ ekki neitt af tildrinu meinfúna’ og illa. Flest störf lians og ræða var rústa- verlt eitt, tómt ramb við i skörðin að fylla. St. G. St. Rústaverk, frá upphafi til enda, hefir öll framkoma landsstjórnar- innar og blaðs hennar verið í Is- landsbankamálinu. Hefir þó aldrei keyrt eins um þvert bak og í Morgunblaðinu á þriðjudaginn var. Greinarhöfund- ur sá kallast „Kunnugur“. Hann leggur á tæpara vað en sennilega hefir nokkurntíma verið lagt í rit- deilu um opinbert mál á íslandi. Hann dirfist að vitna í þingtíðind- in máli sínu til stuðnings, en hlýt- ur þó að vita að þingtíðindin er bók sem allur almenningur á ís- landi á aðgang að og getur því les- ið það þar svart á hvítu að höf. fer með ósannindi. Aðalefni þessarar Morgun- blaðsgreinar er að mótmæla því sem sagt var í síðasta tbl. Tímans að það hefði verið tillaga Fram- sóknarflokksins á þingi að það yrðu eingöngu hlutfallskosnir full- trúar af hálfu alþingis, sem fram- kvæmdu rannsóknina á íslands- banka, yrði að því ráði horfið að landið keypti hluti í bankanum. „Sá kunnugi“ leyfir sér þá ó- heyrðu frekju að fullyrða að Tím- inn segi „alveg öfugt frá þessu“, og „snúi alveg við réttu og röngu“. Er nú hérmeð skorað á þá les- endur þessarar Morgunblaðsgrein- ar, sem þessi orð lesa, að fletta upp í Alþt. 1921 á bls. 1498 og lesa þar 623. þingskjalið, og geta þeir þá sannfært sig um hin beinu ó- sannini, sem þessi „kunnugi“ mað- ur leyfir sér að bera fram. pett* þingskjal er tillaga til þingsályktunar um skipun fjár- málanefndar og var borin fram í sameinuðu alþingi. Flutningsmenn eru níu. þeir eru allir flokksmenn Framsóknar- flokksins — yfirgnæfandi meiri hluti flokksins. það eru þessir þingmenn: Einar Árnason, Sveinn Ólafsson, Stefán Stefánsson, Gunnar Sigurðsson, Guðmundur Ólafsson, Eiríkur Einarsson, þor- leifur Jónsson, Sigurður Jónsson og þorsteinn M. Jónsson. þetta eru allir þingmenn Framsóknarflokks- ins sem voru á þingi fyrir síðustu koshingar, og þrír að auki sem gengu í flokkinn á síðasta þingi. f tillögunni er það lagt til að sameinað alþingi kjósi með hlut- bundnum kosningum þrjá menn í fjármálanefnd. Síðan er verkefni nefndarinnar ákveðið í tillögunni, og segir þar meðal annars svo: Ef gerðar verða ráðstafanir á þessu ári til að landið eignist hluti í íslandsbanka, skal nefndin rannsaka allan hag bankans“ o. s. frv. Sjá menn nú svart á hvítu hvor fér með satt mál, Tíminn eða sá ,,kunnugi“ í Morgunblaðinu. Unmiæli Tímans eru bókstaflega sönn. Yfirgnæfandi meiri hluti Framsóknarflokksins bar fram þessa tillögu að þrír menn hlut- fallskosnir af alþingi önnuðust rannsóknina á fslandsbanka. Reykjavík, 10. september 1921 37. blað Öllum þeim sem heiðruðu minningu fóstursonar og fóstbróður okkar, Hallgríms sáluga ísakssonar, og sýndu okkur hluttekning við fráfall hans, vottum við innilegt þakklæti. Sérstaklega þökkum við þeim vinum hans sem reist hafa legstein á gröf hans. Húsavík, 1. ágúst 1921. Vilhjálmur Guðmundsson, Helga ísaksdóttir, María Vilhjálmsdóttir, Óli Vilhjálmsson, Guðmundur Vilhjálmsson. Sá „kunnugi“ stendur eftir sem opinber ósannindamaður — vísvit- andi ósannindamaður svo framar- lega sém hann er „kunnugur“. Hálfan sannleika segir höf. þar sem hann vitnar í það að fjórir af Framsóknarflokksmönnum fluttu efri-deildar-bankafrumvarpið, sem öðruvísi kvað á um rannsóknina. En honum mun vel kunnugt um það, að þeir gerðu það fyrst og fremst í því skyni að koma skrið á málið, en ekki til þess að koma fram með endanlegar tillögur. þeir sáu það síðar að á þann hátt var ekki nógu tryggilega um rann- sóknina búið og báru því fram of- angreinda tillögu um skipun fjár- málanefndar. það var landsstjórnin sem, ná- lega með ofbeldi, hindraði það, að slík tryggileg rannsókn færi fram. þá var það að meiri hluti þingsins mótmælti gerræði hennar með því að neita að kjósa rannsóknar- nefndina. Ilvað verður henni nú næst fyr- ir landsstjórninni, eða þessum skjaldsveini hennar, er þessi ó- sannindi eru hrakin fyrir henni iheð sjálfum þingtíðindunum ? Sennilega ráðið gamla, sem Kletta- fjallaskáldið hefir líka kveðið um: „þó sannindi einföld í samhengi máls sé sýnd, á hún ráð það sem styður. En það er: að verja sig viti sín sjálfs og vægðarlaust hrópa það niður.“ II. I niðurlagi þessarar Morgun- blaðsgreinar fer sá „kunnugi“ ýmsum orðum um skoðanir þeirra manna sem að Tímanum standa í bankamálinu. par sem höf. hefir leyft sér svo óskjallega meðferð á þingtíðindunum, kemur engum það á óvart þótt honum verði á enn „hneikslanlegri sambúð við sannleikann“ þegar hann fer að tala um skoðanir mótstöðumann- anna. Ummæli hans um það efni hafa viðlíka gildi og biblíuskýring- ar eftir eina alkunna pei’sónu. þeim „kunnuga“ hefir þótt það nauðsyn mikil að færa eitthvað til verra vegar skoðanir Tímans í Is- landsbankamálinu, því að þær skoðanir hafa átt að fagna ótví- ræðum stuðningi almennings. þær skoðanir hafa ennfremur verið svo skýrar að ekki hefir orðið um vilst. Alveg það mótsetta hefir átt við um stefnu landsstjórnarinnar. Hún hefir yfirleitt ekki verið önn- ur en sú að styðja af alefli hina erlendu hluthafa bankans, hvað sem liðið hefir hag Islands. Tvö atriði hafa verið rauði þráð- urinn í stefnu Tímans. Hið fyrra: að íslandsbanki kæmist í hend- ur íslendinga úr höndum hinna út- lendu auðmanna, sem undanfarið hafa stjórnað honum. — Lands- stjórnin, eða meiri hluti hennar a. m. k., var þessu alveg mótfallin og barðist á móti meðan hún gat. Hið síðara: að fulltryggileg rannsókn væri gerð á bankanum áður en landið tæki hluti í honum, þannig að vist væri að hagur landsins væri að fullu trygður. — Landsstjórninni tókst að hindra þetta og þess vegna gerir Tíminn kröfu til ann- ars af tvennu: að málinu verði ekki endanlega ráðið til lykta fyr en á næsta þingi, eða að hlutirnir sem keyptir verða verði forgangshlutir. * Skilur það hvert mannsbarn að hér er um hið fylsta samræmi að ræða. þess er krafist og þess eins, að hagur íslands sé að fullu trygð- ur gagnvart erlendum auðmönn- um. III. Síðan þessi umrædda Morgun- blaðsgrein kom- út, hefir mönnum hér í bænum orðið mjög skraf- drjúgt um það hver hannn muni vera þessi „Kunnugur", sem greinina skrifaði., Er það af þeirri orsök einkum, að þeir menn sem glöggastir eru að þekkja rithátt manna, fullyrða það að þeir þekki fingraför sjálfs forsætisráðherr- ans á greininni. Óneitanlega er hann „kunnugur“ þessu máli. Tíminn vill ekki um þetta full- yrða, þó að hitt sé fullvíst að sam- bandið er afarnáið milli forsætis- ráðherrans og Morgunblaðsins. Og hér er um mál að ræða sem for- sætisráðherranum hefir virst vera afarsárt um — sem eru hagsmunir hinna erlendu hluthafa íslands- banka. Vitanlega verður þetta aldrei fullsannað. Og engu máli skiftir þótt Morgunblaðið lýsi einhverju yfir. En alvarlegt mál væri það ef æðsti valdsmaður landsins um- gengist þingtíðindin á þann hátt sem þessi greinarhöf. hefir gert. það væri ærið nóg að blað stjórn- arinnar skuli hafa leyft slíkri grein rúm. ---o---- Merkisrit Jakob Jóh. Smári: íslensk setningafræði, gefin út með styrk af Sáttmálasjóði Há- skóla Islands. Bókaverslun Ársæls Árnasonar. Reykja- vík MCMXX. Prentsmiðjan Acta. 8 bl. bvot; IVX279X X bls. Sjálfsag-t hefir flestum, sem hafa áhuga á íslenskum málfræði- efnum eða gaman af þeim, þótt vænt um það, þegar Jakobi Smára var veittur styrkur til samningar íslenskrar setningafræði, því að tilfinnanlegur skortur hefir verið á ritum, sem veitt gætu fróðleiks- fúsum mönnum nokkra heildar- lega fræðslu um íslenskt orðalag, einkenni þess og eðli. Á íslensku hefir ekki verið að finna meira en stutt ágrip helstu frumatriða setn- ingafræðinnar í kenslubókunum að eins til þess að kenna mönnum deili á setningafræðilegum hug- tökum eða vara menn við útlensku- kendum orðatiltækjum, þegar frá er skilin hin stutta Málsgreina- fræði Bjarna Jónssonar, sem sjálf- sagt hefir orðið öllum, sem í hana hafa náð, til mikilla og hollra nota, og svo smáádrepur um einstök at- riði hér og hvar, helst í ritdómum og öðrum umvöndunargreinum. Hin einu rit, sem til nokkurrar hlítar hafa fjallað um setninga- fræði íslenskunnar, eru rituð á er- lendum málum af erlendum mönn- um og því mjög fáséð flestum ís- lendingum og fást auk þess ein- göngu við fornmálið. En íslenskan er meira en fornmálið, og því má segja, að þrátt fyrir það, þótt nokkur not megi hafa af þessum bókum, hafi verið brýn þörf á góðri, ítarlegri og handhægri setn- ingafræði, er fjallaði um tunguna í heild sinni að fornu og nýju. Og nú er hún fengin. Fullkomna setningafræði má semja á tvennan hátt, annaðhvort svo sem lýsing á orðaskipunarlög- um málsins, að svo miklu leyti sem þau eru í samræmi við þá hugsjón, sem fyrir höf. vakir um fullkomið og fagurt orðalag, eða þá svo sem lýsing málfarsins eins og það kem- ur í ljós við hlutlæga rannsókn. Jakob hefir valið síðari aðferðina, enda er hún fremur í samræmi við núlega vísindastefnu, en tekur þó tillit til hinnar, og vinnur hann með því tvent í senn, að semja í eitt vísindalegt rannsóknarrit og hagnýtt kenslurit. Til þess, að leik- ir menn geti jafnt haft bókarinn- ar not sem lærðir, gerir hann fyrst ljósa grein fyrir hinum setninga- fræðilegu hugtökum, og síðan greinir hann í inngangi frá þeim ritháttum, sem mest ber á í bók- mentunum, og lýsir muninum á þeim, og síðan kemur aðalefni bók- arinnar, hin eiginlega setninga- fræði íslenskunnar, skift í XV. kapítula eftir hinum setninga- fræðilegu meginatriðum. Eru þar í 181 grein orðuð lögmál þau um notkun og skipun orða og setn- inga, er höf. hefir fundið við rann- sókn sína, og færðar sönnur á þau með dæmum úr töluvert á annað hundrað íslenskum ritum frá ýms- um tímum alt á milli Ara fróða og Halldórs frá Laxnesi; jafnframt eru tekin ýms dæmi rangrar eða ófagurrar orðaskipunar og bent á lýtin til viðvörunar ófróðum mönn- um. Bókin nýtur þess, að höfundur hennar er, eins og raunar flest skáld að meira eða minna leyti, málfræðingur að eðlisfari, enda má segja, að samning hennar hafi tekist afbrigðavel. Höf. hendir það hvergi, sem útlendingar hafa of oft steytt á, að gera lítilsháttar vangá eða vankunnáttu höfundar í orðaskipun að allsherjar-reglu og auka svo ritið með einskisverðum undantekningarreglum og útúr- dúrum, né in heldur, að hann geri sér far um að amast að óþörfu við því, sem breyst hefir og bæst við síðan á hinni fornu gullöld máls- ins til þess að gera það liðugra, eða því fornlegu, sem enn helst til þess að gera það þróttmeira, og virðist rata þar svo vel meðalhóf- ið, að trauðla verði betur gert. þó er þar hið eina, sem eg hefi út á ritið að setja hið innra, er hann varar við notkun eignarfalls tilvís- unarfornafnanna er og sem. Slíkt er með öllu ástæðulaust, því að bæði er hún enn til í alþýðu-tal- máli („. .. .kona, sem systir henn- ar býr fyrir norðan“, „hét hann ekki Guðmundur, maðurinn, sem I þú ert dóttir hans?“) og nýju rit- máli („. .. vísa sú, er þessi er fyrri helmingur hennar“, Skí. og nokkr- ir staðir í Isl. skemtanir o. s. frv.) og auk þess verður stundum alls ekki hjá henni komist, og er þá hætta á, að menn neyðist til að nota eignarfall af spumarfornafni í staðinn, sem er sýnu verra („. .. Tómas Sæmundsson, hvers. minn- ingu allir blessa“, G. M. í Lögr.) ; samsíða aðalsetning, sem höf. ráð- leggur að nota í staðinn, myndi ekki nærri ávalt ná fullkomlega hugsun tilvísunarsetningarinnar og að minsta kosti aldrei þeim blæ hennar, sem leiðir af tilvísunar- sambandinu, (sbr. § 125, a). það, að menn hafa á síðari tímum sneitt hjá því að nota þetta eignarfall í riti, stafar sennilega bæði af ó- glöggheyrni manna á daglegt mál- far alþýðu, sem notar það hiklaust, hvenær sem hugsunin krefst, og af misskilnings-ótta við, að það færi í bága við eðli tungunnar að bæta persónufornafni eða ábend- ingarfornafni í eignarfalli við til- vísunarfornafnið á þeim stað í setningunni, sem eignarfallið myndi vera á í tilsvarandi aðal- setningu, en því fer fjarri, því að þetta er sýnilega náskylt notkun bráðabirgðafrumlagsins og fleiru slíku, sbr. og § 125, 3) aths., og § 127, d) o. v. Virðist mér miklu fremur þörf á að kenna notkun þessa eignarfalls, en vara við því. Ytri frágangur bókarinnar er því miður ekki nærri svo góður, sem vert hefði verið, verðið sýnist hefðu getað leyft og búast hefði mátt við frá nýrri prentsmiðju, en um slíkt er víst of seint að sakast héðan af, og er ekki heldur eins dæmi. h. h. ----o--- Lántakan. Ekki eitt einasta orð hefir heyrst fi’á landsstjórxnnni, eða stjórnarblaðinu um lánskjör enska miljónalánsins. Eftir fregnum blaðsins er þó alllangur tími liðinn síðan lánið var tekið. Áskorunin til stjórnar og stjórn- arblaðs um að birta lánskjörin er hérmeð endurtekin. Almenningur- inn á fulla heimting á því að fá að vita það með hvaða kjörum tek- ið er langstærsta lánið sem enn hefir verið tekið fyiár íslands hönd. Dragist það enn lengi að hið sanna sé birt, er mjög hætt við því að almenningur leggi trúnað á þær lausafregnir sem gengið hafa um lánskjörin. Sé um veruleg afarkostakjör að ræða, græðir landsstjórnin ekkert á því að leyna þeim. þegar á þing kemur, getur stjórnin hvort sem er ekki komist hjá því að segja alla söguna. I lýðfrjálsu landi eiga borgar- arnir kröfu til að fá að vita svart á hvítu hvernig þeim er stjórnað. Tíminn væntir þess fastlega, að geta flutt ábyggilegar fregnir um lánskjörin um næstu helgi. ----o—— Staka. Feyskin eru förin hvolfd, fyr sem áttu slag við Svold, liggja hulin leir og mold, Lögrétta og ísafold. v

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.