Tíminn - 15.10.1921, Blaðsíða 2

Tíminn - 15.10.1921, Blaðsíða 2
120 T I M I N N H. Th. A. Thomsen stofnað 1837 Kaupmannahöfn C., Overg-ade 90 ---- Síinnefni HAT Talsimar 2348, 2349, 5212. Eg annast sölu á öllum íslenskum afurðum, saltflski, verkuðum og blautum, þorski, löngu, upsa, sild, laxi og heilagfiski, lýsi, sundmaga, hrogni, kjöti, ull, gærum, görnum, rjúpum, dúni, tófuskinnum, o. s. frv. á mörkuðum þeim, sem hver þessara vörutegunda selst best. Hefi sýnishorn af íslenskum afurðum á ýmsum heimssýningum til þess að greiða fyrir sölunni. Utvega allskonar erlendar vörur með verksmiðjuverði, þýskar vörur sérlega ódýrar, fatnað allskonar, nærföt, alfatnaði, utanyfirföt, oiíufatnaði, smærri vefnaðarvörur, járnvörur, höfuðföt, skófatnað, leir- vörur, gler, lit, tóbak, sykur, sápu, pappír, veiðarfæri, etc. etc. Tek sem greiðslu íslenskar bankaávísanir fyrir liæsta gjaldverð hér. Ilefi góð sambönd til þess að selja íslenskar krónur hér. Sendið íslenskar afurðir í umboðssölu eða tékk á íslenskan banka til innkaupa. Of dýrt að nota lánstraust liér sem stendur. Virðingarfylst. D. Thomsetl, frv. ræðismaður. Frá útlöndum Utan úr heimi. þýskaland. Svo má segja, að þýskaland sé það land, sem einna mesta þýðingu hefir fyrir stjórn- málastefnur forustulandanna. Má það furðulegt heita, um land, sem hefir verið gersigrað af flestum höfuðþjóðum heimsins sameinuð- um, flett vopnum, bannað að hafa her eða flota, og látið gangast und- ir þyngri kvaðir, heldur en dæmi eru til um nokkra aðra þjóð, sem sigruð hefir verið í ófriði. En þjóðverjum er veittur undarlegur máttur til að sigra örðugleika. Og nú sýnist ekkert líkara en að þeir muni á furðu stuttum tíma vinna aftur, án styrjalda, það rúm, sem þeir áður höfðu í verslun og iðnaði. Ástæðan er sú, að þjóðverjar framleiða 'nú allra þjóða ódýrast hverskonar iðnaðarvaming.Frakk- land ver sig gegn of miklum inn- flutningi af þeim vörum með sér- stakri löggjöf. Belgíumenn kvarta sáran undan samkepninni, því að þýskar vörur útrýma belgiskum iðnaðarvarningi í sjálfu landinu. Er þar talað um að koma á sér- stakri löggjöf til varnar innlend- um iðnaði. Sama er sagan suður í Ástralíu. þar biðja atvinnurekend- ur í málmiðnaði um vernd móti samkepni þjóðverja. Mörg rök liggja til þess að þýska þjóðin er svo máttug í framleiðslu-samkepn- inni. þjóðverjar eru þolnir starfs- menn. Enn skortir þar hvorki vel sérmentaða yfipmenn eða starfs- lýð. Menn leggja hart að sér, því að það er eina vonin til að bjarg- ast úr þeim ógöngum, sem keis- arastjórnin hefir komið henni í. Eitt atriði, sem mjög styður að ó- dýrri framleiðslu, er það, að hús þjóðverja eru ódýrari og betur fyr- ir komið en í flestum öðrum lönd- um. þar voru stofnaðir hinir fyrstu fasteignabankar með sam- vinnusniði, og hafa þeir gert ótrú- lega mikið gagn. það var mjög al- gengt í þýskalandi fyrir stríðið, að efnalitlir menn gætu fengið lán til að byggja íbúðarhús með 3V£% vöxtum. Séu húsin góð og ódýr, hefir það mikil áhrif til að gera framleiðsluna ódýra. Til að skýra þetta betur nægir eitt dæmi. 1 Danmörku er kaup prentara um 100 krónur á víku, og samsvarandi í mörgum öðrum löndum, sem ekki hafa ,,hrunið“ í stríðinu. En í þýskalandi er kaupið ekki nema um 40 krónur. En hús, matvara og fatnaður er þar svo mikið ódýrari, að verkafólkinu líður ekki til muna I. Blöðin tákna nú með þessu nafni mál það hið nafntogaða en órann- sakaða, þar sem gert er ráð fyrir ólöglegum skiftum tveggja Islend- inga (eða fleiri) við þýsk stjórn- arvöld. Hvort orðið er réttnefni, eða markleysa, mun fyrst sannast við óhlutdræga rannsókn. Eg hefði leitt hjá mér að minn- ast á þetta mál að sinni, ef ekki hefði blað Jóns Magnússonar og Copelands gert ráð fyrir, að eg gæti gefið skýringar um ein- hver atriði. Eg ætla því að fara nokkrum orðum um málið í heild sinni, og vænti að geta fremur glatt en hrygt þá, sem hafa gefið tilefni til þessara athugasemda. Stuðningsmenn núverandi stjórn- ar virðast líta svo á, að það merki- legasta við mál þetta sé að vita, hvaðan blaðamaður sá í Stokk- hólmi, er símaði söguna um Guð- brand og Einar til Parísar, hafi haft vitneskjuna. Eg lít aftur á móti svo á, að það tvent, sem máli skifti, sé: 1. Hvort verið hefir um landráð að ræða eða ekki. Og ef hið síðara sannast, að Guðbrandur og Einar og stuðningsmenn þeirra verði hreinsaðir af öllum grun. lakar. Afleiðingin er auðsæ. Frá Danmörku streyma verkefni handa prentsmiðjum til þýskalands, en a. m. k. 25% af dönskum prenturum ganga atvinnulausir. Spánn. Sj aldan hefir ástand ver- ið bágbornara í nokkru landi, sem ekki hefir verið eyðilagt af útlend- um her, heldur en nú er á Spáni. Af metnaði hafa Spánverjar sótt mikið eftir að eignast dálitla sneið norðvestur af Marokkó, sunnan við Njörvasund. En mest af land- inu er undir verndarvæng Frakka. Ekkert gagn hafa Spánverjar af landi þessu, en mikinn kostnað. Verður að halda þar mikinn her, því að Márarnir kunna illa veldi Spánverja, sem bæði eru hroka- fullir og ómentaðir. I sumar gaus þar upp mikill ófriður, og fengu Spánverjar ekki rönd við reist. Mistu þeir þar fjölda manna. Höf- uð eins af hershöfðingjum þeirra, sem fallið hafði, báru Márar á spjótsoddi til að storka Spánverj- um. Mikill hluti spönsku þjóðar- innar er algerlega mótfallinn þessu stríði, einkum verkamenn. Liggur við uppreist víða í landinu, og er fullyrt að mörg þúsund manna hafi verið drepnar heima fyrir, til að halda friði og reglu. Útlendir blaðamenn fá ekki að dvelja í landinu. Innlendu blöðin fá engar fregnir af herferðinni í Marokkó nema það sem stjómin telur að megi fréttast. Herferðin gengur hið ömurlegasta og er viðbúið að til uppreistar dragi á Spáni, fyr en varir. írland. I alt haust hefir gengið á sífeldum bréfaskiftum milli Lloyd George og de Valera, „for- seta“ írska lýðveldisins. Bretar vilja fegnir semja frið, og unna ír- um eins mikils sjálfstæðis eins og þeir telja samrýmanlegt við ör- yggi breska ríkisins. Irar hafa fyr og síðar reynt svo mikið ilt af Bretum, að þeir vilja að vonum tryggja sig sem best í samningun- um. Hinsvegar eru Bretar friðar- fúsir fyrir það, að þeir hafa nú sjö alda reynslu fyrir því, að þeir geta aldrei beygt Ira til fulls með hörku. I öðru lagi er mikill fjöldi Ira í Bandaríkjunum og í öllum hinum enskumælandi nýlendum, Kanada, Suður-Afríku og Ástralíu. Hafa írar þar mikil áhrif, og vekja þá jafnan hinn megnasta óvildar- hug til Breta. Færi svo fram til lengdar, mætti svo fara, að gaml- ar og nýjar syndir Breta á írlandi yrðu til að sundra hinu breska heimsveldi. ----o----- 2. Að málið verði rannsakað með það eitt fyrir augum, að leiða hið sanna í ljós. Með því einu móti getur þjóðin komist vansæmdar- laust út úr þessu máli. II. Um haustið 1919 gerðist Einar Arnórsson ritstjóri Morgunblaðs- ins, og um sama leyti skrifaði eg yfirlitsgrein í þetta blað um stjórnm.álaferil hans. Eins og gef- ur að skilja, safnaði eg þá því efni, sem til náðist viðvíkjandi þessu viðfangsefni. Meðal annara skjala, sem eg þá fékk og hafði undir höndum um stund, var afrit af skýrslu Jóns Dúasonar til stjórn- arráðsins um mál það, sem hér ræðir um. Eg sá ekki ástæðu til að minnast á þetta mál í grein minni. Skýrsla Jóns var miðuð við það, að stjórnin eða þingið léti rann- saka málið. Rannsóknarlaust var hvorki þá eða nú hægt að byggja rökstudda skoðun um E. A. á skýrslu þessari, enda ætlaðist höf. hennar auðsjáanlega aðeins til þess, að hún yrði dómstólamál. Aftur á móti er nú þegar hægt að fá töluvert glögga hugmynd um, skapgerð Jóns Magnússonar af því að athuga, hvernig hann hefir gætt skyldu sinnar sem dómsmála- ráðherra, við meðferð þessa máls. Jón Dúason dvaldi um þetta leyti í Reykjavík. Hann skrifaði þá í Út af morði Erzbergers birti að- alblað frjálslyndra manna á þýska- landi skýrslu um morð þau sem framin hafa verið þar í landi af pólitiskum ástæðum síðustu tvö ár- in. Hafa verið myrtir 314 menn sem hafa fylgt frjálslyndu flokk- unum að málum. Sjaldnast hefir orðið .uppvíst um morðingjana. Einir sex þeirra hafa orðið fyrir refsingu: einn verið dæmdur í æfi- íangt fangelsi en hinir fimm sam- tals til 31 árs og þriggja mánaða fengelsisvistar. Á sama tíma hafa 13 pólitisk morð verið framin á mönnum sem fylgdu afturhalds- liðinu. En það verður annað uppi á teningnum um refsingu fyrir þau morð. Út af þeim hafa verið kveðnir upp átta dauðadómar og þeir aðrir sem við morðin hafa ver- ið riðnir, hafa samtals verið dæmd- ir í fangelsisvist til 176 ára og 10 mánaða. — Stærsta loftfar Bandaríkj- anna sprakk í loft upp um mánaða- mótin ágúst september. Kviknaði í olíugeymirum. — Friðurinn milli Bandaríkj- anna og Ungverjalands var ekki staðfestur fyr en seint í ágústmán- uði síðastliðnum. — Skipasmíðaráðuneyti Banda- ríkjanna hefir nýlega selt öll tré- skipin sem það lét smíða á stríðs- árunum. Seld voru alls 201 skip og var söluverðið alls 420 þús. doll- arar. En hvert skip kostaði í upp- hafi frá 300 þús. til 800 þús. doll- Morgunblaðið þær eftirminnilegu greinar, þar sem hann sagði fyrir mikið af þeim hörmungum, sem síðan hafa dunið yfir landið vegna íslandsbanka. pá fann hann enn- fremur, með því að athuga hinar mögru opinberu skýrslur sem til voru um bankann, að landið ætti hjá bankanum fé sem nam tugum þúsunda, vangreidd leiga fyrir nokkurn hluta seðlafúlgunnar. Hvorki bankinn, endurskoðendur hans, né heldur landsstjórnin,þing- ið, eða endurskoðendur landsreikn- inga, höfðu fundið þessa gífurlegu villu — svo að ekki sé haft annað orð. En í vetur sem leið lýsti fjár- málaráðherrann yfir í þinginu, að íslandsbanki ætlaði að greiða þessi 60—70 þús. kr. málssóknarlaust. Jóns Dúasonar var ekki minst þá. En honum er það að þakka, að þetta fé tapaðist ekki landssjóðn- um. Og þó að vel hafi farið um landssjóðinn í tíð núverandi stjórn ai', þá eru þetta þó peningar, sem þjóðinni var betra að fá en missa. Jón Dúason jók ekki vinsældir sínar hjá oddborgurum bæjarins með þessari djarfmannlegu fram- komu sinni. En dæmin eru nefnd hér af því að þau sanna það, að Jón Dúason hefir stundum skilið betur vandasama hluti heldur en sumir þeir af trúnaðarmönnum landsins, sem mest hafa látið á sér bera á undanfömum árum. ara. Söluverð allra skipanna til samans er þannig lægra en meðal- verð eins skips þegar þau voru smíðuð. Skipin reyndust voðalega svikin og alveg óhæf til flutninga yfir Atlantshafið. Sagt er að nýju eigendurnir ætli að nota helming skipanna til flutninga um Mexícó- flóann, en rífa hin. — Flutningaþörfin með skipum er að aukast aftur í heiminum. T. d. lágu 462 skip aðgerðalaus í norskum höfnum í júlímánuði síð- astliðnum, en ekki nema 318 í ágústmánuði. — Tekjurnar af Panamaskurð- inum frá 1. júlí 1920 til 30. júní 1921 voru 11 milj. og 300 þús. doll- arar. Árið áður voru þær 8y2 milj. dollara. — Harding Bandaríkjaforseti hélt nýlega mikla ræðu og mintist þá meðal annars á útilokun styrj- alda. Sagði að draumar manna um fullkominn heimsfrið væru órar, sem alls ekki ættu við nútíðina, og væri gagnslaust að hlusta á slíkar spár. Hafa orðið miklar um- ræður um ræðu þessa í blöðum Bandarík j anna. pykir mörgum sem orð þessi komi kynlega fyrir, þar sem nú stendur íyrir dyrum fundur sá sem Harding sjálfur hefir boðað til í því skyni að draga úr vígbúnaði þjóðanna. — Clemenceau gamli fór á tígr- isdýraveiðar suður til Indíalanda þegar hann lagði niður stjórnar- formenskuna á Frakklandi. Síðan hefir hann ferðast mikið og nú síð- ast á Korsíku. En nú er mælt að hann ætli á ný að fara að hafa af- skifti af stjórnmálunum. Manni finst a. m. k., að þau stjórn- arvöld, sem hvað eftir annað hafa gert hinar verstu kórvillur í þeim málum, þar sem reynslan hefir sýnt, að Jón Dúason sá rétt, sé illa fær um að telja hann ófæran að bera vitni um það, sem hann telur sig hafa heyrt og séð. Litlu eftir áramót 1919—20 fór Jón Dúason til Danmerkur. Hann stóð þá í margskonar stórræðum, margföldum málaferlum við ís- landsbanka. Vandræðum með gull, sem hann átti, en stjórnin leyfði ekki að flytja úr landi, og varð að selja til iðnaðar hér á landi. priðja vandamálið var að sjá um, að Jón Magnússon legði fyrir þingið ár- urnefnda „skýrslu“. Jón Dúason skifti þessum verkum með nokkr- um kunningjum sínum. I minn hlut kom að sjá um að Jóni Magn- ússyni héldist ekki uppi að hindra þingið frá að sjá skýrsluna. pað þótti ekki auðveldast, með því að margt benti á, að Jón hefði all- mikla löngun til að svæfa málið. pá þegar vissu fjölmargir menn í Reykjavík um þessa „skýrslu“ af afspurn eða eigin sjón. Ritstjóri Lögréttu var víst einn af þeim, sem mjög snemma hafði fengið um málið að vita. pað sem mér þótti þá þegar furðu sæta, var það, að Jón Magnússon skyldi ekki vilja láta ganga hreinlega fram í málinu og láta rannsaka það blátt áfram — Verið er að hleypa skipi af stokkunum sem verður lang- stærsta skip sem. enn hefir þekst í heiminum. Skipið heitir Majes- tic, er eign „White Star“ línunnar og verður notað til farþegaflutn- inga milli Englands og1 Bandaríkj- anna. Byrjað var á smíðinu í Ham- borg árið 1914 og átti skipið að heita Bismarck og var eign Ham- borgar—Ameríku línunnar. Eftir ófriðinn fengu Englendingar skip- ið. pað er 956 fet á lengd, hæðin frá kyli og upp á bátaþilfarið 102 fet og breiddin 100 fet. Allskonar ráðstafanir hafa verið gerðar um að gera skipið sem tryggast. Allir veggir eru smurðir efni sem ver bruna, allar hurðir vatnsþéttar og eiga að þola 1600 kráða hita. 450 slökkviáhöld eru í skipinu, afar- margir björgunarbátar og þar á meðal tveir mótorbátar sem hafa þráðlaus senditæki. prjár stórar Marconistöðvar eru í skipinu. Skipið brennir olíu og notar af henni 5700 smálestir í hverja ferð yfir Atlantshafið. — Skipið flytur 4000 farþega og býður þeim öll, hugsanleg þægindi. Fyrir framan borðsalinn á 1. farrými er t. d. sundlaug, 8 fet á dýpt og er vatn- ið í henni 120 smálestir. I bóka- safni skipsins eru 4000 bindi. Mat- arforði skipsins til einnar ferðar er meðal annars: 13 þús. kíló af nýju kjöti, 48 þús. egg, 14 þús. kíló af grænmeti og 15 þús. lítrar af mjólk. — Kornuppskeran á Frakklandi hefir orðið afbragðsgóð og vonast FTakkar til að þurfa ekki að flytja inn nema mjög lítið af korni. Eru mörg ár síðan uppskeran hefir orð- ið svo góð. — Fulltrúafundur svertingja var háður nýlega í París. Fulltrú- ar komu bæði víðsvegar að úr Af- ríku og frá Ameríku. Fundurinn skoraði á þ j óðabandalagið að stofna sérstaka nefnd sem gætti jafnréttis svertingja við aðra kyn- þætti. Tveir fulltrúar frá löndum Frakka í Ai'ríku, sem líka eiga sæti í franska þinginu, mótmæltu því sem komið hafði fram á svert- ingjafundinum í Bandaríkjunum: að allir svertingjar vestra ættu að flytja til Afríku. „Við höfum sjálf- ir ekki nóg að borða“, sögðu þeir, „og af hverju eiga þá þeir sverí- ingjar að lifa, sem að flyttust?" — Kafbáturinn „Deutschland“, stærsti kafbátur sem smíðaður héfir verið, sem frægur er af ferð- um sínum á stríðstímanum milli þýskalands og Bandaríkjanna, sprakk í loft upp um miðjan síð- asta mánuð. „Deutschland“ var og hispurslaust. pví sannfærðari sem hann var um sakleysi Guð- brands og Einars, því meiri á- stæða var til að unna þeim þess, sem best mátti þeim gera, að vera fullhreinsaðir af öllum grun eftir óhlutdræga, opinbera rannsókn. Höf. skýrslunnar hafði tjáð mér, að meðal gagna þeirra, sem hann hefði afhent Jóni Magnússyni, væri bréf eitt á þýsku, ritað hér á íslandi, óundirskrifað, en stílað til þýskra stjórnarvalda. Nokkuð af bréfinu væri á dulmáli, en megin- hlutinn á venjulegu þýsku máli. Hann sagðist hafa farið fram á það við Jón Magnússon þá um vetur- inn, að fá afrit af þessu bréfi, en Jón þverneitaði. Svo^r að sjá, sem Jón Dúason hafi gert í'áð fyrir að stjórnin myndi hiklaust láta rann- saka málið. Hann treystir stjórn- inni svo vel, að hann tekur ekki af- rit af gögnum þeim, sem hann fær henni veturinn 1916—17. Ekki verður sagt, að Jón Magnússon hafi sýnt samskonar riddaraskap í skiftunum við hann. Mér þótti máli skifta að vita nokkru nánar um þetta bréf. Eg tjáði Jóni Magnússyni að eg myndi fylgjast með meðferð málsins, að beiðni Jóns Dúasonar, og bað um að fá afskrift af þýska bréfinu. því var neitað. En í stað þess fékk eg tækifæri til að hlaupa yfir bréfið nokkrar mínútur. Las eg það laus-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.