Tíminn - 15.10.1921, Blaðsíða 1
50—60 blöö <i árt, fostar
tíu frónur drgancjurinn,
V. ár.
Búsáhalda-
sýningin.
III. Flutningatæki.
Mest kvað þar að sýningu
norsku verksmiðjunnar Moelven-
brug. Fátt af íslenskum tækjum,
nokkrir sleðar.
Með flutningatækin voru gerðar
allítarlegar tilraunir, rannsakað
efni þeirra, smíði, dráttarþungi o.
fl. Skýrslur um þetta verða birtar
í Búnaðarritinu. Frá Moelvenbrug
var heyvagn, fjaðrakerra, vinnu-
kerra, flutningavagn og timbur-
vagn. Smíði og efni í þessum á-
höldum þótti sérstaklega vandað,
enda munu þessir vagnar vera
betri en samskonar tæki, sem hér
hafa verið notuð áður.
Heyvagninn er með grindum,
sem auðvelt er að taka af; hann
er fjórhjólaður. Heyið er látið
laust í grindina og hlaðið upp af
henni. Væru látin 300 kg. í vagn-
inn, var dráttarátakið 40 kg., en
með 500 kg. var það 71 kg. þess-
ar tih’aunir voru gerðar á mishæð-
óttu landi. Vagnar þessir eru hent-
ugir þar sem sléttlent er.
Fjaðrakerran var létt og lipur.
þær kerrur eru sérstaklega hent-
ugar fyrir fólksflutninga á veg-
um, t. d. í kaupstaðarferðir. þær
eru léttar í drætti og minni hrist-
ingur, vegna fjaðranna, en í
venjulegum ken-um.
Vinnukerran var vönduð, kass-
inn þannig gerður, að hægt var að
taka hliðar og gafla úr honum.
Hann var allur járnsleginn á röð-
um og hornum.
Timbur- og flutningavagnar
þóttu vandaðir að smíði sem hin
áhöldin.
Samband íslenskra samvinnufé-
laga hefir umboðssölu fyrir Mo-
elvenbrug. Enn var ein kerra
norsk, og þótti hún miður vel
gerð.
Tilraunir voru gerðar, sem
sýndu hve mikla þýðingu það hef-
ir á tvíhjóluðum kerrum, hvemig
er hlaðið. þær sýndu það ljóslega,
hve þýðingarmikið það er að
híaða rétt, en það er að jafnvægið
sé þannig, að seni. minstur þungi
hvíli á hestinum. Sé kerran fram-
hlaðin um of, vex dráttarátakið
(erfiði hestsins) eigi aðeins sem
þeim þunga svarar, heldur meira.
þessa ættu keyrslumenn vandlega
að gæta.
Sleðar. Á sýningunni voru þrír
tvöfaldir sleðar eftir amerískri
fyrinnynd, einn sleðinn var norsk-
ur frá Moelvenbrug; hann þótti
best smíðaður; hinir voru íslensk-
ir. Sleðar þessir taka óefað mikið
fram sleðum þeim, sem hér hafa
tíðkast áðui'j* og ættu menn að
taka það til athugunar þar sem
sleðar eru mikið notaðir. Nákvæm
lýsing á sleðunum verður í Búnað-
arritinu.
Heysleði mikill var frá Jóni
Hannessyni í Deildartungu. Hann
er ætlaður til að draga hey á úr
votlendi á þurkvöll og er sagður
mesta búmannsþing.
Heybörur (hjólbörur), frá Páli
Sigfússyni, Melum, þóttu léttar og
handhægar til að flytja hey á
þurkvöll þar sem stutt er.
Dráttarvélar voru þrjár á sýn-
ingunni. Nöfn þeirra voru
„Cletrac“, „Austin“ og „Fordson".
Allar vélar þessar eru taldar með
25 hesta aflh þær má nota til þess
að draga vagna á vegum eða plóga
og önnur jarðyrkjuverkfæri. Með
vélar þessar voru gerðar nokkrar
tilraunir, þó voru þær vart svo
ítarlegar að til fullnustu yrði um
það dæmt að hverju gagni slíkar
vélar geti komið hér á landi. Mest
var dráttarvélin „Austin“ reynd.
Var Eggert Briem að því um
hálfsmánaðar tíma að reyna þá
vél við akstur. Seinna voru hinar
dráttarvélamar reyndar lítilshátt-
ar til samanburðar. Við a k s t u r
reyndust dráttarvélamar að geta
dregið 3—4 smálesta þunga á
venjulegum akbrautum. Á ,Austin‘
voru reyndir gúmmípúðar, sem
voru skrúfaðir á hjólhringina;
sagt var, að þeir ættu að draga úr
hristingnum, og gera vélina hæg-
ari í meðförum. En með púðum
þessum dróg vélin minna. Við-
spyman virtist eigi nægilega mik-
il til þess að vélin gæti neytt
krafta sinna. Dráttarvélarnar fara
7—8 km. á klukkutíma og eyða
4—9 1. af olíu á sama tíma.
Dráttarvélar voru reyndar í
þýfi og látnar draga plóga eða
herfi. það er hægt að aka vélun-
um yfir þýfið, en hristingurinn er
svo mikill, að ilt er að sitja á þeim
og stjórna þeim, enda dráttarafl
lítið aflögu á svo ójöfnu landi.
þessi notkun dráttarvélanna virð-
ist því lítt framkvæmanleg. Doeent
Christensen fann þó, að á þessu
mátti ráða bót. Hann gerði tilraun
með að láta dráttarvélina vinna
þannig, að hún sjálf er látin ganga
á landi sem búið er að jafna, en
við röð þýfisins. Vélin er svo lát-
in draga herfi, t. d. bíldherfi, en
dráttarlínurnar eru settar þannig,
að helmingur herfisins gengur út
á þýfið. Með því að aka vélinni
þannig, vinst þýfið smátt og
smátt og jafnast, en vélin gengur
liðlegar á hinu jafnaða landi og
neytir betur krafta sinna en á
þýfinu. Með haganlegu herfi er
sjáanlegt, að hægt er að vinna bug
á þýfinu á þennan hátt. Tími
vanst eigi til að gera þessar til-
raunir ítarlegri.
Á sýningunni voru tveir flutn-
ingabílar frá E. Chouillou kaupm.
í Reykjavík. Með þá voru eigi
gerðar neinar tilraunir.
IV. Garðyrkjuáhöld.
þau voru all-fjölbreytileg á sýn-
ingunni. Um þau dæmdu þeir Ein-
ar Helgason garðyrkjustjóri,
Ragnar Ásgeirsson garðyrkjumað-
ur og Metúsalem Stefánsson ráðu-
nautur.
í skýrslu sinni telja þeir upp öll
garðyrkjuáhöld, sem voru á sýn-
ingunni, og vísast um það til Bún-
aðarritsins. Af umsögn þeirra má
taka fram: Stungukvíslar og
spaða telja þeir besta frá Bröd-
rene Brincker og Marstrand.
Garðhrífur frá Chr. Olsen, Odense.
En best arfajárn frá Brincker. þá
telja þeir raðhreinsara (Fjöl-
yrkja) fyrir handafl hentugan
fyrir garða, hann er þýskur. Sam-
band ísl. samvinnufélaga hefir um-
boðssölu.
þá má geta þess, að á sýning-
unni voru tveir prýðissnotrir upp-
drættir af skrúðgörðum, gerðir af
garðyrkjukonu Guðrúnu Björns-
dóttur á Akureyri. Ræktunarfélag
Norðurlands sendi einnig safn af
trjáplöntum, sem það hefir látið
ala upp í gróðrarstöð sinni á Akur-
eyri. Trjáplöntur þessar sýndu
Ijóslega hverju er hægt að koma
hér til vegar með trjágróður ef
rétt er á haldið.
Reykjavík, 15. október 1921
V. Reiðskapur.
það safn var eigi fjölskrúðugt.
Um það dæmdu þeir Sigurður Sig-
urðsson og Theódór Arnbjamar-
son ráðunautar. Af umsögn þeirra
má taka fram:
Kliftaska úr skinni, sýnd af Hall-
dóri Halldórssyni, Akureyri. þótti
vel löguð og allur frágangur
snyrtilegur.
Klifberar þóttu bestir frá Jóni
Jónatanssyni, Akureyri og Stefáni
Stefánssyni sama stað, og Einari
Vilhjálmssyni á Glúmsstöðum í
Norður-Múlasýslu.
Aktýgi, smíðuð af Einari Jóns-
syni kennara á Hvanneyri þóttu
vönduð og góð. Annars var eigi
um aðra gerð að ræða af aktýgj-
um á sýningunni. þá er nefnt það,
er nokkuð þótti til koma í þessari
deild.
VI. Girðingai-efni. -
það voru nokkrar tegundir af
gaddavír, sléttum vír og vírnetum,
ennfremur nokkrir hliðarlásar o.fl.
Gaddavír. Styrkleiki vírsins var
reyndur. Best reyndist vír frá
Hermann Raffel, Kaupmannahöfn,
þar næst Jónatans þorsteinssonar
og Natan & Olsens.
Vírnet ágæt sýndi Jónatan þor-
steinsson. þau eru 1,10 m. há, með
láréttum strengjum, 10—20 cm.
millibil, af sléttum vír og grennri
lóðréttum strengjum með 30 cm.
millibili, sem myndar möskva. Vír-
net þetta er einkar hentugt í
kringum garða.
Hliðai'grindur úr járnpípum,
sem Kristinn Kristjánsson á Leir-
höfn hafði smíðað, voru á sýning-
unni. Á grindur þessar voru
strengd vírnet. þær voru léttar og
ódýrar.
----o----
Y atnamálin.
Eitt af stærstu málum síðasta
þings var vatnamálið, og dagaði
það uppi við 2. umr. í neðri deild,
eins og reyndar mátti vænta, eftir
undirbúningi þeim, sem það fékk
hjá stjórninni og skipun þing-
nefndarinnar.
Frumvörpin voru tvö, annað til
almennra vatnalaga, hitt til sér-
leyfislaga. Vatnalagafrv. var að
efni til bygt á stefnu minni hluta
milliþinganefndarinnar frá 1919,
en að formi og framsetningu á
stefnu meiri hlutans, og auk þess
tillíkt henni víða, svo að varla gat
þar hrein heitið stefna minni hlut-
ans. Sérleyfislagafrv. stjórnarinn-
ar var hinsvegar samsuða úr báð-
um stefnum og allsendis vanhugs-
uð tilraun þingnefndar fr'á 1919 til
að bræða báðar stefnur saman, til
að þjóna tveimur herrum. Stjórn-
in hafði í þessu máli, eins og fleir-
um, reynt að synda milli skers og
báru og þóknast að nokkru báðum
aðiljum. þess vegna lét hún lög-
fræðilegan ráðunaut milliþinga-
nefndarinnar, er fylgdi meiri hluta
hennar, búa frumvörpin í hendur
þingsins, að sjálfsögðu bygð á
stefnu minni hlutans, sem óhjá-
kvæmilegt var, en hálfvolgri og ó-
skýrri, til að þóknast meiri hlutan-
um. Hér var því brotin sú sjálf-
sagða regla, að láta óhlutdrægan
dæma og búa málið til þings, en
sjálf var stjórnin áður búin að lýsa
afstöðu sinni til þessara stefna og
fallast á stefnu minni hluta milli-
þinganefndarinnar. Virtist því ein-
sætt og málinu hollara að láta ó-
hlutdrægan mann handfara frum-
vörpin, en að velkja þannig, sem
sagt hefir verið, þá stefnu, er
stjórnin þó aðhyltist. Afleiðingin
varð hér sú, sem vænta mátti:
Hvorugum aðila var fullnægt, van-
þakkir hlaut stjómin úr báðum
áttum og málið var af nýju tafið
og sett í strand, en dýrmætum
tíma eytt í það til ónýtis, — og
þetta er 3. skiprekinn, því að á
þingunum 1919 og 1920 urðu for-
lög þess lík, en 1920 lá málið þó
fyrir í hreinni minni hluta stefnu,
borið fram af stjórninni, og komst
aldrei í nefnd vegna tímaskorts.
Nú hafði allur almenningur
vænst þess, að lyktir yrðu á al-
mennri vatnsréttindalöggjöf, þótt
lengra yrði eigi farið að sinni, og
kveðin niður lögvilla sú, sem meiri
hluti milliþinganefndarinnar vakti
1919 um eignarumráðin yfir vatn-
inu, lögvillu, sem ýmsir mætir
menn hafa flækst í af of lauslegri
íhugun málsins og tröllatrú á
mönnum þeim, sem báru hana
fram, fremur en sjálfstæðri rann-
sókn. Gegnir það hinni mestu
furðu, að ýmsir gegnir og góðir
menn hafa blekst af kenningum
meiri hlutans og missýnst um til-
gang hans með kenningunni, sem
hann telur borna fram af hreinni
sannfæringu um lögmæti hennar
og umhyggju fyrir velfarnan þjóð-
félagsins, ástæðum, sem láta vel í
eyrum, en vert er að athuga nánar
og gleypa eigi við. það er því rétt
að draga fram með nokkrum orð-
um stefnumun meiri hluta og
minni hluta milliþinganefndarinn-
ar, eins og hann birtist í nefndar-
álitunum og meðferð málsins síð-
an.
Meiri hlutinn byggir á því, að
vatnið sé ekki undirorpið eignar-
umráðum einstakra manna, neitar
því, að umráða réttur eða eignar-
réttur landeiganda yfir því hafi
nokkru sinni verið lögleiddur eða
viðurkendur hér á landi og telur
ríkisvaldið eiga að hafa óskoruð
umráð yfir öllum vötnum, jafnt á
löndum einstakra manna sem opin-
berum eignum og almenningum.
Ætlast hann svo til, að sérstakur
vatnamálaráðherra fari með þetta
víðtæka vald ríkisins, en landeig-
endur fái þau vilkjör hjá ríkinu,
að njóta forgangsréttar fyrir öðr-
um, ef vatnsþurð er, að því vatni,
sem heimilisþörf þeirra krefur.
Minni hlutinn byggir aftur á
því, að vatnið sé háð umráðum
landeiganda á hverjum stað, nema
þar sem vatnsréttindin hafa verið
skilin frá jörðunum, seld, gefin eða
annan veg af hendi látin, og að um-
ráð þessi eða eignarumráð séu
margfaldlega lögfest og viðurkend,
bæði að fornu og nýju. þessvegna
verði vatnalöggjöfin hér að byggj-
ast á einstaklingsrétti yfir vatn-
inu, eins og alstaðar annarsstaðar
á Norðurlöndum, en rétturinn
verði að takmarkast þar sem al~
menningsheill eða þjóðfélaginu
stafar hætta af honum. Slíkar tak-
markanir telur minni hlutinn lög-
mætar og réttlátar og fer þar að
dæmi Svía, Finna, Norðmanna og
Dana; en svifting eignarumráða
landeiganda yfir vatni á landi
hans án endurgjalds telur hann
brot á 63. gr. stjórnarskrárinnar
og lögleysu eina.- Án frekari skýr-
inga má líta svo á, að hér standi
tvær jafngildar fullyi’ðingar and-
spænis hvor annari, þar sem eru
nefndar stefnur minni og meiri
hlutans, en öllum hlýtur að skilj-
ast, að lögin verða gagnólík bygð á
42. blað
þessum stefnum tveim, og að þær
verða ekki bræddar saman. Eftir
stefnu minni hlutans verður eign-
arréttur landeiganda takmarkað-
ur, honum boðinn varnaður á
þeirri meðferð vatnsins, sem ríkið
telur sér skaðlega eða almenningi,
jafnframt og kvaðir verða á land
(vatns) eiganda lagðar til almenn-
ingsnota á vatninu. Eftir hinni
stefnunni verður landeigandi
rændur öllum frekari rétti til
vatnsins en aðrir, öllu ráðstafað af
ríkisvaldinu og aðeins heimilisþörf
hans fullnægt. Stefna þessi hefir
því verið nefnd vatnsránsstefna,
og virðist það sannnefni, þegar lit-
ið er til lagastaða þeirra, sem hér
skulu taldir og teknir eru af handa-
hófi úr eldri og yngri lögum:
1. Grágás, 208. kap., þar sem tal-
að er um veiði granna tveggja í
merkivatni milli jarða þeirra,
standa þessi orð: _ „Nú ef annar
þeira þickis vera vanluti viðannan
þá skal sá beiða deildar þann, er á
ána við hann, at koma til á VII.
nátta fresti“ o. s. frv.
2. Jónsbók, Llb. 56. (58) kap.,
þar sem talað er um vatnsföll og
veiðistöðum bæja milli, segir svo:
„Hverr maðr á vötn ok veiðistöður
fyrir sinni jörðu ok á, sem at fornu
hefir verit, nema með lögum sé
frá komit“.
3. Lög nr. 80 1905, um forkaups-
rétt leiguliða, segja: „. . . . Nú eru
ítök, skógar, fossar etc., sem skil-
in eru eða skilin vei'ða frá jörðu,
seld eða leigð, og á sá þá forkaups-
rétt, sem land á undir“.
4. Lög nr. 67, 1905, um skyldu
eigenda til aS láta af hendi við
bæjai-stjóm Akureyrar eignarrétt
og önnur réttindi yfir Glerá og
landi meðfium henni, segja: „Sér-
hver sá, er hefir eignarrétt eða
önnur réttindi yfir Glerá eða land-
inu meðfram henni, slcal vera
skyldugur til að láta af hendi við
bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar
gegn fullu endurgjaldi svo mikið
af réttindum þessum eða eign,
sem nauðsynlegt er“ o. s. frv.
5. Lög nr. 55 1907 um takmörk-
un á eignar- og umráðarétti á foss-
um á íslandi, um eignarrétt á foss-
um o. fl., segja í 7. gr.: „Nú er
kona eigandi foss eða afnota hans
og giftist manni, er fullnægir ekki
skilyrðum laga þessara fyrir því,
að mega öðlast þess konar eignar-
eða notarétt (útlendingi) “ o. s. frv.
8. gr. sömu laga segir: „Nú erf-
ir maður eignar- eða notarétt á
fossi“ o. s. frv.
12. gr. sömu laga segir: „Hver
maður er skyldur til gegn fullum
skaðabótum að láta af hendi fossa
sína, ár eða læki .... í þarfir
landsins eða sveitarfélaga.“
Niðurl.
----o-----
Látin er nýlega í Árósum á Jót-
landi Steinunn Björnsdóttir, syst-
ir þórunnar ljósmóður hér í bæn-
um, Björns bónda í Grafarholti,
Bjarna bónda í Vatnshorni í
Skorradal og þeirra systkina.
Hafði hún ferðast víða, verið um
hríð í Vesturheimi, en nú síðast
mörg ár í Danmörku. Hún tók
katólska trú, gerðist nunna og
starfaði við spítala St. Jósefs-
systra í Árósum. Tvö ár starfaði
hún á Landakotsspítalanum, fyrir
nokkru. Hún var fjölmentuð kona
og gáfuð, eins og hún átti kyn til.
Ríkharður Jónsson listamaður
ætlar að dveljast á Austurlandi í
vetur — á Djúpavogi.