Tíminn - 15.10.1921, Blaðsíða 4

Tíminn - 15.10.1921, Blaðsíða 4
122 T 1 M 1 N N Fréttir. porsteinn M. Jónsson alþingis- maður flytur til Akureyrar í haust, frá Borgarfirði eystra. Hef- ir hann fengið veitingu fyrir kennaraembætti við barnaskól- ann á Akureyri. Var honum hald- ið veglegt samsæti nýlega á Borg- arfirði og fært að gjöf málverk stórt eftir Jóhannes Kjarval. Jóhannes Kjaaval málari er ný- kominn til bæjarins. Hefir hann dvalist á Borgarfirði eystra lengst af í sumar. Rómar mjög nátt- úrufegurð austur þar og kemur með mikið af nýjum málverkum. Jón þorleifsson málari, sonur þorleifs Jónssonar alþingismanns, hefir opna málverkasýningu þessa vikuna. Verður frá henni nánar sagt. Jón er á förum héðan til Parísar til frekara náms í málara- listinni. Atvinnuleysi verður mjög mikið hér í bænum í vetur. Til þess að draga úr því, hefir bæjarstjórn á- kveðið að búa til fiskþurkunarreiti í Rauðarárholtinu. Ætlar bærinn síðan að leigja út reitina, enda hefir verið skortur á slíkum reit- um undanfarið. Bæjarstjórn leit- aði til bankanna um lán. íslands- banki treystist ekki til að lána féð, og bar því við, að bankinn þyrfti að minka seðlaútgáfuna mjög. pá ákvað bæjarstjórn að afla fjárins með lánsútboði. Er það nú ráðið, að bæjarstjóm býður út lán, alt að 500 þús. kr. með tryggingu í tekj- um og eignum bæjarins. Vextir verða greiddir 6Vfe% á ári. Lánið er til 20 .ára og afborgast minst 25 þús. kr. á ári og eru skuldabréfin dregin út með hlútkesti. Lánsfénu á fyrst og fremst að verja til fiskreitagerðarinnar og sömuleiðis til að greiða bráðabirgðalán sem bærinn hefir tekið. Botnvörpungurinn „íslending- ur“, sem var eign dánarbús Elías- ar Stefánssonar, hefir verið seld- ur. Verðið var 40 þús. kr. Frú Stefanía Guðmundsdóttir er nú komin heim aftur. Hefir dvalist rúmlega ár hjá löndum vestra og getið sér hinn ágætasta orðstýr, eins og vænta mátti. Fjárprettamál hefir nýlega orð- ið uppvíst hér í bænum og vakið mikla athygli. Maður er nefndur þórarinn þorvarðsson og er vest- Khöfn að dæma, hefir Guðbrand- ur, líklega nú nýverið, heimtað að Jón Magnússon léti hefja rann- sókn. þessi framkoma Guðbrands er að öllu leyti hin lofsamlegasta. Og hún stingur mjög í stúf við pukursdóm Jóns Magnússonar og samherja hans úr hinu forna stuðningsliði Einars Arnórssonar. Guðbrandur heimtar rannsókn af því að hann sér, að það er eini veg- urinn til þeirrar sýknu, sem er nokkurs virði. Guðbrandur sýnir með þessu, það sem raunar marg- ir munu hafa vitað áður, að Guð- brandur er greindari maður og með næmari sómatilfinningu held- ur en sumir þeir menn, sem nú fara með æðstu völd hér á landi. V. Meðferð stjórnar og þings á þessu máli má tákna með einu orði: P u k u r. En eins og gengur, breiðist það mest út, sem pukrað er um. I mörg missiri hafa tugir og síðan hundruð manna í Reykja- vík, út um land, og að einhverju leyti í Kaupmannahöfn, þingið, menn í stjórnarráðinu, blaðstjór- ar, eins og ritstjóri Lögréttu, o. m. fl., heyrt talað um „land- ráðamálið“, og jafnvel séð skjöl þar að lútandi. T. d. að taka hitti einn sýslumaður úr afskektri sýslu þann sem þetta ritar, áður en þingið hafði málið til meðferðar, an úr Dölum. Fer hér á eftir aðal- efnið úr frásögn hans um málið. Hann réðist í vor í vinnu til Guð- mundar þorlákssonar bónda á Korpúlfsstöðum í Mosfellssveit. Brátt fór Guðmundur að fala af honum peningalán. Varð það úr, að þórarinn lánaði Guðmundi fyrst 3000 kr. og síðan 1500 kr. gegn veði í kúm og hestum Guð- mundar. Síðar komst þórarinn að því, að kýrnar voru veðsettar áður. Upphæðina átti að greiða 15. júní, en ekki varð af því og um miðjan júlí fóru þeir þórarinn og Guð- mundur hingað til bæjarins. Kem- ur þá Guðmundur með inann til þórarins sem hann segir að sé Magnús Sigurðsson bankastjóri. Segir „bankastjórinn" að Guð- mundur geti fengið 10 þús. kr. lán í Landsbankanum eftir 3—4 daga. Fáum dögum síðar kemur þórarinn aftur til Reykjavíkur með Guðmundi. Hitta þeir aftur „bankastjórann“ og segir hann að það standi við sama um lánið. Verður það nú úr, að þórarinn lánar Guðmundi 3000 kr. í viðbót og átti öll skuldin að greiðast 31. júlí. Seinna um daginn talaði þór- arinn við „bankastjórann“ í síma og segir hann að öllu sé óhætt um lánið og afhenti þórarinn þá Guð- mundi þessar 3000 kr. Lét Guð- mundur koma í móti skuldabréf sem hann sagði samið af lögfræð- ingi. Var nú skuldin öll, með kaupi þórarins orðin 8300 kr. Nokkru eftir gjalddaga hringir „banka- stjórinn“ til þórarins að Korp- úlfsstöðum og segir honum að Guðmundur geti ekki fengið lánið fyr en ríkissjóðslánið sé fengið. — Svo var það loks, nú fyrir skömmu, að þórarinn leitaði rétt- ar síns hjá yfirvöldunum. Hefir bæjarfógetinn í Hafnarfirði tekið málið til rannsóknar og hefir Guð- mundur á Korpúlfsstöðum verið tekinn fastur. Sömuleiðis hefir Bjorn Gunnlaugsson kaupmaður hér í bænum verið tekinn fastur, því að þórarinn þykistrþar þekkja mann þann sem honum var sagt að væri Magnús Sigurðsson banka- stjóri. Loks hefir þriðji maður orð- ið riðinn við málið, að nafni Stefán Loðmfjörð. Hann er maður sá sem Guðmundur sagði þórami að væri lögfræðingurinn. En Stefán segir sér með öllu ókunnugt um málið og þessi ummæli Guðmundar. Hann hafi ekki gert annað en að afrita skjöl fyrir Guðmund eftir uppkasti. Atkvæði voru greidd um það á ísafirði nýlega hvort skipa skyldi og mintist á það að fyrra bragði, og virtist þekkja söguna út í ystu æsar. Og að síðustu kemur fyrir- lestur Guðbrandar Jónssonar í vor sem leið fyrir fullu húsi í stærsta samkomusal höfuðstaðarins. Menn ásaka broddborgarana í Reykja- vík, sem mest hafa fjargviðrast um að tíðindamaður í Stokkhólmi birti þessa sögu, ekki að jafnaði fyrir að vera of greinda eða víð- sýna. En þeir hafa sjaldan sýnt heimsku sína á jafn eftirminnileg- an hátt eins og í því, að álíta furðu- verk, að útlendir blaðamenn kynnu að frétta sögu sem var á jafn margra vitorði eins og sú, sem hér ræðir um. Og réttlætistilfinningu sína hafa þessir sömu menn sýnt með því að halda við pukrinu, og varna þar með Guðbrandi og Ein- ari að fá fulla uppreist, eins og verða myndi, ef þeir væru sýkn- aðir af óhlutdrægum dómstóli. Skeytið frá Stokkhólmi kom til þess af Parísarblöðunum, sem er einna harðvítugast í garð þjóð- verja. Og í umræðunum um málið 'tók aðallega þátt sá hluti Parísar- blaðanna, sem mest sinnir því, sem Frakkar kalla hina stöðugu hættu af þjóðverjum. þeir sem eitthvað þekkja til, hvernig franskir hægri- menn líta á aðstöðuna til þjóð- verja, munu skilja, að hvar í heim- inum sem franskur blaðamaður fréttir um gömul eða ný leyniráð sérstakan borgarstjóra. Var það felt með 88 atkv. gegn 69. Embætti. Sveinn ögmundsson guðfræðingur, sonur ögmundar Sigurðssonar skólastjóra í Flens- borg, hefir verið settur prestur í Kálfholti. — Friðrik A. Friðriks- son guðfræðingur fer vestur um haf til prestsþjónustu meðal Is- lendinga í Saskatshevan. Voru þeir báðir prestsvígðir á sunnudaginn var. Ný útgáfa aukin, er komin út af hinnu kunnu bók Ólafíu Jóhannes- dóttur „De ulykkeligste". Fyrri út- gáfan seldist upp á skömmum tíma og fá eintök bárust þá hingað til lands. Nú fæst nýja útgáfan hjá frk. Ólafíu og kostar 6 kr. bund- in en 4 kr. óbundin. Látinn er nýlega á Fagurhóls- mýri í Öræfum síra Gísli Kjart- ansson, áður prestur í Mýrdals- þingum og á Sandfelli. FjaJlvegirnir. Eins og í fyrra var aftur í ár unnið að því að bæta fjallvegina. Verkstjórinn var hinn sami og í fyrra: Ilalldór Jónasson frá Hrauntúni. Voru þeir þrír saman félagar framan af, en einn veiktist og varð að fara til bygða 24. júlí. Byrjað var að vínna á Kaldadalsvegi í Sandkluftum fyrir ofan Hofmannaflöt, aukið við gömlu steinbrúna og rutt og bætt niður að Sandkluftavatni. þar var unnið í rúma viku til 26. júní. þá var farið norður á Kjalveg. þar var varðað og rutt eftir föngum alt sem eftir var á leiðinni frá Hvítá og norður að Blöndu. Er þá öll hin nýja leið vörðuð og rudd vestan Kjalfells. þessu verki var lokið 9. ágúst. þá var farið til Am- arvatns hins mikla og rudd og vörðuð þar sem þurfa þótti leiðin þaðan og suður að Hólmavaði á Norðlingafljóti, norðan við þor- valdsháls. Loks var vegurinn bætt- ur í kring um Kalmanstungu. Vinnunni var lokið 29. sept. — Halldór kom ekki í bygð frá 3. júlí til 12. ágúst og munu ekki margir núlifandi menn hafa legið lengur úti í einu. — Gott verk og þarft hefir þama verið unnið, og að sjálfsögðu verður því haldið á- fram. Hagtíðindi nýútkomin birta yf- irlitsskýrslu um búpening í far- dögum 1920 og um jarðargróða haustið 1920. — Sauðfénaður var í fardögum 1920 alls 578,768 og er sú tala alls rúmum 14 þús. hærri þjóðverja til að auka vald þýska ríkisins með nýjum landvinning- um, þá eru slíkar fréttir tilkyntar frönsku þjóðinni, til að sannfæra hana enn betur, ef á þyrfti að halda, um hina yfirvofandi hættu, sem Frakklandi sé búin af lævísi og ágirnd þjóðverja. VI. Nú er tvent til. Að halda áfram að pukra með málið og reyna að svæfa það. Eða að skifta um að- ferð. Taka drengilega í sanngimis- kröfu Guðbrands Jónssonar. Birfa öll gögn. Leysa upp dulrúnir þýska bréfsins. Gefa Jóni Dúasyni Guðbrandi og Einari tækifæri að segja söguna eins og þeir vita best um. Gefa Jóni Magnússyni tæki- færi á að skýra sína afstöðu. Sömuleiðis Jóhannesi og Sveini að segja frá „rannsókn" sinni 1920. Ef allir eru saklausir, og eftir því vonast menn, þar til hið gagnstæða reynist, þá er a. m. k. einhvers- staðar um misskilning og ankana- lega málsmeðferð að ræða. Og það er öllum best, að sá misskilningur hverfi úr sögunni. En ef haldið er áfram að pukra hér heima? Hvað þá? Allur lands- lýður veit um málið. það hefir vakið eftirtekt í erlendum blöðum. I Danmörku hafa staðið út af því allmiklar sennur milli hægri manna og frjálslynda flokksins. en 1919. Ám fækkaði á árinu um 4%, sauðum og hrútum um 15%, en gemlingum fjölgaði um 45%. Fjölgunin er mest á Suðurlandi: 6%. Nautpeningur var í fardögum 1920 alls 23,498 eða rúmlega 500 fleiri en árið áður. Kúatalan var nálega hin sama, þó heldur lægri. Griðungum og geldneytum fækk- aði um 6%, en veturgamall naut- peningur fjölgaði um 25% og kálfum um 4%. Fjölgunin er mest á Austurlandi. Hross voru í far- dögum 1920 50,645, nálega einu þúsundi færi’i en árið áður. Full- orðnu hrossunum fjölgaði að vísu um 2%, en tryppi fækkuðu um 8% og folöld um 14%. Geitfé er talið alls 2010 í fardögum 1920, en 1817 í fardögum 1919. — Sam- kvæmt búnaðarskýrslunum heyuð- ust sumarið 1920 595 þús. hestar af töðu og 1411 þús. hestar af út- heyi. Taðan 2% minni en 1919, en útheyið 2% meira. En sé borið saman við meðalheyskap fimm undanfarinna ára, er töðufengur 1920 2% lægri, en útheysheyskap- ur 6% lægri. Á Norðurlandi einu var heyskapunnn meiri en í með- allagi. — Skýrslumar telja að kartöfluuppskeran hafi orðið 33 þús. tunnur árið 1920. Meðaltal 5 undanfarandi ára er 27 þús. tunn- ur. Af rófum og næpum var upp- skeran 11 þús. tunnur. Var 10 þús. tunnur 1919. En meðaltal fimm ár- anna á undan var 14 þús. tunnur. inn höndum, grunaður um þjófn- aðinn, en hefir ekld játað. Fund- ust í fórum hans töluvert miklir peningar. Kvaðst hann hafa grætt þá á áfengissölu og er nú verið að rannsaka það. Látinn er á Húsavík Aðalsteinn Kristjánsson kaupmaður. Bana- mein hans var krabbamein. Látinn er hér í bænum Halldór Gunnlaugsson verslunarmaður, starfsmaður við Edinborgarversl- un í mörg ár. Sigurður Sigurðsson ráðunautur er nýkominn til bæjarins úr ferða- lagi um Dala- og Snæfellsnes- sýslur. Fullyrt er það um bæinn að Morgunblaðsliðið sé búið að á- kveða þrjá efstu mennina á kosn- ingalista sínum til landkjörsins næsta sumar. það eigi að vera þeir Björn Líndal síldarkaupmaður á Svalbarðseyri og Jón Magnússon forsætisráðherra og Gísli Johnsen kaupmaður í Vestmannaeyjum. Fálkinn tók tvo botnvörpunga í þessari viku fyrir landhelgisveiðar við Austurland og flutti til Seyðis- fjarðar. Var annar sektaður um •12 þús. kr. Skipstjórinn af hinu skipinu þrætti fyrir brotið og er ekki úr því skorið enn. Málararnir Jón Stefánsson og Guðmundur Thorsteinsson1 hafa dvalist í sumar í Borgarfirði, eink- um á Húsafelli og Gilsbakka. Jón Stefánsson hefir opnað málverka- sýningu nýlega. Guðmundur Thor- steinsson'ætlar að dveljast hér í bænum í vetur og kennir teikn- ingu. Bjarni Ásgeirsson frá Knarrar- nesi á Mýrum hefir flutt búferlum að Reykjum í Mósfellssveit. Eru Reykir vafalaust mikil framtíðar- jörð og sennilegt að reka megi þar fjölbreyttari búskap en víðast ann- arsstaðar. Haraldur Níelsson prófessor er nýkominn heim úr utanför. Sat hann meðal annars fund sálar- rannsóknamanna í Kaupmanna- höfn, flutti þar erindi og vakti mikla athygli. t þjófnaður. Um miðja vikuna varð það uppvíst að stolið hafi ver- ið um 1600 kr. úr búð Tryggva kaupmanns Siggeirssonar á Laugavegi. Maður hefir verið tek- Vitanlega gera allir ráð fyrir, að íslendingar geri hreint fyrir sín- um dyrum. En ef engin rannsókn færi fram, eða pukursmeðferð — hvað yrði þá sagt um „hið unga ís- lenska ríki“? Myndi það styrkja trú annara þjóða á því, að sjálf- stæði íslendinga væri grunnmúrað, ef endirinn yrði sá, að nábúaþjóð- irnar sæju, að þótt kvittur kæmi hér upp um landráð, þó að sá mað- ur, sem hafður væri mest fyrir sök, bæði um rannsókn, þó að nokkur hluti blaðanna heimtaði rannsókn, þá væri málið samt svæft, af mönnum, sem borið hefði siðferðislega ábyrgð á þeirri stjórn, sem rannsóknin myndi snerta ? Að pukra með málið hefir verið til ógagns allri þjóðinni, en mest þó Guðbrandi, Einari og stjórnar- völdum þeim, er haft hafa það til meðferðar. Hér eftir yrði það ís- lensku þjóðinni allri til stórtjóns, ef sömu stefnu yrði fylgt. Jón Magnússon dómsmálaráðherrahef- ir borið aðalábyrgðina á meðferð málsins alla sína stjórnartíð. Hann ber ábyrgðina enn. Skyldi honum finnast styrkur sinn svo mikill, að hann geti ekki unt sjálfum sér þess léttis að láta þennan bagga á herðar óhlutdrægra, rannsóknar- fúsra dómara? J. J. ----o---- Ásgeir Sigurðsson kaupmaður hefir gegnt „vice-konsúls“ embætti Breta hér í bænum í undanfarin 14 ár. Hefir hann nú fengið út- nefningu Bretakonungs sem aðal- ræðismaður og hefir jafnframt verið sæmdur bresku heiðurs- merki. Svik. Maður kom inn í Söluturn- inn nýlega, sem kvaðst heita Jón Björnsson. Bauð hann til kaups eina „mottu“ af neftóbaki og átti bitinn að kosta 5 kr. En hann kvaðst þurfa 100 kr. fyrirfram og þær fékk hann. En svo leið og beið og ekki kom hann aftur. Lög- reglan náði í manninn. Iieitir hann Sigurður Sigurðsson og hefir áður komist í kynni við lögregl- una. Aðvömn. Enn verður Tíminn að vara almenning við því að trúa því sem Morgunblaðið segir um sögu- lega viðburði. það flutti í gær langa grein um steinsúlu frá Egyptalandi sem kölluð er „Nál Cleopötru“. Er fyrst sagt frá því því að „nálin“ sé 3500 ára gömul og þvínæst að meir en 2000 árum síðar hafi Cleopatra Egyptalands- drottning látið flytja hana til Alexandríu. Eftir þessu hefði Cleopatra átt að lifa um það bil 400 árum e. Kr. b. Skakkar um það bil 400 árum. — Og þó er enn varhugaverðara að trúa því sem blaðið segir um nútímaviðburði. Önnur aðvörun. Ekki er hitt á- byggilegra sem Morgunblaðið seg- ir um fjármál. Á laugardaginn var birti það grein um fjárhag Pól- verja. Segir þar að sterlingspund- ið enska kosti 1100 pólsk mörk, en danska krónan um 500 pólsk mörk. Eftir þessari kenningu ætti danska krónan að jafngilda 5/xl pörtum úr sterlingpundi. Kauphallirnar segja að á venjulegum tímum séu 18 danskar krónur í sterlingpundi. Morgunblaðið segir að dönsk króna sé þá rúmar 8 danskar krón- ur. — Svona er því varið um allar kenningar Morgunblaðsins um fjármál og viðskiftamál. Skúli Árnason læknir í Skálholti hefir sótt um laus frá embætti. ----o----- Ritstjóri: Tryggvi þórhallsson Laufási. Sími 91. Prentsmiðjan Acta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.